Lögberg - 12.12.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.12.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. DESEMBER, 1935 7 DÁNARMINNING X ARNLJÓTUR KRISTJANSSON Fæddur 12. marz 1878 — Dáinn 25. október 1934. Þess hefir áSur veriÖ getið, aS látist hefÖi að heimili sínu áminstan dag í fyrra, bóndinn Arnljótur Kristjánsson, í grend viíS þorpið Elf^os í Saskatchewan. Bar dauÖa hans brátt að; hné niÖur örendur á akri viÖ vinnu sina. Arnljótur var fæddur á Ketu í Hegranesi í Skagaf. Voru foreldrar hans þau hjónin Kristján G. Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir; ólst Arnljótúr upp í foreldra- húsum. ÁriÖ 1900 fór hann til Vesturheims. Er vestur kom settist hann að á Mountain, N. Dak., en flutti til Effros 1905, og bjó þar á heimilisréttarlandi sínu til dauðadags. • Árið 1910 kvæntist Arnljótur og gekk að eiga ungfrú Ingunni Gunnarsdóttur frá Hafragili í Skagafjarðarsýslu, góða konu og gáfaða. Samleið þeirra varð ekki löng, því eftir rúmt ár varð hann að sjá á bak konu sinni; var með fráfalli hennar eigi aðeins þung- ur harmur kveðinn að eiginmanninum, heldur og öllum, er ein- hver kynni höfðu af henni haft. Systkini Arnljóts heitins voru Sigurbjörn, fyrrum skipstjóri á ísafirði, og Guðlaug kona Halldórs Gíslasonar í Selkirk, Anna (Mrs. Gestson) og Sólveig Kristjánsson, (Sylvia Johnson) um- sjónarkona með skólum í Pembina héraði. Arnljótur Kristjánssön var hinn mesti atorkumaður og átti almennum vinsældum að fagna. Félagslyndur var hann í bezta lagi og lét sér ant um kirkju og kristindómsmál; hann lét sér einnig hugarhaldið um öll þau málefni, er að einhverju leyti vörðuðu ís- land og islenzka þjóðrækni í þess orðs sönnu merkingu. Hann fór ekki að neinu með flysjungsskap, heldur íhugaði sérhvert það mál gaumgæfilega, er honum lá á hjarta og hann vildi ljá lið. Arnljótur heitinn hafði orð á sér fyrir það hve nærgætinn hann var og góður við skepnur; þeir,' sem þannig eru innrættir, reynast jafnað^rlegast tryggir förunautar samferðasveit sinni og fegra umhverfi það, sem þeir dvelja í. Hljóðlát þökk fylgir minningu og starfi þessatnæta manns út yfir vatnaskilin hinstu. Jarðarför Arnljóts fór fram í íslenzka grafreitnum við Elfros, og jós séra Guðmundur P. Johnson lík hans moldu. ARNLJÓTUR KRISTJANSSON (Dáinn 25. október X934) Vetrarins forsendur fara um lönd fölari svipur og kaldari hönd. Leggja á herðarnar hugrauna f jöld, hélaðir morgnar og þungbúin kvöld. Dagarnir stýttast og dauðinn er nær, dýrustu lífsblómin þoka sér fjær. Mannsandinn aldrei í frostinu fraus, en farsældin jarðneska er staðfestulaus. Þrengir að hjartanu, þróttlaus er mund, þrotin er samvist á augnabliksstund. Öll er þó birtan á upphæðastig, alvaldur himnanna kallaði þig. Ekkert er tapað þvi andinn er frjáls, eilifa sumarið tekið til máls, söngur i loftinu, sólskin í dal, sælunnar bliðheimur, frtamþroskans tal. Eg lít það í anda, þú undrast og sér alt, sem að fegurðin hvíslar að þér, eg veit og eg sé þá að svipurinn þinn, segjandi ávarpar skilninginn minn. Ó, gleðjist þið vinir, því gott á eg hér, gott er minn drottinn að vera hjá þér, lýstu mér faðir, að leiðbeina þeim, sem léttu mér byrðina að veginum heim. A. • V s / Fr. Guðmundsson. ~r~T Ö~r- i f r Eftirleit á öræfum Eftir Arna Óla. Aldraðir menn úr sveitum kunna að segja frá mörgum svaðilförum, eigi síst í göngum og eftirleitum. Otbúnaður manna var þá svo, að óðs manns œði þœttt nú á dögum að leggja þannig á fjöll, enda þótt úm hásumar vceri. Bóndi af Rangár- völlum hefir sagt mcr eftirfarandi sögu af einni af þeim eftirleitmn, sem hann fór. Stendur liún honutn Ijóst fyrir hugarsjónum, þótt nú sé liðin 39 ár síðan. Það var haustið' 1896, viku fyrir vetur, að þrír menn af Landi lögðu á stað í eftirleit. Voru þeir útbúnir með nesti og nýja skó, og tvennan alklæðnað, því að það var siður, en engin hlífðarföt höfðu þeir, voru ekki einu sinni í skinnsokkum. Var þó vitað, að ferðin myndi verða all- slarksöm, eins og eftirleitir voru venjulega, og allra veðra var von uppi á öræfum. En þetta var siður á þeim dögum að vera aldrei í hlífð- arfötum', hvað sem á gekk, og voru Rangæingar vanir vosinu í viðskift- um sinum við Þjórsá, sem þá var óbrúuð. Eitt þótti sjálfsagt að hafa með í eftirleitarferðir og það var brennivín. Höfðu þeir félagar sína flöskuna hver í nesti. Segir nú ekki af ferðurn þeirra þangað til þeir koma í Laugar eftir tveggja daga ferð. Höfðu þeir fengið þurt og bjart kólguveður og þótti það heppilegt til eftirleitar. Gengið í Jökulgil. Gistu þeir nú í Laugakofanum um nóttina, en daginn eftir héldu þeir inn í Jökulgil. Var þá hörkufrost og mikill snjór yzt í gilinu. Þó gátu hestarnir brotist áfram. Riðu þeir nú inn gilið. Eftir því rennur jökuL kvísl x óteljandi krókum og verður venjulega að fara 18 sinnum yfir hana áður ett kemur inn í gilbotn. Þegar þeir komu að svonefndu Sveinsgili, gengu tveir í það að leita kinda, en sá þriðji skyldi fara með hestana inn í gilbotn, að svonefndu Sauðanefi. Átti hann að athuga hvort þar væri nokkrar kindaslóðir, og ef svo væri ekki, korna nxeð hest- ana niður að Sveinsgili aftur. Svo gengu þeir tveir í Sveinsgil. Var þar ófærð mikil og seinfarið. Leituðu þeir af sér allan grun þar, en voru svo lengi, að kl. var um 2 er þeir komu úr gilinu aftur. Þá var hestaiuaðurinn kominn þangað. Hafði hann þær fréttir að færa, að engar kindaslóðir væri i Sauðanefi og ekki útlit fyrir að nein skepna gæti hafst þar við, því að þar væri alt á kafi i snjó. Vildi hann að þeir héldi út úr Jökulgili og tefði sig ekki á frekari leit. Hinir voru nú ekki á því, heldur fóru þeir á bak hestum sínum og var nú riðið inn að Sauðanefi eins hratt og færðin leyfði. Kindur fundnar. Þegar þangað kom fundu þeir traðk eftir kindur rétt hjá Sauða- nefinu, en sáu þó enga skepnu. Varð það nú að ráði, að þeir tveir, sem gengu í Sveinsgil, skyldi leita, en þriðji maðurinn fara með hestana niður í Hattver og bíða þar til dag- seturs. í Hattveri er alt af auð jörð vegxxa jarðhita, sem þar er. Til þess að vera léttari á sér lögðu göngumenn af sér yztu klæði sín og voru aðeins á skyrtunum. Fötin voru bundin aftan við hnakkana, og svo fóru sína leið hvorir. Ekki höfðu göngumenn langt far- ið er þeir fundu tvp lömb og síðan önnur tvö. Skildu þeir þau eftir og skiftu nú með sér leitum. Fór ann- ar þeirra upp brekkurnar, alla leið upp að Háahver, sem er alveg upp við jökul. Þar fann hann dilká, sem var afar stygg. Eltist hann lengi við hana, en kom henni þó að lokum niður og hitti þar félaga sinn með lömbin. Höfðu þei.r nú fundið sjö kindur. Þegar þeir kornu niður af Sauða- nefi var byrjað að dinxma og herti frostið. Klæði þeirra voru gegn- drepa af svita og snjó, sem hafði bráðnað inn i þau og byrjuðu þau nú að frjósa. En þeir skeyttu þvi ekki, því að skanxt var þangað er hest- arnir áttu að bíða þeirra og skjól- fötin. En þegar þeir komu í Hatt- ver, var félagi þeirra farinn. Hafði honum leiðst að bíða og hugði að þeir hefði farið skemri leið út í Laugar, þótt ólíklegt væri, þvi að sú leið mátti heita ófær með rekstur. Vildi nú annar þeirra félaga fara skenxstu leið í brekkunum, en hinn var því alveg mótfallinn. Kvað hann ekki hægt að korna kindunum þá leið, og svo mundi þá kala á fæt_ ur, þar sem þeir voru blautir, en ekkert vatn á þeirri leið til þess að halda sokkaplöggunum sivotum. Þeir yrði að fara eftir gilinu og þýða skó og sokka i kaldri jökul- kvíslinni öðru hvoru. Og þetta varð að ráði. Erifðleikarnir byrja. Þegar þeir höfðu farið svo sem þriðjung leiðar gugnaði förunautur sögumanns míns af þreytu og gigt í bakinu og gat ekki haldi áfram nenxa með hvíldum. En hinn gætti þess að hann fleygði sér aldrei niður nenxa þar sem hann gat haft fæturnar úti í rennandi vatni, og sjálfur stóð hann úti í kvíslinni á meðan hinn hvíldi sig. Varð þeim af þessu svo kalt á fótunum, að þeir dofnuðu, en þetta varði þá kali. Þegar enn var ófarínn fjórðung- ur leiðar til Lauga, gafst fyrsta lambið upp. Sagði þá förunautur sögumanns, að hann rnunaði ekki rnikið um að bera það á bakinu það sem eftir væri, En þó var það ráð tekið að sauðbinda lambið og skilja það eftir þar á eyri. Og þannig fór | um þrjár kindurnar af sjö, að þær ' uppgáfust. Voru þær bundnar með vasaklút og spottum. Fjóruiu kindum komu þeir alla leið til Lauga og var þá kl. orðin 11 að kvöldi. Hestamaður var þar fyr- ir og tók við kindunum, en hinir flýttu sér inn í kofann. Var þar kalt, en þó klæddu þeir sig úr hverri spjör og fóru i þur föt. Hressing eftir volkið. Þarna í Laugum þarf ekki að kveikja eld til þess að hita kaffi. Þar er nóg heitt vatn og ekki þarf annað en hella því á könnuna. Var það nú gert og drukkið ósleitilega sjóðandi kaffi með brennivíni út í. Hrestust þeir þá svo, að þeim fanst þeir verða að nýjum mönnum—“og það tel eg víst,” sagði sögumaður minn, “að brennivínskaf fi hafi bjargað mörgum mannslífum í svað- ilferðum á þeim árum. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp, hefir enga hugmynd um það hvað mönnum var boðið þá, og nxyndi telja það hreina vitfirringu, ef hún vissi.” Læt eg hann svo segja sjálfan frá: —Við gistum í Laugakofa um nóttina og gátum sofið nokkuð, þrátt fyrir kuldann. Snemtna morg. uns lögum við á stað að sækja lömb- in, sem við höfðum skilið eftir. Tók sitt lambið hver og reiddi til Lauga. Var þá enn sama veður, heiðrikt og bjart, en mikið frost. Lögðum við svo á stað áleiðis til Landnxanna- hellis. Fífldirfskuför. Nú er að segja frá því, að um haustið höfðu gangnamenn séð tvö lömb í hólma úti í Frostastaðavatni. Hafði það aldrei komið fyrir i manna minnum, að kindur færi út i þann hólma. En okkur fýsti að ná þeirn lömbum og hugðum að vatnið væri nú lagt. Það reyndist líka vera ís á vatn- inu, en svo veikur, að hann var ekki nxanngengur þegar við fórum að reyna hann með broddstöíum. En við vorum ekki á því að skilja lömb- in eftir. Tókum við því það glæfra. ráð, að hlaupa út í hólmann eins og fætur toguðu og hafa langt á nxilli okkar. ísinn gekk í öldum undir fótum okkar og ef annarhvor okkar hefði farið niður um hann, þá hefði ekki sagt meira af honum. Slysa- laust komumst við þó út í hólmann og náðum lömbunum, en nú var þyngri þrautin að korna þeim til lands. Við tókum það til bragðs að draga þau út á spegilslétt svellið, þar sem þau gátu ekki staðið, bund- um löngu snæri um hornin á þeim, og svo hófst kapphlaup aftur upp á líf og dauða yfir ísinn. Var sú för enn hættulegri en hin vegna þess að nú höfðum við lömbin i eftirdragi. Heyrðum við nú mikinn undirgang í vatninu og ógurlega bresti og hélst það enn eftir að við náðum landi með lömbin. Skildum við ekkert í hvernig á þessu gat staðið, því að brestirnir voru miklu meiri en venju. legir svelldynkir. Leitinni haldið áfratn. Lhn kvöldið náðum við heilu og höldnu í Landmannahelli og gistunx þar um nóttina. • Nú leituðum við í tvo daga um Loðmund, Dyngjur, Lifrarfjöll, Höfða og Herbjargarfell. Gerðist þá fátt sögulegt, nema hvað við fundum tíu kindur og lögðum svo á stað frá hellinum með 17 kinda hóp, og þótti það dágott. Var það mjög mismunandi hvað menn fundu margt fé í eftirleitum. Flest vissi eg finn- ast 37 en fæst 2 kindur. Við vissum enn af tveimur kind- um. Voru þær á stórri graseyri úti i Þjórsá, sunnan til við Bláskóga á Hreppamannaafrétt. Voru þetta tvö mórauð lömb og átti sami maður bæði. Höfðu gangnamenn séð þau í báðum göngum, en treystust ekki til að ná þeim, og hurfu frá í livort tveggja skifti. Lék okkur nú hugur á að ná þeim, og hvatti það okkur hve vel hafði gengið að ná lömbun- um í Frostastaðavatni. Hjá Áfangagili skildum við og riðum tveir niður að Þjórsá, en sá þriðji skyldi gæta kindanna. 1 kuldaklóm Þjórsár. Þegar við komum að Þjórsá leist okkur ekki á, því að hún var upp bólgin og með miklu krapahlaupi og isreki. Lömbin sáum við úti á eyr- inni, en hvergi virtist viðlit að kom. ast yfir ána. Þó leist mér svo á í einum stað, að hún myndi fær, en félagi minn aftók með öllu að leggja þar út í hana. Fórum við því lengra inn með henni, en mér virtist hún verða ægilegri eftir því sem lengra dró. En nú vildi förunaut- ur minn fteista þess að komast yfir hana þar sem hún var mjóst. Leist mér ógiftusamlega á það, og taldi víst að hrokasund mundi verða fáar hestlengdir frá landi. Þó lögðum við út í og voruin við öllu búnir, eins og vatnamenn, ineð fætur laus- ar úr ístöðum, sátum sem réttast í söðlum og höfðum laust taumhald. Það fór eins og mig grunaði, að þegar við vorum komnir fáar hest- lengdir frá landi, steyptust hestarnir alt í einu á kaf með okkur, svo að ísskriðið skall á brjóstum okkar, og var það ægilegt. Fór um okkur skelfingarhollur, en hestarnir frís- uðu og áttu fult í fangi með að halda höfðinu upp úr vegna jaka- burðarins. Eftir fá sundtök sneri minn hestur aftur til sarna lands og er eg var kominn upp úr ánni fór eg af baki og skygndist eftir þvi hvernig félaga mínum reiddi af. Leist mér þá ekki á blikuna. Hestur hans hafði lent á kletti í ánni, þann. ig að kletturinn stóð upp í kviðinn á honum og vóg hann þar salt og komst hvorki fram né aftur, en ís- hrannirar skullu á honum og mann. inum. Og þarna sátu þeir fastir í stundarfjórðung og datt mér ekki annað í hug en báðir myndi farast. Eg reyndi að hugsa upp einhver bjargráð, en þau virtust fá. Óðs manns æði hefði verið að riða út í ána til þeirra. En hvað var þá hægt að gera? Eg kallaði til félaga rníns og sagði honunx að hann skyldi halla sér vel upp i strauminn, létta á hest- inum þunga sínum með því að stíga á klettinn og spyrna svo fast í hann. Þetta ráð dugði. Hesturinn Josnaði af klettinum og áin skolaði þeirn aftur til sama lands. Félagi minn hafði nú fengið nóg af viðureigninni við Þjórsá og vildi því hverfa frá. En eg var ekki á því. Vildi eg freista að komast út á eyrina, þar sem mér þótti áður lík- legasta vaðið, og fékk eg hann til að fallast á það. Lögðum við nú að nýju út í ána og gekk alt vel. Hvergi var sund, en áin var svo djúp að hún var á taglhvarf og svo straum- þung, að bún skall yfir. Þegar upp á eyrina kom var hleypt á sprett fyrir lömbin. Var hestupi og mönn- um orðið mjög kalt og höfðu gott af hreyfingunni. Berum fæti att við klaka. Ekki var viðlit að ná lömbunum öðru vísi en reka þau út á svell. Var nokkur is við neðri eyraroddann og tókst okkur að flæma þau þangað. Þá stukkum við af baki til þess að grípa þau, en gættum þess ekki að taka taumana ofan af hestunum. Tók þá annar hesturinn sprettinn upp alla eyri og ætlaði að leggja í ána á sama stað og við fórum yfir. Henti eg þá lambinu, sem eg hélt, í félaga minn og tók á rás eftir hestisum. Við það misti eg annan skóinfi, en um það tjáði ekki að fást og hljóp eg svo á sokknum og beru blóðinu og náði hestinum þegar hann var kom- inn út í ána. — Það bjargaði að hesturinn staðæmdist dálitla stund til að þefa að'vatninu, áður en hann legði út í, eins og vatnahesta er sið- ur. Skóinn hefi eg ekki síðan séð og var því á sokknum það sem eftir var dagsins. Lömbin reiddum við yfir ána, en vorum viðbúnir að fleygja þeim, ef hestarnir gripi sund. »En til þess þurfti ekki að taka. Þegar við komum i Áfangagil aftur, vorum við illa til reika, hold- votir frá hvirfli til ilja og fötin stokkfreðin utan á okkur. Var okk- ur nú mál á því að fá heitt kaffi, en svo ilt er um eldsneyti í Áfanga- gili, að við urðum að brjóta stafi okkar og hafa þá í eldinn. Var nú farið i kappdrykkju í brennivíns- kaffi og var það ómælt, sem menn létu ofan í sig. En við þetta hrest- umst við fljótt og lékum á alls oddi. Næsta dag komumst við til bygða. Eftirleitarmenn fengu ekkert kaup. Þeir áttu það undir hepni sinni hvort þeir fengu nokkuð fyrir að leggja líf sitt í hættu. Það var undir því komið, hvað þeir fundu margt fé. Þeir fengu í fundarlaun 1/3 af virðingarverði fullorðinna kinda og helnxing af virðingarverði lamba. Greiddu fjáreigendur það venjulega með ánægju. En er við komum til bónda þess, er átti tvö mórauðu lömbin, er við björguðum úr Þjórsá, sagði hann okkur að hafa skarpa skömm fyrir. Hann sagði að lörnbin hefði verið bezt komin þar sem þau voru, úr því að þau fóru að álpast út á eyrina í Þjórsá. Þótti okkur þetta einkenni- legar viðtökur, en sennilega hefir hann átti við það, að lömbin væri ekki svo dýrmæt, að tveir menn skyldi leggja lif sitt i hættu til að bjarga þeirn. Eftir þessar viðtökur leist okkur ekki á að við myndum fá fundar- launin, og stungum því upp á að við fengjum annað lanxbið. En við það var ekki komandi. Hann greiddi fundarlaunin í silfri. —Lesb. Morgunbl. Góður göngumaður. Ef menn vilja fá mælikvarða á það, hvað kalla megi hratt gengið, er bezt að taka hið nýja met Svisslendingsins Arthur Schwap, sem gekk 50 kíló- metra á 4 klukkutímum og 31 mín- útu. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Anxaranth, Man.....................B. G. Kjartanson Alcra, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man........................Sumarliði Kárdal Baldur, Man............................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...............Thorgeir Símonarson Blaine, Wash...................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask........................S. Loptson Brown, Man..............................J. S. Gillis Cavalier, N. Daketa..............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask......................S. Loptson Cypress River, Man.....................O. Anderson Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson Edinburg, ,N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. Hi Foam Lake, Sask...............J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................ C. Paulson Geysir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man............................F. O- Lyngdal Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota...............S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man...........................Magnús Jóhannesson Hecla, Man........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota......................John Norman Hnausa, Man.........................B. Marteinsson Ivanhoe, Minn.............................R. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask............................Jón ólafson Lundar, Man.........................Jón Halldórsson Markerville, Alta................................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Jones Mountain, N. Dak..................S. J. Hallgrimson Mozart, Sask...................J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man......................A. J. Skagfeld Oakview, Man....................................Búi Thorlacius Otto, Man...........................Jon Halldórsson Pembina, N. Dak....................Guðjón Bjarnason Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta........................O. Sigurdson Reykjavík, Man........................Arni Paulson Riverton, Man.................... Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man............................ W. Nordal Siglunes, P.O., Man.............Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.......................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask.................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Viðir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man......................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..................................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man...........................Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask......................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.