Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 2
o LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 25. APRÍL, 1935. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 “Verður það oft þá varir minst,, Séra Rúnólfur Marteinsson er aS gera athugasemdir við grein mina um skólamáliÖ í 9. tölublaði Lög- bergs; gengur hann grandgæfilega fram hjá öllum aðalatriðum greinar- innar, aö undanteknum tveimur. Séra Rúnólfur er að reyna til að verja áframhald skólans, en sýnir þó með óhrekjandi rökum, að skól- inn er ekki lengur íslenzkur nema að nafni til, og að íslendingar vilja ekki sækja skólann. Er næsta ólík- legt að það hafi verið tilgangurinn fyrir höfundinum; detta mér því í hug orðin i upphafi máls míns: “Verður það oft, etc.” Séra Rúnólfur tekur mig til ræki- j legrar hyrtingar út af orðinu: Mið- Evrópumenn.” En svo stendur á orði þessu, að eg tók það eftir séra Rúnólfi sjálf- um. Ef hann er ekki höfundurinn, þá veit eg ekki hver er það, og get ekkert um það sagt. En hver sem er höfundur þessa orðs, er það þó vafalaust, að sá, sem það gerði tákn_ aði alla þá, sem sækja J. B. skóla, sem ekki eru íslendingar. Höf- undur orðsins var víst ekki svo skyni skroppinn, að hann ekki vissi að ó- íslenzkir námsmenn og meyjar, sem sækja skólann, væru af ýmsum þjóð- flokkum þótt þeir væru nefndir einu nafni. Enda var það líka meining min með orðinu. Séra Rúnólfur veit, að það er talið algerlega réttmætt, að þar sem um eina heild er að ræða, sem saman- stendur af mismunandi einstakling- urn, að nefna heildina eftir einhverj- um hluta hennar. Hann þekkir vel latneska máltækið: “Pars pro toto” (A part for the whole) eða (heildin er kend við einn hlutann). í daglegu tali er oft talað um nautahjörð, þótt fæst sé þar nauta. Get eg ekki betur séð, en að útá- setning séra Rúnólfs út af þessu orði svipi mjög til druknandi manns- ins, sem grípur í stráið. Því mál- efnið sjálft er það, að ekki einn af tíu nemendum skólans er íslending- ur. Til þess að gera séra Rúnólfi til geðs skal eg þá taka svo til orða: J. B. skóli er nú orðinn að miklu leyti að mentastofnun fyrir menn af óíslenzku bergi brotna. Samkvæmt skýrslu hans: af 76 nemendum eru 7 alíslenzkir; ekki eitt orð kent í íslenzkum fræðum í námstímum skólans; varð að leggja fram á þriðja þúsund dali til fyrirtækisins, auk skólagjalda lærisveina og það annað, sem skólinn kann að hafa á- unnið sér sjálfur sem stofnun. Þetta er þá íslenzki skólinn kirkju- félagsins ; kennir 7 Islendingum og 3 hálf-íslenzkum mönnum og 66 ann- ara þjóða mönnum ; er að bera sig að vinna það starf, sem stjórn landsins hefir tekið að sér að sjá um og safnar til þess fé frá almenningi. Vafalaust hefði stjjfórnin séð sér fært að sjá um kenslu þessara 76 nemenda og þannig sparað vinum skólans á þriðja þúsund dali. Hitt atriðið, sem séra Rúnólfur reynir að véfengja er að fyrirtæk- ið, J. B, skóli sem stofnun, sé bú- ið að kosta á annað hundrað þúsund dali. “Ekki veit eg hvernig höfund- urinn reiknar.” Það er ósköp einfalt að segja þér það, vinur minn. Maður leggur saman starfrækslu- kostnað skólans fyrir árin 1915 til ársins 1934; dregur frá kenslugjald nemenda og gjafir bræðra okkar að sunnan, af norskum og þjóðverskum uppruna; koma þá út um hundrað og þrettán þúsund dalir, að með- töldum eignum skólans. Þess utan eru ýmsar eignir, sem skólanum var ánafnað; hlutabréf frá íslending- um í Wíinnipeg, sem gerðabókin síð- asta nefnir ekki á nafn; o. fl. Verð- ur ekkert sagt um þær upphæðir að sinni. Getur hver maður, sem vill gert sér grein fyrir þessu, með þeirri að- ferð, sem eg hafði við, og komist þannig að raun um að J. B. skóli er nú þegar búinn að kosta á annað hundrað þúsund dali, samkvæmt reikningi og skýrslum gjörðabók- anna fyrir ofangreind ár. Séra Rúnólfur minnist á orð mín : “Jóns Bjarnasonar skóli er alls ekk- ert hjálparráð til þess að halda við islenzkri tungu og trú, eins og kom- ið er nú málum hans.” I staðinn fyrir að andmæla þess- um orðum, færir hann ómótmælan- leg rölc fyrir sannleika þeirra. Tekur dæmi af hestinum, sem ekki vill drekka, að það er ekki hægt að neyða hann til þess; af manninum, sem ekki fæst til að borða; það er ekki hægt að troða matnum ofan í hann. Þetta er dagsatt. En hvaða vit er í því að vera að hýma yfir hestinum til þess að hann drekki, ef hann fæst ómögulega til þess, eða að vera að ganga með gras- iÖ í skónum eftir þeim, sem ekki fæst til þess að borða ? Ef að vinnumaður hjá bónda set- ur saman hestana til þess að byrja dagsverk sitt úti á akrinum, en vill brynna þeim áður en byrjað er verk- ið; hann tjáir húsbónda sinum, að hestarnir vilji ekki drekka; húsbónd- inn segir að hann verði að ganga eftir hrossunum, til þess að fá þau til þess að drekka, hvað sem akur- yrkjunni liður. Svo vinnumaðurinn hýmir yfir hrossunum stundum saman, mikinn hluta dags. Mundi ekki húsbóndinn verða að athlægi bæði nær og fjær og teljast vitgrann- ur með áfbrigðum. Með ofangreindum dæmum er séra Rúnólfur að lýsa afstöðu J. B. skóla gagnvart íslendingum. Eru dæmi þessi ljós og skiljanleg. Á- lyktunin lýsir sér þó bezt. Eftir röksemdaleiðslu séra Rún- ólfs leynir það sér ekki, að skólinn ætti að vera lagður niður fyrir nokkru siðan, samkvæmt orðum séra Rúnólfs er hann segir um Mani- toba háskólann: “Þar er íslenzkan á námskrá, en nú eru liðin nokkur ár síðan einn einasti nemandi í ís- lenzku hefir gefið sig fram til prófs.” Með öðrum orðum, það virðist jafn mikið vit að vera að halda uppi mentastofnun, sem er að grípa inn í verkahripg fylkisstjórnarinnar, sem hefir skuldbundið sig til þess að sjá um almenna uppfræðslu innan fylkisins og standa straum af þvi á allan hátt. Mentastofnunin kostar svo þúsundum skifti af almennu fé innan fámenns mannfélags, sem hefir ótal þarflegri fyrirtæki að ann- ast fjármunalega. Aðferð J. B. skóla svipar mjög til aðferð vinnu- mannsins, sem hýmir yfir hrossun- um, sem ekki vilja drekka. Skól- inn vill Islendinga öðrum fremur, en Islendingar vilja ekki sækja hann öðrum skólum fremur, en miklu heldur síður en svo. Með þessum orðum er eg alls ekki að færa neina sök á hendur kennur- um skólans eða skólanum sjálfum, ekki heldur á hendur íslendingum yfirleitt. Það sem eg segi um þetta í grein minni er: “Hér Hggja til grundvall- ar ýmsar orsakir. En þetta er af- staðan þann dag í dag.” Hér er alls engin álösun af minni hálfu. Eg hefi fullan vilja á því, að lýsa ástandinu eins og það kem- ur mér fyrir sjónir. Tel eg mér fullan rétt til þess. Sannar séra Rúnólfur sjálfur mál mitt með óhrekjandi dæmum. Kemst séra Rúnólfur svo að sömu niðurstöðu, nákvæmlega, og eg: “Eins og nú er komið málum, stendur Hklega þjóðræknisfélagið bezt að vigi með að skipa leiðsögu í þessu máli.” Næst kemur staðhæfing í grein séra Rúnólfs, sem eg get alls ekki áttað mig á: “Eftirtektarvert er það, að grein- arhöfundurinn skipar ávalt trúnni á sama bekk og tungunni.” “Svo er séra Sigurður að leitast við að sannfæra Vestur-íslendinga um það, að trúin sé horfin með ís- lenzkri tungu.” Vil eg tilfæra orð greinar minnar, geta þá menn sjálfir dæmt um rétt- mæti þessarar röksemdafærslu séra Rúnólfs: “Skólinn var stofnaður með það sérstaklega fyrir augum, að hann héldi við trú og tungu.” “Jóns Bjarnasonar skóli er alls ekkert hjálparráð til þess að halda við íslenzkri tungu og trú.” Meðan þessu fer fram er klifinn þrítugur hamarinn til þess að halda uppi stofnun, seru gefur sárlitla tryggingu viðaldi trúar og þjóð- ernis.” Er það nú undarlegt, að eg taki þannig til orða þegar að rætt er um skólann og gagn hans, þegar þessi tvö atriði áttu sérstaklega að vera undirstöðuatriði fyrir tilveru hans? Svo kemur hin staðhæfingin: “Svo er séra Sigurður að. leitast við að sannfæra Vestur-íslendinga um það, að trúin sé horfin með íslenzk- ri tungu.” Um þetta get eg verið fáorður. Eg sat við fætur kennara presta- skólans í fimm ár, sem kendu alt á enskri tungu; væri það þá ekki í mesta máta undarlegt ef eg færi að kenna það, að trúin hyrfi með tung- unni ? Get eg hiklaust borið það undir alla, sem eg er kunnugur, að eg hefi aldrei nokkurn tíma haldið því fram, að trúin tapaðist þótt tungan hyrfi. Eg hefi þá skoðun, að trúna ætti að kenna á því máli, sem lærisveinninn skilur bezt. Hefi eg uppfrætt ótal unglinga á enskri tungu algerlega mótmælalaust—datt ekki í hug að hreyfa neinum mót- mælum út af því atriði. Mun nokk- ur svo, að honum ekki virðist þessi fullyrðing séra Rúnólfs vera full- komin “draumóraorð” tekin úr lausu lofti? Enda segir séra Rúnólfur þetta vafalaust meir til stríðs en í alvöru. Þá segir séra Rúnólfur: “Eg held sá góði maður hafi aldrei kom- ið í skólann.” En það vill nú svo vel til. að “sá góði maður” getur sannað, að hann hefir iðulega heimsótt skólann. Eg kom iðulega þangað meðan séra Hjörtur kendi þar, en sjaldan upp á síðkastið, vegna þess, að eg hefi verið minna á ferðinni. Til þess að færa sönnur á mál mitt nefni eg þrjár bækur í bókasafni skólans; tók eg eftir hverri þeirra út af fyrir sig, þegar eg átti erindi þangað. Hefi eg aldrei sé þær bækur neinsstaðar utan skólans. Bækurnar eru: Þjóð- sögur Færeyja, Stílabækur Dr. Jóns Bjarnasonar og útfararræður gaml- ar eftir ýmsa höfunda, bundnar saman í bréfi. Er afar hægt fyrir menn að komast að raun um hvort bækur þessar séu ekki til í bóka- safni skólans. Ef til vill rekur séra Rúnólf líka minni til þess, að eg fékk honum sjálfum í skólahúsinu $5.00 til stuðnings skólanum. Gaf hann mér skriflega viðurkenning fyrir að hafa tekið á móti peningum þessum sam- stundis. JÚ, “sá góði maður” hefir áreið- anlega komið í skólann. Séra Rún- ólfur ímyndar sér vafalaust að hann sé að stríða mér með þessari að- dróttan. Það út af fyrir sig gerir ekkert til, ef það væri ekki villandi og blekkjandi fyrir þá, sem ekki eru kunnugir þessu atriði. Um það, að mönnum sé neitað um upplýsingar viðvíkjandi málum skólans ferst séra Rúnólfi vel: “Er það atriði, sem eg veit ekkert um.” Þetta mun algerlega rétt hjá séra Rúnólfi. En vel er mér kunnugt um það, að mönnum hefir verið neitað um upplýsingar. Get eg fært sönn- ur á mál mitt, en læt úttalað um það að sinni. Séra Rúnólfi skilst að eg sé einn af þeim, sem láti í Ijós, að þeir ekki vildu baka honum atvinnumissi. Og að eg vilji leggja niður skólann, en útvega honum atvinnu. Sízt vildi eg verða til þess að baka Rúnólfi atvinnumissi, en að eg vilji 1 ePTí?ja niður skólann, en útvega séra Rúnólfi aðra atvinnu, það hefir mér aldrei dottið í hug; ekki heldur lýst yfir því á neinn hátt. Eru öll orð séra Rúnólfs alóþörf um þessi atriði. Og hans sjálfs vegna betur órituð. Seinasta atriðið, sem séra Rúr.ólf. ur er að reyna til að hártoga í grein minni er, að eg álít að greiðasta leið- in til þess að vilji manna komi í ljós í skólamálinu, “væri að menn gengju til atkvæða um það á næsta kirkju- þingi, hvort skólinn ætti að halda á- NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séu líffæri yðar Uimuð, eða þér Kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljðnum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONB. Fæst I lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. fram, eins og málum hans er nú farið.” Hér kemst séra Rúnólfur í al- gerðan algleyming með hártoganir sínar, þegar hann segir: “Höfund- urinn kvartar undan þvi, að ekki hafi verið gengið til atkvæða, etc.” Á eg virkilega ekki rétt á að ráða meiningu eigin orða minna? Orð min í grein minni eru þessi: “En því er ekki skólinn lagður nið- ur eins og nú er farið málum hans ? Ekki vil eg taka að mér að gefa svar upp á þá spurningu.” Eg er aðeins að velta málinu fyrir mér. Kvörtun er þar alls ekki til. Séra Rúnólfur segir að eg sé “hróðugur” út af fullvissunni um úrslit atkvæða um skólamálið. Það er alls ekki neitt í þessu sam- bandi, sem getur mögulega gert mig eða nokkurn annan hróðugan. Það gengur þess víst enginn dul- inn, að það hlýtur að koma að því, að skólinn verði að leggjast niður með því fyrirkomulagi sem hann hefir nú. Detta mér í hug orð Tjörfa Þorgeirssonar á Ljósavatni: “lla var hafið og illa mun það þrotna.” Þetta er ekkert hróðursefni, þvi það fer ekki hjá þvi, að eins og skólinn er nú þegar búinn að gera margskonar óánægju innan kirkju- félagsins, eins verða það vonbrigði vinum skólans, þegar hann hættir. Það er rétt, að á liðnum kirkjuþing- um hefir verið samþykt að halda skólanum áfram, en þær samþyktir gilda aðeins fyrir eitt ár og ekki meir. Höf. veit ósköp vel, að eg er ekki að tala um það, sem hefir verið gert, heldur um það, sem ætti að gera. Allar mannlegar stofnanir eru undir sama lögmáli nákvæmlega og líf dauðlegs manns hér á þessari jörð. Það er alls engin trygging til fyrir því, að stofnanir og fyrirtæki eitt sinn nytsamleg verði það ætið og æfinlega. Öll mannleg reynsla sýnir það gagnstæða. Það er algengt bæði hér í landi og í öðrum löndum, að skólar leggist niður og aðrir skólar taki við starfi þeirra. Það er ekkert annað en það sem gerist og gengur alla tíð. Það er alveg rétt, sem sagt, að það hefir verið samþykt ár frá ári að halda skólanum áfram á komandi starfsári skólans. En það er alls ekki þar með sagt, að þær samþyktir séu bygðar á minsta áhuga fyrir skólanum sjálfum, heldur séu þær gerðar vegna þeirra ástæða, sem eg tek fram í grein minni. Mun það nær sanni. Eg sé ekkert unnið við það, að vera að blekkja sig i þessu eða neinu. Skólinn varð auðvitað að njóta síns reynslutíma, til þess að kæmi i ljós nytsemi hans, þörf og traust, sem hann nyti hjá íslenzkum al- menningi hér vestra. Nú er saga skólans orðin nógu löng til þess að leiða þetta alt í ljós. Það getur ekki nokkrum manni blandast hugur um það, sem á annað borð vill horfa hlutdrægnislaust á málið, að Jóns Bjarnasonar skóli hefir alls ekki reynst neinn veru- legur eða þýðingarmikill þjóðernis- stuðningur hér vestra. Er það alls ekki sök fyrirtækisins. En þar er um mótöfl að ræða, sem hvorki skól- inn eða önnur ráð megna að sigra. Þess vegna dugar ekki lengur að láta þetta vandræðamál hólkast leng- ur með þvi að gera ógrundaðar samþyktir um málið, eins og gert hefir verið. Það,. sem nú liggur fyrir er að leitast við að gera sér fulla grein fyrir því, hvort nokkur ástæða eða tilefni sé til þess að halda uppi skól- anum lengur, ‘‘eins og málum hans er nú farið.” Það dugar alls ekki lengur fyrir einn eða neinn að hliðra hjá sér að GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rannsakaÖ og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1936, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CAKROTS, Half Ixing Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CUCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hllls. LETTUCE, Grand Kapids. Loose Leaf variety. Cool, erisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. oxrox, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, VVhite Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp. quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, VVhite Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOVVER GARDF.N, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI. Malaiiar Melon or Angel’s Ilair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8 — REGULAR FULL SIZE PACKETS — 8 AVALANCHE, Clear White. AUSTEN FREDERICK, WHAT JOY, Cream. Lavender. ROSIE, Deep Pink BARBARA, Salmon. CHARITY, Crimson. AMETHYST, Blue. VVARRIOR, Maroon. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CALIFORNTA POPPY. New Prize Hybrids. CLARKIA. Noveity Mixture. CLIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades mixed. Evening scented MATHIOLA. stocks. MTGNONETTE. Well balanced mixtured of the old favorite. N ASTURTIUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirley. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Gian't Dahlia Flowered. Newest Shades. No. <\—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT, Chantenay Half Long (Large Packet) ONION, Yellow Globe Danvere, (Large Packet) LETTUCE, Grand Rnplds. This packet will sow 20 to 25 feet of row. PARSNIPS, Early Short Round (Large Packet) RADIsn, ....French ... Breakfast (Large Packet) TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TURNIP, Swede Canadian Gem (Large Packet) ONION, White Pickling (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ...................................................... Heimilisfang .............................................. Fylki .....................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.