Lögberg - 15.08.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.08.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1935. Hallig Suderoog (Framhald) Þetta er aSeins eitt daemi af ýkja mörgum, og hefi eg sjálfur komist í kynni við þær hættur, sem hér verða á vegi manns, eitt sinn er vi'Ö gengum eftir svokölluðum Siider- oogsandi suSur til björgunarvita, sem liggur syðst á sandinum. Þessi björgunarviti er heljar mikið bákn, 15 metra hár, allur úr timbri og er ætlaður nauÖstöddum skipbrots- mönnum, sem ekki komast til lands. En þarna á sandinum hafa tugir skipa strandað, hið síðasta 1923, og standa nokkur þeirra enn upp úr sandinum, sem hefir hlotið nafnið: skipagrafreiturinn. Á heimleiðinni urðum við seint fyrir og þurftum að hraða okkur heim til eyjarinnar vegna flóðs, en það var hálfs annars tíma gangur. Til þess að stytta sér leið tóku f jórir strákar sig út úr hópnum og stefndu beint á eyna. í fyrstunni var þeim ekki veitt eft- irtekt, en loks er þeirra var saknað voru þeir komnir alllangt austur á bóginn og var eg óðara sendur eftir þeim með skipun um að snúa beint til vesturs, annars lentu þeir í djúp- um óvæðum álum. Strákarnir sneru að vísu strax til vesturs, en þó ekki nægilega til þess að losna við lengsta og dýpsta álinn. Að krækja fyrir hann var þegar orðið of seint, flóðið streymdi óðfluga upp álinn, eins og straumþung á og bugurinn var of mikill til þess að hægt væri að krækja fyrir hann. Við vorum staddir í lífshættu, sem ekki varð komist úr nema með því að synda, en eg og einn strákanna vor- um syndir, hinir ekki. Varð eg því að selflytja strákana þrjá yfir ál- inn; er það í eina skiftið, sem eg hefi synt með mann og hefði mér ábyggilega ekki tekist það, ef strák_ arnir hefðu ekki verið litlir og létt- ir. En þrautalaust gekk það heldur ekki því einn strákanna spriklaði og öskraði af hræðslu, svo að eg átti erfitt með að halda okkur uppi. En sem dæmi um það hve ört fellur að, má geta þess, að með síðasta strák- inn synti eg 30 — 40 metrum lengra en með þann fyrsta. Þegar gengið er eftir þessum söndum, sem er afar skemtilegt í björtu og góðu veðri því þá gljáir sandurinn svo að hægt er að spegla sig í honum, fer maður venjulega úr sokkum og skóm og gengur ber- fættur. Þó er þetta ekki alt af lystiganga, því lendi maður í skelja. klasa, sem ekki er sjaldgæft og stundum óhjákvæmilegt, er skemt- unin venjulega búin. Þá er ekkert öruggara en það að sjá fæturna fossandi í blóði með ótal rispum, stunguna og sárum. Eftir slikar gönguferðir höfum við oft nóg að gera að binda um fótasár strákanna. Jarðfræðirannsóknir hafa leitt í ljós, að fyrir þúsundum ára hafa verið frumskógar á landinu, sem sökk og þá sennilega náð til allra eyjanna. Þess vegna grafa eyja- skeggjar eftir mó til eldsneytis, eða gerðu að minsta kosti áður fyr; var hann afar kvistóttur og hitaði á- gætlega, en vegna uppgufu saltsins er hann talinn óhollur og álitið, að hann valdi brjóst- og lungnasjúk- dómum. Áður fyr unnu og eyja- skeggjar salt út sandinum og seldu til Norðurlanda. Er ekki ómögulegt að Islendingar hafi gegnum einok- unarverzlunina dönsku fengið salt úr Norðursjónum. Nú er þessi salt- vinsla að mestu eða öllu leyti hætt —hún borgar sig ekki. í þessum sandbreiðum hefir-fund- ist aragrúi gamalla fornminja, sem sanna okkur eyðileggingarstarfsemi hafsins og sýna okkuf orustuvöll aldanna betur en nokkuð annað. Hér finnast ýmsir aldagamlir húsmunir, vopn, legsteinar, beinagrindur og hauskúpur, gamlar kirkjurústir og bygingaleifar, turnar og það sem allra merkilegast er: að það sjást enn þann dag í dag mörg hundruð ára gömul plógför, sem sanna að hér hefir á umliðnum öldum verið um akuryrkju að ræða. Ennfrem- ur sjást bæði manna- og hestaför i sandinum, sem hafa geymst þar mörg hundruð ár. Eyjarnar sjálfar eru flestar að- eins örfá fet yfir sjávarmál og oft- ast sundurgrafnar í skurðum. Skurðirnir voru áður grafnir i þeim tilgangi, að þurka upp bletti og svæði, sem sjór lá á og ekki náði að renna burtu. En að því leyti eru skurðirnir til bölvunar, að þeir grafa sig alt af dýpra og dýpra niður og síðar meir inn undir grasbakkana og hjálpa þannig til að mola utan úr jarðvegi eyjanna. Þar sem ekki hafa verið hlaðnir flóðgarðar í kring um eyjarnar, er ekki um akuryrkju að ræða, og verða eyjaskeggjar því að lifa á sauðfjár- og nautgriparækt. Það vex hér þétt smágresi, salt á bragð- ið en ágætt til fóðurs. Víðasthvar er slegið með orfi og ljá, en sláttu- vélar eru þó byrjaðar að ryðja sér til rúms, enda er landið marflatt. Vegna þess að grasið er bæði smá- gert og salt þornar það seint og verður oft að snúa því; en ekki er því rakað í flekki, heldur er múg- unum snúið. Þegar tekið er saman, er heyinu ýtt í beðjur með heyýtu, sem hestar draga, og síðan sætt. Ekki söxuðu eyjaskeggjar heldur tóku smátuggur milli handa sér og sættu úr þeim. Vakti það undur, þegar eg saxaði föng og sætti úr þeim á Hallig Súderoog, því það höfðu þeir ekki séð áður. En vegna þess að þetta gekk fljótara, kendi eg þeim að saxa og kölluðu þeir það að “búa til íslending.” Sjaldan er sleginn nema nokkur hluti eyjanna í einu og er það gert vegna flóðhættu. Ef búist er við flóði, sem kemur þó tiltölulega sjaldan fyrir á sumrin, er alt gert til þess að bjarga heyinu, og er það þá ýmist borið i stórum segl- dúkum eða því ekið heim í vögnum, en undir slíkum kringumstæðum tekst sjaldan að bjarga nema litlu. Á vorin og fyrri hluta sumars eru eyjarnar alþaktar hvítum og fjólu- bláum blómum, svonefndum “Hall- igblómum,” svo að til að sjá eru eyjarnar eins og samfelt rósa eða blómabeð. Og þegar var við bætast allar þær þúsundir fugla, einkum mávar og kríur, sem verpa á eyjun- um og sem svífa yfir þeim í svo ó- endanlega stórum hópum, að til að sjá er það líkast ljósu skýjaþykni í loftinu, þá nýtur maður hér slíkrar sýnar, sem hvergi er annarsstaðar í veröld að sjá. Og þessi sýn er bæði fögur og sérkennileg. Vegna flóðanna, sem venjulega koma mörg á hverju hausti, og hverjum vetri og sem sökkva eyjun- um í kaf, verður að byggja öll hús á upphækkunum eða hólum gerðum af mannahöndum. Eru það geysi- leg mannvirki. Á sumum upphækk- unum eru heil þorp og venjulega eru þær 3—4 metra háar. í hverri upp- hækkun er að minsta kosti ein vatns. gryfja, þar sem fénaði er brynt; sé um húsaþyrping að ræða á sama hólnum, eru gryf jurnar fleiri, venju- lega tvær eða þrjár, Á veturna verð- ur oft að moka snjó í þær eða jafn- vel að bera í þær rigningarvatn, svo þær þorni ekki upp á sumrin, svo mikill er vatnsskorturinn þarna. 1 þurkatíð kemur samt stundum fyr- ir, að þær þorni upp, og í stórflóð- um fyllast þær með sjó; þá verður að ausa þær upp og fá síðan vatn með skipi frá meginlandinu. Á Súderoog þvoðum við okkur úr þessu vatni, en vegna óhreininda og maðka, urðum við að sigta það og úr hverri vatnsfötu kom að minsta kosti pund af möðkum. Vatnið, sem notað er til drykkj- ar, er rigningarvatn, sem safnað er af húsaþökunum í einstök ílát og sem borið er i sérstakan brunn, venjulega 4—6 m. djúpan. Er vatn- ið dökkbrúnt á lit, líkt og sterkt te og enganveginn jafngott íslenzku bergvatni. Séu brunnarnir illa gerð- ir, er vatnið því sem næst ódrekk- andi. í þurkatíð verður að sækja vatn til meginlandsins. Húsin á þessum “Halligeyjum” eru öll einlyft, þau eru hlaðin úr bökuðum sandsteini, með hálmþaki og afarmiklu risi. Þannig er og megnið af bændabýlum, sem eg hefi séð í Schleswig-Holstein. Er þetta afar samræmdur byggingarstill, sem helst er ekki út af brugðið, nema þegar annaðhvort einhver aðskota- dýr eða stjórnarvöldin byggja sér einhverja smekklausa timbur- eða sementshjalla, sem raska öllu sam- ræmi, fyrst og fremst í byggingar- stíl en um leið einnig í sálarlífi fólksins. Það- er meðal annars sérkennilegt við þessi eyjahús, að þak og loft hússins hvílir ekki á veggjunum, heldur hvílir það á afar sterkum trjábolum eða stoðum, sem grafnar eru langt í jörð niður, innanvert við veggina. Þetta er gert til þess, að enda þótt öldurnar moli niður veggi hússins í hinum hræðilegu flóðum, þá sé hins hinsta skjóls að leita uppi á loftinu, þar sem heyið er annars geymt á veturna. Og það er ekki sjaldgæft að loftin hafa staðið ein- sömul eftir vegar veggirnir voru hrundir til grunna og húsgögnum öllum skolað burt. Prestur, Biernatzki að nafni, lýs- ir í smásögu, sem hann nefnir “die Hollig” hinstu stund fjölskyldu, sem ferst í flóði. Hann segir: “En stormurinn kemur og sjórinn streymir yfir eyna; sjórinn stígur tuttugu fet yfir venjulegt sjávar- mál. öldurnar rísa upp í fjöll og falla niður í djúpa dali og hafið ger- ir nýjar og nýjar árásir gegn hinum einstæðu eyjabýlum. Moldarhóllinn, nötrandi undan veldi hafsins, verð- ur að láta undan; hann brotnar smám saman niður og skolast jafn- óðum burt. Þakstoðirnar, sem ná jafn langt niður í jörðina og upp úr henni, koma í ljós, öldurnar skella á þeim og hrista þær. Óttaslegnir í- búar hússins bjarga uppáhaldskind- unum upp á loftið og koma sjálfir á eftir. Það eru líka siðustu forvöð, því að á næsta augnabliki hrynja veggirnir og loftið hvílir aðeins á hinum einstöku stoðum. Með djöf- ullegri sigurgleði kollvarpa öld- urnar öllum húsmunum fjölskyld- unnar og öllu því, sem laust er, bæði lifandi og dauðu, henda því í eina sogandi hringiðu og bera síðan út í æðisgang hafsins. Grunnurinn und. ir stoðunum veikist með hverju augnabliki og fjölskyldan, sem fyrir nokkrum klukkustundum átti sér einskis ills von og sem lifði lifsglöð og ánægð við starf sitt, er nú óhjá- ívæmilegri glötun undirorpin. Hin vota, freyðandi gröf sýður undir henni og á hverju augnablikiúná bú- ast við hinum ginandi kjafti ald- anna, sem alt svelgir í sig. Nötrandi af hræðslu hlustar eyrað eftir hverju hljóði, hverri vindhviku og hverju skvampi báranna, óttasleginn hjart- slátturinn eykst hvert sinn er stoð- irnar hristast, og stöðugt hjúfra hinir dauðadæmdu sig fastar hver upp að öðrum. í myrkrinu sjást andlitin ekki, þrumugnýr hafsins og stormsins gnæfir yfir hræðsluand- vörp f jölskyldunnar, en aðeins lát- bragð eða hreyfingar hvers eins gefa angist hans til kynna. Maður- inn þrýstir konunni fastar að sér og börnin hjúfra sig upp að móður. inni; öll vita þau dauðann við fót- skör sína.—Það er ekkert til sem bjargar. Sjórinn spýtist upp á milli gólffjalanna og hann freyrðir gegn- um hverja rifu og hverja smugu, upp á loftið. Risavaxin alda skell- ur á þaki hússins, þrýtur það, og sjórinn streymir inn; tunglið veður í skýjum og slær fölri birtu á andlit f jölskyldunnar, sem öll eru af- skræmd af hræðslu. Þá heyrist brestur, það er ein stoð loftsins, sem brotnar. Hræðilegt angistarvein. Svo líður löng, óendanlega löng og kvalafull minúta. Og önnur til. Loftið hallast meir og meir á aðra hliðina—þá ríður af ný alda, hún skellur yfir þakið og steypir því niður i öldurnar. Hin hinsta dauða- stuna hverfur í stormgnýinn og alt er orðið að hafi—óendanlegu hafi, sem dansar yfir eyna í viltum sigur- dansi með lík að leikfangi.” íbúðarhús, fjós, fjárhús, svína- stía og hlaða er alt undir einu og sama þaki og er innangengt á milli. íbúðin er venjulega ekki stærri en nauðsyn krefur, en í flestum er þó gestastofa. Þessar gestastofur eru að þvi leyti sérkennilegar, að í stað þess að pappaleggja þær eða mála, eru þær lagðar plötum úr leir og postulínshúðaðar þeim megin, sem í stofuna veit. Á þessar plötur eru málaðar ýmsar myndir, oftast nær frá eyjunum og þá helzt eitthvað úr ættarsögu húseigandanna. Það er ekki algengt að finna venjuleg rúm í þessum “Hallighús- um,” heldur sefur fólkið í skápum eða nokkurs konar lokrekkjum, sem ná inn i veggina. Venjulega sefur öll fjölskyldan í sama skápnum. Ta$i og mykju, sem safnast yfir veturinn, er mokað í sérstaka safn- gryfju og geymt þar til vors. Frá 10. til 14. maí er skítnum ekið í bör- um út á upphækkunina eða hólinn, karlmennirnir aka en kvenfólkið tekur þar við mykjunni og ýmist hnoðar hana með höndunum, eða tekur af sér skóna, fer í tvenna sokka og treður skítinn með fótun- um niður í þunna skán. Skánin er 3 til 4 cm. þykk og er látin þorna í viku eða hálfan mánuð, eftir verð- áttufari, þá er hún stungin með sér- staklega gerðum spaða niður í fer- kantaðar flögur, þeim hlaðið upp í langa lága garða, sem bíða úti til haustsins, en þá er taðið borið inn í lús og notað fyrir eldivið. Þetta er ódýrasti og hagkvæmasti eldiviður eyjabúa og því sjálfsagðari til notk. unar, að ekki er hægt að nota skit- inn á annan hátt. öll áburðarefni eru árangurslaus, fyrst 0g fremst vegna flóðanna, sem skola öllum á- burði burt, og í öðru lagi gerir mykja eða tað afarlitið gagn í saltri mold. Annar eldiviður, sem notaður er á eyjunum, er kol, en þau eru dýi vegna erfiðra flutninga; sömuleiðis er rekaviður notaður talsvert, en einkum í Súderoog, því þar er mest af honum og heldur ekki hægt að gera neitt annað við hann. Verkefnið er ávalt yfrið nóg fyr- ir eyjabúa, enda ber útlit þeirra það með sér, að þeir hafa ekki verið iðjulausir um æfina. Áður fyr fóru þeir mikið til sjávar líkt og íslend- ingar gerðu um miðbik 19. aldarinn- ar. Munurinn var aðeins sá, að Is- lendingar voru burtu að vetri til og stunduðu róðra, en eyjaskeggjar fóru á vorin og komu aftur á haust. in; þeir stunduðu hvalveiðar á hol- lenzkum hvalveiðaskipum og mest við Grænlandsstrendur. Á meðan urðu konurnar að sjá um heimilin og anast heyskapinn, sem ábyggi- lega var ekki neitt léttaverk. Nú eru þessar hvalveiðar þeirra lagðar nið- ur og fiskiveiðar að mestu hættar. Þeir veiða að visu talsvert mikið af selum, enda eru sandbreiðurnar sel. auðugar mjög og á öldinni sem leið skaut einn einasti maður þar 4,000 seli. Sömuleiðis eru krabbaveiðar stundaðar xar dálítið og jafnt af konum sem körlum. Krabbarnir, sem veiddir eru, er sérstök krabba- tegund, fádæma ljót kvikindi, lík- ust risavöxnum tólfótungum og éta eyjaskeggjar þá með græðgi. í fyrstunni fanst mér þetta krabbaát svo viðbjóðslegt, að mér flökraði við, það minti mig alt af á apa í dýragarði, sem týndu lýsnar hver af öðrum og átu, en seinna varð eg gráðugasta krabbaætan, sem til var á eyjunum. Kolaveiðar eru einnig stundaðar; það eru heilar kolatorf- ur á grynningunum meðfram sönd- unum og eins í álunum, sem falla gegnum þá, en kolinn er ekki góður á bragðið. Við fórum oft um f jöru með strákunum á Hallig Súderoog út á sandflæmin til að veiða kola. Veiðarfærin voru kvíslar, líkar hey- kvíslum, nema að hver álma hafði haka á endanum, eins og á heysting. Við óðum út í álana, stundum upp í mitti eða axlir og stungum kvísl- inni jafnt og þétt niður fyrir fram- an okkur í sandinn Næstum í hvert skifti fengum við einn eða fleiri kola, stundum 4—5 á kvíslina. Við stungum kolanum niður í poka eða strigatöskur, sem við bundum yfir axlirnar, en hvolfdum þess á milli úr þeim í stóra körfu, sem við bárum með okkur. Á skammri stundu veiddum við oftast fleiri hundruð kola og var betra að þurfa ekki að vera mjög lengi niðri í sjónum, því að í köldu veðri eða rigningu var þetta kulsæll starfi. En stundum gleymdist kuldinn ekki sízt er krabb- ar bitu mann svo að maður varð viðþolslaus af kvölum í nokkrar klukkustundir, og eins ef vart varð sels. Var þá reynt að flækja skratta. koll i net, og ef það tókst var hann fluttur eins og hertekinn fursti með húrrahrópum ög sigurgleði í lcola- körfunni heim til eyjarinnar. Framh. Minni Canada flutt að Gimli, Ma/n. 5. ágúst 1935 Eftir Dr. Jón Stefánsson. Herra forseti! Háttvirtu áheyrendur! Sú óhæfa hefir víst aldrei hent íslendinga í landi þessu, að hafa haldið þjóðminningarhátíð, án þess að minnast kjörlands síns, Canada. Slíkt er með öllu óhugsandi. Vér erum nú eftir 60 ára landnám hér, knýtt þessu landi svo sterkum trygðaböndum að “ei trúrri binda son við móður.” Canada er fóstur- jörð ykkar allra, sem fædd eruð hér og það verður ykkar hlutverk að gera garðinn frægan. Canada breiddi faðminn á móti feðrum vor- um og mæðrum, og hefir reynst svo mörgum af oss fádæma vel. Þetta stóra, fagra framtíðarland hefir gagntekið huga vorn og hjörtu, svo vér getum með hrifningu tekið undir með skáldinu, og sagt: “Ó, kær er hún sem kærast hnoss hún Ganada móðir vor; og lífsins dyr verða luktar fyr en liggi á burt vor spor.” Já, vér viljum minnast í dag með hlýhug þessa nýja fósturlands vors, Canada. Það er okkar framtíðar- land; það er okkar draumaland, með sínu mikla víðfeðmi, með slétturn- ar gróðursælu og kornakrana óvið- jafnanlegu, með fossana fögru og fljótin straumstríðu, með sín háu tignarlegu fjöll og heimsins stærstu stöðuvötn með málmalöndin ríku, og koladyngjurnar stórkostlegu, og fiskimiðin auðugu í stórvötnunum og með ströndum fram. Fáir af oss þekkja Canada nema að litlu leyti. Víðfeðmi landsins er svo mikið, að tiltölulega fáir af oss hafa séð nema lítinn hluta þess. Vér þurfum að ferðast meira um landið, helzt frá hafi til hafs, til að fá veru- lega ljósa hugmynd um mikilleik þess, heillandi og margbreytilega náttúrufegurð, er brosir víða við auga ferðamannsins, og náttúruauð. legð í mörgum myndum. Svo rík er Canada af brauðefnum, að hún hefir verið kölluð “brauðkarfa heimsins,” og nú nýlega hefir hún verið kölluð “gullkista heimsins,” vegna þess hvað mikið og víða gull hefir fundist hér í jörðu. Canada er því efalaust eitt af auðugustu löndum jarðarinnar frá hendi náttúrunnar og eitt af þeim fegurstu í heimi. Hér eru því öll skilyrði fyrir hendi, er til velmeg- unar og sannra þjóðþrifa miða, sé vel og viturlega með farið. Það má vera að sumum af oss finnist að þeir hafi nú samt sem áður ekki alt af átt sjö dagana sæla hér þessi síðustu árin. Við það skal fúslega kannast, að margir hafa átt og eiga enn, við mikla örðugleika að stríða. En það er ekki alt landinu að kenna. Að hvað miklu leyti það er sjálfum oss að kenna, hafa víst fáir reynt að reikna út. Ekki all-fáir vilja kenna landsstjórninni um ástandið, en út í stjórnmál fer eg nú ekki. Það læt eg öðrum eftir með ljúfu geði. Fésýsluástandið i heiminum, eins og það er nú, vilja margir rekja til stríðsins mikla. Kom þá svo mikið los á alla fésýslu þjóðanna, að það er vafamál hvort heimurinn bíður þess nokkurn tíma varanlegar bætur. Alt gekk þá úr skorðum, allar fest- ar vits og vana hrukku í sundur. Þjóðirnar mistu þá hugsana jafn- vægi sitt og hafa margar borist sið- an á haföldum tímans, eins og brot- in og brömluð fley. Hvert stórmenn- ið á fætur öðru hefir sezt við stjórn með þjóðunum og reynt að stýra í höfn, en hefir misjafnlega tekist. Sumar stórþjóðirnar eru enn á hafi úti og tvísýnt um að þær nái nokk- urntíma í höfn friðar og farsældar. í þessum ólgusjó hefir hugsanaafl og siðferðisþrek einstaklingsins stórkostlega lamast. Það vill verða svo oft að þegar losað er um of um böndin að þá er lengra farið en góðu hófi gegnir. Þá eru margir nú á dögum þeirrar skoðunar, að tæknin á sviði vélavísindanna, sé aðal or- sökin til hins fádæma atvinnuleysis, sem nú kveður svo mikið að í flest- um löndum heimsins, og hér einnig í Canada. Þeir halda fram að vélin hafi í mörgum tilfellum orðið mann- inum ofjarl og breytt honum í vilja- laust verkfæri, orðið herra hans í staðinn fyrir að vera auðsveipur þjónn hans. Og að af þessu leiði óhjákvæmilega óstöðug attvinna og endalaust atvinnuleysi. Svo mörg eru þessi spámannlegu orð. 1 Um það verður ekki deilt að vél- tæknin i ýmsum iðjugreinum hefir haft svo mikinn vinnusparnað í för með sér, að verkamenn hafa tapað atvinnu sinni í hópum saman. Og þótt nýir atvinnuvegir hafi opnast með vélamenningunni, hefir það ekki vegið neitt nærri því á móti vinnusparnaðinum, sem af vélinni hlýst. Atftur á móti verður því hreint ekki neitað að vélin hefir los- að bæði menn og konur við alls kon. ar þrældóm, áhyggjur og kvíða, út af sífeldu líkamserfiði, sem var með öllu óumflýjanlegt þar til vélin kom til hjálpar. Er þá ekki eitthvað öf- ugt við það, ef vélin, sem hefir létt svo mikið undir við mannlegar at- hafnir, eykur fremur á ófarnað eti farsæld mannkynsins? Úr hvaða

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.