Lögberg - 02.05.1935, Page 4

Lögberg - 02.05.1935, Page 4
4 LöGBERGr, FIMTUDAGINN 2. MAI, 1935. Högtjcrg ðt hvern fimtudag ai COLUUBIA P R E B 8 L I U I T M D 696 Sarsent Avenue Wlnnipee, Manitoba. Utan&akrift ritstjórans. KDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVK WINNIPEG, MAN. TerO tt.00 um árlO—Borgist fvrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bla Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 337 Frá Jslandi til Winnipegvatns 1876 (Ræða flutt í Winnipeg', undir umsjón Sögu- félags Manitoba, 17. apríl, 1935). Eftir Dr. Ö. Björnsson. Það var á sólbjörtu kveldi snemma í júlí- mánuði að við yfirgáfum heimili okkar á Is- landi og lögðum af stað til Vesturheims. Við fórum ríðandi sem vænta mátti, því Island er víðfrægt fvrir hesta sína. Þetta var í fyrsta skifti á æfi minni, sem eg fékk að koma á hestbak einn saman. Að skömmum tíma liðnum komum við að stórri á. Við vorum ferjuð yfir hana, en hestarnir voru látnir synda. Síðan héldum við áfram um nóttina—ef nótt skvldi kalla, því hún var björt eins og dagur. Undir miðnættið fór mig að syf ja og eg byrjaði að draga ýsur. Til þess að forða mér frá' því að detta af hestbaki tók faðir minn mig og hélt mér á hnakknum fvrir framan sig. Snemma um morguninn komum við niður á heiðarbrún; blasti þá við okkur víðsýni, þar sem við litum fjörð, er skarst inn í landið. Allstórt skip lá við akkeri á firðinum, en með- fram ströndjinni voru húsaþyrpingar; var þetta venjulegt fiskiþorp og kauptún. Frænka mín átti heima í þorpinu og gdstum við hjá henni í tíu daga, eða þar um 'bil, á meðan við biðum eftir skipinu. Loksins kom það, og vorum við þá, ásamt fjórum hundru-ðum ann- ara farþega, flutt á skipsfjöl með ósköpum og gauragangi og okkur komið fyrir niðri í lest. Þokusuddi var um kveldið og skipslúðurinn blés ámátlega á meðan skipið skreið út höfn- ina. Margir hljóta að hafa andvarpað þungt og fundið til andlegs sársauka í þessum hópi, sem nú var að kveðja heimili sín, ástvini sína og kunningja og leggja af stað í óþekta heims- álfu. LTm morguninn var það sorgleg sjón að horfa á fólkið og farangurinn í lestinni: sjó- veiki hafði gagntekið svo að segja hvert ein- asta mannsbarn, sem þar var og voru farþeg- arnir hörmulega á sig komnir. Þeir voru ó- hreinir, ógreiddir og illa til reika, þar sem þeir köstuðust á ýmsar hliðar, eftir því sem öldurnar veltu skipinu; en kassar og kistlar, pokar og pjönkur þeyttust fram og aftur í allar áttir og úr öllum áttum. Fyrsta viðstaða skipsins var í Færeyjum; og þeir, sem treystu sér til þess, fóru upp á þilfar til þess að skoða Þórshöfn, sem var aðalþorpið á eyjunum. A þriðja degi komum við til Granton, og vorum tafarlaust flutt þaðan á járnbrautar- lest til Glasgow. Þetta var í fyrsta skifti, sem eg hafði ferðast í járnbrautarvagni, og var eg lengi að brjóta heilann um það fyrir hvaða afli lestin hreyfðist. En loksins komst eg að þeirri niðurstöðu með sjálfum mér, að margir menn hlytu að hlaupa á eftir henni og ýta henni áfram. Við námum staðar á leiðinni í Edinborg. Þar átti heima gamall skólabróðir föður míns. Við gistum hjá honum tvo eða þrjá daga og fór hann með okkur um borgina til þess að sýna okkur hina og aðra merka staði. Það eina, sem eg man glögt eftir af því, sem hann sýndi okkur, er minnismerki Sir Walter Scotts; er það há súla úr steini, og efst á henni tilkomumikil líking af skáldinu. Eg man eftir því að hlegið var að mér vegna þess að eg horfði upp til myndarinnar, togaði í hornið á treyjunni hans föður míns og spurði með hálfum huga: “Er hann lifandi!” Nú var ferðinni haldið áfram til Glas- gow; þegar þangað kom, var okkur komið fvrir í stórhýsi við eina aðalgötuna. Þar kom nokkuð fyrir, sem okkur gleymdist aldrei: Victoría drotning var stödd í Glasgow og ók í stjórnarskrúða um borg- ina. Var þetta í fyrsta skifti, sem hún hafði komið opinberlega fram síðan hún varð ekkja—en það voru fimtán ár. Mér er enn sem eg sjái hinn skrautlega vagn, sem hún ók í ásamt hirðmeyjum sín- um; en vagninn drógu mjallhvítir hestar. En það, sem ef til vill vakti hjá mér enn þá meiri aðdáun voru riddararnir, sem riðu eldfjörugum hestum á undan vagninum og eftir, og voru allir í glitrandi einkennisbún- ingum. Næst vorum við flutt út á skipið Pboeni- cian og héldum niður ána Clyde áleiðis til Quebec. Fyrir áhrif einhverra vina föður míns vorum við ekki á þriðja farrými eins og hitt fólkið; heldur fengum við betra pláss. Eg komst brátt í kynni við skipverja og fóru iþeir með mig um alt skipið, inn í far- þegaklefana og niður í vélastöðvarnar; var eg hugfanginn í meira lagi, þegar eg .horfði á hinar fljótu hreyfingar vélanna og skínandi koparinn. Auðvitað skildi eg þá ekki né þeir mig; en I eg efast ekki um að þeim hafi verið skemt af ákafa mínum forvitni og einfeldni. Þegar til Quebec kom, var okkur tafar- laust hrúgað inn í járnbrautarvagna; síðan var lagt af stað vestur og lialdið áfram með nokkurri viðstöðu í Montreal og Toronto. 1 Kingston var tafið til máltíðar og söfnuð- umst við öll saman í stórum matsal; var þar tekið rösklega til matar. Þegar máltíðinni var lokið, heimtaði gestgjafinn borgun fyrir máltíðina. Þegar því var ekki sint, lokaði hann dyrunum og varð heldur en ekki vígalegur. Nú var hinum norrænu aðalsniðjum nóg boðið. Þeir rudd- ust á hurðina og ætluðu að brjótast út. Tais- verðar ryskingar áttu sér stað og leið ekki á löngu áður en gestgjafinn, sem var risa- vaxinn ístrubelgur, lá kylliflatur á gólfinu. Kona hans öskraði hástöfum og bað drott- inn að bjarga sér og sínum úr klónum á þess- um voðalega óþjóðalýð. í sama bili kom túlkurinn og skýrði frá því að sambandsstjórnin borgaði fyrir mál- tíðina. Þetta nægði til þess að friður komst á, Frá Kingston var haldið áfram á járn- brautarlest þangað til komið var til Colling,- wood. Þar var skift um farartæki, og fórum við þaðan á skipi yfir Huron og Superior vötnin alla leið til Duluth. Þar beið okkar jánibrautarlest, og fórum við með henni yfir Wisconsin og Minnesota-ríkin þangað til við komum í lítið þorp við Red Lake River, sem kallað er Fisher’s Landing. Fyrir nokkrum árum kom eg í þetta litla þorp og stóð nákvæmlega á sama stað, sem báturinn fór frá þegar við lögðum af stað eftir ánni. Yatnið í ánni er nú mjög lágt, og gerir ekki betur en að þar verði fleytt meðal róðrarbát. Frá þessum stað var farið áleiðis til Winnipeg á gufubátnum “Dacotah.” Við staðnæmdumst í Pembina til þess að fá eldivið. Á meðan verið var að skipa iít eldiviðnum fóru sumir innflytjendurnir í land til þess að skoða sig um. Einn þeirra var forvitnari en hinir og fór lengra út á sléttuna. Alt í einu var blásið til brottferðar og báturinn lagði af stað niður eftir ánni. Æfintýramaðurinn sá hvað um var að vera og hljóp í sömu átt og báturinn fór. Mér er enn sem eg sjái hann þar sem hann þaut eins og villimaður niður eftir ár- bakkanum í kapp við bátinn. En báturinn staðnæmdist í Emerson, sem var þrjár mílur niður með ánni, og þar komst hann á skips- fjöl aftur. Næsta dag komum við til Winnipeg, og báturinn lenti við norðurbakkann á Assini- boine ánni, steinsnar í austur þaðan sem Aðalstrætis-brúin er nú. Við vorum látin í tjöld á Hudsons Bay eigninni; þar vorum við meðan við biðum eftir bátnum til þess að flytja okkur norður að Winnipegvatni. Maður nokkur kom þangað sem við vor- um; hafði hann með sér kúahjörð og seldi þær innflytjendunum. Faðir minn keypti eina þeirra fyrir 35.00. Tveir menn voru fengnir til þess að líta eftir kúnum þangað til hægt væri að reka þær norður að vatninu. En svo var það eina nótt að mennirnir sofnuðu og sumar kýrnar týndust og fundust aldrei aftur. Plg þarf tæplega að taka það fram að kýr föður míns var ein þeirra, sem týndist. Nú var okkur skipað út á stóra 'barða, sem gufubátur dró á eftir sér norður að Rauðármynni. Þar var börðunum slept og þeir látnir berast eftir vild, fyrir stormi og straumi. Þeim var stjórnað að nokkru leyti með heljarstórri ár, sem beitt var af liandafli nokkurra manna meðal innflytjwid- anna, sem höfðu krafta í köglum. Barðana rak meðfram vesturströndinni og bar að landi næsta morgun örskamt fyrir sunnan þar sem kallað er Willow Point (Píl- viðartangi). Við vorum flutt til Gimli á smá- bátum. Þar var okkur tekið tveimur höndum af íslendingnm, sem þangað höfðu komið fyr um sumarið. Við fengum gistingu hjá manni, sem John Taylor hét; var hann stjórnandi ný- lendunnar eða umsjónarmaður hennar. Nú fór faðir minn að litast um eftir heim- ilisréttarlandi og fann hann blett, sem hon- um geðjaðist að, þar tsem kallað er Sandy Bar; er það hér um bil fimm mílur fyrir sunn- an Riverton. Með aðstoð nokkurra manna hjó hann niður tré, sagaði þau og lag- aði ög bygði úr þeim bjálkahús. Að því búnu fór hann til Gimli og sótti fjölskyldu sína. Fékk hann sér flatbytnu og flutti bæði fólk sitt og farangur þangað sem hann hafði búið sér þetta nýja heimili; húsið var fullkomið að öllu öðru leyti en því að það vantaði þakið, gólfið, hurðina og gluggana. Vesturströndin á Winnipegvatni norður frá Boundary Creek (Tak- markalæk) alla leið til White Mud River (Hvítu Leirá) hafði verið fengin hjá Indíánum með vissum samningjum og var nú ákveðin handa íslenzku innflytjendunum. Indíánarnir höfðu samt ekki allir farið, heldur voru sumir þeirra enn þá í kofum sínum, sérstaklega í Norðurhluta héraðsins. Þetta var nú ekki sem allra hugljúfast, því þegar við vorum á ferðinni eftir ánni hafði okkur verið sagt frá Custer manndrápinu í Montana fyr- ir aðeins tveimur mánuðum. Indí- ána-f jölskylda, sem hét Ramsay var enn þá á landinu, sem faðir minn hafði valið sér. Það voru þau Ram- say hjónin, kornungt barn, sem þau áttu, stúlka á að gizka jafngömul mér og tveir drengir hér um bil fjórtán og sextán ára. Ramsay fólkið bjó í laglegu bjálkahúsi, mjög svipuðu húsunum, sem sjást enn þann dag í dag með- fram Rauðánni. Bjálkarnir voru höggnir til og geirnegldir á hornun- um; húsið var kalkað og með góðu gólfi og stráþaki. Foreldrar mínir ætluðu sér að flytja í þetta hús, þegar Indíánarnir færu burt; en þeim varð nú ekki kápan úr því klæðinu, eins og eg skal skýra frá síðar. Ramsay þessi var einstaklega vin- gjarnlegur og hjálplegur föður mín. um á ýmsan hátt. Hann kendi hon- um að blanda leir, skorið gras og vatn á vissan hátt, til þess að fylla með eyðurnar á milli bjálkanna og sömuleiðis að þekja húsið með mýr- gresi til þess að það ekki læki. Annan sunnudaginn eftir að við komum var trúboði á ferðinni og flutti guðslþjónustu fyrir Indíánana í húsi Ramsays. Okkur var boðið þangað; þágum við boðið og sátum með mesta f jálg- leik meðan bænagerðin Stóð yfir. Hræddur er eg samt um að það sæði hafi fallið í grýtta jörð, því alt fór fram á Indiánamáli. Ferðin var nú á enda og við vor- um komin til fyrirheitna landsins. Sárustu vonbrigðum hljóta for- eldrar mínir að hafa orðið fyrir, þegar hingað kom — í land alsæl- unnar, sem þau höfðu hugsað sér. Vesturströnd Winnipegvatns var ekki þá, og er engan veginn enn nein gullströnd. Undirlendið var látt og vaxið óræktar hrísi og kirk- ingslegum trjám: ösp, furu og ein- stöku birkitré. Þegar nokkuð kom upp frá ströndinni var landið látt og mestmegnis fen, en aðeins hér og þar grasblettir. I litlu rjóðri var bjálfatóftin, þar sem heimili okkar átti að vera. Nú var komið langt fram í sept- ember og mikið eftir óunnið af því sem gera þurfti. Húsinu var komið undir þak, troðið var í rifurnar á veggjunum ; lnirðir og gluggar látn_ ir í það. Sökum þess að enginn borð- viður var til, var lim höggvið af grenitrjám og það breitt á jörðina í staðinn yrir gólf. En um veturinn bjó faðir minn til háan pall og naut við það aðstoðar manns, er hjá okk- ur dvaldi. Upp á þennan pall lét hann nokkra bjálka og sagaði þá niður í borð með langsög. Þessi borð hafði hann í þak og gólf, og auk þess setti hann loft í húsið. Þar næst sagaði hann tré í smáfjalir, þynti á þeim annan endann með sporjárni og bjó þannig til spón, er hann þekti með húsið. Eg get um þetta einungis til þess að sýna hug- vit og úrræði þessara landnema hvaða erfiðleikar sem 'urðu á vegi þeirra. Eftir öll æfintýrin og allar nýj- ungarnar á ferðinni vestur, fanst mér nú alt fremur dauft og tilbreyt- ingarlítið. Fyrsta kastið undi eg mér við það að leika mér i sandin- um og tina saman steina og skeljar, en eg varð brátt leiður á því En þá komu Ramsay drengirnir mér til hjálpar. Þeir fóru með mig í lang- ar gönguferðir um skógana og eftir ströndinni. Þeir sýndu mér fugla- hreiður, einkennilega steina og alla- vega litar skeljar. Þeir lofuðu mér að skjóta örvum af bogum sínum; og einu sinni fóru þeir með mig í Indíánabát út á vatn og kendu mér að sitja í þeim bátum, án þess að láta þá hallast. Um þetta leyti urðu þessir varn- arlausu frumbyggjar fyrir hinum ægilegustu og skelfilegustu hörm- ungum. Það var seint í september að maður nokkur sýktist af bólu- veikinni. Hann var þá staddur í suðurenda nýlendunnar, en átti heima nyrst í bygðinna. Þrátt fyrir það, að hann var mjög veikur, héldu honum engin bönd; hann vildi fyrir hvern mun komast heim og gekk alla leiðina. Auðvitað stóð hann við hér og þar og kom inn í mörg hús á leiðinni. Eftir fáa daga hafði mannskæð bólusótt breiðst út um alla nýlenduna. Svo hefir talist til að frá hundrað til hundrað og fimtíu manns hafi dáið í þessari drepsótt. Við höfðum öll verið bólusett og þótt við hvað eftir annað hefðum samgöngur við hina sjúku þá fékk enginn okkar veikina. Og samt “segir heimsking- inn í hjarta sínu” að bólusetning verji ekki gegn bóluveikinni. Sérstaklega var drepsóttin skæð meðal Indiánanna, sem ekki höfðu verið bólusettir. Ellefu manns dóu í einu húsi míluf jórðung þaðan sem við áttum heima; og af Ramsay- f jölskyldunni lifði enginn nema hann sjálfur og litla stúlkan. Þessi vetur var einn mesti hörm- ungavetur, sem nokkru sinni hefir átt sér stað i sögu landnemanna í Vesturheimi. Þéár liðu samtímis kulda, hungjir, veikindi og dauða, og var það því engin furða þótt jafnvel hinum allra þolnustu féllist hugur. Næsta vor sendi stjórnin vistir og aðrar nauðsynjar. Hópur eftirlitsmanna var einnig sendur þangað til þess að sótthreinsa hús- in og klæðnaðinn, og þvo og loft- hreinsa öll híbýli manna, Þá var þeim og boðið að brenna öll Indíána- húsin og var þar á meðal auðvitað hús Ramsays, sem við höfðum von- að að geta flutt í. Eg man glöggt eftir því þegar móðir mín stóð úti, hleypti brúnum og horfði gremju- full á bálið, þegar hús Ramsays var að brenna. Þegar voraði vöknuðu frumbyggj- unum nýjar vonir. Samt var líf landnemanna í þá daga alls ekki öfundsvert. Þeir höfðu sezt að við nýjar og óþektar kringumstæður; þeir voru óvanir siðum og háttum hins nýja lands; þeir skildu ekki málið og þá brast alla möguleika, sem til þess þurfti að byrja nýtt líf. Nei, þeir voru í sannleika ekki öf- undsverðir. Að draga að sér eldivið og safna vistum og viðurværi handa heimil- unum var erfitt starf og torsótt. Þeir kunnu ekki að beita skogaröxinni og voru því oft meiddir og marðir, bláir og blóðugir eftir hana. Auk þess urðu þeir að vera sínir eigin áburðarjálkar; þeir urðu að bera alt heim á hérðum sér eða draga það á eftir sér á handsleðum, yfir snjóa og isa. Á sumrin drógu þeir að sér í ör- litlum flatbytnum, sem þeir knúðu áfram af eigin handafli. Þeir urðu að þola ískulda vetrarins og eldhita sumarsins. Þeir hefðu getað tekið sér í munn orð hertogans í ritinu “As You Like It”: “Hér finnum vér einungis syndagjöld Adams, mismun árstíðanna og hina hlífðar- lausu hirting vetrarstormanna. Þeg- ar þeir nísta mig og næða um lík- ama minn þangað til eg engist sam- an af kulda, þá brosi eg og segi: “Þetta er ekkert smjaður; þetta eru ráðgefandi öfl, sem koma mér i skilning um það og láta mig finna til þess hvað eg er.” Sannleikurinn er sá, að þeir voru of oft látnir finna til þess hvað eða hverjir þeir voru: Framandi menn í framandi landi; vissu ekkert um háttu og siði og kunnu ekki svo mik- ið sem að beita þeim tólum eða verk- færum, sem þeir urðu að nota, og höfðu jafnvel ekki hinar óhjá- kvæmilegustu lífsnauðsynjar. Snemma í nóvember kom kulda- kast og snjór féll á jörð. Eftir fá- eina daga hlýnaði aftur og héldust þau hlýindi hér um bil i tíu daga. Það var okkar fyrsta Indíána sumar. Menn greinir á um uppruna þess orðatiltækis. En mér hefir æfin- lega fundist sú skýring sennileg, sem faðir minn sagði mér : Indíánar eru latir að eðlisfari og óforsjálir. Alt sumarið slæpast þeir og eyða tím- anum í árangurslitlar fiskiveiðar og dýraveiðar; auk þess sem þeir liggja tímum saman undir trjánum og baða sig í sólskininu, reykjandi pípur sínar. Þegar fyrsti snjór fellur, minnist hann þess að hinn langi og kaldi vetur er í nánd, svo þegar hlý- indadagarnir komu, var eins og Tndíáninn raknaði við eða vaknaði af svefni: hann tók sig til að safna vistum og eldsneyti til vetrarins, ditta að híbýlum sinum o. s. frv. Þessi stutti góðviðriskafli varð því starfstími Indíánanna, og þess vegna fékk hann nafnið Indíána- sumar. Seinna um haustið, þegar frost voru komin, sendi sambandsstjórn- in nokkra landmælingamenn til þess að * tika út landið, sem valið hafði verið handa innflytjendunum. Marg- ir frumbyggjanna unnu sér inn fyrstu dalina hér í landi við það að ryðja brautir í skóginum til þess að mælingamennirnir gætu unnið verk sitt. Auk þess ruddu þeir braut eftir endilangri nýlendunni. Sú braut var þó ekki notuð í mörg ár, því allar ferðir voru farnar eftir vatninu á vetrum jafnt og sumrum. Síðar var lagður vegur eftir þessari ruddu braut; var hann upphleyptur með vatnsrennum og hér og þar voru bygðar brýr. Þegar bifreiðarnar komu var part- ur af veginum mölborinn, en enn þann dag í dag, eftir sextíu ár, er ekki til vegur eftir allri þessari bygð, sem fær sé hvernig sem viðrar. Og þó er þetta ein elzta bygðin i fylkinu. Næsta ár var hinn annálaði frost- leysu vetur 1877-78. Vatnið lagði ekki fyr en einhvern tíma i marz- mánuði. Satt að segja þótti mér ekkert vænt um þetta, þvi of kalt var til þess að synda en ekki nógu kalt til þess að renna sér. Um vorið veitti sambandsstjórn- in frumbyggjunum útsæði í garða og lét þá hafa garðyrkjuverkfæri. Fað- ir minn stakk upp dálitinn blett með skóflu, muldi moldina og sléttaði hana og sáði þar til ýmis konar mat- jurta. Veðráttan var hagstæð og uppskeran góð um haustið. Við vorum því byrg að garðávöxtum til vetrarins. Hann barðist þarna áfram í ann- að ár, en þá var hann orðinn sann- færður um það, ásamt mörgum öðr- um, að þar væri engin framtíð. Landnámið á þvi svæði, eins og það var þá, var hvorki fallið til akur- yrkju né kvikf járræktar. Þess vegna var það að á árunum 1879-80 flutti f jöldi manns í burt úr nýlend- ZICZAG NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ I EINU — pægilegri og betri bók í vasann. llundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.