Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.07.1935, Blaðsíða 4
/ \ 4 LÖGBElRG, FIMTUDAGINN 11. JÚLÍ, 1935. Hógberg GMtS öt hvem flmtudat aí flJ COLVMBIA PRBBB LIHITBB *95 Sarpent Avenue Wlnnipee. Manitob*. UtanAakrtft ritstjórans: BDITOR LiÖQBERG, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. T*rd $8.00 um áriS—BorgUt fvrirfram The “Lögrberg” is printed and published by The Colum- bie Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Þingslit Á föstudaginn þann 5. þ. m., sloknaSi á síð- asta vita sambandsþingsins í Ottawa, því þá fóru, þingslit fram. Úr því, sem komið er, getur þess ekki orðið ýkja langt að bíða að gengið verði til kosninga, því stjórnskipuleg- um dauða deyr þingið þann 17. ágúst næst- komandi með því að tímabil þess rennur þá Út.V Nokkur vafi virtist á því leika um hríð, hvort Mr. Bennett hefði með höndum for- ustu afturhaldsflokksins í framtíðinni, eða leiddi hann til sigurs eða ósigurs í næstu kosningum; nú er það sýnt, að hann verður að öllu forfallalausu foringi flokksins áfram, þó flokkurinn sennilega verði að meira og minna leyti í brotum, þar sem einn af aðal afturhaldsstólpunum, Mr. Stevens, hefir stofnað nýjan afturhaldsflokk, þó sennilega gangi hann undir einhverju yfirskyns um- bóta-gerfinafni. Svo að segja í þinglokin afgreiddi þingið lög um stofnun hveitiráðs eða hveitisölu- nefndar, og var þar í öllum meginatriðum farið eftir tillögum frjálslynda flokksins í því máli. Mr- Bennett kom til valda 1930 með yfir- lýstan þjóðarvilja að baki sér; að minsta kosti á yfirborðinu. Síðan hefir hann verið alt af að tapa, eins og aukakosningarnar til sambandsþingsins hafa svo afdráttarlaust leitt í ljós; hann hefir tapað þeim öllum, að undanteknu einu einasta kjördæmi. Fylkiskosningar hafa farið fram í svo að segja öllum fylkjunum frá því Mr. Bennett tók við völdum, og hafa þær allar undantekn- ingarlaust fallið frjálslyndu stefnunni í vil. Það hlýtur því að verða ofur auðvelt fyrir Mr. Bennett að ráða rúnimar á veggnum; loforðasyrpan frá 1930 hefir riðið honum að fullu, ásamt úrræðaleysinu viðvíkjandi hveiti- sölunni, atvinnumálunum, og nú síðast en ekki sízt, flaustrinu og fálminu í sambandi við hina dramatísku atburði, er gerðust í Regina, og það á sjálfan Dominion-daginn. Það má vel vera, að þeir Mussolini og Hitler séu réttir menn á réttum stað, hvor í sínu landi. Mr. Bennett hefir sem stjórnar- formaður, verið táknræn mynd þeirra Musso- liní og Hitlers. Frjálsmannleg og frjálshugs- andi þjóð eins og canadiska þjóðin, mun eigi ónauðug hlíta forsjá slíkra manna, hverju nafni sem þeir nefnast. Upphlaupið í Regina Fullkomin rannsókn ætti að fara fram í sambandi við upphlaupið í Regina, þar sem lögreglumaður misti lífið og á annað hundr- að manng voru meiddir. Skýrsla um þetta upphlaup borin fram af sjónarvottum gefur það til kvnna að lögreglan hafi verið völd að upphlaupinu samkvæmt skipunum frá Ot- tawa. Hvort sem þetta er satt eða ekki, þá er hitt ægilegt í mesta máta, að hið svokall- aða verkfall í vinnuleysisskálunum skyldi leiða til blóðsúthellinga- Rannsókn ætti fram að fara sem ekki einungis tæki td greina of- beldisuppþotin í Regina, heldur einnig upp- tök verkfallsins og aðferð stjórnarinnar síðan það hófst. Verkfallið ætti að geta sannfært hvert mannsbarn um það að vinnuleysisskálarnir eru ekki nægilegar stofnanir eða fullkomin lausn atvinnuskortsins meðal ungra ein- hleypra manna; það eitt er víst, þrátt fyrir alt, sem sagt er í þá átt að fæða og aðbúnaður mannanna sé viðunandi. Jafnvel þótt fæðan væri óaðfinnanleg, klæðnaðir og húsaskjól í góðu lagi, eins og lítur út fyrir að sé,—já, jafnvel þótt svo sé, þá ber verkfallið í sjálfu sér vitni þess að þegar vinnulausum borgur- um er hrúgað saman í stóra einangraða skála, og þeim haldið þar með nokkurs konar hern- aðaraga og aðeins borguð tuttugu cent á dag fyrir vinnu sína, þá eru opnar leiðir lagðar þessuqi mönnum, til þess að fallast á skoðanir kommúnistaflokksins. Hefði þessir menn haft reglulega atvinnu og eitthvað gert til þess að1 þeir gætu eytt frístundum sínum eins og ungu fólki er eðlilegt að gera, án þess að hugur þeirra væri allur sokkinn niður í djúp myrkurs og örvæntinga yfir högum sínum og framtíðarhorfum, þá hefði ekki verið eins auðvelt að leiða þá afvega og hvetja þá upp- haflega til Ottawa-ferðar. Það, sem hér hefir skeð ætti að verða til þess að koma á einhverjum breytingum í at- vinnuleysingjaskálunum. Mönnunum ætti þar að vera veitt meira svigrúm og tækifæri til heilbrigðra skemtana og uppbyggilegra at- liafna en þeir hafa haft; auk þess ættu þeir að hafa með höndum einhver nytsöm og stöðug verk fyrir sómasamlega borgun. Þetta atriði er nú samt aðeins ein hliðin á því, sem skeði í Regina. Það sem allra næst liggur nú, er hin einkennilega aðferð stjórnarinnar í sambandi við verkfallið, eftir að það var hafið. Þetta atriði krefst ná- k\Tæmra skýringa og fullkominna. A yfirborð- inu benda líkur til þess að sambandsstjórnin hafi beitt gjörræði, einræði og ofbeldi og hafi hvorki sýnt lipurð, skynsemi né virðingu fyrir 'bograralegum rétti þegnanna. Eitt er víst og það er það, að atvinnu- leysingjarnir höfðu fullan rétt til þess að fara til Ottawa ef þeim svo sýndist. Þeir voni ekki fangar í atvinnuleysisskálunum. Þótt þeir væru í vissum skilningi undir um- sjón ríkisins þá höfðu þeir samt óskert og fullkomið frelsi til þess að ferðast um landið hvar sem þejr óskuðu- Hvað eftir annað hefir það komið fvrir að flokkur canadiskra borgara: bændur, iðn- aðarmenn og aðrir hafa farið til Ottawa í því skvni að sýna styrkleika sinn og skýra þar frá kröfum sínum og kringumstæðum. Menn- irnir í atvinnuleysisskálunum höfðu alveg eins greinilegan rétt til þess að fara til höf- uðstaðarins og flytja þar mál sitt, eins og aðrir borgarar. Hitt er satt, að þeir höfðu ekki rétt til þess að gera átroðning á jámbrautum; en eitt hið einkennilega, sem átti sér stað í sam- bandi við þetta verkfall var það að þessum mönnum virtist vera leyft að ferðast með járnbrautarlestunum til Regina án nokkurrar mótstöðu. Upphaflega lögðu verkfallsmenn- imir af stað frá Vancouver og virðast hafa haldið hópinn alla leið til Regina. Blöðin skýrðu frá ferðum þeirra daglega þangað til þeir lentu í Regina. Alt var gert opinber- lega, engu leynt. Hversvegna var þeim leyft að ferðast á flutningslestum alla leið til höfuðstaðarins í Saskatchewan ? Hvers vegna voru þeir skvndilega stöðvaðir þegar þeir komu þang- að? . Hvers vegna sagði Ottawa-stjórnin British Oolumbia stjórninni að hún gæti ekk- ert blandað sér í málið, en sletti sér svo fram í sama mál þegar til Saskatchewan kom, án þess að ráðfæra sig við fylkisstjórnina þar? Önnur spurning, sem verður að svara er þessi: “Hvemig og hver voru í raun og veru upptökin að uppreistinni í Regina síðastlið- ínn mánudag? Ef til vill mætti afsaka það þótt leiðtogarnir hefðu verið teknir fastir á friðsaman og löglegan hátt, ef þeir hefðu verið sekir um það að ^valda upphlaupi eða hefði brotið í bága við lög landsins á einhvern annan hátt. En frásagnir sjónarvotta í Regina gefa það til kynna að mennirnir hafi verið teknir fastir með uppreistaranda frá hálfu yfirvaldanna. Samkvæmt skýrslum, skutu riddararnir á fólkið þegar það var að hlusta á ræður verk- fallsleiðtoganna. Saklausir áhorfendur jafnt og verkfaflsmenn vom meiddir í upphlaup- inu. Atburðir líkir þessum geta komið fyrir í landi þar sem einvaldur harðstjóri situr að völdum. Þeir ætti ekki að geta komið fyrir hér í Canada. Síðast en ekki sízt verður stjórnin að gera fulla grein fyrir þeim leyndardómsfullu skyndilögum, sem frétt frá Ottawa segir að bannað hafi borgurum landsins að rétta verk- fallsmönnum nokkra hjálparhönd- Mr. Guth- rie, dómsmálaráðherrann neitar því að nokk- ur slík lög hafi átt sér stað. En Mr. Wood, yfirmaður riddaraliðsins sjáanlega hagaði sér eins og hann vissi að þessi lög væru til og í gildi. Þhð var greinilega tilkynt almenn- ingi, að öll aðstoð veitt verkfallsmönnum væri bönnuð og að sá væri talinn sekur um glæp, er rétti þeim hjálparhönd—þó ekki væri nema að gefa þeim bita eða sopa eða leyfa þeim sæti í bifreið eða öðru flutningatæki. Ef engin slík skyndilög voru samþykt, hvað- an áttu þá þessar fréttir upptök sín? Og hvernig fer sambandsstjórnin að því að verja þau ákvæði að glæpsamlegt sé að gefa þyrst- um manni drykk eða svöngum bita ? Öll þessi atriði þurfa að skýrast nákvæm- lega, áður en þjóðin getur lagt sinn fullnaðar- dóm á málið. Samkvæmt þeim líkum, sem enn eru fyrir hendi hefir sambandsstjórnin höndl- að málið með ofbeldi og klaufaskap. Hún tók með valdi réttinn úr höndum Saskatche- wan-stjómarinnar, til 'þess að framfylgja lögum landsins innan síns eigin fylkis og sýnilega skipaði hún að beita ofbeldi gegn verkfallsmönn- unum einmitt á þeim tíma sem frið. samleg málalok voru möguleg, — þegar einmitt var verið að miðla málum. Það eru hughreystandi tíð- indi að Saskatchewan-stjórnin hefir tekið umsjón þessa máls í sínar hendur og ætlar að flytja verkfalls- mennina til baka.'en fullkomin saga þeirra viðburða, sem áttu sér stað áður en upphlaupið varð, verður að komast fyrir almenningssjónir. —Ritstjórnargrein úr Winnipeg ZICZAG NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ 1 EINU — pægilegri og betri bók I vasann. Hundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. Free Press. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Kveðjuávarp frá þjóð- kirkju Islands 77/ llins Ev. Lút. Kirkjufélngs íslendinga í Vesturheimi á Hálfrnr Aldar Afmæli Þess. eftir I)R. JóN HELGASON, BISKUP Herra forseti! f nafni hinnar islenzku þjóð- kirkju leyfi eg mér sem tilsjónar- maður hennar að árna Hinu ev- angelisk-lútersk kirkjufélagi ís- lendinga í Vesturheimi, á hálfrar aldar afmæli þess, náðar og friðar frá Guði og frelsara vorum Jesú Kristi. Enginn, sem þekkir starfsferil Hins evangelisk-lúterska kirkju- félags frá fyrstu byrjun, getur annað en vottað því aðdáun sina fyrir starf þess alt til þessa dags, og það alt að einu þótt eitthvað kunni að hafa borið á milli með starfsmönnum þess og starfs- mannaliði móðurkirkjunnar hér á landi, að því er snertir skýr- ingar og skoðanir, varðandi þau efni, sem ágreiningi geta valdið. Hver sá, er hefir kynt sér sögu hins íslenzka þjóðarbrots, sem til Vesturheims fluttist, getur ekki annað en dáðst að þeirri óbifan- legu trúarsannfæringu og því trúarþreki, sem fyrstu forgöngu- menn þessarar félagsstofnunar voru gagnteknir af, er þeir i drottins nafni tóku að vinna að sameiningu hinna íslenzku safn- aða, sem dreifðir voru yfir hið mikla landflæmi, í einn allsherj- arfélagsskap. Erfiðleikarnir, sem hér var við að stríða, voru svo óendanlega miklir og margvísleg- ir, að mörgum hefði hrosið hugur við að leggja út í sliíkt. En trú þessara frumherja félagsstofnun- arinnar á sigur góðs málefnis hefir vissulega ekki orðið til skammar. Þrátt fyrir alla erfið- leikana, sem urðu á vegi Kirkju- félagsins og sumpart stóðu í sambandi við alla aðstöðu hinna dreifðu safnaða, sein sameina átti, ’en sumpart voru eðlilegar afleiðingar mannlegs ófullkom- leika, þá hefir þessi félagsskapur eflst og rviðhaldist þlt til þessa dags. Og enginn, sem til þekkir, getur efast um, að starf kirkju- félagsins hafi borið blessunarríka ávexti og það haft ómetanlega þýðingu fyrir það brot hinnar islenzku þjóðar, sem starf fél- agsins var helgað. Tilgangur kirkjufélagsins hefir frá upphafi verið hinn sami sem hann er enn í dag: að styðja að einingu og samvinnu kristilegra safnaða af hinni íslenzku þjóð vestan hafs- ins, og að efla kristilegt trúarlíf meðal þeirra, hvarvetna þar sem það náði til. I hvorutveggja til- liti á kirkjufélagið nú á fimtugs afmæli sinu yfir fagran starfs- feril að líta og hefir með starfi sínu og stefnufestu unnið til fylstu virðingar allra, sem bless- un og gagnsemi slíks starfs kunna að ineta. Móðurkirkjan islenzka telur sér skylt að votta kirkjufélaginu virðingarfylstu al- úðarþakkir fyrir þessa umhyggju þess fyrir börnum hennar, sem héðan fluttust til langdvalar í fjarlægri heimsálfu, og niðjum þeirra, svo að þeir fengju varð- veitt trúararfinn, sem þeir fluttu með sér héðan að heiman, og kristilegt trúarlíf þeirra eflst og varðveizt með þeim. En í sambandi við afmælishátíð Hins evangeliska lúterka kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi er móðurkirkjunni einnig ljúft að minnast hollra, vekjandi á- hrifa af ýmsu tægi, sem henni sjálfri hafa borist frá forystu- mönnum kirkjufélagsins á liðinni tíð. Raddir, sem að vestan bár- ust hingað austur yfir hafið, urðu einatt til þess að knýja móður- kirkjuna og starfsmannalið henn- ar til frekari sjálfsþróunar varð- andi kirkjulegan hag vorn. En sú sjálfsþróun leiddi aftur til þess, að augu hennar lukust upp fyrir ýmsum vanhögum á lífi og starfi hennar, og vakti góða starfsmenn hennar til umhugs- unar um, hvernig úr þeim yrði bætt, og síðan einnig til meiri framtaks- og athafnasemi um þau efni. Fyrir þessi hollu áhrif tel- ur móðurkirkjan íslenzka sig í þakkarskuld við hið vestur-ís- lenzka kirkjufélag. En jafnframt því að starfa að varðveizlu og eflingu heilbrigðs kristindóms og kristilegs áhuga meðal fslendinga, sem\fluzt hafa vestur um haf, hefir kirkjufélag- ið frá upphafi vega sinna sýnt lofsverðan áhuga á þvi að vinna að varðveizlu islenzks þjóðernis og tungu samlanda vorra vestan hafs, og orkar naumast tvímælis, gð Vestur-fslendingar eiga ekki (jterum fremur en kirkjufélaginu þakkir að gjalda fyrir það, hve vel—og vonum fremur—þessu broti þjóðar vorrar hefir tekist að varðveita tungu sína og þjóð- erni í hinni miklu dreifjngu, þar sem segja má, að ægi saman öll- um þjóðum, kynkvíslum og tungumálum. Með þessu hafa ekki hvað sizt forystumenn hins vestur-íslenzka kirkjufélags unn- ið til óskoraðs þakklætis og virð- ingar allra vor, sem hið aldna móðurland byggjum, og sumir þeirra enda getið sér þann orð- stír í sögu þjóðar vorrar, sem seint, ef nokkuru sinni, mun fyrnast yfir. Hið evangelisk lúterska kirkju- félag íslendinga í Vesturheimi stendur nú á tímamótum, og hér, sem oftar, veit enginn, hvað ó- kominn tími geymir í skauti. Tímarnir, sem yfir standa, eru í flestum greinum svo frábrugðnir sem frekast má liðnu tímunum, sem vér höfum lifað. öflin, sem um yfirráðin berjast á nálægum tíma, eru svo margvísleg og sund- urleit, að enginn er þess, að eigin hyggjuviti, máttugur að segja, hvað ofan á verður um síðir, hvort það verða öflin, sem öllu vilja kollvarpa, eða öflin, sem varðveita vilja þá dóma, sem helgastir eru með þjóðunum. Er því sízt að furða, þótt Hgg og kviða setji að mörgum, er þeir hugsa til timanna, sem framund- an eru. En hins vegar þarf eng- inn, sem trúir á guðlega hand- leiðslu samkvæmt drOttinlegum fyrirheitum Guðs orðs, að láta hugfallast, þótt dimt sé uppi yfir og horfurnar virðist miður glæsi- legar. Og kirkjufélag Vestur-ís- lendinga þarf þess vissulega ekki heldur. Það sér í dag markastein reistan og á hann letruð orðin: “Hingnð til hefir drottinn hjálpnð oss!” Sá Guð og faðir drottins vors Jesú Krists, sem á umliðnu hálfr- ar aldar skeiði lét svo oft og dá- sainlega máttinn fullkomnast í veikleika, virðist að gefa kirkju- félaginu vestur-islenzka náð til þess að geta lagt upp í nýja á- fangann með djörfung trúarinn- ar í hjarta og játning guðs-barns- ins á vörum: “Hingað til hefir drottinn hjálpað oss!” Hann virð- ist af náð sinni að styðja það í starfi þess á ókomnum timum og að fullkomna gleðbþess með því að gefa því að Iíta fagra ávexti af starfi þess í hinum mörgu dreifðu söfnuðum, sem það frá öndverðu setti efst á stefnuskrá sína, útfluttum löndum vorum til eilífrar blessunar. Með þeirri einlægri ósk og bæn sé Hið evangeliska Júterska kirkjufélag íslendinga í Vestur- heimi, með öllum stofnunum þess og öllum starfsmönnum þess, bæði lærðum og leikum, fal- ið vernd og varðveizla vors himn- eska föður af þjóðkirkju móður- landsins, sem, um hendur til- sjónarmanns síns, felur að end- ingu allar kveðjur og óskir sínar i þessum orðum postulans: “En Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda.” (Róm. 15, 13). —Kirkjuritið. Minningar vestan um haf í tilefni af hálfrar aldar af mceli “Hins Ev. Lút. Kirkjufélags Islendinga í VesturJieinii’’ Á þessu ári á Kirkjufélagið hálfr- ar aldar afmæli sitt. Stofnfundur þess var á Mountain, N.-Dak. í janúar 1885; en fyrsta þing þess í Winnipeg, Man. í júni sama ár. í 50 ár hefir Kirkjufélagið leitast við að vera sýnilegur erindreki hins ó- sýnilega, og bæði “miskpnnsamur Samverji” og “hirðir” og leiðtogi löndum vorum í útlegðinni vestra. Á þessu sumri lítur það yfir farinn veg, og minnist þess nú með hátíða- höldum, að hafa notið náðar Guðs til að rækja sitt mikilvæga starf i hálfa öld; er mér sagt, að nálega tvo daga fari hátíðahöld þessi fram á Mountain, N. Dak., til minningar um stofnfundinn þar. Hugurinn hvarflar í vesturátt i tilefni af hátíðahöldum þessum. Minningarnar frá dvöl minni vestra. heilan áratug, eru allar svo lifandi og/ svo bjartar. Dakóta-söfnuðirn- ir, sem eg þjónaði, hafa |fyr og síð- ar verið sterk stoð undir kirkjulegri starfsemi Vestur-íslendinga. Prest. um sínum hafa þeir æfinlega reynst svo undurvel, að fá dæmi munu til slíks. Tel eg það eitt hið mesta lán lífs míns, að hafa þjónað þeim heil- an áratug, þó í veikleika hafi verið. Af hlýjum hug minnist eg Kirkjufélagsins á þessum tímamót- um, þar eð Dakóta-söfnuðirnir allir eru nú ein samfeld fylking í þeim kirkjunnar her, sem, þrátt fyrir. alt, hefir barist fyrir góðu málefni í hálfa öld. Og þó eg og söfnuðir mínir ættum lengi vel ekki sámleið með Kirkjufélaginu, að öllu leyti, hygg eg að engum, sem til þekkir og sanngirni á, geti blandast hugur um, að Kirkjufélagið hefir af hendi leyst mikilvægt starf. Það hefir verið brautryðjandi, varðveitt andleg verðmæti frá glöt- un, og átt útrétta hjálparhönd. Það hefir viljað vera súrdeigið og eining- araflið í félagslifi landa vorra vestan hafs. Það hefir sameinað þjóðar- brotið vestra um kristna trú og þjóð. ararf. Það hefir myndað söfnuði, reist kirkjur, boðað fagnaðarerind- ið, hafið trúboð og haft á hendi mikla liknarstarfsemi. Það hefir og unnið mikið að menningarmálum, með uppfræðslu og uppeldi barna, ungmennastarfsemi, bindindisstarf- semi, og útgáfu margra ágætra bóka, blaða og timarita. Víst hefir það verið eins og sjúkravagninn, á eftir; en einnig í mörgu eins og eldsúlan, á undan. Kirkjuskipið þetta—Kirkjufélag- ið—hefir ekki alt af siglt lognslétt- an sjó; stundum hefir það lent í stormum. Sterkasta veðrið skall á eftir aldamótin síðustu, er hinn skarpvitri og glöggskygni andi og hjartagóði maður, séra Friðrik J. Bergmann, tók að varpa ljósi nýrr- ar þekkingar á trúarinnar heilögu mál. Risu þá öldurnar stundum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.