Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1935 NÚMER 23 Landskjálfti veidur fádæmaslysum í norðurhluta Indlands Ýms þorp jöfnuð við jörðu; helmingur höfuðborgarinnar Quetta í Baluchistan, lagður i auðn. Fimtíu og sex þúsundir manna láta líf sitt í þessum ægil'egu náttúru- hamförum, cn ógrynni sæta örkumlum í margvíslegum myndum. Fjórir tugir manna lír flugher Breta farast, og margt annara af brezkum uppruna. Mynd þessi af landskjálftasvæðinu gefur glögga hugmynd um hina landfræSilegu afstöSu og niyndun berglaga á þrjú hundruS mílna fjalllendi. Þetta er lang ægilegasti landskjálftinn, sem vitjað hefir Indlands þaS sem af er þessari öld. Landskjálftinn geysaSi á föstudaginn þann i. þ. m. og stóS yfir í 60 sekúndur. Or borg og bygð Mr. GuSmundur Fjeldsted, fyrr- um þingmaSur Gimli kjördæmis, var i borginni síSastliSinn þriSjudag. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson tók þátt í kappræSu í lútersku kirkjunni á Girnli á fimtudagskvöldiS í fyrri viku, viS séra Jóhann Bjarnason. Mr. Pétur Pétursson frá Árnesi var staddur í borginni um miSja fyrri viku. Mrs. Thura Jónasson frá Gimli kom til borgarinnar um miSja vik- una sem leiS. Mr. Finnur Markússon frá Árnesi var staddur í borginni í fyrri viku. Mr. John Anderson sveitarráSs- maSur frá St. Andrews hefir dvaliS i borginni nokkra undanfarna daga. Mrs. George Manning (Evelyn) dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. K. Hall, lagSi af staS þann 29. f. m. suSur til Atlanta-borgar í Georgia ríki til fundar viS mann sinn þar sem fram- tíSarheimili þeirra verSur. Mr. og Mrs. J. B. Skaptason skruppu suSur i Minnesota á föstu- daginn í vikunni sem leiS og komu heim aftur um helgina. SiSastliSinn laugardag var gest- kvæmt aS heimili þeirra hjóna, Mr. og Mrs. August Polson, 118 Emily Street hér i borginni. Var þar saman komin öll fjölskylda þeirra hióna. TilefniS var einkum og sér í lagi, aS sú dóttir þeirra, er í mestri fjarlægS býr, Mrs. Jackson frá Vancouver, var þá heima. ViS veiziluborSi, sátu, auk húsráSenda: Mrs. Frank Ward, Erinview, Man., ásamt þrem börnum; Mr. og Mrs. B. Bjarnason, Langruth, ásamt dótt-! ur; Mr. og Mrs. B. M. Paulson, Árborg, ásamt dóttur; Mr. og Mrs. Valdimar Bjarnason, Langruth, á- samt tveim börnum; Mrs. Jackson, Essendale, B.C., og sonur; Mr. og Mrs. Wyatt Polson, Langruth; Mr. og Mrs. Bill Goodman, Winnipeg; Miss Fjóla Polson og Mr. KonráS Polson; Mrs. Jónína Polson og Miss Dorothy Polson, Winnipeg og Miss Florence Polson, bróSurdóttir Mr. A. Polson. ViSstaddur var og Mr. John Anderson frá St. An- drews, bróSir Mrs. A. Polson. VINNUR ISBISTER VERÐLAUN Mr. Stephen Thoráon, f jórSa árs læknanemi viS háskóla Manitoba fylkis, sonur þeirra Mr. og Mrs. John Thorson hér í borginni, hefir hlotiS Isbister verSlaun fyrir frá- bæra hæfileika og ástundun viS nám sitt. Er þessi ungi og efnilegi maS- ur líklegur til mikils frama. ARSLOKAHATIÐ JÓNS BJARNASONAR SKÓLA Sú hátíS var fyrst haldin voriS 1914, og hefir síSan veriS haldin á hverju vori. Þetta var þvi hin tuttugasta og önnur. Þessar há- tíSir hafa ætiS veriS meS nokkrum öSrum hætti en aSrar samkomur meSal íslendinga hér í borg. Tilefni hátíSarinnar er orsök þess. Eins og ávalt hófst þessi hátíS meS stuttri guSræknisathöfn. S'álmur var sunginn, biblíukafli lesinn og bæn flutt. Þessari athöfn stýrSi skólastjóri, séra Rúnólfur Mar- teinsson. AS henni lokinni ávarp- aSi hann samkomuna nokkrum orð- um. ASsókn var ágæt. MeSlimir 11. og 12. bekkjar sátu uppi á söng- palli ásamt kennurum og aSalræSu- manni samkomunnar. KveSjuræSu fyrir hönd nemenda 12. bekkjar flutti Miss Betty McCaw. Var hún sú er flutti kveSjuræSuna í hinum stóra Daniel Mclntyre skóla fyrir ári siSan, er hún útskrifaSist úr 11. bekk. ASra kveSjuræSur flutti Hugh Macfarlane sem erindreki n. bekkjar. Tveir söngflokkar, er Miss Ha.lldórsson stýrir, stúlkna- flokkur og karlmannaflokkur, skemtu meS söng. Miss Halldórson birti nöfn þeirra sigurvegara, er fengu nöfn sín skráS á Arinbjarnar- bikarinn. Þau eru: Thora Gísla- son í 9. bekk, Sybil Robinson og John Bigourdan í 10. bekk, Hugh Macfarlane í 11. bekk og Betty Mc- Caw í 12. bekk. SamkomuræSuna flutti séra B. Theodore Sigurdson, prestur Selkirk-safnaSar. Hann er fyrverandi nemandi skólans og er þaS í fyrsta sinn sem svo hefir staSiS á meS aSal-ræSumann þessar- ar hátíSar. Hann flutti unaSslega og kraftmikla ræSu og auk þess um timabært efni: kristilega mentun. Samkoma þessi var í alla staSi hin ánægjulegasta. MINJASAFN ÞJÓÐRÆKNIS- EÉLAGSINS Á tveimur síSastliSnum þingum ÞjóSræknisfélagsins hefir veriS rætt um mögulegleika aS koma á fót ís- lenzku minjasafni hér í Winnipeg. Allir virSast vera hlyntir hugmynd- inni og hefir stjórnarnefnd ÞjóS- ræknisfélagsins haft þetta mál meS höndum, og er nú vissa fengin fyrir plássi fyrir þetta safn í Auditorium byggingunni þar sem forngripasafn Manitoba er geymt. Einnig má geta þess aS allareiSu er búiS aS gefa nokkra muni i þetta tilvonandi safn, og ef íslendingar bregSast vel viS þessari hugmynd getur þessi ís- lenzka deild orSiS þjóSarbroti voru til sóma og til vakningar um aS halda til haga því, er minnir á land- nám vort hér og flutning frá Is- landi. Oss undirrituSum hefir ver- iS faliS á hendur af stjórnarnefnd ÞjóSræknisfélagsins aS koma þess- ari hugmynd nokkuru lengra áleiS- is á þessu ári, og erum vér því aS leggja þetta fyrir almenning og sjá hverjar undirtektir verSa. ÞaS eru óefaS til margir merkir og þarflegir munir, sem eldri ís- lendingar komu meS sér frá íslandi, og notuSu hér á landnámsárum eSa tóku meS sem minningarvott um ætt. jörSina. Hætt er viS aS margir af þessum munum glatist eftir því sem tímar líSa fram, og er því nauSsyn- legt aS safna þeim á góSan staS til varSveislu frá gleymsku og glötun, og þar sem þeir auka á menningar- gildi þjóSarbrotsins. Viljum vér nú mælast til aS allir þeir, sem unna þessu máli og eiga íslenzka muni, sendi þá til undirritaSra eSa geri þeim aSvart um þá muni, sem þeir hafa og eru viljugir aS láta á þetta minjasafn. Vegna plássleysis er ekki hægt aS taka á móti neinum stórum munum í safniS, enn sem komiS er. Fólki til hægSarauka setjum vér hér nöfn á munum, sem heppilegir eru: öskjur, lýsislampar, dósir, netnálar, önglar og ífærur, askar, eyrnalokkar, skóreimar, nál- ar, kleinujárn, koffur, sykurtangir, rokkar, kambar, spjaldvefnaSur, út- saumur, beislisstengur, hringjur, net, prjónastokkar, týnur, traföskj- ur, rúmfjalir, hornspænir, pontur, silfurmyllur, víravirki, lóSavigtir, sokkabönd, sauSskinnsskór, skott- húfur, snældustólar, hesputré, og ýmsir útskornir munir. Einnig gæti komiS til meS ýms gömul merkileg handrit. Væntanleg nefnd velur hæfa muni fyrir safniS og verSur nafn gefanda sett meS hlutnum. í von um aS þessi tilraun beri til- ætlaSan árangur nú, og geti orSiS% vísir til markverSs minjasafns í Dagsskrá Júbilíþings Kirkjufélagsins FIMTlU ARA AFMÆLI 19. —25. JÚNÍ, 1935 að Mountain, N. Dakota og í Winnipeg AD MOUNTAIN MIÐVIKUDAGINN 19. júní, kl. 8 e. h.—Þingsetningar-guSs. þjónusta meS altarisgöngu. FIMTUDAGINN 20. júní, kl. 9-12 f. h. — Þingfundur; * skýrslur embættismanna og nefnda. fimtudaginN 20. júní, kl. 2 e. h.—Afnurlishátíðarmót, söngur, ræSuhöld, kveSjur. FIMTUDAGINN 20. júní, kl. 8 e. h.—Ungmennamót. FÖSTUDAGINN 21. júní, kl. 9-12—Starfsfundur. / WINNIPEG I FYRSTU LOTERSKU KIRKJU FÖSTUDAGINN 21. júni, kl. 8 e. h.—Stutt guSsþjónusta, Séra N. S. Thorláksson prédikar. Á eftir flytur Dr. B. B. Jónsson fyrirlestur. LAUGARDAGINN 22. júní, kl. 9-12 f. h., starfsfundur; kl. 2-6 e. h. starfsfundur; kl. 8 e. h., enskt hátíSarmót, kveSjur. SUNNUDAGINN 23. júní, kl. n f. h.—Ensk afmælishátíSar- guSsþjónusta, séra K. K. Ólafson prédikar. Kl. 3 e. h.—Mót SameinuSu kvenfélaganna. Kl. 7 e. h.—íslenzk afmælishátíSar-guSsþjónusta, séra Rún_ ólfur Marteinsson prédikar. MáNUDAGINN 24. júní, kl. 9-12 f. h., starfsfundur. Kl. 2 - 6 e. h., starfsfundur. Kl. 8 e. h.—Söngskrá helguS hátíSarhaldinu; söngflokkur Fyrsta lúterska safnaSar, undir stjórn hr. Páls Bardal. ÞRIÐJUDAGINN 25. júní, kl. 9- 12 f. h., starfsfundur. Kl. 2 - 6 e. h., starfsfundur. K1 8 e. h., íslenzkt mót. HátíSarloþ. K. K. ÓLAFSON, forseti. framtíSinni. Dr. Agúst Blöndal, 806 Victor St. B. E. Johnson, 1016 Dominion St. Tvö skáld heiðruð með samsæti Á fimtudagskvöldiS þann 30. f. m., heiSraSi Fjalla- (Mountain) skáldiS K. N. Winnipeg íslendinga meS nærveru sinni á all-f jölmennu samsæti í Goodtemplarahúsinu. ÞjóSræknisfélagiS átti frumkvæSi aS mannfagnaSinum. J. J. Bíldfell hafSi meS höndum stjórn samkom- unnar. RæSur fluttu Dr. Rögn- valdur Pétursson, Soffonías Thor- kelsson, FriSrik Sveinsson og séra Rúnólfur Marteinsson, auk þess sem skáldiS skemti meS pirýSilegu á- varpi og eftirminnilegum ljóSa- lestri. K. N. er margfalt merki- legra skáld en margir hafa ætlaS; hann er á sína vísu, reglulegt met- fé í íslenzkri ljóSagerS. Frú Jakobína Johnson, skáldkona, kom til borgarinnar á þriSjudaginn á leiS til íslands sem gestur ís- lenzku þjóSarinnar. Samkoma til heiSurs viS frúna var haldin í Fyrstu lútersku kirkju um kvöldiS, aS til- stuSlan íslenzkra kvenfélaga. Mrs. W. J. Lindal skipaSi forsæti. Mrs. Ragnar Gíslason söng einsöng; Miss Snjólaug SigurSsson lék á slag- hörpu, en Mr. Gordon McLean á fiSlu. Mrs. J. B. Skaptason ávarp- aSi frú Jakobínu og afhentii henni minningargjöf. Skemtiskráin sjálf var í rauninni frú Jakobína; las hún upp allmargt af frumsömdum IjóSum sínum meS slíku listfengi og innileik, aS kvæSin “læstu sig gegn- um líf og sál, eins og ljósiS i gegn- um myrkur.”— Frú Jakobína kom barn aS aldri til þessa lands. Er ánægjulegt, aS henni skuli nú veitast þess kostur, aS sjá heimfarardrauma sína ræt- ast. Líklega hugsar hún um þessar mundir eitthvaS á sömu leiS og Stephan G.: “Eg læt í haf aS heiman, því heim eg komast vil. MeS föSurland framundan, viS fósturland skil.” Frú Jakobína lagSi af staS austur á leiS á miSvikudagskvöldiS. HERMANN JULIAN JOHNSON, M. Sc. ViS nýafstaSin háskólapróf í Manitoba, hlaut þessi frækni náms- maSur Master of Science gráSuna. Eins og kunnugt er hlaut hann, Í933 “War Memorial Over Seas Scholarship” þaS, sem veitt er ár- lega af félagsskapnum Independent Order Daughters of the Empire. Foreldrar Hermanns eru þau Mr. og Mrs. Árni Johnson aS 627 Agnes Street hér i borginni. Til leiðbeiningar Allir söfnuSir lút. kirkjufélags- ins eru vinsamlegast beSnir aS til- kynna Mr. J. J. Myres, Crystal, N. Dak., sem allra fyrst um þá erind- reka, sem kosnir eru til aS mæta á kirkjuþinginu, sem byrjar á Moun- tain miSvikudag 19. júní kl. 8. Einnig eru allir gestir, sem hyggjast aS sækja þann hluta þingsins, sem fram fer á Mountain, beSnir aS senda hinum sama tilkynning um komu sína, einkum ef þeir hafa ekki til kunningja aS hverfa hér. Móttökunefndin hefir ákveSiS aS sjá eins mörgum gestum og hún mögulega getur fyrir gistingu meS- an þingiS stendur hér, auk þess sem hún aS sjálfsögSu sér um alla em- bættismenn og erindreka þingsins. GuSsþjónustan hér á Mountain, 19. júní, byrjar kl. 8 e. h. í tilefni af því eru allir embættismenn, er- indrekar og gestir þingsins beSnir aS vera komnir til Mountain ekki seinna en 5.30 e. h. þann dag. Eiga þá allir aS koma aS samkomuhúsi bæjarins (A.O.U.W. Hall). Þar verSur móttökunefndin til staSar, til aS tilkynna fólki um gististaSi. Og á gististöSvunum verSur einn- ig veittur morgunverSur, en öSrum máltíSum í sambandi viS þingiS er ráSstafaS sem fylgir: 1. KveldverSur á miSvikudags- , kveldiS 19. júní kl. 6 e. h., veittur af kvenfélaginu á Mountain í A.O. U.W. Hall. 2. MiSdagsverSur kl. 12 á há- degi fimtudaginn 20. júní veittur af kvenfélagi GarSar-safnaSar í sam- komuhúsinu á GarSar. Þeim, sem ekki hafa bíla séS fyrir keyrslu. 3. KveldverSur fimtudaginn 20. júní, veittur af nokkrum kvenfélög. um bygSarinnar frá kl. 5—7 viS A.O.U.W. Hall, Mountain, í lok samkomunnar, sem þar verSur haldin eftir hádegiS. 4. MiSdagsverSur föstudaginn 21. júni kl. 12 á hádegi stundvís- lega, veittur af kvenfélagi Vídalíns- safnaSar í Akra Hall, Akra, N.D. VerSur þá þingheimur kominn af staS til Winnipeg, og staSnæmist þar til aS njóta miSdágsverSar og held- ur svo ferSinni áfram. . Þess má geta aS á vellinum fyrir utan samkonfuhúsiS verSa svlala- drykkir “ice cream”, lunches o. s. frv. til sölu á fimtudaginn eftir nón. Til leiSbeiningar ferSafólki má geta þess aS hvort sem menn koma aS austan (frá Winnipeg eSa þar úr grend) eSa vestan (frá Argyle og Sask.), þurfa allir aS komast á State Highway No. 5, og þeir, sem aS austan koma keyra eftir þeirri braut vestur aS No. 32 og keyra svo eftir No. 32 til Mountain. Þeir sem koma aS vestan keyra eftir brautinni No. 5, þar til þeir koma austur aS No. 32 og keyra svo á þeirri braut suSur til Mountain. H. S. Eg þrái hvíld Rg iþrái livíld, en hvar er hana aÖ finna, Þess hefi eg oft á liðnum árum spurt: Og þetta er svarið vildar vina minna, Þú verður þá að leita eitthvað burt. Svo spvr eg heiminn, hvert á þá að fara, Því hefir enginn komið til að svara. # # # Einn eg sit og út í myrkrið stari, Þvf æfistarfi mínu virðist lokið; Lífið blaktir líkt og blys á skari, Af lífsins tré er æsku brumið fokið. Svo hver og ein, sem hefir þar að unnið, Nú hvíli sig, því út er skeiðið runnið. Því þeirra vegna vanst mér létt, að skrifa Og vegna þeirra hefi eg ljóð mín kveðið. Og þeirra vegna vildi eg reyna að lifa, Og vegna þeirra hefi eg dauðans beðið; Og hnuggin tárast einhver yngismeyja Ef eg skvldi lifa það að deyja. ---- K. N.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.