Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 8
8 I LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 10. OKTÓBER, 1935. Ur borg og bygð Heklufundur í kvöld (fimtudag). ASKORUN til allra íslenzkra kjósenda í S elkirk-kjördæmi t>iÖ vitið öll, að nú liggur fyrir, að ráða fram úr stórum vandamál- um þjóðar og lands, við þessar næstu kosningar, sem fram eiga að fara þann 14. þessa mánaðar. En til allrar hamingju hefir vor ágæt- asti íslendingur, sem við eigum völ á, boðið sig fram til að verða mál- svari okkar á sambandsþingi yfir næsta kjörtímabil. Þessi ágæti landi vor er Joseph Thorson, K.C.. Hann var fyrsti maðurinn, sem bauð sig fram, og er líka hæfasti, færasti og bezti maðurinn, sem .við eigum völ á og höfum nokkurn tíma átt völ á að senda á þing. Mér datt í hug vísa, sem eg vil biðja alla íslenzka kjósendur í Selkirk-kjördæmi að læra og kveða — og kveða enga aðra vísu en hana fram um næstu kosningar; þá vitið þið sannarlega hverjum þið eigið að greiða at- kvæði. Vívan er svona: Fyrstur allra fór í kring fyrir vandann mesta. Sjálfsagt er á sambandsþing senda landann bezta. Það getur enginn skynbær maður vilst á því hver hann er. Það er Joseph Thorson, K.C. Með vinsemd og virðingu til ykk- ar allra, B. A. . West-Selkirk 7. október. Dr. A. B. Ingimundson, tann- læknir, verður staddur í Riverton þriðjudaginn 15. okt. , Radio .flokkur Mrs. Helgason ! heldur skemtisamkomu og dans í Community Hall á Gimli þann 18. október. Ágætis prógram, söngur, hljóðfærasláttur o. f 1., frá klukkan 8.30 til 10. Dansinn byrjar klukkan 10. — Hlustið á útvarp CKY mið- vikudaga kl. 6.45 og heyrið Radio flokk Mrs. Helgason. “Special Bus” með niðursettu fargjaldi til Gimli fyrir þá, sem sækja þessa samkomu. Simið Mrs. Helgason, 31 4i6. Gjafir til Betel í september, 1935. Dr. B. J. Brandson, Wpg., borð fyrir “Sun Porch”; Vinur á Gimli, $2.00; Mr. .St. Gilbertson, Minne- ota, Minn., $100.00; Mr. Halldór Johnson, Wpg., $50.00; Miss Etta Sanford, Wpg., $2.00. Innilega þakkað fyrir hönd stjórn- arnefndarinnar, J. J. Swatison, féh. Prestafundur Kirkjufélagsins hófst í Selkirk á ’þriðjudaginn. Munu flestir þjónandi prestar hafa sótt kirkjufundinn. Séra K. K. Ólafson, forseti Kirkjufélagsins, kom vestan frá Wynyard á þriðjudagsmorguninn. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson heldur stjórnmálafund næstkomandi laug- ardag á Lundar, kl. 8, fyrir hönd J. T. Thorsons, þingmannsefnis Selkirk kjördæmis. Mr. J. T. Thorson, K-C., heldur stjórnmálafund í Selkirk Commun. ity Hall á fimtudagskvöldið þann 10. þ. m. • Miss Mattie Halldórson er ný- komin úr þriggja vikna skemtiferð til Flin Flon, Man. Ársfundur Lúters safnaðar verð. ur haldinn næsta sunnudag þ. 13. þ. m. kl. 1 e. h. Áríðandi að allir safnaðarmeðlimir mæti. Jóhann Fedriksson. Messuboð FIRST LUTHERAN CHURCH Series of sermons sunday mornings at 11 o’clock The Social Crisis Sunday, Oct. 13—Christ and Com- munism. Sundag, Oct. 20—Christ and Cöm- petition. Sunday, Oct. 27—Christ and Co- operation. Sunday, Nov. 3—Christ and Christ. ianity. For this cause came I into the world John 18:37. íslenzk messa að kveldi, kl. 7. Messað verður næsta sunnudag í Vídalínssöfnuði kl. 11 f. h. Séra N. S. Thorláksson prédikar. Einn- ig verður messað í Brown P.O., kl. 2 e. h.; séra H. Sigmar prédikar. Þakklætisguðsþjónustur eru á- kveðnar i Lögbergs söfnuði þ. 20. október kl. 2 e. h. í Konkordía söfn. þ. 27., á vanalegum tíma dags. A. S. C. Messa í Wynyard næsta sunnu- dag, 13. október, kl. 2 e. h. Jakob Jónsson. Messur áætlaðar í Gimli presta- kalli næsta sunnudaginn þ. 13. okt., eru þannig, að morgunmessa verð- ur í Bietel á venjulegum tíma, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar. Óskað er eftir að fólk fjölmenni. t Hjónavígslur Þann 23. september síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Greenwood sameinuðu kirkjunni hér í borginni, Miss Kathleen Van Allen, dóttir Mr. og Mrs. J. A. Van Allen og Pétur Solmundson, sonur Mr. og Mrs. G. E. Solmundson á Gimli. Rev. Lawson gifti. Fram- tíðarheimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. Mrs. H. G. Nicholson er nýkomin úr heimsókn til dóttur sinnar, Mrs.' Smith, í Calgary, Alta. Séra Jóhann Friðriksson frá Lundar, kom til borgarinnar í byrj- un vikunnar. Deildir No. 2 og No. 3 Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, halda sölu á heimatilbúnum mat í samkomusal kirkjunnar á laugardaginn þann 12. þ. m. Verður þar meðal annars á boðstólum rúllupylsa og margt ann. að góðgæti. Einnig verða ágætar veitingar á takteinum. Fjölmennið á þessa sölu og styðjið með því gott málefni. Stórt herbergi, með eða án hús- gagna, er til leigu að 594 Alver- stone St., heppilegt fyrir tvo, sem vildu að einhverju leyti fæða sig sjálfir. Einnig fæst fæði keypt, ef óskað er. Sími 38 181. Mr. Ásgeir Jörundsson frá Stony Hill kom til borgarinnar á mánu- daginn. Síðastliðinn *mánudag komu til borgarinnar frá Lundar, Skfili Sig- fússon þingmaður St. George kjör- dæmis, Kári Byron sveitaroddviti, Ágúst Magnússon sveitarJkrifari, Guðmundur Johnson, Stony Hill og Dan Lindal bílasali. Mr. SigurðuT Johnson frá Minne. wauken, Man., er staddur í borginni þessa dagana. Mr. Einar Thompson frá West- bourne, Man., kom til borgarinnar á þriðjudaginn. RADIO SAMKOMA 0G DANS heldur radio flokkur GUÐRÚNAR S. HFLGASON á GIMLI FÖSTUDAGINN 18. OKTÓBER (Hlustið á útvarp Mrs. Helgason, CKY, 6.45 miðvikudögum) Aðgangur 35C fyrir fidlorðna, 25C fyrir börn. “SIICCESS TRAINING ” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a ‘‘Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commerciai Law, Pcnmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) [I KAUPIÐ ÁVALT ! LUMBER w hjá THE^EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 TIL SÖLU Fimm herbergja hús í góðu standi; hænsnahús 150 fet á lengd með öllu tilheyrandi; fjðs fyrir fjðrar kýr; heyhlaða; allar byggingar raflýstar og með vatnsleiðslu. 21 bæjarlððir fylgja þessari eign; húsið er búið öllum þægindum. Ef frekari upplýsing- ar ðskast skrifið þá til eigandans, MRS. HELGA M. BENSON Blaine, Wash. J. Walter Johannson Umboðsmaður NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg eins og sakir standa nú hefir hann ekkert tækifæri til endurkosninga. Þetta vita líka ráðherrar hans, sem flestir hafa yfirgefið stjórn hans. Hann hefir álitið að ef stríðið kæmi áður en hann gengi til kosninga, þá mundu ýmsar svipstundar breyting- ar verða til þess að hægara yrði að koma ár sinni fyrir borð með blekk- ingum og einræði. Ástæðan getur tæpast verið önn- ur. Það er öllum ljóst að King er sáttgjarn maður og friðarsinni, eins og Laurier var. Bennett aftur á móti er illvígur stríðs-og herskyldu sinni eins og Meighen var. Þetta þurfa kjósendur að hafa í huga þeg- ar þeir greiða atkvæði 14. október. Sig. Júl. Jóhannesson. Athugið! Undirbúið yður fyrir jólin við afmælissölu Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á árl sent póstfrítt Útgefendur > The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRAN8FER Annajrt rrelöleaa um alt, ura aS flutningrum lýtur, imtum tfc at4r- um. Hverai ■anncJamara varf. Heimili: 591 SHERBURN ST. Síml: 35 909 Björg Frederickson Teacher of Piano Studio: 824 PRESTON AVE. Telephone 30 806 Monthly Studio Club Meetings and Rhythmic Orchestra. At 1935 M. M. Festival pupils won first place in three competi- tions and second and third place in a fourth class. Dr. B. J. Brandson, frú Brandson, ungfrú Jenny Johnson og frú Lára Burns, heimsóttu elliheimilið á Gimli siðastliðinn sunnudag. Mr og Mrs. A. S. Bardal brugðu sér norður til Gimli á sunnudaginn var. Mr. B. J. Lifman, oddviti í Bif- röst-sveit var staddur í borginni í byrjun vikunnar. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church, Victor St., are holding a Thanksgiving Concert on October 24, 1935. Mrs. B.. H. Olson is program convener. Jóns Sigurðssonar félagið býður öllum sínum mörgu, góðu vinum, körlum og konum, á Silver Tea, laugardaginn 12. þ. m., kl. 2.30 til 5.30 í Eaton’s Assembly Hall á 7. gólfi. Heimatilbúinn matur af beztu tegund; líka lesið í bolla. Kæru landar. skoðið þetta sem yðar boðsbréf, því ómögulegt er að ná persónulega til allra. Karlakór íslendinga í Winnipeg heldur aðalfund sinn í Sambands- kirkjunni þann 16. þ. m. kl. 8 stund- víslega. Félagar ámintir um að sækja fundinn allir sem einn. Framkvœmdarnefndin. Eftir 25 ára starf sem banka- stjóri á sama stað í þessari borg, (Horni William og Sherbrook stræta) hefir Mr. T. E. Thorstein- son þegið árshvíld frá því starfi af stjórn Royal bankans, sem er fá- gætt í bankasögunni, og fagurt dæmi um hyggindi og stjórnsemi þessa landa vors. Þetta ársfrí ætlar hann að nota til einka starfsemi fyrir The Keystone Fisheries Ltd. og Perfec- tion Twine Co. Ráðsmaður og með- eigandi þeirra félaga er Mr. Guð- mundur F. Jónasson, sem eftir kunnugra frásögn hefir náð eins miklum viðskiftum á síðastliðnum fimm árum og sum hin gömlu og grónu félög. Það þykir ljósast vitni um hepni þess framsýna dugnaðar- manns, að fá svo röskan mann og reyndan sem Mr. Thorsteinson, til að annast f jármál þessara upprenn- andi félaga. Hœtta á ferðum Eg var á ferð í Nýja íslandi fyr- ir helgina. Þar kom til mín hver á fætur öðrum og spurði mig hvort það væri satt að herskyldan, sem hér var sett á meðaú stríðið stóð yfir, væri enn í gildi. Eg svaraði því, að hér væri nú engin herskylda og það er sannleik- ur. “Blessaður sendu Lögbergi línu og láttu alla vita þetta!” sögðu menn: “Það er verið að telja fólki trú um að herskyldan sé enn í gildi og þess vegna sé sama að því leyti, hvort King eða Bennett verði við völd þegar stríðið byrjar.” Eg skrifa þessar linur til þess að efna loforð mitt við fólkið í Nýja íslandi og láta alla vita að ekki er herskylda nú í Canada, og þvi lífs spursmál að þeir nái ekki stjórn- arráðinu aftur, sem vissir eru að vekja upp herskylduna. Það dylst engum að annað stríð vofir yfir. Það dynur á þegar minst varir. Ef afturhaldsstjórnin yrði við völd þegar Canada dregst inn í það, þá er það víst að aftur yrði sett á herskylda. Margar getur eru að því leiddar, hver ástæðan hafi verið fyrir þvi, að Bennett skyldi brjóta stjórnar- skrá landsins og fótumtroða lög þess til þess að sitja við völd svo mánuðum skifti lengur en hann hafði nokkra heimild til. Það ger- ræði hefir aldrei fyr skeð í sögu landsins. En ástæðan liggur í aug- um uppi að því er mér virðist. Hún er þessi: Bennett veit að stjóm hans hefir leitt hörmung yfir land- ið og þjóðina. Hann veit það að ífeffiSTEÍl Merkileg kjörkaup á glmsteinum, úrum, allskonar silfur-, gull- og gjafa-vöru E. S. FELD5TED Sími 26 224 447 PORTAGE AVE. (á möts við “Bay") Giftingarleyfisbréf afgreidd Snillings aðgerðir á úrum og ^krautmunum. Minniál BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunír. Glftingaleyfis bréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. STUDY BDSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— , SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTAN CY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMKNT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.