Lögberg - 31.10.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.10.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines v>\ *v*Z6** _ ,* >>>« **** Better CO»- XVO> Dry Cleaning and Laundry 48. ÁRGANGrUK WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1935. NÚMER 44 Frá Islandi 74 ára gamall maður bíðw bana af bílslysi. í gærmorgun gekk maður fyrir híl á I laf naf jarðarveginum, skamt frá Leyniimýri. Höfuðkúpa mannsins brotnaði og andaðist hann á sjúkrahúsi kl. 4 i gær. — Maðurinn hét Brynjólfur Magnússon frá Fífuhvammi, 74 ára að aldri. Slys þetta vildi til með þeim hætti að Brynjólfur var að fara með mjólkurbrúsa úr vagni sínum, sem stóð á vestari brún vegarins, þar sem afleggjarinn liggur heim að Leynknýri. Þegar hann var kominn á eystri brún vegarins kom bifreiðin G.K. 30 að sunnan og ók á milli mannsins og vagnsins. En í þeim svifum, sem bifreiðin fór framhjá gekk Brynjólfur yfir veginn og lenti með höfuðið á aftari hluta bif reiðarinnar og féll við högg- ið í götuna. Bifreiðarstjórinn og farþegarnir, sem voru í bilnum komu þegar <manninum til hjálpar og fluttu hann á Landspítalann. Þegar þangað kom reyndist höf- uðkúpa Brynjólfs vera brotin og var ekki hægt að bjarga lífi hans. I lann andaðist kl. 4. Ilifreiðarstjórinn segist hafa gef- io hljóðmerki rétt áður en hann ók fram hjá vagninum, cg er Brynjólf- ur heyrði það, mun hann hafa ætlað að gæta hestsins og vagnsins, en ekki séð að bíllinn var kominn svo ná- lægt.—Mbl. 9. okt. Lagður hornsteinn undir bóka- saín Akureyrar, og halda þar ræð- ur annað hvort bæjarfógeti, Sigurð. ur Eggerz eða bæjarstjóri, Steinn Steinsen. l/m kvöldið verður samkoma i samkomuhúsinu, og heldur prófessor Sigurður Nordal aðalræðuna. en söngfélagið "Geysir" syngur. A eftir verður almenn danssamkoma í húsinu.—Mbl. 8. okt. Norðmenn búasf, við vaxandi samkepni við ísland um fisksölumarkaðinn. Xorska blaðið Aftenposten flytur í dag grein um fiskveiðar og fisk- verkun íslendinga. Segir í greininni að norskir út- gerðarmenn og útflytjendur salt- fiskjar þurfi mjög að hafa gát á þeirri samkepni, sem vænta megi frá íslandi á saltfiskmarkaðinum. í greininni segir ennfremur að orsökin til þess að íslendingar hafi bolað Norðmönnum burt af markað. inum í Portúgal séð bæði minni framleiðslukostnaður og sú stefna, sem íslendingar hafi fylgt í fisk- sölumálum. Blaðið ræðir ennfrem- ur um im'öguleika á samvinnu milli Norðmanna.og íslendinga í fisk- sölumálum, og er þeirrar skoðunar, að ekkert muni verða úr þeirri sam- vinnu, mgð því að augljóst sé að Is- lendingMfckjósi fremur ófrið og samkepm^ en samvinnu um fiski- markaðina.—Mbl. 9. nóv. Meðvitundarlaus og sterður maður finst á Meltmwm, í gærkvöldi klukkan rúmlega 7 fann Sigmundur Sveinsson bifreið- arstjóri hjá Strætisvögnum, mann, sem lá á veginum skamt frá Loft- skeytastöðinni á Melunum. Maður- inn lá þarna í blóði sínu ineðvit- undarlaus. Um sama leyti bar þarna að Hall Þorleifsson með bifreið og flutti hann manninn á Landsspítalann. \ ar hann töluvert meiddur á höfði og viðar. Maðurinn heitir Árni lírynjólfsson og á heima þarna skamt frá. Árni var á leið heim til sín á hjól- hesti er slysið vildi til. Iljólið er mikið brotið og benda líkur til að bifreið hafi ekið á mann- inn og skilið hann eftir hjálparlaus. an á götunni. Lögreglan hefir mál þetta til rannsóknar og er fastlega búist við a hún hafi upp á bilnum. —Mbl. 6. okt. 100 ára afmæli Matthíasar Jochumssovrr0 . Akureyri r?5»kt. Nefnd sú, er tekist hefir á hendur að ^Éiast hátíðahöld á 100 ára af- mællj* Matthíasar Jochumssonar, hefir 's'etið á rökstólum undanfarið, og mun hún hafa komið sér sarnan um að halda þríheilagt og haga há- tíðahaldinu þannig: Laugardaginn 9. nóvember— Samkoma í samkomuhúsi bæjar- ins með söng, að öllum líkindum, og ræðuhöldum, 6—8 ræðurnenn. Sunnudaginn 10. nóvember— Hátíðamessa í Akureyrarkirkju, séra Friðrik Rafnar fyrir altari og séra Benjamín Kristjánsson í stóln. um. Um kvöldið verður "Skugga- sveinn leikinn af Leikfélagi Akur- eyrar, én Davíð Stef ánsson ber f ram á undan (prolog) eftir sjálfan sig. Mánudaginn 11. nóvember— Jakobína Johnson, skáldkona hefir dvalið hér á íslandi uvm þriggja mánaða tíma í sumar. Var henni boðið heim og höfðu forgöngu fyrir ]'ví ungmennafélög og kvenfélög. auk félags Yestur-íslendinga. I lún er ættuð úr S.-Þingeyjar- sýslu og fædd þar 24. okt. 1883. En barn að aldri fluttist hún með for- eldrum sínum til Ameríku og hefir síðan alið þar allan sinn aldur. Síð- ustu 26 árin hefir hún átt heima í borginni Seattle á Kyrrahafsströnd. II ún á 7 börn, sem öll eru nú upp- komin, nema eitt. Fræðslu s'ma hefir hún fengið og framkvæmt Iji'xNagerðina í frístundum alþýðu- konunnar, sem annast börn sín og heimili fyrst og fremst. Jakobina hefir frumkveðið mörg indæl kvæði og þýtt f jölda af okkar ágætu'stu ljóðum á enska tungu. Má þar benda á sem dæmi: Eg bið að heilsa (Jónas Hallgr.), Heyrið vella (Gr. T.), Hret (B. Gröndal), Svanasöngur á heiði (Stgr. ,Th.), Þjósönginn og Forsjónina (M. Joch.), Skilmálarnir og Nú blika við sólarlag (Þ. Erl.), Undir Kaldadal (II. Hafst.), Norurljós (E. Ben.) og f jölda margt fleira. — Hún virð- ist vera jafnvíg á að kveða á ensku og íslenzku. Jakobína er hinn ágætasti útvörð- ur Islands og ákjósanlegur fulltrúi þeirra íslendinga er ala aldur sinn fyrir vestan Atlanzhafið. Hún er ekki eingöngu gott skáld, heldur ber framkoma hennar öll vott um göf- uga og mentaða konu. Að öðrum íslenzkum konum ólöstuðum þykir þeim er þessar línur ritar sennileg- ast, að tvær allra mentuðustu og merkustu ísl. konurnar, sem nú eru uppi, séu þær Jakobina Johnson og [ngibjörg Ólafsson, sem báðar hafa alið mestan sinn aldur í stórborgum erlendis. Þótt þær séu mjög ólíkar hvor annari, þá eru þær svo einstak- lega íslenzkar báðar, þrátt f yrir sína löngu útivist. Tvisvar hafa íslendingar boðið samlöndum sínum heim frá Ame- ríku. Sá fyrri þeirra kvað í tilefni af því: Eg kom heim í hópinn þinna drengja hingað móðir! til að f á með þeim aftur snerta upptök þeirra strengja, er mig tengdu lífi og viðum heim. ()g sá sami kvað í tilefni af and- láti Sigurbjarnar frá Fótaskinni, f öður Jakobínu skáldkonu : l'm það er sveitin, sem ber nú þín bein, í barmi sér ljósust til vitna: 1 lún gullfáði nafnið þitt, gróf það í stein, til geymslu yfir strenginn sinn slitna. En þó að kallað sé, að þessir strengir slitni við andlátið, þá hafa þeir veri svo traustir hjá Stephani G. og Jakobínu til íslands og alls þess bezta, sem íslenzkt er, að nöfn þeirra munu "greypt gullfáð" í lif- andi hugum þeirra, er unna íslenzk- um ljóuim', um óralanga ókomna tima. ()g þó að Jakobína sé að kveðja okkur hér heima í dag og leggja út á hafið breiða til sinna nánustu skyklmenna og heimilis, þá lifir hún áfram hér meðal vor á "gamla Fróni" og strengirnir milli hennar og þess munu ekki bresta. 26.-9. 1935- V. G. —Dvöl. Ur borg og bygð Fólk er beðið að minnast fyrir- lesturs Asgeirs Ásgeirssonar er verður haldinn í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið 4. nóvem- ber. Sérstakir aðgöngumiðar hafa veriíS prentaðir við þetta tækifæri, með mynd fyrirlesarans. Verða að- göngumiðar markaðir við inngang- inn en fólki fengnir þeir aftur til minja um kvöldið. Aðgöngumiðar fást hjá báðum íslenzku blöðunum, Ó. S. Thorgeirssyni, J. W. Jóhanns. syni og ritara Þjóðræknisfélagsins B. I'. Johnson. "Enginn kann tveimur herrum að þjóna." Það koma hingað til Winnipeg tveir stórhöfðingjar frá Evrópu, og þó að það séu 365 dagar í árinu, þá hittist samt svo á, að þeir verða hér báðir sama daginn, þ. 4. nóv., næsta mánudag. Þessir tveir stórhöfð- ingjar eru þeir Ásgeir Asgeirsson fyrverandi ráðherra Islands; hann kemur á vegum Þjóðræknisfélags- ins, en hinn er Oscar Olson há- templari I.O.G.T. reglunnar; hann er á vegum Adult Education Assn. en hann heimsækir sína reglubræður Og systur hvar sem hann ferðast um Bandaríkin og Canada. Xú þar sem við íslendingar vilj- um hlusta á báða þessa menn, sem tala sama kvöldið, þá hefir okkur tekist það með þessu móti: Við öll, sem unnum I.O.G.T. komum saman í Phoenix matsalnum íMontgomery byggingunni, 215^ Portage Ave. (á þriðja lofti) stund- víslega kl. 6 e. h.; þar borðum við meC höfðingja okkar, br. Olson, svo geta þeir, sem vilja farið aftur kl. 8 og hlustað á Ásgeir Asgeirsson í Fyrstu lút. kirkjunni. Með þessu mc'iti getum við þjónað tveimur herrum sama kvöldið. Eg bið hér rrmeð alla, sem vilja vera með Goodtemplurum þetta kvöld, að gefa nöfn sín til Miss Ey. dal, stórritara, 745 Alverstone St., sími 29 794, f yrir næsta sunnudags. kvöld. Máltíðin kostar aðeins 25C og borgist við borðið (engir að- göngumiðp seldir). Eg vona að sem f lestir komi til að heiðra okkar höfðingja með nær- veru sinni; það er i fyrsta skifti sem hátemplar hefir heimsótt Win- nipeg. Vinsamlegast, A. S. Bardal. Styður frjálslynda flokkinn Stjórnmálamaðurinn víðfrægi, Philij) Snowden lávarður, fyrver- andi fjármálaráðherra Bretlands, hefir haldið tvær útvarpsræður i yfirstandandi kosningahríð, þar sem hann mæíir eindregið með frambjóCendum f r j á I s 1 y n <I a flokksins. Snowden lávarður tjáist vera jafnaðarmaður enn sem fyr. En eins og nú hagi til á Bretlandi, sýnist frjálslynda- stefnan liklegust til þjóðþrifa. Nýju ráðherrarnir í Ottawa Lætur af embætti Hon. G. Howard Ferguson, er gegnt hefir High Commissioner embætti fyrir hönd Canadastjórn- ar í Lundúnum síðan 1930, hefir látið af þvi embætti. Eftirmaður hans verður Hon. Vincent Mas- sey, sá er frá 192(5 til 1930, gegndi sendiherra embætti i Washington. Leiðrétting i handriti af ræðu sem birt var i síðasta blaði eftir J. J. Bildfell og flutt var við afhjúpun minnis- varðans á Gimli, stendur þessi setning; Hlýjar hygsanir mann- anna eru eins og sólin; þær verma alt bæði lifandi og dautt. f prent- uninnj ruglaðist eitt orð, en þar er sálin fyrir sólin. Þetta leiðrétt- ist hér með. Yndisleg kvöldátund FnS Jakobína Johnson, nýkom- in 11 r sigurför sinni heiman af fs- landi, flutti erindi um ferð sína í Fyrstu lútersku kirkju á þriðju- dagskveldið, og las upp nokkur nýsamin kvæði. Er ekki nema eilt um samkomuna að segja, eða það, að hún var öllum viðstödd- um til ógleymanlegrar ánæg.ju. Frúin kom fram í íslenzkum skauthúningi og minti á töfrandi æfintýradrotningu. Ferðasagan, þá margt yrði óhjákvœmilegá að hlaupa yfir, gaf engu að siður skýra heiklarsýn yfir það helzta, er fyrir augu hafði borið, og bar auðsæan vott um innri hrifningu, enda er frúin óvenju nmii á feg- urð i hvaða formi sem er. Hún hefir auðgast margvíslega við fs- landslör sína, og þjóðin heima hefir vafalaust hagnast að sama skapi við það að kynnast henni og hinum fögru ljóðum hennar. Kvæði þau, er frú Jakobina las voru ljúf og létu undur vel í eyra; þó hal'ði maður það einhvernveg- inn á ineðvitundinni, að sjálf va'ii hún í rauninni l.júfasta l.jóð- ið. Tfr. Björn B. Jónsson setti sam- koimina með undurfagri ræðu, og bauð frúna velkomna heim. Fyrir hönd ÞjóðræknisfcMagsins, lét J. J. Bildfell einnig í ljós fögnuð sinn yfir heinikomu og sigurför frú Jakobínu, og sagðist honum hið bezta. Þetta Jakobinu-kvöld var í alla staði unaðslegt og ógleymanlegt. OR KOSNINGAPÉSA AFTUR- HALDSMANNA UM FRJALS- LYNDU STBFNUNA OG MR. KING "Frjálslynda stefnan, sem brýst áfram eins og flóðalda nú á timum yfir allan hinn mentaða heim, er það afl, sem endurreisir vellíðan í Canada. . . . "Mackenzie King er góðviljaður maður og prúður; hann erlærður maður, vísindamaður, stórhæfur maður og heiðvirður." Þessi ummæli eru prentuð og gef- in út af aðalkosninganefnd aftur- haldsmanna í Ottawa, rétt fyrtr kosningarnar. RT. HON. W. L. MACKENZIE KING Hinn nýi forsætisráðgjafi cana- disku þjóðarinnar, Rt. Hon. W. L. Mac'kenzie King, er 61 árs að aldri. I lann á sæti á þingi fyrir Prince Ai- bert kjördæmið, og var kosinn þar með meira atkvæðamagni en nokkru sinni fyr. Mr. King hefir haft með höndum forustu frjálslynda flokks- ins siðan 1919. HOX. ERNEST LAPOINTE Hinn nýi dómsmálaráðgjaf i, Hon. Ernest Lapointe, er 59 ára að aldri; kom fyrst á þing 1904, og hefir átt þar sæti jafnan síðan sem þingmað- ur fyrir East Quebec kjördæmið. 1 hum gegndi sama embætti í ráðu- neyti Mr. Kings frá 1926—1930. HOX. J. C. ELLIOTT Mr. Elliott hefir tekist á hendur forustu póstmálanna í hinu nýja ráouneyti. Hann er þingmaður fyrir London borg í Ontariofylki og er (»3. ára að aldri. IION. W. D. EULER Mr. Euler, hinn nýi verzlunarráð. gjafi, kom fyrst á þing árið 1917; hann var þjóðteknaráðgjafi frá 1926—1930. Hann á heima i bæn- um Kitchener í Ontario, og hef ir um langt skeið gefið þar út blað, er "Record" nefnist, Mr. Euler er 60 ára gamall. HON. T. A. CRERAR Mr. Crerar á sæti í hinni nýju stjórn Mr. Kings, sem fulltrúi Manitobafylkis. Hann hefir tvisvar áður gegnt ráðherrastöðu, en hefir nú með höndum forustu innanríkis- ráðuneytisins. HOX. J. L. ILSLEY Mr. Ilsley er rúmlega fertugur að aldri; hann átti sæti á síðasta þiiigi, sem einn af þingmönnum frjáls- lynda flokksins frá Nova Scotia. Honum hefir verið falin á hendur forusta þjóðteknaráðuneytisins. HON. J. A. MICHAUD Mr. Michaud er lögfræðingur, 47 ára að aldri, og á sæti á þingi fyrir eitt New Brunswick kjördæmið. I lann hef ir verið skipaður f iski- veiða ráöherra. HON. FERNAND RINFRET Mr. Rinfret, hinn nýi ríkisritari, hefir setið á þingi síðan 1920, við góðan orðstír; hann er blaðamað- ur, 52 ára gamall. Hann var borg- arstjóri í Montreal frá 1932—1934. HON. C. A. DUNNING Mr. Dunm'ng er fimtugur að aldri; hann fluttist hingað korn- ungur frá Englandi, en tók snemma heimilisréttkriand í Saskatchewan. I tann varð forsætísráðgjafi Saskat- chewan fylkis árið 1926, og gegndi því embætti þangað til 1929, er hann tókst á hendur forustu fjármála- ráðuneytisins. Xú hefir honum verið falið sama embætti í hínu nýja ráðuneyti. HOX. NORMAX McLEOD ROGERS Mr. Rogers var kosinn í fyrsa sinn á sambandsþing í nýafstöðnum kosningum sem þingmaður fyrir Kingston borg; nú hefir hann verið skipaður verkamálaráðherra. Mr. Rogers er 41 árs að aldri og gegndi prófcjssorsembætti í hagfræði víð Oueens háskólann. HON. C. D. HOWE Mr. Howé, hinn nýi járnbrauta og saangöngumálaráðherra, er af ame- riskum ættum. Hann er víðfrægur verkfræoingur. og á sæti á þingi fvrir Port Arthur. Hann er 39 ára gamaU. HON. JAMES GARDINER Hinn nýi landbúnaðarráðgjafi King-stjórnarinnar, og fyrrum for. sætisráðgjafi Saskatchewan fylkis, er 52 ára að aldri; hann er ættaður frá Ontario, en útskrifaður af Mani- toba háskolanum. Auk stjórnmál- anna, hefir Mr. Gardiner gefið sig við skólakenslu og búsýslu. HOX. IAN MACKENZIE Hervarnaráðgjaf inn nýi, Hon. Ian Mackenzie, er lögfræðingur, 45 ára að aldri. Hann var kosinn á þing fyrir Mið-Vancouver kjördæmið. SANING \"ornc')ttin kyrlát, vætuský vefur að fjallatindum, breiðir í dalinn, björt og hlý, blessun í daggarmyndum. Lognið, það faðmar landið. Ivoftið er ilmi blandið. Býlið er kyrt og blundar rótt. Bóndinn er samt á fótum. Lognið hann kýs að nota i nótt, natinn að jarðabótum. \"erkin, sem þarf að vinna, vitjunartímann finna. I lann hgfir brotið moldarmó, mulið og tætt í sundur. Vinna með hestum, herfi og plóg honum er vaka og blundur. Xú á að nota lagið. Nú vill hann sá í flagið. Fræið er smátt og flýgur þétt, fagnar í senn og biður, vaggar um stund í lofti létt, lætur svo fallast niður. Gróður er gæfuimegin. Grundin er hljóð og fegin. Guðmundur Ingi. —Dvöl. HÆZTIRÉTTUR SKER ÚR Sambandsstjórnin hefir ákveðið að láta hæztarétt skera úr því, hvort hin svonefnda umbótalöggjöf síð- asta þings ríði að nokkru í bága vtð stjórnarskrá landsins eða eigi. NÝJUSTU FRÉTTIR Forsætisráðherrann, Mr. King, hefir valið þá Dunning fjármála- ráðgjafa, Euler verzlunarmálaráð- gjafa og Gardiner landbúnaðarráð- gjafa til þess að hafa á hendi yfir- umsjón mieð starfrækslu hveitisölu- nefndar þeirrar, er John McFarland, veitir forustu. Á ársþingi bændasamtakanna i Manitoba, sem nýlega vzv haldið í Portage la Prairie, var samþykt i einu hljóði ályktan þess efnis, að æskilegt væri að stofnað yrði sei*^ allra fyrst til gagnskiftasamningaf við Bandarikin. Einnig lýsti þingið yfir eindregnu fylgi við samvinnu- stefnuna. Fullyrt er að fylkiskosningar í Quebec muni fara fram seinni part næstkomandi mánaðar. Er kosn- inga undirbúningur þegar hafinn. Talið er alveg víst að Tascherau stjórnin verði endurkosin með yfir. gnæfandi meirihluta. KVEÐJA HEIM NOKKUÐ AF MIÐJARÐARHAFS FLOTANUM Símað er frá London að stjórn Breta hafi ákveðið að kveðja heim nokkuð af Miðjarðarhafsflotanum, með því að nú horf i svo við að hans sé nú þar ekki eins brýn þörf og áður.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.