Lögberg - 02.05.1935, Side 1
48. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN,’, FIMTUDAGINN 2. MAÍ 1935
NÚMER 18
Wilhelm H. Paulson
fyrverandi þingmaður látinn
Einn af vormönnum Vestur-íslendinga, Wilhelm Hans Paul-
son, fyrrum fylkisþingmaÖur í Saskatchevvan, dó inn í sumariÖ á
sumardaginn fyrsta, eftir langa og lithrigÖarika æfi,
Wilhelm Hans Paulson var borinn í þennan heim þann 14. dag
ágústmánaðar árið 1857 á HallfriðarstöÖum í Hörgárdal; voru
foreldrar hans þau Páll Erlendsson og GuÖrún Magnúsdóttir. Til
Vesturheims fluttist Wilhelm heitinn árið 1883; hafÖi hann árið
áður mist fyrstu konu sína, Þóru, ásamt ungu barni.
Önnur kona Wilhelms var Jónína Margrét Nikulásdóttir Jóns-
sonar. Eignuðust þau fjögur börn, Þóru, gifta Alfred Albert i
Seattleborg, Margréti, gifta Dr. Thorbergi Thorvaldssyni pró-
fessor í Saskatoon, en Hilda og Valdimar dóu á ungum aldri.
í hið þriðja sinn kvæntist Wilhelm árið i8gy, og gekk 'þá að
eiga eftirlifandi ekkju sina, Önnu Kristínu, hálfsystur Jónínu
Margrétar að faðerni til. Dætur þeirra erti þær frú Jónina Niko-
lina Kapff i New York og May, er vinnur á Bureau og Ptiblica-
tion skrifstofu fylkisstjórnarinnar í Saskatchewan.
Systkini Wilhelms vóru Magnús, um eitt skeið ritstjóri Lög-
bergs, Erlendur, fyrrum kaupmaður á Gratarósi, Páll, dáinn
vestanhafs fyrir löngu, Margrét, Vilhelmina, hálfsystir, og Stefán
prestur í Brooklyn. Eru þau öll látin að séra Stefáni undan-
teknum.
Framan af starfaði Wilhelm heitinn að verzlun í Winnipeg,
en gekk siðar í þjónustu sambandsstjórnar sem umboðsmaður
innflutningadeildar. Arið 1910 flutti hann sig, ásamt
fjölskyldu sinni til Leslie þorps i Saskatchewan fylki, og stóð
heimili hans þar jafnan siðan þar til fjölskyldan fór til Regina i
haust er leið, til vetrardvalar, Iþar sem hann seig i síðasta blund-
inn þann 25. apríl siðastliðinn.
Árið 1912 var Wilhelm kosinn á fylkisþingið i Saskatchewan
sent þingmaður hins nýstofnaða Wynyard-kjödæmis; átti hann
sæti á þingi sem fulltrúi þess kjördæmis fram að síðustu fvlkis-
koningum, að undanteknum nokkrum hluta eins kjörtímabils; þótti
hann nýtur og samvizkusamur þingmaður, og naut óskifts trausts
stjórnar sem samþingismanna; féll honum sú maklega viðurkenn-
ing í skaut, að sækja Alþingishátíðina 1930, setn fulltrúi Saskat-
chewan fylkis.—
Wilhelm heitinn var maður háttprúður og glaðvær; hann var
bráðmælskur jafnt á enska sem íslenzka tungu, og orðheppinn
langt yfir það, sem algengt er. Umhverfið hýrnaði hvar sem leið
hans lá, svo sem venja er til um þá menn, er sólarmegin ferðast i
lífinu, hvað sem á móti blæs.
Wilhelm Hans Paulson unni íslandi og íslenzkum fræðum
hugástum; hann var ljóðmæltur, Ijóðfróður og ljóðelskur. Af
skólagöngu hafði hann lítið að segja, en nam því meira af sjálfum
sér og lífinu sjálfu.
Áður en lik Wilhelms var flutt hingað, var haldin vegleg
minningarathöfn í Regina, að viðstöddum ráðgjöfum fylkisstjórn.
arinnar í Saskatchewan og öðru stórmenni, og fjölda vina víðs-
vegar að. Jarðarförin fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju hér i
borginni siðastliðinn mánudag, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Þeir Dr. Björn B. Jónsson og séra Rúnólfur Marteinsson töluðu
í kirkjunni, en frú Sigríður Hall söng þar aðdáanlega hið undur-
fagra lag Björgvins Guðmundssonar, “Kvöldbæn.” Var kveðju-
athöfnin öll hin virðulegasta og í fylzta samræmi við líf og minn-
ingu þess mæta manns, sem verið var að kveðja.
Likmenn voru Árni Eggertsson, J. J. Bildfell, Eggert Fjeld-
sted, Peter Tergesen, P. N. Johnson og Hallgrímur Sigurðsson.
Samúðarskeyti bárust ekkjunni víðsvegar að; þar á méðal
frá forsætisráðherra íslands, Hermanni Jónassyni.
Lögberg vottar ekkju og sif jaliði hennar djúpa hluttekningu í
sorginni.
Hafliði Guðbrandsson
Skarð er enn fyrir skildi, þar sem fallinn er frá Hafliði Guð-
brandsson, einn hinna gömlu, gildu landnema í Garðar-bygð.
Hann andaðist í Winnipeg á föstudaginn var, 26 apríl.
Heilsubilaður hafði hann verið hin síðustu missiri, en annars
verið hraustleika- og atgerfis-maður alla æfi. Systursonur hans,
dr. B. J. Brandson, stundaði hann af mikilli alúð í veikindunum.
Hafliði heitinn var fæddur 30. des. 1859, á höfuðbólinu Hvíta.
dal í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Guðbrandur Sturlaugsson
og Sigríður Guðmundsdóttir.
Nitján vetra fluttist Hafliði til Vesturheims, árið 1878. Bar
hann fyrst að gerði i nýbygð íslendinga í Minnesota og dvaldist
þar tvö ár. Með þeim hjónum Jóni Brandssyni og konu hans.
Margréti systur sinni og fleiru venslafólki fluttist Hafliði til
Garðar í Norður Dakota árið 1880. Nam hann þar land og hjó
þar síðan til dauðadags, samfleytt í 55 ár á sömu jörð. Gerðist
hann gildur bóndi og þótti sæmdarmaður i hvívetna.
Árið 1895 kvæntist Hafliði og gekk að eiga Steinunni Þórð-
ardóttur. Var hún þá ekkja eftir Sigurð Sakaríasson, er búið
hafði um hríð í Garðár-bygð og andast þar. Þau hjón Hafliði og
Steinunn eiga eina dóttur barna. Heitir hún Sigurrós og er gift
R. J. Wlork í San Benito, Texas.
Systkini Hafliða heitins eru þrjú á lífi: Sturlaugur, alþektur
athafnamaður í Minneota, nú mjög við aldur; Helga, eiginkona
Böðvars Þorvaldssonar, kaupmanns á Akranesi; og Þórunn, giftist
norskum skipstjóra, býr nú, ekkja, með börnum sinum nálægt
Bergen í Noregi.
Hafliði Guðbrandsson var maður hógvær eins og þeir, sem um
er sagt að muni landið erfa, og hjartahreinn var hann eins og þeir.
sem sagt er að muni Guð sjá. Þéttur var hann á velli og þéttur í
lund, svo sem hann átti kyn til í föðurætt. Hann steig þungt til
jarðar þar hann gekk, og ekki mundu smámunir hrekja hann af-
leiðis. \ andur var hann að virðingu sinni og dagfarsgóður, guð-
hræddur maður og góðgjarn. Áreiðanlega báru allir samferða-
menn virðingu fyrir Hafliða Guðbrandssyni—þrekmenninu hóg-
væra í Garðar-bygð.
Ur borg og bygð
Mr. og Mrs. G. J. Johnson að 109
Garfield St., fóru norður til Gimli
á föstudaginn var, á hina árlegu
samkomu lestrarfélagsins þar í bæn-
um. í för með þeim voru séra
Jakob Jónsson og ritstjóri
þessa blaðs. Samkoma lestrarfélags-
ins var skemtileg, og mátti heita vel
sótt, er tekið er tillit til þess hve
vegir innan bygða voru torfærir
sakir rigninga.
Mr. Peter Tergesen, kaupmaður á
Gimli, var staddur í borginni nokkra
undanfarna daga ásamt frú sinni.
Miss Pearl Hanson, pianokennari
frá McCreary, Man., kom til borg-
arinnar um helgina.
Ein af elztu og beztu íslenzku
verzlunum í Wjinnipeg (Grocery
and Confectionery), fæst keypt nú
þegar gegn peningum út í hönd.
Verð fyrir vörur og útbúnað frá
$1100.00 til $1200.00. Upplýsingar
veitir J. J. Swanson & Co., 601
Paris Bldg., Winnipeg, Man.
Venisius Lindal og Emily John-
son voru gefin saman í hjónaband
af séra Birni B. Jónssyni þann 28.
f. m. Heimili þeirra verður hér í
borginni.
Mr. William Pleasant, Akra, var
staddtir i borginni á mánudaginn.
Mr. J. G. Oleson frá Glenboro,
var staddur i borginni um helgina,
ásamt Láru dóttur sinni. Þau fóru
heim á mánudagskveldið, ásamt
Tryggva Oleson’, er stundað hefir
háskólanám hér í vetur. Með þeim
fór vestur í fyrirlestraerindum séra
Jakob Jónsson.
Jóns Sigurðssonar félagið, I.O.
D.E., heldur sinn næsta fund á
þriðjudagskveldið 7. maí að heimili
Mrs. L. E. Summers, 204 Queens-
ton St.
Mrs. B. H. Olson, 5 St. James
Place hér i borginni, fór suður til
St. Paul á fimtudaginn var, ásamt
Kathleen dóttur sinni, til móts við
Dr. Olson, sem verið hefir á hálfs-
mánaðar ferðalagi í Austur-Canada
og suður um Bandaríki. Er þeirra
von heim i dag.
Miss Pálína Johnson frá Birki-
nesi við Gimli, var stödd í borginni
nokkra daga í fyrri viku.
Mr. Wilhelm Kristjánson, skóla-
stjóri frá Manitou, Man., var stadd-
ur í borginni i fyrri viku.
Mrs. Vilhjálmur Árnason frá
Gimli, var/Stödd i borginni nokkra
daga í fyrri viku. Hún fór heim á
föstudaginn.
Frú Anna Paulson, frá Regina,
Sask., ekkja W. H. Paulson, hélt
heimleiðis á mánudagskvöldið ásamt
May dóttur sinni.
Deild Nr. 4, kvenfélags Fyrsta
lúterska safnaðar heldur sölu á
heimatilbúnum mat á laugardaginn
4. maí, í fundarsal kirkjunnar; byrj-
ar kl. 3.30 e. h. Verður þar til sölu
rúllupylsa, brúnt brauð o. f 1., einnig
kaffi og kaffibrauð.
The Junior Ladies’ Aid of the
First Lutheran Church, Victor St.,
will hold a “Calico Tea” in the
church parlors, Wednesday, May 8,
from 3 to 5.30 and 7.30 to 10.30
o’clock. A little sketch called “Wel
coming the New Minister,” will be
\
put on both afternoon and evening,
by some of the ladies in the Aid.
Those taking part: Mesdames J.
Snidal, C. Carswell, L. Simmons, F.
Thordarson, H. Wieneke, E. Steph-
enson, J. Thordarson, A. R. Clark,
O. Björnson, W. J. Johannson, W.
R. Pottruff, J. D. Jonasson, H. Ben-
son, O. R. Phipps, C. Jonasson.
Mrs. O. V. Olafson and Mrs. D.
Quiggin assisted by the president,
Mrs. Paul Bardal and Mrs. B. B.
Jónsson will receive the guests.
The Calico Counter will be an
attraction with many useful articles.
Mrs. R. Broadfoot will be in charge.
The Candy & Home cooking booth
will be in charge of K. Backman.
The tea promises to be one of the
events of the season. Decorations
fitting the name “Calico Tea,” will
be carried out by the decorating
committee, convened by Mrs. L.
Johnson. Sketch will take place at
3.30 in the afternoon and 8 o’clock in
the evening.
Fréttir frá Gimli
Jarðarför ungfrú Ámundínu Elin-
borgar Jóhannson, dóttur Elíasar Jó-
hannssonar á Gimli, fór fram frá
kirkju Gimlisafnaðar, undir umsjón
Bardals, þ. 23. april s. 1. Séra Jó-
liann Bjarnason jarðsöng. — Hin
látna unga stúlka var uppeldisdóttir
Mrs. Elínar Thidriksson á Steins-
stöðum í Víðinesbygð, sem er hin
mesta merkiskona, og naut hún sama
ástrikis hjá henni sem hennar eigin
börn. Var Mrs. Thidriksson, sem
nú er háöldruð kona, viðstödd við
jarðarförina, ásamt sumum sinum
nánustu ástvinum. Fjöldi fólks við
jarðarförina, svo að kirkjan var al-
skipuð. Mrs. Pauline Einarsson
söng þar sóló. Miklar blómagjafir
og hluttekning almenn — Móðir
stúlkunnar, kona Elíasar, var Vil-
borg Ámundadóttir, er andaðist, eft-
ir langvint heilsuleysi, fyrir mörg-
um árum. Bróðir hennar er Ágúst
Ámundason i Selkirk. Var hann
viðstaddur jarðarförina. Annar
bróðir er Hjörtur bóndi Ámunda-
son i Mikley.—Mr. Jóhannsson,
faðir ungu stúlkunnar látnu, biður
Lögberg að flytja alúðar þakkir öll-
um er sýndu honum samúð og réttu
honum vinarhönd í sambandi við
þetta nýafstaðna sorgartilfelli.
(Frá fréttaritara Lögb.)
Jarðarför Mrs. Hólmfríðar Bryn-
jólfsson, er andaðist að Steep Rock,
hér í fylki, þ. 5. apríl s. 1., fór fram
frá kirkju Gimlisafnaðar þ. 12. apríl
s. 1., undir umsjón Bardals, að við-
stöddum æði stórum hópi fornvina
og ættingja hinnar látnu. Séra Jó-
hann Bjarnason jarðsöng. — Þau
Halldór heitinn Brynjólfsson og
Hólmfríður kona hans bjuggu um
langt skeið að Birkinesi við Gimli,
þar sem J. B. Johnson útvegsbóndi
nú býr. Hafði Halldór þar útgerð í
allstórum stíl. Var hann hinn mesti
dugnaðarmaður. Lézt árið 1907.
Hólmfríður var dóttir Eggerts
bónda Helgasonar, í Helguhvammi
á Vatnsnesi, er var hinn mesti merk-
ismaður, ágætlega viti borinn, prúð-
ur maður og stiltur, lengi hrepps-
stjóri og i sýslunefnd Húnvetninga.
Lagði mikla stund á að kenna börn-
um og unglingum bæði kristindóm
og almenn fræði á vetrum; var elzt-
ur barnakennari á Islandi er hann
lézt árið 1910, þá áttræður að aldri.
Fékk fyrstur bænda á íslandi heið-
urslaun úr jarðabótasjóði Kristjáns
konungs níunda. Var oft vegabóta-
stjóri og fann upp verkfæri til að
mæla vegi, er registeraði vegalengd,
líkt og bílar nú gera. Vatnsmylnu
sina, er var nokkuð frá bænum, út-
bjó hann þannig, að þegar hún var
búin með það korn, er hún hafði, þá
stoppaði hún sig sjálf og dró upp
flagg. Hefði Eggert senriilega orð-
ið uppfyndingamaður, ef hann hefði
átt heima í Vesturheimi.—Systkini
Hólmfríðar, á lífi, eru Baldvin
bóndi i Helguhvammi og Elísabet
ekkja Tryggva Bjarnasonar, fyrr-
um alþingismanns Húnvetninga. —
Hólmfríður var löngum við sunnu-
dagsskólakenslu í Gimlisöfnuði, þeg-
ar hún átti hér heima. Dætur henn-
ar eru sex á lífi: Margrét Jarvis,
Lulu Island, B.C.; Árdís Robertson,
White Rock, B.C.; Sæunn Howson,
Barrhead, Alta.; Pálina Gíslason og
Kristín Stefánsson, báðar að Steep
Rock, og Brynhildur kona Skúla G.
Skúlasonar, bónda i Geysisbygð.
Þær Pálina og Brynhildur og menn
þeirra viðstödd jarðarförina. Hinar
dæturnar gátu ekki komið. Við-
stödd var einnig systir Halldórs
heitins, Mrs. Sæunn Anderson frá
Árborg.
SMÍÐA KAFBATA
Samkvæmt fregnum frá Berlín
þann 28. apríl síðastbðinn, hafa
Þjóðverjar tólf kafbáta í smíðum.
Er þetta talið skýlaust brot á Ver-
sala s|amningunum og mælist illa
fyrir. Auk þess er staðhæft að í
ráði sé að auka sjóflota Þjóðverja
að miklum mun. Sir John Simon,
utanríkisráðgjafi Breta hefir lýst
yfir því í þinginu, að yfirlýsing frá
Iiitler þessu viðvíkjandi sé væntan-
leg þann 15. þ. m.
ALVARLEGT UPPÞOT 1
STONEY MOUNTAIN
Síða^tliðinn laugardag varð al-
varlegt uppþot í Stoney Mountain
fangelsinu hér í fylkinu, er um tvö
hundruð fangar tóku þátt í. Var
einn fangi, Forsythe að nafni, skot-
inn til dauðs. Við yfirheyrslu í
sambandi við atburð þenna hafa
gæzlumenn fangelsisins verið leyst-
ir undan allri ábyrgð, og framburð.
ur þess gæslumanns, sem skaut, ver-
ið tekinn gildur, en hann kvaðst
hafa skotið til þess að gera Forsythe
óvígan og bjarga fangaverði.
MINNING OG ÞÖKK
Þann 18. apríl andaðist, eins og
þegar hefir verið getið um, á sjúkra-
húsi i Winnipeg, Miss Guðrún Sig-
valdason, dóttir Mr. og Mrs. Jakob
Sigvaldason, Víðir P.O., Manitoba.
Hún hafði orðið snögglega og hast-
arlega veik, en með því að brautir
voru nærri með öllu ófærar, var
flugvél fengin til þess að flytja hana
til Winnipeg. Var uppskurður
gerður, en ekkert stoðaði; dó hún
þá sömu nótt. Hin látna var efni-
leg stúlka, er naut trausts allra, er
kyntust henni, hún var einkar hjálp-
söm og i-ndæl dóttir og ógleymanleg
systir, er hennar sárt saknað af ást-
vinum, frændfólki og þeim, er kynt_
ust henni. Útförin fór fram frá
heimili foreldra hennar, þann 23.
apríl, og f jölmenti bygðarfólk mjög.
Sóknarpresturinn járðsöng. S. Ó.
ÞAKKARORÐ
öllum þeim vinum og nágrönnum,
skyldum og vandalausum, sem á
einn eða annan hátt hafa aðstoðað
okkur og auðsýnt kærleika og hlut-
tekningu í sorg okkar við sviplegt
fráfall okkar elskuðu dóttur og
systur Guðrúnar Sigvaldason, vott-
um við hjartans þakklæti og biðj-
um Guð að launa.
Mr. og Mrs. Jakob Sigvaldason,
og börn þeirra.
Víðir P.O., Man.
Men’s Club
Arsfundur Karlaklúbbs byrsta
lúterska safnaðar var haldinn í sam-
komusal kirkjunnar á þriðjudags-
kvöldið, við mikið fjölmenni karla
og kvenna. Var þetta fjölbreyttur
skemtifundur, auk þess sem embætt-
ismanna kosningar fóru fram.
Fráfarandi forseti, Dr. Á. Blön-
dal, flutti snjalla og áhrifamikla
hvatningarræðu.
Embættismenn kosnir fyrir næsta
ár voru: Dr. Björn B. Jónsson, heið-
ursforseti; T. E. Thorsteinsson, for-
seti; Albert Wathne, vara-forseti;
G. F. Jónasson, f jármálaritari;
Lincoln Johnson, G. K. Stevenson;
söngstjórar: S. K. Hall, Paul Bar-
dal, Stefán Sölvason.
UngmennajDÍngið í
Winnipeg
Ekki nema þrjár vikur til þings-
ins. Enn þá vantar okkur undir-
tektir frá sumum. Bara minnist þess
að því fyr því betra, hvort heldur
það snertir ykkur, hin ýmsu bygð-
arlög, eða okkur, sem að þinginu
stöndum.
Innan skamms birtum við dag-
skrána, og er gott þið séuð reiðu-
búin að hugsa öll málin og leggja
fljótan og 'greiðan skerf til lúkn-
ingar þeim öllum. Okkar kjörorð
mætti vel vera: “Allir sem einn í
eindrægni!” Hvað getum við gert?
Alt. Því ekkert stenst við því hetju-
magni, sem felst í sál og hugsun
æskunnar, sem á heilsu, hugsjónir,
þor og þrautseigju og alt lífið fram-
undan. Róm var ekki bygð á ein-
um degi, svo þótt ekki vinnist alt i
þetta sinn, má eiga von á að heyrist
frá okkur seinna. Við gefumst
aldrei upp. Hvað verðum við mörg
í Winnipeg Victoríu-daginn.
E. H. Fáfnis.