Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINJS11. JÚLÍ, 1935- Rósa í Hvammi Eftir Friðrik Gnðmundsson. Franili. líærinn stóÖ á háum rennsléttum blómríkum og fögrum bakkanum að Árhvammi þeim, sem heimiliÖ dróg nafn af, á hina siÖu bæjarins, og væna túnstæÖi frá húsaþorpinu lá lyngi og grasi gróin f jallshlíðin, sem mynclaði dalinn annarsvegar, frá f jallshlíðinni þvert í gegnum túnið og skamt fyrir framan bæjartröð- ina, rann lækur ofan í hvamminn áleiðis að ánni, hann hafði á þús- undum áranna í leysingum og rign- ingum myndað lægð í harða grúncK ina, og með einstakri nærgætni nærði og vökvaði á báðar síður ár- lega ofan að grjótbotninum, sem hann féll um; hann hafði og grafið sig niður á milli steinanna sumstað- ar til aS geta framleitt ofurlitið hljóð, eins og bliðan hlátur, þegar hann í bezta veðri naut aldaiðju sinnar og flýtti hrósandi ferð sinni út að móðunni, til þess á nýjan leik fyrir afl sólarljóssins, að lyftast upp til skýjanna, falla ofan á fjalls- hlíðina taka með sér dauða duftið og óhreinkuna og leggja það til á- burðar ásamt næringarefnum skýj- anna, að rótum blómanna á báðar síður við bæjarlækinn á Hvammi. Almenningur sagði að það væri iðj- an hennar Rósu að sitja við bæjar- lækinn í öllum góðum veðrum, og gaula einhverja óskiljanlega vellu, ganga svo með læknum ofan i hvamminn, og ávalt að sama stein- inum framundan hæzta klettinum á aðra síðu hvamminum, sitja þar klukkutimana út og einblína á klett- ana með háreist höfuð, kafrjóð og brosandi. Þvílíkur aumingi. Ann- ars var hún nú falleg, ef menn vissu ekkert um hana. Mönnum þótti sent hin úrkynjaða trygð for- feðranna ríkti þó enn í hug og hjarta Jórunnar gömlu, að hún skyldi geta elskað hana Rósu, þenn- an sálarlausa aumingja. En svo var það ekkert að marka. Hún hafði fylgst með þessari ætt, fyrst hjá foreldrum Sigurðar, og að þeim liðnum hjá núverandi Hvamms- hjónum, gegnum þeirra hjúskapar- tíð, og hefði þar að auki meir en nokkur önnur manneskja umgengni um hjónaherbergið, þar sem Rósa héldi alt af til þegar hún væri inni, og hefði því jafnt móðurinni orðið til að annast um þennan vesaling, frá blautu barnsbeini. En merki- legast af öllu var þó það, að það var eins og hún þessi gamla greindar- kona væri stundum montin af Rósu, og héldi að hún mundi njóta blíðra ellidaga í faðmi hennar. Það kom jafnvel fyrir þegar sérstaklega vel lá á gömlu konunni, að sumir orgel- tónarnir, sem heyrðust frá hjóna herberginu, mundu nú vera fram- leiddir af Rósu þó menn tryðu því ekki. Það mátti líka heyra það á henni, að blöðunum í bókunum á borðinu undir glugganum væri nú oftast snúið við af Rósu. Já, þvílíkar ofsjónir og vitleysa. En svona væri nú ástin blind á báðum augum. En skrítið var það hvað Rósa hafði gaman af að vera í hreinum fötum, það var eins og hún hefði yndi af því að óhreinka aldrei fötin sín, og væri jafn prúð- búin á kvöldin og morgnana, en hún gerði nú auðvitað ekkert. Frá tröðinni framan við bæinn lág þægileg sniðgata ofan í hvamm inn, og var þá leiðin yfir að hvln um í ángi meðfram háum og sam- feldum klettavegg æðilöngum spöl, sem endaði á Maríuklettinum við ána. Klettabelti þetta gaf hvamm- inum einkennilega mikinn og fagr- an svip, og mátti löngum heyra það, að vinnuhjúin á Hvammi hlökkuðu til að komast á engið sem var gras- gefið slétt og mikið, því hvammur- inn var stór og áin flæddi árlega yfir mikinn hluta af honum í leysingum á vorin. Hvammurinn hafði því heillandi áhrif á alla, þó enginn væri þar jafntíður gestur og Rósa, því það mætti löngum sjá hana uppdúð- aða neðan við klettana stundarkorn á góðum og björtum vetrardögum, þegar snjór lá yfir alt, og klettarnir stóðu eins og svartar þiljur á hvít- um dúk. Hjónin í Hvammi gengu ofan sniðgötuna og leiddust áleiðjs meðfram klettabeltinu og fáein fet frá því. Það var eins og ekkert samanhangandi umtalsefni gæti átt sér stað á milli hjónanna, eins og hvert um sig vildi hlífa hinu við sinu hugarstriði. Á þeirra fáu orð. um mátti þó merkja það, að hann var seztur að við afhent og ákveðið sorgarefni, en hún var ennþá óviss i því hvað framundan biði þeirra, en vildi ekki leggja það á hann að rengja sannfæringu hans eða skygn- ast frekar eftir undirstöðu þeirrar fullvissu, sem hann virtist búa yfir. En þá segir Sigurður: “Þegar við komum þarna að stuðlabergssúl- unni, sem stendur fram úr berg- veggnum, þá sjáum við klöppina sem Rósa sagði að hatturinn og treyjan lægi á. Ertu nú við því bú- in að sjá þetta? Viltu ekki sitja hérna 1itla stund, á meðan eg gæti að hvað fyrir augun ber?’’ Ólöf: “Ef þú vantreystir mér að standa við hliðina á þér, hvað sem fyrir augun ber, þá vil eg sitja hér eftir þér til hugarhægðar.” Sigurður: “Þú ert ennþá ekki sannfærð um það, Ólöf mín, að hér hafi harm að höndum borið, og til- finningar þínar þekki eg, þegar al- varan hrynur á þær. Hinsvegar er eg ekkert frá því að það komi jafn- ara við þig, að sjá fyrst vegsum- tnerkin og skulum við því halda á- fram.” Hjónin hélclu áfram að bergsúl- unni og sáu þá bæði jafnt að hatt- urinn lá á klöppinni. Ólöf náföln- aði og stundi við eins og hún hefði fengið sáran sting i gegnum brjóst- ið, settust þau þá niður til að átta sig á viðburðunum, en í sömu svip- an sáu þau að Rósa hafði komið á eftir þeim og var þegar komin til þeirra. Rósa var rétt 24 ára gömul, hún var fremur smá vexti en fallega vaxin og fríð i andliti, með mikið, dökt hár, nærri svart, augabrýrnar dökkar háar og svipmiklar, ennið drættir að þeim líktust því helzt að hátt og augun dökkblá og djúp, hana svimaði, frá augabrúnuin hækkaði nefið jafnt og beint, og svaraði vel andlitinu, að munnvikj- unum hennar lágu ofurlitlar línur frá öllum síðum eins og hún hefði alla jafnast látið sér ant um að kipra hann saman. Hún mundi ekki hafa verið kölluð brosmild, en samúð og einlægni lágu í svipnum. Þarna stóð hún teinfétt og óvanalega há- leit hjá foreldrum sínum, snéri sér að berginu og sagði: “Þið eruð stödd hér rétt fram af kirkjudyr- unum mínum og til þess ætlaðist eg, þegar eg hraðaði ferð minni á eftir yklAir. Eg vilÓi að þið sæjuð alt sem blasir við augum mínum hérna framundan. Allir klettar eru augum mínum horfnir, frammi fyrir mér er eins og mjög þægilega upp- lýst stórhýsi, ljós, sem ber nokkuð annan litblæ en sólskinið, en er þó ekki mikið sterkara. Hvergi undir klettabeltinu opnast mér útsjón þessi annarsstaðar frá, en við súlu þessa. Eg finn að þessi útsjóna- hæfileiki kemur eins og þýður og svalandi vorblær í stærri og smærri bylgjum yfir áhöld anda míns, inn í hugarfylgsni min, eins og innri landi. Ekki bar á neinni sárri sorg- þörfin og eftirlanganir hjarta míns útheimta, til skilnings og þekkingar á því, sem fyrir augun ber. Stund- um er þetta mikla stórhýsi með bogadregna ljóshvolfinu eins og eitt óaðgreint dýrðar- og sæluheimkynni, þar sem þúsundir manna sjá frá augliti til auglitis, og hugsunarveg- irnir sjást i hærri og lægri boga- dregnum linum frá einum til annars með þúsund mismunandi litum á Ijóshvolfinu, sem koma og hverfa eftir afli hugans og viljans. 1 fyrst- unni lítur þessi sýn út eins og áður óséður og óútmálanlegur friðarbogi, en fyrir áhrif bylgju blævarins á skilnings. og viljakraft minn, þá fer eg smám saman að geta aðgreint hugsunalínurnar frá einum til ann- ars hvað langt sem er á milli þeirra, sem orsaka þær. Mér finst að þessi sýning muni vera allshenjar þroska- próf, af engum sögð, en öllum sjá- anleg, svo réttlætið beri sjálfu sér vitni í hjörtum hlutaðeigenda. Stundum er eins og falli niður f jöldi af skilrúmstjöldum í þessari dýrð- arhöll, og eru þá híbýlin orðin ó- teljandi. Þá er mér alt það lægra hulið, en Ijóshvolfið og hugsunar- linurnar er ofar öllum tjöldum. Þegar alt er óaðskilið, þá sé eg hugs. unarhátt, framkvæmdalöngun og á- hrif mannanna frá einum til annars, á útgeislun af höfðum þeirra, og sé frelsið í því að enginn takmarkast af öðrum en sinu eigin þreki, eftir- löngun og vilja. Þannig þekki eg einstöku menn, sem nýlega eru horfnir af okkar tilverustigi, að þeir ætla sér of mikið, og hverfa frá fyrirætlunum sínum, af þvi að inn- byrðisþrekið og framkvæmdalöng- unin er á enda, áður en takmark- inu er náð. Eg sá áhrifin manna á milli af því að útgeislun eins skýr- ist fyrir augnaráð þrá og eftirlöng- un annars. Eg sé að engin kenn- ing getur verið sannari en sú, að það sem af holdinu er fætt, það er hold, og það sem af andanum er fætt, það er andi. Eg sé að eitthvað af híbýlum himnaríkis er líka á jörðunni okkar, aðeins á öðru og sælla tilverustigi. Eg sé að andi mannsins afklæddur holdinu, er þó lpigi háður ástriðum þess. Eg virð- ist æfinlega vera velkomin hér, en aldrei er við mig talað nema með hugsunar áhrifiim, augnaráði og svipbreytingum. Eg hefi sagt ykk. ur svona mikið í viðurvist vina minna, þó þið sjáið þá ekki, til þess að dreifa sorgarskýjunum, og leiða ykkur að svölunarlindunum. Nú ætla eg að ganga með ylckur yfir að hylnum og leggja hönd að því að ná líkinu úr ánni, eg sá að pabbi Iagði silunganetið á öxlina, og þótti vænt um það. Þá leiddust þau öll yfir á klöppina og likið blasti við augum þeirra í silfurtærum hylnum. Lík- lega i fyrsta sinn á æfinni, en þó eins og vön að segja fyrir verk- um. Sagði nú Rósa föður sínum að leysa sundur netið, en hún sjálf sótti stöngina, sem þar lá til hlið- ar, og alténd var notuð til að ýta með henni netinu út í ána eins langt og þurfa þótti þegar dregið var fyr- ir silung. Faðir hennar tók við stönginni og rétti henni annað togið, stjakaði hann þá netinu út í ána fram fyrir líkið og þau drógu það að arstunu, enginn grátur braust út, ekkert æðruorð talað, en allar hreyf- ingar voru hljóðar og kyrlátar og báru vitni um þuriga alvöru. Á meðan líkið lá á grúfu og rann nokkuð af vatni upp úr því, þá tók Rósa upp hjá sér hárgreiðu og greiddi hár bróður síns. Á það horfði móðir hennar, og felti þá nokkuj tár hljóðlega og eins og í farvegi ástareinkennanna á andlit- inu. Þá snéru þau likinu við og hjálpuðust að við það að leggja það til, veita því nábjargirnar og bundu að síðustu klút fyrir andlitið. Þeg- ar nú þessu öllu var Iokið, þá sýndi Sigurður þeim mæðgum hvar þeir stæðu vanalega á klapparstalli við ána, þegar þeir stjökuðu netinu út fyrir silung, áður en þeir byrjuðu fyrirdrráttinn og gengju frá klöpp- unum yfir á eyrina, til að hafa góða landtöku með silunginn: við klapp- arstallinn var hyldýpi. Nú sagðist hann segja mönnum svo frá að þeir hann og Eirikur hefðu vaknað snemma til að draga fyrir í ánni til reynslu, því vera mætíi að silungur væri kominn í svo góðri tið; að Eiríki hefði skrikað fótur, hann slegist við klöppina og fallið rotað- ur út í ána, þar sem hann gat ekki náð til hans í tíma. Enginn mundi rengja sig um þetta, en þá væri komið i veg fyrir að almenningur segði að Eiríkur hefði vísvitandi stytt sér stundir. Auðséð var á Ólöfu, að henni líkaði þessi ráða- gerð vel, hinsvegar varð ekkert um það séð hvort Rósu líkaði betur eða ^ver. Öll gengu þau nú heim á leið, en þegar þau komu að bergsúlunni, sagðist Rósa verða þar eftir um stund, hjónin héldu áfram. Þegar þau komu upp á bæjartröðina sáu þau að vinnuhjú þeirra voru byrj- uð á túnvinnu sem nokkra næstliðna daga, þeim hafði þvi tafist talsvert á. Fyrst gengu hjónin inn í búr til Jórunnar, húsfreyja settist á búr- kistuna, og studdi hönd undir kinn, en það var ólikt hennar daglega og fjörlega viðmóti og hreyfingum. Sigurður sagði Jórunni sorgarat- burðinn; henni brá að vísu, en sagðj þó að sig hefði órað fyrir því að einhver ósköp kænui fyrir. En En hvað þú hefir vaknað snemma, Sigurður minn, að eg skyldi ekki verða vör við þegar þú vaktir Ei- rík.” Sigurði brá snöggvast, en hann áttaði sig fljótt og sagði: “Hann gat ekki sofið og var kominn ofan á undan mér”; en þá mundi hann eftir rúminu og gekk strax inn í baðstofu og rótaði til í því svo það skyldi ekki bera vitni á móti sér. Hefði einhver verið nærstaddur, þá mátti heyra hann tauta við sjálfan sig: “Þannig er lygin ætíð hálasti bletturinn.” Sigurður var hreppstjóri í sveit- inni, og forvígismaður allra vanda- mála, honum var því kunnugra um það en flestum öðrum, hverjum vandkvæðum það var bundið að fá að jarða þau lík í kirkjugarði, ér eins stóð á með og hér lá fyrir, og óbærileg tilhugsun var það hdnum að vita af leiði Eiríks síns utangarðs. Hann var því ráðinn i því hvað sem fólk fleipraði á milli sín, að láta jarða son sinn algengri venju sam- kvæmt. Hann var heldur ekki hræddur um að menn bæru sér and- stæðar sögur eftir Jórunni. Alt i einu kiptist hann við þar sem hann stóð á gólfinu, og tautaði við sjálf- an sig: “Það er kannske ekki auð- velt að ná út yfir takmörk lyginnar, þegar hún skýtur rótum, nú er ein- mitt treyjan og hatturinn þurt upp á klöpppinni, eg gleymdi því; en þá grýlu get eg ennþá skorið niður.” Skömmu seinna mætti hann Rósu sinni út á hlaðinu; hún hvíslaði að honum að hún hefði bleytt hattinn og treyjuna og lagt það ofan á lík- ið. Þegjandi þakklætið og aðdá- unin skein á svip hans. Sigurður annaðist hetjulega og rausnarlega á allan hátt um útför sonar síns, eins og honum var á öll- um sviðum lagið. Skáldið N. F. G. Grundtvig 150 ára minning. Eftir prófcssor dr. phil. Richard Bcck. Framh. Liðu nú nokkur ár, áður en meiri- háttar skáldrit kæmi frá hendi Grundtvigs, og fór það mjög að vonum. Að vísu lagði hann ekki skáldskapinn á hilluna, en hann sökti sér niður í fræði-iðkanir og gerðist jafnhliða ótrauður merkis- beri trúarskoðana sinna i ræðu og riti. Var það einmitt á þessum ár- um (1825), að han'n átti í hinni rörnrnu og víðkunnu trúmálasennu við Henrik Clausen háskólakennara, forkólf skynsemistrúarmanna, sem var bæði varð örlagarík fyrir Grundtvig sjálfan og ávaxtarík fyrir danskt þjóðlíf og trúarlíf. En hann var að því leyti ólíkur mörg- um samtíðarskáldum sínum, að hann var athafnamaður, vigreifur og vopnfimur bardagamaður engu síður en snjall bragsmiður. “Hon- um svipaði miklu fVemur til forn- skáldanna/ sem gengu fram á vig- völlinn og greiddu biturleg högg um leið og þeir kváðu óð sinn; voru hvorutveggja í einu bæði skáld og hetjur.” (Jón Jónasson). Það var ekki fyr en 1829, að út kom næsta skáldverk Grundtvigs, og að ýmsu leyti hið einkennileg- asta rit hans, Kronike-Rim til lev- ende Skolebrug; en þar er í ljóðym rakin saga Danmerkur um aldar^ðir og að nokkru sjálf veraldarsagan, stiklað á tindum stærstu viðburð- anna og brugðið upp myndum af þeim mönnum sögunnar, sem mest- um straumhvörfum hafa valdið. Kvæðasafn þetta er ort sem kenslu- bók, til að létta sagnfræðinám, frem- ur en skáldrit; en þó eiga mörg þess- ara ljóða verulegt skáldskapargildi eigi síður en fræðigildi; kvæðið um Knút mikla byrjar á þessum fögru og marglofuðu ljóðlinum: “Hvor smilende Kyster ved Sundene smaa som Broder og Söster hinanden forstaa; hvor Hav-Fruer danse með Skovmærke-Kranse paa Bölgernes Top; hvor Ager-Höns klukke NUGA-TONE ENDURNÝJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellfðan. Hefir oft hjálpað. er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. for Sö-Haners Vugge, der voxde eg opI” • Hér er ekki ófimlega gripið í gigjustrengina, og hér talar skáldið beint út úr eigin hjarta; en því að- eins eiga ljóðræn kvæði sér langa lifsvon, að þau hafi vaxið upp úr slikum jarðvegi. Safn eldri kvæði Grundtvigs, Norrœn smákvœði (Nordiske Smaa. dikte) voru prentuð i Kristianiu 1838, og er þar margt minningar- Ijóða, ættjarðar- og hvatningar- kvæða, meðal þeirra “Bjarkamál in dönsku’’ (Bjarkemaalets Danske Efterklang) hreimmikil og kröftug, en tvö fyrstu erindin eru þannig i ágætisþýðingu séra Matthíasar: “Rennur dagur, röðull fagur reifar gulli bjarka fald, haninn galar Herjans salar hverfa blys und nætur tjald. Vaki, vaki hermenn harðir, hlaupið upp og spennið gjarðir, árdagsstund ber arð í fnund. Hornin gjalla, hvellan kalla herðimenn af veikum blund; steinar gnesta, stólpar bresta, stökkur gim um fagran lund. Vek eg ei að munar-málum, meyjar vör og drykkjuskálum ; nú skal hefja Hildarleik.” Vel túlkar Grundtvig i þessu kvæði norrænan hreystihug, og var það ekki að undra um skáld, sem drukkið hafði jafn djúpt af hrein- ustu lindum norrænnar lífspeki, fornkvæðunum og fornsögunum ís- lenzku. Hér má og nefna hið fagra kvæði Grundvigs “Móðurmálið,” sem einnig er viðkunnugt meðal ís- lendinga i snjallri þýðingu séra Matthíasar. 1 þessum lofsöng um mæðra- og feðratunguna, og fáir hafa fegurri kveðnir verið, fléttast sarnan í hljómræna heild ást skálds- ins á þjóðlegum fræðum og trú hans á mátt hins lifanda orðs. Móð- urmálið, “sem geymir fortíð og fósturland með fegurðardraufnnum háa,” er “máttarorð í munni lifandi þjóða.” Þessi trú skáldsins á vakn_ ingar- og þroskunarafl hins lifandi orðs, kemur sterklega fram í lýð- fræðsluhugsjónum hans, þar sem á- herzla er lögð á munnlega fræðslu. Þarf þó enginn að ætla, að Grundt- vig, sem alla daga var vakinn og sofinn í bóklegri iðju', hafi eigi kunnað að meta menningargildi hins ritaða orðs. Söngurinn mikli, sem tíðkast í lýðháskólunum, á einnig rót sína að rekja til bjargfastrar trúar skáldsins á þroskamagn hins lifanda orðs, og hefir sama mark- mið fyrir augum sem hin munnlega fræðsla; eru söngvar þessir annað- hvort beint frá Grundtvig komnir eða ortir í anda hans, fjörugir og hvetjandi, því að þeim er ætlað að auka mönnum sanna lífsgleði og vekja þá til starfs. Skáldskapur Grundtvigs, almenns efnis, er því næsta mikill að vöxt- um, og harla vítt landnám fer hann eldi í kvæðum sínúm. Þau hafa verið flokkuð sem hér greinir: per- sónuleg kvæði, sem sprottin eru beint upp af lifsreynsíu skáldsins, söguleg kvæði, í frásegjandi, drama- tísku og lýrisku formi, söngvar og hvatningarkvæði. Er þar því um allmikla fjölbreytni að ræða. Auk fræði- og bókmentalegs gildis, er skáldskapur Grundtvigs merkilegur fyrir það, að í honum má, glöggvar heldur en í ljóðum margra annara, lesa þroskasögu skáldsins og hug- sjóna hans. Þó hefir höfuðverk Grundtvigs á skóldskaparsviðinu enn eigi rætt verið, en það er hið mikla sálma- safn hans, Sangvcrk til dcn danskc Kirke, sem út kom i tveim bindum árin 1837 og 1841, að ógleymdum öðrum sálmasöfnum hans. Flestir eru sálmar þessir ortir á síðari ár- um skáldsins, eftir að hann hafði

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.