Lögberg - 31.10.1935, Blaðsíða 4
4
LÖG-BERG. FIMTUDAGINN 31. OKTÓBHR, 1935.
Hógfcerg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COIiUMBlA PRE88 IAMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
ED.'TOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verö t3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Co'umbia
Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba.
PHONE 86 327
Ráðuneytið nýja
Á miðvikudaginii þann 23. yfirstandandi
mánaðar, sór hið nýja ráðuneyti Mackenzie
Kings embættiseið og tók formlega við völd-
um.
Eins og þegar kom í Ijós að kosningunum
afstöðnum, var úr nægum efnivið að velja, að
því er myndun ráðuneytis áhrærði; eigi að-
eins úr hópi hinna eldri og reyndari þing-
manna, heldur jafnframt úr allfjölmennri
fylkingu glæs'álegra nýliða. Að Mr. King
hafi yfir höfuð tckist vel til um valið, verður
tæpast dregið í efa.
Mr. King hefir að baki sér níu ára feril
sem for.sætisráðgjafi hinnar canadisku þjóð-
ar; reyndist hann á því tímabili sanngjam
og hollráður leiðtogi; enda vegnaði þjóðinni
þá í flestum skilningi vel. Auk hans s.jálfs,
eiga sæti í hinu nýja ráðuneyti, átta fyrver-
andi ráðgjafar, sem þjóðinni eru að góðu
kunnir og líklegir til giftusamlegra athafna.
Mr. Dunning hefir tekið að sér forustu
fjármálaráðuneytisins á ný, og mun því al-
ment verða vel fagnað; er hann maður spak-
ur að viti, frábærlega mælskur og reyndur að
hagsýni; hefir Mr. Dunning hvarvetna getið
sér hinn bezta orðstír, bæði sem bóndi og
stjórnmálamaður.
Mr. Lapointe tekst á hendur dómsmála-
ráðgjafaembættið; hann gegndi því áður og
naut í því almennrar þjóðhylli; er hann einn
af mestu áhrifamönnum Quebec fylkis, þeirra,
er við opinber mál hafa verið riðnir, síðan
Laurier leið.
Mr. Ejuler, sá, er áður gegndi embætti í
ráðuneyti Mr. Kings sem þjóðtekna ráðgjafi,
tekur að sér forustu verzlunarráðuneytisins;
þykir hann í hvívetna frumhyggjumaður mik-
ill og fylginn sér vel. Það er eitt af stefnu-
skráratriðum frjálslynda flokksins og hinnar
nýju stjórnar, að beita sér fyrir aukin við-
.skifti út á við. En til þess að hrinda slíku í
framkvæmd, mun vart hafa verið á betri
manni völ en Mr. Euler.
Mr. Crerar, sá er sæti á í hinu nýja ráðu-
1 neyti fyrir Manitoba hönd, hefir tvisvar sinn-
um gegnt ráðgjafa embætti áður, og verður
því engan veginn til nýgræðinga talinn; að
þessu sinni veitir hann forustu hinni nýju
náttúrufríðindadeild, sem og ráðuneyti inn-
flutnings og innanríkismála, auk skrifstofu
námadeildar og Indíánamálefna.
Við ríkisritaraembætti tekur Mr. Rinfret
á ný; gegndi hann því frá 1926 til 1930 við-
góðan orðstír.
Við leiðsögn þjóðtekna tekur Mr.
Ilsley, ungur maður frá Nova Scotia; góður
maður og gegn, er allmikið þykir í spunnið.
Þjóðvarnaráðgjafi verður Mr. Mackenzie,
þingmaður frá Mið-Vancouver, en við stjórn
verkamálaráðuneytisins tekur N o r m a n
Rogers, áður prófessor í fjárhagsfræði við
Queens háskólann; hann hefir ekki átt sæti á
þingi áður; er enn maður á bezta aldri, fjöl-
lærður og líklegur til forystu. Eftirlauna-
ráðgjafi verður Mr. Power; er hann frá
Quebec og hefir setið á þingi í tvö kjörtíma-
bil; gegndi hann liðsforingjastöðu í heims-
styrjöldinni miklu, og hefir látið sér næsta
hugarhaldið um hag heimkominna hermanna;
mun val hans í þetta embætti alment mælast
vel fyrir.
Við forustu hins nýja og endurskipaða
samgöngumálaráðuneytis tekur Mr. Clarence
Howe, þingmaður fyrir Port Arthur; er hann
af amerískum uppruna, kom hingað til lands
ungur og öðlaðist canadiskan þegnrétt; hann
hefir aflað sér álits sem verkfræðingur og
hefir einkum gefið sig að járnbrautarmálum
og lagningu járnbrauta. Mr. Howe er nýliði
á þingi. En eitthvað meira en lítið hlýtur að
vera í manninn spunnið úr því að Mr. King
fól honum þá ábyrgðarmiklu stöðu á hendur,
sem hér um ræðir; hann hefir hvað ofan í ann-
að lýst yfir hollustu sinni við þjóðeignabraut-
irnar, og er ekki ólíklegt að slíkt hafi ráðið
nokkru um valið.—
Svo hefir skipast til, að Mr. Gardiper
forsæti.sráðgjafi Saskatehewanfylkis, tekur
við forystu landbúnaðarráðuneytisins. Mr.
Gardiner er hæfileikamaður mikill og veit
manna bezt hvar skórinn kreppir að viðvíkj-
andi búnaðarmálunum vestan lands; má því
með fullum rétti góðs vænta af starfi hans \
hinum nýja og víðtæka verkahring.
Auk embættis forsætisráðgjafa, hefir Mr.
King með höndum meðferð utanríkismál-
anna eins og hann gerði í hinum fyrri ráðu-
neytum sínum.
Enginn gengur að því gruflandi, að hið
nýja ráðuneyti hljóti að eiga við margskonar
örðugleika afli að etja, að minsta kosti fyrst í
stað; hag þjóðarinnar var því miður þannig
komið. En nú er þess að vænta, að eitthvað
fari að rofa til og að giftusamlega ráðist fram
úr vandamálunum, því um einlæga viðleitni í
umbótaátt af hálfu hinnar nýju stjórnar,
verður vitanlega nndir engum kringumstæð-
um efast.
Meginþorri þeirra blaða, er oss hefir
I veizt kostúr á að yfirfara, taka hinni nýju
stjórn einkar hlýlega og vænta af henni mikils
góðs, svo sem blaðið Winnipeg Tribune, er í
kosningahríðinni veitti Mr. Bennett eindreg-
ið að inálum; lætur þetta blað sérlega vel yfir
vali Mr. Kings í hið nýja ráðuneyti.
' Blaðið Montreal Gazette er veitt hefir
jafnaðarlegast íhaldsflokknum fulltingi sitt,
kemst meðal annars þannig að orði:
“Sú hin heilbrigða skvnsemi canadiskra
kjósenda, er oft og þrásinnis áður hefir forð-
að þjóðinni frá pólitísku öngþveiti, hefir enn
svo látið til sín taka, að nú veitist henni þess
kostur að feta sig áfram á framfarabrautinni
án truflunar af hálfu stefnulausra tækifæris-
sinna annars vegar og pólitískra æfintýra-
manna hinsvegar. Blað þetta lætur í ljós á-
nægju sína yfir þeirri útreið, er hinir nýju
og lítt reyndu flokkar fengu, án tillits til þess
hvaða nöfn þeir völdu sér.
Blaðið Ottawa Citizen, er frjálslyndu
stefnunni fylgir að málum, telur auðsætt, að
með úrslitum kosninganna hafi þjóðin fengið
þá einu þjóðstjórn (National Government),
er hún með nokkrum hætti gæti sætt sig við.
í sama streng tekur Toronto Globe, er fagnar
mjög yfir sigri Mr. Kings og flytur fagur-
spár um framtíðina.
Nokkuð kveður við annan tón í blaðinu
Toronto Mail and Empire (íhaldsbl.), er í
sambandi við hinar eftirminnilegu hrakfarir
Mr. Bennetts, bendir á að hér sem oftar, væri
ekki úr vegi að vitna til þeirra orða ritning-
arinnar, að frá upphafi vega hafi lýðurinn
grýtt spámenn sína; þetta hafi auðljóslega
komið fram í meðferðinni á Mr. Bennett.
Blaðið Vancouver Sun, lætur meðal ann-
ars þannig nmmælt viðvíkjandi úrslitum
kosninganna, daginn eftir að þær fóru fram:
“Við kosningarnar í gær vann frjáls-
lyndi flokkurinn óviðjafnanlegan sigur frá
liafi til hafs; sá sigur á að verða hinni nýju
stjórn áminning um það, að vaka sýknt og
heilagt á verði yfir velferðarmálum þjóðar-
innar og sækja djarflega fram í sanna umbóta
átt. Geri hún það ekki, er holt að glöggva sig
á þ\fi undis eins, að auðveldlega getur svo
farið, að sú samúð, er í nýafstöðnum kosning-
um kom henni til valda, snúist upp í tilsvar-
andi andúð og steypi henni af stóli, er til
kosninga kemur næst. ”
Blaðið Saint John Telegraph-Journal,
(íhaldsbl.) telur það sýnt, að þjóðin sé með
öllu ófáanleg til þess að tefla á tvær hættur
stjórnarfari sínu viðvíkjandi; óttinn við reik-
andi og ósamstæða smáflokka eða flokksbrota
stjórn, hafi blásið frjálslyndu stefnunni byr
undir báða vængi, og trygt Mr. King hinn
glæsilega kosningasigur sinn.
Góður og velkominn geátur
Frá því hefir áður verið skýrt hér í blað-
inu, að væntanlegur sé hingað til borgarinn-
ar öðru hvoru megin við næstu helgi, hr. Ás-
geir Ásgeirsson, fyrverandi forsætisráðgjafi
hinnar íslenzku þjóðar. Svo er til ætlast, að
hann flytji erindi undir umsjá Þjóðræknis-
félagsins í Fyrstu lútersku kirkju á mánu-
dagskvöldið þann 4. nóvember næstkomandi;
ástæðulaust ætti það að vera, að hvetja fólk
til aðsóknar, því flesta mun fýsa að hlýða á
jafn tiginn og prúðan gest.
Hr. Ásgeir Ásgeirsson er enn maður á
bezta aldri; hann er útskrifaður í guðfræði
af háskóla íslands, en tók snemma að gefa sig
við fræðslumálum þjóðarinnar í hinni víð-
tæku merkingu, og gegnir nú embætti fræðslu-
málastjóra í annað sinn; hann á sæti á Alþingi
sem þingmaður Vestur-lsafjarðarsýslu.
Hr. Ásgeir Ásgeirsson er víðmentur
maður, prúður í umgengni og mælskur vel;
hlakka því vafalaust margir til þess, að
hlusta á “ástkæra og ylhýra málið” af vömm
hans.
Heimsóknir mætra manna heiman af
Fróni, hafa alla jafna verið oss Islendingum
vestan hafs óblandið ánægjuefni; mun svo
eigi síður verða í þetta sinn, þar sem um er
að ræða jafn ágætan gest og hr. Ásgeir Ás-
geirsson er, Velkominn sé hann vor á meðal!
Menn, sem eg man
Eftir Sigurð Sigurðsson
frá Arnarholti.
GRÍMUR THOMSEN
Lítið eitt raan eg um hann sjálfur
af sjón og reynd, en ýmislegt af af-
spurn, meðan hann enn var lifandi.
Eg sá hann tvisvar.
Fyrra skiftið sá eg hann teyma
dumbrauðan, stóran hest, og bregða
beislistauminum á girÖingarstólpa
'fyrir framan garðholuna við hús hjá
T.augaveginum, heldur neðarlega.
Hesturinn var hinn landsfrægi
gæðingur “Sóti,” úr Hornafirði.
Var Grímur þá í dökkgrárri síð-
kápu og datt mér bæði hann og káp-
an oft í hug löngu siðar, þegar eg
sá á kvikmyndum baksvipinn af
þýzku herforingjunum í. stríðinu.
Grímur bar sig svo vel og reffilega.
Síðara skiftið er hann mér mjög
minnisstæður. Þá sá eg hann á
Bessastöðum.
Var það vorið, sem eg gekk inn í
Latínuskólann. Fóru þeir þá vin-
irnir og bekkjarbræðurnir Björn M.
Ólsen og Valdemar Briem suður að
Bessastöðum og var eg hestadreng-
ur þeirra.
Þegar fór að halla að áfangastað
tók eg eftir því, að þeir fóru að
tala hljóðlega saman og ráku við
og við upp smáhlátra. Eg reið í
humátt á eftir, því einhvern veginn
virtist mér þeir mundu vera að ræða
það, sem mér kæmi ekki við, eða eg
ætti ekki að heyra. Mannasið þenn-
an hafði eg ekki lært af tilsögn, en
fann hann á mér.
Víkur nú sögunni að Bessastöð-
um.
Grímur gekk út á móti þeim og
kvaddi með vinsemd og meiri, eða
annari kurteisi, en eg hafði áður séð.
Gengu þeir allir inn í anddyri og
eg á eftir. í forstofunni, sem mér
þótti mjög stór og kaldranaleg, stóð
inst í horni hægra megin allhá tré-
stöng, með hjartarhorn í kolli. Þar
hengdu þeir hatta sína og yfirhafnir.
Eg elti inn í stöfu og settist yzt
úti í horni, en þeir Ólsen og Briem
við háborðið. Grímur gekk léttilega
um gólf og talaði við og við orð,
sem eg skildi ekki, en sá á svip-
brigðum hinna, að þeir skildu og
hváðu þeir aldrei.
“Eg læt ykkur þá heyra það,”
sagði Grímur.
“Já! Blessaður komdu með það.”
Grímur gekk út að gluggakist-
unni, sem var mjög djúp, tók upp
úr skrifborði eða skattholi þó nokk.
uð af lausum blöðum og las hátt.
Bráðlega fór Ólsen að geispa og
Valdemar eftir stutta stund. Þetta
endurtóku þeir með stuttu millibili,
en Grímur virtist hvorki sjá þetta né
heyra, þar til hann alt í einu kastar
blöðunum frá sér, segir ekki eitt
einasta stygðarorð og sezt hjá þeim
með blíðubrosi; datt mér i hug, að
það bros væri kannske ekki alveg
jafn saklaust og það sýndist. Hann
kunni hoffmannasiði.
Enginn þeirra vék orði að þessu.
Það sem Grímur var að lesa voru
þýðingar hans á Anakreon, drykkju-
skáldinu gríska og góða, sjá t. d. He
ge melaina pinei o. s. frv.
—Mikið var talað um skáldið
Grím Thomsen á uppvaxtarárum
mínum á Stóranúpi, enda logaði þar
alt í kvæðalestri og tali um skáld-
skap. Þar voru til 8—átta—eintök
af kvæðabók Kristjáns Jónssonar!
Vinnukonurnar höfðu hver sitt ein.
tak undir koddanum.
Ekki þótti Grímur kunna vel að
yrkja, þótti stirður og þunglama-
legur og ósöngvinn; vantaði brag-
eyra—en stöku sinnum fór einmitt
vel á þessu og einkum þegar hann
orti um sér líka menn.
“Stirður var og stríðlundaður
Snorrason og fátalaður,”
orti hann um Halldór Snorrason, og
er fullgóð mannlýsing.
—í þessari ferð, sem er mér svo
minnisstæð, komum við að Görðum1
á Álftanesi og heyrði eg þá Björn
og Valdemar tala um það, að séra
Þórarinn Böðvarsson, sem samdi
“Alþýðubókina,” ágætt, skemtilegt
NÝ — þægileg bók
í vasa
SJÁLFVIRK
— EITT BLAÐ í EINU —
Pægilegri og betri bók í vasann.
llundrað blöð fyrir fimm cent.
Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin
til úr bezta efni. Neitið öllum
eftirllkingum.
ZIG-ZAG
og frólegt rit, hefði fengið Benedikt
Gröndal til þess að mála mynd af
Pétri postula, til prýðis í anddyri
kirkjunnar; sá eg myndina hanga
þar yfir dyrum.
En Gröndal málaði mynd af séra
Þórarni sjálfum og lét hann gott
heita. Hentu þeir gaman af þessu.
—Grímur byrjaði búskap sinn á
Bessastöðum með 12 vinnumönnum
og mikilli rausn, en lítið mun hafa
orðið úr öllu því brambolti.
Grímur hafði kynst Runeberg,
þegar hann var í Kaupmannahöfn,
og átti Grímur olíumálverk af hon-
um, sem Runeberg gaf honurn og sá
eg það hjá ekkju Gríms hér í
Reykjavík. Hvað um það varð veit
eg ekki.
Hann var oft og tíðum, svo sem
andans manni sæmir, mjög orðhepp.
inn og fyndinn og mirabile dictu átti
það til að vera klúryrtur við kven-
fólk, en þó ekki svo gróflega að ekki
sé í frásögur færandi í karlmanna-
hóp.
—Einhverju sinni kom' það ti!
orða á þingi, að veita Matthíasi
þjóðskáldi heiðursverðlaun; mun
það vera hið fyrsta sinn, er til slíks
var stofnað hér til lands. Líklega
ekki af öfund en keksni tók Grímur
sig til og bjóst til að koma með
samskonar frumvarp um fjárstyrk
eða verðlaun úr landssjóði til hinna
og þessara bögubósa út 'um alt land
og hættu þá forgöngumennirnir við
þetta. En Grímur varaði sig ekki
á því, að góðvildin á sér fleiri út-
vegi en illkvitnin. Alþingismenn
lögðu fram ríflega upphæð úr eigin
vasa og gáfu séra Matthíasi og varð
ekkert úr grályndi Gríms í það sinn.
Sögu þessa sagði mér Valdimar
Briem og það með að séra Arnljótur
á Sauðanesi hefði afstýrt þessari
ómynd.
—Grímur var, svo sem kunnugt
er, hálærður og hágáfaður og fom-
skáld. En einnig átti hann bliða og
söngmilda strengi, sbr. t. d. Fiðlar-
inn og í Svanahlíð.
Hann mun því sitja við háborðið
hjá tignustu andans mönnum ís-
lenzkrar tungu, svo lengi sem hún
er lesin og Ijóðum stöfuð.
—Lögrétta.
Skemtilegt samsæti
Á föstudaginn var, voru liðin rétt
25 ár síðan þau Mr. og Mrs. H. J.
Pálmason', að 942 Sherburn St. giftu
sig. Hafa þau alt af síðan átt heima
í Winnipeg og reyndar miklu leng-
ur, eða frúin að minsta kosti, því
hún er hér uppalin. Eru þessi hjón
sérstaklega vinsæl og mikils metin,
semi von er að, því bæði eru þau
mjög vel gefin og vel að sér, öðru
fólki góð og ávalt glöð og skemti-
leg. Mr. Pálmason er endurskoð-
1
andi (Chartered Accountant) og
þykir prýðilega fær í sinni fræði-
grein, enda hefir hann ágæta stöðu.
Þetta kveld, 25. október, buðu
vinir þeirra Mr. og Mrs. Pálmason
þeim til samsætis í samkomusal
Fyrstu lútersku kirkju, og sátu það
hóf yfir hundrað manns. Fór það
prýðilega fram, eins og vænta mátti,
og var hið skemtilegasta, enda er
æfinlega glatt uirt þau Hanna og
Florence, en það nefna vinir þeirra
þau jafnan.
S. K. Hall lék brúðkaupslag þegar
silfurbrúðhjónin gengu inn í salinn,
og rétt á eftir söng Mrs. S. K. Hall
einsöng, prýðilega að vanda. J. J.
Swanson stýrði samsætinu. Eftir
að hann hafði boðið gestina vel-
komna, bað hann Dr. Björn B.
Jónsson, að taka við stjórninni um
stund, og lét hann syngja sálm og
flutti bæn. Næst talaði Mrs. Björn
B. Jónsson og færði Mrs. Pálmason
fagran blómvönd frá kvenfélagi
Fyrsta lúterska safnaðar. Þakkaði
hún fyrir blómin og góðvildina alla,
sem sér og sínum væri sýnd með
þessu samsæti. Þá mælti Eggert
Feldsted fyrirminni silfurbrúðhjón-
anna og afhenti þeim nokkra fallega
A lot of old friends — your family as
well will appreciate your photograph. It
solves the personal gift problem.
But be sure it’s an Eaton Portrait and
you will be certain to receive complete
satisfaction.
FOR OUR CHRISTMAS SPECIAL, we
are featuring 6 Portraits in folders and
one large Portrait.
$5.00
A small deposit will hold the pictures
until you are ready to use them.
—Portrait Studio, Seventh Floor, Portage
AT. EATON C?IUITED
C A N A D A