Lögberg - 04.07.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.07.1935, Blaðsíða 4
4 Högberg ð«fll ðt hvem fimtudag af TMB COLUMBIA PREBS LIMJTBD C95 Sartrent Avenue Wlnnipee, Manitoba. UtanAjskrift ritBtjórans: ■DITOR LÖQBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MA". TsrC 1600 «<n dríS—BorgUt fyrirfrnm The "Ljögrberft” is printed and pubiished by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOIiE 86 327 Jörð Tímarit séra Björns Ó. Björnssonar, Jörð, hefir oss rétt nýverið borist í hendur, og skal þess hér nú stuttlega minst; þó verða höf- undarnir sjálfir aðallega látnir mæla máli sínu. Yiðfangsefni JarÖar eru mörg og mik- ilvæg; þau eru engan veginn einskorðuð við hina andlegu hlið mannverunnar, heldur grípa víða og djúpt inn í verkahring allra manna og kvenna sem sona og dætra gróður- moldarinnar, með þá órjúfandi staðreynd fyrir augum að “af jörðu ertu kominn.” Hnöttur sá, er vér byggjum og nefnum jörð, er óendanlega fagur og frjósamur; það er ekki honum að kenna hve óhönduglega til tekst um eitt og annað á sviði mannlegra at- hafna og mannlegs lífs; hann er og verður óaðskiljanlegur hluti eilífðarríkisins mikla; því fegurri og unaðslegri sem meiri rækt er við hann Tögð. Jörð vor mannanna er hvorki utan né ofan við guðsríkið sjálft; hún stendur í óhagganlegu konungssambandi við þá vold- ugu heild. Með tímariti síliu, Jörð, gerir séra Björn stórvirðingarverða tilraun til þess að glöggva skilninginn á lífrænu sambandi manns og moldar, jafnframt því að göfga mannsand- ann og hefja hann í hærra veldi Einn Vestur-fslendingur, Dr. Richard Beck, á prýðilega ritgerð í þessu Jarðar- hefti; er hún belguð 150 ára minningu skálds- ins og menningarhetjunnar N.'F. S. Grundt- vigs; þess mannsins, er á sinni tíð risti hvað dýpst í andlegum umbótum dönsk'u þjóðar- innar, þó ekki væri nema í baráttunni fyrir lýðskólahugsjóninni. Lögbergi er það sér- stakt ánægjuefni, að eiga þess kost, að fengnu samþykki höfundarins, að endurprenta þessa djúphugsuðu og fræðimannlegu ritgerð. Dr. Beck færist í aukana við hverja ritsmíð sína og er jafnt og þétt að vaxa- Það liggur nærri að mann sundli, er maður hugsar til þess hverjum feiknum hann afkastar á bókmenta- sviðinu í ofanálag við umsvifamikið prófess- orembætti. Hefti þetta flytur fagra og mannúðlega prédikun eftir séra Friðrik A. Friðriksson, prest á Húsavík, er talar á óbrotnu máli til hjartans; er þar meðal annars komist þannig að orði: “Eins og tónskáld semur tónsmíðar í trausti þess, að aðrir menn séu næmir á sam- ræmi tóna, svo nálgaðist Kristur mennina í þeirri fullvissu að eðli þeirra allra væri sá hljómgrunnur, er svaraði kalli kærleikans og hreinleikans. Bersýnilega leit hann svo á, að í hverju mannsbarni byggi hæfileiki til þess að hugsa eins og hann, hrífast eins og hann, lyftast til sömu hugsjóna og hann, og elska með sama magni og hann. Og þessi fullvissa bar sigur af öllum tálmunum og sársauka lífs hans. Jafnvel frammi fyrir ógnum kross- dauðans var hún óbifanleg.” “Hinn fórnandi máttur” nefnist ritgerð, íhyglisverð og listræn í formi, er prýðir Jörð að þessu sinni, eftir Pétur Sigurðsson. Eftir- farandi kafli bregður upp allglöggri mynd af þessari ágætu grein og þeim anda, sem hún er ritin í: “Yngismærin—í fylling og blóma lífs síns,—yndisleikinn, heilbrigðin og fegurðin sjálf, sem finnur lífsþróttinn og lífslöngun- ina, f jör og gleði æskunnar svella í hverri æð og taug, sem þráir lífið og elskar lífið, sem elskar heiminn og finnur að heimurinn elskar hana og tilbiður, og syngur henni, sem er blíðasta blómið í mannheimi, lof og dýrð; — hún, sem er hinn frjóvgandi andi í hugsjóna- heimi skálda og listamanna, draumadís æsku- og æfintýramanna, uppspretta ástarinnar, sem kyndir glóð áhugans í brjósti krafta- mannsins og stælir og vísar að marki hverri hetjudáð; — hún, þessi dásamlega töfradís fagnaðar og fegurðar, gefur sig sjálfa, líf sitt og fagran líkama sinn, sem skáld og lista- menn hafa kepst við að lýsa með allri þeirri gnótt máls og myndar, er þróast getur í auð- legð og anda og frumleik listamannsins, og rúmast í hugsjónavídd sjáandans,—hún legg- ur það alt í hættu dauðans, til þess að geta lyft karlmannijum, sem hútn á að frelsa og leysa úr álagaböndum tómleikans, upp á há- tind hamingjunnar, og fætt í heiminn nýtt líf. Þar ST að verki hin volduga hugð móðureðlis- i LOGBEÍRG, FIMTUDAGINN 4. JÚLl, 1935. o --- ins. Þar vinnur “hinn fórnandi máttur” liljóðlega tilverunnar undursamlegasta mátt- ar- og meistaraverk. Hin verðandi móðir veit, að köllun henn- ar fylgja harmkvæli og þjáningar. En þó eru hinar fyrstu líkamlegu þjáningar móður-fórn- fýsinnar ekki neitt í samanburði við þján- ingar þær, sem uppekli barnsins skapar henni. Löng og mörg ár ber hún, allan sárs- auka afkvæmis síns á sínum eigin líkama, og allar andlégar þjáningar barnsins og ungl- ingsins, grát, sorgir og vonbrigði, rúmar liún í hjarta sínu- Sál móðurinnar og hver ein- asta líkamleg taug hennar er eins og þraut- þaninn fiðlustrengur, sem líf barnsins henn- ar leikur á, sem bergmálar alt líf þess, grát þess og gleði, sorgir og þjáningar. Sverð vonbrigðanna og erfiðleikanna nístir oft hjarta hennar, en hún þolir, umber, þjónar og fórnar, og hún gerir það alt hljóðlega. “Hinn fórnandi máttur” móðurelskunnar er “hljóð- ur.” Móðirin fórnar öllu og gefur alt, og hún gerir það möglunarlaust. Hún vakir, þeg- ar aðrir söfa, vinnur, þegar aðrir hvílast, tæmir sig og krafta sína, til þess að geta ver- ið fylling í lífi ástvina sinna. Hún elskar, ekki í orði, hún elskar í verki; hún ber byrði sína þögul, hún vinnur verk sín hávaðalaust, hún auglýsir ekki dugnað sinn í blöðum, bók- um eða á götum og í gluggum vöruhúsanna. Hún biður, en hún biður hljóðlega; hún græt- ur, en hún grætur í leyni og hljóðlega. Hún stendur hljóð og í tilbeiðsluhug frammi fyrir voldugum öflum lífsins og örlaganna,—móðir mannlífsins á Jörðu og hinn fórnandi þáttur þess og kraftur. ” 1 merkilegri dómkirkjuprédikun, er Jörð flytur, eftir séra Björn Magnússon á Borg, er meðal annars komist þannig að orði: “Það getur varla liðið hjá, að merkileg tímamót séu í vændum í starfinu til eflingar guðsríki. Mér virðist, að annaðhvort hljóti kirlcjan að breyta stórkostlega starfsháttum sinum, ellegar Guð muni finna aðrar leiðir til að flytja mannkyninu fagnaðarboðskapinn um guðsríkið. Það er engin hætta á, að sá boðskapur falli niður, jafnvel þótt kirkjan reynist óhæf til að flytja hann—eða vantrú- arröddunum takist að ganga af henni dauðri, eins og sumum mundi falla betur að orða það. En þetta er eitt og hið sama, því að kirkjan verður ekki kveðin niður, nema hún sé óhæf til að flytja guðsríkis'boðskapinn, því að hann er boðskapnr lifsins. Eldurinn er kveiktur, hinn óslökkvandi eldur sannleiksþorstans, sem lætur engan sofa í friði kyrstöðu sinnar og vanamollu. Jesús vakti storm, sem heldur áfram að blása, storm heilagrar sundur- iþykkju, stormbyl sannleiksanda Guðs, sem feykir burt öllu hjómi blekkingar og hræsni. Hann gengur eins og sterkviðri yfir löndin, og mun aldrei linna, meðan eldur sannleiks- þorstans hitar hjörtu hinna andlega snauðu. Þessvegna þurfum vér ekki að óttast um boð- un sannleikans, hins guðlega sannleika, fagn- aðarboðskapar Jesú- Hann er boðskapur lífs- ins. Guð mun halda áfranvað opinbera mann- kyni sjálfan sig, framvegis, eins og hingað til.” Það, sem dregið hefir verið fram hér að ofan, hlýtur óhjákvæmilega að færa mönnum þeim sanninn um það, að Jörð séra Björns O. Bjömssonar fer ekki erindisleysu. Auk margs annars, flytur hefti þetta glögt og íturhugsað ritdómasafn eftir ritstjórann, er vitnar um sanngirni og óhlutdrægt mat þeirra ritverka, sem um er dæmt. Lögberg þakkar fyrir Jörð, og árnar þeim góðs gengis, er að útgáfu ritsins standa. Sönghátíð kirkjuþingsins Bftirminnileg verður hún, eigi aðeins kirkjuþingsfólki, heldur og þeim öðrum, er á hlýddu, sönghátíð sú hin mikla og marg- brotna, er haldin var í Fyrstu lútersku kirkju • á mánudagskveldið þann 24. júní síðastliðinn, fyrir atbeina söngflokks safnaðarins. Ætla má að um sjö hundruð manns hafi hlýtt í söng- inn. Um söngskemtan þessa verður ekki rétti- lega annað en gott eitt sagt. Flokkurinn, und- ir forustu Mr. Paul Bardals, svo samtaka; svo máttkur og mjúkur á víxl, að vafasamt mun hvort honum nokkru sinni hafi tekist betur; val söngskrár hið bezta og meðferð góð, að því undanskildu, sem misskilnings kendi á nokkrum stöðum í túlkan Lofgerðar- innár eftir Sigfús Einarsson- Söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar á ágætis söngkröft- um á að skipa, og áður en það er of seint, ætti hann að fara að búa sig undir það að vinna fyrstu verðlaun í næstu hljómlistarsamkepni Manitobafylkis. Tvísöngur þeirra Mr. Paul Bardals og frú Sigríðar Olson var hinn ánægjulegasti, og ógleymanleg verður sönggestum hin unaðs- lega meðferð frúarinnar á lagi Arna Thor- steinssen, “ Þess bera menft sárr^ —— — Samspil þeirra Miss Snjólaugar Sigurðsson, Mr. Pálma Pálmasonar, og Mr. Walter Dalmans, lét undurvel í eyra, og er hið sama um einleik Mr. Franks Thorolfsonar á slaghörpu að segja. Einkðm tókst honum snildarlega til um meðferð brúðfararlagsins eftir Grieg. Mr. Thorolfson stundaði síðastliðinn vetur hljómlistarnám við hljóm- fræðideild McGill háskólans og hefir tekið miklum og margvíslegum þroska í list sinni. Dr. B. J. Brandson flutti sköru- lega og ágæta ræðu á samkomu þess- ari, þar sem hann fyrir hönd safn- aðarins þakkaði flokknum mikil- vægt og giftudrjúgt starf í liðinni tið. Vék hann að maklegleikum sérstaklega orðum sínum að þeim Mr. og Mrs. S. K. Hall og Mr. Paul Bardal fyrir ósérplægni þeirra og langt og dyggilegt starf viðvikj- andi söngmálum Fyrsta lúterska safnaðar.— Söngsamkoma þessi var öllum hlutaðeigendum til hinnar mestu sæmdar. VTert er að þess sé getið, að próf. S. K. Hall, hafði prúðbúið til söngs þjóðlögin tvö “Fyrst allir aðrir þegja” og “Eg veit eina baugalín.” Þótti fólki góður fengur i að hlusta á lög þessi sem og Vikivaka þann, er valinn hafði verið til söngs. Vatnajökulsferð Lítil ferðasaga eftir Jóhatines Askelsson. I. Þegar austur kom að Kálfafelli fréttum við Trausti að jökulröndin vestan við Hágöngur væri ófær vegna sprungna. Eg hafði símað austur áður en við fórum frá Rvík og beðið Kjartan Stefánsson, einn af félögunum frá i fyrra, að grensl- ast eftir hvort þar yrði ekki enn þá uppgöngu auðið.—Taldi Kjartan öll tormerki á að svo væri. Þar sem við í fyrra vor höfðum dregið sleða okkar upp jafnan og afliþandi halla, gengi nú margra mannhæða há og þverhnýpt jökulrönd fram. Nú virtist aðeins um tvent að velja. Annað hvort að halda upp með Djúpá og freista þess að við fyndum þar færan uppgöngustáð, eða þá að halda austur á Skeiðarár jökul og leggja leið okkar norður eftir honum. Við töluðum við Hannes á Núp- stað, sem kunnugastur er Skeiðar- árjökli allra manna. Hann áleit að við myndum alt af komast út á jök- ulinn austur af Eystraf jalli og hann var fús til að fylgja okkur þangað. Upp eftir Skeiðarárjökli hafði eng- inn farið áður og það gat orðið mikilsvert fyrir okkur að kynnast yfirborði og háttalagi skriðjökuls- ins. Alt þetta varð til þess að eystri leiðin var valin og ákveðið að leggja snemma af stað næsta dag, þann 25. maí. II. Um kvöldið, meðan við vorum að búa út farangur okkar og binda hann í klyfjar, rifjuðust upp fyrir mér atburðir frá i fyrra. Skyldum við nú eiga í vændum svipaða erfið- leika? Hvað var það þá, sem okk- ur vanhagaði mest um ? Hvers hef ð- um við þá helzt getað án verið? Hér var áríðandi að hafna og velja rétt, svo að ekkert óþarft þyngdi farangurinn. Við siðustu könnun farangursins kom i ljós að okkur hafði láðst að taka með okkur frá Rvík tvent, sem reynslan frá í fyrrra sýndi að var bráðnauðsynlegt. Annað voru smá- pappirsrúllur. Hitt voru vatnsþétt- ir gúmmípókar, sem hægt er að geyma í eldspýtur, sykur og annað þessháttar, sem ekki má blotna. — Úr þessu hvorttveggja bætti Guð- laugur á Blómsturvöllum. Átti hann muni þessa ónotaða frá leiðangri dr. Nielsens og léði hann okkur þá nú með glöðu geði. Klukkan var orðin 10 um morg- uninn þegar við loksins lögðum af stað frá Kálfafelli. Hingað höfð- um við komið í bíl, en nú átti að skifta um farartæki og það vill jafn- an dragast á lánginn að ferðbúast t meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjQkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. þannig í fyrsta sinn. Farangurinn allur var á fjóra hesta en fylgdar- mennirnir 3 í upphafi, Guðlaugur, sem ráðinn var til allrar ferðarinn- ar og auk hans Kjartan og Þórar- inn. Seinna bættust í hópinn Helgi á Rauðabergi og Hannes á Núpstað. Við vorum því alls 7 með 11 hesta, sem héldum úr Núpstaðarhlaði aust. ur á sandinn. Svona mannmargir fórum við sakir þess, að við vissum að farangurinn varð að bera af sandinum og drjúgan spöl upp í Eystrafjall, og svo gátum við lika búist við því að sleðann yrði ekki hægt að nota fyr en komið væri alllangt inn fyrir jökulröndina. Þar þyrfti þvi lika að bera. III. Leið okkar lá nú austur fyrir Lómagnúp. Hann lútir (tröllslega fram yfir lágan sandinn. í raun og veru er Lómagnúpur ekki annað en endinn á fjallgarði þeim, er nefnist Björninn. Sennilega er láglendið ■ hér austur frá myndað við sig og stendur hálendisbrúnin þverhnýpt eftir eins og skjólgarður bygðarinn- ar fyrir norðannæðingum. Þó hef- ir hafið einhverntíma i fyrndinni skollið upp að hamraveggnum og sorfið í bergið fáránlegar myndir, er ennþá sjást, þó þær hafi máðst, síðan afstöðubreyting láðs og lagar aftur skeði og landið hækkaði. Þegar austur fyrir Lómagnúp kom blasti sandurinn og skriðjök- ulstungan við okkur. Skeiðarár- jökull fellur í þrengslum fram á milli Færinestinda að austan og Súlutinda að vestan. En eftir að hann losnar úr þrengslunum breiðir hann úr sér til beggja hliða. Til- sýndar minti fremsta tunga jökuls- ins mig meir á úfið hraun en jökul. Hvergi sást á hvitan díl fyrir sándi, sem fokið hefir upp á hann, og röndin virtist herfilega sprungin. Við þurftum austur fyrir Núps- vötn. Var töluverður vöxtur í þeim, en Hannes valdi vaðið vel. Kom- umst við klaklaust austur yfir. Beygðum við síðan upp með þeim að austan, milli jökulsins til hægri handar og Vatnanna til vinstri. Víða til hægri liggja melöldur, gamlar jökulurðir, sem segja til hvar skrið- jökulsröndin hefir áður legið. Uppi á toppum þessara aldna hylti undir veiðibjöllur á hreiðri. Jafnvel niðri á flötum sandinum, í melgresistóm, höfðu þær búið sér hreiður. Þær voru furðu spakar og þegjandalegar þegar við riðum fram hjá þeim og vildu auðsjáanlega sem minst láta á sér bera. Súla kemur undan Skeiðar ár- jökli vestanverðum rétt fyrir fram- an Eystrafjall. Hún fellur i Núps- á og er stutt en ströng og stórgrýtt i botninn. Eins og endra nær réði Hannes hvar farið var, og gekk á- gætlega yfir ána. Nú var örstutt til Eystrafjalls, en svo brött var fyrsta brekkan að ekkert viðlit var að flytja á hestunum þar upp. Við tókum þvi hver sína klyf og roguð- umst með þær upp á brekkubrún. Að því loknu áðum við um stund og fengum okkur bita. Eystrafjall nefnist fjalllendið alt milli Skeiðarárjökuls og Núpsár. Nyrst og austast rísa Súlutindar, ör- mjó röð af hvössum móbergstind- um, er skriðjökullinn fellur fast upp að. Vestanvert og sunnan við þá liggur Súludalur, víð en grunn lægð í f jalllendið, en vestast er all- breitt fjall, er nefnist Bunki. Við héldöm yfir Búhka sunnantil, og reyndúm að komast út á jökulinn áustur úr Súludal, en hér reyndist’ hann svo illfær að við afréðum að halda áfram upp til Súlutinda. Skeiðarárjökull lokar fyrir Súludal að austan og í hvylftina næst jökul- röndinni safnast stöðuvatn á vorin og sumrin. Þar var nú þurt, en strandlínur vatnsins voru skemtilega skýrar jafnt í jökulveggnum að austan og í urðaröldunum að vestan. Það er augljóst, að fái slík rand- vötn snögglega framrás valda þau hlaupum í ánum. Þegar við síðaU héldum niður með jökulröndinni að vestan fundum við víða1 verksum- merki slikra vatna og hafa sum þeirra verið geysistór og djúp. IV. Við komum að Súlutindum að á- liðnum degi. Röndin reyndist sæmi- lega greiðfær. Fylgdarmennirnir báru nú farangurinn með okkur kippkorn austur á jökulinn, þang- að sem hann var hreinni og minna sprunginn. Snéru þeir síðan heim- leiðis með hestana, en við þrír fór- um að litast um eftir tjaldstað. En vegna þess hve veðrið var bjart og gott vildum við strax nota tæki- færið og fá sigti af Súlutindum á Færines og önnur mæld fjöll í ná- grenninu, sem vel sást til. Við unn- um því að þessu um kvöldið og komum ekki í tjaldstað fyr en klukk_ an að ganga eitt. Um nóttina gát- um við ekki sofið fyrir gæsagargi. Flugu þær umhverfis tjaldið og létu mjög hátt. Næsta morgun snemma ákváðum við hæð og legu tjaldstaðarins, mynduðum og hlóðum síðan öllu okkar hafurtaski á sleðann og tók- um stefnuna norður. Veðrið var í alla staði dásamlegt. En brátt kom. umst við að raun um það, að bæði var ækið of þungt fyrir okkur að draga það og eins myndi sleðinn ekki þola það á hröngli yfirborðs- ins. Við ákváðum því að skilja eftir nokkuð af matvælum og fatnað þann, sem við frekast gátum án ver- ið. Gengum við frá þessu í kassa á sléttum bletti, en stungum nokkr- um ^máflöggum niður þannig, að þau mynduðu beina linu þvert á fararstefnu okkar, svo auðveldara væri að finna farangurinn. Stráð- um við sandi að flöggunum svo ekki bráðnaði i kringum þau. Aftur var haldið af stað. En þrátt fyrir þennan létti reyndist sleðinn enn of þungur. Yfirborð ( jökulsins var sendnara og sprungn. ara og því seinfarnara en okkur hafði virst í fyrstu. Nú var ekki um annað að gera en selflytja. Skór Búa má til tvenna skó, sem SÝNAST ALVEG EINS. Og þeim má lýsa með SÖMU ORÐUM. Og þeir geta verið boðnir til kaups við SAMA VERÐI. Þó getur önnur þessi skóteg- und verið tilfinnanlega lélegri en hin á allan hátt—útlit og lýsing ónákvæm, og verðið í öfugu hlutfalli við efnisgæði. Og ef þú sem VIÐSKIFTA- VINUR kynnir að kaupa slíka skó, myndir þú EKKI fá SANNVIRÐI peninganna. Þú ert ef til vill að litast um eftir skóm rétt nú. Haf þá í huga að VISSARA er að gera kaup, þar sem treysta má fylli. lega öllum 1 ý s i n g u m — EATON’S CATALOGUE— þar sem hverri staðhæfingu fylgir EATON’S nafníð, EATON viðurkenningin og á- litið og EATON trygging um “Goods Satisfactory or Money Refunded.” “ It’s Safe to Buy at Eaton’s” ',’ (r jLoi uj' ■ F rrítrui’mBiB'1! ST. EATON CÍ-6. WINNIPCO CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.