Lögberg - 05.12.1935, Side 1

Lögberg - 05.12.1935, Side 1
48. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. DESEMBBR, 1935. NÚMER 49 Fréttir frá Gimli I æjarkosningum nýafstöönum var C. P. Paulson kafteinn endur- kosinn bæjarstjóri gagnsóknarlaust. GetiS hefir veriS um áSur, og þaS rétt nýlega, aS nýr prestur er tekinn viS Gimli prestakalli, séra Bjarni A. Bjarnason, er settur var formlega í embætti, af forseta kirkjufélags- ins, séra Kristni K. Ólafssyni, þ. 3. nóv. s. 1. En þess hefir enn ekki veriS getiS, svo eg muni, aS Gimli hefir eignast annan nýja embættis- mann. ÞaS er dr. A. B. Ingimund- son, tannlækir. Er hann búinn aS starfa hér um nokkurra mánaSa tímabil. Hefir hann starfstofu sína í bygging Tergesens kaupmanns, á Center Street. Er dr. Ingimund- son talinn góSur tannlæknir. Lætur fólk hiS bezta af verki hans. Er hann og maSur lipur og viSfeldinn. Mun hann líklegur aS komast vel á- fram í störfum sínum. Allir hinir stærri bæir Nýja Is- lands hafa hver um sig búsettan lækni. í Árborg er dr. S. E. Björn- son; í Riverton dr. S. O. Tompson, og hér á Gimli er dr. F. W. Shaw. En Gimli er þaS nú fremri orSinn en hinir bæirnir, aS hann hefir einnig búsettan tannlækni. Eru þaS ekki smáræSis þægindi aS hafa mann færan í þeirri ment rétt viS hendina, og þurfa ekki aS fara í þeim erind- um upp til borgar, eSa bíSa eftir aS þaSan komi tannlæknir viS og viS. Munu Gimlibúar og Ný-íslendingar yfirleitt óska dr. Ingimundson hins bezta gengis í hinu vandasama, þarf- lega starfi sínu.— “Römm er sú taug er rekka dregur, föSur-túna til.” Um uppruna ljóSbrots þessa, sem er orSiS aS nokkurs konar málshætti, kom fyrirspurn til Betel frá ís- lenzkum fræSimann í Dakota, síS- astliSiS haust, ef eg man rétt. Var enginn þá viS hendina er vissi, eSa mundi, nokkuS um uppruna þess. ViS ljóSbrotiS könnuSust allir. HöfSu heyrt frá barnæsku. En hvaSan þaS var komiS var annaS mál. Fóru nú fræSagrúskarar á Betel og í Gimli-bæ aS leita. Eitt af því fyrsta sem gert var, var aS fletta upp á málsháttasafni dr. Finns Jónssonar, en þaS var ekki þar. Þá datt sumum í hug aS þetta væri spakleg ummæli einhvers af hinum meiriháttar konungum Noregs, þeg- ar ekki hefSi tekist lengur aS halda íslenzkum höfSingjasyni viS kon- ungshirSina, og hann hefSi óSur og uppvægur viljaS til íslands. Ekki gat þó nokkur fræSaþulurinn mun- aS eftir því. Þá var minst á Edd- urnar, Hávamál og önnur forn merkisrit. En alt kom fyrir ekki. Sumir grúskararnir voru svo hand- gengnir þeim ritum aS þeir vissu aS þetta var ekki þar aS finna. Fór svo frajri um nætur tímabil, aS ekki tókst aS finna uppruna þessa ljóS- brots. Nú er þó fyrir nokkuru einn af fræSagrúskurunum á Betel búinn aS finna uppruna ljóSs þessa, en þó meS aSstoS annars fræSimanns, er gott bókasafn hefir. Og meS því sumir fræSaþulirnir, er voru í leit- inni, eru nú fjarverandi frá Gimli, og sá er fyrirspurnina gerSi, er öllu þessu kom af staS, er suSur í Banda. ríkjum, þá virSist einfaldasta aS- stöSunni í þessu efni hér nú í þessu fréttabréfi. LjóSbrotiS er þýSing dr. Svein- bjarnar Egilssonar rektors, og er aS finha á bls. 190 í bók þeirri er þeir Jón Árnason, Einar ÞórSarson o. fl. gáfu út í Reykjavík 1856. Er bókin um dr. Sveinbjörn og ritverk hans. Mun hún nú vera í fárra manna höndum. Höfundurinn er Ovidius, forna, rómverska skáldiS fræga, er uppi var frá 43 fyrir Krist og þar til 17 e. kr. Munu sumir telja hann ganga næstan Virgiliusi, sem stórskáld Rómverja í fornöld; aSrir, ef til vill, aS Horatíus, er var frægt skáld og mesti merkis rithöfundur, komi þeirra á milli. En hvaS sem um þaS er, þá var Ovidíus bæSi stór- skáld og frægur lærdóms og menta- maSur á sinni tíS. Var hann eitt hiS mesta glæsimenni um þaS leyti er Ágústus keisari sat aS völdum. Dr. Sveinbjörn Egilsson hefir þýtt, sem kunnugt er, allmikiS af ljóSum fornskálda Grikkja og Róm- verja og þar á meSal talsvert eftir Ovidius. Þetta ljóS, sem hér er um aS ræSa, er lengra en geymst hefir alment í minnum manna. HljóSar þaS í heild sinni á þessa leiS: “Leika landmunir lýSa sonum, hveim er fúss er fara. Römm er sú taug er rekka dregur föSur-túna til.” HiS fræga skáld, Ovidus, var dæmdur í útlegS á efri árum sínum. Komst í ónáS hjá Ágústusi fyrir kvæSi nokkurt, sem hann hafSi ort, er þótti ganga allnærri mannorSi sumra nánustu ættmanna keisarans. Þegar kvæSiS kom út, brá sumum vinum Ovidíusar heldur en ekki í brún, þvi þeir þóttust sjá, aS hann hefSi stofnaS sjálfum sér í mikinn vanda. En ekki bar á neinu fyrst lengi vel. Ágústus keisari lét sem hann vissi ekki um óhróSurinn í kvæSinu. HafSi Ovidíus i sömu hávegum og áSur. LeiS svo í tíu ár. Héldu þá vinir Ovidíusar og hann sjálfur, aS hann væri sloppinn. Keis. arinn mundi alls ekki hugsa til hefnda. Hann væri búinn aS gleyma misgerSinni og reiSi sinni þar meS, þaS er aS segja, ef hann hefSi reiSst, en um þaS vissi eiginlega enginn. En þegar alt sýndist vera komiS í bezta horf, aS því er vinum skálds- ins virtist, þá skall á útlegSardóm- urinn. Ovidíus var dæmdur í æfi- langa útlegS. Var honum dæmt, aS búa þaS sem eftir væri æfinnar í bænum Tómi, austur viS Svartahaf. Til Róm skyldi hann aldrei eiga aft. urkvæmt. Er mælt aS skáldinu hafi orSiS afarmikiS um dóminn. Sein- asta nóttin í Róm varS honum aS yrkisefni. KvaS hann lýsa re)mslu sinni þá nótt sem einni hinni mestu hörnmngastund er hann hafi lifaS. FerSalagiS frá Róm, austur til Tómi, var bæSi langt og erfitt í þá daga. lrar Ovidíus séttur á skip í Róm á köldum nóvember-degi. Svo mánuSum skifti var hann aS komast í útlegSina. FerSaSist ýmist á landi eSa á sjó, þar til í útlegSar heim- kynniS var komiS. Bærinn Tómi var aS nokkuru bygSur Grikkjum, en aS nokkuru leyti villimönnum, eins og Rómverj. ar, og Grikkir þó sérstaklega, nefndu aSrar þjóSir en sjálfa sig. Undi Ovidíus þarna hiS versta. Konr úr hinu glæsilega höfSingjálífi Rómahorgar, þar sem alt var látiS eftir sér og var handgenginn hirS keisarans og honum sjálfum. Um- skiftin voru svo mikil, aS Ovidíus gat ekki á heilum sér tekiS. Reyndi hann og vinir hans hvaS eftir annaS aS fá dóminum breytt, en viS þaS var ekki komandi. Raunar dó Ágústus keisari áriS 14 e. Kr., þrem árum á undan Ovidíusi. En Tiber- íus keisari, er þá kom til valda, var rnaSur harSur í skapi og gritumur. Átti hann og völdin aS þakka Ágúst- usi, er var stjúpfaSir hans. Var enda kunnugur öllum málavöxtum, þvi hann hafSi stjórnaS meS Ágústusi seinustu ríkisár hans. Tíberíus var vitur maSur, um leiS og hann var harSur í skapi og óvæginn, og var sjaldan mikillar vægSar af honum áS vænta. ÚtlegSardómur sá, er Ágústus kvaS upp yfir Ovidíusi, er sagSur aS hafa veriS sá vægasti er um var aS ræSa. SkáldiS hélt fullum borg. aralegum réttindum og öllum eigum sínum. Og þar sem Ovidíus var vel efnum búinn, gat hann lifaS í alls- nægtum og gefiS sig allan viS skáld- skaparlist sinni. ÞaS mun hann og hafa gert, aS svo miklu leyti sem honum var unt. En óánægjan meS bústaSinn var svo mikil og heinr- þráin svo sterk, aS skáldiS leit varla nokkurn glaSan dag. Reyndu vinir hans, effir aS útséS var um aS hann fengi nokkurntima aS koma aftur til Róm, aS fá dóminum þaS breytt, aS hann mætti dvelja i ofurlítiS geS. feldara heimkynni en bærinn Tómi var, en ekki var heldur viS þaS kom- andi. Dó skáldiS fræga í Tómi, eftir átta ára útlegS, rúmt sextugur aS aldri. Er sennilegt aS orSin vængj- uSu um heimþrána, hafi veriS sett í hendingar á- því tímabili er skáldiS var í útlegSinni og þráSi þaS mest af öllu, aS fá aS koma aftur til Róm og aS eySa siSustu æfiárunum þar. Hér er þá uppruni hinna spaklegu ummæla, sem orSin eru aS málshætti í tungu vorri, og sem hinn merki og ágæti landi vor, dr. Sveinbjörn Egilsson, snaraSi á volduga íslenzku, úr latínu, litlu fyrir miSja siSast- liSna öld. (Fréttaritari Lögb.). VICTORIA PRINtíEtiSA LATIN Á aSfaranótt þriSjudagsins lézt í Lundúnum Victoria prinsessa, syst- ir Georgs Bretakonungs, 67 ára aS aklri; hún var ógift alla æfi. ENDURKOSINN 1 REGINA ViS kosningu þá til fylkisþingsins í Saskatchewan, sem fram fór í Regina síSastliSinn mánudag, var Hon. W. F. Kerr, náttúrufríS- inda ráSgjafi, endurkosinn meS miklu afli atkvæSa. Hlaut hann 11,760 atkvæSi til rnóts viS keppi- naut sinn Dr. Denis Sweeney, er fékk 6,090 atkvæSi. Mr. Kerr var unr eitt skeiS ritstjóri blaSsins Regina Leader; var kosinn á fylkis- þing 1934, en skipaSur ráSgjafi i hinu nýja Patterson ráSuneyti fyrir rúmum mánuSi. MANNFAGNAÐUR Á laugardagskveldiS var, komu saman nokkrir vinir Mr. Sigfúsar Andersonar, málara, á heimili þeirra Mr. og Mrs. Btenedikt Ólafsson, í St. Vital, í heiSursskyni viS þenna mœta mann, sem nú er kominn á efri ár, þó glaSur sé enn og gunnreifur. AS þessu stóSu einkum þeir, er not- iS höfSu atvinnu hjá Mr. Anderson í lengri eSa skemmri tíma; en Mr. Anderson var um langt skeiS einn hinna meiri atvinnuveitenda ís- lenzkra í þessari borg; þó tóku nokkrir aSrir vinir þátt í samsætinu. Mr. Ágúst Sædal hafSi orS fyrir gestum, og afhenti heiSursgestinum í lok ræSu sinnar, forkunnar fagran göngustaf til minja urn atburSinn. ÞakkaSi Mr. Anderson gjöfina meS einkar snjallri ræSu, sem og vináttu þá í sinn garS, er samsætiS bæri vott um. Margt var fleira um ræSur og söng, er þótti hin bezta skemtan aS. Mr. Sigfús Anderson er prýSilega vel gefinn maSur, er getiS hefir sér hvarvetna góSan orSstír og af laS sér margra vina. Þeim varS þaS áreiS- anlega óblandiS fagnaSarefni, aS njóta meS honum þessarar ánægju- legu kveldstundar. ATHUjGASEMD Þann 6. þ. m. kom út í Heims- kringlu bréf frá S. Björnsson (Seattle, Wash.); þar er fariS nokkrum orSum um Rímur (for- mannatal) eftir Nikulás Össurarson. Því rniSur andar þar nokkuS kalt aS þessum gamla og heiSvirSa manni. Ekki get eg skiliS aS hann Nikulás hafi unniS þetta verk í eig- ingjörnum tilgangi, frekar en svo ■aS bera uppi þó nokkuS af kostnaS- inum eSa þá allan, ef svo vildi verSa. Hann er vinur ættjarSar sinnar og vildi aS nöfn og afreks- verk landa sinna féllu ekki í gleymsku um ókominn tíma. MeS því er ekki átt viS endalausan tima. Björnson tekur til samanburSar erindi úr Jómsvíkinga rimu móti erindi úr rímum N. og þykir þar ólíku saman aS jafna. Eg vil benda á aS fyrsta vísan í Víglundar rim- um er hentugri til samanburSar, vegna þess aS SigurSur BreiSfjörS og Nikulás Össurarson nota hvor á sinni tíS sama orSiS í sömu merk- ingu. ÞaS er orSiS “hefnir.” Sig- urSur segir: Harald nefnunr Niflung þar norskar átti lendur svarta hefnir Hálfdánar, hára fagri kendur. MeS orSinu “hefnir” er Harald- ur sagSur sonur Hálfdánar svarta, eins og stendur í sögunni. Nikulás segir: Halldór Péturs hefnir snar hafs um fletiS margstaSar út á setur öldu mar, afla getur fundiS þar. Eg skil þessa vísu svona: Hall- dór Pétursson færir víSa út um haf- flötinn (vatniS) skipiS meS sínum farkosti, til þess aS ná í fisk. Skip- iS er kallaS “öldu mar” og hestur “ReiSar mar” o. s. frv. ÞaS er mesti sægur af kenninganöfnum, sem fornskáldin hafa gefiS sjónum og skipunum, hlutum, dýrum og mönn- um. Ef þaS ætti aS glatast, rnundi verSa æriS stórt skarS fyrir skildi í íslenzku máli. Þessari vísu eftir N. Ö. er lýst þannig í -Heimskringlu-bréfinu, aS úr henni fáist ekkert vit. Ef N. Ö. les þessar línur getur hann, ef hon- um sýnist svo, sagt til hvort eg fer hér meS rétt eSa rangt mál. MeS vinsemd, , Sveinn A. Skaftfeld. IIEPBURN Á BATAVEGI BlaSiS Toronto Globe flutti þá fregn á mánudaginn, aS Mr. Hep- burn, forsætisráSherra Ontario. fylkis, sé kominn á góSan rekspöl meS aS ná aS fullu heilsu sinni. Hef- ir hann ákveSiS aS sitja fund þann í Ottawa, er settur verSur 9. þ. m., milli sambadsstjórnar og stjórna hinna einstöku fylkja. Þykir líklegt aS Mr. Hepburn muni halda áfram stjórnarforustunni, en ekki láta af henni í lok næsta þings, eins og hann sjálfur hafSi tilkynt. MR. BEATTY IIEFIR ORÐIÐ Sir Edward Beatty, forseti Cana. dian Pacific járnbrautarfélagsins, komst nýveriS þannig aS orSi: “ViS hljótum aS aShyllast þá stefnu, sem leiSir til aukinna viS- skifta. Og viS verSum aS taka til greina alla landshluta jafnt, er viS ihugum þaS hve ákveSinn þjóSar- vilja hin nýja sambandsstjórn hefir aS bakhjarli, og hvert umboS hún hefir til þess aS framfylgja stefnu sinni i viSskiftamálunum. ÞaS út af fyrir sig, hve þjóSin nú nyti mátt- ugrar stjómar, hlyti aS vekja al- ment traust á framtíSinni og fram- tíSarmöguleikunum. Geátur að heiman Tvo síSustu dagana í vikunni sem leiS, dvaldi hér góSur gestur aS heiman; meS orSunum “aS heiman,” er átt viS frá íslandi; var sá hr. Kristján Einarsson, erindreki fyrir fiskisölusamband Islands. HafSi hann fariS alla leiS til Cuba, auk Jjess sem hann dvaldist um hríS í New York. Er Kristján hinn væn_ legasti maSur og viSkynningargóS- ur. Lét hann, þó varfærinn væri í orSi, all vel af för sinni, og mun vel mega ætla aS hún hafi nokkurn árangur boriS. Nokkra íslendinga hitti Kristján aS máli þenna stutta tíma, sem hann dvaldi hér i borginni, og mun hafa leitaS hjá þeim hófanna í sambandi viS hugsanlega sölu á íslenzkum fiski í Canada -og Bandaríkjum. Mun hann í því tilliti hafa átt tal viS þá G. F. Jónasson forstjóra Key- stone Fisheries, Limited, og Th. E. Thorsteinsson fyrverandi banka- stjóra, er í sambandi viS þaS félag stendur. Þá skoSaSi og Kristján aSal frystihús borgarinnar, meS þaS fyrir augum, aS kynnast starfsaS- ferSum þeirra, er einkum og sérílagi aS geymslu og meSferS á fiski tií útflutnings lHta. Er vonandi aS koma Kristjáns hingaS leiSi til góSs fyrir íslenzkt viSskiftalíf, og opni því nýja fárvegi. LAPOINTE GERIR YFIRLÝSINGU Hon Ernest Lapointe, dómsmála- ráSgjafi Sambandsstjórnarinnar, hefir gert þá yfirlýsingu, aS full- trúi Canada í þjóSabandalaginu í Geneva, hafi upp á eigin ábyrgS átt frumkvæSi aS því, aS Canada skyldi beita sér fyrir banni gegn innflutn- ingi á olíu og kolum til Italíu. Þess- ari afstöSu hafi Mr. Riddell lýst yfir af hálfu Canada áSur en stjórnar- skiftin í Ottawa voru unr garS geng- in. NÝ KORNSÖLUNEFND Sambandsstjórnin í Ottawa hefir skipaS nýja kornsölunefnd í staS þeirrar nefndar, er John McFarland veitti forustu. Hin nýja nefnd er þannig mönnuS: J. B.. Murry, Win- nipeg, formaSur; George Mclvor, Winnipeg, og Dean Shaw í Saska- toon. Or borg og bygð Mr. og Mrs. Clifford Stevens frá Gimli, komu úr brúSkaupsför sinni sunnan úr Bandaríkjum á mánudag. inn var. Komu þau meSal annars viS í Cavalier Grafton og Grand Forks. Ungu hjónin báSu Lögberg aS flytja þeim Mr. o;f Mrs. J. K. Einarsson og Mr. og Mrs. J. H. Hannesson í Cavalier, alúSarfylztu þakkir fyrir ástúSlegar viStökur. Lögberg árnar þessum mannvæn- legu brúShjónum allra heilla í franr- tíSinni. Hentug jólagjöf. Ardís, ársrit Bandalags lúterskra kvenna, 1935, á 35 cents heftiS. Heftin fyrir árin 1933, 1934 og T935» fást keypt öll í einu á 90C. Pantanir sendist Mrs. B. S. Benson, Columbia Press, Ltd., Toronto og Sargent, Winnipeg. STAKA Margt er klungur mæSunnar meira en ungur hyggur; einhver drungi ömunar á mér þungur liggur. Hjörtur Gíslason. (úr StaSarsveit). Frá Islandi NORÐLENSK KORN- UPPSKERA Ræktunarfélag NorSurlands hefir keypt sér þreskivél til þess aS þreskja korn þaS, sem félagiS rækt- ar í gróSrarstöS sinni. Þresking stendur nú yfir. Hefir framkvæmdarstjóri félags- ins, Ólafur Jónsson, gert tilraunir meS kornrækt undanfarin ár, og reynst vonum framar. I vor sáSi hann byggi i rúma dag- sláttu, höfrum í )4 dagsláttu og vetrarrúgi í V2 dagsláttu. Auk þess sáSi hann þrem tegundum af hveiti í tilraunareit. VeSráttan í sumar var mjög ó- hagstæS til kornræktar, votviSra- samt og sólarlitiS. Tiltölulega var veSráttan bezt í maímánuSi. U.ppskera af byggi varS rúml. 10 tunnur, og af höfrum tvær túnnur. En hveitiS þroskaSist ekki. Ólafur hefir gert tilraunir meS JraS, aS sá korninu á mismunandi tínra á vorinu, meS svipuSum hætti og Klemens Kristjánsson á Sáms- stöSum hefir gert. Kemst Ólafur aS sömu niSurstöSu og Klemens, meS þaS, aS þeim mun betur hepnast kornræktin, sem fyr er sáS aS vorinu.—Kn. —Mbl. 5. nóv. LÍK PILTANNA, SEM URÐU ÚTI A ALMENNINGI FUNDIN Þeir hafa allir dáið úr vosbúð og þreytu. Nú er orSiS ljóst um afdrif allra mannanna, sem fóru s.l. mánudags. morgun til aS leita f jár á Almenn- ingi í Sigluf jarSarhreppi. Eftir aS lík Haraldar heitins Björnssonar fanst, héldu menn á- frarn leitinni aS hinum tveim félög- unum, þeim Kristjáni Hjálmarssyni, og GuSmundi Meyvantssyni og hafa lík þeirra beggja fundist. Lik Kristjáns heitins fanst í gær. kvöldi meS þeim hætti, aS Jón Gunnlaugsson rafvirki frá Siglu- firSi fór til aS gera viS símalínu í Hraunadal. Þegar hann hafSi lokiS því, fór hann út Almenning og fann þá lík Kristjáns hjá Kvígildi. Þegar hann konr til Dalabæjar, hitti hann leitarmenn þar fyrir. I morgun fóru þeir aS sækja lík Kristjáns og fundu þá lík GuS- mundar heitins á Arnbjargarhálsi upp af Hrólfsvallardal, um kílómeter frá þeim staS, sem lík Kristjáns fanst. Orsök þessa slyss er álitin vera sú, aS Kristján hafi orSiS lasinn, eSa -gefist upp í ofveSrinu á mánu- daginn. Háfi Haraldur síSan fariS til aS sækja hjálp, en GuSmundur orSiS eftir hjá Kristjáni. Hafi þeir svo allir orSiS úti í krapahríSinni. Haraldur heitinn átti ekki nema 300 faSma eftir aS Máná og hefir hann þá auSsjáanlega veriS orSinn örnragna af þreytu og vosbúS. HafSi hann fariS úr skónum sennilega til aS geta hetur fótaS sig á hálkunni. Kn. —Mbl. 8. nóv. ÞINGKOSNINGAR A NÝJA SJALANDI ViS kosningar þær, er fram fóru til þjóSþingsins á Nýja Sjálandi á miSvikudaginn Jrann 27. nóvember síSastliSinn, urSu úrslitin þau, aS verkamannaflokkurinn, undir for. ustu Mr. Savage, vann hinn glæsi- legasta sigur; • hlaut sá f lokkur 53 þingsæti. Samsteypuflokkurinn, sem Forbes-stjórnin studdist viS fékk 19 sæti, en utanflokkamenn 8.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.