Lögberg - 28.05.1936, Page 1
I
%
/
49. ÁRG-ANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. MAl, 1936
NÚMER 22
Stórmerkilegt þjóðrœknis
atriði
Arnljótur B. Olson gefur háskóla Manitoba
fylkis glœsiiegt bókasafn—2,500 bindi—
Háskóla forsetinn, Sidney Smith, þakkar
með fögrum orðum þessa virðulegu gjöf
Forseti háskólans í Manitoba,
herra Sidney Smith, hefir lýst yfir
þvi, a8 Arnljótur Björnsson Olson,
hafi gefið háskólanum verðmikiS og
merkilegt íslenzkt bókasafn.
Arnljótur er fæddur í Húna-
vatnssýslu á íslandi 17. janúar 1864.
Ilann fluttist til Canada i september
mánuði 1888 og hefir átt heima í
Manitobafylki frá þeim tíma til
þessa dags.
í desembermánuði 1895 kvæntist
hann ungfrú Jórunni Ólafsdóttur í
Pembina í Norður Dakota. Hún dó
1. september 1933. Mr. Olson á eina
dóttur og tvo syni.
Frá árinu 1888 til 1901 átti Arn-
ljótur heima í Winnipeg; vann hann
þá á sumrum við búnaðarstörf í
Norður Dakota og Manitoba, en á
vetrum við járnbrautarvinnu. Árið
1901 festi hann sér bújörð hálfa
fjórðu mílu fyrir vestan Giimli og
bjó þar þangað til 1909. Þá flutti
hann til Gimli til þess að geta veitt
börnum sínum fullkomnari mentun.
Frá árinu 1909 til 1916 var hann
lögtaksmaður héraðsréttarins á
Gimli og fylkislögregluþjónn. A
þeim áruim var hann einnig sveitar-
ráðsfulltrúi Gimli-sveitar eitt kjör-
tímabil.
Til Winnipeg flutti hann árið
1916 og dvaldi þar þangað til 1929;
þá flutti hann aftur til Girnli og var
þar til ársins 1933; f lutti hann þá
enn til Winnipeg og hefir átt þar
heima síðan.
Arnljótur útskrifaðist í búfræði
frá Hólaskóla á íslandi. Hefir
hann frá æsku verið mjög bók-
hneigður og sílesandi þegar tími
gafst frá daglegum önnum.
Þegar hann komi frá íslandi. var
hans dýrasti og kærasti fjársjóður
fult koffort af bókum. Þrátt fyrir
það þótt hann hafi alt af verið fá-
tækur maður- hefir hann ár frá ári
bætt við þetta litla safn- sem hann
flutti að heiman, þangað til nú að
það er orðið eitt allra merkasta og
dýrasta bókasafn einstakra manna
íslenzkra í Canada og Bandaríkjum.
Það er þettá merkilega safn, sem
hann hefir nú gefið Manitoba há-
skólanuim.
Mr. Olson hefir óbifandi trú á
mentagildi íslenzkrar tungu og ís-
lenzkra bókmenta. Það er því ósk
hans og von að í náinni framtíð
verði mögulegt að stofna varanlegt
kennaraembætti í íslenzku eða forn-
norrænu við háskólann í Manitoba.
Eins og allir vita eru fleiri ís-
lendingar i Winnipeg saman komnir
en á nokkrum öðrum stað í öllutn
heimi, að undantekinni Reykjavík,
höfuðstað íslands. Manitoba há-
skólinn er þess vegna betur fallinn
staður en nokkur annar í allri
Norður Ameríku til þess að stofna
slíkt embætti.
Þessi myndarlegja og merkilega
gjöf Mr. Olsons er í því skyni af
hendi látin, að hún megi flýta fyrir
þeirri stuud að kennarastaða í ís-
lenzkum fræðum verði stofnuð og
einnig til þess að þegar hún hefir
verið stofnuð þá geti hún notið góðs
og nauðsynlegs bókasafns.
Þetta bókasafn verður nefnt
“Olsons safnið” og hæfilegt nafn-
spjald búið til fyrir það.
Um leið og forstöðumaður há-
skólans veitti safninu móttöku fór-
ust honum orð á þessa leið: Eg er
sérlega stoltur af þessari gjöf, sér-
staklega vegna þess- hversu margt
framúrskarandi námsfólk af ís-
lenzku bergi brotið háskólinn hefir
haft; er það stofnuninni heiður að
hafa mentað fjölda manna og
kvenna hinnar ágætu íslenzku þjóð-
ar hér i landi.”
VALINTIL VIRÐINGAR-
FARAR
Mrs. E. L. Johnson
Sá heiður hefir fallið Mrs. E. L.
Johnson í Árborg í ,skaut. að verða
valin sem fulltrúi hinna Sameinuðu
bændakvenna félaga í Manitoba, til
þess' að sitja þing þeirra samtaka, er
nefnast “The Associated Women of
the World,” sem háð verður í
Washington, D.C., dagana frá 1. til
5. júní næstkomandi, þar sem rædd
verða ýms þau mál, er heimilið sér-
staklega varða. Mrs. Johnson
(Andrea), er dóttir hr . Tryggva
Ingjaldssonar og systir Ingimars
heitins Ingjaldssonar. er um eitt
skeið var þingmaður Gimli kjör-
dæmis. Mrs. Johnson er um þess-
ar mundir forseti United Farm Wo.
men of Manitoba, og mætir á fyr-
greindu þingi sem fulltrúi Mani-
tobafylkis.
FLUGKAPPAR
HEIÐRAÐIR
Hermálaráðgjafi sambandsstjórn.
arinnar í Ottawa, Hon. Ian Mac-
kenzie lýsti því yfir í þinginu síð-
astliðið þriðjudagskvöld, að þeir
flugkapparnir Hollick-Kenyon og J.
H. Lymburner, hefðu af stjórninni
verið heiðraðir þannig, að hinn fyr-
nefndi hefði verið gerður “Air
Commodore,” en sá síðarnefndi
“Group Captain.”
GÓÐIR GESTIR
Hingað komu til borgarinnar um
síðustu helgi Mr. og Mrs. Joseph
McGraw frá Tryon, Nebraska, og
dvöldu hér fram á miðvikudags-
•morguninn sem gestir Ásmundar P.
Jóhannssonar, 910 Palmerston Ave.
Mrs. McGraw er af íslenzku bergi
brotin, ættuð úr Miðfirði, systur-
dóttir bændahöfðingjans Hjartar
Líndal, hreppstjóra á Núpi; heitir
hún Hrefna, og er dóttir Finnboga
Guðmundssonar. Þau Mr. S. W.
Melsted eru bræðrabörn. Hrefna
er fyrsta íslenzka konan vestan hafs,
er lauk prófi í læknisfræði; var það
árið 1907. Er hún fluggáfuð kona
og hefir getið sér ágætan orðstír i
fræðigrein isinni sem öðru. Maður
hennar er lögfræðingur, prúður í
viðkynningu. Mrs. McGraw er enn
ótrúlega fim í islenáku, þrátt fyrir
hina löngu einangrun frá þjóðflokki
sínum. Svo mikils yndis kvaðst
hún hafa notið af heimsókninni til
Islendinga, að það myndi fylgja sér
æfina á enda.
I för með þeimi Mr. og Mrs. Mc-
Graw vestan, frá Wynyard, Sask.,
var frú Ingibjörg Lindal; eru þær
Hrefna og hún systkinadætur.
KONUNGSKRÝNINGIN
Símfregnir frá Lundúnum á
þriðjudaginn láta þess getið, að
krýning hans hátignar Edwards
Rretakonungs muni fram fara þann
27. maí 1937.
Vinnur námsverÖlaun
MISS BEATRICE FELDSTED
Þessi unga stúlka, sem er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Eggert
Feldsted, hlaut heiðursverðlaun í peningum fyrir hæfileika og
ástundun við nýafstaðin háskólapróf.
JULIUS ANDERSON STEPHEN
M.D. THORSON, M.D.
JÚLIUS ANDERSON,
M.D.
Þessi ungi og efnilegi maður, sem
nýlokið hefir læknaprófi við háskóla
Manitobafylkis með ágætum vitnis-
burði, er sonur þeirra Mr. og Mrs.
Björn Anderson að Baldur, Man.
SIGRUN ANN A ERICK HERBERT
JOH ANNSSON BERGMAN
SIGRÚN ANNA
JÓHANNSON, B.A.
Miss Jóhannson er er dóttir þeirra
Sigurjóns og Önnu Jóhannson, er
búa í grend við Gimili. Hún er
íædd 8. júní 1915, og lauk stúdents-
prófi við Manitobaháskólann í vor.
STEP1IEN B. TIIORSON,
M.D.
Þessi nýútskrifaði læknir, er að-
'eins 23. ára að aldri, og mun senni-
lega vera yngsti maðurinn í hópi
Vestur-íslendinga, semi lokið hefir
fullnaðarprófi í þessari vísindagrein.
Hann er sonur þeirra Mr. og Mrs.
John Thorson að 880 Sherburn
Street hér í borginni.
Að loknu 12. bekkjar prófi við
Daniel Mclntyre miðskólann, inn-
ritaðist Stephen í læknadeild Mani-
toba háskólans árið 1930. Á skóla-
árinu Í934-35 vann hann hin svo-
nefndu Isbister verðlaun, og skar-
aði yfir höfuð mjög fram úr öðrum
við nám í flastum námsgreinum
Enda er elju hans og ástundun við-
brugðið, auk þess sem hann er gædd-
ur frábærum námshæfileikum.
Stephen Thorson hefir einkum vak-
ið á sér athygli fyrir þekkingu sína
i sjúkdómafræði. Fram til næsta
vors starfar hann á hinum Almenna
spítala Winnipegborgar.
VISINDAFÉLAG ISLANDS
HEIÐRAR DR. RICIIARD
BECK
Samkvæmt fréttagrein i blaðinu
Grand Forks Herald, hefir Vísinda.
félag íslendinga í Reykjavík kjörið
Dr. Richard B.eck, prófessor í Norð-
urlandamálum við háskóla North
Dakota rikis, að bréfafélaga i virð-
ingarskyni fyrir mikið og þarft bók-
mentastarf. í félagi þessu eru helztu
visindamenn íslenzkir, og nokkrir
nafnkendir visindamenn erlendir.
Af íslendingum í Vesturheimi eru
bréfafélagar í Vísindafélagi Islend-
inga, auk Dr. Becks, þeir Vilhjálm-
ur Stefánsson landkönnuður og pró-
fessorarnir Halldór Hermannsson
og Thorbergur Thorvaldson.
NEFND FISKIMANNA
Allf jölmenn nefnd fiskimanna frá
Manitobavatni, vitjaði á fund nátt-
úrufríðindaráðgjafans, Hon. J. S.
McDiarmid á miðvikudagsmorgun-
inn, í sambandi við ýms nýmæli við-
víkjandi veiðinni á þeim svæðum.
Lagði nefndin fyrir ráðgjafann upp.
ástungur í fernu lagi.
1. Leyfi til þess að mega byrja
fiskiveiðar á Manitobavatni 10.
nóvember.
2. Um 3J4 þml. möskva fyrir
Sauger og Tulibees.
3. Að starfrækja til fyllri nota
klakstöðvar við vatnið og koma á
fót einni nýrri við Ebb and Flow
vestan við Narrows.
4. Að n)dfæra sér þau veiðivötn í
fylkinu, sem nú eru lítið sem ekkert
notuð til veiða, með það fyrir aug-
um áð flytja þaðan hrogn til klak-
stöðva, og að notaðar verði flug-
vélar til slíks flutnings.—
Sendinefndinni var tekið hið
bezta og hét Mr. McDiarmid því, að
taka mólið til nákvæmrar yfirvegun-
ar frá öllum hliðum. í sambandi
við kröfuna um möskvastærðina
verður að sjálfsögðu að fara fram
afar nákvæm rannsókn á því hverj-
ar afleiðingar yrðu viðvíkjandi
fiskimagni, ef leyfið yrði veitt.
EIRIKUR HERBERT
BERGMAN, B.A.
Þessi gáfaði og efnilegi námsmað-
ur lauk í vor stúdentsprófi, fimm
ára (Honours Course) við háskóla
Manitoba. Foreldrar hans eru þau
merkishjónin Mr. og Mrs. Hjálmar
A. Bergman.
Eftirminnilegur mann-
fagnaður
Komist var til forna svo að orði,
að allar götur lægi til Róm. En
livað sem um það er, þá er hitt víst,
að síðastliðið sunnudagskveld sýnd-
ust allar götur liggja til Hnausa-
þorps, norður við hið faðmvíða
Winnipegvatn. Þann dag, eða á
sjálfan Drotningardaginn, áttu þau
sæmdarhjónin Gísli Sigmundsson
verzlunarstjóri og frú Ólöf Sig-
mundsson, f jórðungsaldar hjóna-
bands afmæli: hafði sá atburður
seitt að sér fjölda af vinurp þeirra
hjóna víðsvegar að, þannig, að hin
reisulega og rúmgóða samkomuhöll
þeirra Hnausabúa var þéttskipuð
fagnandi gestum frá stafni til dyra.
Mr. S. V. Sigurðsson útgerðar-
maður í Riverton hafði veizlustjórn
á hendi og fórst honum það í alla
staði hið bezta. ViÖ háborð sátu
þau Sigmundsson hjón ásamt börn-
um sínum og öðru sifjaliði. Séra
Sigurður Ólafsson flutti bæn og lét
syngja þrjú vers úr sálminum “Hve
gott og fagurt og indælt er.” Að því
búnu hófust ræðuhöld. Tók fyrstur
til máls hinn framtakssami oddviti
Bifrastar, Mr. B. J. Lifman, er
mælti fyrir minni silfurbrúðgum-
ans. Dr. Sveinn E. Björnsson mint-
ist silfurbrúðarinnar, en Mr. Sveinn
kaupmaður Thorvaldsson kom næst-
ur á vettvang, flutti allítarlega tölu
i garð silfurbrúðhjónanna og af-
henti þeim fyrir hönd viðstaddra og
fjarverandi vina, margar forkunnar
fagrar og verðmætar gjafir. Á tmdlli
ræðanna lét veizlustjóri syngja ís-
lenzka söngva, er fyltu salinn glað-
værum hljómþunga. Mr. Nikulás
Ottenson flutti silfurbrúðhjónunum
drápu, skrautritaða af mikilli list.
Þá tóku til máls frá Valgerður Sig-
urðsson, Tryggvi Ingjaldsson, Gutt.
ormur J. Guttormsson skáld, Arin-
ARNLJÓTUR B. OLSON,
sá, er gefið hefir háskóla Manitoba
fylkis hið mikla, islenzka bókasafn
sitt, 2,500 bindi.
björn S. Bardal, séra Sigurður Ól-
afsson og ritstjóri þessa blaðs.
Langborð öll svignuðu undan
margbreyttumi veizlukosti, er konur
bygðarinnar höfðu af sinni alkunnu
risnu tilreitt. Um miðnætti lagði
ritstjóri þessa blaðs af stað heim-
leiðis ásamt ferðafélögum sinum,
þeim Mr. og Mrs. Arinbjörn S.
Bardal; var skemtiskrá þá enn eigi
lokið, og var það mieðal annars eftir-
sjárvert, að eiga þess ekki kost að
hlýða á silfurbrúðgumann, sem hef-
ir orð á sér fyrir fyndni í ræðu.—
Lögberg gripur þetta tækifæri til
þess að óska þeim Sigmundsons
hjónum margfaldra heilla í fram-
tíðinni. --------------
ÚR BORG OG BYGfí
Hr. Skúli Sigfússon þingmaður
St. George kjördæmis í fylkisþing-
inu, hefir tjáð Lögbergi það, að von
muni vera allmikilla vegabóta um
héröðin milli vatnanna í náinni
framtið. Kvað hann Mr. Thorson
hafa sýnt af sér hina mestu*rögg-
semi í sambandi við málið.
Mr. Árni Eggertson, Mrs. Elding,
Miss Asta Eggertson og Mr. Gísli
Jónsson fóru vestur til Elfros, Sask.
á laugardaginn var, til þess að taka
þátt í sjötíu ára afmælisfagnaði J.
Magnúsar Bjarnasonar skálds.
Ferðafólk þetta kom heim á aðfara.
nótt miðvikudagsins.
Athygli skal vakin á því, að frú
Elma Gfslason aðstoðar við nem-
endahljómleik R. H. Ragnars í
Chalmers United Church í kveld, í
stað Vera McBain, einnig leikur
ungfrú Irene Diel á fiðlu.
Mr. Axel Vopnfjörð, skólastjóri
frá Belmont, Man., kom til borgar-
innar á laugardaginn var ásamt frú
sinni. Brugðu þau sér norður til
Selkirk í heimsókn til frænda og
vina. --------
Þeir Gunnlaugur Eiríksson, Cari
Björnsson og Jóhannes Hannesson
frá Wynyard, komiu til borgarinnar
síðastliðinn föstudag.
--------------------------------------------+
Harmsýn
(Helen Welsliimer)
Þeir ganga í hópum liér um þessa storð,
er handtak fá ei neitt við iðju dags.
Þeir gömlu, stúrnir, eiga ei lengur orð,
er intu mesta fórn til þjóðarliags.
En æskan vondauf veit ei handaskil.
1 vafstri þess að hafast ekki að,
hún leitar út um hæðir, hóla, gil,
og hvergi finnur tryggan næturstað.
Þú sagðir, Drottinn, oss það áður fyr,
að öllum þjónum bæri sanngjörn laun.
Nú liíma börn þín hungruð fram við dvr
með hræðslusvip og blása þar í kaun.
Þau leita brauðs en úrlausn enga sjá,
þó áður rigndi Manna himni frá.
Einar P. Jónsson.