Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.07.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚLÍ, 1936 Sir Gordon og Laurie Stewart Löngu seinna vaknaði eg-; tunglsljósið skein beint í augun á mér. Eg leit í kringum mig eí'tir “ Water (,)ueen,” en skipið var horf- ■ ið. Hvar var eg? Aleinn úti á hinu stóra hafif Nei, einhver maður hélt hendi sinni undir höfuð mitt, og eg heyrði hann tala. Það var fyrsti stýrimaður, Will Atkinson, sem laut niður að mér. “Nú er það betra, Sir Gordon; eg var farinn að halda að þér munduð aldrei opna augun aftur. ” Hann helti nokkrum brenni- vínsdropum inn á milli vara minna; ‘ ‘ það var lán að eg tók þessa flösku með mér,” sagði hann. “Hvar erum við, Atkinsonf” spurði eg með veikri röddu. “Eg veit það varla,” svaraði liann. “Þér skiljið, að J>egar eg var búinn að reyna alt til að freLsa aðra, reyndi eg að frelsa sjálf- an mig. Eg bjó þennan litla fleka til, tók með mér þessa flösku og dálítið af matartegund- um í poka. Eg bauð skipstjóra að verða mér samferða, en hann vildi það ekki. Eg ætla að vera á skipinu mínu þegar það sekkur, sagði hann, og hann gerði það. Eg sá hann djarfan og óhræddan sökkvam eð skipi sínu; aldrei hefir kjarkmeiri né duglegri sjómað- ur druknað en hann. Þér voruð alt af svo alúðlegur við mig á skipinu, Sir Gordon, og })ví ásetti eg mér að frelsa yður.” Var það frelsun? Það mátti Guð vita. Það var nótt, og við vorum aleinir úti á hinu stóra Indverska hafi. “Það var áform mitt að synda á eftir bátnum,” sagði eg, “en það hefir eflaust liðið vfir mig.” “Það er engin furða þó það kæmi fyrir, þér gleymið hve lengi þér unnuð við dylurnar, án þess að smakka mat, og hvemig þér hjálp- uðuð kvenfólkinu ofan í bátinn. Við förum í sömu átt og báturinn; hann stefnir eflaust í vestur til einhverrar eyjarinnar, og ef þeir reka sig ekki á sker, ná þeir landi. ” “Og hvernig haldið þér að okkur gangi ? ” spurði eg. “Eitt af þrennu. Annaðhvort verður okkur bjargað af skipi, sem fram hjá fer, eða við lendum á einhverri eyjunni, eða þá að við druknum ef við lendum í stórviðri.” “Við skulum reyna að ná sömu lendingu og báturinn, ” sagði eg. “Eg lofaði skip- stjóra því, að eg skyldi annast um konu hans; eg enti það að. svo miklu leyti, ^.ð eg kom henni ofan í bátinn. Hún kom mér til að lofa þvf, að eg skvldi vera í hennar nánd þegar hún dæi, og mig langar til að efna orð mín. Við skulum revna að fara á eftir bátnnm.” Hann var fús til þess, og forsjónin iijálp- aði okkur — hægur vindur byrjaði, og flek- inn, sem Atkinson stýrði með ár, er hann hafði með sér, héltí sömu átt og báturinn hafði farið. Nóttin var löng og leið; en tunglið skein og vindurinn var hinn sami. Bg þorði ekki að hugsa. Þegar eg lokaði augunum, brá J)eim andlitum fyrir innri sjón mína, sem voru orðin mér svo kær, en sem eg aldrei átti að fá að sjá hér eftir; og raddimar, sem mér þótti svo viðfeldnar, ómuðu enn fyrir eyrum mínum, en að heyra þær í raun og veru aftur, gat ekki átt sér stað. Ef eg sofnaði eitt augnablik, sá eg í draumi Charlie Leslie standa þar í ótakmarkaðri örvilnan; vesa- lings hr. Vann og majór Stanton, flytjandi bæn með konu og börn í fangi sínu. Dagurinn kom og hin brennandi sól, og nú voru ástæður okkar þúsund sinnum verri en um nóttina. Kn hvað við þjáðumst, ekkert skýli fyrir sólargeislunum, flekinn var alveg sléttur. Mér virtist að ])eir, sem sukku í hafið með skipinu, hefðu liðið minni kvalir en við, og þessar kvalir ætluðu aldrei að enda. En, Guði sé lof, loks sáum við grænklædda eyju fram undan okkur, og nú vissum við, að við vorum frelsaðir. 10. Kapítuli. Stundu síðar, rétt um það leyti sem sól- in var að síga í æginn, lentum við við eyjuna. “Eg vona að við finnum hér ekki villi- menn,” sagði Atkinson; “margar af eyjum þessum eru óbygðar, en á sumum af þeim eru villimenn. Við megum gæta okkar.” Blómailmurinn kom nú til okkar, og eg gat ekki varist því að hugsa um Laurie Stew- art, sem elskaði blómin svo innilega; eg á- setti mér að gera alt hvað eg gæti til þess, að finna hana aftur. Báturinn væri líklega að flækjast um hafið einhversstaðar. Eg skyldi (*kki vera lengi á eyjunni — eg skyldi aftur leggja af stað á flotanum og reyna að finna hana. En hvað eyja þessi var fögur; hér var svo auðugt af blómum, sem hvergi finnast nema í hitabeltinu. Hér var jarðvegurinn ó- viðjafnanlega frjór; við sáum skrautleg pálmatré, afarstór kókostré og mörg önnur ávaxtatré, umkringd hinum fegurstu blómum, sem maður gat hugsað sér. Það var sannarleg nautn að stíga á þessa frjósömu eyju, að heyra fuglasönginn og sjá ]>essa marglitu fugla fljúga af tré á tré. Eg lagðist niður, magnþrota eins og eg var; stýrimaðurinn, sem var sönn hetja, klifraði upp í tré til að ná í ávexti, en kom brátt ofan aftur í dálítilli geðshræringu. “Við erum ekki aleinir hér, Sir Gor- don, ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Það eru fleiri menn hér á eyjunni, eg get séð J)á úr trétoppnum. ” Von kviknaði í huga mínum. Gat það skeð að báturinn hefði lent hér? Og að þeir, sem í honum voru, værn komnir heilu og höldnu hingað? Eg gat ekki talað, en hann grunaði hvað eg hugsaði. “Eg held það sé þau, Sir, en eg kemst brátt að því hvort svo er. ’ ’ Eg kem með yður,” hrópaði eg. Vonin gaf mér styrk; eg gleymdi magnleysinu, eg hugsaði aðeins um hvort það væri mögulegt að Laurie væri á sömu eyju og eg. “Hvar sáuð þér þau?” spurði eg, og hann benti í áttina. Við fórum strax af stað. Eyjan sem við höfðum lent á, var hér um bil 4 enskar mílur á breidd, og alstaðar var sami auðugi gróðurinn—tré, runnar, blóm og grös. Hún var sem jarðnesk Paradís þessi evja. Við gengum í gegnum hvern blóma- flokkinn á fætur öðrum. Þegar við vorum búnir að ganga hér um bil hálfa mílu, sáum við lítinn hóp af kvenfólki sitja undir háu kókostré í skugganum. Eg starði og starði, gat naumast dregið andann, svo hrifinn varð eg — að hugsa sér, að Laurie væri á meðal þeirra. Við gengum nær, og ó, hvílík ánægja, eg sá hana sitja þar. Eg kné- féll í grasinu og þakkaði Guði. Svo sáu þær að við komum; spruttu á fætur með gleðiópi, umkringdu okkur, grétu og æptu; svo mikil var gleði þeirra, að þær gátu ekki dulið hana; það var sannarleg sælustund fyrir okkur öll. En eg sá aðeins eitt andlit, sem eg gat ekki litið af, og sem skapaði mér himnaríki á jörðu án þess eg vissi af því. Bg sá aðeins dökku augun hennar og fagra hárið. Eg rétti henni hendi mína, talaði til hennar; eg hefði getað fleygt mér niður og kyst faldinn á kjólnum hennar; svo glaður var eg. “Þér eruð frelsuð,” sagði eg. Litlu, hvítu hendurnar hennar þrýstu sér að mér. “Frelsuð frá hafinu,” sagði hún. “Þessu grimma, gráðuga hafi.” Nú leit eg í kringum mig; frú Vann var þar og fjórar af ungu stúlkunum, en eg sakn- aði frá Chaplin. “Hvar er frú Chaplin?” spurði eg. Nú varð augnabliks þögn, svo sagði Laurie sorgmædd: “Þegar dagur rann upp, var hún dáin, og hún kvaddi lífið með bros á vörum. Eg er alveg sannfærð um að draumur hennar rættist — hún sá börnin sín bíða eftir sér hjá Juði.” “Var hún látin í sjóinn?” spurði eg hnugginn. Bg hafði dáðst að þessari eðal- lyndu konu, og sámaði mikið hvarf hennar. Við settumst niður undir kókostrénu og nutum indælis náttúrunnar í fullum mæli. Sól- in var við það að hverfa, en ennþá gljáðu geislar hennar á hafinu. Eg sá að Laurie settist aldrei þannig, að hún sæi hafið. Við sátum og töluðum um skelfingamar, sem fyr- ir okkur höfðu komið og um hinn voðalega endi, sem hin skemtilega ferð okkar fékk. Nú vorum við ekki mjög hrædd, við bjuggumst \ ið að skip mundi koma, taka okkur og flytja til mentaðra þjóða. Svo fórum við að finna til svengdar. Við rannsökuðum matarpokann sem var á flek- anum og birgðirnar, sem vora í bátnum, og komum okkur saman um að borða kvöldverð. Atkinson klifraði upp í tré og náði ávöxtum handa okkur; borðið okkar var fagur gras- flötur, og við vorúm öll innilega þakklát fyr- ir að fá að lifa, og að hafa fundist aftur. Nóttin var að nálgast. Atkinson stakk upp á ])ví að við skvldum draga flekann á land, og með því að beygja greinar trjánna í hvelfingu yfir hann, gæti það orðið eins konar kofi fyrir kvenfólkið. Þær sátu og dáðust að tunglsskininu meðan mennirnir bjuggu til laufskálann, sem tók þá tæpa klukkustund. Vitanlega var þetta ekki mjög skrautlegur svefnsalur eða hægur, fyrir kven- fólkið. Svo hugsaðist okkur að reita gras til að h'ggja á pallmn, og það gerðum við, og bárum Jiangað mikið af ilmandi grasi, svo það varð mjúkt að hvíla á flekanum. Að því búnu fór kvenfólkið þangað, til að njóta þeirrar kvíld- ar sem það þarfnaðist svo mjög. Við vorum fjórir alls, karlmennirnir, og við komum okkur saman um að velja okkur svefnpláss í nánd við laufskálann. Nóttin leið rólega; enginn hávaði heyrð- ist frá svefnsal kvennanna. Þær hafa að líkindum verið svo þreyttar að þær hafa sof- ið fast. Fyrir sólaruppkomu stóð Atkinson á fætur; eg varð hissa þegar eg sá hvað hann Iiafði gert. Hann hafði dregið bátinn á land, og flutt liann undir afarstórar trégreinar, sem hvíldu yfir honum sem þak; þetta átti að vera borðstofa og setustofa kvenfólksins. Hann hafði líka safnað allmiklu af kókos- hnetum, og úr hýði J)eirra bjó hann til drykkj- arílát, sem hann fylti kókosmjólk, og hver stúlka fékk einn bolla, og við hlið hans lagði hann kaffibrauð. Þar var gnægð af pálma- Imetum og öðrum ávöxtum — ekki afleitur morgunverður fyrir skipbrotsfólk. Hann fann líka rennandi læk, og þar þvoðu stúlk- urnar sér. Laurie kom þaðan blóðrjóð í framan, og fagra hárið hennar flaksaðist um lierðarnar. Þær bjuggu til morgunverð fyr- ir okkur öll, en hásetamir borðuðu út af fyr- ir sig við hliðina á bátnum. Eftir dagverðinn áttum við tal saman; Atkinson kvaðst geta útvegað okkur þær fæðutegundir sem hann gæti náð í. Hann gæti veitt fugla í snörur og máske fisk líka. Ein af stúlkunum — ungfrú Salter — tók að sér áðskonu störfin. Úr hvítu sjali, sem ein af stúlkunum hafði komið með, bjó eg til fána og festi hann í toppinn á einu af hæztu trjánum; sem við liéldum að skip, er fram hjá sigldi, hlyti að ott, náttúran indæl og okkur leið vel, en við sjá, og tæki okkur svo með sér. Veðrið var vorum samt kvíðandi; við gátum ekki vitað ve lengi við urðum að lifa útilokuð frá öðr- um siðuðum mannflokkum. En við urðum að reyna að vera þolinmóð, einhverntíma kæmi lausnarstundin. Meðan á þessu eyjar- % skeggjalífi stóð, komst eg að því, að kven- maður getur verið heigull í einu tilliti, en að öllu öðru leyti eðallvnd persóna. Laurie bar takmarkalausan ótta fyrir sjónum, en þó var enginn djarfari og glaðari n hún, meðan við dvöldum á eyjunni. Hún var sú fjörugasta af okkur öllum, og þolin- mæði hennar gagnvart hinni heimsku frú Vann var endalaus. Hún talaði vingjarnlega við hana, og kom henni til að skilja ýmislegt á réttari hátt, en hún hafði áður gert; hún hjálpaði henni að mörgu leyti, og loks bar frú Vann fult traust til hennar. Hún mynd- aði eins konar reglu í þessu félagslífi okkar. Frá laufskálanum heyrðum við á hverjum morgni sálmasöng og fagra röddin hennar bar af hinum. Við morgunverðinn lagði hún áherzlu á, að samtal okkar væri f jörgandi og skemtilegt. Seinna fékk hún okkur til að ganga umhverfis eyjuna, svo við fengjum nægilega hreyfingu. Svo kom dagverðurinn, og hann var vanalega kex, ávextir og lækjar- vatn; svo settumst við í skuggann og töluðum saman þangað til á sólsetri. Það var áhrifa- mikið að sjá })essa fáu, sem björguðust, kné- falla þegar nóttin kom, og flytja bænir þær, sem þeir höfðu lært í æsku. Værum við ekki svo þreytt að við vildum ganga til hvíldar, söng Laurie fyrir okkur gömul kvæði, sem oft komu tárum út í augu okkar. Hver hefði getað ímyndað sér, að þessi hrædda, tauga- æika kona, sem fölnaði við hvern hávaða á skipinu, gæti verið svo hugrökk og djörf og •;vo uppfyndingasöm, til þess að gera tilveru okkar eins unaðsríka og mögulegt var? Hræðsla hennar við sjóinn var ekki horfin; þegar við komum einu sinni ofan litla brekku, og sjórinn blasti við okkur, greip húu all- kelkuð hendi mína. “Nei, ekki þangað — ekki þangað,” lirópaði hún. “Þessi- leið liggur til hins lymska, gráðuga hafs.” 11. Kapítuli. Hvernig á eg nú að segja frá því, sem að liöndum bar. Líf, ást og dauði fylgjast að í Jiessum heimi, ekkert skilur þau að um langan tíma. Mér liggur við að fyrirverða mig að láta þess getið, að meðan ungfrú Salter vann að því með dugnaði að matreiða fyrir okkur, og fru Vann taldi tímana sorgþrungin, kveið eg fyrir þeirri stundu er okkur byðist tæki- færi til að losna úr eyjunni, kveið fyrir þeim degi er eg yrði að skilja við Laurie. Við lifðum engu sælulífi, Iföfðum ekki nóg að borða, en samt sem áður var eg ánægður. Stundum komu regnskúrir, en þá leituðum við skjóls undirg reinum trjánna og þegar svo stytti upp skúrina, var blómailmurinn sterk- ari en áður. Við höfðum ný blóm á hverjum degi og nýja ávexti. A hverjum morgni, þeg- ar Laurie óskaði þess að við losnuðum úr ]>essu fangelsi, var eg á gagnstæðri skoðun. Að lifa á þessari blómaey ásamt henni, var Jmsund sinnum betra en að lifa í skrautlegri hö-11 án hennar. Eg var nú nefnilega-farinn að elska hana svo innilega, að sú ást gat ekki endað fyr en með dauðanum. Falska ást fyrirlít eg gersamlega. Á meðan maður hennar lifði, festi eg enga ást til hennar, en nú, þegar enginn þrökuldur var á milli okkar, varð eg að viðurkenna að eg elskaði hana heitt og innilega, og vildi eignast hana sem konu mína. Nú kvaldi hún sig ósegjanlega með því að forðast mig. Fyrstu dagana, sem við vor- um á eynni, var hún mér sem systir, leitaði ráða minna í öllu, þegar hún þurfti þess með. Þegar við klifruðum upp einhverja brekku, rétti liún mér hendi sína hiklaust, í því skyni :ð eg hjálpaði henni. Hún sat við hlið mína J>egar hún söng, og samkomulag okkar var eins vinsamlegt og J>að gat verið. En svo breyttist framkoma hennar alt í einu. Eitt kvöldið; vestanvindurinn var hægur og J>ægilegur; sat hún og sneri baki að sjónum eins og hún var vön. Hún var beðin að syngja, og með sinni vanalegu alúð söng hún kvæði eftir kvæði. “Syngið þér uppáhaldssönginn minn,” hvíslaði eg að henni, og hún byr jaði strax að syngja “Annie Laurie” — fyrst með bros á vörum, sem })ó hvarf bráðlega, og síðan með feimnum óvissusvip, hún lokaði augunum og indæll roði breiddist yfir andlit hennar. “Eg get ekki sungið meira,” sagði hún fljótlega,—“eg er J)reytt.” Eftir þetta var samkomulag okkar alt öðruvísi en áður. Eg mætti henni einu sinni þegar hún var á leiðinni til frú Vann með ofurlítið sælgæti, hún roðnaði þegar hún sá mig, leit niður og gekk hratt fram hjá mér um leið og hún sagði eitthvað sem eg ekki skildi. Hún forðaðist mig með einurðarlausri óframfærni, sem kom mér til að elska hana enn meir. Aldrei gat eg fundið hana vitnalaust, og hafði því ekki ækifæri til að geta sagt henni eitt einasta orð. Aðeins einu sinni veitti hún mér athygli, þeg- ir eg talaði við frú Vann. “Sir Gordon,” sagði frú Vann, “hvað kom yður til að vilja fara til Indlands ? ’ ’ Snögt tillit frá dökku fjörlegu augunum hennar Laurie, saðgi mér að hana langaði líka til að heyra svar mitt. Til þess að hafa m mest not af þessu gefna tækifæri, settist "g hjá frú Vann. Laurie sat kyr, sem eg 'iafði ekki búist við að hún gerði. ‘ ‘ Segið mér nú, Sir Gordon, hvers vegma þér vilduð fara til Indlands, maður í yðar stöðu og með yðar fjármuni.” Eg leit á hana og hló. “Það skal eg segja yður; mér þykir leitt að þáð er ekkert rómantískt við }>að. En þeg- ar eg var drengur, langaði mig til að heyra og lesa eitthvað um Indland. Strax og eg varð, }>að sem menn kalla megandi maður, ásetti eg nér að láta að ósk minni og heimsækja Ind- ’and. Eg gerði tilraun, en eins og þér vitið, endaði hún ólieppilega.” “Það hefir þá verið ferðalöngun, sem Iróg yður frá heimilinu?” spurði hún. “Það var hún eingöngu — þessi órói í huganum, sem rekur menn til að flækjast liingað og þangað, til allra landa jarðarinnar, án ]>ess að vita til hvers.” Eg talaði til Laurie, enda þótt eg horfði á frú Vann; og genum ástarinnar næmu eðlis- ávísun, vissi hún vel að livert orð sem eg sagði var henni ætlað. “Segið mér dálítið um Egremont, heimil- ið yðar. Eg hefi heyt að það sé eitt af þeim fegurstu heimilum á Englandi,” sagði frú Vann. “Segið mér hverju það er líkt.” “Það líkist skáldsög-u, sem er skrifuð á klett. Eg veit ekki fyrir hvað mörgum ára- tugum byggingin er reist; þar eru leifar af gamalli borg og fangaturni; þar eru háir, fer- skeyttir turnar, með löngum víggirðingum, sumir þeirra alþaktir Eplieu, liinum ensku bergfléttum. Þar eru stórir þríhyrndir lok- rekkjugluggar og forstofa, sem maður sér sjaldan jafnstóra nú á dögum.” . “Segið þér meira, ” sagði frú Vann áköf. Laurie leit snöggvast á mig, og eg las í augum hennar sömu óskina. Þar er eitt herbergi, sem kallað er her- bergi Maríu drotningar, og sögusagnir ganga um það, að þessi fagra þjóðstjómarkvinna, á sínum fegurðar og valda dögum hafi heim- sótt Egremont. 1 því herbergi, er gluggi í þykkum vegg, og sagan segir að María Stu- art hafi lyft upp höndum sínum, horft út yfir hinn fagra skóg, skemtigarðana, hjallana, gosbrunnana og blómin. Þá er sagt að hún hafi snúið sér að Maríu Seaton og mælt: ‘Væri eg ekki Skotlands drotning, skyldi eg óska mér að vera kvendrotnari í Egremont.’ “Ó, hvað það er fagurt,” sagði frú Vann. Laurie horfði aðeins á mig og gleymdi sjálfri sér af því að það sem eg hafði sagt hreif hana svp mjög. “Er þetta í raun og veru satt, Sir Gor- don?” spurði hún. “Já, eins satt og hver önnur sögusögn. Ef mér nokkru sinni veitist sá heiður að sýna yður þetta herbergi, þá skal eg leiða yður að glugganum, sem hún horfði út um, já, á þann blett sem hún stóð á. ” “Það hlýtur að vera yndislegt pláss,” sagði frú Vann; “mér mundi líka að sjá það.” “Bf við verðum nokkurn tíma svo lán- söm að koma aftur til Englands, skal mér vera ánægja að því að sýna yður það,” svar- aði eg. “Þér verðið að afsaka mig, Sir Gordon,” sagði hin áleitna frú Vann. “Hefði það ekki verið eðlilegra að þér hefðuð gift vður, en að ferðast til útlanda?” E|g hló. Indæla andlitið hennar Laurie roðnaði og hún sýndist verða feimin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.