Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚNÍ, 1935 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTIIWORTH Hefi eg treyst þeim um of ? Viljið þér ekki leyfa mér og þjónum mínum að fara í friði? Alt, sem er í kjallaranum og vöruhúsinum í Luckenough er á yðar valdi. Látið þér að- eins mig sjálfa og þjóna mína óáreitt. Bg trúi J)ví ekki að eg hafi treyst brezkum her- mönnum og trúað á heiður þeirra, til þess að það verði mér að glötun!” “Þetta er ljómandi falleg ræða, lóan mín, og einstaklega vel flutt, en hún er ekki að sama skapi sannfærandi,” sagði Thorg, og ætlaði að hlaupa til hennar. Edith greip til skammbyssunnar og mið- aði henni í kafteininn, og um leið brá yfir andlit hennar, dauðlegum ákvörðunar blæ. Thorg hrökk til baka. Hann var eins og mörg illmenni eru, huglaus níðingur. V Takið hana! Takið af henni byssuna! Hvað tefur ykkur, þorpararnir ykkar? Eruð þið hræddir við hana ? Takið hana strax, segi eg! Eruð þið menn, eða hver a •.......eruð þið?” Þótt druknir og dýrslegir væri, þá var þó eitthvað í þeim, sem mótmælti því að ráð- ast á einmana og varnarlausa stúlku. ‘ ‘ Hvert í h..... eldur og brennisteinn! Takið hana strax,” livæsti Thorg í ofsabra'ði. Edith stóð hreyfingarlaus og hélt byss- unni í annari hendi, en rétti hinaupp, í heitri bæn. “Fyrir Guðs skuld, bíðið ])ið augnablik. Illustið á það, sem eg ætla að segja ykkur. Eg ætla ekki að skjóta kafteininn ykkarr, og mér dettur ekki í hug að skjóta neinn yltkar; það er eitthvað í eðli mínu, sem er algerlega gagnstætt því að drepa nokkra lifandi skepnu, eg mundi ekki taka nokkurs líf, nema mitt, og það aðeins í ítrustu neyð, eins og eg er nú stödd í. 1 hamingjunnar bæmrrn verið mis- kunnsamir við mig, varnarlausa og einmana! Þið eigið mæður, systur eða konur heima, sem þið vonist til að sjá aftur, þegar stríðinu, með öllu því brjálæði og dýrslegri grimd, er því fylgir, er lokið; hugsið til þeirra, og vægið mér þeirra vegna- Hverfið ekki heim til ást- vina ykkar og ættingja með þann óafmáanlega skammarblett á mannorði ykkar, að þér haf- ið níðst á saklausri, einmana, varnarlausri stúlku. Neyðið mig ekki til að úthella blóði mínu, því það skuluð þið vita, að undir eins og þið stígið feti nær mér, þrýsti eg á gikkinn og fell dauð fyrir fætur ykkar. ” 0g Edith setti kjaptinn á byssuhlaupinu að enni sér og hélt vísifingrinum á gikknum, tilbúin að hleypa skotinu af á hverju augnabliki. Mennirnir hreyfðu sig ekki, en kafteinn- inn gusaði úr sér flóði af bölvi og formæl- ingum. “Hvert í sjóðandi h.......! Ætlið þið að standa þarna í allan dag og láta þessa stelpu dáleiða ykkur með kjaftamasi? Takið af lienni byssuna undir eins!” “Eg get skotið mig áður en þið náið byssunni af mér, ” sagði Edith; hún var á- kveðin í að falla ekki lifandi í hendur þessara varmenna; hún fann að hún hafði örlög sín í hendi sér, það var aðgins að snerta með fingrinum vúð gikknum, og hún var á sama augnabliki undan þeirra valdi um aldur og æfi; hún fann kaldan kjaftnnn á byssuhlaup- inu við enni sitt, og henni fanst það hugsval- andi, sem vinarkoss. “Takið liana! Takið hana!” hvæsti Thofc-g í dýr.slegu grimdaræði. “Hún má skjóta sig fyrir mér, ef hún vill, en áður en blóðið kólnar í æðum hennar, skal eg hafa fullnægt ásetningi mínum!” “Eg bið yður! Eg grátbæni yður, herra kafteinn, að taka þessa skipan yðar aftur; þér munuð sárlega iðrast fvrir það, að hafa gefið slíka skipun, þegar þér komið til sjálfs yðar og þér gerið yður grein fyrir því, hversu viðbjóðslegt níðingsverk þér ætlið að fremja,” sagði ungi liðsforinginn, sem nú þevscti fram úr hópnum alt í einu, og sem ekki hafði áður lagt neitt til þessara mála. —Gtofugt ungmenni í hópi lögverndaðra morðingja.— “Þegið þér, herra minn! og slettið yður ekki fram í mín málefni, sem yður koma ekk- ert við! Taktu hana, þorparinn þinn, ef þú ert nokkuð nema huglaus skræfa,” sagði Thorg. “Ef þð stígið einu feti framar, þá læt eg skotið ríða af, ” sagði Edith. “Kafteinn Thorg! Þetta eru svívirði- legar aðfarir, ” .sagði ungi liðsforinginn. “Hvert í h......! Ætlið þér að voga að óhlýðnast skipunum mínum? Burt með þig, þorparinn ]>inn! Takið stelpuna strax, og bindið hana!” “Kafteinn Thorg. Það verður ekkert af því að þessu sinni,” sagði ungi liðsforinginn. “Hver sjálfur d •..........er að yður? Eruð þér drukkinn,i eða vitlaus ? Þér eruð fangi. Undirforingi Tfueman, taktu sverðið af Bnsign Shield, hann er fangi í þinni um- sjá.” Ennþá einu sinn öskraði kafteinninn í .ofsabræði: “Sláið þennan kvenskratta nið- ur, og takið af henni byssuna! Ef þið hlýðið ekki strax, þorpararnir 'ykkar, skuluð þið allir dregnir fyrir herréttinn og skotnir fyrir liádegi á morgun!” Hermennirnir slóu þegar hring um stúlk- una. “Miskunnsami Guð, fyrirgefðu mér þessa synd, sem eg er neydd til að fremja,” bað Edith, og þrýsti um leið á gikkinn, en skotið reið ekki af. Hversu hræðilegt! Það mislukkaðist! Hún fleygð frá sér byssunni, fórnaði upp höndunum og féll á kné, og liróp- aði: * “ Eg er glötuð! Alt er glatað! ’ ’ Þetta hróp var eins og eiptal við sjálfa sig, þar sem hún lá yfirbuguð og varnarlaus fyrir fótum þessai'a þrælmenna. “Ha, ha, ha! sjáið litla bragðarefinn,” sagði Thorg og hló ruddalegan hlátur, þar sem hann stóð yfir henni og horfði með að- dáun á bráð sína. “Ilún er eins laglegur, lítill klækjakrakki eins og eg hefi nokkurn tíma séð,” sagði Thorg. “Að ætla að hræða okkur með byssu, sem (‘kkert skot var í. ’ ’ “Eg komst að byssunni, án hennar vit- undar og dróg skotið úr henni,” sagði Oliver, “og eg er glaður yfir því að mér lánaðist það. ” Hann þreif hrífu, sem þar var í hönd 'sér, og hljóp í ákafri geðshræringu á móti Thorg, sem var í þann veginn að leggja hend- ur á Edith- Hermennirnir réðust á hann undir eins, tóku af honum hrífuna og hentu honum niður. “Sjáðu nú til, góða mín,” sagði Thorg, og færði sig nær bráðinni. ) Edith skaut augunum í dauðans hræðslu í allar áttir, í von um að sjá einhversstaðar einhverja hjálp, en það var engin hjálp sjáan- leg. Hún þaut á fætur sem elding, og hljóp alt livað hún gat. Hermennrinir ætluðu strax að hlaupa í veg fyrir hana og taka hana á flóttanum. “Nei,nei! Snertið ekki við henni! Lofið henni að hlaupa, gefið henni ofurlítið tæki- færi; það er langtum skemtilegra að elta hana uppi, eins og tófu, hún heldur ekki lengi út, verið þið vissir, við skulum koma okkur sam- an um að hún verði fyrst verðlaunagripur þess, sem fvrstur nær í hana; það verður gaman,” sagði Thorg. Bdith hafði sloppið út um ibakdyrnar. “Eg sver það við lifandi guð, að hver ykkar, sem fyrstur leggur hönd á hana, skal deyja!” sagði ungi liðsforinginn og hrifsaði sverðið úr hendi undirforingjans, sem stóð næstur honum, og hljóp sem elding milli Edith og þeirra, sem eltu hana, og sveflaði sverðinu með leifturhraða í andlit þeirra, sem ætluðu að grípa hana. Hann var ungur, ekki mikið vfir tuttugu ára að aldri, en hann hafði eldmóð og áræði hvers, sem eldri var. Ilin eldsnöru augu hans báru þess vott að hann var ákveðinn í að frelsa Edith, eða deyja fyrir hana að öðrum kosti- Thorg jós úr sér bölvi og formælingum, og skipaði hermönnunum að hlaupa á liðsfor- ingjánn og berja liann, og negla hann við jörðina með ’bygsustyngjunum sínum. “Og . að því loknu getið þið gert við stelpuna sem ykkur lystir,” sagði Thorg. Aður en þessi djöfullega skipun næði fram að ganga, já, áður hún var hálfsögð, þevsti að liúsinu hópur ríðandi manna með brugðn- um sverðum, til að frelsa Edith úr þessari dauðans hættu. Þeir voru þrisvar sinnum fleiri en hermennirnir. 3. kapítuli. Ungir stúdentar frá næsta mentaskóla héraðsins, margir þeirra unglingar 15 til 18 ára að aldri, en stórir og sterkir, áræðnir og eldfjörugir, vel vopnaðir, undir leiðsögn skólahetjunnar Cloudesley Mornington, þeystu fram og slóu hring um ræningjana og réðust á þá með svo miklum hraða, að þeir gátu ekkert viðnám veitt. “Látið ])á hafa það, piltar! Þetta fyrir Fanny. Þetta fyrir Edith!” hrópaði Cloud- e.sley og lét höggin dynja óspart á þeim. “Hefnið* fyrir Hay Hiíl! Hlífið þeirp ekki, góðir drengir! Sláið þá í andlitini” hrópaði Cloudesly, og sló sem óður væri til beggja handa og misti aldrei höggs. Hann ruddist áfram gegnum benduna, þangað sem níðing- urinn Tliorg vaj. Thorg var eím uppistandandi; hann varð- ist með sverði og hafði þegar sært og felt nokkra skóladrengjanna, sem sóttu að hon- um. Cloudesly bar þar að, þreif upp öxi er lá þar og færði skallann af afli í höfuð Thorg, svo hann hné steinrotaður til jarðar- “Þeir flýja! Þeir flýja! fantarnir, ” hrópaði Cloudsesly. “Eltið þá, góðir dreng- ir, eltið, eltið þá; látið engan undan sleppa, ef mögulegt er.” Ungi, enski liðsforinginn stóð hjá Edith og liallaðist fram á sverðið, sem hann studdi sig við, hann dróg þungt andann og sýndist þrotinn að orku, eins og hann kæmi úr langri orustu. Cloudesly kom auga á hann, hljóp að honum sem snæljós með reidda öxina ag hugðist að gjalda honum rauðan belg fyrir gráan. A sama augabragði hljóp Edith fyr- ir höggið og vafði handleggjunum utan um hann, eins og til að verja hann fyrir höggum Cloudesleys. Hún hrópaði upp í geðslirær- ingu. “Hann liefir frelsað mig, Clodesly. Margra ára kynning hefði ekki getað samantengt þessi ungu hjörtu eins innilega, eins og þessar fáu klukkustundir sameigin- legrar hættu. “Hann frelsaði mig, Cloudesly, frelsaði mig! ’ ’ “Eg skil þetta ékki, Edith, liann er brezkur liðsforingi. ” “Hann er minn frelsari! Þegar Thorg sigaði mönnum sínum á eftir mér, þegar eg flúði, hljóp hann í veg fyrir þá, og hélt þeim lil baka, þar til þú komst!” “ Uppre(istarmaður! ” hrópaði Claudes- ly með fyrirlitningu. “Já, eg býst við að eg sé uppreistar- maður,” sagði ungi liðsforinginn og roðnaði við, er hann dróg að sér handlegginn, sem liann hafði lagt utan um mittið á Edith. “ Afstaða yðar er fremur bágborin, herra minn,” sagði Cloudesly. Já, eg býst við því, en eg iðrast ekki þess sem eg hefi gert,” svaraði liðsforinginn- “Auðvitað ekki! Lög Guðs og mannúð- arinnar eru miklu æðri nokkrum herlögum, og það var slíkum lögum sem þér hlýdduð, er þér lögðuð líf yðar í hættu tli að bjarga varnar- lausri stúlku úr fanta höndum. ■ Eg þakka yður fyrir þetta drengskaparverk, bæði frá sjálfum mér og fyrir hönd landsmanna ininna,” sagði Cloudesly. Edith las það út úr augnaráði liðsfor- ingjans, að hann mundi ekki liika við að leggja líf sitt í hættu fyrir sig aftur, ef þess þyrfti með. ‘ ‘ Hvað er eg að hugsa! Eg stend hér og tala, og koparhausinn! höggormurinn! er komnn á stúfana aftur; hversu alt illþýði er lífseigt,” sagði Cloudesley, er hann sá Thorg vera að rakna við, og reyna að komast á fæt- ur. Cloudesley hljóp út og skildi þau eftir tvö ein í forstofunni. “Eg er ósköp hrædd um að þér hafið sett yður í ofmikla hættu, með því sem þér gerð- uð til að bjarga mér,” sagði EJdith. ‘ ‘ Getið þér ímyndað yður hversu sæll eg er með sjálfum mér, að hafa borið gæfu til að verða yður að liði? Hjarta mitt og sál brennur af fögnuði yfir því sem eg gerði, í ítrustu neyð, svo rólega hetjulega og elsku- lega; þá greip mig strax sú tilfinning, sem gaf mér þrótt og áræði, til að hlaupa í veg- inn fyrir þrælmennin, sem eltu yður. Eg var ákveðinn í því að deyja fyrir yður, en fyrst að frelsa sál yðar og líkama frá þessum ill- ræðismönnum. Eg var ákveðinn í því meðan eð stæði lifandi og gæti valdið sverðinu, skylduð þér ekki lenda í höndum hermann- anna! Eg ákvabðaði mig til að deyja fyrir yður og með yður! Nú eruð þér óhultar. En hver svo sem verða forlög mín, Edith, viltu minnast mín í bænum þínum?” Það er að líða yfir þig. Þú ert særður; já, vissulega ertu særður. Hvar ertu særð- ur ? Hver særði þig? Ó, var það einhver okk- ar mánna, sem gerði það?” “Nei, — það var einn úr hópi okkar manna, Edith ! Bg veit ekki hvað ættar- nafn'yðar er, göfuga meyja!” Dordingullinn Eftir Carl Schuler. (Framh.) Ekki kemur eiginmaðurinn til greina. Fyrst og fremst mundi hann ekki nenna að vera úti með henni á hverjum degi, í öðru lagi mundi hann ekki hafa tíma til þess og í þriðja lagi er lítil skemtun af karlmönnum yfirleitt—nema þá rétt fyrst í stað. Nei, þá var betra að fá sér stóran og fallegan hund. Bða þá lítinn kjölturakka. Já, þarna kom ])að. Hún þurfti að kaupa kjölturakka. Þeir eru tryggir og fylgispakir. Maður getur teymt þá í bandi éða tekið þá á hand- legg sér eftir því sem verkast vill. Maður getur hegnt þeim, þegar þeir haga sér illa, þvegið þeim og yfirleitt stjórnað þeim eftir geðþótta sínum. Það er meira en hægt er að segja um karlmennina. Er hægt að hugsa sér sælla en að bera svona lítið, trygglynt og fallegt dýr á hand- legg sér? Það setur svip á mann á við nýj- an liatt eða jafnvel meira. Náðug frúin setti auglýsingu í víðlesið blað um kaup á þessum tilvonandi fylginaut sínum- Ilann átti að vera vel upp alinn, göfugur að innræti og fást fyrir sæmilegt verð. Næstu dagana máttu stofur náðugrar frú- arinnar miklu fremur teljast hundabústaðir en manna, svo mikið barst að af hundunum. En náðug frúin var vandlát. Hér mátti ekk- ert handahóf eiga sér stað, því hér var um það að ræða að velja fylginaut liennar og vin, og hann mátti, eins og gefur að skilja, ekki vera af verri endanum. Loks hitti hún þó einn, sem var nógu lítill, nógu vel upp alinn og með nógu göfugt innræti til þess að liann væri maklegur þessarar stöðu. Þessum degi og þeim næsta fórnaði náðug frúin algerlega hundinum. Hún fóðraði hann á sælgæti og kökum og gerði alt, sem í hennar valdi stóð til að hæna hann að sér. Hann hafði verið í eigu gamallar konu, sem nú var dáin, og var því í raun og veru munaðarleys- ingi. Þetta varð til þess, að náðug frúin var enn blíðari við hann, en ella hefði verið, til þess að uppræta söknuð hans. Það var auð- séð á augum hans, að hann bar sorg í hjarta. Já, hann var auðsjáanlega bæði vitur og til- finningaríkur. En náðug frúin ásetti sér, að fá hann til að gleyma sorginni og taka aftur gleði sína. Að morgni þriðja dags lagði náðug frúin af stað í fyrstu gönguför sína og liafði hund- inn sinn með sér- Hún hafði áður en hún lagði af stað, fært honum að gjöf skrautlegt liáls- band, og var við það silkiband, svo lrægt væri að teyma hann. En strax og út á götuna kom streyttist hundurinn við af öllum kröftum og vildi ekki fylgja náðugri frúnni. En með því að náðug frúin var sterkari en hundurinn, varð hann að fylgja henni, hvort honum lík- aði betur eða ver, og gekk svo um stund, að hún dró hann á eftir sér. En svo tók náðug frúin eftir því, að þeir, er hún mætti, veittu því athygli, hve tregur hundurinn var í taumi, og tók hún hann þá á handlegg sér. Þetta gekk ljómandi vel. Það hlaut líka iið vera fögur sjón að sjá hana með þetta litla fallega dýr á handleggnum. En eitthvað var hann samt órólegur. Hann var alt af að kipp. ast við og brjótast um. Loks tók hún eftir því, að einhver bleyta fór að leka niður eftir kápunni hennar. Ó, það var ekki um að villast, bleytan stafaði frá hundinum. Nú voru góð ráð dýr. Nú var ekki um annað að gera en að ná í bíl og komast heim sem fyrst. Þegar heim kom, mætti hún manni sínum í forstofunni- Hann var að fara út. —Hvað er þetta? Þú ert, komin aftur! Og í bíl ? Eg hélt þú ætlaðir að fara alt gang- andi hér eftir. En svo sá hann bleytuna á kápu náðugrar frúarinnar, og vissi hvers kyns var. Aumingja litla dýrið. Svona er sorgin mikil ennþá. Ósköp hefir hann grátið. Náðug frúin anzaði ekki manni sínum einu orði. Hún flýtti sér fram hjá honum og inn. En livað þessir karlmenn geta verið tilfinningarlausir. Náðug frúin hringdi til dýralæknisins, því það var augljóst mál, að hundurinn var veikur, annars hefði þetta ekki komið fyrir. Dýralæknirinn og hundurinn voru gamlir kunningjar. Þetta var svo sem ekki í fyrsta sinni, sem hann hafði þurft á lækni að halda. Þegar náðug frúiíi heyrði þetta, klappaði hún saman höndunum af gleði. —En hvað þetta var heppilegt- Þá þekk- ið þér auðvitað heilbrigðisástand hundsins. —Mjög vel, náðuga frú, sagði dýralækn- irinn. Hundurinn er nefnilega hræddur við að vera úti á götu, og þess vegna—já—þér vitið, hvað kom fyrir. Gamla konan, sem átti hann áður, var máttlaus, og fór þess vegna aldrei út með hann. —Og eg, sem keypti hann einmitt til þess að liafa hann með mér á gönguferðum mínum. —Á gönguferðum yðar? spurði dýralækn. irinn. —Já. Frúin hló feimnislega. Ef til vill hafið þér líka þekkingu á mann- legum sjúkdómum ? —Ef til vill eitthvað, sagði dýralæknir- inn. — Er eitthvað að yður? Náðug frúin var alt af 'hyggin. Ef til vill gæti hún sparað sér peninga með því að spyrja dýrla>kninn ráða. —Já, hugsið yður, herra læknir. Eg er alt af að fitna- Öll fötin mín eru að verða of þröng á mig. Hvað er hægt að gera? Dýralæknirinn brosti. —Eg sé ekkert betra ráð en það, að þér framvegis látið sauma föt vðar ofurlítið víðari. Aðeins karlmenn geta verið svona ónær- gætnir. En þrátt fvrir það er oss ekki grunlaust um að náðug frúin hafi á endanum orðið að fara eftir þessari ráðleggingu. B. J. þf/ddi. —Dvöl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.