Lögberg - 06.06.1935, Qupperneq 7
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ, 1935.
7
Benedikt S. Benson
“Nú fækkar þeim óÖum er fremstir stóðu,-’ segir skáldiÖ
íslenzka er hann hugsar til forvígismanna eldri kynslóÖarinn-
ar meÖ þjóÖ sinni. Einnig hér, í veÖurblíÖunni og hinu fagra
náttúruumhverfi Kyrrahafsstrandarinnar "fækkar þeim óÖum,”
landnemunum íslenzku. Sigö dauðans hefir veriÖ tiðhögg og
stórtæk í hinu litla íslenzka mannfélagi voru í Blaine undan-
farna mánuði. Einn þeirra manna á meÖal vor, sem saknað
verður fyrir manndómssakir, er Benedikt Sveinbjörn Benson,
sá ér að ofan greinir. Benedikt var fæddur að Hnausakoti í
Húnavatnssýslu föstudaginn 16. tnarz i86o. Foreldrar hans
voru þau Guðmundur Benediktsson, læknis að Hnausakoti, og
RagnheiÖur Eggertsdóttir frá Mýri í sömu sýslu. Hann ólst
upp hjá foreldrum sínum að Stóra-Hvarfi í Miðfirði, og flutt-
ist með þeim vestur um haf árið 1883, þá 23 ára gamall. Eor-
eldrar hans dóu bæði hér vestra.
Skömmu eftir komu sína vestur tók Benedikt að sér ekkj-
una Helgu Maríu Guðmundsdóttur frá Valdalæk í Vatnsnesi.
HafÖi hún komið vestur utn haf um sama leyti og Benedikt-
sons fólkið, með þrjú börn í ótnegð. Þau María og Benedikt
dvöldu á ýmsum stöðum hér vestra: Winnipeg, Wabasha,
Minn,; Pine Valley, Man.; Stilhvater, Minn. og nú síðastliðin
átján ár i Blaine.
Auk ekkjunnar, sem um fjörutíu ára skeið gekk Benedikt
við hlið í margvíslegum kjörum, og mætti ásamt honum, frum-
býlingskjörum ýmsra sveita, með ráðdeild og dugnaði, og reynd-
ist honum ávalt hinn tryggasti förujnautur, er hans sárt saknað
af fimm dætrum þeirra. Eru þær þessar: Jóhannesa, Mrs. W.
G. Hughes, Vancouver, B.C.; Dorothy, Mrs. Collet|e, búsett i
Minnesota ; Sigurrós, Mrs. Jenson, Calgary, Alberta; Ingibjörg,
Mrs. Seidel, einnig búsett í Calgary; og Amelía, Mrs. J. A. Mc-
Comber, Vancouver, B.C. Einnig má telja seytján barnabörn,
og fimm barna-barna börn.
Margt var vel um Benedikt Benson, bæði til líkama og
sálar. Hann var nxaður rammefldur, og naut góðrar heilsu alla
æfi. Hann var og mikill eljumaður, smiður allgóður og fram-
kvæmdasamur til allra verlca. Lífið var honum fyrst og fremst
starf. Hann var að eðlisfari vel greindur, laglega hagmæltur,
en notaði 'þá gáfu vel. Hann var, að þvi er virtist, sannkallað
íslenzkt náttúrubarn. Mynd Fjallkonunnar var djúpum drátt-
um skorin, bæði á líkama hans og sál. Að ytra útliti var hann
fremur stórskorinn og sviphreinn, eins og náttúruumhverfið,
sem hann ólst upp við, en hann átti sér eldheita skapgerð. Sem
drengur drakk hann í sig hið tæra og heilnæma andrúmsloft í
háfjallafaðmi sveitar sinnar. Þar gekk hann á háskóla hins
íslenzka sveita pilts, þar sem aðalnámsgreinarnar voru heiðvirði
og drenglyndi. Hið frjálsa og hrikalega umhverfi æskuáranna
og hinn fyrsti skóli lífsreynslunnar mótuðu framkomu hans og
lundarlag æ síðar. Hann var maður strangheiðarlegur í öllum
viðskiftum, vildi engum manni skulda, og helzt ekki vera upp
á neinn kominn með eitt eða annað. Þó var hann góður félags-
maður, ríflegur í framlögum, stuðningsmaður kirkju og kristin-
dómsmála, yfirleitt hjálpsamur og góður nágranni. Að hann
var maður góðhjartaður og tilfinninganæmur sézt ekki hvað
sízt á þvi hve mikill dýravinur hann var; mun honum hafa verið
innrætt á unga aldri nærgætni við skepnur.
Benedikts verður sárt saknað hér í sveit; hans verður sakn-
að sem samverkamanns í lúterska söfnuðinum sem hann þjón-
aði um hríð i djáknastöðu; hans verður saknað sem nágranna
og vinar.
Hann dó að heimili sínu í Blaine, fimtudaginn 4. apríl 1935.
Banameinið var hjartabilun. Hafði hann náð rúmlega 75 ára
aldri er hann lézt.
Jarðarför, með húskveðju, að íslenzkum sið, fór fram frá
heimili hins látna og kirkju, miðvikudaginn 10. apríl s. 1. að
viðstöddu miklu fjölmenni af ýmsum þjóðflokkum. Sóknar-
presturinn, séra Valdimar J. Eylands flutti kveðjuorðin síðustu,
og jós hinn framliðna moldum.
V. J. E.
Þorsteinn Þorsteinsson
Fyrir mörg ár starfsmaður fyrir
C.P.R.; lifir nú á eftirlaunum frá
félaginu,
Mottó:
“Aldrei mér í augum vex
erfiðis á þingum,
að mæta jafnvel meira en sex
montnum Englendingum.”
Einn eg vissi ungan mann
Islands kveðja strendur;
sterka þrá til frelsis fann
sem feður vorir endur.
Canadiska gekk á grund,
greindi vegu nýja.
Sterka har í brjósti lund,
huri forna día?
I
Orku að beita vanur var,
værð því undi miður;
sótti um starf hjá C.P.R.
svinnur tunnu-smiður.
Langir dagar — launin smá —
leiðin þung að tifa—
atvikin til frægða fá—
flestir þannig lifa.
Eitt var þó sem olli frægð
ungum Snælands syni:
Trúlynd sál og góðleiks gnægð
gat sér trygga vini.
Iðjusemi og elja stór
æ var kennimerki.
Hvar sem var. og hvert sem fór,
hann var “Landinn sterki.”
Þá hann sat í sinni-spekt
við sumbl með fornum vinum,
mælti hann satt og sannanlegt
um samstarfið með hinum.
Hann , sem íslenzkt eðli bar,
ei fór sannleik kringum.
Sagði hann margar sögurnar
af sér og Englendingum.
Vizkan sljó og verkin smá
viðsjáls-hyggjan undir—
klukkunni höfðu augun á
allar vinnu-stundir.
V'askur landinn vann af trú,
virðing náði og hylli.
Heiðurs verðlaun hefir nú
handa sinna milli.
Þó hann væri vinnu-þræll,
varð hann frjáls í elli.
Hann er nú i sálu sæll,
með sóma heldur velli.
S. B. Bcncdictsson.
Séra Bjarni Þorsteinsson, hefir
nú fengið lausn frá embætti. Hann
varð stúdent 1883 og var vígður að
Hvanneyrarprestakalli í Sigufirði
1888. Hefir hann gegnt því em-
bætti síðan. Það er engin smá-
ræðis-breyting, sem orðið hefir í
prestakalli séra Bjarna þau 47 ár,
sem liðin eru ,siðan er hann tók
Hgslu.—VJsir 12. maí.
Amerískt merkisrit
Framh. frá bls. 5
bönd íslendinga við önnur lönd og
liíandi áhuga þeirra á öðrum þjóð-
um og þvi, sem var að gerast með
þeim. Lýsingar Miss Schlauch á
lygisögunum bregða einnig, eins og
dr. Guðmundur Finnbogason víkur
að í ritdómi i “Skírni” (1934), ljósi
á ýmislegt i eðlisfari og hugsunar-
hætti þjóðar vorrar, og myndi fylli-
lega ómaksins vert að rannsaka
sögur þessar nánar frá því sjónar-
miði, en miklu fleiri úrlausnarefni í
sambandi við þær bíða rannsóknar
sérfræðinga.
Með þessu riti sínu hefir Miss
Schlauch lagt traustan grundvöll að
slíkum framhaldsrannsóknum; og í
lokakafla þess bendir hún á ýms
verkefni í þessum fræðum, sem
nauðsynlegt sé að rannsaka:—rím-
ur þær, sem ortar voru út af lygi-
sögunum, samband sagna þessara
við íslenzk og erlend æfintýr, stíl
lygisagnanna, og þýðingar og stæl-
ingar slikra sagna úr erlendum
málum. Einnig leggur ún áherzlu
á það, að brýn þörf sé á heildarút-
gáfu lygisagnanna. í niðurlagsorð-
um sínum gefur hún kröftuglega i
skyn, hve margþætt og heillandi við-
fangsefni sögur þessar bjóða bók-
mentafræðingum, að þar bíði þeirra
víðfeðmt landnám og gróðursælt.
í fróðlegum viðauka (bls. 179—
187) er í stuttu máli lýst þýðingum
og stælingum í hóp umræddra sagna
fyrir 1550. Loks er ítarleg efnis-
skrá. Einnig má geta þess, að frá-
gangur ritsins er samboðinn efni
þess og vísindamensku þeirri, sem
einkennir það.
Af framangreindu, j)ó efni þessa
eftirtektarverða rits hafi einungis
þrætt verið i nokkrum höfuðdrátt-
um, er auðsætt, að það er mikilvæg-
ur skerfur til sögu íslenzkra bók-
menta, jafn ómissandi samanber-
andi bókmentafræðingum og þjóð-
sagnafræðingum sem sérfræðing-
um í bókmentum vorum. Verður
það þvi eflaust viðförult. Þegar
þess er einnig gætt, að það er ritað
af ríkri ást á viðfangsefninu eigi
síður en af djúptækum lærdómi, má
fyllilega ætla, að það dragi athygli
fræðimanna út um lönd, fyrst og
fremst að þeirri grein bókmenta
vorra, sem það fjallar um, og jafn-
framt að auðlegð þeirra í heild
sinni, ekki sízt að fornsögum vor-
um, setn höfundur dáir og lofar að
verðleikum, og lygisögurnar eru
hér bornar saman við frá ýmsum
sjónarmiðum.
Loks ber að minnast þess með
])akklæti, að þessi merkilega og
vandaða bók er gefin út að tilhlutan
félagsskaparins “The American-
Scandinavian Foundation” (Ame-
ríku-Norðurlanda Stofnunin), sem
I vinnur á margan hátt að auknum
, andlegum viðskiftum milli VTestur-
j heims og Norðurlanda, og sá, er
| þetta ritar, skrifaði um i Lesbók
Morgunblaðsins fyrir nokkrum ár-
um. Hefir stofnunin áður gefið út
enskar þýðingar á báðum Eddunum,
Völsunga sögu og á tveim leikrit-
um Jóhanns Sigurjónssonar (Fjalla-
Eyvindi og Bóndanum á Hrauni),
auk annara rita um íslenzk efni, svo
sem bókar Prófessors Halvdan
Kohts “The Old Norse Sagas,” um
fornsögur vorar. —Mbl.
Lífselixirinn
Framhald frá bls. 3
fanst mér vera sú, að ganga sem
sjálfboðalið í sveit þá er aðstoðar-
konungurinn sendi gegn Indíánun-
um, en þrátt fyrir það að eg væri
jafnan þar 'sem mannhættan var
mest, fóru j)ó kúlur og örvar f jand-
mannanna fram hjá mér. Eg gat
ekki dáið.
Þegar friður komst á, var eg í
hópi nokkurra mann, er reikuðu um
skógana sem veiðimenn — í Jæirri
von að geta fundið dauða minn, en á
meðal þessara fáfróðu manna varð
þekking mín og reynsla aðeins til
þess að þeir nefndu mig “Ykokare
Oytcho,” þ. e. stórlygarann. Þarna
eyddi eg æfinni í 20 ár og hafði þá
með lítilli fyrirhöfn nælt nærri hálfa
miljón dala, en þessir peningar voru
mér einkisvirði. Það var aðeins
eitt, sem gat huggað mig og mint
mig á fyrri æfi mína, það var sá
vani minn að reykja úr gömlu reykj-
arpipunni, er eg hafði haft á heimili
minu, Gussurandis.
Loksins varð eg þreyttur á þessu
villimannalífi, yfirgaf félaga mína
og hélt til New York, til að komast
i kynni við frægustu lækna landsins,
og segja þeim sögu mína, og lýsa
verkfæri Júans Manúels, og láta
svo fara fram á mér nýjan upp-
skurð. Eg var 141 árs er eg gekk
fyrir þann víðfræga Dr. R. Clark
Maxwell. Hann setti á sig J)ann
furðulegasta svip við sögu mina,
skoðaði líkama minn nákvæmlega,
rannsakaði bréf mín, j)reifaði á
gamla örinu á höfðinu, lét i ljós
undrun sína á minni mínu, eftir
jafnmörg ár, og lét mig teikna verk-
færi Júans Manúels, svo ypti hann
öxlum, horfði beint upp í loftið, og
sagði eg ætti að koma aftur daginn
eftir.
Daginn eftir gekk eg undir rann-
sókn margra lækna, er hann hafði
stefnt til sín, fór þessu fram í 20
daga samfleytt, og á þeim tíma fóru
fram allskonar tilraunir. Þeir tóku
mér blóð og rannsökuðu blóðið með
mestu nákvæmni, og seinast var eg
látinn mæta fyrir nokkurs konar
læknaþingi, og þar var eg eftir langt
þjark, dæmdur vitskertur, bréf mín
fölsk, og öll saga mín sprottin af
sjúku ímyndunarafli. Dómurinn
fór fram eftir atkvæðagreiðslu.
Þegar eg kom heim, lá þar fyrir
mér læknareikningurinn, er hljóð-
aði upp á 28,000 dali, og borgaði eg
hann refjalaust.
Eftir þetta leið mér ver en nokk-
urn tima áður, eg varð þunglyndur
og engin breyting fékst á tilveru
minni, en peningapyngjan hafði
drjúgum lést. Eg var sannfærður
um að Júan Manúel var rniklu vitr-
ari en allir þessir lærðu doktorar.
Eg var nú ákveðinn í ])ví að deyja
i gamla sveitaþorpinu mínu, og því
fór eg til Spánar.
Þegar eg steig á land, réðust á
mig 2 lögregluþjónar og fluttu mig
í fangelsi. Það er sennilegast að
einn ferðafélaga minna, sem eg
hafði lánað peninga, hafi sagt lög-
reglunni að eg væri þjófur, og hefði
flúið frá Ameríku með þýfið. Eg
mælti í móti og gaf sannanir fyrir
sakleysi mínu, en af því eg ekki gat
komið með vitni. og hjá mér fund-
ust geysi fjárupphæðir, lagði rétt-
lætið aftur augun, eður þandi þau
of mjög út, því eg var lokaður inni
á ný, en hrúgað var hverju skjalinu
ofan á annað, er laut að þessu máli,
en hlustuðu ekki á málsvörn mína,
og gerðu fyfirspurnir um mig út
um alt land, en eg sat áfram á fang-
elsinu langa lengi.
Loks var þó málið tekið fyrir.
Fangavörðurinn, sem hafði ætlað
mig vitskertan eða hættulegan
glæpamann, hafði lokað mig inni í
fangaklefa með tvöföldum hurðum
Brynjólfur Anderson
F. 1. febr. 1847 — D. 1. maí, 1935
Rétt þegar jarðneska vorið var að hefja göngu sína til
okkar, er norðurslóðir byggjum, var það að þessi háaldraði
maður fékk inngöngu inn í hið eilifa vor. Og eins og andi
vorsins kemur oft þögull og hlýr, þannig snart engill dauðans
við honum hljóðlega og nam hann á burt — léttur og ljúfur
blær—og Guð var i hinum bliða blæ, og nam sitt aldraða barn
á burt, til sælli heima.—
Brynjólfur var norðlenskur að ætt, Húnvetningur að eg
hygg, er mér hvorki kunnugt um livar hann var fæddur eða
uppalinn, né heldur um nöfn foreldra hans. Ungur að aldri
mun hann hafa fluzt vestur um haf, árið 1877. Hann giftist er
hingað kom, Mrs. Sigríði Ólafsson; var hún ekkja og átti einn
son, Máus að nafni; dó hún eftir stutta sambúÖ þeirra. Brynj-
ólfur settist snemma, enda strax er hann kom frá Islandi, að í
Winnipeg, og vann hin ýmsu störf, er þá stóðu nýkomnum
mönnum til boða. Síðar vann hann um langt skeið á Hudson
Bay hveitimylnunni í Winnipeg. Rólegur styrkur og glaðlyndi
einkendi Brynjólf til hinztu æfistunda fram, bar hann ellina
og þunga langrar æfi, með hinni sömu rósemi, sem hann hafði
mætt erfiði og áföllum langra æfidaga sinna.
Árið 1889 kvæntist Brynjólfur Sæunni Brynjólfsdóttur
ættaðri úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu í Winnipeg um 30
ár, um 1 ár í Spokane, Wash., en um mörg síðari ár áttu þau
heima i Arborg, Man. Auk eiginbarna þeirra fóstruðu j)au upp
frá unga aldri Máus (Ólafsson) Olson; var liann stjúpsonur
Brynjólfs af fyrra hjópabandi. Kjördóttir Andersons-hjón-
anna er Sigþrúður Sigurðardóttir Magnússonar; var móðir
hennar Kristín Lilja Brynjólfsdóttir, systir Mrs. Sæunnar
Anderson, ólst Sigþrúður upp hjá þeim frá barnæsku og bar
þeirra nafn, er Sigþrúður gift C. B. Johnson, húsett í Winni-
Brynjólfur og Sæunn mistu tvær dætur á barnsaldri; börn
jæirra á lífi eru:
Halldór, búsettur í Árborg, Man., kvæntur Þórdisi Ingi-
björgu Guðbrandsdóttur Jóhannessonar.
Svanhildur, gift J. F. Arthur, í Spokane, Wash.
Kristján Brynjólfur, í þjónustu C.N.R., Winnipeg, Man.
Kristín Lilja, Mrs. J. A. Cooney, Winnipeg, Man.
Ruby Bernice, gift B. O. Oddleifsson, Árborg, Man.
Barnabörnin eru alls 16 á lífi.—
Brynjólfur heitinn naut sín vel, fyrir svo aldraðan mann
sem hann var. Jafnan var hann glaður og gamansamur, jafn
vil alla, yngri og eldri; sérílagi var hann barngóður, og hændust
börn að honum, er hans saknað af eiginkonu, sonum og dætrum
og af barnabörnum og tengdabörnum hans öllum. Fjölskyldan
hefir jafnan verið tengd traustum böndum og var samvinna
með þeim og foreldrunum hin bezta. Komu börnin sem í f jar-
lægð voru, heim til foreldra sinna eins oft og þeim var auðið.
Dóttir þeirra, sem í Spokane býr, kom til að vera viðstödd útför
föður síns; voru börnin öll ásamt stjúpsyni og fósturdóttur,
við hlið móður sinnar undir þessum kringumstæðum.
Jarðarför Rrynjólfs heitins fór fram þann 6. maí, frá út-
fararstofu Bardals í Winnipeg. Söfnuðust j)ar saman all-
margir vinir og fornkunningjar til þess að kveðja látinn sam-
ferðamann. Mælti sá, er jætta ritar kveðjuorð og jós moldu.
"Þá vorið aftur vitjar lands,
Þú viðkvæmt dáins saknar,
Er sóley grær á sverði hans,
En sjálfur hann ei vaknar.
En þó hann vanti á vorsins hól,
Og vin sinn blóm ei finni;
Hann lifir þó und þinni sól
1 þökk og kæru minni.”
(Steingr. Thorsteinsson.)
S. Ó.
fyrir, skaut matnum til mín gegn-
um gat. — Þegar hann svo opnaði
klefann, hrökk hann aftur á bak af
undrun, því hann hafði lokað inni
alskeggjaðan, þrítugan mann og
þreklega vaxinn, en nú sá hann fyr-
ir sér skegglausan 18-20 ára gamlan
ungling. Eg var leiddur fyrir dóm-
arann, og var sagt eg hefði setið í
fangelsi í 12 ár, og f jármunir mínir
voru sagðir að hafa gengið í kostn-
að við að komast að hver eg var.
Niðurstaða rannsóknarinnar var þá
sú að eg væri ekki eg sjálfur, að
eigandi peninganna hefði komist á
burt, og annar komið i hans stað,
og fangavörðurinn væri mér með-
sekur; hann var því settur í fang-
elsi, en mér slept, án þess nokkur
gæti vitað hver eg var.
Eftir þetta fór eg gangandi og
betlandi til þess eg kom til fæðing-
arþorps mins. Eg sagði ekki til
nafns míns, en spurðist fyrir um
afkomendur mina, og komst að þvi
að sonar-sonur minn var giftur.
Þegar eg hafði lokið við að virða
fyrir mér hús mitt og ávaxtagarð-
inn og þá hluti aðra er endurminn-
ingarnar voru bundnar við, hélt eg i
burtu, því eg hugsaði að mér yrði
ekki trúað þó eg gæfi mig til kynna,
en yrði í þess stað settur í fang-
elsi eða á vitfiringahæli.
Nú hélt eg til Madridar-borgar,
og næstu ellefu árin var eg ýmist
þjónn, eldspýtnasali, blaðadrengur
eða skóburstari, og eg man ekki
hvað. Á þessum árum skrifaði eg
endurminningar mínar og reykti
pípuna; vit mitt var skýrt og er það
enn ;• skriftinni hnignar meira, og
týni eg henni að síðustu. Nú er ár-
talið 1864, og eg er sem 6 ára gam-
alt barn og á svipuðu reki. Tenn-
urnar hafa losnað, en í þeira stað
eru komnar barnstennur, hárið er
fagurt og brúnt að lit; skilningnum
hefir hnignað í líku hlutfalli við
líkamsvöxtinn.
Eg tek mikið út og ráfa nú aftur
til fæðingarstaðar míns; eg segi mig
foreldralausan og allslausan, og ein-
hver verður til að gefa mér, og þó eg
sé betlari, er það samt huggun, að
vera nálægt heimili sinu . . . (Hér
verður handritið næstum ólesandi,
en svo kemur) : Mér er ekki hægt
að halda á pennanum framar, eða
setja hvern staf við annars hlið . . .
eg veit ekki hvað verður af mér . . .
Eg bið þess eins, að þegar eg finst
einhvern daginn, og eg hvorki get
talað eða borðað, að eg verði flutt-
ur heim í hús mitt til Gussurandi,
þvi þar langar mig til að deyja.”
—Jose Anton.
Meðan lesturinn fór fram, höfðu
konurnar í hræðslu sinni staðið upp
og krossað sig, svo æptu þær sem
einum munni: “Heilaga Barbara!
Það getur enginn trúað þessu, öld-
ungis enginn. Gussurandi spurði
mig hvað hann ætti að gera við sög-
una.
“Ekki neitt,” svaraði eg, “en leit-
ist þér við að friða konurnar, og
gleymið svo öllu saman.
Um nóttina dreymdi konurnar að
Júan Manúel væri kominn blind-
fullur og læsti verkfæri sínu um
hálsinn á þeini.
—Þýtt úr “Familie Jurnal” fyrir
kvöldvökufélagi “Nemo” á Gimli.
Erl. Guðmundsson.