Lögberg - 04.07.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.07.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLÍ, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTIIWORTH Hann þrýsti hönd hennar, og slepti henni. “Eg þarf engan umhugsuhartíma, því svar mitt verður það sama í dag, á morgun og alla daga,’’ sagði hún í lágum og ákveðn- um málróm, hún leit til jaíðar og djúpum roða brá yfir kinnar hennar, þegar hún rétti honum hendina sem innsigli ákvörðunar sinn- ar, um að hún helgaði honum ást sína meðan hún lifði. Hann þrýsti hönd hennar innilega að brjósti sér, og sór við alt, sem heilagt er, að elska hana og annast, sem sitt eigið líf, meðan nokkur blóðdropi hrærðist í æðum sér. —“Leiddu mig inn til föðurbróður míns,” sagði Edith, “og segðu honum að við liöfum heitið hvort öðru eiginorði. Hann krafðist að eg tæki skjóta ákvörðun, og nú hefi eg á- kveðið að hafna hans boði, í eitt skifti fyrir öll.” Miehael tók Bdith við hönd sér og leiddi hana inn í forstofuna, þar sem gamli sjóliðs- foringinn æddi fram og aftur í ofsafenginni geðshræringu, og steig svo þungt niður, að það hrykti og brakaði í gólfinu, eins og það mundi brotna við hvert spor er hann steig. Michael gekk hægt og stillilega til hans, og leiddi Edith við liönd sér, og sagði honum, ofurrólega, og glaðlega, og þau væru trú- lofuð. “IIu! Svo þáð á þá að heita afgert, eða er ekki svo að skilja!” “Já, herra minn,” sagði Michael og hneigði sig. “Jæja þá, eg vona að þið verðið eins hamingjusöm og þið verðskuldið! Og hvenær á svo þetta að ske?” “Hvað, herra minn,” spurði Miohael. “Auðvitað giftingin!” “Hverju á eg að svara honum upp á það, elskan mín,” hvíslaði Michael í eyra Edith. “Hegar föðurbróður mínu'm þóknast,” sagði hún. “Föðurbróður þínum þóknast ekkert í því máli og vill ekkert skifta sér af því, nema að því sé lokið af eins fljótt og mögulegt er,” hreytti hann út úr sér í vonzku- “Getur ekki brúðarefnið ákveðið daginn vöflulaust!” “Taktu til einhvern vissan dag,” elsku Edith. “Jæja, ef ætla þá að taka til nýársdag- inn,” sagði Edith hikandi. “Hvað, ekki fyr en eftir sex mánuði? Nei, það er ékki meiningin að þið verðið hér svo lengi ógift,” sagði sjóliðsforinginn. “Það er of langur tími, elskan mín,” hvíslaði Michael. “Það er bezt þið giftið ykkur í næstu viku,” sagði sjóliðsforinginn með skipandi röddu. “Til hvers er að bíða! Þriðjudagar og fimtudagar eru giftingardagar, held eg að sé, veljið annan hvom daginn.” “Þriðjudaginn, þá, ” sagði Micliael. “ Fimtudaginn, ” hvíslaði Edith. ‘ ‘ Hvert í h ef þið getið ekki kom- ið ykkur saman um daginn, þá skal eg tiltaka hann fyrih ykkur,” hrópaði gamli Nick, og skálmaði yfir forstofugólfið og kallaði há- stöfum: “Hen gamla! Hen gamla! Það verð- ur sett hnappheldan á þessa bjána á sunnu- daginn! Komdu með pípuna mína.” Að svo mæltu hvarf hann inn í setustofu sína og lok- aði hurðinni harkalega á eftir sér. Hin aldraða og göfuglynda Henrietta kom inn til þeirra, þar sem þau stóðu eins og steini lostin, eftir hamaganginn í karlinum; hún tók innilega í hönd liðsforingjans og sagði að hann fengi góða konu, og að hún óskáði þeim allrar blessunar og hamingju í hjónabandinu; hún faðmaði Edith að brjósti sér og kysti hana innilega, en sagði ekkert. Þar sem nú var föstudagskvöld var mjög lítill tími til að búa nokkuð undir giftinguna, s‘em átti að fara fram næsta sunnudag, en Henrietta ásetti sér að gera alt sem hún mögulega gæti, til þess að gera ungu brúð- hjónunum giftingardaginn þeirra eins á- nægjulegan og hátíðlegan og mögulegt væri, undir kringumstæðunum. Hún bauð vinum sínum og kunningjum til miðdegisverðar og dansskemtunar næsta sunnudag, á lieimili sínu, í tilefni af giftingu Edith. Ilún sendi boð til nánustu vina sinna og ættingja, að fylgja brúðhjónunum til kirkjunnar, til þess að sýna þeim velvild sína og hluttekningu, og heiðra giftingu þeirra með nærveru sinni. Sunnudagurinn rann upp sólríkur og fagur. Giftingin átti að fara fram í Biskupa- kirkjunni í Charlotte höllinni. Ung stúlka úr nágrenninu var fengin til að vera brúðmey, og Cloudesley Mornington var brúðguma-sveinn- Brúðfvlgdin lagði af stað til kirkjunnar í tveim vögnum. Sjóliðs foringinn og frú hans voru sér í litlum vagni, skamt á eftir hiíium. Brúðfylgdin var snemma komin til kirkjunnar og giftingin fór fram áður en morgun-guðsþjónusta byrjaði. Þegar giftingunni var lokið og brúðhjónin og gift- ingarvottarnir höfðuskrifað nöfn sín í kirkju- bókina og allir höfðu óskað brúðhjónunum til lukku og blessunar, fóru allir að búa sig á stað og fara upp í vagnana. Áður en sjóliðs- foringi Waugh fór upp í vagn sinn, snéri hann sér að vagninum, s>em nýgiftu hjónin voru komin upp í, og brúðmeyjan og brúð- gumasveinninn voru að fara upp í. “Bíðið þið við, ykkur liggur ekkert á upp í vagninn, ” sagði gamli maðurinn við ‘brúð- armeyjuna og brúðgumasveininn. “Eg þarf að tala við herra Shields og konuna hans.” Edith laut lítilsháttar áfram, til að heyra hvað gamli maðurinn vildi segja. “Bg er þér ekkert reiður, Edith, en eftir það sem nú er skeð, vil eg ekki sjá þig á Luckenough framar. Yertu sæl!” Því næst snéri hann sér að Shields og sagði: ‘ ‘ Eg læt senda farangur yðar og konunnar yðar á hótelið hérna. ” Að svo mæltu gekk hann burtu frá þeim. Cloudesley ætlaði að keyra hestana á stað, en Edith bað hann bíða við um stund. Gamli Nick lét sér lítið segjast við bænir frú Waugh, sem gerði sitt ítrasta til þess að fá liann til þess að taka aftur hið miskunnar- lausa bann, að Edith mætti ekki framar láta sjá sig á Luckenough- Hann var ófáanlegur til þess að gera nokkra breytingu á þessari ráðstöfun sinni, og sagði: “Þeir, sem vilja vera eftir hjá þessum nýgiftu hjónum, geta verið það mín vegna, en þeir, sem vilja fylgja mér og fara heim, komi strax. ” Frú Waugh, Cloudesley og brúðarmeyjan urðu eftir hjá ungu hjónunum. Sjóliðsforinginn fór upp í vagn sinn og ók í burt. Brúðhjónin og þeir, sem þeim fylgdu, héldu því næst til gistihússins. Frú Waugh hughreysti og huggaði Edith, og sagðist skyldi vera hjá henni eins lengi og hún væri í nágrenni við sig. Henrietta fór ætíð sínu fram, hvað svo sem hinn ofstopafulli maður hennar sagði. Cloudesley og brúðarmeyjan gerðu einnig þá yfirlýsingu, að þau skyldu vera með ungu hjónunum, eins lengi og þau dveldu þar. Fáum dögum síðar afréðu ungu hjónin að taka sér far með skipi, sem sigldi frá Benedict til Baltimore, og kvöddu þessa fáu en einlægu vini, sem óskuðu þeim allra farar- lieilla og blessunar. Þau ætiuðu til Toronto í Canada, þar sem herdeild liins unga liðs- foringja hafði aðsetur sitt. 3. Kapítuli. Fáeinar mílur frá höfuðbólinu Lucken- ougli, uppi á hárri hæð, skamt frá sjónum, stóð húsið “Old Fields.” Þessi eign lá nú undir höfuðbóiið Luckenough, og bjó þar, þegar þessi saga gerðist, íátæk frændkona sjóiiðsíoringja Waugh, Mary L’Oiseau að nafni; hún hafði verið gift frönskum manni, en var nú ekkja. Frú L ’Oiseau átti eitt barn, stúlku, sem hét Jaquelina, átta eða níu ára gamla. Sjóliðsforingi Waugh hafði lofað þeim að vera í húsinu, og gefið þeim leyfi til að rækta léiegan landbiett í kringum það, til þess að lifa af; þetta var öll sú hjálp, sem hann þóttist geta veitt þessari fátæku frændkonu sinni; og eins og hann var vanur að segja, alt það, sem hún gæti með nokkurri sanngirni vænst af sér, sem heíði í svo mörg horn að líta. Þetta ár hafði grasið og maísinn skræln- að upp og garðávextir dáið út, fyrir langvar- andi þurka og ofsahita, á þessum grýtta land- bletti, sem frú L’Oiseau hafði til afnota; kýrnar hennar urðu steingeldar fyrir fóður- skort og vatnsleysi. Það var brennandi heitur morgun síðast í ágústmánuði, að þær mæðgur frú L’Oiseau og dóttir hennar sátu að sínum fátæþlega morgunverði. Þvulíkur morgunverður! A greniviðar borðgarmi, sem enginn dúkur var á, höfðu þær aðeins lélegasta teið, sem til var í kaupstaðnum, með ögn af púðursykri, og glóðarbökuðu maís-flatbrauði og ögn af smjöri; það var alt, sem þær höfðu, engin önnur matartegund til í húsinu. Húsgögnin voru að sínu leyti samsvarandi. Gólfið þakið hvítum sandi, ein gömul kommóða með litlum spegli, fataskápur úr óhefluðum greniborð- um, öðrum rnegin við eldstæðið, en hinum megin matargeymslu skápur úr sama efni; fáeinir eintrjánings stólar, robkur, snældu- stóll og hesputré; þetta voru öll húsgögnin inni í kofanum. Frú L’Oiseau var í ákafa að lesa sendi- bréf, sem barst benni um morguninn, og var á þessa leið: “Kæra Mary! Mér finst eins og eg hafi ekki hugsað eins vel um þig, eins og eg hefði átt að gera, en sannleikurinn er sá, að hönd mín er of stutt til að ná frá Liuckenough til Old Field. Sv'o hálf leiðist okkur, bæði mér j og Hen gömlu, síðan Bdith, vanþakklætis- rófan sú arna, fór; við biðjum þig að koma og taka litlu Joko með þér, og vera hjá okkur eins lengi og við lifum,—en hvað skeður eftir það, ræðst til um síðar. Ef þú getur verið til- búin, skal eg senda eftir þér á sunnudaginn. föðurbróðir þinn Nick. ’ ’ Þegar frú L’Oiseau hafði lokið við að lesa bréfið, lagði liún það á borðið hjá sér, sat um stund hugsi og gerði ýmist að hún hvítnaði upp eins og mundi líða yfir hana, eða roða brá yfir andlit hennar. Loksins eins og raknaði hún við, og kallaði á Jacqueline dótt- ur sína,—ærslabelginn sinn—eins og mamma hennar kallaði hana, sökum kæti hennar og glaðværðar- — Eg ætla að kynna lesaranum þær mæðgur ofurlítið. Móðirin var föl í andliti, með svart hár og tindrandi svört augu, sem þó báru vott um að langvarandi fá- tækt og bágindi höfðu daprað hinn skæra fjöreld þeirra og máð rósirnar af kinnum hennar. Jaqueline var fremur lítil og grönn eftir aldri, hún var níu ára að aldri, er hér var komið sögunni. Hún var björt yfirlitum, blá- eygð, með ljósgult hár, sem liðaðist í fagra lökka; ennið var hátt og svolítið kúpt, kinn- arnar rjóðar og fagrar með tveim litlum spé- koppum, nefið ‘beint en fremur stutt og lítið eitt hærra að framan; efri vörin lítið eitt bogadregin og þykkri en neðri vörin. Allur svipur hennar og andlitslag bar vott um tak- markalaust fjör og gláðværð, og jafnvel gletni, ef ekki reglulega hrekkja-tilhneiging, sem stundum sýndist hoppa upp í fjörugu bláu augunum hennar. “Jæja, Jacqueline mín,” sagði frú L’Oiseau, “nú verður þú að leggja niður öll lirekkjapör þín og stríðni, svo föðurbróðir þinn verði þeirra ekki var; hann er bæði sér- vitur og dutlungafullur. ” “Það er eg líka! Alveg eins dutlunga- full! Eig skal svei mér gera honum skráveif- ur,” sagði Jacqueline litla. “Hamingjan hjálpi mér! Hvar hefirðu lært þetta voðalega orðbragð, barn? Hvað meinar þú með að segja að þú skulir beita hann brögðum eða að þú ætlir að standa uppi í hárinu á honum?” sagði móðir hennar mjög óttaslegin. “Eg meina að liann skuli fá að stinga nefinu í skarnið. Eg skal ónáða hann og angra, eg skal stíga á líkþornin á tánum á hon- um; eg skal gera hann svo reiðan áð hann sjái ekki niður fyrir fæturna á sér og reki sig á alt, sem fyrir verður, og roti sig! Hversvegna rak liann Edith í burtu, sem var okkur alt af svo góð ? Hann skal fá að kenna á því; eg skal, ef eg lifi, jafna sakirnar við hann! Edith var okkar verndarengill, og liann hrakti hana saklausa í burtu. Hvers vegna gerði hann það?” Frú L’Oiseau svaraði þessum ofsa telp- unnar, og varð mjög áhyggjufull um livað hún mundi taka til bragðs. ‘ ‘ Föðurbróðir þinn gaf Bdith tækifæri til að velja á milli þess manns, sem hann hafði kosið lianda henni og gefa henni allar eignir sínar, og taka við búgarðinum strax; útlend- ing, sem hann leit á sem óvin sinn, og vildi hvorki heyra né sjá- Edith kaus útlending- inn; svo föðurbróðir þinn hafði fullan rétt til að gera það, sem hann gerði. ” “ Nei, liann hafði engan rétt til að reka Edith í ‘burtu, eg skal—” “Sussu ! sussu! Jacqueline! Láttu engan heyra þessa vitleysi til þín. Þetta er líklega afleiðingin af því að eg hefi leyft þér að fara niður að sjónum til að horfa á fiskibátana þegar þeir hafa verið að koma að; þú sýnist hafa ldustað og tekið eftir og lært þetta ruddalega sjómannatal, og hafa gaman af að brúka sem mest ljótustu orðin, sem þú hefir heyrt til þeirra.” Bins og til var tekið í bréfinu kom maður með hesta og vagn, næsta laugardag, frá Luckenough, til að sækja þær mæðgur. Þegar þær komu til Luckenough, tók gamli sjóliðsforinginn mjög vingjarnlega á móti þeim, og Henrietta faðmáði þær að sér og sagði þær velkomnar og fylgdi þeim inn í vel uppbúið herbergi, sem hún sagði að ætti að vera framvegis þeirra sérstaka heimili í húsinu. T>etta var ekki það herbergi, sem Edith liafði verið í. Frú Waugh hafði lokað ]>ví, ]>egar Edith fór, og gætti þess, sem helgrar minningar um sína ástkæru Edith. Koma þeirra mæðgnanna að Luckenough hafði það í för með sér, að gamli sjóliðsfor- inginn hélt sér nokkuð í skefjum fvrst í stað. Hann hugsaði að hann skvkli ekki vera eins fljótfær eins og ])egar hann í augnabliks- hrifningu gerði Edith að einkaerfingja sín- um. Nú ætlaði hann að taka sér langan tíma til umhugsunar og ekki hrapa að neinu. Waugh sjóliðsforingi var þó fvllilega ákveð- inn í því, að hans vilji, hver svo sem hann yrði, skyldi hafa sinn framgang; hann var ■ekki upp á það kominn að láta aðra segja sér fyrir, livað hann ætti að gera ; að minsta kosti hér eftir skyldi hann einn ráða,. Honum fanst sem hann hefði öll heimílisráðin í sinni hendi, og hann ætlaði ekki að sleppa. af þeim- Hann leit s\ro á að hann hefði tekið Jacqueline litlu ])að unga á heimili sitt, að hún hefði þó áreið- anlega ekki búið sér til einhverjar vitleysis grillur um nein ástamál og hann ætlaði að ala hana upp og menta, til þess að hún gæti orðið boðleg kona fvrir Grimshaw vin hans. 6. Kapítuli. i 1 febrúarmánuði gerði harðindi mikil og snjóalög djúp, svo vegir gerðust ófærir, sam- göngur teptust og fólkið á Luckenough var einangrað og slitið úr sambandi við umhverf- ið. Eii það bar þó svo við, einn þessara “fimbuldaga” eins og sjóliðsforinginn kall- aði það, að sendimaður frá Benedict kom til Luckenougb, með bréf til frú Waugh, sem hann kvaðst ekki aflienda neinum nema henni sjálfri. Honum var fylgt inn til frú Waugh, sem liann afhenti bréfið í hennar hendur. Frú Waugh tók við bréfinu, skoðaði það forvitnislega í krók og kring. Utanáskriftin var kvenhönd, sem hún kannaðist ekki við að hafa séð áður. Loksins opnáði hún bréfið, og leit á undirskriftina, sem var—Marian Mayfield. Hún kannaðist ekkert við nafnið; mintist alls ekki að hafa lieyrt ]>að fyr. Hún eyddi engum tíma frekar til að brjóta heil- ann um það hver bréfritarinn væri, en las bréfið yfir hægt og rólega. Meðan hún var að lesa, gerði hún ýmist að hvítna upp eða Iiún varð sem blóð í framan; geðshræringin varð svo mikil, að nærri lá að hún félli í ómegin; hún hringdi á þjónustustúlkuna sína og bað hana að færa sér kalt vatn, sem hún drakk með æsingarkendri áfergju. Þegar hún hafði kælt blóðið og kom til sjálfrar sín, stakk hún bréfinu í barm sér, skipaði að söðla hestinn sinn strax og beiddi að færa sér án tafar vetrar-ferðaföt sín- Eftir tveggja og hálfs klukkutíma ferð í ófærð í liríðarbyl, kom hún til þorpsins, og hélt tafarlaust til gistihússins. Hótelhaldarinn kom á móti henni og fagnaði mjög komu hennar. Hún beiddi hótelhaldarann að koma sér sem fyrst á fund ungrar stúlku, sem væri nýkomin í hótelið einhversstaðar langt að. Vertinn hneigði sig fyrir hinni göfugu konu og fylgdi henni að litlu herbergi, sem var “prívat” setustofa hótel-fjölskyldunnar; hann opnaði hurðina með mestu hægð fyrir frú Waugh, hneigði sig fyrir henni, lokaði hurðinni og fór burtu. Frú Waugh litaðist um í þessari litlu og hálf-dimmu stofu; loks kom hún auga á hvar Edith sat föl sem nár og niðurbrotin í liæg- indastól, í öðrum enda stofunnar. Hún nam staðar og sagði við sjálfa sig: “E'r þetta Edith? Getur þetta verið Edith? Er það mögulegt; svona ‘breytt, svona föl, svona beygð af harmi og sorg. ” Já, hún sá að það var ekkert um að ræða, það var Editli! Eú hversu breytt. Fagra, fjörlega og sællega, fallega andlitið hennar var nú eins og andlit deyjandi manneskju; bláir skuggar undir hinum innföllnu augum hennar, sem áður brunnu af fjöri og kæti. Alt útlit liennar bar vott um angist og afskaplega þjáningu. “Edith, elskan mín! Elsku Edith mín !” sagði frú Waugh, og gekk hægt í áttina til bennar, með útbreiddan faðminn. Hún reyndi að standa á fætur, en féll máttvana í útbreidd- an faðminn á frú Waugh; hún hélt henni að brjósti sér augnablik, án þess að mæla, en sagði svo: “Elsku Edith mín, eg fékk bréf frá vinkonu þinni, jómfrú Mayfield, þar sem hún segir mér að þú sért komin aftur, og að þig langi til að sjá mig. En hvernig er þetta alt saman, barnið mitt ? Þú hefir áreiðanlega verið mjög veik, og þú ert. mjög veik- Hvar er maðurinn þinn? Edith, hvar er maðurinn þinn? segðu mér það, elsku Edith.” Hrollur fór um allan líkama hennar, svo hún nötraði sem hrísla í stormi; hún opnaði varirnar, éins *og hún vildi segja eitthvað, en ekkort heyrð- ist nema sgrsauka þrungin stuna frá sundur- krömdu brjósti hennar. “Hvar er hann, Bdith? Kanske hann hafi verið sendur til fjarlægra. landa með her- deildiua? Það er hart fyrir þig, elsku barnið mitt, að þola, en vonaðu það bezta! Þið finn- ist aftur , elskan mín? En hvar er hann núna?’ ’ Hún lyfti upp hægri hendinni með veik- um burður, og sagði svo lágt að vart heyrðist: “Dáinn, dáinn!” Og féll máttvana í faðm frú Waugh. “Þú meinar ekki að segja það, elskan mín, þú getur ekki meint það, þú hlýtur að vera að tala óráð. Dáinn! Hvenær? Ilvern- ig?” spurði frú Waugh í átakanlegri geðs- hræringu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.