Lögberg - 06.06.1935, Síða 6

Lögberg - 06.06.1935, Síða 6
LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH 1. Kapítuli. Langt inni í Sankti Maríu skóginum milli Patuxent og Wicomico ánna, liggur hið forna Luckenough óðal. Sögur þær, er í nágrenninu gengu og bor- ist höfðu frá manni til manns, lýstu óSalinu og uppruna nafns þess í stuttu máli á þessa leið: Hinn fyrsti eigandi óðalsins var Alex- ander Kalouga, 'pólskur stóreignamaður og nafnkunnur herforingi, er verið hafði í þjón- ustu Cecilíusar baróns af Baltimore. Maður þessi hafði, áSur en hann aS lokum fluttist til New York, upplifað mörg undursamleg æfin- týri, og það margfalt viSburðaríkari og auð- ugri aS töfrum, en viðgekst á )>eirri róman- tísku öld, er hann var uppi á. Um hann var þaS sagt, að hann hefði fæddur verið í einum heimsfjór'Sungnum, mentaður í öðrum, lagst í víking í hinum þriðja en verið grafinn í þeim fjórða. í æsku var hann bæði vinur og læri- sveinn Guv Fawkes; hann hafði verið viðriS- inn púðursamsærið svokallaða, flúiS til land- eigna Spánverja í Ameríku, síðar gerst her- maður og barist hvar helzt sem svo t>auð við að horfa. Hetjulaunin voru ekki úvalt greidd í fríðu; slys hans og dáðaverk héldust nokk- urn veginn í hendur og fór hann ekki dult með það hve óhepnin tíSum hefði leikið sig grátt. ÞaS hafði tæplegast svo verið nokk- ursstaðar 'háður hildarleikur í Bvrópu, að hann hefði ekki verið þar með sverð á lofti. 0n svo þegar öll kurl komu til grafar, þá var hann engu auðugri en í upphafi að öðru leyti en því, .sem örin voru dýpri og fleiri, hetju- ljóminn margfaldaður í viSbót viS þaS, að hann hafSi ejgnast konu og son. Á þessu stigi æfinnar var það, að hann fyrst hitti Leonard Calvert og fór með honum til Maryland, og þar var það sem honum féll hiS fyrgreinda óðal í skaut. ÞaS fylgir sögunni, að í fyrsta skiftið, sem hinn nýi lávarður leit yfir land- eign sína, hafi hann orðið svo þrumulostinn af undrun yfir auðæfum sínum og tign, að hann hafi langa lengi ekki komið upp einu einasta orði, en um andlit hans, þó verður barið væri og rist djúpum rúnum frá mörgum gömlum svaðilförum, hafi brugSið slíkum ljóma, að ólýsanlegt sé. Þess er getið, að við- staddur vinur hafi klappað á öxl honum og spurt hann á þessa leið: ‘ ‘ Jæja, félagi! Kall- arðu þetta ekki lán?M “Jú, vinur minn,” svaraði nýi lávarður- inn. ‘ ‘ Þetta ætti að nægja. ’ ’ Töluvert mismunandi skilningur hefir lagður verið í þetta stutta en éinfalda svar lá- varðarins. Ýmsir hafa haldið því fram, að Lukkinnuff væri hið upprunalega Indíána- nafn á staðnum: aðrir sýndust þeirrar skoð- unar, að Alexander Kalouga hefði gefið óðal- inu nafn eftir þorpinu Loekenoff, þar sem kona hans, María .Zelenski var fædd; 'hinn tryggi förunautur hans, er þolað hafSi með honum súrt og sætt á ferðavolki hans og hrakningum um ókunn höf, og verið fyrsta húsfrú á aðalssetrinu. En sumir gátu þess til, að þessi þakkláta bardaghetja hefði einungis haft fyrir augum þá gæfu, sem að lokum hafði orðið hlutskifti hans og látiS hana í ljós með eftirgreindum orðum: “Já, þetta er meira lán en mig nokkru sinni hafði drevmt um, og meira en borgar fyrir alla mína hrakninga og allar mínar svaðilfarir á liðnum árum. ” En hvernig svo sem öllu þessu er farið, þá er víst, að frá ómuna tíð hefir setrið veriS kallað Luckenough. ÞaS var árið 1814, er Commodore Nicko- las Waugh, tók eign þessa í arf eftir móSur sína, er verið hafSi einka-erfingi Peters Kal- ouga. Maður þessi hafði auðsjáanlega líkst meira í föður- en móðurkyn; skapgerð hans bar ljósan vrntt um hina harSgeðja og hraustu Montgomery ætt. Þegar Nicholas var tólf ára að aldri misti hann föður sinn. Þegar hann \rar fimtán ára, var hann búinn að fá sig fullsaddan af hinu tilbreytingarlausa og fáskrúðuga lífi á Luckenough; eina tilbreyt- ingin var skólalífið, ef það þá mátti kallast því nafni. Ári seinna gerði Nickolas beina upp- reisn gegn hinum gildandi venjum heima fyrir, strauk til Baltimore og komst á vöru- skip sem vikadrengur. ÞaS leið ekki á löngu áður en Nickolas Waugh kæmist í hin og þessi eftirminnileg æfintýri; ýmist sem háseti á vöruskipum eða í þjónustu sjóræningja. LifSi hann tímum saman tryllingslegu villimannalífi þar sem ein syndin bauð annari heim. En svo þegar uppreisnin mikla hófst, gekk hann í þjónustu Paul Jones, ameríska sækonungsins mikla, og | tók þá brátt að koma í ljós það bezta, sem í manninn var spunniS; hann leysti af hendi eitt hreystiverkið öðru meira, lilaut kafteins nafnbót í hinum nýstofnaða flota, og fékk að lokum lausn í náð; stríðið hafði mótað á hann innsigli sitt á fleiri en einn hátt; hann hafði fengið kúlu á milli herSablaSanna og þar sat hún föst enn; ofan á hvirflinum hafði hauskúpan verið spengd saman með silfur- vír; frá gagnauganu hægra megin, þvert yfir andlitiS og út á vinstri kinn, var djúpur skurður, sem litlar líkur voru til ab árin mundu fá fylt upp eða sléttað yfir. Menn geta augljóslega gert sér í hugar- lund af þessari fáorðu lýsingu hve aðgengi- leg-ur og töfrandi hann hafi verið. En hvað sem því leið, var útlit hans því ekki til fyrir- stöðu, að hann gengi Henriettu Kalouga í augu og giftist henni; hún hafði hvort sem var beðið eftir honum árum saman. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, og eftir því sem árin færðust yfir þau, óx for- vitni nágranna og vina um það, hver verða mundi óðalsins aðnjótandi að þeim látnum. Fjarskylda ættingja skorti ekki, og voru þeir flestir í fátæklinga tölu. Þar kom þó að, er óvissunni í þessu efni vrði þeytt út í veSur og vind, eSa hulunni svift frá; umkomulaus, kornung frænka hans, er komið hafSi verið fyrir á barnahæli eftir hún misti foreldra sína, varð fyrir valinu; hún var vndisleg stúlka, Edith Lance að nafni og hafSi notið tilsaguar í einni hinni ágætustu mentastofnun sunnlendis. Þegar Edith var seytján ára, kom hún til Luckenough af skólanum og var samstund- is viðurkend sem kjördóttir og löglegur erf- ingi hins tigna frænda síns. Edith var fremur veikluleg stúlka, ófram- færin og dreymandi; átti þaS vafalaust að nokkru rót sína að rekja til þeirrar djúpu sorgar, er hún varð fyrir svo að segja í bernsku; hún sýndist njóta sín margfalt bet- ur í lundum hins friðsæla Sankti Maríu skóg- ar, eSa þá í hinni einmanalegu íbúð sinni en innan um ys þann hinn margvíslega, er félags- líf nágrennisins hafði upp á að bjóða. En svo þegar til þess kom, að hún af óumflv^an- legum ástæðum tók að gefa sig við samkvæm- islífinu, þá var sem hún hefði friðandi töfra- vald yfir öllum og öllu. Á bak við feimnis- lega og dreymandi framkomu hennar, lá dul- inn hetjumáttur, er ekki þurfti nema lítillega að rumska \riS til þess að stórra átaka yrði vart. Þessi aðlaðandi, unga stúlka, hafði ekki verið nema ár heima þegar ófriurinn mikli frá 1812 braut út. Það stóð ekki fremur á Maryland í þetta sinn en endrarnær, að koma til liðs við þjóð- ina þegar mikið var í húfi. Allir vopnfærir menn voru svo að segja í vetfangi búnir til atlögu og höfðu skipast í fylkingar að því er stjórninni þótti hentast,. Sv'o mátti heita að stór svæði í Mary- land stæði uppi með öllu varnarlaus; vopn- færir menn voru farnir til herstöSva, en býli og akrar eftirskilin í umsjá kvenna, gamal- menna og ibarna. 0g þó ekki væri nema til- tölulega skamt til orustuvalla, þá trúði þetta blessað fólk því í hjartans einlægni að þaS vræri örugt um sinn hag; að ekki gæti undir nokkrum kringumstæðum til þess komið að heiftaræði tryllingslegra manndrápa fengi nokkru sinni teygt tortímingar hrammana inn á hin friðsælu heimili þess. En þess var ekki lengi að bíða að örygg- iskendin vraknaði við vondan draum. Brezki flotinn meS Sir A. Cockburn í fararbroddi, var kominn alla leið til Chesapeake, og áður en minst varði, höfðu hinar kyrlátu og vin- gjarnlegu strendur við flóann, breyst í sjón- arvotta að einum þeim ægilegasta hrikaleik, er hersagan getum um að fornu og nýju. Hafi þaS verið einn öðrum fremur, er óttast var í þessari viðurstyggilegu morð- ingja og stigamanna fylkingu, var það að sjálfsögðu hinn ósvífni og blóðþyrsti Thorg, er seldi og veiddi konur og börn, og í rauninni mátti teljast ægri handar maður Cockburns aðmíráls. Bærist honum til eyrna hvar niður væri komin falleg, varnarlaus kona, var hann óðara kominn á vettvang og létti eigi för fyr en hann hafði klófest hana og fórnað sem bráS á altari ljónsins—húsbónda síns. Það var enginn smáræðis hópur, saklausra, ungra kvenna, er þetta villidýr í mannsmynd, hafði spent hrömmum. Strandlengjan milli Patuxent og Wicom- ico ánna, virtist í sjálfu sér ekki hafa neitt það sérstakt til brunns að bera er öðru frem- uh hlyti að lokka til sín óvinaher, og það gerðu ámar sjálfar ekki heldur, að því leyti til sem ástæðulaust var að ætla, að menn eins og Oockburn aðmíráll myndi láta þær vaxa sér í augum. FólkiS þóttist því nokkurn veginn hult um sinn hag eða treysti ímynduðu öryggi, er einangruninni hlyti að vera samfara. Einn dagurinn leið af öðrum án þess að nokkuð sögulegt bæri til tíðinda, þó ömurlegt væri um. horfs í hvaða átt sem litið var. BúSirnar í nærliggjandi þorpum ráku viSskifti meS svipuðu sniði og áður, að öðru leyti en því, að það voru mestmegnis konur og unglingspilt- ar, er um afgreiðslu önnuðust. Nemendur sóttu skóla sína eins og að undanförnu, auk þess sem þeir stofnðu í frítímum sínum frá námi smæddar útgáfu af herdeildum. Flestir fullvraxnir menn voru á vígstöðvunum og þessvegna voru það aS heita mátti einvörð- ungu konuf, er um búin önnuðust. Engan hafði órað fyrir að hætta vofði yfir Sankti Maríu skógi og umhverfi. ÞaS er ekki alt af lengi að breytast veð- ur í lofti, segir gamla máltækið. Fólkið á svæðum þessum vaknaði viS vondan draum, eða réttara sagt ægilega staðreynd, að morgni þess steyjánda ágúst. Herdeild sú, er að- míráll Cockburn hafði persónulega umsjá með, sá maðurinn, er öllum stóS ótti af, var kominn inn úr mynni Patuxent árinnar á liraðsiglingu til Benedict bæjar. Var þar þá svo ástatt, eins og þegar hefir verið getið, að til varnar heima fyrir vrar ekki annað en gamalmenni, konur, börn og Negrar. Óvið- ráðanleg skelfing greip íbúana; róleg yfir- vregun komst hvergi að; flótti, tafarlaus flótti, var það eina, er þeim bugkvæmdist. Konum og börnum var hrúgað upp í vagna og Negr- um beitt fyrir; peningum og öðru fémæti vaf- ið innan í pynkla og síSan iagt af stað í af- skapa ofboði í áttina til Prince George, Mont- gomery eða annara staða lengra inn í landi. Bændabýlin á stöðvum þessum, með örfáum undantekningum, voru í eyði, og myrkur hvíldi yfir djúpinu. Um sólaruppkomu var heldur en ekki handagangnr í öskjunni á Luckenough óðal- inu. Á flötinni framan við höllina ægði öllu saman; flutningsvögnum, hestum, múldýrum, kúm, uxuta, svín'um, aLífuglum, vistaskrín- um, tunnum og þjónustufólki með pjönkur og pynkla; allt var á hendingskasti, því mest reiS á að komast af stað sem fyrst og ná ör- yggi á bústað Waugh’s í Montgomery sveit- inni, áSur en ránsmenn kæmi til Luckenough. Edith var fenginn góður reiðhestur, og í fylgd með henni var gamla þernan, Jenny, ásamt Oliver gamla elskhuga sínum. Þau Waugh hjónin stigu upp í fjölskyldu vagninn, er var í rauninni ekki stærri en það, að þau tóku upp mest plássið. Þó höfðu þau sinn eiginn ökumann. Hópurinn lagði allur af stað í einu. Fjöl- skyldan komst þó brátt vitund á undan, eins og viðeigandi mun hafa þótt. Eftir þriggja mílna ferð um skóginn, tók við hæðótt land; lá vegurinn um það í ótal bugðum. Og þar var það sem leiðir skildust meS fjölskyldunni. Því hafði áður vrerið ráðstafað, að með tilliti til þess hve Bdith var veikbygð, skyldi hún ekki fara lengra í áfanga en til Hay Hill, búgarðs, er Col. Fairlie átti og lá á takmörk- um Cliarles sveitarr. Fanney, dóttir Col. Fairlie, er nú var nýverið gift, hafði verið í skóla með Edith og með þeim tekist góð vin- átta. X Þegar Waugh kvaddi frænku sína, bað hann hana færa ýms skilaboð Col. Fairlie, Fanny og manni hennar, auk þess sem hann brýndi fyrir henni hverskonar varfærni; meðal annars j>aS, að fara ekki í útreiðartúra án þess aS fylgdarmenn, sem vel mætti treysta, vræri með. Svo kallaði hann fyrir sig tvo Negra og fól þeim á hendur að koma Edith heilu og höldnu til Hay Hill. AS því búnu skvldi þeir hverfa til Luckenough, koma höllinni í röð og reglu og taka til handar- gagns þá lduti, er við hefði verið skilið í ó- reiSu, ef hið brezka árásarlið hefði þá ekki numið ]>á á brott eða komið þeim fyrir kattar- nef. En hvað svo sem um það væri, þá gæti }>eir að minsta kosti skotiS slagbröndum fyr- ir dyrnar, ef húsið væri ekki jafnað við jörðu; það gæti tæpast komið til mála að ó- vinirnir réðust á tvo umkomulausa Negra ræfla; um það kvaðst Waugh vera alveg hár- viss. Að því búnu gerði hann fvrirskipanir um það að leggja af stað og beygja inn á jijóðveginn í áttina til Prince George og Montgomery sveita. Negra veslingarnir sáu ekki öldungis auga til auga við húsbónda sinn, að því er því viðkom að hverfa á ný til Luckenough og gefa sig þar varnarlausa óvinunum á vald, þó árangurslaust vræri aS vísu að makla í móinn; þeir höfðu tekist það á herðar og lagt dreng- skap sinn við, að koma Edith heilu og höldnu til Charles sveitar og skilja hana eftir hjá I1anney. Vegur sá, er þeir j>ræddu, lá í vest- ur. Fram með honum til beggja hliða var aðdáanlegt um aS litast. Silfurtær lækur lið- aðist um skógarjaðarinn, og vöktu þar marg- víslega litir fiskar. Edith reið ofurhægt eftir troSningunum upp með læknum; hún var eins og í leiðslu; loftið hljómaði af fuglasöng, en innan um ómana blönduðust sviftiblik af því ýmsu, er hún hafði verið aS lesa upp á síð- kastið. Dordingullinn Eftir Carl Schuler. Um morguninn varS náðug frúin fyrir mjög leiðinlegu atviki, sem kom hinu alkunna jafnaðargeði hennar úr skorðum. Hún sá dordingul! Dordingull að morgni þýSir angur að k\röldi. Raunar vreit náðug frúin, að maður á ekki að vera hjátrúarfullur. En maður er svo margt, sem maður á ekki aS vera. Og karlmennirnir! Þeir gera óspart gys að allri trú á fyrirburði sem þenna. Eli j)að er einungis vegna þeirrar venju þeirra, að gera gys að öllu, sem þeir ekki skilja. Og hvrað eiginlega skilja þeir? Þetta skeði iþegar náSug frúin sat að morgunverði. Fyrir framan hana á borðinu glóði á skrautleg postulínsílát og silfurker, og yfir þessu öllu angaði ilmur af hunangi, .súkkulaSi og nýbökuðu brauSi. Einmitt þeg- ar náðug frúin ætlaði að fara aS neyta kræs- inganna, vrarS henni litið á vegginn andspænis sér — og — ó! hvílík skelfing! Þama í horn- inu va’* dordingull að sprikia í j)ræði sínum. NáSugri frúnni varð órótt og hún sat um sfund hrevfingarlaus, lo«tin skeBingu. En sem betur fór ?,fóð þettfi ekki lengi. Frúin náði sér furðu fljótt og hrópaði há- stöfum á hjálp. Eldhússl úlkan og þernan heyrðu báðar jafnsnemma angistaróp náð- ugrar frúarinnar og komu báðar hlaupandi sem mest þær máttu. Eldhússtiilkan hafði ausu mikla að vopni, en þernan sóp. i fyrsta áhlaupi þeirra féll dýrmætur kínverskur postulínsvasi á gólfið og brotnaði. En raun- ar var það nú misskilningnr hjá náSugri frúnni, því hvorki eldhússtúlkan né þernan höfðu komið nálægt lionum—eftir j>ví sem þær báðar sóru og sárt við lögðu. Nei, það vrar áreiðanlegt, vasinn hafði tekið það upp hjá sjálfum sér að detta. Líklega hefir hann orSið svona hræddur við dordingulinn. En hvað svo sem þessu líður, þá vann eldabuskan von bráðar á dordinglinum meS ausunni, og fór síðan sigri hrósandi fram í eldhús, en þernan stumraði yfir frúnni, þar til mesta skelfingin var um garð gengin. Allan daginn var náðug frúin miSur sín af tilhugsuninni um yfirvofandi skelfingar- atburði. Og loks kl. 5 um daginn skall reiðarslag- ið yfir. Og auðvitað vaf það ein af vinkon- um hennar, sem átti sökina. Þessi vinkona hennar var nýbúin að dvelja f jórar vikur í París, og var nú að heim- sækja kunningjana og segja fréttirnar. Á þessum fjórum vikum hafði hún ruglast mjög í móðurmálinu, og talaSi nú lítt skiljanlegan frönskublending. AuSvitaS talaði hún ekki um annað en Parísar-tízku. Og það leyfði hún sér að fullyrða, að hér á landi kynni ekki ein einasta kona að klæða sig svo að sóma- samlegt gæti talist. En alt í einu einblíndi hún á náðuga frúna, fórnaði höndunum og hrópaði: —Mais, mon dieu, chére amie, hvað sé eg þú ert áreiðanlega að fitna! Og það er ekki moderne! Hana nú! Ejkki stóð á því! Máske ein- hver vilji nú koma og segja, að ekki sé að marka fyrirburði? Voru ekki ósköpin skollin yfir ? Ó, hvílík óhamingja! < Hún var að tapa hinum fagra vexti sín- um. ÞaS er hægt, að tapa veskinu, vasaklútn- um, regnhlíðinni og mörgu öðru—já, öllu er hægt að tapa. Efn flest af ]>ví er hægt að veita sér aftur. En vöxturinn! Ef hann aflagast, þá er alvara á ferðum. Engin kona getur með rólegu geði hugsað til þess að fitna, þegar tízkan heimtar grannan vöxt. Og hvað er hægt að gera þegar svo er komið? Næstu vikurnar var það þessi spurning, sem fylti hug frúarinnar allan. Hver einasta vinkona var spurð ráða. Hin fyrsta ráðlagði þröngt lífstykki, en sú næsta kvað það ekki ráðlegt, því slíkt gerði nefbroddinn rauðan. Sú þriðja ráSlagði öl- kelduvatn, en sú fjórða var eindregin á móti }>ví. —Hver sem drekkur ölkelduvatn, verður gráleitur á hörund, sagSi hún, og það vildi náðug frúin ekki verða. Fimta vinkonan ráSlagði henni að drekka súrmjólk, en sú sjötta sagðn náðugri frúnni, að með þeirri aðferS yri hún bara enn þá feitari. Náðug frúin var alveg ráðalaus. En ]>á kom sjöunda vinkonan til sögunn- ar. —Ef þn vilt leggja af, þá skalt þú ganga mikið úti. Framh.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.