Lögberg - 02.05.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.05.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 2. MAl, 1935. Heimkomni hermaðurinn “Ilvað Lolly sjálf tók út veit guð einn. Með henni er önnur manneskjan á ungum aldri, já, beinlínis 1 blóma lífsins, gengin graf- arveg'. Og nú er hér blessað saklausa barnið, sem þannig er ástatt fyrir, að yfir höfði þess hvílir skuggi, sem einhverjir að minsta kosti ávalt skilja einungis á einn veg. Og svo er Molly; hún hefir sína sögu að segja af á- hyggjum og raunum í sambandi við þetta mál; hún hefir orðið að þola þyngri skerf en henni undir nokkrum kringumstæðum bar. Og þá kem eg til sögunnar; kona, sem reynt liefir ávalt og á öllum tímum að breyta samkva'mt beztu vitund gagnvart samferðamönnum mínum, en nú sokkin ofan í hyldýpi örvænt- ingar af einhverjum lítt skiljanlegum ástæð- um; kona, sem þannig er ástatt með, að hún er í miklum vafa um hvort hún fái risið undir ofurþunga þeirrar byrðar, er örlögin liafa lagt henni á herðar. Svona er nú komið fyr- ir mér,” sagði Margrét Cameron; “mér finst sem eg í rauninni eigi ekki annars úrkosta en ganga huldu höfði það sem eftir er æfinnar. Metnaður Cameron-ættarinnar hefir orðið fyrir slíku áfalli, að va-famál er hvort þess fást nokkru sinni fullar iiætur. Jamie! Alt þetta, sem mig og mína hefir hent, er þess eðlis, að svo virðist sem með því sé lielt eitri í barmafullan bikar. Jamie! Þér er bezt að halda heim og láta mig eina um áhyggjur mínar. Ef einhvern tíma rekur að því að ást- ir takist með ykkur Molly, þá ætla eg að vara ykkur við því, að kaupa vagninn á undan liest- inum. Berið merki ykkar hátt í augliti guðs og manna; verndið hinn foma metnað ykkar og þess þjóðflokks, sem þið emm komin af; berið virðingu fyrir lögum lands ykkar og lútið í auðmýkt lögum kirkju ykkar og lögum guðs. Þetta lætur ef til vill líkt prédikun í eyra. En stendur það þá öðrum nær að pré- dika en mér? Hefi eg ekki orðið til þess knúð, að fylgja til moldar tveimur þeim nng- mennum, sem eg hefi elskað mest, og það með skömmu millibili; börnum, sem unnust, börn- um, sem eg í rauninni sjálf kom á legg? Mér finst eg geta svarið það við alt, sem lieilag't er, að eg hafi fórnað öllu, sem eg var mefíiiug að fórna, fyrir velferð þeirra og mér verði ekki um kent hvernig til tókst. En ekkert af þessu nægði. Þessir unglingar treystu sjálf- um sér betur en mér; þau fóru sinna ferða í stað þess að fara að ráðum mínum eða leið- beiningum. Eg veit að þúsundir annara ung- menna fara eins að, haga sér nákvæmlega eins; eg vildi að guð gæfi, að þeim hefði auðn- ast að virða fyrir sér andlit minna látnu ást- vina í dauðanum; andlitin, sem standa mér fyrir hugskotssjónum til daganna enda. Eitt- livað finst mér að læra mætti af því. Þessi blessuð börn geta ekki komið fram fyrir aug- lit drottins án þess að játa sekt; og það sem eg á eftir ólifað, hvort heldur verður langt eða skamt, verð eg að bera minn hluta af sekt þeirra og synd. Nú er bezt fyrir þig að halda heim, .Jamie minn; einveran er mér heilög nauðsyn, hversu mjög sem eg kynni að þrá það gagnstæða. Jamio tók hina armæddu konu í faðm sinn, kysti hana og fór; hann átti ekki annars úrkosta. Hún hafði sagt bláberan sannleik- ann, og ekkert annað. Málamiðlun komst þar hvergi að. Hann átti ekki til í eigu sinni nokkur þau huggunarorð, er líklegt mætti telja að hugsvölun veittu. Hann einsetti sér að leggja fram alla krafta sína til þess að innræta því ungu fólki, er hann kynni að hafa samnevti við, skilyrðislausa hlýðni, við guðs og manna lög og fullkomna virðingu fyrir persónuleika einstaklingsins og almenna vel- sa-mi.---- Myrkrið var að leiða saman fylkingar sínar tir öllum áttum; Jamie hnaut við svo að segja í öðrn hvoru spori; hann hnaut vegna þess að fvrir augu hans bar alt aðrar mvndir en þær, er á vegi hans voru. Það var aðeins eitt, sem hann sá; hann sá grannvaxna stúlku með flaksandi, hrokkið hár með glampa hreinustu forundrunar í augum, hraða för sinni niður að ströndinni, auðsjáanlega í leit eftir honum; ef til vill var það honum fyrir beztu að hún hafði ekki fundið hann fyrir- hafnarlaust; það var engan veginn óhugs- andi, að hann stæði nokkru betur að vígi fvrir bragðið, það gat að minsta kosti ekki sakað að henni ga'fist nægilegur tími til þess að átta sig á hvernig komið var. Þogar niður til strandarinnar kom settist Jamie þegar í stað niður; hugsanir lians voru ein.s og brimgarður ]>ar sem eiíi holskeflan rak aðra. Skapgerðareinkenni hinna skozku f. rfeðra voru ekki aldauða enn að því er Jamie viðkom; hann hafði haldið reiði sinni í skefjum, og einsetti sér að gera það, þar til hin rétta stund kæmi. Þegar að því kæmi að ryðja úr sér, myndi hann ekki láta á sér standa; þá gat auðveldlega svo farið, að ekki yrði við lambið að leika sér. Honum varð nú alt í einu ljóst hvernig í öllu lá; atburðirnir voru eins og málverk, er skýrist þess betur, sem leng’ur er á það horft. Það gat nú ekki verið neinum blöðum um að fletta, að Storm- gyðjan hefði verið og væri Molly Cameron, frænka nágranna-vinkonu hans; stúlkan, sem hann hafði sér til ánaígju og undrunar horft og hlustað á-sem kennara í amerískri þjóð- rækni; stiílkan, sem það hafði valið sér að lífsköllun að móta í einni og sömu deiglunni börn af hinum fjarskyldu og gerólíku þjóð- flokkum, og skapa iir þeim heilsteypta ame- ríska menn og amerískar konur, þjóðarheild- inni til styrktar heima fyrir og útávið. Jamie komst á þá skoðun með sjálfum sér á þessu augnaíblikinu, að mennirnir, sem fóru í stríð- ið hefðu ekki int vitund göfugri skvldur af hendi, en þessi stúlka, sem helgaði líf sitt þeirri köllun, að samræma, öfl æskunnar og gróðursetja í vitund hennar ást og virðingu fyrir ])jóðinni sjálfri og stofnunum hennar. Úr því, sem komið var, gat það tæpast orðið miklum vanda bundið, að finna Storm- gj'ðjuna. Ekki þurfti nú annað en leita upp- lýsinga hjá Margréti Cameron uin dvalar- stað hennar. Honum skildist nú betur en nokkru sinni fyr, þar sem hann í náttmyrkr- inu horfði á stjörnu eftir stjörnu gægjast fram á milli trjánna, hvert afskapastríð Stormgyðjan hlyti að hafa háð nóttina góðu í fárviðrinu á gnýpunni; nóttina, sem hún kom til hans annarar manneskju vegna og fékk hann til þess að inna af hendi þá mestu fórn er farið hafði verið fram á við nokkurn mann að fórna. Hann hafði trúað því í einlægni að hann væri a inna af hendi fórn vegna hennar sjálfrar. Nú varð honum það ljóst, hve alt annað hlaut að vera tiltölulega smávægilegt borið saman við það, að það skyldi einmitt rerða tvíburabróðirinn við hana, er að minsta kosti' óbeinlínis, var orsök til þess að Lolly var gengin grafarveg, þó aðstæður hefði að vísu verið þannig, að honum vrði ekki talið til beinna saka. Hún hafði gert sér þess ljósa grein, að }>að gæti beinlínis kostað frænku hennar, Margréti Cameron, blátt áfram lífið, ef henni bærist til eyrna, og það alveg hlífðar- laust, hvernig í öllu lá; þessari hjartagóðu og viðkva'mu konu, er tekið hafði þau að sér allslaus og umkomulaus, og gengið þeim í móður stað. Það lá nú alveg ljóst fyrir Jamie, hvernig Molly hlaut að vera innan- brjósts, er hún jafnvel hafði afráðið að steypa sér fram að gnýpunni, eftir að henni hafði fundist sem öll sund væri lokuð, að því er því viðkom að firra frænku hennar og fóstur- móður óhuggandi sorg; hún hafði auðsjáan- lega tröllatrú á því að Donald mætti auðnast að bæta fyrir syndir sínar; að ]>að mikið hlyti þó að vera eftir af manni í honum, að haun myndi leggja á það alt hugsanlegt kapp að gera Lolly hamingjusama og bæta henni upp ]>au vonbrigði, er hann með brekum sín- um hefði orsakað henni. Margrét hafði full- vissað hana um að inn við beinið væri Donald í rauninni bezti drengur, og með tilliti til þess kvað hún sér vera það hið mesta kappsmál að litli Jamie bæri nafn hans.—Jamie liafði setið syo að segja í sömu stellingum niður við ströndina langt fram á kveld; honum var farið að kólna og þess vegna afréð liann að hraða för sinni heim. Er inn í húsið kom, lagði Jamie í ofninn og settist í stól andspæn- is glóðinni og gagnvart stólnum, sem bý- flugnameistarinn hafði verið vanur að sitja í; hann átti örðugt með að hugsa nokkra sam- sta'ða hugsun til enda; þó óskaði hann þess heitt og innilega með sjálfum sér, að Michael Worthington, er verið liafði lífið og sálin á þessu litla, en viðkunnanlega heimili, réði þar ríkjum enn; hann mintist þess hve unaðslegt það var, að leita ráða til húsbónda síns meðan hans naut við, og hve óumræðilega ánægju- legt það hefði verið að tala við hann um stúlkuna, seip komið hafði eins og draumur inn í líf hans, og fá hjá honum leiðbeiningar um ]>að hvernig hann gæti sæzt við hana heil- um sáttum. Ef býflugnameistarinn sálaði ætti nú afturkvæmt, þó ekki væri nema rétt um stundarsakir, þá yrði alt öðruvísi um- horfs, að minsta kosti í bráðina! En því var ekki að heilsa; stóllinn stóð auður eftir sem áður; það hafði einungis verið í hálfgerðum órum að Jamie fanst hann sjá silfurlokkað hár býflugnameistarans liðast um stólbrík- ina; hann hefði alveg vafalaust, jafn nærgæt- inn og hann var komist að orði eitthvað á þessa leið: Mollv! Eins og málin horfa við, verður ekki annað séð en þú hafir ekki sagt Jamie mínum allan sannleikann, eða breytt í öllu réttilega gagnvart honum. En maður, sem þekkir þig eins vel og eg geri, efast ekki um að þér hafi gengið gott eitt til, og að þú munir nú fús til þess að skýra hreinskilnis- lega og afdráttarlaust frá því hvernig í öllu Hggur, livað það einkum og sérílagi var, er til ’Tundvallar lá fyrir breytni þinni. Fréttaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Harding Davis (Sv. O. þýddi) Kafteinninn snéri sér að einum manpa sinna og sagði eitthvað við hann, svo leit hann aftur spyrjandi á Gordon, lyfti bókinni upp að nefinu og tók að lesa í stiltum, föstum róm. Maðurinn, sem kafteinninn talaði til, gaf skip. anir liálf liátt og tveir af dátunum gengu fram úr röðinni, afhjúpuðu byssustyngi sína, ráku Gordon út úr liringnum, og skildu þar við hann fullan af eldlegum heitingum og gneista- flugi óframkvæmanlegra hugsana. Honum hefði líkað að mega hlaupa til baka og brjóta , glerauguu á hinu sólbrenda nefi kafteinsins, en liann sá það í hendi sér, að það mundi leiða til þess, að hann yrði skotinn eða gerður að athlægi í augum landsmanna, sem var nærri eins bölvað, svo hann stóð bara kyr með kökk í hálsinum þar til hann loks labbaði þangað er þeir Stedman og konungur voru að hvíslast á. Er liann snéri sér við var einn hinna þýzku manna að draga í flagglínuna og flagg hinnar ])ýzku þjóðar rann upp, blaktandi við hún innan fárra sekúnda. Um leið reistu her- mennirnir byssur sínar á loft og hleyptu af, en fyrirliðarnir drupu höfðum og sjómenn- irnir húrruðu. “Sástu og heyrðirðu þetta,” sagði Sted- man við Ollypybus, “þetta alt meinar að þú ert ekki konungur lengur, að ókunnugt fólk af öðrum löndum kemur hér og tekur af þér Iandið, og gerir þegna þína og fólk þitt að þra'lm en rekur þig til fjalla—ef þeir lofa þér að lifa. Ætlarðu aÖ sam]>ykkja þetta? Ætlarðu að líða þetta? Ætlar þú að láta flaggið hanga þar sem það erf” Messemvah og Ollypybus horfðu hvor á annan ráðaleysislega. “Við erum hræddir við þá,” stamaði Ollypybus; “við vitum ekki hvað við ættum að gera eða livað við getum gert.” “Hvað segja þeirf” spurði Gordon. “Þeir segjast ekki vita hvað þeir ættu að gera.” “Eg veit livað eg mundi gera,” orgaði Gordon, “ef eg væri ekki Bandaríkja-konsúll. Eg mundi draga niður drusluna þarna og bora gat á skipið þeirra og' sökkva því.” “Jæja, eg mundi nú samt bíða með það þar til þeir væru farnir, ef eg væri þú. Kaf- teinninn sýnist ekki vera maður, sem lætur að sér liæða,” sagði Stedman með hægð. “En eg skal samt draga hana niður,” grenjaði nú Gordon. ‘ ‘ Eg segi af sér, eins og Travis gerði. Eg er ekki lengur konsúll. Þú getur verið konsúll ef þú vilt. Eg set þig í embættið. Eg ætla mér að komast. hærra,— verða meira. Eg ætla að verða konungur! Segðu þeim báðum—og hann baðaði ilt öllum öngum—að þeirra eina von og huggun sé þar sem eg er; að þeir verði að gera mig að kon- ungi þar til þetta sé útkljáð; að eins verði að hef jast handa strax, og ef þeir séu hrædd- ir, þá sé eg það ekki; en þeir verði að gefa mér völdin; að þeir verði að afsala sér kon- ungdómnum, ríkjum, völdum, öllu og selja mér í hendur. ’ ’ “Meinarðu þettaf” spurði Stedman og náði varla andanum. “Tala eg ekki eins og eg meini þaðf” sagði Gordon og þurkaði svitann af enninu. ‘Ejg get þá verið konsúllinnf” spurði Stedman glaðlega. “Auðvitað! Segðu þeim hvað eg ætla að gera.” Stodman sneri sér að hinum tveimur konungum og bar ört á, er hann var að skýra þeim frá hugmynd Gordons. Fólkið þokaðist na'r, svo það gæti betur heyrt hvað hann var að segja. Einvaldshöfðingjarnir horfðu hvor á ann- an um stund, en svo byrjuðu þeir alt í einu að tala, báðir í senn, með gevsihraða og ó- skapa ákafa, og inn á milli og alstaðar vom ráðherrar beggja að revna að skjóta inn orði, en það gekk ekki greitt.; en samt sem áður tók það tiltölulega stuttan tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að allir voru sammála og vildu ]»að sama. Að því búnu gengu báðir konungamir fram fyrir Gordon og féllu á kné, og létu hann leggja hendur á enni sín, en Stedman tók ofan húfuna. “Þeir samþykkja,” sagði hann, því fyr- ir Albert var þetta alt sem eins konar skrípa- leikur eða bendinga-leikur. “Þeir falla á kné fyrir þér sem konungi. Þeir nefna ])ig ‘Tellaman’ sem þýðir Verndarinn:—Vernd- arinn er ríkistitill þinn. Eg vona þú berir J nafn með rentu; en mér finst þeir hefðu getað kosið einhvern annan, sem meira átti undir sér. ” “Er eg þá áreiðanlega konungur?” spurði Albert eins og utan við sig; “og get eg gert eins og mér sýnist? Gáfu þeir mér ótak- markað valdí Hana-nú, svaraðu-” “Já, en gerðu það ekki,” Ibað Stedman auðmjúklega, ‘ ‘ og mundu að eg er nú Banda- ríkja konsúllinn, og það er hærra embætti en nokkur einvaldur hefir, það hefir þú sjálfur f ullyrt. ’ ’ Albert anzaði þessu engu, en hljóp þvers yfir flötina og báðir Bradleys á eftir lionum. Herskipið hafði lagt á stað út af höfninni meðan á samtalinu stóð við konungana og var nú komið í hvarf með fram eyjunni. “Dragðu upp okkar flagg hjá fallbyss- unni,” orgaði hann til yngri Bradley, “og vertu viðbúinn að lúta því, þegar eg laú þetta detta.” Yngri Bradley hafði alveg gleymt að draga upp Bandaríkjafánann og lúta honum um morguninn í ósköpunum sem á gengu með- an herskipið var á höfninni. Eldri Bradley hafði nú tekið sér stöðu við fallbyssugarm- inn og blés nú undur hægt í tundurpípuna, meðan “Verndarinn” togaði í snærið, sem hélt þýzka flagginu uppi. Svo rykti liann í með báðum höndum, og niður datt klæðið, sem á var málað rautt, hvítt og svart í einni svip- an; og í sama augnabliki sendi yngri Bradley stjörnufánan upp í Himinhvoli/iö; um lelið urraði fallbyssa eldri Bradley eins og lítill bolahundur, og “ Verndarinn” hrópaði húrra! “Því í andskotanum húrrarðu ekki, Sted- man,” liróplaði hann. “'Segiðu fcjlkinu áð húrra alt livað af tekur. Hvaða tegund af Bandaríkjakonsúl ertu eiginlega?” Stedman lyfti upp hendinni hálf letilega, til að gefa taktinn, opnaði munninn,—en hér stanzaði hann, því nú kom hann auga á þýzka herskipið, er kom brunandi til baka. 1 aftur- enda skipsins var hinn feiti, þýzki kafteinn að staulast á fætur með erfiðismunum; hann rak upp liendina og gaf skipanir til manna sinna, eða svo leit það út fyrir. Eyjarskeggj- ar litu á Stedman, af honum á skipið og af því næst á Gordon, sem nú stóð eins og hann væri negldur niður og glápti út á sjóinn. Þeir þurftu ekki að bíða lengi, því í sömu andránni sást hvítur revkur úti á skipinu, })ar næst svo- lítill blossi, svo þung stuna og í land kom svartur bolti, em virtist stikla á öldutoppun- um eins léttilega og flatur steinn, er drengir velja til að fleyta með kerlingar. Hann virt- ist nálgast land ofurrólega—að minsta kosti svo rólega að allir gátu séð að hann stefndi beint á brasshfallbyssuna. í það minsta tóku báðir Bradlevs til fótanna og hlupu alt hvað af tók, og héldu svo áfram að hlaupa eins langt og sást til þeirra. Boltinn hitti fall- byssuna rétt fyrir neðan hlaupið og henti henni í loft upp, splundraði flaggstönginni í ótal bita og lenti að síðustu í tveimur tómum heykofum, er stóðu þar nærlendis. “Guð almáttugur, Gordon!” sagði Stecl- man með grátstaf í kverkunum; ‘ ‘ þeir eru að skjóta ó okkr! ’ ’ Andlit Gordons var alt uppljómað af á- kafa. “Skjóta á okkur!” öskraði liann. A okkur! Geturðu ekki séð? Skilurðu ekki? Hvað erum við? Þeir hafa skotið á Banda- ríkjaflaggið. Geturðu ekki skilið hvað það meinar ? Það meinar stríð! Alheimsstríð! Og eg er að síðustu stríðsfréttaritari! ” Hann hljóp að Stedman og tók svo hranalega í handlegginn á honum að honum lá við að djóða. “Um klukkan þrjú í dag,” sagði liann, ‘vita þeir hvað hefir skeð. Bandaríkjaþjóð- n veit um það á morgun þegar blöðin koma ' , og allur heimurinn mun lesa um það inn- an fárra klukkustunda. Keisarinn mun heyra im það um morgunverðartíma, forsetinn mun síma og biðja um nánar fréttir og liann mun fá þær. Þetta kemur ekki fyrir nema einu inni á mannsæfinni, og við erum þeir einu, sem erum hér viðstaddir.” Stedman veitti þessu masi enga eftirtekt, hann var að horfa á hina hlið skipsins, og vonaðist eftir að sjá þaðan koma annan hvítan reyk, en enginn sást. Skipsbá tarnir voru teknir innbyrðis, svartur reykur kom upp úr reykháfnum, það heyrðist glamur í skipsfest- unum og skipið seig' undurhægt á stað út af höfninni. Sumir landsmanna féllu á kné en aðrir dönsuðu, alt eftir því hvernig þeim fanst bezt við eiga að þakka fyrir lausnina; :i Gordon hristi höfuðið. “Þeir ætla að setja liermenn á land,” sagði hann; kannske ]>eir ætli að lenda þar sem ]»eír lentu áður, eða kannske þeir ætli að miða á okkur úr lengra færi. Þeir munu senda menn á land og skjóta á þorpið, og þeir sem á landi eru munu koma hingað og herja í sambandi við „skothríðina af skipinu; og allir verða teknir fangar eða drepnir. Við erum á miðju leiksviðinu, og um okkur verð- ur rituð saga. ” ‘ ‘ Eg kysi heldur að lesa hana en búa hana til,” sagði Stedman. “Þú hefir komið okkur í bandvitlausar og einskis verðar kringum- stæður og mjög óþægilegar þar ofan í kaupið. Og ekki fyrir neinar ástæður aðrar en þær, að útvega þér hanclrit fvrir blaðið þitt.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.