Alþýðublaðið - 24.07.1960, Page 12
EFTIR tveggja vikna óeirð-
ir ojr átök er Kongó að verða
vettvangur kalda stríðsins.
Herinn þar gerði uppreisn,
ráðamenn landsins hafa ver-
ið alls óhæfir að taka nokkr-
ar ákvarðanir eða skýra hvað
það er, sem þeir raunveru-
lega vilja, nema það eitt að
belgiskur her fari úr land-
inu. Auk þess sleit Lumumba
stjórnmálasambandi við
Belgíu eftir að belgiskur mað
ur báfði „móðgað“ hann. Her
lið Sameinuðu þjóðanna er
nú sem óðast að f'lykkjast til
Kongó og reynir eftir megni
að koma á ró, en forsætisráð-
herrann virðist nú ólmur i
að fá rússneskt herlið til
landsins, enda er Krústjov
reiðubúinn að nota ástandið
þar til að hella olíu á eldinn
eins og annars staðar. Aróður
Rússa í sambandi við þetta
mál er hinn furðulegasti og
minnir ekki alllítið á fram-
komu þýzku nazistanna fyrir
heimsstyrjöldina síðari. Enn
verður ekki séð hvort Kongó
verður ný Kórea, eða hvort
Sameinuðu þjóðunum tekst
að stilla þar til friðar og
tryggja einingu ríkisins. En
hv'ernig sem fer, þá er hætt-
an á ættbálkastyrjöldum sí-
fellt yfirvofandi og líða v-afa-
laust mörg ár þar til hið auð-
uga og víðlenda Kongó öðl-
ast pólitiskt jafnvægi.
Sú spurning, er helzt leitar
á í sambandi við þetta mál
er: Hver verður framtíð Af-
ríku? Verður hún sterk ein-
ing, samandsríki svipað og
Bandaríkin, eða skiptist hún
til frambúðar í fjölmörg smá
ríki eins og Mið- og Suður-
Ameríka?
Á 19. öld var allt miðbik
hinnar svörtu álfu ókannað
og á hinum hvítu flekkjum á
landabréfum þeirra tíma slóð
„Hic sunt leones“, hér eru
Ijón. En nú eru það ekki leng
Ur Ijónin, sem skapa sögu
Afríku, heldur mennirnir.
L'ndanfarin tíu ár hafa ris
ið upp fjölmörg ný ríki í Af-
ríku, og eru þau flest fyrri
nýlendur Breta og Frakka.
Einkum hefur gengið greitt
að stofna sjálfstæð ríki úr
frönsku nýlendunum, Síðan
de Gaulle kom til valda og
stofnaði franska samveldið,
hafa allar gömlu frönsku ný
lendurnar fengið sjálfstæði
og eru allar í samveldinu
nema Guinea. Þessi ríki eru:
Kamerún, Togo, Senegal og
Súdan, sem saman mynda
Mali-ríkjasambandið. Hin
Undanfarið hafa verið
haldnar fjölmargar ráðstefn-
ur Afríkuríkja og sýnir það
bezt hve Afríka er orðin fyr-
irferðarmikil á leiksviði
heimsmálanna. Afríkumenn
héldu ráðstefnu í Túnis í vet
ur. í febrúar var haldin í
Tanger önnur ráðstefna um
efnahagsmál Afríku-á vegum
Sameinuðu þjóðanna. Og í
byrjun þessa mánaðar var
haldið í Addis Abeba þing
sjálrstæðra Afríkuríkja.
Þjóðernisstefna og panaf-
ríkanismi eru sterkustu drif-
fjaðrirnar í Afríku hins nýja
tíma. Margir málsmetandi
menn þar vilja, að stofnað
verði sambandsríki hinnar
svörtu Afríku og innan
franska samveldisins er þessi
hreyfing mjög sterk, einkum
í Mið-Afríku. En í löndum
Vestur-Afríku berjast leið-
togarnir enn um „foringja-
hlutverkið“ í Afríku og talið
er, að þar sé hætta á alvar-
legum klofningi og endalaus-
um landamæradeilum,.
Afríka er í deiglunni og haft er í huga, að stórveidin í
enginn veit enn hvaða málm- austri og vestri hafa gert hin
ur úr henni kemur, Og þegar ungu r>ki hennar að bitbeini
41. árg. — Sunnudagur 24. júlí 1960. — 165. tbl.
í kalda stríðinu, er ekki á-
stæða til of mikillar bjart-
sýni um skjóta lausn þeirra
löndin eru Fílabeinsströndin,
Damhomey, Volta, Níger og
Madagaskar,.
Franska samveldið var
upphaflega hugsað sem ríkja
heild, en raunin hefur orðið
sú, að það er samband al-
frjálsra ríkja.
Brezba samveldið sleppur
ekki heldur við hina miklu
frelsishreyfihgu, sem risið
hefur í Afríku. Uppreisn
Mau Mau í Kenya 1953 og ó-
eirðirnar í Nyasalandi 1959
eru dæmi þess. Bretar hafa
orðið að veita nýlendum sín-
um ýmsar umbætur og sjálf-
stæðið fylgir þá oftast
skammt á eftir. 1, júlí var
lýðveldi stofnað í Ghana. I
október næstkomandi hlýtur
Nígería, fjölmennasta ríki
Afríku (40 milljónir íbúa)
sjálfstæði, Somaliland hlaut
sjálfstæði 1. júlí og öll ríkin
þaðan að Suður-Afríku kref j
ast réttar sins. Leiðtogar inn-
fæddra í Tanganyaka krefj-
ast frelsis. Tom Mboya, helzti
foringi svertingja í Kenya,
er sakaður um að vera of
„hálfvolgur", enda þótt hann
telj; sig lærisvein Jomo Ken-
jatta, Það er stöðug ólga í
Nyasalandi — Ródesíu, og
þannig mætti lengi telja.
Jafnvel litla soldánsdæmið
Zansibar sleppur ekki við
kröfugöngur þjóðernissinna.
ÞETTA er stúlka frá
Chad. Hún er af ætt-
bálki, sem lifir á eyj-
um í Chadvitni, hinu
mikla vatni í Mið-Af-
ríku, sunnan við Sa-
hara. Það er feiknar
víðáttumikið á regn-
tímanum, en dregst
saman meðan þurrkar
haldast.
vandamála, sem þar þarf að
leysa, oftast við liinar örð-
ugustu aðstæður.