Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.04.1935, Blaðsíða 3
3 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. APRÍL, 1935. horfast í augu viÖ veruleikann. Menn verða að vera einlægir við sjálfa sig og aðra; komast að ákveð- inni niðurstöðu um skólamálið, og láta í ljós einarðlega skoðun sína, og styðja af alhug þá ráðsstöfun málsins, sem virðist heppilegust. Spurningin, sem liggur fyrir er þá þessi: Er nokkur veruleg ástæða eða til- •efni til þess að halda uppi lengur fyrirtækinu Jóns Bjarnasonar skóla, eins og málefnum hans er nú öllum farið ? Vil eg enn víkja að nokkrum at- riðum því viðvikjandi. •S\ S. Christopherson. (Framh.) Frá afmœli K.N. AVARP forseta á afmœlissamkomu K. N. Júlíusar, 6. apríl, 1935. Háttvirti heiðursgestur! Kæru veizlugestir! Fyrir langa löngu síðan kom eg gestur til Mountain. Var eg þá ung- ur prestur og óframfærinn. Svo vildi til meðan eg dvaldi hér, að eg þurfti að skreppa til Park River, og fékk til fylgdar kunningja minn hr. J. J. Bíldfell, með sinn stóra og góða bíl. Þegar við vorum að fara af stað, komumst við að því að við þyrftum vindla til fararinnar. Eg hljóp inn í búð til að útvega þá, og var fljótt og vel afgreiddur. En þegar eg ætlaði aftur i flýti að hverfa út, gekk hraustlegur maður í dyrnar og varnaði mér útgöngu. Er hann hafði stöðvað mig, kastaði hann til mín þessari vísu: Fyrsti prestur sem eg sá sálu mína blekti; síðan hefi’ eg óbeit á öllu presta slekti. Einhver fleiri orð féllu. En brátt slapp eg, og í því að eg var að smeygja mér út, heyrði eg að mað- urinn, sem i dyrnar hafði gengið var nefndur K. N. Júlíus. Æði löngu seinna kom að því að eg flytti búferlum til Mountain, og settist hér að. Fór eg þá að kvíða fyrir því, að eg mundi verða að hafa eitthvað samneyti við kv . . . . prestahatarann (mér varð rétt að segja orðið mismæli, svo að eg segði ■“kvennahatarann,” og ekki hefði það átt betur við!). En nú er eg búinn að vera hér heimilisfastur nærri því 9 ár, og á þeim tíma hefi eg aldrei rekist á prestahatarann. En marga verulega notalega ánægju- stund hefi eg átt hér með mann- vininum og prestavininum K. N. Júlíus, hinu haga og snjalla kímni- skáldi Vestur-Jslendinga, og hefi fundið að það er áreiðanlega satt, sem Guttormur J. Guttormsson skáld sagði, að “K. N. eys af brunni birgða, brautir þeysir allra jarða, þessi geysir gamanyrða.” Nú er K. N. 75 ára ungur, og bygðin hans kæra, (mér er óhætt að leggja áherzlu á orðið “kæra”; því Dakotabygðin íslenzka er hon- um kær). Bygðin hans vill nú minn- ast þess með einu af sínum gleði- ríkustu gleðimótum, því bygðin finnur að Dakota-skáldið hennar á það maklega skilið, svo oft og vel sem hann hefir skemt bygðinni með kviðlingum sinum og ljóðum og margskonar fyndni. Hún er þess minnug hvað hann hefir verið iðinn á því sviði. Eins og einn greindur bóndi sagði við mig um daginn: “í akrinum ljóða vel hann vann, viljugur alla daga.” Og við það bætti hann þessum spá- dómi, sem einhverntíma löngu siðar rætist: “Liðinn burt héðan lifir hann, laukur i túni Braga.” Og til þess er vissulega gott að vita, að æði margir vinir og velunn- arar skáldsins, og þar með nærri öll forstöðunefnd hins íslenzka þjóð- ræknisfélags, hefir komið hingað í kveld og vill taka í hendur okkar og ganga i lið með okkur til að gleðja og heiðra skáldið. Á einum stað segir K. N.: Viljir þú í guðshús gá að glæða trúarbrestinn, þá er fögur sjón að sjá sólina skína á prestinn. En nú skin ekki sólin á prestinn, því i kvöld skin sólin á skáldið. Sól- in á líka að skina á skáldið nú. Bygðin þín, K. N. minn, og vinahóp- urinn víðsvegar að, vill óska þér hamingju og blessunar. Við vilj- um láta þig baða í sólskini nú,—og svo út alla kvöldvökuna. Eg vona og óska að það megi vel takast. Eg þarf ekki að hvetja ykkur til þess, kæru samkomugestir, að taka höndum saman um það, að gera þetta að gleðiríku fagnaðarmóti; því til þess eruð þið hingað komin. “Nú látið gamminn geysa fram,” það eru engar torfærur í vegi. Þegar vetur víkur frá og veðrið fer að hlýna, þá er fögur sjón að sjá sólina okkar skína,” —á skáldið! H. Sigmar. AVARP TIL VINA MINNA. Mountain, N. D., 6. apríl, 1935. Kæru vinir, sem mig sóttuð heim og sem að hingað komuð mig að gleðja, af öllu hjarta þakka vil eg þeim, og þeim sem eru forvitnina að seðja; því forvitnin hún fylgir manna sonum, sem fæddir eru í þennan heim af konum. Grunar mig að gamli Andri jarl WHAT ONE GIRL WORE BY BETTY BROWNLEE First collections of evening gowns for late Spring and early Summer wear show some of the most delightfully yoúthful creations which have been seen in some time. The feature grace- fuliy full skirts, extreme decajletages which reveal the shoulders in a flatter- ing manner, little puffed and frilled sleeves which mark a gown as one of youthful charm. Materials used In the new gowns con- fine themselves to the wispy chiffons, organzas, soft taffetas and other semi- sheer fabrics. Floers, also, are used in profusion. Garlands o,f flowers about the neckline; clusters of flowers arranged in the “window-box" manner at the front of the decolletage; corsagés, belts and wristlets of flowers, all add to the charg of the new gowns. The couturieres are indeed letting the girls go feminine in a big way this season and evening qccasions should prove exciting and romantic, with swishing and billowy brocks floating against glamorous backl>runds. Typical of the new frocks is the one illustrated today, which was seen on one of our prettiest debutantes at a Spring dance. * It is o,f a white semi- sheer material somewhat like organza in appearance, and it features most of the new notes for evening wear. The low-cut decolletage, so revealing of pretty shoulders and graceful neck- line, is garlanded with white roses, and the quaint little puffed sleeves enhance the flattering line of the bodice. The skirt, soft and billowy, has yards and yards of material reminiscent of the frocks of grand mother's day. An Evening fíoum of Áouthful Charm In White Semi-Sheer Material Similar to Organza. ..Its Flattering Decolletage, With Garland of Wlhite Roses and Dainty Puffed Sleeves Are Delightful Features. með gleðibros á vörum hefði setið hér í kvöld, og haldið ræðu snjall, og hann gat bæði drukkið vel og étið; eg heyri sagt, í hópi vina sinna- að hlátursefni þyrfti ’ann stundum minna. Þið, sem hafið heiðrað mig í kvöld með heitnsókn ykkar, langt að- komnu bræður, það má kalla sorgleg syndagjöld, að sitja kyr og hlusta á slíkar ræður ; þó hólið sé af hlýjum þela spunnið, að hafa sjálfur lítið til þess unnið. Eg hefi aldrei getað list þá lært, að láta orðin tignarlega gjalla, né hugsun mína’ i fagran búning fært, og f jærri var mér nokkurn mann að skjalla, en hitt er víst að hjörtun snertir helzt sú hugsun, sem á bak við orðin felst. Qg konurnar, já, hvað er nú með þær? Þær koma eins og drottins sendi- boðar, að færa okkur alt, sem gleði ljær, —aftanskin og vorsins morgunroða; fegurð þeirra’ og guðdómlegum gæðum geta skáldin aldrei lýst í kvæðum. Svo bið eg ykkur sem að sitjið hér og sjáið hvað mér líður voða illa, af frjálsum vilja að fyrirgefa tnér og fyndni mína skal eg reyna að stilla eftir þvi sem lífið endist lengur, læra að þegja og vera “góður drengur.” Með vinsemd — K. N. Heiðraða samkoma, Háttvirti heiðursgestur- Nú fer að gljúpna geðið, því gamanið horfið er; nú get eg naumast kveðið, því nú gengur fram af mér. Það er ekki vegna þess að eg álíti mig neinn ræðuskörung, að eg stíg hér upp í ræðustólinn í kvöld, held- ur er það hitt, að forlögin hafa hrundið tnér hingað. Ef eg hefði verið sjálfráður, þá væri eg úti í Grímsey eða suður í Mexico. Þegar vinir tnínir sögðu mér frá þessari heimskulegu fyrirætlun sinni, hélt eg í einfeldni minni að eg myndi vera nógu taugastyrkur til þess að mæta ykkur hér í kvöld, og láta eins og ekkert hefði í skorist; en þegar komið var að áfangastaðnum fór fyrir mér eins og Pétri, að “karl- mensku hugurinn harði horfinn var allur burt.” Þá komu fram í huga mínum alls konar myndir af brúð- gumum, sem eg hafði séð í lífinu. Það eru víst þær aumkunnarverð- ustu skepnur, sem hægt er að finna undir sólinni. En nú kom samkoman til skjal- anna. Hefi eg ekki margsinnis glott að þessum vesalingum og með því aukið á þjáningar þeirra? Eg hefi nefnilega skákað í því hróksvaldi að eg væri ekki í neinni hættu stadd- ur, og stundum nærri því gladdist yfir þeirra óförum og að sjá þá kveljast. En enginn sía æfi veit áður en líður, og nú sannaðist á mér hið fornkveðna: Það sem að helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Nú finst mér eg gæti öfundað þessa sömu píslarvotta, sem eru búnir að ganga í gegnum hreins- unareldinn: búnjir að vera brúð- gumar tvisvar og þrisvar—silfur- og gull-brúðgumar — og sýnast að fitna á "jobbinu.” En nú þegar kem. ur til minna kasta að sýna hvað í manninum býr, þá er eg eins og fisk- ur á þurru landi, eða fugl fjöðrum rúinn, eða kannske réttast eins og rófuskelti refurinn. Eg var svo ör- uggur í mínum sjálfbyrgingsskap, að mér gat ekki dottið í hug að ein- um eða neinum gæti dottið í hug að fara að draga mig fyrir almenn- ings dómstólinn í elli minni, og reyna að kvelja úr mér þessa aumu líftóru, sem eftir er. En eg er að reyna að hughreysta sjálfan mig með þeirri tálvon að þetta kannske eldist af mér. En í millitíðinni vil eg biðja ykkur, eins og frinn, þegar hann var gera syndajátningu fyrir að hafa kristnað Gyðing, sagði við PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 j Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham ,og Kennedy 8t». Phonea 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Nuddlœknir Cor. Graham og Kennedy Sts. «1 Viðtalstimi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 21 834-Office tímar 4.30-6 Phone 36 137 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.~Síml 30877 Winnipeg, Manitoba Simið og semjið um samtalstlma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. fslenzkur lögfrœBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON E. G. Baldwinson, LL.B. B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur lslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Phone 98 013 Main St„ gegnt City Hall Phone 97 024 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Yonr Orders Roberts DrugStores Limited Dependable Druggists Prompt DeUvery. Nine Stores DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave„ Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SIIOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialíze in Permanent Waving, Finger Wavlng, Brush Curling and Beauty Culture. 261 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignlr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif_ reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 téO°RE S Td+/ 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Town HoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlons, Jlnners and Functions ot all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaður i miOMki borgarinnar. Herbergri $.2.00 og þar yfir; me6 baCklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltfBir 40c—60c Free Parking for fíuests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 CorntoaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eru6 klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Ad vertise in 1' ie 1 Lögl berg” skriftaföður sinn: “Be easy, holy father, if you can’t be easy, try to be as easy as you can.” Eg hefði átt að fara fram á það við nefndina, sem stendur fyrir þessu frumhlaupi á hendur mér, að sjá mér fyrir ein- hverri hjálp í viðlögum, svo sem lækni og hjúkrunarkonu, sálusorg- ara og svaramanni. Það hefði gert mig öruggari í baráttunni verunni; eg hefði þá ekki st; eins einmana og raun gefur hefi enga brúði til að halla mér upp að og til að leita styrks hjá, eins og hinir fyr áminstu brúðgumar. En þetta kannske eldist af mér; eða það skulum við vona. Eg ætla ekki að taka mikinn tima hér í kvöld, frá þeim, sem eg veit að hafa margt og mikið að segja okkur til skemtunar og fróðleiks; eg er hér bara eins og þið, áhorf- andi og áheyrandi, en fyrst eg er stiginn í stólinn, langar mig til að reyna ögn að bera hönd fyrir höf- uð mér og leiðrétta misskilning, Framh. á bls. 7

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.