Lögberg - 02.05.1935, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. MAl, 1935.
5
unni. Sumir völdu sér heimilisrétt-
arland í vesturhluta Manitob^, þar
sem kallað var Argyle, og myndaðist
þar stór og blómleg bygð. Aðrir
fóru suður til Bandaríkja og námu
sér land fyrir suðvestan Pembina-
þorpið, sem nú er; það svæði var
þá kallað Dakotahérað.
En óhamingjan hafði enn ekki
skilið við þá. Árin 1880-81 flæddi
yfir landið, svo þeir urðu að flýja
bústaði sína og leita lengra vestur á
bóginn, nálægt Pembina fjöllunum;
þar búa afkomendur þeirra enn þann
dag í dag.
Ekki væri ófróðlegt að minst sé á
það með fáeinum orðum hver verið
hefði ein aðal-orsökin til þess að ís-
lendingar _ fluttu vestur til Canada.
Þangað til eftir 1860 voru innflutn-
ingar hingað svo að segja eingöngu
frá brezku eyjunum og Frakklandi.
Að undanteknum fáeinum Mennon-
itum, sem vestur fluttu 1874, voru
íslendingar fyrstu innflytjendur frá
Evrópu.
Eáeinir ungir menn höfðu flutt
vestur öðru hvoru áður, en veruleg-
ur vesturflutningur hafði ekki átt
sér stað fyr en 1875, þá komu um
þrjú hundruð manns til Manitoba
og settust að þar sem nú heitir Gimli.
Næsta ár komu tveir hópar, voru
um átta hundruð í öðrum en f jögur
hundruð í hinum; settust þeir að á
landi, sem ákveðið hafði verið handa
þeim á vesturbökkum Winnipeg-
vatns.
Sá, sem einna mestan þáttinn átti
upphaflega í þessum vesturf lutning.
um mun hafa verið Dufferin lá-
varður; hann hafði dáðst að Islend-
ingum og var einlægur vinur þeirra
frá því að hann kom til íslands ár-
ið 1856. Sagan um komu hans þang-
að er mjög eftirtektaverð; er hún
sögð í hinni ágætu bók: “Letters
from High Eatitudes.”
Árið 1872 varð hann ríkisstjóri í
Canada. Þá var það skoðun manna
eins og verið hefir alllengi, að nauð-
synlegt væri að fá fleira fólk til
Canada. Er það ekki sennilegt að
hann hafi bent sambandsstj,órninni
á' að þetta starfsama, sparsama og
skynsama fóik, sem heima ætti á
lítt frjórri eyju, væri ákjósanlegt
til innflutninga ?
Þessari hugmynd til stuðnings má
geta þess að um sama leyti var ung-
ur efnilegur. íslendingur í Toronto;
hann hafði komið þangað árið 1872.
Þessi maður var kafteinn Sigtrygg.
ur Jónasson, sem enn er á lífi heill
og hraustur, enda þótt hann sé nú
hálfníræður; á hann heima i þorp-
inu Riverton.
Hann var valinn af sambands-
stjórninni til þess að heimsækja ís-
land og sýna löndum sínum fram á
hversu heppilegt það væri fyrir þá
að flytja til Canada. Hann kom til
foreldra minna, og voru þar saman
komnir margir bændur á fundi, frá
nærliggjandi sveitum. Talaði hann
með mikilli mælsku um fegurð
Canada, frjósemi jarðvegsins þar
og sýndi fram á hversu mikið menn
gætu báett hag sinn fjárhagslega,
með því að flytja þangað.
Menn hlustuðu á hann með athygli
og sáði hann hér í frjóa jörð. Fjöldi
fólks ákvað að flytja vestur, og þar
á meðal var faðir minn.
Um sumarið 1877 fór Dufferin
lávarður sigurför um Canada; hann
kom til Winnipeg 7. ágúst. Viðtök-
urnar, sem hann fékk voru svo
hjartanlegar og fagnaðarríkar að
ekki eru dæmi til ánægjulegri mót-
töku nokkurs tigins manns.
Fra þessari ferð segir markgreifa.
frú Dufferin í sinni hugljúfu bók:
“Dagbók mín í Canada.” Þessa bók
reit hún meðan hann var hér kon-
ungsfulltrúi frá 1872 til 1878.
Þrátt fyrir það að Dufferin lá-
varður átti framúrskarandi annríkt
meðan hann var hér, gleymdi hann
samt ekki hinum íslenzku vinum sín-
um. Hann ásetti sér að sækja þá
heim og framkvæmdi þá fyrirætlan.
Gufuskipið Colville var tekið til
þeirrar ferðar og alt skrejdt með
flöggum og dúkum. Landstjórinn
kom til Gimli klukkan 10 um morg-
uninn, 14. september.
Honum var fylgt í land og mættu
honum þar leiðandi menn nýlend-
unnar og hér um bil hundrað manns
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
SIGURÐSSON,
f. árið 1850, d. 16. febrúar, 1935.
SVEINN SIGURÐSSON,
f. 12. júli 1857, d. 14. marz, 1935
Sveinn Sigurðsson var fæddur á
Kárastöðum i Hegranesi, Skaga-
fjarðarsýslu 12. júlí 1857. Foreldr-
ar hans voru Sigurður Guðmunds-
son og kona hans Ingibjörg Sveins-
dóttir. Guðmundur faðir Sigurðar
mun háfa búið í Áshildarholti i
Borgarsveit í Skagafirði en kona
hans Ingibjörg Sveinsdóttir var ætt-
uð frá Neðranesi á Skaga á Skaga-
strönd.
Sveinn ólst upp með foreldrum
sínum þar til hann átján ára að aldri
flutti vistferlum að Höfnum á
Skaga, til merkisbóndans Árna Sig-
urðssonar og dvaldi hann þar þang-
að til árið 1885 að hann giftist og
gekk að eiga ungfrú Ingibjörgu
Ólafsdóttur frá Örlaugsstöðum á
Skagaströnd. Foreldrar hennar voru
Ólafur bóndi Jónsson og Una Odds-
dóttir kona hans, sem þar bjuggu,
og ólst Una upp hjá foreldrum sín-
um unz móðir hennar dó frá tólf
börnum, flestum í ómegð og gekk
Una systkinum sinum í móðurstað,
eftir það, þangað til faðir hennar dó
árið 1879, og hún réðist í vist að
Höfnum til Árna bónda og var þar
þangað til þau Sveinn giftust árið
1885, og þau hjón fóru að búa á
Saurum í Vindhælishreppi.
Árið 1888 brugðu þau Sveinn og
Ingibjörg búi og fluttu alfarin af
landi burt til Canada. Til Winni-
peg komu þau þriðja sept. 1888.
Foreldrar Sveins munu hafa flust
með þeim vestur um haf ásamt syst-
kinum hans tveimur, Guðmundi Sig-
urðssyni Simpson, er nú er búsettur
i Winnipeg og Sveinbjörgu Sigurð-
ardóttir Valdimarsson ekkju, sem
nú á heima í Vancouver, B.C.
Þeim, sem þetta ritar hefir ekki
auðnast að geta fengið fleiri upp-
lýsingar um ættmenni þessara
merku hjóna, enda hafa mannkostir
hvers einstaklings meira gildi en
langar og leiðinlegar ættartölur, og
um sanna, hreina mannkosti þessara
látnu hjóna mun alls ekki tvískiftar
skoðanir, fyrir neinum, sem þektu
þau. Öllum þeim, er kyntust þeim,
bæði á íslandi og hér vestan hafs
mun bera saman um, að trúverðugri
eða heiðarlegri mannkosti sé tæp-
lega hægt að finna eða vandaðri sið-
gæði og daglega umgengni en ætíð
átti sér stað á heimili þessara hjóna.
• Eftir að hingað kom vestur, voru
foreldrar Sveins allajafnan á heim-
ili hans og var umönnun á þeim við-
þrugðið af öllum, sem til þektu.
Faðir hans dó seint á árinu 1907, en
móðir hans 18. ágúst 1914, og hafði
hún þá verið rúmföst meir en f jögur
ár. Það er vel hægt að gera sér
grein fyrir hvaða þolinmæði og ósér-
plægni umönnun slíkra veikinda út-
heimti, enda voru þeir eiginleikar
hjá þeim hjónum í ríkum mæli.
Ekki varð þeim Sveini og Ingi-
björgu neins afkvæmis auðið, en
ungbarni var laumað inn á heimili
þeirra, líklega af einhverjum, sem
þekti brjóstgæði og manndygðir
þeirra. — Barnið var mjög fallegt
sveinbarn og tóku þau hjón það að
sér og ólu upp sem sitt aigið, veittu
því allgóða mentun og komu 5 góða
stöðu. Sitt eigið föðurnafn gaf
Sveinn sveininum og tók hann i son-
^ir stað, og mun hafa búið vel í hag-
inn fyrir framtíð hans. Hjá fóstur.
syni sínum, Arnljóti Sigurðsson. og
konu hans Sigríði Jónsdóttur hjúkr-
unarkonu dvöldu gömlu hjónin síð-
ustu æfistundirnar og var það á-
kjósanlegt heimili fyrir velunnið
æfistarf.
Síðustu ár æfinnar voru þau hjón,-
in, Sveinn og Ingibjörg, mjög farin
að heilsu. Hún mátti heita að hafa
verið rúmföst til fleiri ára, unz
hvíldarstundin kom 16. dag febrú-
ar næstliðinn, og var hún þá á
áttugasta og fimta aldursári.
Til fleiri ára hafði Sveinn kent
sjúkdóms þess, sem að síðustu dró
hann til bana, en hann bar sjúkdóm
sinn með þolinmæði og stundaði
verk sitt af trúmensku og dugnaði
á meðan dagur entist og þegar kona
hans dó, var hann svo farinn að
heilsu að það varð að bera hann að
líkkistunni til að kveðja hana um
stund, því hann var þess fulltrúa að
þau mundu fljótlega hittast aftur.
Tæpum mánuði síðar eða 14. marz,
kvaddi hann ættmenni og vini sína,
og sofnaði þeim síðasta svefni. þá
næstum 78 ára að aldri. Jarðar-
förin fór fram frá Fyrstu lútersku
kirkjunni og talaði séra Björn P>.
Jónsson, D.D., yfir moldum hans.
Vér kunningjar hans, sem þektum
hann bezt hér vestan hafs, munum
aldrei gleyma þeirri tröllatrygð, er
hann bar til kunningja sinna, er á-
valt komu fram bæði í orði og verki.
Vér munum aldrei gleyma því kappi,
og þeirri ástundun, með að láta sem
mest gott af sér leiða, eða þeirri
varkárni í orði gagnvart öllum, sem
hann þekti eða hafði eitthvað sam-
an við að sælda. Kæri vinur minn,
þú hefir gengið brautina á enda og
þakka eg þér innilega samleiðina,
bæði fjrrir mig, fyrir alla kunningja
þína og vini, fyrir ættfólk þitt og
ekki sizt fyrir uppeldisson þinn og
konu hans, einnig fyrir vel og dyggi-
lega unnið æfistarf. Eg veit að ljós
sannleikans. sem bjó í svo ríkum
mæli i sálu þinnig, lýsir skært á þeim
ókunnugú stigum, sem þið hjón er-
uð nú að kanna.
B.P.
úr þorpinu. Hann ákvað að heim-
sækja hvert einasta heimili, og hætti
ekki fyr en því var lokið.
Þegar hann mintist síðar á þessa
heimsókn, tók hann til þess, að þrátt
fyrir það þótt húsin hefði verið lítil
og frumbýlingsleg, hefðu þau þó
verið hrein og mesta regla sýnileg
í öllum efnum; þess gat hann enn
fremur að bókaskápar hefði verið á
hverju einasta heimili, með tuttugu
til þrjátíu bókum.
Ræðupallur hafði verið reistur, og
var hann leiddur þar í heiðurssæti;
var honum flutt ávarp á íslenzku og
hann boðinn velkominn. Síðan var
honum afhent ensk þýðing af á-
varpinu. Hann svaraði með vin-
samlegri ræðu og óskaði íslending-
um hamingjusamrar og auðsællar
framtíðar. í þessari ræðu lagði
hann áherzlu á það að engin þjóð
ætti fremur heimting á heimilisrétti
í þessu landi en íslendingar. Kvað
hann þá fyrsta allra manna hafa
fundið Vesturheim; auk þess væru
til sagnir um það, að æfintýramað-
urinn Christopher Columbus hefði
farið til íslands og fundið þar í
þjóðskjalasafninu sannanir fyrir
þeirri skoðun sinni að land væri á
vesturhveli jarðar.
Að endingu fórust honum orð á
þessa leið: “I þessu landi verðið
þér frjálsir menn, þar sem þér þurf-
ið engum einvaldsherra að lúta og
engum að þjóna nema sjálfum yð-
ur; þar sem hver bóndi er alráðandi
sínu eigin landi og eigin heimili, eins
og óðalsbændur fyrri tíma.
Eg treysti því að þér haldið áfram
um aldur og æfi að virða og varð-
veita hinar sálrænu og áhrifariku
bókmentir yðar; og að börn yðar
kynslóð eftri kynslóð haldi áfram að
læra það og skilja í sögum yðar og
sögnum að starfsemi, þrek, hug-
rekki, þrautseigja og þrotlaust út-
hald hafa æfinlega verið eðlisein-
kenni hinnar íslenzku þjóðar.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
Froskar
Mig þreytir vetrar þögnin löng,
og því er eg nú glaður,
að heyra fagran froska söng;
mér finst eg annar maður.
Þið kannist við þann kvæðahljóm,
sem kæti mörgum olli;
nú heyrum við þann hlýja róm
úr hverjum forarpolli.
í blíðu’ og kyr, þá dagur dvin
er dásamlegt að heyra
hvað vel þeir syngja vorljóð sin;
eg veit þeir kunna fleira.
Þeim er svo margt til lista lagt,
þeir leysa’ úr sínum vanda,
og kunria að synda og syngja í takt
og saman röddum blanda.
Og þegar alt er hægt og hljótt,
þeir hef ja sönginn kæra,
og blíðu vori og bjartri nótt
þeir beztu lofgjörð færa.
I þeirra ljóði er líf og f jör,
sem lyftir anda mínum ;
Þeir syngja um frið og farsæl kjör
í forarpolli sínum.
Þeir eru að boða betri tíð
og björg til alls, sem lifir,
og kveða nýjan kjark í lýð,
sem kvartar lífi yfir.
Þeir vita að alt um alheims ból
nú endurnýjast tekur,
og gjörvalt lífið, sumarsól
með sínum geislum vekur.
1
Eg gleðst og fagna froskum með
og flyt mitt þakkarkvæði,
til lífsins herra lof eg kveð,
þvi lífið alt er gæði.
Um blessuð vorkvöld, björt og löng,
sem bliðka mig og hressa,
eg hlýði á fagran froska söng;
mér finst það heilög messa.
V. J. Guttonnsson.
TJL K. N. JÚUUS
7. apríl, 1935.
Lag: Þá sönglist eg heyri.
Nú sjötiu og fimm ára sæmdinni
með
Sætið uppljómarðu, Káinn;
Og hér má víst segja þú lið fékst oss
léð.
Þó láti ekki merkja það bráin
Grettis-tök áttu þó mikil og mörg,
Því máttug var hönd þín að starfa,
og erfitt er stritið við stóreflis björg,
Steinvegginn hlaða og farfa.
Hefir notað þær
reglubundið
Merk, roskin kona treystir á
Dodd’s Kidney Pills.
Mrs. J. Crombie segir þær
hjálpuðu sér ávalt.
Mayne, B.C., 22. april (einkaskeyti)
“Eg er ekki feimin að láta fólk
vita hve Dodd’s Kidney Pills, komu
mér að góðu haldi,” skrifar Mrs. J.
Crombie, velmetin kona á þessum
stöðvum. “Eg er nú fullra sjötíu
og átta ára að aldri, og hefi ávalt
haft þessar töflur við hendina. Þeg-
ar eg finn til í nýrunum þá fer eg
rakleitt í meðalaskápinn, og tek út
I Dodd’s Kidney Pills, og bregst ekki
að þær komi að tilætluðum notum.
Þær hafa ávalt læknað mig í baki
og numið á brott bakverk. Ef eg
kenni fótaveiki, eða fætur mínir
bólgna, þá tek eg einnig Dodd’s
j Kidney Pills og hverfur bólgan þá
I óðara. Eg hefi einnig tröllatrú á
| Diamond Pills við stiflu eða melt-
ingarleysi, því þær hafa aldrei
1 brugðist mér í slíkum tilfellum.”
i ....
! K. N., þér hefir sú ligt verið léð,
i í ljóðin þin fyndnina’ að spinna,
i Og því ertu frægur, það fáum við
séð,
Og fullkominn jafnoki hinna.
Já, ljóðin þin eru sem blíðviðris-
blær,
Til búsældar verðug að geyma.
Og þar er sá gróður, er liftóru ljær
Landanum, vestra og heima.
Þökk fyrir veglyndi, vænleik og
starf
Og varðann. sem þjóðin mun geyma.
Hann glitklæðum búinn, er getinn í
arf,
Og gullkornin eiga þar heima.
I Svo fylgi þér lukkan ogblómgist þín
braut.
Og bresti ekki þessa heims gæði.
Og stýrist svo knör þinn frá storm-
um og þraut,
Við stuðlamál hafirðu næði.
G. J. Jónasson.
ÚR BRÉFI TIL LÖGBERGS
FRA K. N.
“Ef að þið ættuð nokkur auka-
blöð með þessari Káins glóru, hefði
mig langað til að biðja þig að láta
mig fá eitthvað af þeim til að senda
kunningjum hgim til fslands. Þú
lætur reikning fylgja. — Þessi visa
er um töskuna, sem kvenfélög Dak-
ota-bygðarinnar gáfu skáldinu K.
N.:
Taskan.
Heimurinn má það heyra og sjá
hvað hér er gjört með penna;
gamli Káinn ítök á
enn í hjörtum kvenna-
ATH.—Eg er að hugsa um að
geyma hana þangað til eg fer í sein_
ustu ferðina og flytja svndirnar
mínar i henni, því syndapokinn er
fyrir löngu fullur. Þeir sjá þá þar
fyrir handan að það er enginn
pokaprestur á ferðinni.” --jj
Canadisk hluttaka i akrautsyningu.
paS eanadiskt fólk, sem þátt tekur í skrautsýningunni í sambandi
við jubilee dansinn I Royai Albert Hall, hefir verið að æfa sig af kappi
undanfarandi. A mynd þessari sézt canadisk stúlka með tebolla í
hendinni; er hún ein þeirra, er kemur fram í skrautsýningunni.
VEITIR HREYSTI OG
HUGREKKI ÞEIM SJÚKU
Fólk. sem vegna aldurs, eða annara
orsaka, er lasburða, fær endurnýjaða
heilsu við að nota NDGA-TONE.
NUGA-TONE er fyrirtak fyrir roskið
fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra
daga munið þér finna til bata.
NUGA TONE fæst í lyfjabúðum.
Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
þezta lyfið, 50c.
Ha2QG00DGARDEN
ÞlentijcfE\enjthin(j
tcEat-Fresh-
ærwii&L,
'yímJ&u!
PAV 5* AN® %°
McFAYDEN FRÆ KOSTAR LÍTIÐ
EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ
Stærri en venjulegir pakkar af Mc-
Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver
pvl að borga 5c og lOc?
Mestu hlunnindin við McFayden
fræ liggja ekki í lágu verði, heldur
hinu, að hver tegund um sig af
reyndu fyrsta flokks útsæði, tryggir
mesta og bezta uppskeru, og sendast
beint heim til yðar en koma ekki frá
umboðssölu hylkjunum í búðunum.
Fræ er lifandi vera. pví fyr er
það kemur þangað, sem þvf skal sáð,
þess betra fyrir það sjálft, og þann
er sáir.
KREFJIST DAGSETTRA PAKKA
Hverjum manni ber réttur til að
vita að fræ það, sem hann kaupir
sé lífrænt og nýtt. Með nýtfzku á-
höldum kostar það ekkert meira, að
setja dagsetningu á pakkana, þegar
frá þeim er gengið.
PVÍ Á EKKI DAGSETNINGIN AÐ
STANDA?
Hin nýja breyting á útsæðislög-
unura krefst ekki dagsetningar á
pökkunum, en við höfum samt enga
breytingu gert.
KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR
Hver pakki og hver únza af Mc-
Fayden fræi, er dagsett með skýru
letri. McFayden fræ er vfsindalega
rannsakað og fult af Iffi; alt prófað
tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt.
og svo aftur f Dominion Seed Testing
Laboratory.
Væri McFayden Seeds sent f búðir
f umboðssölu pökkum myndum vér
eiga mikið óselt f lok hverrar árs-
tíðar. Ef afganginum væri fleygt,
yrði þar um slfkt tap að ræða, er
hlyti að hafa f för með sér hækkað
verð á útsæði. Ef vér gerðum það
ekki, og sendum það út I pökkum
aftur, værum við að selja gamalt
fræ. Pessvegna seljum vér aðeins
beint til yðar, og notum ekki um-
boðssöluhylkin; fræ vort er ávalt
nýtt og með því að kaupa það, eruð
þér að tryggja árangur og spara.
Tfu pakkar af fullri
stærð, frá 5 til 10 centa
_ virði, fást fyrir 25 cents,
og þér fáið 25 centin til baka með
fyrstu pöntun gegn “refund cou-
pon," sem hægt er að borga með
næstu i öntun, hún sendist með þessu
safni. Sendið peninga, þó má senda
frímerki. Safn þetta er falleg gjöf;
kostar lítið, en gefur mikla uppskeru.
Pántið garðfræ yðar strax; þér
þurfið þeirra með hvort sem er.
McFayden hefir verið bezta félagið
sfðan 1910.
NEW-TESTED SEED
Every Packet Dated
BEETS—Detroit Dark Red. The best
ail round Red Beet. Sufficient
seed for 20 ft. of row.
CARROTS—Half Long Chantenay.
The best all round Carrot.
Enough Seed for 40 to 50 ft.
of row.
CUCUMBER--Early Fortune. Pickles
sweet or sour add zest to any
meal. This packet will sow 10
to 12 hills.
LETTUCE—-*Grand Rapids, Loose
Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20
to 25 ft. of row.
ONION—Yellow Globe Danvers. A
splendid winter keeper.
ONION—White Portugal. A popular
white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 or
20 ft. of drill. •
PARSNIP—Half T.ong Guernsey.
Sufficient to sow 4 0 to 50 ft. of
drill.
RADISH—French Breakfast. Cool,
crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30
ft. of drill.
TURNIP-—White Summer Table.
Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 ft. of drill.
SWEDE TURNIP—Canadian Gem.
Ounce sows 7 5 ft. of row.
$2QOy Cash Pi ires$2QOS.°
í hveiti áætlunar samkepni vorri, er
viðskiftavinir vorir geta tekið þátt í.
Upplýsingar f McFayden Seed List,
sem sendur er með ofangreindu fræ-
safni, eða gegn pöntun.
ÓKEYPIS.—Klippið úr þessa aug-
lýsingu og fáið ókeypis stóran pakka
af fögrum blómum.
Mikill afsldttur til féflaga og er
frá þvi skýrt i frœskránni.
McFayden Seed Co., Winnipeg