Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1935. 5 hátt og leiddi til þess, aS andlegir samherjar og trygÖavinir, eins og séra Jón Bjarnason og séra FriÖrik, o. fl., slitu samvistum um stund; og kirkjuskipiS tók að liÖast sum- staðár í sundur, t. d. í Dakóta og víðar. unz aftur hefir víðast verið fært í lag, ekki sízt í Dakóta, sem á seinni árum mun mest að þakka ágætri leiðsögn prestsins þar, séra Haralds Sigmars, tengdasonar hins ljúfmannlega, aldraða prests, séra Steingríms Thorlákssonar, föður Oktavíusar, trúboSans í Japan. 1 storminum, sem þarna skall á, var deilt um guSfræSilegar útskýr- ingar á helgidómum trúarinnar. ÞaS var stríSiS milli trúar og þekking- ar. En tímarnir hafa breyzt og storminum slotaS. Nú er frekar stefnt aS bandalagi milli trúar og þekkingar. En þá hefir stríSiS brotist út á öSrum staS. ÞaS er stríSiS á milli trúar og efnishyggju um afstöSu til verSmæta lífsins, einleum í fjármálum og félagsmál- um. Þetta striS útheimtir, aS sér- hver trúarleg afstaSa til verSmæta lífsins leggi tafarlaust niSur allan innbyrSis vopnaburS, og gangi fylktu liSi fram til sóknar og varnar sérhverju því, sem rétt er frá sjón- armiSi guSsríkisboSskapar Krists. Er þess aS vænta, aS KirkjufélagiS eigi eftir aS leysa hér af hendi mik- ilvægt starf framvegis, til blessun- ar öldum og óbornum. En aS starfsemi Kirkjufélagsins hefir orS- iS arSberandi og blessunarrík fyrir þjóSarbrotiS vestan hafs, byggist á því, aS Kirkjufélaginu hafi veriS sendir ágœtir foringjar. Prestar Kirkjufélagsins hafa æf- inlega veriS áhugasamir og ötulir kirkjunnar þjónar; eru þeir lífiS og sálin hver í sínum söfnuSi. Vil eg hér sérstaklega minnast hins dug- andi, núverandi forseta Kirkjufé- lagsins, séra Kristins K. Ólafsson- ar. Hann þjónaSi Dakóta-söfnuS- unum, ásamt mér, á mínum árum vestra, meSan leiSirnar voru ennþá aSskildar. StóSum viS þá oft á önd- verSum meiSi, og sitt sýndist hvor- um. En er sáman dró, var hann manna fúsastur til aS rétta fram sina öflugu bróSurhönd; og var þaS meSal annars fyrir tilstilli hans, aS um samleiS gat veriS aS ræSa. Þegar litiS er yfir starfsemi Kirkjufélagsins i hálfa öld, verSa þaS þó einkum þrír foringjar, sem gnæfa yfir. En þaS eru þeir séra Jón Bjarnason, séra FriSrik J. Berg- mann og séra Björn B. Jónsson; tveir hinir fyrnefndu dánir, en hinn þriSji enn á lífi. Eru þeir allir þektir hér heima. Um séra Jón segir Þórhallur Bjarnason biskup: “ÞaS hefir varla annar maSur ís- lenzkur, aS Jóni SigurSssyni frá- skildum, þessa síSustu mannsaldra, haft jafn mikla leiStoga hæfileika og séra Jón Bjarnason.” Séra Jón var maSurinn meS hiS hreina, guS- elskandi hjarta. Séra FriSrik tel eg einnig hafa unniS Kirkjufélaginu hiS þarfasta verk. Og nú á þaS því láni aS fagna aS eiga enn hjá sér séra Björn, sem hefir viljaS sameina í sjálfum sér þetta tvent: HiS guSelskandi hjarta séra Jóns, og viSsýni—hina bjartsýnu og þrótt. miklu trú séra FriSriks. HiS mikilvæga starf hafSi Kirkju. félagiS ekki leyst af hendi án af- reksverka þessara ágætu foringja sinna. Og þó hefSi jafnvel þaS náS skamt, hefSi liSsmennina vantaS. IliS mikilvæga starf Kirkjufélags- ins er síSast, en ekki sízt, því aS þakka, aS því hafa valist öflugir liðsmenn. ÞaS er safnaSarfólkiS, sem bor- _iS hefir hita og þunga dagsins. Þetta fólk er alt sjálfboSar. Því hefir aldrei veriS boSiS út af ríki og stjórn. ÞaS hefir af fúsum og frjálsum vilja boSiS sig fram sjálft til starfsins, og æfinlega haldiS því viS af mestu rausn. Þetta fyrir- komulag er Kirkjufélagsins stóri styrkur. Öflugum liSsmönnum var á aS skipa, sem bezt reyndust, er á reyndi. Minnist eg æfinlega meS aSdáun margra slíkra i söfnuSi mín- um, þó aíS eg gefi ekki um aS nefna nöfnin hér. | þessu sambandi ber þó aS minnast tveggja núlifandi á- GEIUIANY’S NAVY GIVES SPECTACULuVR DISPLAY AT KIEU This picture was taken when the German Navy ended a week’s visit to Kiel to attend the “Navy Week’’ there, and shows a brilliant finale with searchlights flitting across the heavens. The ships were floodlighted for the occasion. gætismanna, sem öSrum fremur hafa styrkt KirkjufélagiS meS ráS- um og dáS. Eru þaS hinn mikil- hæfi læknir í Wjnnipeg, Dr. Brand- son, og hinn ágæti TögmaSur þar, frændi séra FriSriks Bergmanns og góSvinur minn, Hjálmar A. Berg- mann. BáSir hafa þessir menn eflt hina kirkjulegu starfsemi drengi- lega, /og bjargaS málum, er vanda bar aS höndum, meS frábærri ráS- snild. Á Hjálmar Bergmann mest. an og beztan þáttinn í aS færa þaS í lag, sem úr lagi fór um eitt skeiS, þá er stormurinn skall á. ÞaS, sem einkennir alla hina öfl- ugu liSsmenn Kirkjufélagsins — safnaSarfólkiS — er áhugi þess og fórnfýsi. En þetta er ekki eink.enni eldra fólksins einungis, heldur og hins yngra. Kirkjumálin eru þeirra mál og öll sú starfsemi þeirra starf- semi. ViS vinnu sina eru þeir aS hugsa um þetta, og er þeir koma saman, tala þeir um þaS. Og þurfi einhvers viS, eru engin ráS of góS, enginn tími of dýrmætur og ekkert fé of fast bundiS. Svo er reynsla mín. Þarna er vilji, sem aldrei læt- ur á sér standa. Þetta er lifææS allrar kristilegrar og kirkjulegrar starfsemi. Hún slær enn hjá söfnuSum Kirkjufélagsins. ÞaS var fólkiS, sem hratt þessari starfsemi af staS og hefir haldiS henni viS i hálfa öld—fólkiS, setn snortiS hefir orSiS af anda og verS. mætum Meistarans mikla frá Naza- ret. Grunar mig og, aS öll starfsemi kirkju hans njóti sin bezt óháS öllu ytra valdboSi, í fullkomnu frelsi. — Minningar þessar mótast þannig í huga mínum: Hinir öflugu liSs- -menn, sem snortnir hafa orSiS af fanda Krists — safnaSarfólkiS — hefir, undir stjórn ágætra foringja, unniS aS því í hálfa öld, aS æSra ljós skíni á veginn. Og enn má þess fastlega vænta, aS í lífsins mikla stríSi í heimi vorum verSi Kirkju- félagiS löndum vorum vestra fram- vegis eins og eldsúlan, sem gengur á undan og vísar leiS. Páll Sigurðsson.—KirkjuritiS. Islendingadagurinn 4. ágúst, 1935 Silver Lake, Seattle, Wash. Eins og nokkur undanfarandi ár, hafa Islendingar í Seattle-borg á- kveSiS aS halda Islendingadaginn sunnudaginn 4. ágúst n.k. í sama staS og undanfarandi ár. Nefndin mun gera alt, sem í hennar valdi stendur aS láta daginn verSa sem ánægjulegastan fyrir alla, sem sækja hann. Á skemtiskrá verSa færustu ræSumenn og skáld, séra Jakob Jónsson frá NorSfirSi á íslandi og BarSi Skúlason lögmaSur frá Port- land Oregon; tala þeir fyrir minni íslands og Vestur-íslendinga; báSir velþektir ræSuskörungar, sá fyr- nefndi hefir getiS sér ágætan orSstír í bygSum íslendinga austur frá, þar sem hann hefir flutt fyrirlestra um þjóSræknismál. Ennfremur verSur flutt frum- samiS kvæSi fyrir minni Vestur- íslendinga, eftir Dr. Richard Beck og annaS kvæSi fyrir minni ís- lands eftir einn af hinum gömlu þjóSskáldum heima á íslandi. BáSir af þessum skáldmæringum eru svo vel þektir í Bragatúnum aS hvorug- ur þeirra þarf meSmælingar meS. Fjallkonuna mun tákna ein af okkar vel þektu konum, sem nefnd- in álítur bezt til þess fallna. Söngmenn vorir munu og einnig skemta og hefir þaS aldrei veriS neinum vonbrigSi aS hlusta á þá þeg- ar þeir hafa stígiS fram. Iþróttir af ýmsu tagi fara þar fram, svo sem kappsund, kapphlaup og stökk og verSa verSlaun gefin þeim, sem röskastir reynast. Og svo má ekki gleyma því aS þegar kvölda tekur, verSur stíginn dans og vitum vér þaS fyrir víst, aS allir munu þrá aS taka þátt í hon- um. Vestur-lslendingar ættu svo fram- arlega sem ástæSur þeirra leyfa, aS reyna aS sækja íslendingadagsmótin og gleyma þá öllu því, sem er óviS- feldiS; takast í hendur og jafnvel kyssast eins og í gamla daga, drekka kaffi hver hjá öSrum, ryfja upp gamlar endurminningar frá fyrri dögum, segja hver öSrum sögur og fara meS gamlan kveSskap, gerir ekkert til hvort hann er eftir leir- skáld eSa þjóSskáld, bara aS allir geti skemt sér vel og hlegiS og haft góSan tíma. Landar! komiS og sækiS íslend- ingadlaginn; potiS tækifæriS einu sinni á ári aS hittast og endurnýja gamlan kunningsskap. GeriS svo vel aS veita athygli auglýsingum vorum um íslendinga- daginn aS Silver Lake 4. ágúst n.k., sem mun bráSlega birtast í íslenzku blöSunum. Nefndin. Kirkjuritið Tímarit gefið út af Prestafélagi íslands. Ekkert rit, sem út er gefiS á Is- landi starfar betur aS því aS draga saman hugi Islendinga beggja megin Atlantshafs, en hiS nýja og ágæta Kirkjurit er byrjaSi aS koma út um síSastliðin áramót. Eg hefi veriS lesandi Prestafé- lagsritsins frá byrjun þess, hafSi mér reynst þaS sálubót og þroska- meSal, er eg las þaS meS athygli ár frá ári. Mun þaS hiS merka rit jafnan glögglega sýna vaxandi and- legan áhuga, fjölbreytta starfshætti og þróttmikinn áhuga ritstjóranna og þeirra er í blaSiS rituSu. ÞaS sló því nokkrum ugg í huga mér, er séra Helgi Hjálmarsson sagSi mér frá þeirri ráSabreytni síSastliSiS sumar, aS KirkjuritiS ætti aS taka viS og verSa framhald af bæSi KirkjublaSinu og Prestafélagsritinu. Nú er KirkjuritiS búiS aS koma út í 6 mánuSi og finst mér naumast ofsagt aS hvert nýtt eintak þess taki fram þvi næsta á undan. 1 maí. heftinu, t. d. svo aS ekki sé lengra leitaS, virSist mér grein Ásm. próf. GuSmundssonar, er hann nefnir Vor, marka spor, sem bjartsýn hvöt til trúarþrótts og siSgæSis- þroska, svo þrungin og andleg sem hún er; og vel viSeigandi heima á íslandi og hvarvetna. í sama hefti birtist einnig ágæt grein séra Gunn- ars Árnasonar: “SiSaskoSun nútím- ans,” einkar ljúf aflestrar og vekj- andi til umhugsunar eins og hún er.— Nýjasta eintak Kirkjuritsins er nú nýkomiS til mín — júní-heftiS. ÞaS hefir inni aS halda KveSjuá- varp frá ÞjóSkirkju íslands til Kirkjufélagsins lúterska, í tilefni af 50 ára afmæli þess, ritaS af dr. theol. Jóni biskupi Helgasyni, var ávarpiS lesiS upp á hátíSakvöldi kirkjuþingsins, ásaint öSrum kær- komnum árnaSaróskum frá íslandi, og olli mikilli gleSi. Þá er og rit- gerS eftir séra FriSrik Hallgríms- son um forseta kirkjufélagsins, á- samt 4 myndum. Skrifar vor ágæti vinur. og fyrverandi samverkamaS- ur stutta grein um hvern þeirra, dr forsæti hafa skipaS, þá dr. séra Jón Bjarnason, séra Björn B. Jónsson, D.D., séra N. S. Thorláksson og núverandi forseta vom séra K. K. Ólafsson. Auk þess skrifar séra Páll SigurSsson í Bolungarvík “Minningar vestan um haf,” ljúf- lega skrifaSar af einlægum vinarhug samfara glöggum skilningi Þá er þar og birt ritgerS um HjálpræSis- herinn í tilefni af 40 ára starfi hans á íslandi, eftir séra FriSrik Ilall- grímsson. RitiS flytur ennfrennir góSa og vekjandi grein eftir séra Jakob Jónsson, er hann nefnir: ís- land tilsýndar; ágæt grein og fellur sér i lagi vel í geS íslendingum er í Vesturheimi, eSa hvar helzt í heimi sem er, utan íslands dvelja. Auk þess, sem hún er alvarleg hvatning til ÍSlendinga heima og erlendis. Séra Benjamín Kristjánsson ritar og í þessu hefti Kirkjuriti: OpiS bréf til Gunnars Benediktssonar, fyrrum prests í Grundarþingum. Svo er og í þessu hefti einnig “Stund til hljóSrar bænar,” iir bréfi frá lækni, ásamt innlendutn og út- lendum fréttum. Get eg ekki varist þeirri tilfinningu aS hvergi er unt aS fá jafn ágætt rit á íslenzku fyrir einn dollar, sem þetta rit. Eru þaS vinsamleg tilmæli min, aS sem allra flestir kaupi og lesi rit þetta. Fátt virtist mér betur viS eiga en aS hin ýmsu vestur-ísl. lestrarfélög gengj- ust fyrir því, aS ritiS væri keypt, og myndi á þann hátt mikiS mega greiSa fyrir útbreiSslu þess. ViS ættum af ítrasta megni aS hlynna aS okkar eigin blöSum og timaritum hér vestra, en sum is- lenzku tímaritin aS heiman eru þess eSlis að við megurn ekki og getum ckki án þeirra verið,—og eitt þeirra er vissulega Kirkjuritið. Sigurður Ólafsson. Mannalát Gróa Sveinsdóttir Martin frá Krossholti, 86 ára aS aldri andaSist í Selkirk þann 16. f. m.; hún var ætt- uS úr Hnappadalssýslu, skáldmælt kona og vel aS sér um margt. SíSastliSiS sunnudagskvöld lézt aS heimili sinu 614 Toronto St., hér i borginni, frú Sesselja Eggertsson, kona Ásbjörns EggertsSonar, eftir all-langvarandi vanheilsu. Foreldrar hennar voru þau Jóhannes Gott- skálksson og Lilja Jóliannesdóttir Gottskálksson. Sesselja heitin var fædd þann 14. febrúar áriS 1883; hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum þann 24. ágúst 1904, og eign- uSust þau hjón sex sonu, sem allir eru á lífi og hinir mannvænlegustu; eru þeir fæddir í eftirgreindri röS: Harold, Arnold, Hermann, Uuv- rence, Victor og Cecil Ásbjörn. Sesselja var hin mesta atgerfiskona til sálar og líkama, og er%þungur harmur kveSinn aS ástmennum hennar viS brottförina. JarSarför Sesselju fór fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju á miSvikudaginn. Dr. Björn B. Jónsson jarSsöng. Mrs. Ragnar Gíslason söng einsöng, en Mrs. Arnold Johnson lék á orgeliS. Snemma morguns laugardaginn 6. júli lézt á sjúkrahúsi í Grand Forks Elinborg Thomasson, eiginkona Stefáns Thomassonar. Elinborg sál. var skagfirsk aS ætt, en fædd í Mountain-bygSinni 8. júlí 1884. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónson og Solveig Illugadóttir. Elinborg giftist Stefáni Thomasson áriS 1919. Heimili áttu þau svo í MountainbygSinni þar til 1928. Bjuggu þau síSan á öSrum stöSum og nú liSug tvö síSustu árin í Grand Forks. Stefán og Elinborg eignuSust son og dóttur. Sonurinn dó í æsku en dóttirin, Elín aS nafni, lifir móSur sína. Auk eiginmannsins og dótt- urinnar, lifa hina látnu 5 stjúpbörn og tvö systkini, þau Árni Jóhanns- son viS Elfros, Sask. og Jónína, kona H. J. Hallgrimssonar aS Mountain. JarSarför hinnar látnu fór fram frá heimili systur hennar og tengda- bróSur, Mr. og Mrs. H. J. Hall- grímssonar á Mountain og frá kirkjunni á Mountain mánudaginn 8. júlí eftir hádegi. Séra H. Sig- mar jarSsöng. Mrs. Thomasson þjáSist mikiS siSustu þrjá mánuS- ina og var mikiS af þeim tíma á sjúkrahúsi í Grand Forks. Hún var góS og velmetin kona. ÞaS sorglega slys vildi til þann 2. þ. m., aS tveir Islendingar frá Vancouver druknuSu skamt frá staS þeim eSa flóa, sem Half Moon Bay nefnist. GerSist þetta meS þeim hætti, aS eldur kom upp í hát þeim, er menn þessir voru á, er enginn fékk viS ráSiS, og vörpuSu menn- irnir sér, sjö talsins, í sjóinn, og druknuSu fjórir þeirra. íslendingar þeir, er i slysi þessu létu líf sitt, voru þeir Karl Peterson, bróSir Helga Peterson málara, Ste. 6 Granton Apts. hér í borginni, 34 ára og Jónas Hinriksson, er um eitt skeiS átti heima í grend viS þorpiS Leslie í Saskatchewan. BáSir voru menn þessir ókvæntir. Látinn er aS Bjarkarvöllutn viS íslendingafljót, Tn e r k i s bóndinn Hálfdán Sigmundsson, 86 ára gam_ all.—VerSur nánar skýrt frá and- láti hans og jarSarför í næsta blaSi. Ragnhildur Johnson andaSist á heimili dóttur sinnar Mrs. Jónínu Claughton í Grend viS Hensel, N. Dak. 10. jviní þessa árs.. Fékk hún þungt slag nokkrum dögum fyr. Ragnhildur sál. fæddist 1. maí 1857 á Reynivöllum í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Ari SigurSsson og Steinunn ÞórSardóttir, er þar bjuggu. Hún giftist Eiríki Jónssyni áriS 1881. EignuSust þau hjón 8 börn, en mistu f jögur i æsku. Eru þrjú þeirra sem lifa í Dakota, en ein dóttir á íslandi. Til Ameríku fluttu þau hjón 1887 og settust þegar aS í AkrabygS, N. Dak. Þar dó Eirikur 1894. VarS því Ragnhildi baráttan næsta erfiS meS barnahópinn. En hún var bjartsýn, trúuS og einnig dugleg og mikilvirk og farnaSist því vonunr fremur. Seinna gat hún svo búiS í skjóli barna sinna. Ragnhildur sál. var góS kona og vinsæl og auSsýndi trúmensku í hvívetna. Hefir þó ekki sízt veriS viSbrugSiS hve góS- gerðasöm hún var og fús aS liS- sinna öSrum af sinni fátækt. Ragnhildur sál. var jarSsungin frá heimili Mrs. Claughton og Ví- dalinskirkju 13. júní. Fylgdu henni margir til grafar og kvöddu hana kærleikskveSjum, ásarnt meS ást- vinahópi hennar. ♦ Borgíð LÖGBERG! GUARDSMEN USE TI’AH GAS TO CIIECK l/UMBER STRIIÍE Two battalions of steel-helmeted national guardsmen were called out to preserve peace in Tacoma, AArash., following disorders which marked the strike of lumber workers. Threats of a general strike added gravity to the crucial situation which the Government labor conciliators had failed to arbitrate.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.