Lögberg - 31.10.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 31.10.1935, Blaðsíða 6
LÖGKBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1935. fí Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Hvernig veiztu það? ÞaS er ekki þitt hágöfuga eðli sem segir þér það, sem þú nú lítilsvirðir. Það ér ekki um sjálfa mig, sem mig langar til að tala, heldur um hana. Thurston, eg veit að ])ú ert að gefa henni und- ir fótinn, bara í meiningarlausu gamni; eg er viss um að með því liefir ])ú ekkert ilt í huga; ]>að er eg viss um, Thurston,” sagði hún og þrýsti höndunum að brjóisti sér. “Eg veit með hvaða takmarkalausri ástríðu að kven- ' fólk getur elskað þig, en slík elska gæti valdið vesalings Angelicu bana eða brjálæðis, þegar hún yrði þess vör aÖ þú meintir ekkert með því, nema aÖeins að leika þér að einfeldni hennar og trausti. En Thurston, þú verður að láta hér staðar numið, það er þér á engan hátt samboðiÖ, að vekja falskar vonir hjá henni. Þú verður að lofa mér því að sjá hana ekki framar! ” “Verð! Eg verð að segja að þú ert að taka þér nokkuð mikið skipunarvald yfir mér. ’ ’ “^Thurston, ]>að er hærra vald en mitt, sem talar með tungu minni,—það er rödd rétt- lætisins! Þú minnist þess. Þú lofar mér því.” “En ef eg skyldi nú ekki gera það—” “Það er enginn tími til að deila um þetta mál við þig lengur—það er einhver að koma— eg verð að flýta mér. Það eru nú tvær vikur síðan eg talaði um þetta fyrst við þig; eg hefi dregið það of lengi, og nú ætla eg að segja þér, þó þaÖ skeri mig í hjartaÖ að þurfa að gera það; en ef þú lofar mér því ekki að sjá Ange- licu aldrei framar, fer eg og segi henni hvern- ig ástatt er með þig, strax á morgun!” “Það er það sem þú ætlar að gera!” “Þú getur komið í veg fyrir það, elsku Thurston, með því að gera það eitt, sem þú vei.st fyrir samvizku þinni að er rétt og þér samboðið í þessu máli. ’ ’ ‘ ‘ En ef eg skyldi svo ekki gera það ? ’ ’ “Þá fer eg strax á morgun til að tala við ung'frú LeRoy!” “Það má ekki minna kosta en—” Hann gat ekki sagt meira, því frú Waugh kom inn í stofuna. Thurston tók byssu sína og veiÖi-mal og gekk á móti henni og heilsaði henni með brosi á andlitinu og sagði: “Góðan daginn, frú Waugh! Þú sérð að eg hefi verið að skjóta hér í Luckenough skóg- inum í morgun; eg gat ekki farið héðan án þess að bjóða húsfreyjunni veiðina, ef hún vildi gera svo vel að þiggja hana;” og hann lagði veiðina á gólfið við fætur frú Waugh. ‘Marian mín góð, viltu gera svo vel og sjá til að frú L’Oiseau sé fært heitt kaffi upp í svefnhebbergið hennar; hún er lasin vesling- urinn; eg bjóst við því eftir geðshræringuna, sem hún komst í í gærkvöldi; kannske þú vild- ir gera svo vel og færa henni kaffið, sjálf, Marian mín; hún þarf þess sannarlega með núna, að heilbrigðis-gyðjan komi að rúminu hennar.” % Marian fór íit úr stofunni og frú Waugh snéri sér að Thurston og sagði: “Mér þykir vænt um að mér hefir gefist svona fljótt tækifæri til að tala við þig, því eg hefi nokkuð sérstakt sem eg þarf að segja þér, sem þú verður að hlusta á, án þess að láta þér þykja við þína gömlu frændkonu.” “Skárra er það nú! Eg er svei mér kom- inn undir aga kvenfólksins þessa stundina,” hugsaði hann með sér; en sagði ekkert, en hneigði sig til samþvkkis og færði frú Waugh stól. “Eg skal ekki hafa málalengingar um það, sem eg hefi aÖ segja, Thurston.” “í hamingjunnar bænum segðu í eins fá- um orðum og þú getur, ])að sem ])ú ætlar að segja mér, ” sagði Thurston og brosti; “eg fer að venjast því að kvenfólk tali hispurs- laust við mig.” ‘ ‘ Þú mátt vera viss um að eg ætla ekki að ávíta þig neitt, Thurston. En þetta er sem eg vildi segja þér, og hefi sagt þér áður, að þú verður að gæta þess að sýna Jaqueline engin innileg vináttumerki, eða gera nokkuÖ, sem vrði tekið svo, að þú værir ástfanginn af henni. Eg tek það fram ennþá viÖ þig. Og eg vil alvarlega vara þig við því að ef þú ger- ir nokkuð í þá átt, að þá verður þú valdur að svo mikilli óhamingju, sem þú munt iðra.st eftir alla þína æfi, ef það yrði þér ekki til enn meiri ógæfu. Dr. Grimshaw er viti sínu fjær af afbrýÖisemi. Það er ekki hægt að treysta því að hann sé fær að stjórna athöfnum sín- um, eða gæta neins hófs; og í stuttu máli, það sem eg ætla að segja þér er það, að þú verður að forðast að sjá Jacqueline framar-” “ Já, já! Þetta er í annað sinn í morgun, sem eg er tekinn til bæna! ÞaÖ er eins' og eg sé að vinna mér það álit að vera hættulegur kvennamorðingi! ” hugsaÖi Thurston. Hann leit, brosandi framan í frú Waugh og sagði: “Góða frú Waugh, dettur þér í liug að taka mig fyrir þann mann, sem af ásettu ráði vildi vekja óeiningu eða koma óorði á fjöl- skyldu þína?” “Nei, nei, engan veginn, kæri Thurston. Eg vei,t vel að þetta er alt fyrirlitlegur bjána- skapur!” “Jæja, fyrst ]?ú veist-—■” Thurston gat ekki lokið við getninguna, því sjóliðsforinginn kom irm og stappaði stafnum sínum í gólfið af miklu afli og sagði: ‘ ‘ Ó-já, herra minn! Þú hérna ! Það ber vel í veiði. Eg þurfti að sjá þig. Það er dá- lítiÖ, sem eg þarf að tala um við þig undir fjögur augu. Hen. gamla, farðu frá okkur; feldu þig; láttu ekki sjá þig!” Henrietta fór út úr stofunni án þess að bíða eftir fleiri skipunum. Undir eins og hún hafði látið aftur hurðina, snéri sjóliðsforing- inn sér að Thurston, pjakkaði stafnum af öllu afli í gólfið og sagði: “ Jæja herra, litlu erindi er fljótt aflokið. Hvernig vogar þú þér að hafa þá ósvífni í frammi að vera að tæla Jacqueline ræfilinn í ástamál við þig?” “Kæri móÖurbróÖir—” “Djöfullinn liafi þa'ð! Kallaðu mig ekki móðurbróður! Eg krefst að þú segir mér hvernig þú dirfist að vera í ástamálum við frænku mína?” “En, herra, þetta er algerlega misskiln- ingur; hún hefir einhverra hluta vegna látiÖ sem hún væri í ástamálum við mig.” “Þú ert ósvífinn, siðlaus flagari.” “Eg hefi þó sannarlega fengið að kenna á velgjunni í hreinsunareldinum í morgun; eg held það sé ekki eftir betra að bíða, ” hugsaÖi Thurston með sjálfum sér, og 'bjóst til að ganga fit. En gamli maðurinn var ekki alveg búinn, hann gekk í veg fyrir hann, stappaÖi niður stafnum í ofsabræði og sagði: “Þú mátt vera alveg viss um að eg skal láta LeRoy undirforingja vita hversu heið- arlegt prúðmenni það er, sem er að eltast við að ná í dóttur hans.” “Það lítur vel út með það, að ungfrú LeRoy verði búin að fá dálaglega lýsingu af mér áður en þessi vika er liðin,” sagði Thurs- ton hlæjandi. “Þú, þú, kant ekki að skammast þín, þú —ærulausi flagarinn þinn, ” hrópaði sjóliðs- foringinn í ofsabræði. “Að hugsa sér að eg .skyldi hafa hafj; traust á þér, borið blak af þér, neitað að trúa því að þú værir þorpari; látið hús mitt standa opið fyrir þér, og hefði líklega látið svo vera, ef eg hefði ekki fengiÖ óhrekjandi sönnun fyrir framfeíði þínu í gær- kvöldí.” ‘‘ Framferði mínu í gærkvöldi! Eg mót- mæli þessum aðdróttunum; eg skil hvorki upp né niður í því, sem þú ert að segja.” “Ó-já, þú þykist ekki skilja mig! Þú skilur kannske ekki það sem gerðist eftir fyrirlesturinn í gærkvöldi, þegar fólkið var að fara; þegar Jacqueline smeygði hendinni und- ir handlegginn á þér,—nei, eg meina, hún tók Grim. í misgripum fyrir þig, og sagði þau orð er báru þess ljósan vott að þið hafið verið búin að ákveða ykkar á milli stefnumót.” Thurston var alveg hissa og vissi ekki hót hvaÖan að á sig stóð veðrið, eða l*rerju hann ætti að svara giamla manninum. Sjóliðs. foringinn misskildi þessa undrun, sem Thurs- ton lét í ljós, og áleit að það gæti ekki af öðru stafað en sektarmeðvitund, og hann hélt á- fram og sagði: “Eg býst við að þú getir nú gert þér grein fyrir afleiðingunum af framferði þínu. Sérðu dymar? Þaðan er bein leið út í for- stofuna og gegnum framdyrnar út á traðirn- ar, sem liggja út að þjóðveginum,—það er þín leið.—Viltu gera svo vel og fara sem fyrst héðan út.” Og sjóliÖsforinginn pjakkaði stafnum af öllu afli í gólfið og æddi út úr stofunni í ofsareiði. Thurston kinkaði kolli til hans og brosti; hann tók vasabókina sína, reif úr henni blað og skrifaði fá einar línur á það, braut það vandlega saman og faldi í lófa sér. HurÖin opnaðist og inn komu þær: frú Waugh, Marian og Jacqueline. Það var eins og frú Waugh vissi hvað farið hafði fram í stofunni, því hún snéri sér strax að Wilcoxen og sagði: “Vertu vægur við þessa bjána, þeir eru viti sínu fjær; en farðu nú sem fljótast.” “Eg er að fara, frú Waugh,” sagði hann og reyndi að verjast því að hlæja að þessu skringilega æfintýri. Hann hneigði sig fyrir Jaqueline, kvaddi frú Waugh með handabandi, sömuleiðis Marian, og þrýsti um leið hendi hennar mjög innilega og lagði samanbrotið 'blað, sem hann hafði skrifað á, í lófa hennar, tók því næst veiÖi-mal sinn og byssu og fór. 23. Kapítidi. Hvílíkir dæmalausir liálfvitar,” sagðj. Thurston við sjálfan sig, er hann gekk út úr lystigarðinum á Luckenough, “að láta sér detta aðra eins vitleysu í hug, að nokkur mað- ur með opin augu, hjarta í brjósti og heila í hausnum, gæti orðið ástfanginn í öðru eins óstillingar skrípi eins og Jacqueline, og því síður þessari tindilfættu daðursdrós Angelicu. Þær þola engan samanburð við Marian. Hinn minsti hárlokkur á hennar sólbjarta höfði, er mér kærari en alt, sem lifir á jörðinni. Marian eg er í þann veginn að leggja alt í hættu, til þess að við getum verið saman, jafnvel virð- ingu sína og traust á mér. En hún fyrirgefur mér,—eg skal vinna mér fyrirgefningu henn- ar með því að helga henni órjúfandi ást mína meðan ef lifi!” Hann hraðaði sér sem mest, þar til hann kom að hliði ytri girðingarinnar, þar sem hann mætti Oliver gamla, sem kom úr skógin- um með fullan vagn af eldivið. Eins og til að létta af sér byrÖi sinni, fleygði harin veiði- malnum með veiðinni í, upp í vagninn til gamla mannsins, og sagði: ‘Hirtu þetta, ]>að er ofurlítil glaðning til þín.” Og án þess að bíða eftir þakklæti Olivers, var liann ])otinn á stað og yfir skurð- j inn og hljóp í einum spretti þangað sem hann hafði skilið eftir hestinn sinn bundinn við tré frá því um morguninn. Hann hljóp á bak og til þorpsins. Hann stanzaði ekki fyr en hann keyrÖi hestinn sporum og reið í einum spretti kom að litla veitingahúsinu niður við sjóinn. Hann fékk hestinn hótel-þjóninum til gæzlu og flýtti sér inn; bað um prívat herbergi fyrir sig. Hann fékk litlu dagstofuna til umráða. Fyrir siða sakir bað hann um dagblaðið, vindla og flösku af víni, benti svo þjóninum að fara; settist á stól og beið. Bráðlega fann hann leggja inn í stofuna sterka lykt af tjöru, sjóseltu, tóbaki og rommi, se mgaf honum til kynna að gestirnir, sem liann var að bíða eftir, væru þegar komnir. Samstundis var hurðin opnuð og inn kom stuttur og digur náungi, dökkur yfirlitum; hann var í þykkri buru, buxum úr sverum striga, og með bullulega kúskinnsskó á fótum og svartan sjóhatt á höfði. “ Jæja, Miles, eg er búinn að bíða þín hér á annan klukkutíma,” sagði Thurston óþolin- móðlega. “Já, já, herra minn, það er rétt; qg eg hefi veriÖ að sigla hérna með fram ströndinni til þess að kynna mér sem bezt allar leyni- lendingar; eg verð að hafa auga á óvinun- um,” svaraði maðurinn, og tók út úr sér stóra tóbakstunggu og fleygði í eldinn. “Ertu nú viss um að þekkja staðinn?” “Já, herra, víkin rétt fyrir neðan Old Field húsið. ” “Og sunnan við greniskóginn. ” “Já, herra, eg þekki vel víkina. Það er ekki.mótbyr núna,” sagði Jack Miles og klór- aði sér hálf vandræðalega í höfðinu. “Hvað gengur að þér, þrjóturinn þinn,” sagði Thurston óþolinmóður; “ertu ekki á- nægður með borgunina?” “Ja, ó-jú—veit okki! Þú sérð, ef eg væri alveg viss um að litla duggan, sem þú vilt ná í væri þar til staðar. ” “Uss! talaðu ekki svona hátt. Þú ert ekki úti á sjó í roki núna, bjáninn þinn. Jæja, lialtu áfram; vertu fljótur að segja það sem þú ætlar, og talaðu lágt.” “Eg ætlaði að segja, að ef eg væri viss um að þú ættir með að taka hana, að þá væri alveg bein si^ling í björtu og engin sker á leiðinni. ” ‘ ‘ Það er ekkert spursmál um það, asninn þinn! Hún er mín—konan mín.” “ Jæja, herra minn,” sagði sjómaðurinn, og var enn í miklum efa, “ef það er eins og þú segir, því kemur hún þá ekki fram í dags- ljósið og gerir sig þekkjanlega eiganda sínum og aðstoSarmanni hans? Því tekur þú hana ekki með þér, þegar sól er hæst á lofti og bjart- astur dagur, og flytur hana burt undir trumbuslætti, lúðrablæstri og blaktandi fán- um? Hversvegna ætlar þú að taka hana. um borð með ofbeldi, eins og sjóræningi? Eg hefi verið að hugsa um það, og eg held það geti ef til vill orðið býsna hættulegt tiltæki. Það er alt í þoku—í þoku; eg sé hvergi til lands, eg gæti lent á skerjum og boðum, áður eg veit af; eg hefi aldrei lagt út í svona svart myrkur, síðan fyrst eg vandist við sjómensku. — En eg er ekki að ásaka þig, herra minn, fyrir þetta tiltæki.” “Nei aldeilis ekki. Eg skil það vel að enginn athugull hafnsögumaður vill leggja skip sitt í hættu í svartri þoku á ókunnri leið. Eg á gullinn sjónauka, sem hefir töframátt; hann mun gðra þér mögulegt að sjá gegnum svörtustu þoku og dimmasta náttmyrkur. Eg skal láta þig fá hann. Með öðrum orðum, eg skal borga þér 500 dollara fyrir ferðina. En þú verður að hafa aflokiÖ erindinu á þeim tíma í kvöld, sem eg hefi sagt þér; og ef alt lukkast vel, þá gef eg þér 1000 dollara að auki. Rofar nú ekki til í þokunni?” “Jú, það held eg; eg fer nú að sjá til lands.” “Það er ágætt! Eru peningarnir að gefa þér sjónina? SkilurÖu?” ‘ ‘ Eg er ekki frá því að þeir skerpi dálítið sjónina, að minsta kosti sé eg nú miklu betur í gegnum þokuna. ” ‘ ‘ Segðu mér hvernig þú hefir hugsað þér að fara að því. ” » ‘ ‘ Eg færi skipið inn á víkina og legg því svo sem mílu-fjórðung frá landi. Þegar dimt er orðið, ræ eg á léttibátnum upp undir skóg- arnefið og ligg í skugganum af skóginum þangað til að eg heyri þig gefa merki. Þá fer eg í land og tek— tek—” “Farminn!” “ Já, já, herra minn; já, eg meina farm- inn. ” Við getum nú yfirgefið þessa samsæris- menn við að brugga ráÖagerð sína; við verð- um að liverfa aftur til Luckenough og sjá hverju fram fer. Ejölskyldan var sezt að morgunverði. Yfirlit Dr. Grimshaw var svo skuggalegt og þungbúið, eins og hann byggi yfir að framkvæma eitthvert illvirki. Allir sátu hljóðir og enginn falaði orð frá vörum. Marian hafði ekki liaft neitt tækifæri til að lesa miðann, sem Thurston fékk lienni, hún hafði stungið honum í vasa sinn, en að aflokn. um morgunverðinum færði hún sig út að glugganum; tók upp miðann og rendi augun- um yfir línurnar: “Astkæra Marian, fyrirgefðu mér flýt- inn í morgun. Bg skammast mín fyrir að hlaupa svo fljótt í burtu. Eg vil biðja þig fyrir alla muni að mæta mér í kvöld, þegar dimt er orÖið, hjá skógarnefinu við víkina. Eg hefi nokkuÖ í huganum, sem er mjög mik- ilsvarðandi fyrir okkur bæði, sem eg þarf að segja þér.” Hún böglaði blaðið saman sem fljótast og stakk því í vasa sinn, rétt í því hún varð þess vör að Jacqueline hafði veriÖ að gægjast forvitnislega yfir öxl hennar. “Ætlar þú að vera hjá mér í allan dag, Marian?” “Já, góða mín—fram yfir kvöldverð. En þá ætla eg að biðja frú Waugh að lána mér litlu kerruna til að aka heim í. ’ ’ “Eg ætla þá að fara meÖ þér, Marian, og taka kerruna til baka. ” Alt fólkið, nema þær frú Waugh, Marian og Jacqueline var farið út úr borðstofunni. Mrs. Waugh var að ganga frá borðsilfr- inu sínu, þegar hún var búin að því lokaði hún skápnum og stakk lyklunum í vasa sinn og sagði við Marian: “Komdu með mér, Marian mín góð; eg ætla að sjá vesalings Cracked Nell. Hún held- ur til í einu herberginu hérna í húsinu. Hún er orðinn mesti aumingá, og eg býst við að hún eigi ekki langt eftir, mig langar til að þú talir við hana.” “Núna?” “Já, góða mín. Eg ætla að færa henni eitthvað til að nærast á. Bregðu yfir þig mötlinum þínum og komdu með mér,” sagði frú Waugh og fór. Marian fylgdi henni; hún tók klút upp úr vasa sínum, til þess að binda um höfuð sér sem skýlu; en slæddi um leið blaðinu, sem Thurston fékk henni upp úr vasanum, án þess að taka eftir því, og datt það á gólfið. Jacqueline sá það og steig ofan á það og stóð á því, þar til þær voru komnar út, þá tók hún það upp, fletti því í sundur og las það. Ef Jacqueline liefði gefiÖ sér augnabliks um- hugsunartíma, hefði hún aldrei gert þetta. En hvenær gaf hún sér tíma til þess að yfir- véga afleiðingar nokkurs, sem hún gerði? Þegar hún var búin að lesa það, komst hún öll á loft. Hún ranghvolfdi augunum, hossaði sér á tánum og vaggaði höfðinu á allar hliðar, eins og hún gæti ekki ráðið við sig af fögnuði og gleði. “Jæja, jæja; hverjum hefði dottið það í bug að Thurston væri svona ástfanginn upp í hársrætur af Marian? og verða að halda ást sinni leyndri fyrir gamla maurapúkanum. Herra minn trúr! Þetta er ekki rétt gert af mér. Er eg orðin eftirstæling af ungfrú Nancy Stamp! Hamingjan forði mér frá því. Eg stal ekki miðanum; eg fann hann.— Nú dett- ur mqr nokkuð í hug, eg get notað miðann til að leika dálítiÖ á Grimshaw með honum. Ó, Marian, ])ú fyrirgefur mér það, eg meina ekki með því að gera þér neitt ilt, en mér er ó- mögulegt að verjast því að brúka þetta tæki- færi til að ögra Dr. Grimshaw með. Þú manst að eg lofaði að hefna mín grimmilega á hon- um, þegar hann bar það upp á mig að eg hefði gleypt stefnumótið; og ef hann skal nú ekki fá það borgað og verða hvítur eins og elti- skinn að afbrýðissemi, þá heiti eg ekki pró- fesorsfrú Grimshaw. Látum okkur nú sjá. Hvað á eg að gera? Hvernig á eg að fara að því?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.