Lögberg - 18.07.1935, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1935.
r m *
i- ítf. tom Jrv i '
Hógtjerg
Oattt ðt hT«m Qmtudac slí
COLVMBIA PRRBa LIMITBD
*95 8arg»nt Avenue
Wlnnipee, Manltoba.
Árdís
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna, 111. hefti.
Winnipeg 1935•
DtanAakrlft rltatjðrana:
BDITOR LÖOBERG. 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
T«rí MM •* érl8—Borgitt lyrtrfravt ,
The "Lögberg” is printed and published by The Colum-
bla Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnlpej, Manltoba
PHONE 8« 327
Hvert er erindið?
Flestar þjóðir, eða sennilega jafnvel all-
ar þjóðir, eiga sína spámenn; mikla spámenn,
smáa spámenn,—og falsspámenn. Og vafa-
laust á canadiska þjóðin einn eða fleiri af
hverri tegundinni um sig.
Mr. Harry Stevens hefir hleypt af stokk-
unum splunkurnvjum stjórnmálaflokki; kom
þetta í rauninni engum á óvart, þar sem jafn
eindreginn tækifærissinni og Mr. Stevens er,
átti hlut að máli. Um tilverurétt þessa nýja
flokks verður þó að sjálfsögðu spurt, og fer
það að vonum; menn vilja vita um erindi
flokksins, ef hann þá á annað borð á nokkuð
erindi annað en það, að ná sér að einhverju
leyti niðri á Mr. Bennett fyrir meðferðina á
hinum fyrverandi verzlunarráðgjafa. Can-
ada þarfnast margs annars fremur um þessar
mundir, en nýrra stjórnmálaflokka, sem
stofnað er til af hefndarhug. 1 sambandi við
þetta riýjasta Stevens uppþot eða Stevens
æfintýri, minnist maður ósjálfrátt vísuorða
Þorsteins Erlingssonar:
“,0g þessu var aldrei um Álftanes spáð,
að ættjörðin frelsaðist þar.”
Mr- Stevens var samverkamaður Mr.
Bennetts frá kosningunum 1930 og fram að
síðustu áramótum; hann var ákveðinn já-
bróðir hans og auðsveipur þjónn; hann hafði
undirskrifað loforðasyrpuna miklu og heitið
hvað ofan í annað alveg eins og Mr. Bennett,
að binda enda á atvinnuleysið, er hann sakaði
Mr. Iving fyrir að vera valdur að. 1 kosn-
ingaræðu 1930 veittist Mr. Stevens þunglega
að Mr. King fyrir það, að tala atvinnuleys-
ingja í landinu væri komin upp í hundrað
sjötíu og sex þúsundir og tjáðist þess fullviss
að sú tala mundi á skömmum tíma tvöfaldast
nema því aðeins, að skift yrði um stjórn og
afturhaldsflokknum fengin völd í hendur;
þjóðin beit á agnið; en í stað þess að draga
úr atvinnuleysinu, hvað þá heldur binda enda
á það, fóru leikar þannig í stjórnartíð þeirra
Bennetts*og Stevens, að tala atvinnuleysingja
hafði svo hækkað jafnt og þétt úr þeim
hundrað sjötíu og sex þúsundum, er hún stóð
í 1930, að í lok síðastliðins vetrar var hún
komin upp í miljón, eða freklega það. Og
það verður ekki umflúið, að af þessari þungu
ábyrgð beri Mr. Stevens sem verzlunarráð-
gjafi í full fjögur ár, sinn fulla bróðurhluta.
Hin nýja stefnuskrá eða öllu heldur
stefnuleysisskrá Mr. Stevens, lætur engan
veginn illa í eyra; hún er ísmeygileg með
köflum og ber hér og þar vott um töluverða
veiðikænsku; en svo er þar fátt fínna drátta,
að frumleg umbótaákvæði fyrirfinnast hvergi
þó leitað væri með logandi ljósi, nema ef vera
skyldi uppástungan um það, að sambands-
stjórnin annist ein innheimtu allra skatta og
skifti því, sem inn kemur í “réttum hlutföll-
um” á milli fylkjanna. Það yrði víst ástæðu-
laust að óttast um hlutdrægni við slíka niður-
jöfnun með Mr. Stevens í ráðherrasessi!
Ekki yrði þó nýmæli, sem þessu full-
nægt, nema að áðurfenginni stjórnarskrár-
breytingu, og gæti slíks vafalaust orðið langt
að bíða-
Kjósendum þessa lands standa vafalaust
enn í fersku minni hin ellefu umbótaboðorð
Mr. Bennetts, þau, er hann fjasaði mest um í
útvarpsræðunum nafntoguðu, þegar öllu átti
að gerbreyta svo að segja á einni nóttu. Al-
þjóð manna er nú að fullu kunnugt hvernig
þeim málum lauk; kapítalistiska fyrirkomu-
lagið er óbreytt enn og atvinnuleysið stend-
ur við það sama, eða því sem næst. Umbóta-
boðorð Mr. Bennetts blátt áfram gufuðu upp
í þinginu; hismi þeirra hefir nú Mr. Stevens
týnt saman og búið sér til úr því nýjan stjóm.
málastakk; hvað endingargóður hann verður,
leiðir tíminn að sjálfsögðu í Ijós.
Meinsemdir hinnar canadisku þjóðar um
þessar mundir eru margar og mismunandi;
sumar þeirra má vafalaust lækna með meðöl-
um eða viturlegri forsjá; aðrar eru þess eðlis,
að holskurðar þarf við. Mr. Bennett, þrátt
fyrir óneitanlegt áræði og ýmsa aðra kosti,
hefir revnst þess með öllu ómegnugur, að
finna viðunandi bjargráð til þess að leiða
þjóðina út úr eyðimörkinni. En er hitt þá lík-
legt, að pólitískum skottulækni eins og Mr.
Stevens, farnist betur í baráttunni fyrir við-
reisn þjóðarinnar? Trúi því hver sem vill.
Eg hefi verið beðinn að skrifa nokkur
orð um þetta nýja rit, og er mér ljúft að verða
við þeirri bón.
Til þess þarf hugrekki og traust að hef j-
ast handa til útgáfu bóka eða rita meðal Vest-
ur-fslendinga, eins og nú er komið.
Sú var tíðin að tæplega leið mánuður án
þess að borin væri ný bók eða nýtt rit að dyr-
um hvers einasta Islendings í Winnipeg—og
flestir keyptu. Voru það vissir menn, er far-
andsölu stunduðu; var þeirra þektastur gam-
all maður, er Guðmundur hét og var kallaður
Guðmundur bóki. ”
Nú eru það allra sjaldgæfust tíðindi vor
á meðal, ef nýtt vestur-íslenzkt rit sézt eða
heyrist. Og um það kemur þeim saman, er
við bókasölu fást, að íslenzkar bækur seljist
ekki lengur, enda má svo heita að hætt sé að
senda bækur eða rit að heiman til sölu hér
vestra.
Sannleikurinn er sá að Guðmundur sál.
“bóki” var nauðsynlegur maður vor á meðal
og íslenzku þjóðlífi hér í Winnipeg var tals-
verður skaði skeður þegar hann var kallaður
burt frá því starfi, sem hann hafði á bendi.
Já, til þess þarf hugrekki og traust að
gefa út rit á íslenzku hér megin hafsins; enda
bendir nafn þessa nýja rits á traust það, sem
útgefendumir bera til framtíðarinnar:
Árdís þýðir gyðja morgunsins, drotn-
ing hins upprennandi dag og mun það eiga
að tákna hugsjónir þeirra, er að ritinu standa.
Þær sjá eflaust í anda rofa fvrir nýjum degi
og þær sjá gyðju hins nýja dags rísa upp með
heitum geislum hækkandi sólar og sópa burt
myrkrinu af vegum mannanna, lýsa þeim leið
og greiða þeim götur. Nafn ritsins ber það
með sér að þessar eru hugsjónir stofnend-
anna.
Sumum finst ef til vill að hér sé um of-
sjónir einar að ræða; þeim finst sem engin
Árdís starfs eða stórvirkja geti átt sér stað
meðal vor í bókmentalegu tilliti, þar em eng-
inn kaupi né lesi íslenzkar bækur. En því má
svrara á tvennan hátt: í fyrsta lagi sýnir það
þó æfinlega einhverja manndómslund að
klæðast sparibúningi í sama skyni og Skúli
fógeti gerði; í öðru lagi flýgur sál og andi
þessa rits út fyrir einskorðuð takmörk ís-
lenzkra sérhugsana.
Hér eru rædd alþjóðamál af íslenzkum
konum; og hver veit nema ritið eigi þann ald-
ur fyrir höndum að dætur þeirra, sem nú
stjórna því og stýra, haldi því áfram að
mæðrum sínum látnum á máli þessa lands—
að íslenzka sálin fljúgi þá út fyrir takmörk
tungu vorrar og láti hina miklu þjóð þessa
megin lands njóta hollra og ódauðlegra áhrifa
frá höfðafæsta en höfuðstærsta þjóðbrotinu,
sem hingað flutti—hver veit? Einhversstað-
ar, einhvern tíma og af einhverjum verður
það starf hafið og því haldið áfram.
Jæja, Árdís er snyrtilega úr garði gerð
að ytra búningi; pappír og prentun í betra
lagi og ritið innheft í smekklega, bláa kápu.
Þegar um bók eða rit er dæmt, verður að
geta bæði kosta og lasta. Sé öðruhvoru slept,
er aðeins um sleggjudóma eða gullhamra að
ræða. Br því bezt að byr ja á aðfinslunum: 1
ritinu eru allmargar vrillur og sumar slæmar;
engar þó svo skaðlegar að efni raskist eða um
skilning þurfi að villast. En þar sem þétta
er rit kvenna og konur láta sér venjulega ant
um það að vera sæmilega búnar, býst eg við
að þær vilji vanda sem bezt búninginn á þessu
sameiginlega barni sínu—en réttritun er einn
hluti búningsins, og ekki sá, sem minstu varð-
ar. Það er því fremur til bendingar en að-
finslu að eg tel upp nokkrar prentvillur til
þess að útgefendumir vari sig á þeim við
prófarkalesturinn á næsta hefti: Þessar eru
þær helztu: hinu fyrir hins bls. 4 í 19. 1- a. n.,
skýjinu fyrir skýinu; sjóð fyrir sjóði; bág-
staddi fyrir bágstaddir; höfðingum fyrir
höfðingjum; bergina fyrir berginu; Lára fyr-
ir Láru; nýung fyrir nýjung; er fyrir eru;
mannesgja fyrir manneskja; vísir fyrir vísi;
hvert fyrir hvort; Geysir fyrir Geysi; söng
fyrir söngs; undarlegt fyrir undarlega; enn
fyrir en; bessugi fyrir blessun; vilji fyrir
vilja; ástilling fyrir óstilling; þái fyrir þó.
Þess má einnig geta að oft er blandað
saman tvítölu og fleirtölu, t. d. við og vér,
þið og þér, ykkur og yður, okkur og oss. Þetta
er ekki beinlínis rangt en helzt ætti að fylgja
annari hvorri reglunni stöðugt; að minsta
kosti í sömu ritgerðinni.
Þá er víða slept kommum, þar sem þær
eru nauðsynlegar. Þetta þykir ef til vill smá-
vægilegt, en svo er ekki. Kommur hafa sum-
staðar afarmikla þýðingu. Þessu til sönnun-
ar má benda á þjóðkunna vísu, sem ýmist er
mesta lof eða versta níð eftir því hvar tvær
kommur eru settar. Vísan er svona:
“Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli;
stundar sóma, aldrei ann
örgu prettatáli”;
eða:
“Grundar dóma hvergi, hann
hallar réttu máli;
stundar sóma aldrei, ann
örgu prettatáli.”
Minnist þess við prófarkalestur
næsta heftis Árdísar að ein einasta
komma ofsett, vansett eða rangsett,
getur alveg raskað efni og valdið
skökkum skilningi. Efni ritsins er
margbreytt og gott. Það er sem hér
segir:
1. “Svalt er um hauður,” kvæði
eftir Jakobínu Johnson; fallegt og
vel ort; fyrsta erindið er þannig:
“Svalt er um hauður — en sumar
blítt í ranni,
sölnuð blöð í trjálundi’—en innan
dyra vor.
Gjóstur með skúrum við gluggann
úrigt mælir.
Gestur að arni fetar viljug spor.”
Kvæðið er fremur dult að efni
til en mjúkt í rími og máli, eins og
höfundi er tamt.
2. Næst er erindi eftir Ingibjörgu
J. Ólafsson, er hún nefnir: “Til-
gangur safnaðakvenf élaga.” Þetta
er merkilegt erindi þrungið af á-
huga, andlegum eldi og kuteisum en
einbeittum ádeilum. Sem sýnishorn
langar mig til að taka upp fáeinar
setningar: “Af mistökum, ekki síð.
ur en því, sem vel hefir heppnast í
liðinni tið, verðum vér að læra. Til
þess að geta látið oss fara fram,
verðum vér að skilja það sem að er,
því ósjúfanlegt mun það lögmál, að
ef ekki miðar áfram þá hrekur aft-
ur á bak.”-------
Þegar frú Ingibjörg talar um að
líkna bógstöddum, talar hún auð-
sjáanlega af sínu eigin; þar kemst
hún meðal annars þannig að orði:
“Vildi eg benda á að vandi er að
velja í þá nefnd (líknarnefndina) ;
oft og tiðum verða þær (sem hana
skipa) að finna til þess að þeim
beri að draga skó af fótum sér, því
þær standi áhelgum stað Tilfinn-
ingalífi margra einstaklinga er
þannig háttað, að oft er gert meira
ilt en gott með afskiftasemi, sem
ekki er bygð á réttum grundvelli.”
-----“Guð gefi að sá hugsunarhátt-
ur komist ekki að, hvorki í félögum
vorum né hjá kristnum einstakling-
um að fátækum sé flest fullboðlegt
—það upplag, sem lúta vill höfð-
ingjum er stjaka við smælingjum.”
Þar sem hún talar um aukna sam.
úð og samvinnu farast henni orð á
þessa leið: “Einhver hefir sagt að
vér sýndum víkinga upplagið forna
með þeim skorti á samvinnu, sem
loðir við í flestum bygðarlögum
vorum. En vel færi á því ef áhrif
kvenna miðuðu í þá átt að draga úr
þeirri hetjulund, sem álítur það
skyldu sína að bæla niður það, sem
annar vill upphefja; sem sér of-
sjónum yfir viðurkenning og sigri
þeirra, sem fram úr skara á ein-
hverju sviði; sem vill bæla niður þá
hæfileika hjá einstaklingum, sem
gæti orðið þeim og þjóð vorri til
sóma.”'------“í kvenfélögunum er
oss gefið tækifæri til þess að kynn-
ast hver annari; tækifæri til þess að
koma auga á gullið, sem fólgið er í
sálum hinna. Leggjum rækt við að
finna það og lærum að breiða frið
og eining yfir bygðarlög vor.”
Frú Ingibjörg minnist á bindind-
ismálið í einum kafla þessa erindis;
þar segir hún þetta: “Ekki á eg
völ á neinum sógu sterkum orðum,
til þess að biðja yður að áthuga
hvert þetta (vínnautnin) er að leiða;
sárt er til þess að vita að hinar á-
gætu íslenzku konur skuli ekki hafa
haft þrek til þess að spyrna á móti
því að sogast með inn í þessa hring.
iðu.” — Yfir höfuð er þetta ágætt
erindi.
3. “Framsókn kvenþjáðarinfnar”
heitir erindi, sem ritið flytur eftir
frú B. B. Jónsson. Þetta erindi er
bæði fróðlegt og frjálslegt. Skýrir
höf. frá samtökum kvenna á Grikk.
landi og ítaliu löngu fyrir Krists
burð. Munu fáir vita það að í
t meir en þriBjung aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills verið vlSurkendar rétta
meðaliS viS bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjflkdömum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
Rómaborg hafi á þeim öldum tví-
vegis verið hafin svo sterk samtök
kvenna að þær hafi safnast saman í
stórum hópum á þingstað þjóðar-
innar til þess að mótmæla ófrelsi og
undirokun og kref jast réttar síns og
að í báðum tilfellum hafi þær náð
takmarki sínu — fengið áheyrn og
kröfunum sint. Það eru gleðileg
tákn timanna að sjá jafn frjálsum
skoðunum haldið fram af prests-
konu og þetta erindi flytur. Henni
farast meðal annars orð á þessa leið :
“Hjá fremstu siðmenningarþjóð-
um heimsins þegar mannkynssaga
er fyrst skráð, hjálpaðist alt að:
borgaraleg lög, kirkjulegar kenning-
ar og gamlar siðvenjur til að stað-
festa þá trú að karlmaðurinn hafi
einkarétt til að stjórna heimili, ríki
og kirkju; en að kvenmannsins
skylda sé að hlýða og þjóna mann-
inum, hljóð og undirgefin, hvenær
og hvernig sem honum þóknast.” —
“Kristindómurinn kom i heim-
inn og breiddist út um Norðurálf-
una smátt og smátt. Kirkjan hélt
sér við hina ríkjandi skoðun þátíð-
arinnar og bætti því við i sinni kenn-
ingu, að það væri guðs vilji og- fyr-
irskipun að konan væri manninum
undirgefin, þar eð hún hefði fyrst
leitt syndina inn í heiminn.”
“Ömurlegt er að þurfa að kann-
ast við að kirkjan hafi verið sú
stofnun, sem mest barðist á móti
frelsi kvenna. Ekki aðeins hamlaði
hún framfor, heldur'einnig braut á
bak að miklu leyti það frelsi, sem
fengið var.”
Svo rekur frú Jónsson stuttlega
en greinilega sögu kvenfrelsisbarátt.
unnar; bendir á skyldurnar, sem
konan verður að takast á hendur
með auknu frelsi og spyr hvort
“hin nýja kona” standi þeim mun
framar að heillavænlegum áhrifum
og uppbyggilegum störfum á heim-
ilinu, í kirkjunni og í þjóðfélaginu
sem hún hafi hlotið betra tækifæri
með aukinni mentun og meira frelsi.
4. “Staða móðurinnar” heitir
“mæðradagsræða,” sem ritið birtir
eftir dr. theol. B. B. Jónsson; falleg
ræða að hugsun og máli. En séra
Björn skrifar svo margt fallegt, að
ekki er þörf að benda sérstaklega á
þetta erindi. Það er meiri nýjung
vor á meðal að konurnar auðgi bók-
mentirnar.
5. “Syng mig heim!” eftir Mariu
G. Árnason, er ljómandi fallegt og
ljúft ættjarðarkvæði; eitt með því
allra fegursta, sem frá hennar penna
hefir birst; er þar hvert erindið
öðru fegurra, eitt þeirra er þannig:
“Syng mig heim þar svanir kvaka
sætum rómi’ í kvöldsins frið;
þar sem undir tóna taka
tærir straumar þiðum nið.
Syng mig upp í öræfanna
unaðsdýrð og helgu ró,
þar sem drottinn dásemdanna
döpru hjarta gleði bjó.”
(Framhald)
Gullbrúðkaup
að Hóli við íslendingafljót
Það fór fram þann 6. júní s. 1.
Gullbrúðhjónin, þau Þorsteinn
hóndi Eyjólfsson, Magnússonar
frá Unaósi, i Norður-Múlasýslu,
og konu hans Lilju Hallsdóttir
bónda Hallssonar frá Réttarholti
í Skagafirði.
Samsætið hófst um kl. 2 síð-
degis. Mesti fjöldi fólks þar sam-
an kominn, svo, að húskynni
naumast rúmuðu, þó þau séu
raunar all-rúmgóð á Hóli.
Byrjað var með þvi, að sóknar-
pfesturinn, séra Sigurður ólafs-
son lét syngja sálminn “Hve
gott og fagúrt og índælt er,” las
Biblíu kafla og flutti bæn.
Veizlustjóri var Skúli Hjör-
leifsson verzlunarmaður, formað-
ur Bræðrasafnaðar í Riverton.
Gjafir til þeirra brúðhjóna
voru peningasjóður, er veizlu-
stjóri afhenti, vandað te-sett frá
kvenfélagi Bræðrasafnaðar, af-
hent gullbrúður með ávarpi af
tengdasystur hennar, Mrs. Jó-
hönnu Hallsson á Bjarkarvöllum,
er á fyrir mann Hall Hallsson,
bróður Lilju, og fagrir Ijósastjak-
ar og blómvöndur mikill, er var
afhent, með ávarpi, af unglings-
stúlku, Miss Lilju Johnson, frá
Hólmi í Argylebygð, dóttur-
dóttir þeirra gullbrúðhjóna.
Skemt var með söng, ræðu-
höldum og kvæðaflutningi. Söng-
ur mikill og góður. Margir is-
lenzkir úrvals söngvar sungnir.
Við hljóðfærið var G. M. K.
Björnson organisti. Spilaði hann
auk þess “Trombone” sóló, og
var aðstoðaður við það af Mrs.
Helgu Árnason.
Fyrir minni gullbrúðhjóna
mælti séra Jóhann Bjarnason,
fyrrum sóknarprestur þ e i r r a
hjóna. En auk hans töluðu þeir
Sveinn kaupmaður Thorvaldsson
og G. J. Guttormsson skáld, er
sjaldan bregst að vera skemtilega
fyndinn þegar hann talar. Góður
rómur var gerður að ræðunum
öllum.
Kvæði fluttu þeir Magnús skáld
Markússon og Friðrik P. Sig-
urðsson, bóndi í Fagradal í
Geysisbygð, er báðir mæltu fram
stutta tölu um leið. Kvæði Frið-
riks bónda þó öllu heldur vísur.
Munu hvorttveggja ljóðmæbn
lögð fram til prentunar, að eg
hygg- , , , , .
Heillaóskfiskeyti barust þeim
gullbrúðhjónum frá Mr. og Mrs.
V. J. Guttormsson, Lundar; Mr.
og Mrs. M. Árnason, Gimli; Mrs.
Guðrúnu Sigurðsson, Cypress
River; og frú Th. Johnstone og
fjölskyldu hans í Winnipeg.
Veizlugestir lengra að voru
Mrs. Sigurín Johnson frá Hólmi
i Argylebygð, dóttir þeirra Hóls
hjóna, og börn hennar; Mrs.
Guðrún Eyjólfsson, ekkja Stef-
áns heitinns Eyjólfssonar, Garð-
ar, N. D., og dóttir hennar og
tengdasonur, Mr. og Mrs. Matt.
Gestsson, frá Edinburg, N. D.
Börn þeirra Hólshjóna urðu
þrettán að tölu. Eru níu af þeim
á lífi, og tuttugu og f jögur barna-
börn.
Röð barna þeirra gullbruð-
hjóna munu vera, eftir aldri, sem
næst þessi:
Eysteinn Helgi, gildur bondi og
dugnaðarmaður, er druknaði í slysi
á Winnipeg-vatni. Átti fyrir konu
Sigurlaugu Guðríði Sigurðardóttur.
Gunnar Hall. Dó ungur.
Magnús, bóndi í grend við River.
ton. Kona hans Jarþrúður Aðal-
heiður f. Eastman.
Mrs. Sigrún Johnson, ekkja
Stefáns heitins Johnson, bónda á
Hólmi i Agryle-bygð. Faðir hans
Þorsteinn Johnson, nafnkunnur
stórbóndi, er þar bjó. Látinn í hárri
elli fyrir fáum árum.
Ásvaldur, bóndi í Tungu við ís-
lendingafljót. Látinn fyrir allmörg-
um árum. Kona hans Emily f.
Halldórsson.
Sigurjón. Á heima í Winnipeg.
Kona hans Lilja, dóttir þeirra hjóna,
Guðmundar og Þórunnar Borg-
f jörð, er búa í grend við Árborg.
Stefán, bóndi í grend við River-
ton. Kona hans Guðrún Sigríður
f. Eastman, systir Jarþrúðar Aðal-
heiðar, konu Magnúsar Eyjólfsson.
ar.
Jóhannes. Dó ungur.
Sigurlaug Emily. Maður hennar
R. R. Love. Þau hjón eiga heima í
Winnipeg.
Una Herdis, ógift, heima í föður-
garði.
Friðlrik. Kona hans Arnheiður
Guttormsdóttir skálds Guttormsson-
ar og konu hans Jensínu f. Daníels-
son.
Cecelia. Maður hennar F. H.
Fisher.
Gunnar Jóhann, ógiftur, ungur
myndarmaður, heima með foreldr-
um sinum. Öll eru þau Hólssystkini
vel gefin og mannvænleg. Bera
glögg merki góðra ætta og ágætra
foreldra.
Bræður Þorsteins Eyjólfssonar
voru þeir Stefán Eyjólfsson heitinn