Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 18. JÚLl, 1935. púsundir af varaliðsmönnum flykkjast nú til Addis Ababa, höfuðborgar Abyssiniu, margir af þeiin villimenn. Pessir menn eru allir reiðubúnir til herþjónustu undir merkjum keisara síns, til varnar gegn úrásum ítalskra herdeilda. Á neðri myndinni sést maður úr vélbyssu-deildinni. Var og er og verða mun Fyrirlestur á Kirkjuþingi 1935 Eftir Björn B. Jónsson. FORMÁLSORD— Leyfist mér, gömlum kirkjufé- lagsmanni, aS tala berum orðum um það, sem í félagi þessu var og er og vcrða munf Bermælgin í erindi þessu stafar af því einu, aÖ þrátt fyrir mörg lýti, sem á Kirkjufélaginu eru, ajm eg þvi hugástum. Heimild til a?5 tala berlega tel eg mér gefna fyrir þá sök, a?5 eg hefi flestum mönnum lengur orÖið kirkjufélagi þessu samferða. Það ár var eg fermdur, er Kirkju. félagið var stofnsett. Man eg glögt það umrót, er af stofnun þess staf- aði í heimkynnum mínum. Þá félagið var tvæveturt og þriðji ársfundur þess háldinn, var eg vikadrengur í vist í Winnipeg og notaði frístundir mínar til að koma í “Félagshúsið” á Jemima St., þar sem þingið var háð 1887. Þangað kom eg fyrst það kvöldið, þá hinn glæsilegi ungi prestur, séra Friðrik J. Bergmann, flutti fyrirlesturinn, sem hefir að fyrirsögn “Hin undur- samlega bók.” Ekki minnist eg frá æsku-árum annarar hrifningar meiri, en þeirrar, sem gagntók mig þetta kvöld. Var sem eldur blossaði upp í sálu minni, er hinn málsnjalli maður hóf ræðu sína á þessa leið: “Þegar skáldið Walter Scott lá fyrir dauð- anum, sagði hann við þjóninn, sem stóð hjá honum: ‘Fáðu mér bók- ina.’ ‘Hvaða bók? spurði þjónninn. ‘Bókina,—ekki er nema ein bók til fyrir deyjandi mann, og það er biblían,’ svaraði skáldið.” — Þótt ekki hafi eg borið saman við hið prentaða mál, veit eg, að eg fer rétt með þessi orð, þó liðin séu 48 ár. Um nóttina vakti eg lengi í mínu vinnumanns-bóli og harmaði það í hljóði enn meir en áður, að eg aldrei gæti orðið að manni. Segi eg frá þessu einu dæmi af mörgum til þess að gera ljóst, hvernig gneistar and- ands kveiktu í sálum vor æsku- manna á hinum fyrstu kirkjuþing- um. Vissi eg svipað þessu farið um Tómas vin minn og fleiri jafnaldra mína. Eitt sinn um þær mundir hlýddi eg á þá alla þrjá á sama þingi; foringjann sjálfan, séra Jón, séra Friðrik og Einar Hjörleifsson. Detta mér nú í hug orð ritningarinn- ar: “Á þeim tímum voru risarnir á jörðunni.” Áheyrandi var eg alla þingdaga á kirkjuþinginu fimta, í Argyle 1889, og gestur var eg á ársþingi við Is- lendingafljót 1890. Þann dag er eg náði lögaldri, 19. júní 1891, hlaut eg sæti á kirkjuþingi, því hinu sjö- unda, er þá var haldið í Winnipeg, og var þar erindreki Fríkirkjusafn- aðar i Argyle. Siðan hefi eg átt sæti á hverju þingi, fyrst sem guð- fræðanemi, en síðan 1893 sem prest. ur. 1 þau 44 ár, sem liðin eru síðan eg fékk sæti á kirkjuþingi, hefi eg ekki tafist frá þingi nemá tvisvar. Annað skifti var eg veikur, en hitt skiftið var eg erlendis. Mér ætti því að vera nokkurn veginn kunnugt um uppruna, eðli og innri sögu þessa félags. Og nú er eg lit yfir fimtíu ára æfi félags- ins, er það tvent, sem fastast tekur um huga minn: Undrun og vxð- kvœmni. Eg undrast þá góðvild Guðs, að hann hefir umborið oss öll þessi ár, þrátt fyrir fávizku vora og rang- sleitni í mörgum greinum. “Og grátskyld viðkvœmni grípur mig” við endurminningarnar um mína gömlu félaga, sem frá eru fallnir. Marga þeirra, leika sem lærða, elska eg enn og blessa hvar i tilverunni sem þeir eru nú. Af þeim prestum, sem fyrir voru í Kirkjufélaginu þegar eg kom í það, er nú enginn lengur starfandi, og enginn lífs á jörðu, nema minn kæri bróðir, séra N. Steingr. Thor- láksson. Tveir voru þeir menn, sem mest eru valdir að jarðneskum ör- lögum mínum. Þeir kvöddu mig nærri barnungan til starfs með sér og réðu því, að eg lét af fyrirætlan minni annari, lögfræðanámi, og gerðist prestur. Blessunarrik áhrif þessara tveggja manna fylgja mér til dauðadags. Aldrei hefi eg viljað misbjóða virðingu þeirra, með því að apa eftir þeim, né heldur syndga móti göfgi þeirra með svardögum og særingum við þeirra nöfn í hags. munaskyni við eiginn málstað. En þar sem mér á þessari hátíð finst eg vera staddur nær þeim nú en nokkuru sinni fyr, er niér það yndi að rétta, glaður í anda, hönd mína hægri upp til heimkynna hólpinna manna, þar sem þeir eru: Jón Bjarnason, faðir minn, og Friðrik Bergmann, bróðir minn. Bið eg nú alla velvirðingar á þess. um formálsorðum. VAR— Það eru fyrstu drög til Kirkju- félags þessa, að fyrir sex tugum ára hófust íslenzkar smábygðir í Vestur. heimi. Útlendingar þessir hinir ís- lenzku áttu það sammerkt við aðra menn, að án félagslífs gátu þeir ekki unað sér. Félagsþörfinni urðu þeir að fullnægja í sjálfs sín hópi, svo sérlundaðir sem þeir voru og öðrum mönnum ólíkir að háttsemi og tungutali. Gerðu þeir því fé- lagsbú sin á meðal, sjálfum sér til þrifa og gleði. Var þar frumstofn og fyrirmynd íslendinga-félagið í Milwaukee. Nefndust íslendinga- félög þessi ýmist “Framfarafélög,” “Lestrarfélög” og seinna “Menn- ingarfélög.” öndverðlega kom þó í ljós, að félagslega þörfin brýnasta var samfélag um átrúnaðinn—sam- félag um Guð. Fór þá svo árla á landnámsöld, að trúarbrögðin urðu meginþáttur félagslífsins. Fékk þetta því fremur fram að ganga sem aðal-leiðtogar nýbyggjanna og ein- ustu “lærðir” menn i nýlendunum voru prestar: séra Jón, séra Páll, séra Halldór og séra Hans, hver á sinn hátt og á sínum stað. Mynd- uðust þá trúarbragðafélög i hverri bygð, er svo fyrir 50 árum tóku í dreifingunni höndum saman og stofnuðu “Hið evangeliska lúterska Kirkjufélag íslendinga í Vestur- heimi.” Ef uppleysa skal í huga sér þau efni, er Kirkjufélagið var myndað úr, og ef skilja á sögu þess rétt, þá ber athygli að beina að tveim megin. atriðum. Annað er það, að þótt trú. arþörfin væri efst á baugi, þá var það þörfin á félagsskap, ein og út af fyrir sig, sem dró menn saman. í trúarbragðafélögin gengu menn ekki síður af óljósri samfélagsþrá við sambygðarmenn sina, heldur en af verulegri sannfæringu fyrir gildi trúarsetninganna. Fyrir þvi gátu þá einstaklingar undist við trúmál- unum sjálfum þegar áreyndi eftir því hvernig tilskipaðist um manna- forráð, frændsemi og brautargengi í félaginu. Hitt megin-atriðið er skapgerð Islendinga. Svo að segja frá upphafi, fyrst í Nýja íslandi og síðar nær hvarvetna, svall Sturl- ungablóðið í æðum nýlendumanna. Leið þá ekki á löngu áður ríkin skiftust og í bardaga sló um allar bygðir. Stórir þættir í kirkjusögu vorri frá fyrri tíð eru trúarbragða-stríð- in. í rauninni voru þau þó ekki nema að litlu leyti trúarbragðastríð að því er almenning snerti. Annað trúar-atriðið t. d., sem í öndverðu klauf félagsfylkinguna í Nýja Is- landi í tvent og sendi svo klofning- ana sinn í hvora átt til nýs land- náms, var “útvalningar-kenningin” (predestination). Svo ágætt tilefni, sem sú trúarsetning hefir löngum verið til guðfræðilegra skilminga skólaspekinga, þarf nanmast að gera því skóna, að flokkaskifting og f jandskapur, sá er varð út af þeirri deilu, hafi stafað af ljósri sannfær. ingu almúgans á guðfræðilegum rökum málsins. Svipað má segja um “stríðið mikla” á miðri æfi þessa félags, þá eldur logaði um allar bygðir út af vísindalegum rannsóknum á upp- runa biblíuritanna. í upphafi var ekki ætlast til, að fræðimannlegur ágreiningur vor guðfræðinga út af því efni bærist til almennings, en svo fór, að lið safnaðist um mennina, sem deildu og fólk skiftist í and- vígar fylkingar eftir félagslegum aðstæðum og leiðtogafylgi. Hversu miklu félags-hagsæld ög flokkshyggja hafi um ráðið í styrj- öldum vorum má dæma af því ein- kennilega fortíðar fyrirbrigði, að hinn pólitíski “íhaldsflokkur” Is- lendinga og málgagn hans hallaðist æ á sveif með “frjálslyndinu” í trú arefnum, en “frjálslyndi” pólitíski flokkurinn og málgagn hans barð- ist æ með “íhaldsstefnunni” trúar- legu. Bersýnilegt er það nú í baksýn hverjum heilskygnum manni, að sameiginleg tilbeiðslu-þörf og trú- hneigð hafa ekki verið einu efnin, sem félag þetta er myndað úr, og það líka, að þjóðernisleg skilminga- hvöt og íslenzkir skapbrestir hafi að verkum verið eigi síður en heilagur andi. Þar sem nú hefir verið drepið á norna-fylgju óbilgirninnar í félags- lífi voru í fortið, er þess og Ijúft að minnast, að á ófriðartímunum lýsti sér oft og í mörgu aðdáanleg mann. dáð og hreysti, og í þeim þáttum sögunnar má finna, fremur en í öðr- um þáttum, nokkur merki sannar- legs drangskapar. Eldmóður og trygð við málstað sinn einkendi marga, ásamt drengilegri fórn- færslu því til heilla, er mönnum var kært. Vér, sem stóðum t. d. uppi í öm- urlegu stríðinu þvi, sem kent er við ) árið 1909, þó það stæði svo árum skifti undan og eftir—og nær þetta jafnt til margra í fylkingunum and- vígu báðum,—lærðum upp úr stríð- inu margir að meta og virða hverir aðra. Það er trúa mín, að ekki séu öll vináttubönd traustari nú, en sum þeirra, er ósjálfrátt urðu til upp úr hólmgöngunum á þeim árum. Vér höfum margir beggja megin játað yfirsjénir vorar og syndir, en Eöf- um hins vegar þá hugarfró, að vér börðumst eins og skyldan bauð oss, séð í því ljósi, er vér þá höfðum, og að vér börðumst eins og menn í ræðu, riti og réttarsal. Eg sem í þessu efni má ef til vill fremur öðr- um lifandi mönnum nú úr hópi tala, get sagt það af heilum huga, að hjarta mitt er löngu sátt. orðið við alla menn frá þeirri tíð, nema ein- staka lyddur og löðurmenni, sem ekki höfðust annað að, en að bera róg og læðast með olíusprautur að hverjum smáeldi til að æsa bál. Þá er þess að minnast, að sú var tíð, að skóhljóð þessa Kirkjufélags heyrðist, hvar sem það gekk úm þjóðveginn. Sú var tíð, að rödd þess hljómaði um allar bygðir hér og austur yfir Atlantsála. Eigi var á einni tíð önnur sigð beittari í and- legu þjóðlífi íslendinga, en stálpenni Jóns Bjarnasonar. Þá hann var á bezta aldursskeiði var “Sameining- in” í höndum hans það plógjárn, sem bezt risti svörð íslenzkrar kristni. Þá voru og “Aldamót” um hrið sá “þúfnabani,” er bezt slétti bókmentatúnin íslenzku. Leirburð- ur og holtavæl áttu ekki friðland “undir linditrjánum” hjá Friðrik J. Bergmann. Þá var kraftur, lif og andi í ritum vorum og þá voru þau lesin með áhuga í öllum bygðum. Þá skal hér ennfremur að því vik. ið, að fyr á árum voru málfundir um andleg efni tíðum haldnir út um allar bygðir. Um langt skeið voru “trúmálafundirnir,” sem kallaðir voru, mikilvæg eldkveikja á and- legum sviðum. Prestarnir, sem voru þá færri en nú, fóru fleiri "saman um bygðirnar, fluttu oft á- hrifamikil erindi og leikmenn safn- aðanna ræddu með áhuga á fundum þeim, eigi síður en prestarnir, trúar- og siðgæðismál mannfélagsins. Var oft aðsókn svo mikil að hús fyltust og út af flóði sumstaðar. Nú þótt “trúmálafundir” þessir hefðu nokk- ura ömurlega annmarka stundum, varð af þeim andleg vakning og f jör í félagslífinu. Þá var og andlegt athafnalíf með blóma. Þar til skal fyrst nefna þá hina miklu rækt, sem við það var lögð, og það mikla og djarfmann- lega verk, sem í það gekk, að sníða og semja nýjar helgisiða-reglur og guðsþjónustu-skipulag við hæfi safnaðanna, og undirbúa og á sínum tíma prenta nýja helgisiða- og sálmabók handa söfnuðum Kirkju- félagsins. Saga margra ára sam- vinnu liggur að baki fyrirtækja þessara, og þyrfti þá sögu ítarlega einhvern tíma að segja, svo mikið meginatriði kirkjulifsins sem helgi- siðir og guðsþjónusta safnaðarins eru. Tíðareglur vorar, þ. e. form fryir guðsþjónustum vorum og prestsverkum, eru í þeirri mynd, er þær nú hafa, að mestu leyti verk þeirra séra Friðriks J. Bergmanns, séra Friðriks Hallgrimssonar og séra Björns B. Jónssonar. Allir þáverandi prestar áttu þátt í valinu á sálmum í sálmabókina, en upphafs- maður sálmabókar útgáfunnar og formaður nefndarinnar var séra Jón Bjarnason. Var undirbúningur langt á leið kominn áður hann féll frá, en þar lögðu á siðustu hönd og önnuð. ust útgáfuna séra N. Steingr. Thor- láksson og séra Björn B. Jónsson. Óvist er að fyrirtæki þetta hefði náð fram að ganga og heppnast fjár- hagslega svo vel, sem raun bar vitni, hefði ekki verið fyrir skörungsskap leikmanna. Er þar sérstaklega að geta fimm hundruð dollara gjafar hr. Jónasar Jóhannessonar til fyr- irtækisins á kirkjuþingi 1913 og dugnaður Jóns J. Vopna við prent- un bókarinnar og útsölu 1915. “Fyrrum átti eg falleg gull, nú er búinn að brjóta og týna,” má um það segja, er áður fyr var útgefið æskulýð og börnum til afnota: sunnudagsskólablaðið “Kennarinn,” barnablöðin “Framtíð” og “Börn- in,” lærdómskver, biblíusögur og “sunnudagsskólabókin,” o. s. frv. Minningarritin tvö, “Minning- arrit Kirkjufélagsins” 1910 og “Minningarrit dr. Jóns Bjarnason- ar” 1914, þóttu á sinni tíð nokkur vegsauki þessu Kirkjufélagi. Voru þau bæði i heimahögum samin, stóðu fjárhagslega vel á sjálfs sín merg, og voru þau rit mikils metin á ís- landi eigi síður en hér. Þá er enn er rætt um fortíðina, verður að kannast við, að á fyrri tímum var athafnalif Kirkjufélags- ins með all-miklu fjöri. Upphaf allra fyrirtækja vorra er í fortíðinni og hafa þau öll átt langan aldur. Aðalfyrirtækin eru: “Heimatrú- boð,” eða útbreiðslustarf félagsins heima fyrir, og er það starf jafn- gamalt kirkjufélaginu; “Heiðingja. trúboð,” eða litilsháttar aðstoð af vorri hálfu við kristniboð erlendis, er og gamalt mál, en verkleg fram- kvæmd í þvi hefst 1010; og svo stofnanirnar tvær, sem til Kirkjufé- lagsins teljast, enda þótt þær sé lög- giltar sér, hvor í sinu lagi: Jóns Bjarnasonar skóli, frá 1013 og elli- heimilið Betel, frá 1915. Nú með því að fyrirtæki þessi teljast til þess, sem er, eigi siður en þess, sem var, verður sérstakt tillit til þeirra tekið í næsta kafla. Það sem var.—Það var margt að, það var margt óviturlega og illa gert, en það var líf og andi í félagi voru. ER— Nú er að því kemur að líta yfir það, sem er, dylst engum, hve ólíkt er viðhorf við það, sem áður var. Nú er ekki lengur um nýlendur að ræða, né útlenda menn, er fari ein- förum. Nú er meginþorri þess fólks, sem í félagi þessu stendur, innlent fólk og samborgarar lands- ins annara íbúa. Að tala um oss svo sem séum vér í “útlegð” er fá- ránleg fjarstæða. Horfin eru æfin- týri landnámsalda* Dvínað hefir fjör og bráðlyndi félagslegrar bernsku. Framan af var alt að vaxa; nýjar bygðir hófust; árlega bættist fólk frá íslandi í hópinn og gerðu menn sér miklar vonir og reistu í huga sér kastala framtiðar hagsældar. En menn vöknuðu upp af draumunum. Ekki var hálfur aldur þessa félags liðinn, þegar tók fyrir innflutning hingað frá íslandi. Og er engin kom viðbót, tók hið íslenzka mannfélag vestan hafs að rýrna og verður nú rýrnunin æ meiri með ári hverju. Gengur ís- lenzka bygðin saman nú frá báð- utn endum. Á öðrum enda hrörna og deyja hinir eiginlegu íslendingar, þeir menn, sem á íslandi fæddust og þar ólust upp. Verður innan stund- ar enginn þeirra eftir. Á hinum enda tvísrast hin nýja kynslóð inn- fæddra manna og þeirra afkomenda og hún hverfur inn í þjóðlíf sam- borgara sinna hér, giftist hérlendu fólki og leitar gæfu sinnar hvar sem er, svo sem heimafólk þessa lands. Flestar íslenzkar bygðir hafa gengið saman á síðari árum, hinar smærri liðið undir lok. Við þessu fær énginn mannlegur kraftur rönd reist, og þá heldur enga hægt að á- saka þótt dofni að mörgu leyti yfir framkvæmdum og félagslífi. Ekki heldur hafði fortíðina, fram að miðjum aldri þessa félags, dreymt fyrir þeim jarðskjálftum og hörmungum, er yfir heiminn áttu að ganga og vér “fáir, fátækir, smáir,” ■höfum ekki farið varhluta af. Fram til þess tíma að veraldar-styrjöldin hófst, höfðum vér átt við sívaxandi velgengni að búa og efnahagur stóð með blóma í bygð og borg. Svo kom stríðið og dauðinn; og svo kom kreppan vonda; og nú stöndum vér uppi, ásamt öðrum, hart haldnir og “vitum ei hvers biðja ber.” Þetta tvent, fækkun og fátækt, hafa að sjálfsögðn lamað krafta vora til mikilla muna. Heima fyrir i söfnuðunum er víðast barist góðri baráttu. Flestir söfnuðir líða efna- legt tjón við það hvorttveggja, að margir geta lítt eða ekki af mörkum lagt til starfrækslu safnaðarins, og fé og kröftum þarf að eyða til að- stoðar bágstöddum. Hafa margir EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS,- NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast að í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, verða að rýma sæti, er NUGA-TONB kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna þvi heilsu slna að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOI. — bezta lyfið, 50c. söfnuðir sýnt af sér drengskap góð- an og fastheldni um óðöl sín á hinni erfiðu tið. En að sjálfsögðu hafa söfnuðir þá síður mátt við því að standa straum af öðru, en sjálfs sín lífsnauðsynjum. Mjög hefir því skiljanlega dregið úr orku Kirkju- félagsins, og efnahag þess svo hnignað, að nærri stappar þrotabúi á sumum sviðum; það því fremur sem fyrir breytt viðhorf og plíkar þarfir við það, sem í fortíð var, að skoðanir hafa breyzt á sumum fyrir- tækjuin félagsins. Heimatrúboðs-þarfir eru að sönnu ekki eins brýnar nú og áður var, þegar ómyndaðir voru enn söfnuð- ir í mörgum bygðarlögum og Kirkjufélagið hafði í förum á sinn kostnað presta og trúboða árið um kring eða ársparta, þá er á því sviði ennþá verk að vinna. Til saman- burðar við það, sem er á þessu af- mæli, má geta þess, að á tuttugu og fimm ára afmælinu 1910 söfnuðum vér $5,000.00 til Heiniatrúboðs. Við upphaf núliðins aldarfjórð- ungs áttum vér allvænan Heið- ingjatrúboðssjóð. Fram að þeim tima hafði hann ekki verið notaður. Lengi safnaðist eftir það vel í þann sjóð, en hefir þó ekki hrokkið til á síðari árum, svo þar mun alt fé þrotið. Mun áhugi og hafa farið þverrandi. Er þvi borið við—því frá öllum hlutum vil eg segja eins og er, — að brýnni sé nú þarfir heirna fyrir en svo, að til þess sé ætlanda að vér leggjum til fé hinu volduga félagi, er vér höfum í þessu efni verið í sambandi við, þó vin- sældir þeirra trúboðshjóna, er hlut eiga að nokkru leyti að máli og þeirra aðstandenda orki því, að trygð vilji margir við fyrirtækið halda. Stofnanirnar tvær frá fortíðinni, önnur miðuð við þörf æskunnar, en hin við þörf ellinnar, standa enn. Skólinn hefir á síðustu tið átt, sem kunnugt er, örðugt uppdráttar, þrátt fyrir dæmafáa þrautseigju forstöðu- mannsins og úthald skólaráðsins. íslendingar í bygðunum dreifðu í Bandaríkjum og Canada virðast eí lengur finna til brýnnar þarfar á sérskóla handa ungmennum sínum, svo þeir safni þeim á einn stað út af fyrir sig, heldur vilji þeir láta þau ganga skólaveg í heimahögum sínum og ásamt öðrum ungmennum landsins á ríkisskólunum. Öðru máli er að gegna um Betel, að því er vitund manna um þörfina snertir. Ellin þarfnast enn hjúkr- unar og gamla íslenzka fólkið getur eigi samrýmst öðru fólki eins og æskan. Vinsæl er vist stofnunin með afbrigðum, en segja má þó um hana, að “dottið er fyrra gengi” að því er viðkemur fjárframlög al- mennings til stofnunarinnar. Væri ekki fyrir arðberandi styrktarsjóði frá fyrri tíð að ræða og hinn opin- bera ellistyrk vistmannanna margra, þá væri nú þröng í búi á Betel og áframhald erfitt^ Nú þó augljós sé efnaleg aftur- för, af orsökum, sem engin félags- stjórn og engin kirkjuþing fá ráðið við, þá er ekki út af því í sjálfu sér að æðrast, fremur í þessu félagi en á öðrum sviðum, þar sem hið sama gildir. Miklu meiru varðar það, hvernig andlegum hag vor nú er komið, og skal það stuttlega rætt. Til framfara ætti það að mega telja og umbóta frá fyrri tímum,1 að nú rikir friður, að minsta kosti á yfirborðf, og hefir svo verið all- Iengi. Deilur við andstæðinga hafa fallið niður og um innbyrðis-mál hefir eigi opinber ófriður orðið. Kostað hefir verið kapps um það, að liðið ekki sundraðist. Vægt hefir verið og undan látið fremur en beitt væri óbilgirni í ágreiningsmálúm. Ber að því leyti góða forystil að þakka núverandi stjórn. Á hinn bóginn þýðir ekki því að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.