Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 2
2 LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER, 1936 Eyvör Eiríksdóttir Sigurdson Fædd 22. október 1859 — Dáin 22. september 1933 ÞaÖ hefir dregist of lengi að senda Lögbergi nokkur tminningarorð um þessa ágætu konu, og munu ýmsar ástæður hafa því valdið. Frú Eyvör Eiríksdóttir dó að heimili sínu í Reykjavíkur- bygðinni, Manitoba, þann 22. september 1933, tæpra 74 ára að aldri. Hún var fædd 22. október árið 1859, að Helgastöðum í Biskupstungum, Arnessýslu; hún var dóttir merkishjónanna Eiríks Jóhannssonar bónda á Helgastöðum og Kristínar Illugadóttur, sem var vel látin, elskuð og virt yfirsetukona þar í sveit, enda var hún sérstaklega heppin í stöðu sinni. Hjónin að Helgastöðum voru talin með bezta fólki þar í bygð; marga mun hafa borið þar að garði, enda var gestrisni og rausnar- skapur á íslenzka vísu. Bræður Eyvarar voru þeir Hafliði Kristján og Einar, báðir dánir, á lífi eru þeir Guðmundur steinsmiður í Reykjavík, íslandi, og Eirikur, bóndi að Bíldudal við Arnarf jörð; einnig átti Eyvör eina uppeldissystur, Kristínu Einarsdóttur, og er hún gift kona heima í Reykjavík. Rúmlega tvítug að aldri, giftist Eyvör Guðmundi Sigurðs- syni, ungum og efnilegum manni, var hann náskyldur lista- manninum Albert Thorvaldsen myndhöggvara, sem allir Is- lendingar kannast vel við. Árið 1900 fluttist Eyvör sál. ásamt manni sinum, til Vest- urheims, og settust þau að í Selkirk, Manitoba, og bjuggu þar til ársins 1907, að þau tóku sér land í Reykjavíkurbygðinni vestan til við Manitobavatnið, og bjuggu þar til dauðadags. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, tvö dóu í æsku, Jón Vídalín og Albína, 6 lifa foreldra sína, og eru þau: Óskar, Eiríkur og Albert, þrjár stúlkur, Margrét, Regína og Kristín; eru þau góð og myndarleg, enda vel og kristilega uppalin. Óskar er giftur maður og hefir þeim hjónum orðið fjögra barna auðið, Valgerður og Hulda, báðar dánar. Guðmundur og Eyvör heima hjá föður sinum að Reykjavík, Man., þar sem hann býr á arfleifð foreldra sinna, ásamt nokkrum af systkinum sínum. Eyvör sál. var hin mesta gæða kona, hjartagóð, hjálpsöm og velviljuð, hún mátti ekkert aumt sjá, hún var frammúr- skarandi vinaföst og trú, umtalsfróm og laus við alla undirferli, enda hreinhjörtuð og sannleikselskandi; hún var trúkona mikil á kirkjulega vísu, enda frumkvöðull að því að lúterskur söfn- uður var stofnaður þar í sveitinni, hún var söngelsk og hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti, enda var hún sjálf gædd yndislegri söngrödd, og tók ‘hún mikinn þátt í því að gera bæði kirkju og félagslegar samkomur skemtilegar þar í bygðinni, einnig munu flest af börnum hennar, er hana lifa, Vera gædd sérstökum sönghæfileikum. Hún var líka bókhneigð og notaði hverja stundina til bókalesturs, enda var hún víða heima og skýr í samtali. Hún kunni ósköpin öll af íslenzkum kvæðum og visum, því íslenzk var hún í anda, þótti vænt um alt sem íslenzkt var og elskaði þjóð sína til dauðadags. Hún fór skemtiferð til gamla Fróns árið 1926, og dvaldi þar eitt ár, bjó hún ávalt að þeim yndislegu endurminningum er sú ferð gaf henni, og vist er það, að sú fagra mynd af fósturjörðinni, er hún þá varð aðnjótandi, yfirskygðist aldrei i hennar alíslenzku sál. Eyvör sál. var sérstaklega barngóð og tók hún oft börn af þeim, er þess sérstaklega þurftu við og hafði þau um lengri eða skemri tíma, enda þótti börnunum vænt um frú Eyvöru og kunnu vel við sig í hennar nærveru. Frú Eyvör var ávalt mjög biluð á heilsu frá þvi fyrst að hún kom til þessa lands, og þessvegna gat hún aldrei notið sín til fulls, enda gerði heilsuleysi hennar það að verkurn að heimilis- ástæðurnar voru oftast nokkuð erfiðar og þó sérstaklega eftir að hún misti manninn sinn, 14. nóv., 1914, en hún var bjartsýn á lífið, glaðlynd og vel hugsandi, og virtist hún yfirbuga að miklu leyti alla erfiðleika, enda var hún umkringd góðum ná- grönnum og sönnum vinum, sem elskuðu hana og virtu. Með frú Eyvöru sál. Eiríksdóttur Sigurdson, er því til moldar gengin ein af okkar beztu og alíslenzku sæmdarkonur, er hafði sér til ágætis flesta þá eiginlegleika, er sér vel sæma á sannri Fjallkonudóttur; hún er farin burt, en minning hennar lifir. Sjálf er hún nú íklædd dýrðlegri skrúða, en hún gat orðið aðnjótandi hér á jörðu; hún var trú til dauðans, hún hefir fengið bústað með himneskum hersveitum í andans heimi. Hún trúði á Jesúm Krist, og þessvegna skal hún aldrei að eilífu deyja; þetta traust færir okkur sá kristindómur, er hún þjónaði í anda og sannleika. Guð blessi hennar minningu. G. P. ]. Erindi Eftir frú Margréti Stephensen fbitt á 50 ára afmœli Kven- félags Fyrsta lúterska safnað- ar, mánudaginn þann 14. sept. 1936 VIÐ LITUM TIL BAKA —OG AFRAM Þegar félag eða stofnun heldur upp á fimtíu ára afmæli sitt, er margs að minnast. Ósjálfrátt hvarflar hugurinn til baka og það rifjast upp endurminningar, sem eru kærar. Við hugsum við þetta tækifæri um byrjunina okkar, sem var í svo smáum stíl, samt var vinn. an þá, okkur dýrmætur partur af safnaðarlífinu. Við höfum liðið súrt og sætt — eins og oft er að orði komist — stundum gengið vel, stundum erfitt — en ávalt hefir meðvitundin um það að við allar berum byrðina hver með annari, gert starfið létt, og á- nægjuna, sem því fylgir, blessunar- ríka. Kærleiki 'hver til annarar, sem eykst ár frá ári, er ein afleiðing af samvinnu þessari og er dýrmæt eign hverrar kvenfélagskonu. Það er oft sagt að við fáum út úr lífinu ná- kvæmlega það, sem við leggjum til þess, og er enginn efi á því, að sama má segja um félagsstarf kvenfélags- konu. Eg minnist þess er eg — tæpra 19 ára — fór á minn fyrsta kven- félagsfund, og ef eg hefði þorað að hætta við, hefði eg gert það. En eg hafði lofað að koma og ganga inn og þorði ekki annað en standa við orð mín. Nú er þetta gömul saga, samt vinnum við enn hlið við hlið —við Mrs. Blöndal, á hverrar heim- ili eg gerðist meðlimur. Eg minnist þess, hve margar gleði- stundir við höfum átt saman við vinnu okkar — þegar fyrsti bazaar. inn var haLdinn að heimili Mrs. Sig. urjónsson á Ross Ave. og fleiri sam- komur og sölur á gamla North West Hall; þegar samkomur voru i gömlu kirkjunni á Pacific Ave. og svo veit- ingar á eftir í Unitara Hall-inu á móti; þegar við lögðumst niður og “skrobbuðum” kirkjuna fyrir hvíta. sunnu. — Og sýningin; hver af eldri konunum gleymir þeim stund- um þegar þær flýttu sér út í sýn- ingargarðinn að morgni og komu svo dauðþreyttar heim á kvöldin. Eg minnist lika þeirrar hand- leiðslu sem við, fyrir Guðs náð, fengum að njóta í svo mörg ár, með- an frú Lára Bjarnason var forseti okkar, því félagið var vaxið upp úr bernskunni og komið á fullorðins aldur þegar við mistum hana. En áhrif hennar og minningin lifir. Gamalmennahælið, hugsjón hennar, er lifandi vottur um hina göfugu sál og um leið minnisvarði kvenfé- lagsins. Mig langar til að minnast á það, hve heimilin, sem á bak við félags- konur standa, taka einnig sinn þátt i starfinu, því án heimilisins myndi félagskona lítið geta gert. Og það fæst líka aukinn sjóndeildarhringur með starfi einnar kvenfélagskonu, og sé ekki farið í öfgar, hefir heim- ili hennar ómetanlega gott af starfi hennar. Eg minnist þess að kven- félagið hefir verið svo persónulegur þáttur í lífi mínu, svo samtvinnað heimilislífinu, að börnin mín spurðu mig oftast hér áður þegar eg var að baka: “Is this for the church or for us ?” Oft er það að kvenfélagskonu finst mál komið að taka sér dálitla hvld, og vera laus um tíma, en hún kemst brátt að því að hún fleygir til síðu byrði, sem er fjársjóður, og að frístundir geta líka verið tóm- legar — því eðlilega er ein afleið- ing af starfi kvenfélagskonu sú, að það festir djúpar rætur, sem ekki verða auðveldlega losaðar. Einn þáttur starfsins er sá per- sónulegi kærleikur, sem auðsýndur er meðlimum, hvert heldur það er að gleðjast með í silfur- eða gull- brúðkaupi, samhryggjast við missi elskaðs vinar eða sýna samúð, ef kona á bágt að einhverju leyti. — Kvenfélagið á líka að vera mikii- vægur þáttur í safnaðarlífinu og ber því að beita áhrifum sinum ávalt í rétta átt; og er trygging f engin fyrir því ef innbyrðis ríkir kærleikur og umburðarlyndi. Eg minnist þess, sem ein kona hefir sagt, um að lífið sé “echo” eða hljómur, sem sendir aftur til okkar það sem við sjálf höfum sent út. Það er svo upplífgandi að bera saman skoðanir við aðra sem mað- ur vinnur með og, þó oft sé mis- munandi skoðanirnar er ætíð eitt- hvað að græða á því að tala saman um sin hjartans mál. Og hugsanir manna skerpast og skírast, er mað- ur ber þær saman við það, sem aðr- ir hafa hugsað og látið í ljósi. í einum félagskap er misjafnt inn. legg hverrar konu, þó allar vinni að sama takmarki. Sumar leggja til meiri vinnu en aðrar, sumar meira fé eftir kringumstæðum, aðrar holl &óð ráð, styðjandi málefni þau er félagið berst fyrir, með ráði og dáð og með dyggri og trúrri þjón- ustu í víngarði Drottins. — Og alt gengur vel ef traustið er óbifandi. Nú stöndum við á tímamótum! Fortíðin er kvödd og henni þakkað alt gamalt og gott. Fimtíu ár að baki oss og framtíðin eins og skært logandi ljós, sem býður okkur að láta draumana okkar og hugsjónirn. ar rætast. Við lítum til baka og við getum ekki annað en fundið til þess að Guð hefir varðveitt okkur. Við eygjum Ijós framtíðarinnar í fjar- lægðinni. Brautin er löng og máske erfið — en hvað um það — enginn sigur er mikils virði nema örðug- leikar hafi verið yfirstignir. Eg sé í anda kvenfélagið okkar smá breytast þar til ósjálfrátt verður tunga þessa lands sjálfsögð. Þá verður ekki þörf á nema einu kven. félagi, sem vinnur i trú og einlægni að sama takmarki og áður var gert. —Eg sé tigna konu af okkar félagi í forsetasæti þegar sameinuð eru fé- lögin með eina tungu. En nú er orðið breytt og gengið er á röðina þegar stjórnarnefnd er skipuð og engin skorast undan að bera byrðina um tíma. — Eg sé síðar, þriðja lið dætra vorra veita forstöðu kvenfé- lagi Fyrsta lút. safnaðar, sem þá telur fleiri hundruð meðlimi. Eg sé minni peningaáhyggjur, því sú hlið starfsins verður meira reglubundin en áður hafði verið. Eg sé meiri áherzlu lagða á mannfélagsmálin og þroskun félags. ins andlega svo afl það, sem félagið er til góðs geti verið fullkomnara. Og eins og afkomendur Abbie Deal í bókfnni “Lantern in Her Hand” báru merki hennar hátt á stöng og létu draumana hennar ræt- ast — eins mun komandi kynslóð barna vorra halda merki forfeðr- anna og frumbýlinganna hátt, og vera hugsjónum þeirra trú. Eg sé þá kynslóð taka við sínu erfðafé og ávaxta það vel með trúmensku. Hún horfir óhrædd fram á veginn með ljósið í fjarlægðinni og tekur við sínum skyldustörfum og rækir þau eftir megni. Eg sé þann tima koma að hver safnaðarkona álítur það skyldu sína eða öllu heldur rétt, að tilheyra kvenfélagi safnaðarins og bera sinn hluta af byrðinni. Eg sé einnig þann tíma, að allar Home Cooking sölur og rúllupylsu stúss verður aðeins gamall draumur og konumar segja sín á milli: “They used to lug cakes to the church and buy each others cooking and actually make hundreds of lbs. of stuff called rúllupylsa.” Það verður enginn til að hvísla að þeim að öllu þessu stússi við mat fylgdi samvinna, sem var dýrmæt og skemtileg. Eg sé í fylling tímans stjórnar- nefnd Betel skipaða konum jafnt sem körlum, og það óskabarn kven. félagsins orðið öflugt og vinsælt hæli gömlu barnann af íslenzkum stofni. Þegar okkar göfuga kvenfélags fyrirmynd, frú Lára Bjarnason, fyrst starfaði meðal landa sinna, notaði hún sönglist til að túlka mál sitt. Henni var sönglistin svo kær, að hún beitti kröftum sínum ávalt í áttina að sameina þá, sem hún vann með undir þeim merkjum. Eg sé i anda kvenéflagið okkar í framtíð- inni beita kröftum sínum til að efla sönglist, svo ekki fapist sá dýrmæti fjársjóður sem við íslendingar eig- um i sálmunum okkar með dýrðlegu lögin eftir Bach. Það er verið að halda júbilhátið í Fyrstu lút. kirkju — salurinn er stór og veglegur, sem sæmir hinm tignarlegu steinkirkju, sem þá er heimili safnaðarins. Hún stendur við eina aðalgötu bæjarins, og leiðir fjölda fólks liggja þangað þetta kvöld. Prestur safnaðarins er son- arsonur eins gamla prestsins, sem áður þjónaði kirkjufélaginu á frum- býlingsárunum. Hann minnist á hve traustur grundvöllurinn er, sem for- feðurnir hefðu bygðt ofan á, og að þann grundvöll vilji þeir leitast við að varðveita. “Feður vorir voru hugsjónum sínum trúir, og það vilj- um vér líka vera.” Lítil stúlka færir þáverandi for- seta kvenfélagsins blómvönd og segir um leið: “My great grand- mother was a member of the Ladies Aid when they had their fifty year jubilee.” Já, okkur dreymir drauma, en einhverntíma verða draumar að raunveruleika og hugsjónir rætast 0g komast i framkvæmd — þó oft á annan hátt en hugsast hefir. Braut- in er löng — og erfiðleikar margir — en ljósið skín í f jarlægðinni, og ef við njótum varðveizlu Guðs, gengur alt vel. Þá getum við sagt með Browning: “The year’s at the spring, the day’s at the morn, Morning at seven, the hillside’s dew pearled, The lark’s on the wing, the snail’s on the thorn, God’s in His Heaven, all’s right with the world.” Guð blessi okkur næstu fimtíu árin og láti ávöxtinn vera hundrað- faldan. Ræða Eftir Dr. B. J. Brandson flutt á 50 ára afmœli kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar 14. sept. 1936 Það er mitt hlutskifti hér í kveld, að ávarpa kvenfélagið fáeinum orð. um, í nafni Fyrsta lúterska safnaðar, þakka fyrir mikið og göfugt starf í safnaðarins þarfir um hálfa öld og óska félaginu alls góðs á öllum ó- komnum árum. Söfnuðurinn er að- eins fáum árum eldri en kvenfélagið, og saga þeirra er næstum því hin sama frá byrjun til þessa dags. Okkur er sagt að konan sé manns- ins meðhjálp, sem styðji hann og styrki í allri baráttu lifsins. Eins hefir kvenfélag þessa safnaðar verið safnaðarins meðhjálp og örugg stoð nú í 50 ár. Gullbrúðhjóna, sem lifað hafa saman í farsælu hjónabandi 50 ár er oft minst á veglegan hátt. Eins mætti, að mér finst, skoða þennan dag sem gullbrúðkaupsdag Fyrsta lút. safnaðar og Kvenfélagsins. Þeirra sarnbúð nú í 5° ár hefir verjið fylHlega eins farsæl og á- nægjuleg eins og nokkurra annara gullbrúðhjóna, sem eg hefi haft kynni af. Síðastliðin 50 ár eru eflaust lang sögurikustu og merkilegustu 50 ár í sögu heimsins. Breytingar eru svo margar, svo að segja á öllum starfs- sviðum mannanna, að undrurn sætir. Þið munið eftir sögunni af Rip Van Winkle, sem eftir að hafa drukkið vænan teig af öli hinna ókendu fé- laga sinna, lagðist til svefns og svaf í 20 ár. Þegar hann vaknaði átti hann bágt með að átta sig'á hlutun- um, þótt breytingarnar væru i ver- unni tiltölulega fáar. Ef eitthvert okkar, sem hér erum stödd í kveld og sem komin voru til vits og ára fyrir 50 árum síðan, hefðum sofið þessi 50 ár og vöknuðum nú, þá er eg viss um að við ættum mjög erfitt með að skilja að við hefðum ekki vaknað upp í nýjum hekni í staðinn fyrir að vera ennþá í þeim sama heimi, sem við vorum alin upp í. En þótt umhverfið breytist, þótt kringumstæður og umheimur sé breytt, þá breytist manneðlið lítið. Menn, í sínu insta eðli, eru hverjir öðrum líkir, frá einni kynslóð til annarar. Munurinn, sem maður sér þegar vissar kynslóðir eða vissar aldir í sögu mannanna eru bornar saman hverjar við aðra, er að mestu í því fólginn að viss lyndiseinkenni og vissar hugsjónir koma skýrar í Ijós hjá einni kynslóð en annari, og það undir mismunandi kringum. stæðum og áhrifum. Hverja kyn- slóð ætti að dæma í ljósi síns eiginn tíma, og hverja kynslóð ber að mæla með sínum eigin mælikvarða. Ef við höfum þetta hugfast fá- um við skýrari og i alla staði glöggv. ari mynd af hinum íslenzku frum- herjum í þessu landi. Hingað voru þeir komnir til þess að hefja bar- áttu fyrir lífinu i nýjum héimi undir nýjum kringumstæðum, þar sem ó- tal torfærur mættu þeim hvívetna. Ef þeir áttu ekki að verða algjör. Iega undir í baráttunni var öldungis nauðsynlegt að framkalla alla þá krafta og öll þau öfl, sem þeir áttu yfir að ráða. Hinir íslenzku frum- herjar voru fátækir af þeim auð, sem er miðaður við gull eða silfur. en af auðlegð andans voru þeir til- tölulega ríkir. Þeir 'höfðu þrek til að stríða gegn ótal örðugleikum og þeir áttu fagrar vonir og sterka trú, trú á handleiðslu þess Guðs, sem hafði varðveitt hina íslenzku þjóð í öllum hennar hörmungum í þúsund ár. Þegar þetta er tekið til greina, sér maður að það var öldungis eðli- legt, að kirkjulegur félagsskapur varð fljótt áhugamál hvar svo sem nokkuð stór hópur Islendinga var hér saman kominn. Það er eftir- tektarvert að hjá ýmsum öðrum hópum frumherja af öðrum þjóð- stofnum, sem til Vesturheims komu, var kirkja og kristindómur áberandi afl í allri framþróun þeirra. Þar sem erfiðleikarnir voru mestir bar jafnan mest á þeirri óbifandi tú, sem veitti þrek og dug þegar mest lá á. Hvergi kom þetta betur í ljós en 'hjá hinum fyrstu ensku innflytj- endum í Massachusetts í Bandarikj. unum, hinum svonefndu Pilgrim Fathers. Fáir frumherjar þessa lands hafa átt við aðrar eins hörm- ungar að stríða, og engir hafa unnið annan eins sigur. I 300 ár hafa þau áhrif, sem frá þeim stofni eru sprott- in verið hin áhrifamestu í allri sögu þjóðarinnar. Það má með sanni segja, að hin lifandi óbifandi trú feðranna 'hefir í meir en 300 ár verið hið sanna lífsafl niðja þeirra. Feður vorir og mæður í þessu landi áttu við marga erfiðleika að stríða. Samt voru kjör þeirra á hinum fyrstu árum ekki erfiðari en margra annara hinna fyrstu land- námsmanna í Canada. Þeir, sem hafa lesið bókina “Women of the Red River,” geta sannfærst um það að kjör okkar islenzku kvenna á þeirra frumbýlingsárum, þó ömurleg væru, voru ekki verri en annara kvenna á fyrstu landnámsárunum í Vestur-Canada. Þrátt fyrir alt og alt, þá höfðu menn yfirleitt fagrar vonir, sem aldrei dóu út. I ótal tilfellum sönnuðust orð skáldsins þar sem hann segir: Hrein og heilög von ei verður tál hugga skalt þig við það, mín sá; vonin sjálf er vonartrygging nóg, von uppfyllir sá, er von til bjó. Þrátt fyrir alla erfiðleikana, þrátt fyrir alla örbyrgðina, þá áttu menn ótrúlega mikið af sannri lífsgleði. Þessu hefir séra Friðrik Bergmann mjög fagurlega lýst í sínu fagra erindi: “Jólin í bjálkakofanum.” Hann segir að alstaðar, hvar sem maður fór á meðal frumherjanna, hafi maður fundið eins og viðlag við hverja hugsun og hverja sam- ræðu, “Lífið er sigur og guðleg náð.” Þar sem slík lífsskoðun ríkti þar var líka bjart i huga, þegar litið var inn framtíðina. Fólk með slíka lífsskoðun gat borið böl og mótlæti með ótrúlegri þolgæði og kjarki. Trú feðra vorra skapaði kirkju- legan félagsskap Vestur-Islendinga. Sá félagsskapur hefir verið þjóð- flokki vorum til meiri blessunar en nokkur annar félagsskapur þeirra á meðal, fyr eða síðar. Einn sterkasti máttarstólpi kristilegs félagsskapar vors hafa verið kvenfélögin. Söfn- uðum er ekki aðeins styrkur að f jár- framlögum frá kvenfélögum, sem eru oft ótrúlega rífleg, heldur er þeim enn meiri styrkur að áhrifum þeirra beinlínis og óbeinlínis. Sú fórnfýsi og óeigingirni, góðvilji og kærleiki, sem opinberast i öllu þeirra starfi er meira virði en gull og silfur og er ekki hægt að verð- leggja. Einn dýrmætasti fjársjóður eins þjóðflokks eða eins félagsskapar, er góðir leiðtogar. Án þeirra eru eig- inlega allir vegir ómögulegir. Göf- ugir leiðtogar eru ekki aðeins hreyfi- afl framkvæmda og framþróunar sinnar eigin samtíðar, heldur lifir minning þeirra lengi eftir þeirra dag og heldur áfram að skapa hug- sjónir og stýra framkvæmdum þeirra kynslóða, sem á eftir þeim koma. Fyrsti lúterski söfnuður geymir í fersku minni minningu og hugsjónir síns göfuga leiðtoga séra Jóns Bjarnasonar. Eins veit eg að kven. félag þessa safnaðar þræðir þá braut sem frú Lára Bljarnason átti svo mikinn þátt í að ryðja. Minning slíkra leiðtoga er ómetanlegur fjár- sjóður til blessunar þeim, sem ekki gleyma að færa sér hann í nyt. En þegar framliðinna leiðtoga er minst,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.