Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.06.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines f0T d>* c»T- Service and Satisfaction For PHONE 86 311 Seven Lines Better Dry Cleaning 3nd Laundrj 48. \RG\NGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN 20. JÚM 1935 NÚMER 25 Erindrekar hins nýafstaðna l'iii/incnnaþings í ll'innipcg, ásaiiit ncfnd þcirri úr Kirkju- félaginu^ er að stofnun Ung- nicnnasainbandsins vann. Dagskrá Júbilíþings Kirkjurélagsins ' FIMTÍU ÁRA AFMÆLI 19.—25. JÚNÍ, 1935 FÖSTUDAGINN 21. júní, kl. 8 e. h.—Stutt guðsþjónusta, Séra N. S. Thorláksson prédikar. A eftir flytur Dr. B. B. Jónsson fyrirlestur. LAUGARDAGlNN 22. júní, kl. 9 - 12 f. h., starfsfundur; kl. 2-6 e. h. starfsfundur; kl. 8 e. h., enskt hátíðarmót, kveðjur. SUNNUDAGINN 23. júni, kl. 11 f. h.—Ensk afmælishátíðar- guðsþjónusta, séra K. K. Ólafson prédikar. Kl. 3 e. h.—Mót Sameinuou kvenfélaganna. Kl. 7 e. h.—íslenzk afmælishátíðar-guðsþjónusta, séra Run- ólfur Marteinsson prédikar. MANUDAGINN 24. júní, kl. 9- 12 f. h., starfsfundur. Kl. 2 - 6 e. h., starf sf undur. > Kl. 8 e. h.—Söngskrá helguð hátíðarhaldinu; söngf lokkur Fyrsta lúterska safnaðar, undir stjórn hr. Páls Bardal. ÞRIÐJUDAGINN 25. júní, kl. 9-12 f. h., starfsfundur. Kl. 2-6 e. h., starfsfundur. Kl. 8 e. h., íslenzkt mót. Hátíðarlok. K. K. ÓLAFSON, forscti. Úr borg og bygð Mr. James Johnson frá Ama- ranth. Man., var staddur í borginni seinni part fyrri viku, ásamt frú sinni og syni. Mrs. John David Eaton (Signý Stephenson), er dvalið hefir undan- f arinn hálfsmánaðar tíma hér í borg- inni í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. F. Stephenson, 694 Victor Street, fór austur til heimilis j síns í Toronto á laugardaginn. Með henni fór austur til nokkurra vikna dvalar systir hennar, frú Anna McKay. Hr. Friðrik Guðmundsson rit- höfundur frá Mozart, Sask., kom til borgarinnar fyrir helgina og mun dveljast hér 'nokkurn tíma. Mr. (ruðmundsson fór suður til Moun- tain á þriðjudaginn, ásamt séra Jó- hanni syni sínum, presti að Lundar, til þess að vera við hátíðahöld kirkjufélagsins. Mr. Árni Ólafsson frá Brown P.( )., Man., kom til borgarinnar á föstudaginn var, ásamt frú sinni og syni. Fólk þetta dvaldi hér fram yfir helgina og hélt heimleiðis á mánudaginn. Dr. Jón A. Bíldféll, er dvalið hef- ir við háskóla á Skotlandi síðan í haust, kom til borgarinnar í vikunni sem leið. Hafði hann nokkra við- stöðu í Detroit, og kom með hon- um hingað Hrefna systir hans, á- samt syni sinum, í heimsókn til for- eldra sinna, Mr. og Mrs. J. J. Bíld- fell. Dr. Bíldfell er í þann veginn að leggja af stað vestur til Borden, Sask., til þess að gegna læknisem- bætti i því héraði. Dr. J. P. Páls- son hefir stundað; þar ^lækningar undanfarin ár, en er nú á förum til Islands. Dr. Richard Beck frá Grand Forks, N. Dak., hélt af stað heim- leiðis ásamt fjölskyldu sinni á laug- ardaginn var, eftir tveggja daga dvöl hér í-borginni. Séra Jóhann Fredriksson frá Lttndar, kom til borgarinnar síðast- liðinn fimtudag, með son sinn til lækninga. Var drengurinn skorinn upp samdægurs á Almenna sjúkra- húsinu. Dr. Numi II jálmarsson var í för með séra Jóhanni. Mrs. Sigurður Björnsson að (>j<) Reverley St., fór í bíl vestur til Moose Jaw, Sask., síðastliðinn laug- ardag, ásamt börnum sínum tveim- ur, þeim Ingimar og Ednu. og tengdamóður sinni, Mrs. Magnús. son, í heimsókn til sonar síns, Björns A. Björnsson og frúar hans, er þar eiga heima. Ferðafólk þetta ráð- gerði að verða um hálfan mánuð að heiman. Mr. Sveinn Thorvaldson kaup- maður í Riverton dvaldi í borginni um helgina, ásamt frú sinni. Frí- múrarar í Selkirk héldu þeim hjón- um veglegt samsæti í tilefni af því, er hans hátign George Bretakon- ungur kvaddi Mr. Thorvaldson til f élaga í Reglui hins brezka veldis. Mr. J. T. Johnson frá Blaine, Wash., kom hingað til borgarinnar ¦ á fimtudaginn í fyrri viku, ásamt' frú sinni, og Mrs. D. Davidson,. einnig frá Blaine. Komu þau norð- an úr Nýja íslandi, og voru þau Mr. og Mrs. Einar Einarsson frá Gimli í förinni. Ferðafólk þetta lagði af stað samdægurs vestur til Vatnabygðanna í Saskatchewan í heimsókn til ættingja og vina. Mr. Johnson er fæddur á Gimli, en frú hans í grend við Hallson í North Dakota. Við hátíðar-guðsþjónustuna í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudags- morguniim kemur, kl. n, syngur ungfrú Christene Gunnlaugson, sú er góðan orðstýr gat sér á ítalíu ttndir nafninu Leonita Lanzoni. Síðastliðið ár hefir Miss Gunnlaug- son verið yfirkennari í söngfræða- deild Baldwin College í Virginia, skamt frá Washington. Mr. Dan. Líndal frá Lundar, Man., var staddur í borginni á föstu- daginn var. Mr. Jakob Hinriksson frá Ed- inonton, er nýlega kominn til borg- arinnar, ásamt fjölskyldu sinni, og ráðgerir að dvelja hér alt að mánað- artíma. Mr. Hinriksson brá sér norður til Gimli um helgina, i heim- sókn til móður sinnar, frú Ásdísar Hinriksson. Mrs. Helga Tighe frá Winnipeg. osis, dóttir þeirra Jónasar píanó- kennara Páls'sonar og Emilíu Páls- son, kom til borgarinnar á mánu- dagskvöldið, ásamt Óskari tengda- bróður sínum. Fóru þau norður til Selkirk á miðvikudaginn, en lögðu af stað heimleiðis um kvöldið. Mrs. Halldór Bjarnason, 704 Victor Street og Anna dóttir henn- ar, hjúkrunarkona, fóru vestur til Davidson, Sask., [ vikunni sem leið, í heimsókn til dóttur og systur, Mrs. John Vopni. Þær komu heim síð- astliðinn mánudag. Miss Bjarna- son fer til New York á laugardag- inn kemur, þar sem hún hefir un,d- anfarandi stundað hjúkrunarstörf. Fyrirlestur um efnið Var og er og verða mun, flytur séra Björn B. Jónsson á fyrstu samkomu kirkju- þingsins í Winnipeg, nú á föstu- dagskvöldið kemur. öllu fólki er boðið á samkomu þessa. A8 heimili þeirra Mr. og Mrs. Hjálmar A. Bergmans, 221 Kthel- bert St., stóð brúðkaupsveizla einkar rausnarleg, sioari hluta laug- ardagsins 15. þ. m. Giftu þau hjón þar dóttur sína, Ethel Ingibjörgu, Joseph Trelawney Vyvian May, ungum fésýslumanni hér í bor& Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjónavígsluna. Miss Claudia Berg- mau frá Minneapolis lék brúðarlag á slaghörpu við innkomu brúðar'- innar, og söng í lok athafnar mjög fagurt lag. Margt var gesta í boð- inu og var stundin öllum gleðileg. Brúðhjjólnni eru nú á skemtiferð suður um Bandariki. Mannfagnaður Á laugardagskvöldið þann 15. yfirstandandi mánaðar, var þeim Páli S. Pálssyni skrifstofustjóra og frú Ólínu Pálsson, haldið veglegt silfurbrúðkaupssamsæti í fundarsal Sambandssafnaðar, er mikill mann. fjöldi tók þátt i. Var þar farið eftir prentaðri skemtiskrá, og er slíkt til stórra bóta frá því sem oft viðgengst, er svo að segja hver og einn veizlugesta er óundirbúinn kvaddur til máls. Dr. Rögnvaldur Pétursson stýrði samsætinu. Hófst þessi eftirminnilegi mannfagnaður með því að syngja nokkur vers úr brúðkaupssálminum "Hve gott og fagurt og indælt er. Ræðurnar, sem allar voru stuttar, og þeim mun betri, fluttu Dr. Rögnvaldur Péturs- son, Capt. Joseph B. Skaptason, frú Hólmfriður Pétursson, hr. Jakob Kristjánsson, Dr. M. B. Halldórs- son, f rú Jóhanna G. Skaptason, J. J. Bildfell, hr. Sveinn Thorvaldson, M.B.E. og Dr. Sveinn E. Björns- son. Að lokinni hinni reglubundnu skemtiskrá, ávörpuðu silfurbrúð- hjónin þeir hr. Gísli Johnson, séra Philip Pétursson og hr. Ingi Borg- fjörð, guðfræðanemi. Á milli ræð- anna var sungið margt íslenzkra þjóðsöngva. Veizlukostur allur var hinn ríkmannlegasti. Forkunnar fagrar minjagjafir voru þeim P.álson hjónum afhentar frá viðstöddum vinum og fjarverandi velunnurum, auk þess sem þeim barst hinn mesti aragrúi samfagnaðarskeyta víðsveg- ar að. Samsæti þetta bar ótvíræðan vott um vinsældir þær og virðingu, er silfurbrúðhjónin hvarvetna njóta. Páll S. Pálsson er fjölhæfur og liðtækur íslendingur hvar sem leið hans liggur; hann er gott skáld og listrænn mjög. Frú Ólína er glæsi- leg ágætiskona, er tekið hefir, ásamt manni sínum, all veigamikinn þátt í félagsmálum Vestur-Islendinga. Þau hjón eru enn tiltölulega ung, og er þess að vænta að þeim megi auðnast um langt skeið, að vaka og vinna í þjóðfélagi voru. Systurdóttir frú Ólínu, Geraldine Florence Einarsson, afhenti henni i yndisfagran blómvönd í tilefni af silfurbrúðkaupsfagnaðinum. VEKUR ATHYGLI A SVIDI DRAMATISKRAR LISTAR í höfuODorg British Columbia- fylkis, Victoria, býr islenzk kona, Mrs. Rósa Semple (Rósa Egilsson), er vakið hefir á sér allmikla athygli eigi aðeins i Victoria, heldur og um alt fylkið, fyrir afrek sin og áhuga á sviði dramatískrar listar. Það er ekki einasta að kona þessi hafi sam- ið leikrit, heldur hefir hún stjórnað sýningu þeirra líka. Á nýafstaðinni leiksamkepni, er háo var í Victoria, og 35 leikflokk- ar tóku þátt í, sýndi Mrs. Semple þann af leikjum sínum, er "Ghost" nef nist; er þetta skopleikur, er hlaut hið mesta lof af hálfu dómenda og áhorfenda, og lék Mrs. Semple sjálf aðalhlutverkio". Lady Margaret Tupper skipaði forsæti í dómnefnd- inni. .Mrs. Rósa Semple átti um eitt skeiðl heima hér í W'innipeg, og minnast hennar vafalaust margir frá þeim timum. Það er gott til þess að vita, er íslendingar vekja á sér athygli í einhverju þvi. er til verulegs menn- ingarauka miðar, eins og Mrs. Rósa Egilsson Semple nú hefir gert á sviði hinnar dramatísku listar. I Fyrstu lútersku kirkju voru síðastliðinn laugardag gefin saman i hjónaband John A. Spurway og l'na Sigríður Johnson. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi athöfnina. Mr. S. K. Hall lék á orgelið og Mrs Hall söng viðeigandi lög á undan og eftir athöfninni. Á eftir athöfninni í kirkjunni var margt gesta í veizlu- boði að heimili Dr. Ólafs Björnsson- ar. 764 Victor St. Ungu hjónin héldu af stað samdægurs til fram- tíðarheimilis síns, sem verður á bú- garði skamt frá Dauphin, Manitoba. heildarinnar andlega og líkamlega eða svo er að heyra á greinum þeim, sem blöðin okkar nú hafa flutt frá inótstöðuiiwnnuiii skólans.. (Eg segi mótstöðumónnum, en það er ef til vill ekki rétt, þó í sumum atrið- um greinanna komi svo fyrir sjón- ir að sé um fleiri en einn að ræða). Þessi þráláta ásókn kemur nú úr þeirri átt, sem fáir mundu hafa búist við, og er afar-skrítið og næst- um óskiljanlegt, þar sem það er mao'ur, sem lítið hefir til fram- kvæmdamála lagt áður, og þar að auki ætti að koma fram til uppbygg- ingar en ekki niðurdreps málefnum meirihluta þjóðarbrotsins hér. Xú stendur yfir fimtíu ára afmæli kirkjufélagsins. sem hlýtur að vera helgað og haldið í minningu manns- ins, sem það stofnsetti, séra Jóns líjarnasonar, og sem lagði alla sína krafta í að auðga og efla það félag til hinstu stundar, og það ber hans menjar og merki til enda. Nú lítur þannig út sem einn af prestum kirkjufélagsrns sé eins og að hælast yfir því að'þetta kirkjuþing, sem nú stendur yfir mun afmá með öllu þann litlu minnisvarða, sem séra Jóni Bjarnasyni var reistur. Alt )'etta móthald, sem Jóns Bjarnasonar skóli hefir haft að mæta, er ekkert annað en óþarfa mælgi, því skólinn hefir verið Is- lendingum til heiðurs og þaðan hafa komið fjölda margir landar vel mentir og margir komist í góðar stöður, enda hefir hann haft af- bragðs kennara frá byrjun. Eg, sem skrifa þessar línur bið hr. ritstjóra Lögbergs um að veita þeim rúm í sínu góða blaði. G. f. Papfjörð. . . Dr. Sveinn E. Björnsson frá Ár- borg, var staddur í borginni um síð- ustu helgi, ásamt frú sinni. Fáein orð um skóla- málið Eg hef i alt af staðið í þeirri mein- ingu að Jóns Bjarnasonar skóli hafi verið bygður sem minnisvarði þess manns, hvers nafn hann ber, og að þessum minnisvarða ætluðu íslend- ingar hér að hlynna og ekki láta undir lok líða, svo lengi sem íslenzk kirkja væri við lýði, eða nokkurt íslenzkt félagslíf gæti hér þróast. Nú kemur mér þetta alt öðru vísi fyrir sjónir en eg hafði hugmynd um áður, þar sem nú er verið að rífa niður Jóns Bjarnasonar skóla eða afmá sem stofnun íslendinga hér, og það með þeirri frekju og ákafa að undrum gegnir; einmitt eins og skólinn stæði í vegi allra framkvæmda og góðs fyrirkomulags Til Páls og Olínu Pálsson ú tuttugv. og fiinm ára giftingaraj'mœli þeirra 15. júní 1935. Eg vil stilla minn róm, við hinn indæla óm Frá alheimsins töfrandi firð. Þegar loftið er þrungið með hátíða hljóm, í hjartanu er friður og kyrð. Sjálf jörðin þá íklæðist ilmandi skart. Mér andvarinn leikur um kinn. Við sumarsins töfra, við sólskinið bjart Æ, sæluna dýpstu eg f inn! Inn á draumanna lönd eg með deginum svíf Þar sem dásemdir allar eg skil. I'ví að líf mitt er æska, og æska mitt líf, Hún er eilíf með hörpunnar spil. Sem döggvaðar rósir við röðulsins skin Hún rís upp við straumanna yl. Hún vekur hvert smáblóm, hvern hávaxinn hlyn, Sem heyrir þó jörðunni til. Og því vil eg flétta úr laufunum ljóð Til að leggja í vinanna skaut; Eg vil láta hvert tár, allar sorgir í sjóð Til að sigra í hættum og þraut Og gott er þá einnig að hlúa' að þeim hlyn Sem hærra upp úr moldinni rís Þegar stormarnir næða um hið norræna kyn Og nálin á stofninum frýs. Það sakar ei hót þó að hættan sé stór Og þó hvarvetna sýnist oss tál, T'ví áranna straumur i úthafið fór Til arðs fyrir Línu og Pál. Sem bergmál frá íslenzkum Álfheima kór í æskunnar lundglöðu sál. I'au erft höfðu sagnir um Óðinn og Þór, Og Egil og Gretti og Njál. Og það mun ei f arast sem blómgaðist bezt A bernskunnar fornhelgu tíð, Því röm er sú taug sem við fjöllin er fest, Við f ossa og læki og hlíð. Og þið hafið elskað þær minningar mest Þá meistarans fegurstu smið. Og hveniær sem íslenzku ljóðin þú lest Þá ljúkast upp groðurlönd f ríð. 5". E. Bj'ómsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.