Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 23. JÚLl, 1936 5 Frá Islandi Minningarhátíð háskólans Kl. ii—12 í gær fór fram minn- ingarathöfn í neðri deildarsal Ah þingis í tilefni af 25 ára afmæli Há- skóla Islands. Var þar allmargt lærðra rnanna, ræÖismenn erlendra rikja o. fl. Núverandi rektor háskólans, Guð. mundur prófessor Hannesson, flutti ræðu um sögu háskólans og aðstööu nú. Var sálmur sunginn bæÖi fyrir og eftir ræÖu hans. SiÖan voru útnefndir eftirtaldir heiÖursdoktorar: í heimspekisdeild: Prófessor Andreas Heusler, Basel; Jón Ó- feigsson yfirkennari; Þorkell Þor- kelsson, VeÖurstofustjóri; og Ejnar Munksgaard, bókaútgefandi í Kaup- mannahöfn. í lagadeild: Einar Arnórsson, forseti hæstaréttar. í guÖfræÖideild: Jón biskup Helgason. AÖ þessu loknu flutti Ásgeir Ás- geirsson, alþingism., ræÖu og afhenti Háskóla íslands 5000 kr. aÖ gjöf frá Magnúsi Hinrikssyni, Saskatche- wan, Kanada. Þá flutti sendiherra Dana hér kveÖju frá háskólanum i Kaup. mannahöfn, og rektor háskólans þakkaÖi og las upp heillaóska skeyti til Háskóla íslands frá háskólanum í Stokkhólmi og Gautaborg. Að endingu var þjóðsöngurinn sunginn.—N. dagbl. 18. júní. TUNGLIÐ FELLUR TIL JARÐAR Sir James Jeans segir í bók sinni um alheiminn: —Tungið veldur nær eingöngu flóði og f jöru i öllum höfum á jörð- unni. Það hefir eiiinig áhrif á hinn fasta kjarna jarðarinnar með þeim árangri að snúningshraði jarðar minkar, og sólarhringarnir eru smám saman að lengjast.------ Nú sem stendur hækkar yfirborð úthafanna ekki nema um 90 cm. um flóð, enda þótt mismunur flóðs og fjöru geti sumsstaðar orðið 21 met- er, eins og t. d. í Bay of Fundy, vegna þrengsla þeirra, er landið veldur. En flóðbylgjan, sem tungl- ið veldur, nægir til þess að hefta snúningshraða jarðar. Sir James Jeans segir ennfremur : —Þessu mun halda áfram þangað til jörðin og tunglið snúast með sama hraða. Og þegar svo er komið, mun jörðin alt af snúa eins við tunglinu, þannig að ibúar á öðru hveli jarðar sjá tunglið aldrei, en íbúarnir á hinu hvelfinu munu hafa tunglsljós á hverri nóttu. Og þá er mánuðurinn orðinn jafnlangur 47 sólarhringum nú. Jeffreys hefir rejiknað það út, að þannig muni komið eftir 50,000 miljónir ára, svo að þeir, sem nú lifa, þurfa ekki að kvíða því. En sameinað aðdráttar- afl sólar og tungls hefir þá hamlað snúningshraða jarðar svo, að jafn- framt færist tunglið nær jörðu. Að lokum er svo komið, að vegarlengdin milli jarðar og tungls er ekki nema 20,000 km. í stað þess, að nú er hún um 384,000 km. Flóð og f jara er þá aðeins á öðru hveli jarðar, nema þau litlu sjávarföll, sem stafa af aðdrátt- arafli sólar. Tunglið verður þá alt af á sama stað og er orðið ískyggi- lega stórt að sjá og geigvænlegt. Enda er þá skamt að bíða stærri tíð- inda. Þegar tunglið er komið svo nærri jörðu mun aðdráttarafl hennar sprengja það í óteljandi smámola, og munu þeir mynda sérstakt tungl- kerfi umhverfis jörðina. Fjöldi af þessum brotum mun falla til jarðar sem glóandi loftsteinar, vegna þess að fallhraði þeirra í gegnum gufu- hvolfið gerir þá hvítglóandi. Þeir munu hver og einn valda álíka mikL um spjöllum eins og loftsteinninn mikli, sem fellur til jarðar hjá Tunguska í Síberiu 30. júní 1908. Það verður þó að gera ráð fyrir, að mestur hluti tunglsins verði að dusti, sem síðan mvndar lýsandi hring um- hverfis jörðina. Ennfremur segir Jeans: Tunglið verður að örsmáum ögnum, sem snúast umhverfis jörðina á sama hátt eins og agnirnar i hringum Satúrnusar snúast umhverfis þann hnött.---------- Það verður mikilfengleg sjón að horfa á þennan stórkostlegá ljós- baug umhverfis jörðina, baug, sem myndaður er af óteljandi smátungl- um, með örsmaum brotum á milli, svo að hann verður eins og óslitið geislaband, nema þar sem jörðin kastar skugga sínum á það, alveg eins og Satúrnus kastar skugga á sína hringa. Þessi skuggi kemur upp í suðaustri og hverfur í suð- vestri. Á daginn mun þetta “mánabelti” skyggja á sólina dögum og jafnvel vikum saman, eftir þvi hvað það er þétt. Á veturna missir það birtu sína að mestu leyti, verður eins og óglögt gult band á himninum, því að þá skín sólin á beltið hinum megin jarðar. En við þetta er þó það að athuga, að jörðin getur þá verið köld og alt líf farið forgörð- um, vegna þess að sólin hafi slokn- að áður. — Lesb. Mbl. C. E. FILLMORE Er hvorki prófessional maður né prófessional stjórnmálamaður Fillmore er maður með heilbrigðri skynsemi, ráðvandur verkamaður og bóndi, með fœtur á jörðu og höfuð á réttum stað. Hann er víð- kunnur um kjördœmið sem árvakur átarfs- maður í þágu þess og auðugur af samúð með almúganum. KOSNING FILLMORE ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ KILDONAN OG ST. ANDREWS KJÖRDÆMIÐ A ÁBYGGILEGAN MANN, ER SETIÐ GETUR Á RÁÐSTEFNUM VIÐ STJÓRNA RFLOKKINN OG KOMIÐ MÁLEFNUM FRAM. ÞETTA KJÖRDÆMl HEFIR VERIÐ OF LENGI ÁN ÁIIRIFAMIKILLAR ÍHLUTUN AR 1 FYLKISÞINGINU. Fillmore er eini frambjóðandinn, sem orðið getur þessu kjördæmi að verulegu gagni GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ FILLMORE Og tryggið Kildonan og St. Andrews öfluga málsvörn á þingi. Fillmore Election Committee íslenzkur Vísindamaður Lýkur Meistaraprófi í Osló i Sálarfræði. Ungur íslenzkur vísindamaður, Ármann Halldórsson frá ísafirði, hefir lokið meistaraprófi við há- skólann i Osló með sálarfræði sem aðalfag, en heimspeki og líf- eðlisfræði sem aukafög, segir i FÚ.-fréttum. Aðalritgerð Ármanns Halldórs- sonar fjallaði um vitsmunamæl- ingar með Binet-Simon aðferð- inni (en Binet var franskur sál- fræðingur og fyrstur manna til að koma upp nothæfum gáfna- prófum. Simon var læknir, sam- landi hans og samverkamaður). Mælingar þær, sem Ármann gerir að aðalefni ritgerðarinnar, gerði hann flestar á fsafirði. f ritgerð hans er lagður sá dómur, að hún sé mjög merkileg. Þrir kaflar hennar hirtast nú þegar í “Norsk Pedagogisk Tidsskrift.” Ármann Halldórsson h e f i r stundað háskólanám i Osló i rúm fjögur ár. Veturinn, sem hann gerði mælingarnar á ísafirði, sem um getur í skeytinu, stundaði hann kenslu þar. — Ármann mun koma hingað heim i sumar. — Alþhl. 30. júni. Nýja sænska stjórnin Stokkhólmi 19. júlí. Ríkisdagur Svía hefir nýlega sam- >ykt aukin fjárframlög til land- 'arna, og í stað jafnaðarmanna. itjórnarinnar, sem frá fór vegna igreinings um þessi mál, hefir leið- ogi Bændaflokksins, Pehrson, Rik- sdagsmaður, myndað stjórn. Hann r forsætis- og landbúnaðarráðherra. Jtanríkismálaráðherra er K. G. Vestman prófessor, mentamálaráð- ærra Tor Andrea biskup, og verzl- tnarráðherra Elof Erikson, for- tjóri Atvidabergs fabrikker. Islendingar í Gimli kjördæmi ! Skipist í eina órjúfandi fylkingu til þess aÖ tryggja B. J. LIFMAN frambjóðanda Liberal-Progressive flokksins kosningu á fylkisþing þann 27. þ. m. Mr. Lifman verður þar réttur maður á réttum átað Authorized by B. M. Paulson, Official Agent for the Candidate. Úr Hafnarfirði. f nótt fór úr Hafnarfirði á úldveiðar norður botnvörpungur- inn Rán, og í dag botnvörpung- irnir Garðar og Surprise, áleiðis ‘il Djúpvikur. Pétursev er far- in áður. — Botnvörpungurinn Venus fer í kveld á ísfiskveiðar. —Vísir 28. júni. ur hjónanna Bjargar og Björns ann- aðist jafnan um móður sína með snild og ljúfleika. Naut hann þar til aðstoðar bústýru sinnar Friðrikku Johnson. Var bjart og rólegt um- hverfis hina öldruðu konu á æfi- kvöldi hennar. Björg heitin var kona góðum kost- um búin: umhyggjusöm móðir, er laðaði að sér börn og varð hjartfólg- ! in sonarbörnum sínum og ungu fólki, er alist hefir upp á heimili sonar hennar. Afskifti hennar af öðrum voru jafnan til góðs á yfir- lætislausan og affarasælan hátt. Lifsglöð í æsku, róleg og örugg á fullorðins og elli árum, styrkt af helgri föðurhendi Guðs tók hún lífs- baráttu og reynslu með jafnaðargeði þess, er veit á hvern hann trúir. Með Björgu er góð og sönn kona gengin grafarveg. Útför hennar fór fram þann 17. júlí, að viðstöddu mörgu fólki úr Framnesbygð, og fornum nágrönnum og vinum lengra áð. Fór kveðjuathöfnin fram á heimili sonar hennar, var hún lögð til hvíldar i ættargrafreft á fögrum stað í grend við heimilið hennar. Blöð Austfjarða eru vinsamlega beðin að birta þessa dánarfregn. Sennilega verður þessarar land- námskonu minst itarlegar síðar. 5. 6. Kurteisi Austurlandabúa kemur oft fram á einkennilegan hátt. Það var t. d. árið 1808 að sendimaður frá keisaranum í Persínu kom á fund franska sendiherrans í Tehran til þess að biðja hann afsökunar á því, að nú t*æri 41. rigningardagur- inn í röð í Tehran. Endurkjósið í Winnipegborg núverandi dómsmálaráðgjafa Dánarfregn Björg Vilhelmína Pétursdóttir ekkja Björns Abrahamssonar land- námsmanns í Framnesbygð andaðist að heimili Jakobs Björnssonar sonar sins i ofannefndri bygð, þann 14. júli, eftir að hafa verið rúmföst og oft þjáð síðan i öndverðum janúar síðastl. Björg var fædd 11. nóv. 1849, móðir hennar var Þorbjörg Þor- steinsdóttir, en móður móðir hennar var Freygerður Eyjólfsdóttir tré- smíðameistara ísfeld, hins dulræna, sem miklar ságnir eru um og allir íslendingar kannast vel við, sem sérstakan hæfilegleikamann, er var fágætum og merkilegum gáfum gæddur. Pétur föður sinn misti Björg í fyrstu bernsku. Var hún þá tekin til fósturs af Svendsen faktor á Eskifirði. Er hún hafði verið þar í fóstri tvö ár, dó liann. Var*hún þá eitt ár i fóstri hjá séra Hallgrími prófasti Jónssyni á Hólmum í Reyð- arfirði. Þaðan fór hún 8 ára til séra Jak- obs Benediktssonar er þá hélt Hjaltastað og hjá honum ólst hún upp unz hún 22 að aldri giftist Birni Abrahamssyni, ættuðum úr Borgar. firði eystra. Þau bjuggu á ýmsum stöðum á Austurlandi. Til Vestur- heims fluttu þau ásamt Jakob syni sínum árið 1903, fluttu þau strax til Nýja Islands, námu land í Fram, nesbygð og bjuggu þar æ síðan. Björn mann sinn misti hún árið 1922, hafði hún ásamt Jakob syni sínum stundað hann og hjúkrað honum í sjúkdómsbaráttu hans, er varði um 13 ár.— Jakob bóndi í Framnesbygð son- HON. W. J. MAJOR Einn hinn árvakrasta og samvizkusamasta embættis- mann, sem fylkið á til í eigu sinni. Bæði sem dómsmálaráðherra og ráðgjafi símamála nýtur Mr. Major óskifts trausts. Merkið kjörseðilinn þannig- Published and paid for by the Supporters of Hon, W. J. Major, Headquarters, 601 Somerset Bldg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.