Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23, JCLt, 1936 Ur borg og bygð MeÖlimir Karlakórs íslendinga í Winnipeg og Icelandic Choral Society, eru hér mintir á þa8, að kantötu-æfing verður haldin í Fyrstu lútersku kirkju á miðviku- dagskvöldið þann 29. þ. m. Meðlim- ir fá á æfingu þessari aðgöngumiða að Gimli Park. AÐ GEFNU TILEFNI Af þvj eg hefi heyrt að margir standi i þeirri meiningu að eg sé á förum heim til íslands, þá vil eg til- kynna hérmeð að ekkert getur orðið af slíku ferðalagi fyrst um sinn, og er eg nú þegar reiðubúinn að taka á móti köllun frá íslenzkum söfnuðum hér vestra. Yðar einlægur, , Guðmundur P. Johnson. 508 Spence Street, Wiinnipeg. Phone 34 247. Þær systur frú Kirstín Ólafsson og Miss María Hermann hjúkrun- arkona við Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg, eru nýverið komnar heim úr skemtiferð vestan af Kyrrahafs- strönd. Mr. Guðmundur Johnson frá Vogar hefir dvalið í borginni nokkra undanfarandi daga. Hjónavígslur Hjörvarður Harvard Arnason, sonur Mr. og Mrs. S. Arnason i Kenora, áður í Winnipeg og Miss Elizabeth Hickcox Yard, dóttir Dr. og Mrs. James V. Yard í Chi- cago verða gefin saman í hjóna- band þann 25. þ. m. Að afstaðinni hjónavígsluathöfninni fara ungu hjónin til Englands og munu dvelja þar nálægt tveimur mánuðum. Ætlar Mr. Arnason að stunda um hríð nám við háskólann í London og nýt- ur til þess námsstyrks, er hann hlaut fyrir frábæra ástundun við nám sitt. Framtíðarheimili þeirra verður í Princeton, N.J., þar sem Mr. Árna- son lýkur í náinni framtíð - Ph.D. prófi við Princeton háskólann. Meseuboð Messur í prestakalli séra H. Sig- miar sunnudaginn 26. júlí: Garðar kl. ix f. h. Mountain kl. 2.30 báðar á íslenzku. Engar aðrar mess. ur i prestakallinu þann. sunnudag. Takið eftir timanum. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur sem fylgir sunnudaginn 26. júlí: Að Oak Point, kl. 11 f. h. Að Lundar kl. 2 e. h. Laugardaginn 18. júlí voru gefin saman í hjónaband að heimili móður brúðgumans, Mrs. H. H. Dion, 508 Spence Street, þau Miss Alice Maude P>urns og Mr. Lorne Everett Dion. Hjónavigsluna framkvæmdi séra Guðmundur P. Johnson. Var þar margt fólk viðstatt og rausnar- leg veizla. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður að 348 Young Street. Stjórnmálafundur í Riverton Á næstkoandi fimtudagskvöld, þann 23. ]>. m., heldur þingmannsefni Liberal-Progressive flokksins B. J. LIFMAN kosningafund í Riverton Community Hall, kl. 8.30 Hjálmar A. Bergman, K.C. aðstoðar þingmannsefnið með ræSu Látið samkomuihúsið verða þéttskipað! Sunnudaginn 26. júlí messar séra Guðmundur P. Johnson í Templara- húsinu kl. 7 e. h. Fólk er beðið að f jölmenna. Messur sunnudaginn 26. júlí: Kl. 2 e. h. í Grandy: kl. 7.30 e. h. í Wynyard.—Menn eru sérstaklega beðnir að gefa gaum að messutím- anum í Wynyard. Ýmsir safnaðar- menn hafa látið það í ljósi, að þegar kvöldmessa er í Wynyard, sé heppi- legast vegna utanbæjarmanna, að imessa kl. hálf átta. Er mér auðvit- að ljúft að fara eftir þessari bend" ingu, en reynslan ein getur úr þvi skorið, hvað heppilegast er. Jakob Jónsson. Messur í Argyle 26. júlí Baldur, 11 a.m. Brú, 2.30 p.m. Glenboro, 7 p.m. Grund. 9 p.m. Mannalát Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu SKULUÐ pÉR AVALT KALLA UPP SARGENT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr. Jónas Guðmundsson (Samalands) andaðist að heimili sínu i bænum Foam Laike, Sask., að morgni hins 10. júlí þ. á., nálega 95árs gam- all. Jarðarförin fór fram frá heim- ili hans þann 11. þ. m. að Foam Lake grafreitnum. Séra C. Rhodes jarðsöng. Jónas Guðmundsson kom til þessa lands árið 1874 frá Steinsstöðum í Skagaf jarðarsýslu á Islandi, bjó hann i Winnipeg frá þeim tíma til 1907 að hann fluttist til Foam Lake bygðar, þar sem hann hefir búið á- valt síðan. Árið 1888 giftist hann Björgu Jónsdóttur frá Ármúla á Skaga í Skagaf jarðarsýslu á íslandi. Lifir hún mann sinn, þeim varð engra barna auðið. Hins látna verð- ur nánar getið síðar. Hinn 12. júlí s.l. andaðist að heim- ili barna sinna Sigurðar og Elizabet- ar í Argyle, öldungurinn Þorsteinn Hallgrímsson, eftir langa legu og háan aldur. Hann var fæddur í Vík ÍSLENDINGADAGURINN að Gimli Park, Mánud. 3. ágúál, 1936 PRÖGIiAM Kl. io f. h.—kl. 2 e. h. iþróttir á iþróttavell- inum. Kl. 1.40 e. h.—Fjallkonan (Mrs. Björg V. ísfeld) leggur blómsveig á Landnema- minnisvarðann. Sungið “Ó, Guð vors lands. Kl. 2—skemtiskrá í Gimli Park: 1. “O Canada” — “Ó, Guð vors lands.” 2. Fjallkonan flytur ávarp. 3. Forseti dagsins, hr. G. S. Thorvaldson — flytur ávarp. 4. Ræður frá heiðursgestum. 5. Minni íslands— Kvæði, hr. Páll Guðmundsson Ræða, hr. Hjálmar Björnson frá Minne- apolis, Minn. 6. Kantata Jóns tónskálds Friðfinnssonar við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar, sungin af blönduðum kór frá Winnipeg undir stjórn hr. Paui Bardal (fyrri hluti), 7. Minni Canada— Kvæði, Guttormur J. Guttormsson Ræða, sr. Philip M. Pétursson. 8. Kantata Jóns tónskálds Friðfinnssonar, (síðari hluti). 9. “God Save the King” “Eldgamla ísafold.” Að kveldinu hefst samsöngur (alþýðusöngvar) undir stjórn Paul Bardals. Hljómsveit og dans í “Gimli Pavilion.” Aðgangur 25C. Samið hefir verið við ‘“Gray Goose Bus” félagið um flutning á þeim, er sækja hátiðina frá Winnipeg. Kostar farið fram og til baka $1.50. í þessu er innifalinn aðgangur að garðinum, sem er 25C. Farmiðar verða til sölu í búð hr. Steindórs Jakobssonar, 680 Sargent Ave. Þessi fertugasta og sjöunda þjóðhátíð Vestur-íslendinga er haldin að tilhlutan Winnipeg, Gimli og SelkirkTstéfidingar ' — í Flateyjardál í Suður-Þingeyjar- sýslu 1944, sonur Hallgríms Hall- grímssonar og Sesselju Þorsteins- dóttur. Hann ólst að mestu upp að Tungu í Fnjóskadal. Kom til Rosseau í Ontario 1873; fluttist til Garðar, N. Dak. 1881, en til Nýja fslands 1900, og síðast til Argyle 1919. Þorsteinn var tvigiftur; var fyrri kona hans Ingunn Jónatans- dóttir frá Miðhópi. Tveir synir þeirra eru á lífi, Þorsteinn bóndi í Argyle og Líndal bóndi i Argyle. Seinni kona Þorsteins, sem lifir mann sinn, er Elízabet Hallgríms- dóttir frá Garðar, N. Dak. Þeirra börn eru Sigurður og Hallgrímur bændur í Argyle og Elizabet (Mrs. Ólafson) einnig búandi í Argyle. Þorsteinn var vinsæll maður og vel látinn, iðjuhöldur mesti og. sönggef. inn, unnandi félagsskap öllum og styðjandi hvar og hvenær sem kraft- ar og ástæður leyfðu. Jarðarför hans fór fram 14. júlí 1936, frá heknilinu og kirkju Frikirkjusafn- aðar í Argyle að viðstöddum nán- ustu skyldmennum og vinum fjær og nær. Séra E. H. Fáfnis jarð- söng. AUGNASKOÐUN og gteraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office IIAFIÐ ÞÉR SVEFNRÚM 1 BlLNUM? Sparið hótelgjöld á ferðum yðar í sumar. Sérfræðingar í árekstrar aðgerðum. AUTO BODY WORKS Burnell & Portage Winnipeg, Man. J. Walter Johannson UmboðsmaÖur N13W TORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, sem að flutningum lýtur, smáum eða stór- um. Hvergi sanngjarnara verð. Heimili: 591 SHERBURN ST. Stmi: 36 909 HAROLD EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg Office Phone 9 3 101 Res. Phone 86 828 Býflugnaræktendur ! Veitið athygli ! HIVES — SUPERS — FRAMES FOUNDATION Sendið vax yðar til okkar, 24c í pening- um, 27c t vöruskiftum. Skrifið eftir 1936 verðskrá. Alt handa hyflugnaræktendum. Andrews & Son Co. PORTAGE AVE. AT VICTOR Winnlpeg JEWELLERS Or, klukkur, gimsteinar og atfrir skrautmunir. Giftingaleyfisbré/ 447 PORTAGE AVE. Slml 26 224 ISLENDINGADAGURINN HNAUSA, MAN. - - 1.ÁGÚST1936 Byrjar klukkan 10 árdegis. Aðgangur 25c fyrir fullorðna og lOc fyrir börn innan 12 ára. Kæðuhöld byrja kl. 2 eftir liádegi MINNI ISLANDS Dr. Thorbergur Tliorvaldson Kvæði: Guttormur J. Gruttormsson MINNI CANADA Dr. Rögnvaldur Pétursson MINNI NÝJA ISLANDS Séra Sigurður Ólafsson Söngflokkur undir stjórn Mr. P. Magnús ÍÞRÓTTIR (aðeins fyrir Islendinga): Hlaup fyrir unga og gamla. Langstökk, Hopp-Stig Stökk, E|gg- hlaup fyrir stúlkur, 3 Fóta-Hlaup, Islenzk Fegurðar- glíma, Baseball samkepni milli Arborg og Riverton. Kaðaltog milli giftra og ógiftra manna. DANS 1 HNAUSA COMMUNITY HALL Verðlaunavals klukkan 9 Þessi héraðshátíð Nýja Islands verður vafalaust ein tilkomumesta útiskemtun Islendinga á þessu sumri. Þar koma saman, þann dag, bændur og búalið úr öllum bygðarlögum þessa elzta landnáms þeirra. Þar mætast vinir og fræncíur á norrænni grundu: “ Iðavöllum” við Breiðuvík, víða að úr bygðarlögum Islendinga vestan bafs. — Allir boðnir og velkomnir! Dr.S. E. RJORNSON, forseti G. O. Einarsson, ritari ÞJOÐHÁTIÐ ÍSLENDINGA Á KYRRAHAFSSTRÖND SEATTLE, WASH. SUNNUDAGINN 2. ÁGÚST 1936 að SILVER LAKE “ Juvenile Sports.” byrja kl. 11 f. h. Skemtiskrá kl. 2 e. h. ‘ ‘ Senior Sports ’ ’ kl. 3.30 e. h. Inngangur 35c. Unglingar innan 12 ára, frítt Hittið vini og kunningja hér 2. ágúst Þeir verða hér — 1000 að tölu The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watchea Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. Minniát BETEL erfðaskrám yðar ! STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll.DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll. NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTANCY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMKNT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.