Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL, 1935. Högtjerg OeftB ðt hvem fimtudag af TMM COLVUBIA PREBB LIMITMD *9 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba- rtanáMkrlft rltstjðrans: KDiTOR LÓOBKRG «95 SAROENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verfl Í3 00 um 4riB—Boraist Ivrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bla Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 8« 327 Sumar VeðurblíÖan þessa dagana, ber áformum vorsins fagran vitnisburð. Nú gengur eng<- inn þess lengur dulinn að náttúran sé að fæð- ast inn í ríki sumars, því nú gelur gróðurinn hvarvetna undir skjaldarrendur. Mannkynsins fegurstu draumar, eru undantekningarlaust með einhverjum hætti tengdir við gróður,—gróður hið ytra í nátt- úrunni, og gróðurinn andlega í hjarta og sál. Ýmsir eru þeir, sem hræddir eru við drauma, hræddir við sársauka vonhrigðanna, sem því er jafnaðarlegast samfara ef draum- arnir ekki rætast. Slíkur ótti er með öllu á- stæðulaus, auk þess sem hann er skaðlegur þroskun mannanna. Djarflegur draumur er fyrirboði vold- ugrar athafnar. Sá fagri siður hefir lengi viðgengist með Islendingum að fagna sumri, og er þess að vænta að hann eigi enn langt líf fyrir höndum. 1 hvert sinn og hlómknappur springur út, rætist einn af eilífðardraumum tilverunn- ar. Því er svo farið með flestan gróður, að hann gengur misjafnlega greitt, og er að því leyti til háður hinum ytri skilyrðum; þó stjórnast hann af þeirri sigurvissu, sem eng- in öfl fá til lengdar lagt hömlur á. Að ferðast sumar megin, sólar megin í lífinu, er sama sem að ganga á guðs vegum. 1 snjöllu kvæði “Nótt í Hallormsstaðar- skógi,” kemst Jón skáld Magnússon þannig að orði: ‘ ‘ Svo heilög er jörðin og hátignardjúp sem hljómar að dásemdaróði. Eg allstaðar kringum mig ástvini sé, sem orða mér blessun í hljóði. Ó, vaknið nú þrestir og syngið minn söng um sumarsins himnesku nætur. Og munið það, bræður að mikla þá dýrð, er mennirnir koma á fætur!” Við komu sumars verður ekki um það deilt, að kominn sé fótaferðartími; ekki í ein- um og þröngum skilningi, heldur í öllum efn- um. Islenzkt alþýðuskáld, Jón Þorsteinsson frá Grænavatni í Mývatnssveit, maður há- aldraður, komst svo að orði í einu kvæða sinna, er Sumarkoma nefnist: “Vermireitum verður þungf; varla fanst í letri saman frosið sumar ungt svona gömlum vetri. Kom þú sól með sannleik þinn, sintu tárum mínum; þau eru að hrópa í austrið inn eftir geislum þínum.” Vafalaust eru þeir margir, er “beðið hafa heitt” og “grátið hátt, ” eins og eitt góðskáld vort kemst að orði, á löngum kveldum liðins vetrar; margir, er mænt hafa þreyttum aug- um í austur eftir geislum sumarsólar. Nú hefir ljós og lífgjafi alls mannkyns hætt þeim upp biðina, því nú er komið sumar og “dagur um alt loft,” eins og séra Friðrik J. Berg- mann einhverju sinni komst að orði. Heima á ættjörð vorri var sumri eigi að- eins fagnað með ytri táknum, þó sumardag- urinn fyrsti teldist í rauninni með hátíðis- dögum; sumri var fagnað—í hjartanu. Svo skyldi það og vera hér með oss. Að svo mæltu óskar Lögberg Islendingum fjær og nær, góðs og gifturíks sumars. Málverkasýning Emile Walters í New York & Emile "VValters, listmálarinn vestur-ís- lenzki, er kunnur Islendingum beggja megin hafsins fvrir unnin afrek á sviði listar sinnar; ýkjulaust má segja, að hann skipi með sæmd rúm sítt á bekk amerískra Jandslagsmálara. Með sýngihu máíverka frá fslandi, sem und- anfarnar vikur hefir staðið ýfir á merku lista- safni í New York (Kleemann Galleries), hefir hann drjúgum aukið á listamannsfrægð sína, og jafnframt vakið mikla athygli á ættjörð sinni og ættþjóð. • A sýningunni eru átján landlagsmálverk, og nefnast þau í heild sinni “Impressions of Iceland”; er það réttnefni, því að listamaður- inn túlkar hér í línum og litum fegurð og sér- kennileik íslenzks landslags, rík blæbrigði lofts, láðs og lagar norður þar. En mvndir þessar eru árangurinn af sjö mánaða ferða- lagi Walters á íslandi á liðnu ári, einkum austan og sunnan lands. Myndin “April Thaw,” (Apríl hláka) sem lokið hefir verið miklu lofsorði á, var t. d. máluð rétt fyrir ofan .Es'kifjarðarkaupstað. Af öðrum málverkum úr þeim landsliluta má nefna ýmsar myndir af Hallormsstaðarskógi. Eiinnig eru á sýning- unni tilkomumiklar myndir af Þingvöllum, Almannagjá, Heklu, Hlíðarenda, Henglinum og Hvalfirði. Sviphreint og sérkennilegt er málverkið “The Glacial Blink” (Jökul- bjarmi), að dæma eftir ljósmynd af því í “New York Sun,” enda hafa þeir heim- skautafarar, sem sótt hafa sýninguna, borið mikið lof á það. Málverkaskráin ber það með sér, að margir merkismenn og víðkunnir hafa léð sýningunni meðmæli sín, svo sem þeir norð- urfararnir Vilhjálmur Stefánsson, Sir Hubert Wilkins og Lincoln Ellsworth, Islandsvinur- inn og fræðimaðurinn Sir William A. Craigie, tónskáldið Percy Grainger, þjóðmegunarfræð- ingurinn Leifur Magnússon, Kermit Roose- velt, sonur Theodore Roosevelts Bandaríkja- forseta, rithöfundurinn Henrik Willen Van Loon, og öldungaráðsmenn Norður Dakota ríkis, þeir Lynn J. Frazier og Gerald P. Nye. Vilhjálmur Stefánsson hefir einnig ritað gagnorðan inngang að myndaskránni, þar sem þjappað er saman miklum fróðleik um í.sland og íslenzka menningu, sýningargestum til notadrjúgrar leiðbeiningar. Hefir snýing- in verið mjög fjölsótt, og vakið mikla áðdáun hjá áhorfendum, en listdómarar stórblaðanna austur frá hafa hrósað henni örlátlega. 1 “New York Times” segir meðal annars, að málverk Walters beri vott um framúrskar- andi formgáfu (striking sense of design), sem sé sérstaklega áhrifamikil í myndum eins og “ Apríl-hláka,” þar sem kletta belti skeri úr við hvíta snjóbreiðuna. “The Christian Science Monitor” í Boston kveður svo á, að málverkið “ Jökulbjarmi” minni, í mikilúðleik sínum og einfaldleik, á lýsingar úr fornsögunum. Ejnnfremur segir blað þetta, að myndin “ Apríl-hláka ” vitni um næmleika listamannsins fyrir mvndsniði í stórum stíl og heildaráhrifum. En þessi eru niðurlagsorð umgetningarinnar: “Sýn- ingin er sérstaklega eftirtektarverð fyrir það, hve myndirnar eru óvenjulegar og vegna þess ljóðræna undirstraums, sem þar gætir hvar- vetna.” Jafn lofsamlegur er dómurinn í “New York Post,” sem farast svo orð, að listamað- urinn bregði upp íburðarlausum en sannfær- andi myndum af furðulegri lögun og litbrigð- um “þessa einstæða lands (íslands), björtu endurskini jöklanna yfir fjallatindum, og skýrleik allra hluta í krystaltæru loftinu þar norður frá. 1 frásögn í hinu víðlesna fréttariti “News-Week,” þar sem prentuð er ljósmynd af einu málverki Walters frá Þingvöllum, greinir frá því, að daginn sem sýningin var opnuð, hafi maður nokkur hár og grannvax- inn numið staðar frammi fyrir mynd af við- hafnarlausu prestsetri í sveit. Maðurinn var Lindbergh flughetja; en hann hafði verið gestur á prestsetrinu í Islandsför sinni. Viðtalsmaður nefnds rits byrjar frásögn sína með þeim orðum Walters, að hann hafi óskað sér að vera horfinn aftur til Islands, að þramma þar um f jöll og firnindi í vinnufötum sínum. Svo mikið er víst, að hann minnist með hlýjum og þakklátum hug dvalar sinnar þar og þeirrar miklu hjálpsemi og alúðar, sem hann varð alstaðar aðnjótandi. Með hinum glæsilega árangri af Islands- ferð sinni hefir Walters, hinsvegar, ríkulega goldið dvöl sína og góðar viðtökur á landi feðra sinna. Með snjöllum málverkum sínum þaðan túlkar hann sál Islands, og dregur at- hygli hinna erlendu áhorfenda eigi aðeins að landinu sjálfu, heldur einnig að þjóðinni, sem þar býr, sögu hennar og menningu. Sannir listamenn þjóðar hverrar eru flestum betri talsmenn hennar á erlendum vettvangi, því að þeir mæla á allsherjar tungu, hvort sem þeir mála liugsýnir sínar á tjald, meitla þær í stein, eða klæða þær búningi töfrandþtóna. Richard Beck. 1 meir en þriSjung: aldar hafa Dodd’s Kidney Pilis veriS viSurkendar rétta meSaliS viS bakverk. gigt, þvagteppu og mörgum öSrum sjúkdSmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eSa sex öskjur fyrir $2.50, eSa beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. TIL K. N. JÚLIUS Afmœlisdag hans 7. apríl, 1935. Sá er feðra siður forn, Sem við nú uppfyllum, Er viÖ kvæða konung vorn, Káinn Fyrsta, hyllum. Það er ærið erfitt mér Orðum rétt að stilla, Nú er kvæða konung vér Komum til að hylla. Káinn Fyrsta kjósum vér Konung skemtibraga; Úr því sæti ei hann fer íslenzkunnar daga. Biðjum við þér Braga og Þór Brautargengi veita; Þín ei lengi þeim í kór, þarf hún Freyja leita. Meðan ei er Mörlands Móðurtunga dáin, Stíga munu stöðugt dans Stökur þínar, Káinn. Öll unz streymd er út í dá Óðs sidreymda þráin, Öllum geymdur oss ert hjá, Engum gleymdur, Káinn. Vort um Frón og Vesturheim Vel þig hylla tungur; Þú ert orðinn yfir tveim álfum stólkonungur. Mean Káins orð við auð Andans klyngir slynga, Er hagmælskan ekki dauð Okkar Norðlendinga. Hefir óðar arfleifð hremt, Æ að spaugi gáinn; Öllum skemti en engann skemt, Alt af glaði Káinn. Miðlað snauðum mund ótrauð málmi rauðum hefir. Listrænt brauð frá andans auð Öllum bauð og gefur. Þjóðin færir þér í dag Þökk með fullar hendur; En þér raular rímnalag Reykja og Vikur Gvendur. Góði fyrirgefðu mér Gasprið út í bláinn. Allra heilla óska’ eg þér, Einkavinur, Káinn. G. J. Davíðson. Merkilegur legsteinn “Tidens Tegn” segir frá legsteini í De gamles Kirkegaard i Ósló, sem á sé merkileg saga. Hún er á þessa leið: —Fyrir mörgum árum strandaði norskt skip um hánótt suður í Svartahafi. Það stóð þar á skeri og stór steinn hafði rekist í gegn um annan jkinnung'inn. Skipshiöfnin ætlaði að fara í björgunarbátana með birtu, en þá var komið flóð, skipið losnaði af skerinu og lak ekki neitt að ráði, því að steinninn sat fastur í byrðingnum. Var þá ákveð- ið að reyna að sigla til næstu hafn- ar og treysta því að steinninn héldist kyr. Þetta tókst, og til minningar um þessa einkennilegu björgun skips og skipshafnar, flutti skipstjóri steininn með sér til Noregs og á- kvað að hann skyldi settur á gröf sína. Nú er skipstjórinn látinn og steinninn kominn á gröf hans. —Mbl. Auglýsingar t Japan. Japanar eru eins og aðrar Aust- urlandaþjóðir þektir fyrir blóma- tal sitt, og þar sem það er algengt að tala meðj svo fögrum orðum, bera auglýsingar blaðanna þess og merki. Auglýsingarnar eru t. d. eitthvað á þessa leið: Þú rósótta vera, komdu og Raunamenn Við sjáum þá — hærra en fjöldinn fer— í förum um urðir og hjarn. Upp tindanna hrjóstur þeir hraða sér meðan hlýtt er um dalsins barn; og bygðar, sem kref ja meiri mátt en menskra, þeir taka og lyfta hátt. Með lotning í huga við lítum þá er leið virðist þrotin öll klífa þrítugan harma-Piamar—og sjá ! Þeim hneigja straumar og fjöll. Með örlagabyrðar þá ber við ský og blikandi stjörnur—við fögnum því. —Við eygjum þá síðast við sólarlag, eins og svani, er lyftast æ hærra og hærra við hæzta tind, sem hulinn er sólgulli og snæ. Sem gangi þeir beint inn í drottins dýrð og dásemd, er verður ei orðum skýrð. Hidda. Pétur Björns Guðmundsson Borgfjörð (Druknaði ungur af slysi á Winnipegvatni 11. sept. 1934.) —í nafni móðurinnar— Ó, Pétur minn! Hún mamma þín er með, og mun ei gleyma þvi, sem hefir skéð. Mig hrygðin sló. Svo hratt þitt hvarf bar að, og hræðilegt oss varð að finnast það. Við ástmenn þínir stóðum steini lest, og störðum á hvað reyndar hafði gerst. Ó guð, ó guð! Eg sagði í minni sorg: Er svona skipuð lífsins táraborg? Og þá var eins og á þeim tárasjó við endurspeglað svar eg fengi ró. Og barnið mitt, með haga og fagra hönd, Þú hefir öðlast drottins náðarlönd. Því græt eg ei. En guðs eg hlýði raust, en grafbeð þinn eg skoða’ ei táralaust. Ó, hvíl i ró. Eg kyssi öll þín blóm. Til kvölds eg bíð, að lífsins skapadóm. * 1 Og öll við breiðum blópi á þíná gröf, , «».< Er blærinn flytji þér um dulin höf. Winnipeg Beacb, i6.-4i-’35. . Jóti_Kernested. skreyttu þig blöðum frá Hang-Sing- Nu. Rósótta veran er viðskiftavinur- inn og blöðin eru hin ágætu kjóla- efni hjá Hang-Sing-Nu. Önnur auglýsing hljóðar svo: Fagra Lótusblóm, hinar kórallitu varir þínar verða að öðlast perlur, sem eru þeim verðugar. Nú skyldi enginn freistast til þess að halda, að hér væri um gimsteina að ræða, því að þetta er aðeins aug- lýsing frá tannlækni um venjulegar gerfitennur.— Japanskir kaupmenn eiga það ekki til að tala niðrandi um verzlunar- vöru keppinauta sinni, þvert á móti, þeir hef ja þær upp til skýjanna með mörgum fögrum orðum, en bæta svo hæversklega við, að vörur sinar séu bara—þykir það leitt vegna keppi- nautanna—ennþá betri. Sósíalistar í Noregi œtla sér 77 miljónir til kreppuráðstafana. Samkvæmt Morgenbladet hefir Verkalýðsflokkurinn fallist á tillög- ur Bændaflokksins um söluskatt (omsætningskat), sem gert er ráð fyrir að færi 30 milj. kr. árlegar tekjur. Á þetta telur blaðið að Verkalýðs- flokkurinn *hafi fallist að þvi til- skildu, að öllum tekjum af skattin- um verði varið til kreppuráðstafana og að Bændaflokkurinn greiði at- kvæði með hækkun á beinum skött- um, sem nemur 10%, en tekjur af þessari hækkun eru áætlaðar 5 milj. kr. Með þeim 42 milj. kr., sem Mowinckel-stjórnin hafði lagt til, að varið yrði vegna kreppunnar ætti Nygaardsvald-stjórnin því að fá til umráða til kreppuráðstafana 77 milj. kr.—Mbl. Kínversk kurteisi. • Þýzk stúlka af góðum ættum var fyrir nokkru í veislu í Berlín með mörgum kínverskum aðalsmönnum. Hún var hrifin af kurteisi þeirra og lotningu, sem þeir sýndu hvor öðr- um, en fanst jafnvel fullmikið til um alla hæverskuna. Það var afar elsku- legur maður, sem sat við hlið henn. ar við borðið og þau töluðu saman á ensku. Hún sagði við hann á þá leið, að sér fyndist hún eitthvað hálf utan við sig innan um alla þessa landa hans, hún kynni svo lítil deili á þeim. “Aldrei gæti eg t. d. getið mér til um aldur Kinverja,” sagði hún. “En kannske það sé eins fyrir yður, að þér getið ekki séð á Ev- rópumönnum aldur þeirra. Aldrei myndi eg kannast við fyrir Evrópu- manni, að eg væri yfir þritugt. Finst yður eg vera svo ellileg?” Kinverjinn horfði þegjandi á hana. Það var hrifning í því augna- ráði, en það gat líka verið margt annað. “Þér hélduð að eg væri 18—20 ára, var það ekki?” Kínverjinn horfði enn á hana með óútreiknanlegu augnaráði og sagði svo: “Eg hélt að þér væruð 50 ára minst, þér eruð svo greind og vel upp alin.”—Mbl. Pixing St. Paul’s Our picture shoæs the cross on the dome of St. Paul’s Cathedral being regilded in readiness for the King’s Jubilee. Part of the celebrations being a Thanksgiving Service in St. Paul’s, London.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.