Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 3
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚLl, 1936 3 Ingibjörg Böðvarsdóttir Jakobsson landnámskona í GeysisbygÖ, ekkja Helga bónda Jakobssonar landnámsmanns þar, andaðist að heimili Helga bónda sonar síns síns í téðri bygð, þann i. júlí, eftir að hafa þjáðst um alh langan tíma. Jngibjörg var ’íedd 28 jan. 1860 í Örnólfsda! i Þverár- hlið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Voru foreldrar hennar Böðvar Jónsson, bónda í Brennu í Lundareykjadal, síðar bóndi í Örnólfsdal og Ingibjörg Pétursdóttir bónda í Norðtungu, Jóns. sonar, bónda á Söndum Sveinsonar bónda á Skarði í Neshreppi á Snæfellsnesi; en móðir Ingibjargar Pétursdóttur var Ingi- björg Einarsdóttir bónda í Kalmannstungu Þórólf ssonar. Móð- ir hennar var Kristín Jónsdóttir bónda i Kalmannstungu, Magnússonar bónda í Þingnesi, Nikulássonar. En móðir Krist- ínar var Ingibjörg Bjarnadóttir bónda í Kalmannstungu Þór- ■oddssonar. Bróðir Bjarna í Kalimannstungu var Einar bóndi í Fljótstungu, faðir séra Halldórs á Vogsósum föður búnaðar- frömuðarins mikla, séra Björns í Sauðlauksdal. Er ættin hin vel kunna Kalmannstunguætt. Ingibjörg ólst upp á æskustöðvum sínum. Árið 1888 giftist hún Helga Jakobssyni ættuðum úr sama héraði. Þau bjuggu á Hamraendum i Stafholtstungum, en fluttu árið 1900 vestur um haf. Fyrsta árið dvöldu þau í Norður-Dakota, en fluttu næsta ár til Nýja íslands, og námu land í Norðvestanverðri Geysis- bygð og nefndu Austurvelli. Þar bjuggu þau ávalt síðan. Helgi bóndi Jakobsson dó í marz-mánuði 1914. Þaðan af bjó Ingi- björg með Helga syni sínum; var hún ávalt með honum, og á heimili hans andaðist hún sem að ofan er frá sagt. Börn þeirra hjóna voru sem hér segir: Böðvar, bóndi í brend við Árborg, kvæntur Guðlaugu Eyjólfsdóttur; Jakobína, kona Kristmundar Sigurðssonar Frið- finnssonar, bónda í Geysisbygð; Guðbjörg, el-ckja Sigursteins Einarsonar frá Öxará, til heimilis í Árborg; Ingibjörg, gift Lárusi Pálssyni frá Kjarna, dáin í júní, 1931; Guðrún, gift Þorgrími Pálssyni frá Kjarna, búa þau í grend við Árborg; Helgi, bóndi á landnámi föður sins, ókvæntur. Mjög vel eru öll þessi systkini gefin að gáfum. Stór og mannvænlegur liópur afkomenda syrgir þessa móður og ætt- móður, ásamt börnum hennar, tengdabörnum, vinum og ná- grönnum. Við lát Ingibjargar erum við á það mint 'hve fámenn hún tekur nú að gerast fylking landnemanna, er fullorðnir komu og ruddu hér braut í vesturhluta Nýja Islands um aldamótin. Ein í hópi slíkra landnema voru hjónin Helgi og Ingibjörg á Aust- urvöllum.— Þröng voru kjör landnámsfólksins, tvísýnt útsýni þá, engu síður en endranær, en þróttlund, samfara trú og von, fórnfús hugur og hönd er lögðu fram ítrustu krafta, aðstoð barnanna, er þau komust á legg, samverkuðu til sigurs. Ingibjörg heitin var umhyggjusöm og fórnfús móðir, er lét sér öllu öðru annara um heill og hag barna sinna. Kröftum sínum og hæfileikum fórnaði hún fúslega í þarfir heimilis og ástvina. Hún var föst í lund, trygglynd og skilningsgóð. Hún bar óþrotlega ást til ættlands síns og æskustöðva, mun heim- þráin hafa þrengt mjÖg fast að henni mörg fyrri dvalarárin í hinu nýja heimkynni. Störf hennar voru unnin í kyrþey. Glöð og ánægð gekk hún að verki. Hún trúði á Guð og handleiðslu hans, jafnt á björtum sem dimmum dögum. Hún átti mikla trú- arþörf er öðlaðist svölun í trúarsamfélagi hennar við Guð. Sú trú, er hún hafði í æsku öðlast var henni skýstólpi á breytilegum brautum lífsins og lýsti henni að hinztu æfistundu fram. Ingi- björg hafði verið meðlimur og styrkjandi Geysissafnaðar og taldi þar safnaðarheimili sitt. Ingibjörg naut umönnunar barna sinna og ástmenna allra, er þráðu að létta henni hverja byrði og tóku höndum saman um velliðan hennar. Útför hennar fór fram á fögrum og sólríkum degi, 3. júlí, að viðstöddum öllum nánustu ástvinum nágrönnum og vinum. Fór fram kveðjuathöfn á heimilinu, en jarðsett var í hinum forna grafreit bygðarinnar hjá Haga. Sá er línur þessar ritar mælti kveðjuorð og jós moldu. Lána eg svo að endingu kveðju- orð eftir Halldór Helgason skáld: “Blessað veri þitt lífdaga ljós, er lýsti með snild og prýði. Þökk fyrir hverja hlýlega rós, er haldast mun við lýði í vorþrá og vetrarstríði, kraftinn í kynningunni, og kærleik í minningunni.” S. Ó. ræturnar á neinu, þó að ein tilfinn- ing eða hvöt sé rakin til annarar eða sýnt fram á skyldleika þeirra á milli, Vandamálið er aðeins fært um set. Það er jafn merkilegt eftir sem áður og fullnægjandi skýringu skortir. Nei, hvernig sem vér veltum þessu fyrir oss, þá mun það koma í ljós, að það er aðeins fyrirfram hleypidómar efnisvísindanna, sem hafa valdið því, að þau hafa reynt að stryka hina trúarlegu eða and- legu reynslu út og stimpla hana sem blekking. — Það er takmörkun þeirra, sem veldur því, að þau hafa smám saman farið að líta á alt sem farið hefir utan við þeirra kerfi sem óraunverulegt, þetta sem er þó raun- verulegast alls: Sjálf meffvitundin. líf hennar og gildi. Þessi byggingarsteinn, sem smið. irnir höfnuðu, er nú orðinn að horn. steini og hefir ávalt verið hornsteinn allrar guðfræði. (Framh.) Skáld: Ekki veit eg hvað eg á að gera—á eg að brenna kvæðin min, eða gefa þau út? Vinur: Fyrsta hugdetta er jafn- an sú bezta. Kosningarnar í Winnipeg Við næstu fylkiskosningar, sem fara fram 27. þ. m. (næsta mánu- dag), verða tíu manns kosnir á þing hér í Winnipeg. Um tuttugu eru í kjöri; verður því nálega helmingur frambjóðendanna kosinn. Hér er ekki um þáð að ræða að hver sæki á móti öðrum, eins og úti í bygðunum, þar sem aðeins einn er kosinn. Að mæla með einum hér er því ekki sama sem að mæla á móti öðr- um. Þegar um svona marga er að velja og svona marga á að kjósa, er það tvent sem kemur til greina: Það er maðurinn sjálfur og flokkurinn eða stefnan, sem hann fylgir. Hjá oss íslendingum kemur þar að auki æfinlega þjóðernið til greina, að öðru jöfnu. í Winnipeg sækja tveir landar; báðir ungtir inenn og vel gefnir. Annar þeirra er G. S. Thorwaldson, lögmaður, sem tekið hefir mikinn og góðan þátt í félagsmálum, en ekki gegnt opinberum störfum enn sem komið er. Hinn er Paul Bardal " Gandreið doktors Pálssonar,, ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meðal fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga nuga-tone er emstæð í sinni Eg var rétt að lesa grein með þess- ~ Z.t',r2.'SS -I fyirsögn í Lögbergi, »g get eg það hefir verið i notkun. nuga- ! ekki stilt mig um það að svara þessu TONE fæst yyfjabúðunr. Kaupið að-| rit tli Magnúsar Petersonar, sem eins ekta NUGA-TONE, þvl eftirlíking- | ® ar eru árangurslausar. j ekki hefir séð Island í ein 40 ár, og Við hægðaieysi notið uga-sol — j veit ekkert hvað hann er að tala bezta íyfið, 50c. uni, þó eg hafi búist við þvi að ein- ..... , mitt slíkur náungi mundi verða söngstjóri, sem skipað hefir sæti í , fyrstur til þess að fetta fingur út i bæjarráðinu í nokkur undanfarin ár, það, sem Dr. Pálsson mun hafa sagt, endurkosinn hvað eftir annað; hefir ^ eftir því sem eg get dæmt af blöð- hann skipað þar hinar mestu vanda- unum. Þeir tala mest um Ólaf stöður t. d. er hann formaður at- | konung, sem hafa hvorki séð hann vinnuleysingja nefndarinnar. Hann né heyrt. hefir komið fram Islendingum til sóma í starfi sínu. Að Dr. Pálsson skttli hafa séð tvær hliðar á landinu og þjóðinni, er Thorwaldson fylgir afturhalds- , auðvitað mjög leiðinlegt, En að stefnunni, því miður; hana munu j'hann skuli liafa orðið fyrsti Islend- fáir íslendingar aðhyllast og með * ingur til þess að segja frá slíku er henni er ekki hægt að mæla, hversu ' líklega- blátt áfram óforskammað! góður maður sem í hlut ætti. ^3ar- ! Geng eg ekki að því gruflandi að dal aftur á móti íylgir frjálslyndu hann hefði heldur átt að feta í fót- stefnunni; má telja það sjálfsagt ! spor annara i þvi að fylla áheyr- að Islendingar veiti honum eindreg- j endur sína með þyndarlausu hóli um ið fylgi. Hann þarf engra með- j Hnd og þjóð — það eina sem fólk mæla, hvorki frá mér né nokkrum hér hefir heyrt hingað til, og það öðrum. j eina, sem það þolir að heyra, sem En sökum þess að vér íslending- >etta rit&utl Magnúsar sannar, ar, ásamt öðrum, eigum að velja tiu manns á þing langar mig til þess að En eintómt hól, 'hvort það er um Ameríku eða Island, getur gengið benda á tvo aðra ntenn, sem eg þekki , fram úr hófi, og eg er satt að segja persónulega; þeir hafa báðir farið ^ farinn að halda, að hól um sjálfa í gegnum þær eldraunir, sem sýna okkur og heimaþjóðina geti blátt á- mennina eins og þeir eru. \ fram verið okkur óholt—sé orðið Þessir tveir menn eru þeir Lewis , olcl<ur óholt og að við ættum að fara St. George Stubbs fyrverandi dóm- ,a® &era einllverja tilraun að sjá ari og William Ivens þingmaður. j sÍálfa okkur °S heimaþjóðina eins Eg þarf ekki að vera langorður um °S vi® Islendingar í rauninni erum. þessa menn; eg hefi áður skrifað Fullkomin þekking í því efni er um þá i Lögbergi og íslendingar heillavænlegri og hjálpar samvinnu kannast við þá. | °S samúð betur en það vitleysis hjal, c, ,, r * m, sem átt hefir sér stað um gáfur, Stubbs vann aður fyr með lhos. | 0 tt T , ,, .., dugnað, ahuga og framtakssenu H. Johnson domsmalastjora og var 1 , ö ,. f , r •• , , okkar Islendinga, baðum megm einn af aðalstarfsmonnum hans 1 • , • , , -i- , hafsins. Við erum hvorki betri ne kosmngabarattunm þegar hann var í .......... • , c . , -r. • ,, i verri en aðrar þjoðir, þegar öllu er kjorinn a þing 1 fyrsta skifti. Stubbs ! , , r- , , , *r , . . ! a hotninn hvolft. Við erum, held eg, hefir synt það með framkomu smni, 1 ■ > &>■ að hann fylgir eigin sannfæringu l ósköp líkir öðru fólki, og dygðir hvað sem á vegi verður. Hann hefir ! ok]£ar llar uokkuru veSiuu c- 1 , • , ,,»• ,-,,•, • hafnt dreyfðir og hia oðrum þjoð- æfinlega haldið uppi hlifískildi fyrir i1 J b 1 ri lítilmagnanum og verið eindreginn um talsmaður alþýðunnar. Eg hefi áður skýrt frá því hvern- ig hann notaði dómarastöðuna til liðs og líknar þéim, sem á þurftu að , . halda - nutu íslendingar réttlætis !SOU heÞr hmgað t.l yer'ö skoðaður hans og aðstoðar ekki síður en aðrir. Að vísu heyrði eg ekki þennan fyrirlestlur doktors Pálssoinar; eg veit ekki hvað hann kann að hafa sagt. En eg veit að doktor Páls- Nú gefst þeim tækifæri til þess að sýna hversu mikils þeir meta þá menn, sem fyrir þá berjast þegar þeim liggur á. William Ivens hefir setið lengi á þingi og mun vera einn hinna fáu, sem enginn veit til að nokkru sinni hafi talað tveimur tungum. Hann er — að dómi andstæðinga sinna jafnt sem hliðstæðinga — svo ein- lægur maður og áreiðanlegur að allir bera til hans fullkomið traust. Ein ástæðan fyrir því að eg tel mér skylt að mæla með Ivens er sú að hann er eini altrúi vínbannsmað- urinn, sem nú sækir um þingmensku. Er vonandi að bindindismenn muni honum það 27. þ. m. íslendingar hér í Winnpieg eiga að leggja fram sinn skerf til þess að kjósa tíu manns á þing næstkomandi mánudag. Þótt margir aðrir mætir menn séu i kjöri, þá ættu þeir að gera sitt ítrasta til þess að tryggja kosningu þessara þriggja manna, sem eg hefi minst á. Eg sagði i byrjun að tillit yrði að taka til tvenns við þessar kosn- ingar: mannanna, sem í kjöri eru og stefnanna, sem þeir fylgja. Um alla þessa menn er Óhætt að fullyrða að þeir eru bæði gæddir hinum beztu mannkostum og hæfi- leikum; og jafnvel þótt þeir fylgi allir mismunandi stefnum, þá eiga þeir það sameiginlegt að þeir eru framsóknarmenn og andstæðir aft- urhaldsstefnunni. Ef allir Islendingar marka nöfn þessara þriggja manna með tölun- um 1, 2, 3 í hvaða röð sem þeim sýnist, þá hafa þeir varið vel at- kvæði sínu. Sig. Júl. Jóhannesson. ♦ Borgið LÓGBERG! sem allgóður íslendingur af öllum, sem hafa þekt hann. En svo heyrði eg hér á árunum menn halda glymj- andi fyrirlestra um menn og mál- efni á gamla landinu, en svo “undir fjögur augu” höfðu þeir alt annað að segja. Það sem Dr. Pálsson verður líklega aldrei fyrirgefið af þeim, sem ekkert eða lítið vita til hlutanna heima, er að hann skuli hafa sagt eins og honum mun hafa fundist — blátt áfram og hiklaust, eins og að hann skuldaði ekkert heima, eða þeim sent á hann heyrðu, svo slept sé því að hann sé að fiska fyrir “kross”! Dr. Pálsson á að hafa sagt að fólkið heima vildi heldur hafa “good time” en að vinna. Get eg frætt þig á því, Magnús Peterson, að margir heima álíta það sama, og vildu held- ur að fólkið sýndi meiri áhuga fyr- ir vinnunni en gleðskapnum. Mér fanst eg verða var við allmikið íra- blóð í fólkinu — nefnilega, að þeir væru margir fremur þungir til vinnu. Og svo eg bæti gráu ofan á svart, þá held eg að búskapur ís- lendinga væri blómlegri ef að meiri rækt og meiri vinna hefði verið lögð við hann. En mér kemur búskapur Islendinga ekkert við, fremur en stjórnmálin, sem virðast vera í eins rniklu öngþveiti og stjórnmál okkar, og ber eg þó mikla virðingu fyrir hinum ungu mönnum, sem landinu s.tjórna. Þeir eiga við mikla erfið leika að stríða, og það er svo merki- legt, að margir heima voru á þeirri skoðun, að landið sé ekki sem bezt fallið til jarðræktar; að það sé all- langt úr öllum siglingaleiðum; að allur aðdráttur til landsins sé kostn. aðarsamur, og jafnvel að landið blessað gamla landið sé ekki sem allra bezt sett á hnettinum. Að við hér látum slika skoðun í Ijósi opin berlega, gengur auðvitað ósvífni næst. En að það skuli vera menn heima, sem haldi það sama, er kann. ske öðru máli að gegna? Og hér innliða eg flóana, sandhólana og Business and Professional Cards PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. ‘ Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 4 03 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Talsími 26 68 8 Stundar augna, eyrna, neí og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 2.30 tll 5.30 e. h. Heimill: 638 McMILLAN AVE. Taisimi 42 691 Dr. S. J. Johannesson VlCtalstfmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Simi 30877 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834~Office timar 4.30-6 Heimill: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba ---------------------------j Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonea 21 218—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 G. W. MAGNUSSON NuddUxknir 41 FURBT STREET Phone 36 187 StmiS og semJiB um aamtalatfma H. A. BERGMAN, K.C. Islenxkur lögfrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrveðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS DR. A. V. JOHNSON íslenmkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegmt póathúslnu 8iml 96 210 Heimilis 33 328 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUIUDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPBG CorntoaU lýotel DR. T. GREENBERG Sérstakt verC á viku fyrir nimu- og fiskimenn. KomiO eíns og þér eruC klæddlr. J. F. MAHONEY, framk væmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Offiee 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Helmills talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgO af öllu tægl. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFH BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aC sér aC ávaxta sparlfé fölks. Selur eldsábyrgO og bif_ reiOa ábyrgOir. Skrlflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifsts, 96 7 67—Heimas. 33 828 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pægilegur og rólegur bústoður i miffbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; meB baöklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíOir 40c—60c Free Parking for Guests mýrarnar, sem Dr. Pálsson var svo óheppinn að koma auga á. Við hér vildum náttúrlega gefa mikið til þess að flóar, mýrar og sandhólar yrðu ekki fyrir augum okkar, en það ber minna á slíku hér, því iandið er svo stórt. Það merkilega er, að fólkið heima sér þessa galla á landinu, og jafnvel sér það ýmsa galla á sjálfu sér. En þeir Vestur-íslendingar, sem hafa aldrei farið heim, sjá ekkert nema það bezta, eins og það hefir verið auglýst í Heimskr. Og fólk 'heima bókstaf lega hlær að okkur — og það að verðskulduðu! Það skilur ekki þá ættjarðarást, sem við þjáumst af hér í Ameríku; það skilur ekki “Ameríkanann” sem sprengir af sér allar gjarðir yfir öll- um ósköpunum, sem hann virðist sjá, þegar hann kemur heim! Og það eru til menn heima, sem hlæja að ættjarðarhjalinu í Góðtemplara- “holinu” á Sargent Avenue! Ójá, eg var nefnilega á íslandi siðastliðið haust! Eg sá þar margt gott og merkilegt: útvarpsstöðvarn- ar, símastöðina fullkomnu, skipin. Fanst mér þetta þrent vera alveg nóg fyrir jafn fámenna þjóð að borga. Og eg rak lika min “glöggu gestsaugu” í margt einkennilegt, tnargt lélegt, eins og sjá má alstað- ar í heiminum, og mér hætti við að gera samanburð, sem er orðin stór- synd í augum einstakra Vestur-ls- lendinga og sem bæði Dr. Pálsson og séra Albert (svo slept sé mér) eiga líklega eftir að “líða” fyrir það sem eftir er æfinnar, ef að seinna verður þá ekki vitnað í þá — já, okkur þrjá, sem ófyrirleitin skít- menni, landráðamenn og óvini ís- lands—í hinni nýju sögu Jslands eða sögu Vestur-íslendinga! Líklega þó fremur i sögu hinna síðarnefndu, ef að fingraför Mganúsar og hans lika verða á skruddunni. C>g svo á Dr. Pálsson að hafa kvartað undan ókurteisi gagnvart konu sinni! Þvi þagði maðurinn ekki yfir slíku? En Magnús Peter- son, hafi sumt af því sem eg varð fyrir á ferðalagi mínu með “Drotn- ingunni” frá Reykjavík til Akureyr- ar, verið kurteysi, þá er eg ekkert annað en vinstri afturfótur á græn- lenzku sauðnauti! Settu þetta í pipuna þína, Magnús, og reyktu það! Viltu meira af slíku tagi ? Eg hefi það hérna í pokahorninu, ef til þess kemur. Skal eg þó með glöðu geði geta þess, að íslenzku sjómenn. irnir — beztu mennirnir, sem eg Framh. á 7. bls.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.