Lögberg - 05.09.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.09.1935, Blaðsíða 3
(1869), kvaÖ hann svo aÖ orÖi, að Lie þyrfti ekki annað en leita inn í sjálfan sig til þess, að finna gnægð skáldlegra yrkisefna. Sú spá rætt- ist von bráðar. Skipbrot í fjármálum, gjaldþrot og stórskuldir, knúðu Lie til þess (1868), að leita inn á rithöfundar- brautina, með það fyrir augum að grynna á skuldunum. Kona hans, er var skörungur mikill, hvatti hann ótrautt til stórræðanna, og þótti bera vel í veiði, að hann gæti nú helgað sig allan bókmentaiðjunni. örðug- ur reyndist honum þó rithöfundar- ferillinn fyrstu árin. Þá fyrst er hann fór að ráðum Björnsons og sótti viðfangsefni inn í hugarheima mentasigur, með skáldsögunni Davíð sjálfs sin, vann Lie sinn fyrsta bók- skygni, sem fyr var nefnd, og kom út nokkru fyrir jólin 1870. Björn- son, sem heyrt hafði bókina lesna í handriti, varð hrifinn af, og sagði, að hún myndi “ljóma eins og hvítur máfur í gráu vetrarloftinu”; hann reyndist sannspár eins og oftar. Dav'ið skygni fór sigurför um Norð_ urlönd og kom höfundinum á svip- stundu á bekk með fremstu samtíð- arskáldum þjóðar hans. Minningar frá æskuárum skálds- ins í Norðurlandi, æfintýraheimi Noregs, og áhrifin þaðan, eru grunnurinn í þessari einstæðu skáld- sögu. Góðu heilli hafði skáldið fóstrast við eggjandi andstæður náttúrunnar norður þar, nóttlaus sumar og vetrarkyngi, og drukkið djúpt af lindum hins sérkennilega þjóðlífs á þeim slóðum. Með and- ríkum og lifandi lýsingum sinum á æskustöðvunum — Norður-Noregi —nam hann norskum bókmentum nýtt land. Fleira hrífur hér þó hug_ ann en skáldlegar og stórfeldar nátt- úrulýsingarnar og kynjasögurnar, sem fléttaðar eru inn í frásögnina. Með töfraheim Norðurlands að bak. sýn segir skáldið yndislega ástar- sögu þeirra Davíðs og Súsönnu, en yfir sögunni hvílir blær hins hvít- asta sakleysis. Er leit á jafn fagurri og sannri lýsingu á æskuástum. Ýms höfúðeinkenni Lies, sem rit- höfundar koma þegar fram í þess- ari skáldsögu hans. Hugarf lug hans og dulmagnatrú eiga olnbogarúm nóg í furðuheimi hrikafenginnar náttúru Norðurlands og rómantísks þjóðlífsins þar norður frá. Sál- skygni hans, hæfileikinn til að ljúka upp hurðinni að fylgsnum undirvit- undarinnar, lýsir sér ótvírætt í meistaralegri túlkun hans á sjúklegu sálarlífi Davíðs. Samhliða hugar- fluginu og sálskygninni var Jónas Lie gæddur miklu raunsæi, og sjást þess einnig merki í Davíð skygna, þó að stórum meira beri á því lífs- horfi i seinni bókum hans. f næstu tveimur ritum sínum, smá- sögusafni og skáldsögu (1872) sæk- ir Lie aftur efniviðinn til Norður- lands, en langt er frá, að hann nái sér eins vel niðri og í frumsmíði sinni, nema hvað helzt i sumum smá_ SÖgunum, “Norðf jarðarhesturinn” er t. d. yfirleitt snildarlega sögð saga. Til þess hafði Lie fremur öðrum norskum rithöfundum verið Norð- urlandsskáldið. Með Lodsen og hans Hustru (Hafnsögumanpshjónin, 1874) færði hann út kvíarnar, tók að lýsa norsku sjómannalífi heima fyrir og á höfum úti, og gerðist þar með sjómannaskáldið. Eins og Björnson hafði flutt bændur og búalið inn i norskar bókmentir, gerði Lie sjómönnunum nú sömu skil, en þeir eru hvergi nærri eins spari- klæddir og bændur Björnsons, bera miklu meiri virkileikasvip, eru veð- urbarnir og hafgustur stendur af þeim. Hafnsöguhjónin er fyrsta skáld- saga norsk um sjómenn og sjó- mannalíf. En þó hér sé lýst fjör- lega og næsta nákvæmlega sæförum og ýnisum æfintýrum, því að oft kemst söguhetjan í krappan dans, er þetta einkum “nútíðar hjúskapar- saga í sjómannabúningi,” eins og merkur norskur bókmentafræðingur hefir komist að orði. Hamingja og friður ríkja ekkj á heimili þeirra hafnsögumannshjónanna, þó að þau unnist hugástum, því að kínverskur múr misskilnings hefir hlaðist milli LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1935. þeirra, en bæði eru stórlynd. Með lægni sinni og festu tekst Elísabet loks, eftir margra ára baráttu, að uppræta tortryggni manns sins og koma hjúskaparfleyi þeirra heilu í höfn. Skilningur, einlægni, traust og hollusta á báðar hliðar eru aug- sýnilega, að dómi skáldsins, horn- steinar farsæls hjónabands; og á hann í þvi efni samleið með Ibsen og Björnson, er tóku sömu afstöðu til hj úskaparmálanna, sem þeim einnig var tiðrætt um í ritum sinum. Þessi skáldsaga Lies er prýðileg, að efnisskipun, máli og* mannlýsing um, enda sæmdi Stórþingið norska hann nú föstum skáldalaunum og gerði honum þar með jafnt undir höfði og skáldbræðrum hans Ibsen og Björnson. Hitt var þó stórum merkilegra, að hér gerðist Lie fyrst að marki skáld heimilis- og hvers- dagslífsins, en það er aðalefni alls þorra meiri háttar verka hans eftir þetta. Þungamiðjan í skáldsögunni Rut- land (1880), þó hún gerist að miklu leyti á skipsfjöl og segi frá sjóferð- um og sjómannalífi, er lýsingin á sambúð þeirra Kristensens skip- stjóra og konu hans, og reipdrætt- inum milli föður og sonar um fram. tíð piltsins, er lýkur með því, að strákur strýkur í siglingar; en í sögulok ræðst betur fram úr vand- kvæðunum en áhorfðist, og alt fellur í ljúfa löð. Að öllu samanlögðu er þetta ein af beztu skáldsögum höf- undarins, heilsteypt að byggingu, fyndin og skemtileg, með snjöllum skajilýsingum óvenjulegs fólks.. Ó- mengað sævarloft leikur um mann við lestur hennar. Næsta bók Lies, Gaa paa (Áfram, 1882), síðasta sjómannasaga hans, er einnig eitt af merkisritum hans. Sézt þar, að hann hallast orðið að raunsæisstefnunni (realismanum), sem hann hafði áður risið öndverð- ur gegn í fyrirlestrum og tveim skáldsögum. En bæði var það, að “realisminn” samþýddist illa ýmsum skapeigindum hans, og engu síður hitt, að Lie var alt of sjálfstæður til þess, að gerast fylgjandi nokk- urrar stefnu nema af frjálsu vali og inn,ri þörf. Háði hann því langt strið innra með sér, áður en hann gekk raunsæisstefnunni á hönd, og mjög fór hann þar eigin vegu, forð- aðist alla daga öfgar hennar. Gaa paa er saga ættar einnar, gem komin er að fótum fram, og við- reisnar hennar. Hún er orðin kyr- stöðu og afturför að bráð; menn og skepnur dragast upp; ættaróðalið er skuldum vafið. Alt hjakkar í sama sporinu, og ver en það, því að eng- inn þorir að snúa af troðnum göt- um. Loks kemur Rejer Jansen Juhl til sögunnar; hann hikar ekki við að brjóta af sér hlekki vanans til að bjarga föðurleifð sinni. Hann fer á sildveiðar í kirkjuferðabát ættar- innar, sem gekk helgispjöllum næst. Og þegar síldveiðin bregst, ræðst hann—landkrabbinn •— í 1 siglingar. Trúr kjörorði sínu, “Áfram,” vinn- ur hann sigur á öllum erfiðleikum og drotninguna í líki viljasterkrar ágætiskonu, sem heldur í við taum- leysi hans og stuðlar að þvi, að hann nær aftur föðurleifð sinni og verð- úr atjkvæðamaður. Höfundurinn gengur því ekki á svig við hjúskap- armálin fremur en oftast endranær. Hið gamla og nýja eiga bersýni- lega í návígi í þessari skáldsögu. Þröngur f jalladalurinn, þar sem kyrstaðan rikir og alt úrkynjast, menn og málleysingjar, þar sem lifs- nauðsyn er á nýju lofti og viðara sjóndeildarhring, verður táknmynd andlega lífsins þar sem sálardauði vofði yfir, nema opnað væri fyrir nýjum straumi utan að. í næstu ritum sínum, smásögunni “Slagter-Tobias” (Tobias slátrari, 1882) og skáldsögunni Livsslaven (r883), er Lie genginn undir merki realistanna. Beiskt er raunsæið í lýs- irgunni á Tobíasi veslingnum slátr- ara, og ekki síður í ömurlegri æfi- sögu fangans í Livsslaven, sem grip_ inn er beint út úr virkileikanum,” að sögn skáldsins. Hér vegur Lie að yfirskini og misrétti, gerist mál- svari lítilmagnans, olnbogabarna lifsins. Hann er enginn himinbrjót- ur, eins og samtíðarmaður hans Ib- sen, sem geisaðist fram í slíkum vígamóð, að mannfélaghöllin (skalf á grunni sínum. Lie hefir ekki hátt um sig; í sannorðum, átakanlegum lýsingum snýr hann upp misfellun- um á þjóðfélagsskipulaginu og læt- ur sjálfar staðreyndirnar tala; en einmitt þess vegna varð ádeila hans, hér og annarsstaðar, svo áhrifamikil. Lesandinn stendur andspæn'is lif- andi mannverunum og andvígum lífskjörum þeirra. Ef hann var ekki úr steini gjörður, fyltist hann samúð og umbótaþrá. Sama horf við lífinu og þjóðfé- laginu ríkir í skáldsögum Lies frá næstu árum, raunsæið er þar efst á baugi. Snýr hann sér nú aftur að uppáhaldsviðfangsefni sínu—heim- ilislífinu — i ýmsum myndum. Familjen paa Gilje (1883), sem margir telja höfuð-snildarverk hans, er lýsing á norsku embættismanns- heimili í sveit og lífinu þar, laust fyrir miðbik síðustu aldar; framúr- skarandi nákvrem og raunveruleg, svo að þeir, sem komnir voru á full- orðinsár og kunnir voru slíkum heimilum, sáu þar sem i spegli fólkið sjálft, lífsháttu þess og umhverfi. Þó var höfundinum miklu meira í mun en rétt og slétt heimilislýsingin. Djarfmannlega talar hann hér rriáli húsfreyjunnar, sem hversdagsstrit- ið kyrkir að þroska, og dætranna, sem fá ekki, tízkunnar vegna, að. njóta þeirra manna, sem þær unna. Hér er þvi um þjóðfélagslega á- deilu að ræða, í anda realismans. í skáldsögunni En Malström (1884), sem greinir ágætlega frá gróðabrallsárunum i Noregi kring- um miðja öldina, sem leið, og þá einkum frá einum þeim mannræfli, sem hjafir á ströndinni eins og vog- rek eftir þá flóðöldu viðskiftalífs- ins; lýsir Lie jafnframt, á ný, kjör. um þeirra dætra heldri manna, sem almenningsálitið hnýtir á klafa. Og þetta er aðalefnði í næstu bók hans, Kommamdörens Döttre (1886), en þar er lýst æfiferli tveggja systra, sem fórna verða lífshamingju sinni á altari venjunnar og hagsmuna að- standenda, visna og veslast upp, af því að þær fá ekki að sjá ástar- drauma sína rætast. Lie er hér, eins og víðar', ákveðinn talsmaður þeirra er unnast, og fór það að vonum um þann manninn, sem ritað hafði slík. an dýrðaróð hreinnar ástar og Davið skygni er. Er þeim höfuðsmanns- dætrum í sögunni lýst af mikilli al- úð, einkum Sesselju, eldri systur- inni. Dýpt og nákvæmni í sálgrensl- an fara saman í þeirri skaplýsingu. Formælendur kvenréttinda gripu eðlilega tveim höndum þær skáld- sögur Lies, sem tala máli þeirra kvenna, er honum þóttu bera skarð- an hlut frá borði. Óhætt mun þó mega segja um hann eins og Ibsen, að hvorugum lágu þyngst á hjarta aukin pólitísk réttindi kvenna, held- ur hitt, að svo rýmkaðist um hag þeirra, að þær fengu svigrúm til þroskunar einstaklingseðli sínu. Konur þær, sem Lie setur í öndvegi í skáldsögum sínum bera vitni þeirri afstöðu hans; en þær eru atkvæða- miklar og viljasterkar, jafningjar manna sinna, eða unnusta, kröfu- harðar en fórnfúsar. Trúfestin sjálf, en einfærar urn að lifa lífi sínu, ef í harðbakka slær. Voru slíkar konur, sem áttu hvorutveggja í senn þrótt og þýðleik, nýjung i norskum bókmentum. Ekki er fyr- irmynd • þeirra heldur langt undan landi; hún var engin önnur en Tómasína kona skáldsins, sem var ríkulega gædd viljaþreki og hjarta- hlýju, sjálfstæð en samvinnufús, stoð og styrkur manni sínum. H j úskaparsagan E t S amliv (1887), er lýsing á hjón'um, sem fjarlægjast hvort annað með,hverju ári, af því að þau eiga ekkert sálu- félag Hvort um sig lifir lífi sínu; hann er allur í vinnu sinni, hún á kafi í umönnuninni fyrir börnum og heimilisstörfunum. Á silfurbrúð- kaupsdegi þeirra opnast fyrst augu þeirra, og nýr skilningur á undir- stöðu hjónabandshamingjunnar rennur upp fyrir þeim. Skoðanir höfundarins á hjúkskaparmálum koma kröftuglega fram í þessari bók. Hann er sannfærður um, að varanleg hjúskapar- og heimilisheill NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séu líffæri yfSar 'öniuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljðnum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst t lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. byggist á sálusamneyti, gagnkvæm- um skilningi og sameining áhuga- efna, án þess að hvor aðilinn sem er glati nokkru af sjálfstæði sínu. Með listrænum. sannorðum og sarhúðarfullum lýsingum sínum á hjúskapar- og hversdagslífinu varð Lie um aðra höfunda fram “skáld heimilisins.” Þessvegna grit hann sagt með sanni í einkunnarorðunum að heildarútgáfu rita sinna: “Hav Tak, hav Tak, I stærke Hjem! I gav den Kraft, som bar mig frem.” Eru þau skáldin teljandi, sem ver- ið hafa eins djarfmæltir og atkvæða- miklir formælendur heilbrigðs og heillavænlegs hjúskapar og heimilis- lífs og hann var fram á síðustu ár. Skáldsögur hans um þessi efni voru, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, ritaðar i anda raunsæisstefn- unnar. Þrátt fyrir það eru þær aldrei dauðar rökræður um þjóðfé- lagsmál; frásagnarlist skáldsins druknar ekki í kenningum hans. Lie er annast um, að bregða upp lifandi myndum af sögupersónum sínum og túlka oss örlög þeirra. í því er list hans falin. Menn hans og konttr stóðu honum ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, og honum tekst jafn- aðarlega, að gera þau eins skýr fyrir sjónum lesandans. Hann er meist- ari í því, að lýsa hversdagsviðburð- um, sem í fljótu bragði virðast litlu eða engu skifta, en móta, þegar dýpra er skygnst, skapgerð manna og ráða örlögum þeirra. Og alt af ber frásögnin blæ góðlátlegrar gletni, hjartahlýju og samúðar skáldsins. Garborg fór ekki villur vegar þegar hann kallaði Jónas Lie “skáld skilningsins.” Bjartsýni, trú á lífið, á frjómagn sannrar ástar, rennur sem heitur undirstraumur gegnum skáldsögur hans. Á síðari ritum Lies er meiri hug- sæis og leyndardómsblær, en á hin- um, sem að framan eru rædd, og var það í fullu samræmi við breytta bókmentastefnu á Norðurlöndutn. Einkenna þeirra, sem mest bar á í Davíð skygna, hugarflugs og sjón- hvassrar sálskygni, gætir nú mjög í skáldsögum hans; þeirra helztar eru Onde Makter (1890), Dyre Rein (1806), Faste Forland 1897; leik- ritið Lindelin (1897) er í svipuðum anda. Skáldið leitast hér við, að lýsa huldum öflum, sem byltast um í und. irdjúpum mannssálarinnar og hafa hana að leiksoppi. Eru þessar skáld_ sögur hans sérkennilegar og athygl- isverðar, þó að þær eigi hvergi nærri þann yndisþokka, sem sveipar ágætustu rit hans frá fyrri árum. Sterkast og listrænast kemur þetta nýja lífshorf hans, (sem raunar var megin þátturinn í insta eðli hans, er nú skaut aftur upp á yfirborðið) fram í æfæintýrasafninu Trold (1891—92), og eru sum þeirra sattnir bókmentagimsteinar, dj úp- sæið frábært og efnismeðferðin hteinasta snild. Þau eru rituð í þjóðsagnastíl, og er því alt annar málblær á þeim en á öðrum ritum skáldsins. En ekki má ganga fram hjá því,_að Lie var stílsnillingur, engu síður en meistari í lífs og skaplýsingum. 1 sbinni skáldsögum hans er stíll hans kvikur og f jölbreyttur, rrtálandi og ríkur að blæbrigðum (impressionismi) ; hann lætur lesandann sjá og heyra og þreifa á sögupersónunum. Að þessu leyti varð Lie brautryðjandi, og hafði nýbreytni hans í stíl og frá- sagnarhætti viðtæk áhrif. Hermann Bang, merkisskáldið danska, sem var rnikill aðdáandi Lies og hafði orðið fyrir áhrifum af honum, kvað svo á, að hann hefði hrundið skáld- sagnalist á Norðurlöndum fram á við stórum skrefum (“han flyttede Milepæle i al nordisk Roman”). Framh, á bls. 8 Business and Professional Cards PHYSICIANS omd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 } Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 21 211—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlaeknlr 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmiö og semjíO um samtalstíma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 ViCtalstímar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Islenzkur lögfrœöingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 9 7 024 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfroeOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á ööru gólfi) PHONE 97 621 Er aö hitta aö Gimli fyrsta miövikud. I hverjum mánuOi, og aö Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON lsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Síml 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tanniœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaóur sá beztl. EnnfrBmur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peníngalán og eldsábyrgö af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aö ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgO og bif. reiOa ábyrgöir. Skrlflegum fyrlr- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Rcal Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaOur i miöbiki borgarinnar. « Herbergi $.2.00 og þar yfir; meO baOklefa $3.00 og þar yflr. Agœtar máltlOir 40c—60c Free Parking for Guests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipegs Doion Town Hote 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager CorntoaU 5)otel Sérstakt verO á viku fyrir námu- og fiskimenn. KomiO eins og þér eruO klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEO SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and wlthout bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.