Lögberg - 12.12.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.12.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGrBERG. FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1935 Hógtierg GefiS út hvern fimtudag af THE COLTJMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö t3.00 um driS—Borgist fj/rirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent»Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 “ Kirkjuritið ” Nóvemberhefti Kirkjiiritsins hefir Löíf- bergi nýlega veriÖ sent til umsagnar, og skal þess hér nú aÖ nokkru minst. Um rit þetta er jafnaðarlegast ekki nema gott eitt að segja, þó nokkuð sé innihald þess stundum mismun- andi að andlegri kjarnfæðu. Enn jafnast það ekki á við fyrirrennara sinn, Prestafélagsrit Islands, þó þetta hefti sverji sig að vísu nokkuð þar í ætt. Efnisyfirlit Kirkjuritsins að þessu sinni er á þessa leið: 1. Matthías Jochumsson. Trúarskáld- ið. Eftir dr. Magnús Jónsson. 2. Matthías Jochumsson. Menning vor og kirkja. Eftir Sigurð kennara Vigfússon frá Brúnum. 3. Sálmur. Eftir Gísla B. Kristjánsson kennara, 4. ‘ ‘ Hallgrímsdeild ” Prestafélagsins. 5. “Vitamina” skólalífsins. Úr bréfi frá séra Sigtryggi prófasti Guðlaugssyni. 6. Prestafélag Vestfjarða. 7. Fullveldisljóð. Eftir Brynjólf Björns- son á Norðfirði. 8. Frelsi. Prédikun á fullveldisdaginn. Eftir séra Svein Víking. 9. Kirkjumál Reykjavíkur. Eftir S. P. S. 10. Fréttir.— Veigamestu ritgerðirnar eru þær eftir dr. Magnús Jónsson og séra Svein Víking; bera þær, hvor um sig, vitni um flevgar hugsjónir ágætra gáfumanna. Hin íturhugsaða og fag- urmeitlaða prédikun séra Sveins í sambandi við Fullveldisdaginn fer hér á eftir. FREL8I Prédikun á fullveldisdaginn Eftir séra Svein Víking. “En þar sem andi drottins er þar er frelsi.” (2. Kor. 3, 17). Frelsi. — Hvílíkum eldi hefir þetta eina orð farið um hugi manna! Hvílíkar fórnir hafa því verið færðar um aldir! Skáldin hafa ort um það ódauðleg ljóð. Tónlistarmennirn- ir hafa helgað því seiðmagn samhljóðanna. Myndhöggvararnir hafa meitlað því hin stór- feldustu minningarmerki í marmara og málm. Málararnir hafa tignað það í línum og litum. Mælskumenn hafa helgað því gáfu sína og orðsnild 0g rithöfundarnir skráð um það ó- teljandi bækur, musteri hafa því verið reist og ölturu bygð, þar sem það hefir verið tign- að og tilbeðið eins og guð. Og á altari frels- isins hafa þjóðirnar löngum lagt sínar stærstu fórnir. Þar hefir fórnað verið dýrmætu blóði hraustra sona. Fyrir frelsið hafa miljónir manna ruðst fram á vígvellina og látið þar líf sitt með hryllilegum hætti. Og þó hefir sennilega ekkert orð verið hrapallegar mis- skilið eða því háskalegar misbeitt en orðinu frelsi. Saga baráttunnar um frel-sið er ein stærsta harmsaga veraldarinnar. Hún er blóði drif- in og tárum vætt svo að segja á hverri blaðsíðu. Sú saga sýnir, að frelsið hefir ver- ið þjóðunum hvorttveggja í senn dýrmætt og dýrkeypt. En sú saga sýnir einnig, að frelsið hefir orðið þjóðunum svo dýrkeypt, sem raun er á orðin, vegna þess, að frelsið hefir verið talið fólgið í því, að brjóta hömlur og slíta fjötra. Og samkvæmt því hefir svo frelsið verið sótt og varið með valdi hnofaréttarins fvrst og fremst. Enn í dag leitast þjóðirnar við að tryggja frelsi sitt með valdinu, valdi vígbúnaðar og herafla. Og með valdi er frelsinu haldið fyrir þeim þjóðum, sem þrá það, en ennþá hafa ekki öðlast það. En nú vil eg minna á þá staðreynd, sem er harla eftirtektarverð, að engin af æðstu og dýrustu verðmætum mannsandans er hægt að öðlast með ofbeldi. Þau lúta ekki, þau lúta aldrei hinum ruddalega mætti hnefaréttarins og hins ytra valds. Þau lúta æðri lögum. Þekkingin t. d. verður ekki tekin af mönnum með hervaldi, né heldur verður henni tro'ðið inn í menn með byssustingjum. Sama máli gegnir um trúna. Ekkert valdboð getur tekið hana frá oss, né heldur gefið oss hana. Sama er að segja um ástina, kærleikann. Enn gild- ir þetta um gáfur vorar og hæfileika alla, hugsjónir og heitustu áhugamál. Með valdi má að vísu hneppa í fjötra, með" valdi má kvelja og krossfesta, en hugsjónir verða ekki mvrtar á þann hátt. Þær eru hafnar yfir of- beldisverkin. Blómið vex, þegar sólin vermir frjóvan svörð. En þótt allar hersveitir ver- aldarinnar legðust á eitt, gæti vald þeirra ekki kallað fram eitt smáblað úr moldinni. Barnið brosir við móður sinni, af því að það þekkir hana og elskar. En vér stöndum magnþrota gegn ómálga barninu. Þó vér ógnuðum því með hundruðum hersveita, gætum vér ekki knúð það til að brosa við oss. Ef svo er, í raun og veru, áð frelsið á ekk- ert skylt við þessi dýrustu verðmæti manns- andans, ef að það er að engrn líkt barninu, sem aðeins brosir við þeim, sem elska það, ef^það er aðeins hlutur, sem 'hver getur hrifsað frá l öðrum eftir vild með valdi þess sterkasta, þá er frelsið áreiðanlega ekki vert þeirrar dýrk- unar, sem því hefir fallið í skaut, eða þeirra stóru og blóðugu fórna, sem á altari þess hafa verið færðar. Og það má öllum vera ljóst, að á meðan alment er litið á frelsið fyrst og fremst sem þann hlut, er liægt sé að vinna með herafla og glata með ósigri, getur aldrei orðið um varanlegt -eða alment frelsi að ræða á jörð. Um það verður þábarist hér eftir eins og hingað til, á sama ruddalega háttinn og barist er til landa og fjár. Frelsið heldur þá áfram að verða mönnunum hin blindi en grimmi guð hersveitanna, sem sífelt heimtar fórn og blóð og hefnd, sá guð, sem aldrei frelsar, heldur fellir stöðugt nýja fjötra að fótum dýrbenda sinna. En líkt 0g að baki hinnar ófullkomnustu guðsdýrkunar siíílausra villiþjóða birtist trú- arþörf og eilífðarþrá mannsandans, þannig liggur einnig á bak við hina blóðidrifnu frels- isbaráttu sú hjeilaga og göfuga frelsislþrá, sem manninum er í eðli borin. Og eins og guðshugmyndirnar hafa þróast og göfgast um aldirnar, þannig mun einnig frelsLshugsjón- in, frelsisgyðjan, breyta um eðli og svip með vaxandi þroska mannkynsins. Sú tíð lilýtur að renna, að einstaklingar og þjóðir taka að sjá það og skilja, að hið sanna frelsi verður ekki skapað eða varðveitt með blóðsúthelling. um og hemeskju, heldur er frelsið mikíu fremur líkt blóminu, sem grær og vex með undursamlegum hætti, ef rétt þroskaskilvrði eru fyrir hendi, eða barninu, sem aldrei fæst til að brosa í faðmi þess, sem tekur það méð valdi. Frelsið er ekki fyrst og fremst fólgið í því taumleysi og óstýrilæti, sem slítur alla fjötra og opnar allar dvr, heldur er það fólgið í víðsýni og þekking, þroska og trú mannanna sjálfra. Það stoðar lítið að opna dyrnar fyr- irblindum manni. Það getur orðið til þess, að hann ani út í hina mestu ófæru. En væri hin- um blinda gefin sýn, mundi hann bæði sjá til að opna dyrnar 0g komast þangað, sem hann vill. Víðsýni og þekking eru frelsisgjafar og frelsisvehðir. Því víðsýnni og mentaðri sem maðurinn er, því frjálsari verður hann, því fleiri dvr opnast honum, því fleiri leiðir sér hann til þess að velja um. Þroski mannanna líkamlegur, en þó einkum siðferðilegur, er éinnig frelsisgjafi. Vegna vanþroska, vegna skorts á siðferðilegu þreki og festu, eru mennirnir sífelt að svifta sjálfir sjálfa sig frelsinu og gjöra si gað ánauðugum þrælum, þrælum óhófs og eitumautna, þrælum tízku og tildurs, þrælum ofstækis og skaplasta. Án siðferðilegs næmleika 0g festu getur hvorki þjóð né eintaklingur orðið frjáls. Síðast en ekki sízt er það trúin, sem er traustasti frels- isvörðurinn og máttugasti frelsisgjafinn. Það er ekki ófyrirsynju, að vér nefnum Jesú Krist frelsara mannanna. Trúin — traustið á sigur réttlætisins og kærleikans í alheimin- um og í hverri sál, samfara fullvissunni um framhaldslíf eftir dauðann og eilíft gildi hverrar mannssálar, hún gefur óhjákvæmi- lega víðari og frjálsari útsýn yfir gjörvalla tilveruna, hún sýnir oss nýtt mat á verðmæt- um lífsins, hún kennir oss að virða rétt mann- anna, ekki aðeins rétt þeirra til Hfsins, heldur einnig rétt þeirra til þroska og frelsis. “Þar sem andi drottins er, þar er frelsi.” Eg hygg, að þessi orð postulans lýsi næmari og réttari skilningi á frelsishugsjóninni en nú- tíðin hefir til að bera, nútíðin, sem hervæðir þjóð gegn þjóð til að sækja frelsið eða verja það á vopnaþingi hnefaréttarins. Þar sem andi drottins ríkir, þar sem mennimir eignast og varðveitabjartsýni og trú Jesú Krists, sið- ferðilegan hreinleika og eldheitan áhuga fyr- ir malefnum, sem menn finna, að eru stærri en maður sjálfur, slíkur maður á frelsið í æðstum skilningi, og það engu síður, þótt hann sé hneptur í fjötra eða negldur á kross. Frels- ið í öðstum skilningi þess orðs lýtur engu ytra valdi, óttast enga hótun, hræðist ekkert ofbeldi. Frelsið, í æðstri merkingu, býr í sál þess manns, sem engu lýtur nema rödd Guðs, sem hann heyrir ekki sem ytra valdboð, venju eða lögmál, heldur sem þann fimbulvilja, sem alt verður að lúta á himni og jörð, vilja, sem í sál hans er orðinn hvorttveggja í senn vilji hins æðsta drottips og vilji hans sjálfs. I dag erum vér að minnast frels- isins, fullveldis þessarar þjóðar. Vér höfum að vísu öðlast það frelsi fyr- ir drengilega baráttu vorra beztu sona. En þó er frelsisbarátta vor að ýmsu leyti sérstæð og eftirtekt- arverð. Vér höfum ekki farið að dæmi margra annara þjóða í þeim efnum. Vér höfum ekki tekið frelsi með valdi. Það mun að vísu senni. lega rangt að reikna oss slikt til dygða, heldur mun þar mestu hafa um valdið fámenni vort og fátækt. Vér gátum blátt áfram ekki tekið frelsið með valdi hnefaréttarins. Vér urðum að fara aðrar leiðir. Endurheimt íslenzks þjóðfrelsis er, eins og kunnugt er, venjulega þökkuð einum manni, Jóni Sigurðs- syni forseta, og það er rétt, að eng- inn maður hefir flýtt svo mjög fvr- ir frelsi voru eins og hann. En án þess að vilja skerða að nokkru heið. ur þess óskabarns þjóðarinnar, þá virðist mér þó réttmætt að vekja at- hygli á því, að hann skapaði ekki frelsisrétt þessarar þjóðar. Hann leitaði að þeim rétti, hann fann þann rétt og vakti athygli á honum með skýrum og ótviræðum rökum. Frels- isréttur Islendinga var til löngu áður en Jón Sigurðsson fæddist. Menning þjóðarinnar, saga hennar, semt hún hefir skráð og geymt, og tungan, “ástkæra ylhýra málið,” sem hún hefir varðveitt um liðnar aldir, það eru frelsisgjafar íslenzku þjóðar- innar, er sköpuðu henni réttinn til frelsisins. Hefðum vér glatað þessu, þá værum vér nú ekki frjálst og fullvalda riki, og það sem verst væri, hefðum litlar eða engar varnir eða líkur til að verða það. Þjóðfrelsi Islendinga er ekki end. urheimt með valdi hins sterkasta, líkt og frelsi ýmsra stórþjóðanna. Það frelsi verður sennilega heldur aldrei varðveitt eða varið með vopn- um og herafla. Það frelsi verðum vér að vernda á annan hátt. Það frelsi verðum vér að vernda og verja á sama hátt og vér öðjuðumst Það. Eins og vér sýndum oss verða þess að endurheimta frelsið, eins verðum vér í nútíð og framtíð að sýna oss verða þess að halda þvi og varðveita það. Stórþjóðirnar hyggjast að varð- veita og efla frelsið með því að smíða ný og stærri herskip og flug- flota, nýjar fallbyssur, nýjar vítis- vélar og vopn. Þeirra frelsisverðir er brynjað landvarnarlið. Vér setj- um frelsinu vonandi aldrei svo ó- samboðna verði. Verðir hins ís- lenzka frelsis verðahér eftir, eins og hingað til, að vera menning vor, saga og tunga. En þeir verðir þurfa einnig að vera siðferðileg festa, vax. andi þroski, aukin samúð og skiln- ingur á kjörum og högum hverrar stéttar, en ekki sízt starfandi trú, trú á landið, trú á framtíðina, trú á Guð, ekki aðeins í alheimsgeimi heldur einnig í sjálfum oss. Og landvarnarlið vors unga frels- is, það skyldi aldrei verða vopnaðar hersveitir æfðar til að veita öðrum sár og bana. íslenzkt landvarnarlið, það er þjóðin sjálf, þjóðin öll, ung. ur og gamall, karl og kona. Og hún skyldi æfð til iðju og starfs, henn- ar„vopn áhöld þau, sejti1 yrkja landið og láta tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt, hennar floti fiskibátarnir og kaupskipin, sem færa björgina á land. Og í stað hervirkja skyldi hin íslenzka þjóð reisa iðnsmiðjur, þar sem íslenzk framleiðsla er unnin til nytja og gagns einstaklingum og þjóð. Islenzka þjóðin tók ekki frelsi sitt með valdi. Það gefur oss vonir um, að frelsið megi brosa í faðmi henn- ar, eins og barn við móður, og verða henni til farsældar og gagns. ls- lenzki fáninn, tákn þjóðfrelsisins, hann er ennþá fagur og hreinn. Hann hefir aldrei, eins og fánar stórþjóðanna, verið ataður i sak- lausu blóði. En ef þjóðin á að geta haldið frelsi sínu óskertu og fána sínum hreinum, þá verður henni að skiljast, ekki aðeins það, að frelsið er dýrasta verðmætið, sem hún á, heldur hitt, að hún getur ekki haldið frelsiny hjá sér eins og hræddum og vængstifðum fugli í búri. Frelsið verður að geta brosað í faðmi henn- ar eins og barn við móður. En því aðeins brosir frelsið við þjóðinni, að menning og drengskapur, trúmenska og samúð, siðferðileg festa og starf- andi trú skipi öndvegið í sálum þegnanna. Þar sem andi drottins er, þar er frelsi. Mætti þjóðin skilja það, að undir þessu er frajmtíðargæfa og frelsi hennar komið. Mætti hún, smáþjóð- in við hið yzta haf , sýna stórþjóð- unum það í framkvæmd og verki, að þar sem andi drottins er, þar er frelsi. — Amen. Falleg bók “What hast thou wrought for Right and Truth, • For God and man, From the golden hours of hright- eyed youth To life’s mid-span?” —My Soul and I. Hún heitir “Second Hand”; er rituð af konu, sem heitir Emma Gerberding Lippard. Bókin er gef. in út í Phildelphia, Pennsylvania, 1034, af The United Lutheran Pub- lication House. Það er gömul hugsun og ný, að í því sé verðmæti að fara til fram- andi landa og leita sér “fjár og frama.” Seinni tíma og kristnar kenningar hafa breytt nokkuð um- svifum utanferðanna, svo að nú þykir ekki við eiga að setja féð og framann ofar öllu, heldur skal hitt standa ofar, að færa hver öðrum blessun. Fiskisnekkja, sem flytur afla sinn til annara landa, (eða síns eigin) virðist færa meiri búbót en gunnhlaðin vikingaskipin gerðu og athafnir framans til mannvíga. Bókin “Second Hand” er saga af sviði heiðingjatrúboðsins í Japan. Hún gripur inn í Vesturlönd, dregur dálitið til hliðar fortjaldið og sýnir inn á svið spillingar og eigingirni í siðaða heiminum. Sýnir líka stríð- ið við það. Sýnir hvernig púkar í ljósengla myndum gera árásir á meðbræður sína, til þess að fylla pyngjuna. Sýnir og hvað þeir eru að gera, sem tekið hafa að sér að vera berendur ljóssins, auk þess sem þeir eru heiðingjatrúboðar, — ber- endur ljóssins inn í hinn almyrka heim. Lýsingin af japönsku þjóðlífi í bókinni er sérlega skemtileg, eink- um vegna þess að svo mildum og ná- kvæmum höndum er farið um alla þá frásögn. Það er auðséð á öllu, að höfundur er gagnkunnug því, er hún f jallar um þar, og ann því líka. Þá er lýsingin á lífi trúboðanna þar eystra ( eg ætti nú að segja, þar vestra) ekki síður eftirtektar- verð. Þrautir þeirra eru oft ærið þungar. Daglega lífið færir þeim erfiðleikana, unclir eins, áður en kemur til nokkurs trúboðs. Svo kemur trúboðið sjálft, með öllum sínum ólundarlegu þrautum og sárs- auka, sem grípur inn í heimilislífið og reynist öllum ærið þungbær á köflum, en sérstaklega mæðrunum og börnunum. “En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.” Svo sterk er sú taug er þessa menn og konur dregur til ljóssins, að eigi æðrast þeir né uppgefast í þessum “utan- ferðum,” þó hvorki séu þeir að sækja “fé né frama,” eftir venju- legu heimsmati. Látum okkur ekki gleyma því, að veita þeim athygli og samúð, sem farið hafa i slíka utanför. Þó það sé gert af veikum mætti, eins og á sér stað með línur þessar, þá lítum samt af og til yfir höfin og löndin, sem aðskilja og fiugsum og biðjum þeim blessunar, er það stóra verk hafa að sér tekið að bera ljós Guðs náðar inn í heiðingjaheiminn. Fyrst þegar eg sá þessa merki- legu bók undraði mig að henni skyldi valið þetta nafn: Second Hand, en þegar eg las hana„ sá eg að það sýnir hina dýpstu hugsun svo djúpa og gamla að bæði Vidalín og Hallgrímur Pétursson gátu átt hana, áttu hana víst. Líka í svo mildum búningi auglýsta, að hverjum nútíð. armanni ætti að vera unun að lesa. I “Seconcl Hand” eru perlur, sem ávalt munu færa mannssáíinni nugg- un og gleði, og aldrei mun falla dimma á. Þeir, sem hugsa sér að kaupa enskar bækur til jólagjafa, fá sér- lega smekklega og ánægjulega bók þarna, hvort sem viðtakandi er karl eða kona, ungur eða gamall. Svo ætla eg að taka tækifærið og biðja Lögberg að bera mínar inni- legar jóla- og nýársóskir til séra Octavíusar Thorláksson, frú Caro- línu og barna þeirra í Japan, sömu- leiðis til séra Ólafs Ólafssonar og frú Herborgar, í Kina. Gleðileg jól og farsælt nýár í Jesú nafni. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Fimtíu ára minningar- rit Hins Evangeliska Lúterska Kirkjufélags Islendin’ga í Vesturheimi 1885 — I935> eftir pFófcssor Richard Beck, Ph. D. Það heyrist stundum talað um, að deyfð sé yfir íslenzku kirkjulifi og er það þá jafnframt afsakað með dreifbýli íslenzku sveitanna, fá- menninu og þeirri hörðu baráttu, sem menn verða að heyja þar oft og einatt fyrir tilveru sinni, svo að hin andlegu mál lenda í undandrætti og komast ekki að fyrir annríki dags- ins.—Satt er það, að margir slíkir örðugleikar t í götu íslenzkra mál- efna, ekki aðeins kirkjunnar, heldur hverskonar félagssamtaka yfirleitt, enda munu fáar þjóðir vera sundur- lyndari en vér íslendingar. Slíkt er og að vonum, því að vér eigum ætt vora að telja til hinna mestu ójafn- aðarmanna, þar senr voru forfeður vorir, þeir er fyrstir fóru að byggja ísland. Þeir feldu að jafnaði ekki skap saman við aðra menn, enda leituðu þeir hingað, til þess að þurfa ekki að semja sig að neinna siðum nema sjálfra sin. Þegar landið fór svo að byggjast og ekki varð hjá því komist, að hafa meira samneyti við aðra menn, en að fremja á þeim víkingu og ránskap, lenti alt í styrj- öld, eins og kunnugt er orðið og varð það því valdandi, að Island komst undir erlend yfirráð og hneig til niðurlægingar og ómenningar um margar aldir. Nú þegar sjálffor- ræðið er endurheimt og þjóðin ör- lítið að rétta sig úr kútnum, logar alt í deilum enn á ný. Hið eina, sem menn sýnast þá hafa nokkurn veg- inn rænu á í dreifbýlinu, er að flokka sig til sundurlyndis og óein- ingar í stjórnmálum. Þetta er á- vöxturinn af vorri hreinræktuðu einstaklingshyggju. En þetta er nú ekki nema útúr- dúr! Þeir, sem blöskra örðugleik- arnir á íslenzku félagslífi hér heima fyrir, ættu að kynna sér sögu ís- lenzku kirkjunnar vestan hafs. Hvað er dreifbýlið hér í samanburði við dreifingu landanna i Vestur- heimi? Nokkrar þúsundir manna búsettar frá hafi til hafs víðsvegar um hið geysivíðáttumikla meginland Norður-Ameríku, hafa eflt með sér félagssamtök, er um fimtíu ára skeið hafa staðið með furðulegum blóma. Þeir hafa með þrautseigri atorku og ótrúlegri fórnfýsi bygt f jölda kirkna og myndað um þær margþætt fé- lagslíf. Og sumt af þessu er unnið mitt í frumbýlingsbaráttunni, með- an þeir voru enn í lítt bygðu landi, þar sem skorti vegi og verkfæri, þolanlega bústaði og öll hugsanleg þægindi likams og sálar. Þetta sýnir, að viljinn og eljan og hin andlega sinna ræður meira, en nokkrir ytri örðugleikar. Það sýnir ennfremur, að í lífsbaráttunni við tröllauknar torfærur hins víða meg- inlands, fann þessi nýja kynslóð landnemanna af íslenzku bergi meiri styrk, andlegt öryggi og gleði í kirkjulegum félagsskap en fagrar og mannúðlegar trúarhugsjónir, en í því að berjast sin á milli og sitja aldrei á sátts höfði. Kirkjan hefir verið f jöregg þeirra, andlegt heimili og ættarland og hefir borgið þeim frá að týna sjálfum sér í hinu nýja landi, hún hefir viðhaldið þjóðerni þeirra og félagssamtökum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.