Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.10.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines wfifíí^ Uí*ite ^r*°' For Service and Satisfaction 48. ARGANGUR | WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. OKTGvBER, 1935. NtíMER 41 SAMHUGA WÖD HRISTIR AF SÉR FIMM ARA KUGUNAR HLEKKI Fregnir af heljarslóð Eregnir frá Ethiopiu bera ineð sér, að italir halda áfram hermd- arverkum í landinu; halda þeir áfram skothríð úr lofti yfir borg- ir og bæi og hlífast hvergi í; er imvll að fullar tvœr þúsundir Ethiopiumanna hafi þegar látið líf sitt; hafa ftalir náð þremur all-stórum borgum á vald sitt. Þrettán þjóðir, sem meðlimir eru í Þjóðbandalaginu, hal'i fund- ið ítali seka um brot á banda- lagssáttmálunum, sem upphafs- menn að vígaferlum þessum; hafa þær ákveðið að beita ge^n ftalíu þeim fyrirma'Ium sáttmál- ans, er kveða á um viðskiftabann. Marga furðar á að þetta skyldi ekki vera gert fyr, þó segja megi að betra sé seint en aldrei. Athyglisverð ummæli Eitt áhrifamesta íhaldsblaðið í þessu landi, Montreal (lazette, komst þannig að orði í siðastliðn- um janúarmánuði, eftir að Mr. Bennett gerði heyrinkunn hin svonefndu umbótaákvæði sin yfir víðvarpið: "Vér höfum engu sérstöku ást- fóstri tekið við Mr. King. En þeg- ar forsætisráðgjafinn tekur sér það fyrir hendur, eins og hann mi gerir, að rekja sögu frjálslynda flokksins og tala í því sambandi um barnaþrælkun, vinnukúgun, sultarlaun og annmarka núgild- andi fjármála fyrirkomulags, er alt þetta stafi af, þá verður þess óhjákvæmilega krafist, að fullrar sanngirni sé gætt. Það er á al- manna vitorði, að Mr. King hefir alla jafna látið sér ant um að ráða bót á þeim misfellum sem hér um ræðir; og það var meira að segja barátta hans gegn slík- um óvinafagnaði, er öllu fremur leiddi til þess að þátttaka hans i opinberum málum varð slík, sem raun er orðin á, og að verka- málaráðuneytið var stofnað, á- samt mörgum öðrum mikilvæg- uni löggjafar-umbótum, er i svip- aða átt gengu. Þelta alt gerðist mörgum árum áður en Mr. Ben- nett vaknaði til meðvitundar um þörfina á nýrri umbóta stefnu- skrá svona rétt fyrir kosningarn- ar." • HON. L. A. TASCHEREAU, Quebec. HON. T. I>. l'ATTI'LLO, Rritish Columbia. HON. MITCHELL, F. HEPEriíX Ontario. HON. A. A. DYSART, New Brunswiik IÍT. HON. W. 1.. McKENZIE KfNG, foringi fr.jálslynda flokksins. AN'fil'S MacDONALD, Nova Scotia. '::;:':':::-::::::':"-; ::Ía^^8ÉÉfc sí: l i -:*X-æslÍil 1 1 X^í'ííí:*:" ajJÉka^1 HON. W. W. LEA, Prince Edward Island HON. JOHN BRACKEN, Manitoba HON. J. G. GARDIXKK, Saskatchewan. Stefnuskrár atriði i I. :rjálslyncla flokksins Nýjar og ákveðnar ráðstafanir í þá átt, að bæta úr atvmnuleysinu. 2. Endurheimt tapaðra sölusambanda erlendis. 3- Aukning innanlands viðskifta. 4- Ráðstafanir undirstöðu-iðnaðinum til eflingar. 5- Stjórnarumsjón til öryggis lánstrausti. 6. Stjórnareftirlit með öllum tryggingum. 7- Vernd og viðhald þjóðeignabrautanna. 8. Lýðræði í iðnmálum. 9- Stjórn, er lúti þingviljanum. IO. Öryggi persónufrelsisins. ii. Endurbætt kosningalög. 12. Fjárlög án tekjuhalla. 13- Góðvilji gagnvart umheiminum. 14- Samfélagslegt jafnrétti innanlands. Mannvænlegur lög- fræðingur Einn þeirra mörgu og efnilegu Iærdómsmanna íslenzkra, er Lynn G. Grímsson, sonur þeirra Guðm. héraðsdómara Grímssonar og frú Grímsson að Rugby, North Dakota. Þessi ungí mentamaður lauk B.A. prófi við ríkisháskólann i North Dakota, en í júnimánuði síðastliöinn útskijfaðist hann með hinum ágætasta vitnisburði í lögum frá Minnesota háskólan- um; hefir honum nú verið veitt- ur réttur til málaflutnings í Min- nesota-ríki. Er þetta hinum mörgu vinum Grimssons fjöl- skyldunnar hið mesta fagnaðar- efni. Grímuklœddur afhirlialdsmaður. Að því er frekast verður séð, er Social Credit frambjóðandinn i Selkirk kjördæmi blátt áfram grimuklæddur afturhaldsmaður. Hann reyndi að ná útnefningu afturhaldsmanna á Stonewall fundinum, þar sem Mr. G. S. Thorvaldson var útnefndur en beið lægra hlut; hét hann Mr. Thorvaldson þá eindrægnu fylgi; nú býður hann sig sjálfur fram undir Social Credit nafni. Við kunningja Mr. Thorsons, sem íhaldsflokknum fylgir að málum, gaf Mr. Mills það ótví- rætt í skyn, að hann væri í kjöri með það fyrir auguni að veiða at- kvæði frá Mr. Thorson. Menn geta gert sér í hugarlund hvaða erindi slík pólitísk randafluga og Mr. Mills auðsjáanlega er, á inn í Selkirk kjördæmi svona rétt fyrir kosningarnar. SÝNING A MALVERKUM EMILB WALTERS Eins og getið hefir áður veriö hér í blaðinu, hefir T.. Eaton verzlunarfélagið tekið að sér sýn- ingu á nýjustu málverkum Emile Walters. Fór fyrsta sýningin fram i Toronto og sóttu hana á þriðja þúsund manns fyrsta dag- inn. Næst fer sýning þessi fram í Montreal, en hér í borg sýnir Eatons málverk þessi í búð sinni frá 1. til 15. nóvember næstkom- andi, og má vist telja að fslend- ingar færi scr það tækifari í nyt, og f.jölmcnni á sýninguna. Skýrt verður frá tilhögun allri nánar siðar. Hin nýjustu málverk Mr. Wal- ters eru flest frá fslandi, og hafa hvarvetna vakið hina mestu að- dáun. McKenzie King leiðir þjóðina út úr eyðimörkinni! Allir forsætisráðgjafar fylkjanna, aíS undantekn- um einum, fylkja liði undir fána frjálslyndu stefnunn- ar á mánudagiíin þann 14. og stvo'ja Mackenzie King til valda. Veitið Maybank, Mutch, Hermanson og Booth eindregio' og óskii't fylgi í Winnipeg, sem og fram- bjóðendum i'rjálslynda flokksins í þeim hinum öðrum kjörda^mum öllum, þar sem íslenzkra áhvit'a og atkvæða gætir! Minningarorð Jarðarför Jóhannesar heitins liergmans, er andaoist á spítala hér í borg þ. 28. sept. s.l., fór fram, undir umsjón Bardals, frá heimili Sigfúsar Bergmans, í Víðinesbygð, í Nýja Islandi, þ. 3. þ. m. — Hinn látni var lengi bóndi i Geysisbygð og stundaði jafnframt steinsteypu- vinnu, öðru hvoru, eftir því sem færi gafst. Lætur eftir sig konu, Lilju Davíðsdóttur, frá Kárdals- tungu í Vatnsdal, og eina dóttur, er Kristin heitir. Fóstursonur þeirra er Haraldur Norman, nú 18 ára. Þrir bræður hans eru á lífi, Jónas Berg- man hér í borg, er á fyrir konu Sig- rí'ði systur Sveinbjörns Johnson, laga-prófessors, Guðmundur Berg- niann, bóndi í Geysisbygð, er á fyrir konu Guðrúnu Jónsdóttur, systur dr. G. J. Midford, er var góðfræg- ur læknir nálægt Portland Ore., en cr nú látinn; og Sigfús Bergman, er býr i Víðinesbygð og giftur er Vigdísi dóttur Mrs. Á Hinriksson á Gimli. Þrjár systur Jóhannesar eru cinnig á lífi, Mrs. Sigríður Whitt- aker, hér í borg, Mrs. Lilja Hans- son, kona Guðmundar bónda Hans- sonar í Geysisbygð, og Mrs. Ásta Lárusson, kona Kristins bónda Lárussonar í Víðinesbygð. Einnig er móðir Jóhannesar enn á lífi, Kristín Jóhannesdóttir, síðari kona Jónasar bónda Bergmans frá Rófu í Miðfirði, háöldruð kona, til heim- ilis hjá Lilju dóttur sinni. All- margt ættingja og vina við jarðar- förina, bæði úr Geysisbygð og úr Yíðinesbygð. Öll systkinin þar við- stödd og allmargt af tengdaf ólki, þar á meðal Andrés Davíðsson frá Cimli, bróðir Lilju, ekkju Jóhann- esar, sonur hans Wj. A.' Davíðsson (contractor), héðan úr borg, og Mrs. Ragnheiður Bergman, ekkja líjörns heitins Bergmans í Geysis- bygð og synir þeirra hjóna. Jarð- sett var í Kjarna grafreit. Séra Jó- hann Bjarnason jarðsöng. — Jó- hannes Bergman var dugnaðarmað. ur og dregur góður, er ýmsir, auk ástvina, munu sakna við burtför hans. STROKKUR GÝS í fyrradag fór Trausti Einars- son stjörnufræðingur austur að hvernum Strokk í Biskupstungum í þeim tilgangi að fá hverinn til að gjósa. Fór Trausti þessa för að til- hlutun forsætisráðherra. La>kkaði Trausti yfirborð vatns- ins um einn meter með því að dæla vatni úr hvernum, og bar það þann árangur, að hverinn gaus skömmu fyrir hádcgi í gær. % Var gosið um 20 m. hátt og bár- ust upp með því kynstrin öll af grjóti og rusli, sem safnast hafði fyrir í skálinni. Var þyngsti steinn. inn I2/Í kg., en margir um 5 kg. Hverinn hafði ekki gosið aftur, þegar blaðið frétti seinast. Strokkur hefir ekki gosið lengi undanfarið.—N. dagbl. 11. sept. Dánarfregn Á sunnudaginn þann 29. septem- ber síðastliðinn lézt að heimili sínu i \\'vnyard, Sask., merkisbóndinn Jóhann Tryggvi Frederickson, 78 ára að aldri. Mr. Frederickson var fæddur á íslandi árið 1857 og flutt- ist vestur um haf 1874, kvongaðist 1881 eftirlifandi ekkju sinni, Val- gerði, systur Dr. Björns B Jóns- sonar og þeirra systkina. Auk ekkj- unnar lætur Mr. Frederickson eftir sig f jórar dætur, Ethel í Wynyard, Mrs. T. Gorick í Prince Albert, Mrs. B. Hjálmarson í Regina og Björgu píanókennara í Winnipeg; einnig lifa hann tveir synir, Carl í Kandahar og B. Fréderickson í Saskatoon. Kjósið Thorson í Selkirk allir sem einn! Um það verðitr ekki deilt, að vestcm vatnanna miklu, og þó víðar sé lcitað, mwni fá kjördœmi eiga kost á því að velja slíkan fulltrúa á sambandsþing, sem Selkirk-kjördeemið, þar sem> Mr. J. T. Thorson er; mann, er sakir einltegni, mcelsku, Uerdóms og »>a>ni- kosta. Iwfir vakið á sér alþjóðar athygii; maun, er slík- an orðstír gat sér á þingi, og það jafnvel fyrsta árið, að talað var þegar alment um hann sein ráðgjafaefni; nú er hamn beinlinis skoðaður sjálfsagður í slíka stöðu, sigri frjálslyndi flokhurinn i nœstu kosninginn, sem ekki þarf að efa. Canadiska þjóðin þarfnast Mr. Thorsons á þing. Selkirk-kjördœmi hefir aldrei áður átt kost á slikuni afburðamanni, og Islendingar standa nú nær þvi en nokkru sinni fyr, að eignast ráðgjafa i sambandsstjórn þessarar þjóðar. Málstaður canadisku þjóðarinnar krefst þess að Mr. Thorson verði kosinn á þing þann 14. þessa mánað- ar, og íslenzk þjóðrœkni krcfst þess líka.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.