Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.06.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚNI 1936 5 Frá Islandi Snjóar niður í bygðir á Norðurlandi NorÖan éljaveÖur gerði vít5a norÖanlands í fyrrinótt og snjóaÖi niður í sjó. Nokkrar skemdir hafa orðið af veðrinu á hinni nýju haf- skipabryggju á Húsavík og skip slitnaði upp frá bryggjunni í Siglu- firði. Þá hafa og borist fréttir um hafís fyrir Norð-Vesturlandi frá skipum, sem þar hafa verið. Frá Húsavík símar fréttaritari í gærmorgun: —Norðan hríðarveður var hér i nótt. Snjór er yfir alt. Sjógangur hefir skémt og eyðilagt sumt af því, sem unnið hefir verið við bryggju- gerðina síðustu daga. Siglufirði 6. júni. Hér var stórrigning og norðan- stormur í gær og í nótt. Talsverður sjógangur var í firðinum. Togarinn Hávarður ísfirðingur slitnaði upp frá Ríkisbryggjunum. Varð að flytja skipið inn að Hafn- arbryggju og skipa þar upp því sem eftir var af farminum. Hefir snjóað nokkuð í f jöll í nótt. í morgun birti upp, en talsvert brim er þó ennþá. Á ísafirði snjóaði niður í miðjar hliðar og var þar mikill kuldi í gær. Á Hesteyri var enn þá hríð um miðjan dag í gær. Á Akureyri var afar kalt í gær og þar snjóaði niður i sjó. Hávarður ísfirðingur kom til Siglufjarðar í gær af karfaveiðum. Skipið neyddist til að hætta veið. um á Halanum vegna iss. Síðast var Hávarður að karfa- veiðum út af Dýrafirði. Þar var einnig talsverður is og ilt veður. Veðurstofan fékk í gær skeyti frá ensku skipi, sem sagði, “að við Horn væri alt fult af ís.” Skipverjar á togaranum Júpiter, sem kom til Hafnarf jarðar í gær að vestan, sáu ís io—15 sjómilur út af Rit. Veðurstofan spáði í gærkvöldi að norðanveðrið myndi lægja í dag.— Mbl. 7. júní. # * * Nýtt iðnaðarfyrirtæki, sem framleiðir alla málningavöru sem við þurfum á að halda Nýtt fyrirtæki, sem sparar okk- ur hátt á þriðja hundrað þúsund krónur í erlendum gjaldeyri á ári, tók til starfa hér í febrúarmánuði. Þetta fyrirtæki er málningar- verksmiðjan Harpa í Nýju Iðunni við Hringbraut. Hefir áður verið skýrt lauslega frá þessu fyrirtæki hér í blaðinu. Verksmiðjan framleiðir allar al- gengustu málningarvörur og er framleiðsla hennar nú komin um land alt og hefir allsstaðar hlotið mikið lof. Seint á árinu 1933 ákváðu þeir, Pétur Guðmundsson kaupm. og Trausti Ólafsson, efnafr., að gera tilraun til framleiðslu á málningar- vörum hér á landi. Stofnsettu þeir og starfræktu í þessu sambandi efna- smiðju, sem tilraunafyrirtæki. Hepnuðust tilraunir þessar það vel, að málningarlökk þau og þurkefni, sem framleidd voru stóðu í engu að baki samskonar erlendri vöru. Þrátt fyrir það, að íilraunir þessar báru sig ekki fjárhagslega, var stofnend- um fljótlega ljóst, að með fleirum og •fullkomnari tækjum mætti tak- ast að framleiða allar algengustu málningarvörur hér á landi, sam- kepnisfærar við þær útlendu, bæði hvað verð og gæði snertir. Sumarið 1935 fóru þeir Pétur Guðmundson og Trausti Ólafsson til Þýzkalands, til þess að koma á sam- böndum við hina helztu erlendu framleiðendur hráefna og véla. Seinna á árinu 1935 sendu þeir svo fulltrúa sinn, Steingrím Guðmunds- son, sem starfað hafði áð tilraunum þessum til Þýzkalands, til að kynn- ast starfsháttum og tilhögun i sams- konar verksmiðjum erlendis. Kom hann síðan upp með vélar þær, er settar voru upp í húsi h. f. Nýja Iðunti við Hringbraut. í ársbyrjun 1936 var síðan feng- inn þýzkur sérfræðingur, til þess að koma framleiðslunni með hinum nýju vélum af stað. Starfaði hann hjá fyrirtækinu um tveggja mánaða skeið, stofnendum til aðstoðar í gegnum byrjunar-erfiðleikana. Hefir fyrirtækið á þessu tima- bili framleitt allar algengustu máln. ingarvörur í verksmiðju sinni og fengið fulla xissu fyrir því, að hér sé um mjög þýðingarmikið atriði að ræða; hvað snertir atvinnu- og gjald- eyrismál. Verðmunurinn á hráefnum þeim sem verksmiðjan vinnur úr og hin- um fullunnu'málningarvörum, sem hingað til hafa verið keyptar til landsins er svo mikill, að minsta kosti helmingur hins erlenda gjald- eyris sparast. Liggur sá sparnaður í því, að vinna við tilbúning vörunn. ar og umbúða, s. s. dósa, brúsa, kassa o. s. frv., er framkvæmd hjá verksmiðjunni sjálfri. Ætlun eigendanna er sú, að geta bygt upp fullkomna verksmiðju til The Best Investment —for bnsiness expansion and social prestige tbat can bo made today is an unlimited tele- phone service which can now be had on terms that practically everv business person or housebolder might easily afford. Manitoba’s Greatest Public Utility Our province maintains no public service so indispensable to its bjisiness and social life of which it has greater reason to feel proud— And It Is Wholly / A Manitoba Product Manitoba Telepbone Syátem Sólskinið titrar hægt um hamra’ og I í náttmyrkri. Annað skip varð hans framleiðslu málningar. og lakkvara, en til þess þarf nægan tima. Nokkuð af vélunum hafa verið smíðaðar hér, en allar kostuðu þær um 20 þús. kr. Verklegur ráðunautur verksmiðj- anna er Ágúst Lárusson málara- meistari. 1 verksmiðjunni vinna 15 manns, 4 stúlkur og 11 karlmenn og er starfsfólkinu greidd laun samkvæmt taxta Iðju. Er hér um mikið fyrirtæki að ræða, sem eykur vinnuna í landinu og getur sparað okkur hátt á þriðja hundrað þúsund krónur í erlendum gjaldeyri. Alþýðublaðið 22. mai. # # # “ Handan storms og strauma ’ ’ Um næstu mánaðamót kemur á bókamarkaðinn ný ljóðabók: “Handan storms og strauma,” eftir Jakob Jóh. Smára. Bókin er 7 arkir að stærð og hefir að geyma 68 kvæði. Fyrir 16 árum, eða árið 1920, gaf Jakob Jóh. Smári út ljóðabókina “Kaldavermsl” og vöktu ljóð hans mikla athygli meðal bókmentamanna sakir þess hve fáguð þau voru og báru ótvíræðan vott um ríka skáld- gáfu höfundarins. Siðan Kaldavermsl komu út hafa birzt kvæði og ritgerðir eftir þennan höfund í blöðum og tímaritum og ber hvorttveggja vott um fágaðan og þroskaðan bókmentasmekk hans. Alþýðublaðið hitti Jakob Jóh. Smára að máli í gærkveldi: —Hvað segið þér um yngri skáld- in okkar ? —Af yngri ljóðskáldum okkar, sem eg hefi mest dálæti á, vil eg einkum nefna Jón Magnússon og Tómas Guðmundsson. Af yngri skáldsagnahöfundum tel eg lang- fremstan Halldór Kiljan Laxness; aðrir koma þar vart til greina. Af erlendum skáldum og rithöf- undum, sem eg hefi dálæti á, vil eg nefna þá Kipling, Joseph Conrad, Wordsworth og Goethe. í ljóðabók minni, sem verið er að prenta er t. d. þýðing á kvæði eftir Kipling; auk þess þýðingar á kvæð- um eftir Rydberg, Lenau, 'Verlaine og Jónas Guðlaugsson, en eins pg kunnugt er orti hann kvæði á danska tungu. —Vel áminst! Segið mér eitt- hvað um yðar eigin ritstörf. —Eg á í handriti leikrit, sem heit- ir "örlög” og er efnið sótt í Land- námu. Einnig á eg í handriti óperu- texta um Sigurð Fáfnisbana. Emil Thoroddsen ætlaði að semja lög við textann, en þá veiktist hann. Núna er eg að semja söngleik úr íslenzkum þjóðsögum. Annars leiðist mér að tala um sjálfan mig; en hérna eru tvö kvæði sem þér megið birta, ef yður lízt. Annað heitir ‘T. maí 1925” og er svona: Nú er þjótandi vor, og þá molnar svo margt, sem er myglað og feyskið með við- inum klofnum. Hinu unga vex þor; þá er ógnandi bjart yfir öxinni’, er sveiflast að kúgunar- stofnum. Og vordagaleysing ei látum oss hræða, en Ijóminn frá sólu skal rjúfa og bræða allan ranglætis-ís fyrir réttlætis-dís, láta runnana blómgast og eymdanna kalsárin græða. Nú er þjóðanna vor, og í þrældómsins stað koma þreklyndi’ og samtök, er braut- ina ryðja. Yfir aldanna spor gróa blómjurt og blað, og nú beitum vér kröftum.hver annan að styðja. Þótt ennþá á vetrarins illviðrum gangi, > er æskan og vorið með sólskin i fangi. Þá er sigurinn vís, þegar surharið rís, þegar sólstöðumorguninn rennur með blóm yfir vangi. Og hitt heitir “Þingvellir” og er á þessa leið: gjár, en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himininn breiðir faðm jafn-fagur- blár sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu. Og hingað mændu eitt sinn allra þrár, dtti og xon á þessum steinum glóðu; og þetta berg var eins og ólgusjár,— þar allir landsins straumar saman flóðu. Minning um grimc^ og göfgi, þrek og sár, geymist hér, þar sem heilög véin stóðu,— höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár, sem tími’ og dauði’ í sama köstinn hlóðu. Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúund ár sem þyt i laufi’ á sumarkvöldi hljóðu. , . \ Þessi kvæði verða bæði í bókinnr: “Handan storms og strauma.” — Alþýðubl. 24. maí. # # # Enska stjórnin mótmœlir friðun Faxaflóa I neðri málstofu enska þingsins kom í gær fram fyrirspurn um það, hvort ensku stjórninni væri kunnugt um fyrirætlanir, sem uppi væru á íslandi í þá átt, að færa út íslenzku landhelgina, og ef svo væri, hvað stjórnin hefði í hyggju að gera gagnvart því. Burgin, aðstoðarmaður í enska verzlunarmálaráðuneytinu, varð fyrir svörum af hálfu stjórnarinnar. “Það er rétt,” sagði hann, “að athygli stjórnarinnar hefir verið vakin á lagafrumvarpi, sem hefir verið lagt fyrir hið íslenzka alþingi, þess efnis, að gera allan Faxaflóa að landhelgissvæði.” Burgin upplýsti ennfremur, að “brezka sendiherranum í Kaup- mannahöfn hefir þegar verið boðið að gera íslenzku stjórninni það ljóst, að enska stjórnin geti ekki viður- kent rétt íslands til þess að útiloka enska togara frá veiðum á miðum, sem liggja fyrir utan þau landhelgis- | takmörk, sem ákveðin voru í samn- ingi milli Englands og Danmerkur þann 24. júní 1901, og að íslenzka stjórnin hafi enga heimild til þess, að gera alían Faxaflóa að landhelg- issvæði.”—Alþýðubl. 28. maí. SJÓMAÐURINN ÓDREPANDI Ekki druknar sá, sem hengja á, segir gamalt máltæki, og sannast það greinilega á gömlum sjómanni brezkum, sem er nýdáinn í Liver- pool. Hann var um æfina háseti á ' fjöldamörgum skipum, sem flestöll fórust á ýmsan hátt, En James komst alt af af, þótt stundum færust allir hinir. Af skipum þeim sem fórust, má m. a. nefna: Titanic, Lusitania, Em- press of Ireland og Florizan. Árið 1916 var hann háseti á skipi, sem flutti hermenn til vígstöðvanna. Er hásetarnir komust að því, að slysa- hrappurinn James Black var innan- borðs, fleygðu þeir honum útbyrðis vart og krækti í hann. Og nú er hann nýdáinn í rúmi sinu eins og hver annar óbrotinn landkrabbi.—Nýjar Kvöldvökur. LITIR FÆÐUNNAR Nýlega hefir því verið haldið fratn, að heppilegu jafnvægi í mat- aræði megi ná með einföldu vali eft- ir hinum náttúrulegu litum fæðunn- ar. Litirnir segja til um efnainni- hald hennar. RJOPA FLÝGUR A NÁÐIR MANNA Þriðjudaginn 19. nóvember fóru 16 ferðamenn úr Norðurlandi gang- andi úr Hrútafirði suður í sæluhús- ið á Holtavörðuheðii. Var hjarn á heiðinni, en ekki bílfært norðan til sakir hláku. Þegar flokkurinn var kominn upp á háheiði, flaug fálki að manni einum framarlega í hópn- um, svo nálægt, að hann fór um 1 m. frá honum og um 1 m. frá jörð. Þegar að var gætt, hafði rjúpa flog- ið undan fálkanum inn í hópinn, og var hún svo gæf, að hún var tekin og borin suður í sæluhús. Þaðan var hún flutt í bílnum ofan í Norð- urárdal, svo að örugt væri, að hún yrði ekki fálkanum að bráð. Þar var henni slept, og flaug hún til f jalla. En — hver urðu örlög hennar 1 sveitum: niðri ? Þar fljúga einnig valir í vígahug til veiða, og vægja ekki fremur þar, hálfsystur sinni, en á heiðum uppi. Ef til vill hefir hún flogið aftur á náðir manna, en er þá víst, að hún hafi mætt sömu viðtök- um og í hópi ferðamannanna á Holtavörðuheiðinni. . . . Eða . hefir hún orðið fyrir hagladrífu mannsins, sem leikur sér að því — í atvinnuskyni, að hann segir, — að senda fuglum banvæn skeyti, hvenær sem hann kemst í færi. Mörg er hættan í mannabygðum og margt að varast, ekki síður en uppi á heiðum. —Dýraverndarinn. ATTA VIKUR / FÖNN Úr Borgarnesi barst útvarpinu sú frétt, að lamb, sem hafði verið 55 daga í fönn, hefði fundist 7. febrúar í Barnaborgarhrauni i Kolbeinsstaða hreppi. Hafði það fent í ofviðrinu mikla, 14. desember, og því verið frá þeim degi í fönn og næringar- laust með öllu. Lambið var orðið mjög aðþrengt og máttfarið, en gat þó svolítið hreyft sig, eða skjögrað, þegar það var tekið úr fönninni; þó hjarnaði það við og hrestist brátt við góða hjúkrun.—Mun þess varla dæmi, að kind hafi lifað öllu lengur í fönn en lamb þetta.—Dýravernd- arinn. Dómarinn: Og þér ætlið að telja mér trú um, að maðurinn yðar, sem er örkumla aumingi, hafi getað bar- ið yður. Konan: Hann var hvorki örkumla né aumingi, þegar okkur lenti saman. Bina (Hörfir á appelsínur í búð- arglugga) : Þetta eru þó stórar appelsínur. Veiga: Það má nú segja. Það þarf svei mér ekki margar i tylftina! JÓN BJARNASON ACADEMY Gjafir í Styrktarsjóð, er notaður skal, samkvæmt því sem áður hefir verið auglýst, til þess að greiða skattskuldina og með því losa skóla. eignina við öll veðbönd. Áður auglýst ............$154.25 Þ. A. Þ., Winnipeg, 95C; Mrs. S. J. Eiríkson, Lundar, Man., $5.00; Mrs. Valgerður J. Erlendson, Reykjavik, Man., $5.00; Mr. og Mrs. H. Bjarnason, Milton, N.D., $5.00 ;Mrs. J. Breckman, $5.00; Mrs. Skúlina Severson, Grafton, N. D., $5.00; Jóhannes Jónsson, Vogar, Man., $3.00; Mr. og Mrs. Th. G. ísdal, Wbite Rock, B.C., $5.00; Mrs. J. Sigurdson, Bowsman, Man., $2.00; B. Marteinsson, Hnausa, Man., $4.00. Safnað af John Gislason, Bredenhury, Sask. John Gislason, Bredenbury, $1.00; Björn Thorbergson, Bredenbury, $5.00; Magnus Bjarnason, Church- bridge, $1.00; Einar Einarsson, Churchbridge, $1.00; Guðbjörg Sauðfjörð, Churchbridge, $1.00; Geo. Debmann, Churchbridge, 25C; Mrs. G. Gunnarson, Churchbridge, 50C; Sigurður Bjarnason, Church- bridge, 25C; Mundi Arnason, Churchbridge, 35C; Vinkona Jóns Gislasonar, Bredenbury, 25C; Vinur Jóns Gíslasonar, Bredenbury, 25C; G. C. Helgason, Churchbridge, $1.00; Mrs. E. Hinrikson, Church- bridge, 25C; Einar Sigurðsson, Churchbridge, 50C; Th. Peterson, Churchbridge, 25C; Mrs. R. E. Campbell, Churchbridge, 25C; W. Magnússon, Churchbridge, 25C; B. E. Hinrikson, Churchbridge, 50C | Ágúst Magnússon, Churchbridge, 125C; Ólafur Gunnarson, Church- i bridge, 25C; Stefán B. Johnson, I Churchbridge, $1.00; John B. John- I son, Churchbridge, 50C; Mr. G. i Sveinbjömson, Churchbridge, 50C; Mrs. G. Sveinbjörnson, Church. bridge, 25C; Steini Sveinbjörnsson, Churöhbridge, 25C; Mr. M. Svein- björnsson, Churchbridge, 50C; Mrs. G. C. Helgason, Churchbridge, 50C; Johnson Bros., Churchbridge, $1.00; Mrs. Pálína Johnson, Churchbridge, 5oc; Mr. og Mrs. Magnús Hinrik- son, Churchbridge, $2.50; Vinur J. Gíslasonar, Churchbridge, 50C; Mrs. Thórunn B.. Thorleifson, Church- bridge, $10.00; Kristján Kristjáns- son, Bredenbury, 50C. Samtals................$227.05 f umboði forstöðunefndar skólans vottar undirritaður hér með vin- samlegt þakklæti fyrir allar ofan- greindar gjafir. Winnipeg 23. júní, 1936. A. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Winnipeg. Inga kemur þjótandi og rýkur upp um hálsinn á unnustanum og kyss- ir hann. —Oj, Karl, en hvað þú ert skeggjaður! —Elsku góða, eg var alveg ný- rakaður, þegar við áttum að hittast hérna. lll!l!!!llllll!ll!lll!lll!HinillllilHlllllll!llll!l!ll!lllllll!l!ll!llllll!l!!i||||l!ll|lini- I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 '^MIIIIIIIIlllllllllllllllllli:l|l!!l!l!!llllllllll!lllllllll!lllllU!!llllll!llliWIWl!iil!lllll!lll!lllllll!!l!!llllillllli:'>i>lilUll!lillll>IWIl|ll!!lll!illll!íllllll!ill|l|lll|!llll||ll!!!l!l|!ll||ll||||||!||l!|!l|||||!l!l|||||||||||!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.