Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚLl, 1936
í
“Gandreið doktors
Pálssonar ”
Frá 3. bls.
mætti heima, fyrir utan fólk mitt,
vini og vandamenn—sýndu mér svo
mikla kurteisi, vinsemd og alúÖ, eins
og væri eg jafningi þeirra, sem eg
veit þó að er alls ekki. Á íslenzku
skipunum leið mér vel. En jafn-
vel yfirmenn “Drotningarinnar” sem
sýndu mér mikla kurteisi, gátu ekki
yfirkomiÖ þau leiðindi, sem eg varÖ
fyrir á því fer'Öalagi, þrátt fyrir
herramannskurteisi Kristjáns Krist-
jánssonar bílaeiganda á Akureyri,
Baldvins Ryel, Jóns Gunnarssonar
og nokkurra annara. Eg get, því
miður, ekki gefið Islendnigum með-
mæli fyrir að vera skemtilegir sam-
ferðamenn!
Og eg hefi ferðast allmikið hér í
Ameriku, og eg ferðaðist með Ame-
rikumönnum yfir sjóinn. Eg veit
því hvað eg er að segja í þessu efni.
Kurteisi og vinsemd og alúð var þó
algeng í minn garð heima á gamla
landinu, og er eg þeim mönnum og
konum þakklátur. Eg hefi skrifað
þessu góða fólki þakklæti mitt, og
eg hefi líka talað fullum hálsi til
hinna, sem höfðu ekki rájS á því að
sýna “Ameríkananum” alenga kur-
teisi!
Og svo óskapast þessi Magnús
yfir þvi að Dr. Pálsson hafi verið
“þrunginn á brún og brá, og fullur
heilagrar vandlætingar” yfir því að
hann hafi ekki fengið tvær meðala-
ávísanir fyltar. Blessaður, góði
Magnús, farðu heim til Islands og
reyndu að byrja þar verzlun! Ef
FYRIR
Hon. J. S. McDiarmid
Ráðgjafa náma og
náttúrufrífiinda
AFREK
í starfrækslu náma og náttúru-
fríðinda undir forustu Hon. J. S.
McDiarmid.
1. Árlegum rekstrarhalla snúið
upp i $270,000 tekjuafgang.
2. Hækkað verð fiskiafurða og
aukin kaupgeta.
3. Stofnun 3 miljón dala grávöru-
markafis í Winnipeg, þar sem
seldar eru frægustu grávöru-
tegundir í heimi.
4. 1,000 fjölskyldum komið fyrir
á fylkislöndum.
5. Vernd skóga og útgræðsla
þeirra undir vísindalegu eftir-
liti.
6. Námaiðnaði komið á fastan
grundvöll.
1930 1936
870,248 $10,609,841
479,359 5,119,054
275,000 3,275,000
750,000 1,750,000
2,000,000 5,500,000
10 miljónir af nýjum pening-
um, 5 miljónum varið til vöru-
kaupa, og miklum lhuta af 3
miljóna kaupgjaldi eytt í WIN-
NIPEG.
7. 10,000 Manitobaborgarar hafa
fengið heimili í námuhéruðun-
um I Norður Manitoba.
8. Atvinna við námur hefir auk-
ist með hverju kreppuári.
9. Árið 1932 stóðu Pine Falls
pappirsverksmiðjurnar athafna
lausar — nú I dag vinna þær
með fullum krafti og framleiða
prentpappír sem nemur $10,000 á
dag.
Merkið aeðilinn þannig:
Metallic l’roduction $
Gold Produetion.....
Wages Paid..........
Freight Carried.....
Supplies Purchased..
McOIARMIO, J. S. 1
FOR INFORMATION PHONE
22 775
Published by authority of
E. R. Siddall, 225 Curry Bldg.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRT AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
þeir spyrja þig úr hvaða verzlunar-
skóla þú hafir útskrifasí, hvaða
skírteini þú hafir á veggnum, þá
byrjar þú enga verzlun á íslandi!
Og það sem þú kant að hafa lært
hér i 'henni Ameríku, kemst aldrei
í hálfkvisti við það, sem keppinautur
þinn kann að hafa lært kÞýzkaUmdi,
þar sem þeir ennþá senda hina ungu
efnilegu menn til þess að læra
stjórnmálafræði! Ó, Magnús, það
er árangurslaust að biðja fyrir sér
á þessum seinustu og verstu tím-
um!
En Ameríka er nú ennþá Ameríka
Guði sé lof !
G. T. Athelstan.
Kristjón Baldur
Finnsson
P. 15. jan. 1913
D. 7. júlí, 1936
j AUKNA ATVINNU j
I og aukna kaupgetu íWinnipeg (
SKULUÐ pÉR KJÓSA
“Marglessaður heimkominn velkom-
inn vert!
Þó viðtakan setji okkur hljóða—
Við tökum þig grátfegnir eins og
þú ert,
1 armana, hjartað vort góða!
Þú kemur að flytja aldrei frá oss,
í framtíð að vera nú hjá oss—
í boði var öll okkar eiga,
En ónýt varð hún nema í sveiga,
Svo kransinn frá okkur sé ljósarVen
lín
Og lifandi grænn eins og minningin
þín.”—
“Já, velkominn heim!
Þótt oss virðist nú hljótt
Á vonglaðra unglinga fundum,
Og autt kringum ellina stundum,
Vor söknuður ann þér að sofa nú
rótt,
í samvöfðum átthagans mundum,
Hjá straumklið og lifandi lundum,
Við barnsminnin ljúfu um brekku
og völl,
Með bæinn þinn kæra og sporin þín
öll.”
(Stephan G. Stephansson)
Það sorglega slys vildi til að
kveldi þess 7. júlí, að þessi ungi
maður druknaði, er hann, ásamt öðr_
um félögum sínum, var að baða sig í
Winnipegvatni við bryggjuna í
Hnausa, Man.
Þessi efnilegi ungi maður var son-
ur hjónanna Sigurðar og Hildar
Finnssonar í Víðirbygð í þessu hér-
aði norðanverðu.
Var hann fimti í aldursröð mann-
vænlegra sona þeirra, fæddur 15.
jan. 1913, ólst upp með foreldrum
sínum, og hafði aldrei að heiman
farið, en ávalt unnið heima á hinu
stóra heimili og búi foreldra sinna.
Er Sigurður bóndi faðir hans, at-
hafnamaður mikill og hafði oft að
heiman starfað i fiskiveri og við
ýms önnur störf, ásamt sonum sín-
um, en Kristján heitinn jafnan
heiima starfað að heill heimilisins.
Hinn látni var lipur og laginn verk.
maður og ótrauður til starfs og at-
hafna. Einkar glaðlyndur og fjör-
ugur var hann og hugljúfi annara
manna.
heillandi áhrif jafnt á eldri sem
yngri. — Mikill harmur er kveðinn
að foreldrum hans systkinum og ætt-
mennum við sviplegt fráfall hans,
svo óvænt sem það var. Sjaldan
hefir sá er línur þessar ritar séð aÞ
mennari hrygð, jafnt hjá yngri sem
eldri, en þá er lýsti sér svo átakan-
lega við útför hans.
Jarðarförin fór fram frá heimili
foreldra hans þann 9. júlí, að við-
stöddu óvenju fjölmenni viðsvegar
að úr héraðinu, og einnig utan vé-
banda Nýja Islands. Þögul og djúp
sorg yfir fráfalli Kristjóns streymdi
frá hjarta til hjarta. Samúð og
sorg yfir fráfalli hans og þungum
harmi ástvinanna, er harma ljúfan
son og ástfólginn bróður, frænda og
vin.
Ástvinir hans kveðja hann með
þakklæti og trega og minnast orða
Klettafjallaskáldsins er kvað um
hjartfólgion, ungan, látinn vin og
frænda:
“Haf þökk fyrir staðfestu, alúð og
ást
Til ættingja og félaga þinna,
Hvort vorum í leik eða að vinna.
Þigg sæmd hans, er aldrei um æfina
brást
Sig öllum að drenglund að kynna
Né vonunum vinanna sinna,
Sem var okkur bróðir og blessunar-
gjöf
Frá barnsvöggu stokknum að tví-
tugs manns gröf.”
S. Ó.
ÞAKKARORÐ
Hjartans þakklæti vottum við öll-
um vinum og vandamönnum fyrir þá
innilegu hluttekning, sem okkur var
sýnd við sviplegt fráfall okkar elsk-
aða sonar og bróður, Kristjóns Bald-
urs Finnssonar. Einnig þökkum við
alla fögru blómakranzana og alla
þátttöku í sorg okkar.
Foreldrar og systkini hins látna.
Víðir, Man.
Frá St. George
Háttvirti ritstjóri Lögbergs:—
Hinn vinsæli þingmaður vor hér í
þessu kjördæmi hr. Skúli Sigfús-
son, var enn á ný útnefndur undir
merkjum Liberal-Progressive flokks
ins eða Bracken-stjórnarinnar, Jil að
sækja fram í sínu sama kjördæmi,
St. George. Dr. Hjálmarsson á
Lundar, hinn mesti ágætismaður,
sótti einnig um útnefningu, en dró
sig i hlé.
Enginn afturhaldsmaður sækir i
þetta sinn hér í St. George, eins og
vanalega hefir þó átt sér stað að
undanförnu. En undir “Social
Credit” merkjum sækir nú fram hér
i St. George, ungfrú Salóme Hall-
dórsson, kennari frá Winnipeg.
Fáir menn vita hvað þessi nýji
flokkur táknar eða hvað orðin
“Sociai Credit” eiginlega þýða.
Stefna þeirra manna virðist að vera
mjög svo þokukend og hulin óvissu.
En marga langar auðsjáanlega til
þess að sigla á þessutn nýju orðum
inn á löggjafarþing og það þó þeir
viti það fyrfrfram hverja erindis'
leysu þeir fari.
Af þessum 20 “Social Credit”
persónum, sem tókst að láta útnefna
sig að þessu sinni hér í Manitoba-
fylki, er ekki líklegt að fleiri nái
sæti en einn eða tveir, og kannske
enginn.
“Sjáið hvernig fór í Alberta,” segja
sumir. En mætti eg benda mönnum
á það, að enn sem komið er, hefir
Alberta-stjórnin eða “Social Credit”
ekki framkvæmt neitt af sýnum dýr-
mætu loforðum, og ekki Hklegt að
þau komi nokkurn tima að verulegu
haldi fyrir fólkið. Engin vissa er
fengin fyrir því að þessi nýja hug-
sjón, “Social Credit” geti nokkurn-
tima komist i framkvæmd á þann
Léttlyndi hans og æskufjör hafðihátt að almenningur njóti góðs af.
Blekkingar eru auðvitað alstaðar
skaðlegar, ekki sizt í stjórnmálum.
íslendingar, menn og konur! Látið
ekki blekkjast! Vitið að hér er um
það sama að tefla og skáldið M. J.
eitt sinn sagði: “Reykur, vindur,
bóla, ský.”
Hr. Skúli Sigfússon hefir í nálega
20 ár reynst þessu kjördæmi hinn
nýtasti og bezti maður, enda nú bú-
inn að öðlast fulla þekkingu á stjórn-
Hann er áreiðanlega sá yfirlætis-
lausasti og óeigingjarnasti maður er
nokkurntíma hefir setið á löggjaf-
arþingi þessa lands. Islendingar.
Kjósið Skúla Sigfússon. Fylgið
honum allir, menn og konur!
(Aðsent)
UNGUR ÍSLENDINGUR
SEM FÓR TIL AMERÍKU
TILAÐ LÆRA LEIKLIST
Hingað til bæjarins er nýkominn
vestur frá Bandaríkjunum Yngvi
Thorkelsson, leikari og leiklistar-
leiðbeinandi.
Yngvi er ættaður úr Vestmanna-
eyjum og fluttist þaðan árið 1924
vestur um haf.
Með frábærum dugnaði og þraut-
seigju hefir honum tekist að ná þvi
marki, sem hann setti sér, er hann
fluttist héðan af landi burt.
Strax í æsku fékk Yngvi brenn-
andi áhuga fyrir Ieiklist og lék hann
nokkur hlutverk i sjónleikjum heima
í Vestmannaeyjum.
En hann fann, að hér á íslandi
gat hann ekki þroskað listina eins
og hugur hans stóð til, og þessvegna
réðst hann í Ameríkuförina.
Yngvi hefir nú um hríð dvalið i
Vestmannaeyj um og er nýkominn til
bæjarins. Eg hitti hann að máli ný-
lega og bað hann að segja' mér frá
því helzta, sem á dagana hefði drif-
ið vestra.
*
2 ár, sem urðu að 12.
Upphaflega ætlaði eg aðeins að
vera 2, eða í mesta lagi 3 ár i Ame-
ríku, segir Yngvi. En sú varð þó
raunin á, að árin urðu 12, og nú fer
eg vestur aftur í ágústmánuði.
—Alfarinn ?
—Eg veit ekki. Mér virðist, eins
og er, að ekkert sé hér fyrir mig að
gera, — að minsta kosti ekki í bráð.
Verði einhver breyting á, yrði eg
eðlilega fegnastur að geta unnið hér
heima.
A leiklistarháskólanum.
—Ilvernig er leiklistarnámi hag-
að í Ameríku? spyr eg Yngva.
—Það eru vitanlega margskonar
aðferðir við kenslu þar, sem annars-
staðar. Eg var t. d. svo heppinn að
komast á listaháskóla í Seattle. Á
skóla þessum dvaldi eg í þrjú ár.
Eg varð að vinna fyrir mér á
milli þess, sem eg var í skólanum.
Háskóli þessi er alþjóðlegur, ef svo
mætti að orðj komast, þ. e. a. s.
kennarar skólans eru úr öllum lönd-
um heims, oft sendikennarar og
frægir leiklistarfrömuðir í sinu föð-
urlandi.
Þannig kom Mr. B. Iden Payne
og kendi okkur í 6 mánuði, eingöngu
Shakespeare-Iist, en hann er sér-
fræðingur i öllu, sem lýtur að leik-
ritum Shakespeares og gerir ekkert
annað en ferðast um og leiðbeina við,
Shakespeare-leikrit. Á meðan Mr.
B. Iden Payne dvaldi við skólann,
gerðu nemendur ekkert annað en
æfa og nema “Shakespeare.”
Erfitt nám.
Og Yngvi heldur áfram að segja
frá listaháskólanum í Seattle.
—Námið var erfitL og mikils
krafist af okkur nemendunum.
Margir gáfust líka upp, sem von var.
Þannig mun um helmingur nýrra
nemenda hafa hætt námi þegar á
fyrsta ári. Helzt voru það stúlk-
urnar, sem tíndust aftur úr og hættu.
Fyrsta viðurkenningin.
—Á skólanum lékum við oft op-
inberlega, heldur Yngvi áfram, og
þá átti eg því láni að fagna, að list-
•dómendur blaðanna tóku eftir mér.
Yngvi sýnir mér síðan blaðaúr-
klippur, og öllum ber þeim saman
um, að Yngvi Thorkelsson sé hið
mesta leikaraefni.
Leiðbeinendastarf.
I blaðaúrklippunum, sem Yngvi
hefir rétt mér, sé eg viða minst-á
I liann sem frábæran leiðbeinanda og
I leiktjalda- og búningateiknara.
—Hafið þér fengist mikið við
þessháttar? spyr eg Yngva.
—Já, ekki siður en .leiklistina
sjálfa, er svarið. Eg hefi “komið
upp” “Nýársnóttinni” (Indriða Ein_
arssonar) í þýðingu frú Takobínu
Johnson, en bestum árangri finst
mér sjálfum eg hafa náð við leið-
beiningu á leikritinu “Víkingarnir á
Hálogalandi,” eftir Ibsen. Þar sá
eg um leiktjöld öll og búninga.
Brynju stolið.
—Eg smíðaði sjálfur brynju eina,
sem sett var saman úr 2,000 hlutum,
og vann að henni i rúmt ár. Brynju
þessari var síðan stolið úr sýningar.
glugga.
Hvernig Ameríkumenn æfa leikrit.
—Þér «tarfið nú i New \ork?
—Já, eg er ráðinn við leikhús, sem
verið er að byggja og mun verða
tilbúið eftir eitt ár. En þó leikhús-
ið sé ekki nema hálfgert, er leik-
flokkurinn, sem á að starfa við það,
löngu byrjaður æfingar. Er nú ver-
ið að æfa 15 leikrit, sem verða að
vera fullæfð, þegar leikhúsið tekur
til starfa eftir 1—2 ár. Þannig æfa
Ameríkumenn leikrit sín. Komið
hefir það t. d. fyrir, að leikflokkur
hefir æft eitt leikrit í 1—2 ár, og
leikið síðan leikritið í eitt kvöld, alt
eftir dutlungum leikhúsgesta fyrsta
kvöldið. Önnur leikrit eru leikin
stöðugt í 3—4 ár samfleytt á hverju
kvöldi.
Hverning áhuginn vaknaði
Að lokum spyr eg Yngva Thor-
kelsson, hvernig hann hafi fyrst
fengið áhuga fyrir leiklistinni.
—Það var heima í Eyjum og
hérna í Reykjavik. Eg man mæta
vel eftir leikritunum og leikurunum
hér heima. T. d. gleymi eg aldrei
frú Stefaníu Guðmundsdóttur og
leik hennar. Eg hefi víða séð góðan
leík, en aldrei neitt svipað og hjá
henni. Frú Stefanía hafði ábyggi-
lega mest áhrif á það, að eg tók
þessa lífsstefnu.
Einnig man eg mætavel eftir leik
þeirra Guðjóns Jósefssonar (bróður
Jóhanns Jósefssonar alþingismanns)
og Ólafs Ottesen er þeir léku heima
í Eyjum.—Vivax.
—Mbl. 1. júlí.
Skrifari: Heyrið þér forstjóri,
ættum við ekki að fleygja öllum
bréfum, sem eru eldri en þriggja ára.
Forstjóri: Jú, sjálfsagt, en bless-
aðir sjáið þér um að tekin sé afrit
af þeim öllúm.
Opið bréf
Til Kjósenda í Winnipeg
SEM meðmælendur að framboði Hon. W. J. Major, leyf-
um vér oss að skora á almenning að tryggja endur-
kosningu hans svo hann fái haldið framvegis embætti
sínu sem dómsmálaráðgjafi fylkisins; emhætti sem hann
með stakri samvizkusemi hefir haft á hendi síðastliðin
níu ár.
Þetta er ekkert flokksmál. Áskorun
vor er einungis hygð á sannmati þessa
ágætis embættismanns, er nýtur óskifts
trausts karla og kvenna i.öllum stéttum
og flokkum kjördæmisins.
Er tekið er tillit til þeirra fjölþættu
vandræðamála, er legið hafa fyrir, mun
vandfundinn maður er jafnist á við Mr.
Major í hinu ábyrgðarmikla embætti dóms-
málaráðgjafa. Þetta er almenningi ljóst,
og því í rauninni óþarft að fara þar um
fleirum orðum; starf hans sem yfirgæzlu-
manns laga og réltar í Manitoha, verður
einn fegursti þátturinn i sögu fylkisins.
HON. W. J. MAJOK
Hlutdrægni eða flokksforréttindi komast ekki að í
huga þessa ágæta embættismanns. Sanngirni og rcttvísi
hafa ávalt stjórnað ályktunum hans og gerðum. Þegar
hann hefir ráðið við sig hvað rétt sé að gera, hikar hann
ekki við að kveða upp úrskurð og fylgja honum fram.
Published and paid for by the supporters of Hon. W. J. Major
Headquarters: 601 Somerset Building