Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 24.09.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGBElRGr, FIMTUDAGINN 24. SEPTEMBER, 1936 Ur borg og bygð Meaeuboð Mannalát Til þess að tryggja yður skjóta afgreiðslu Heklu-fundur í kvöld (fimtud.) i Mr. J. K. Ólafson, Mr. Gestur Johnson, Mrs. J. K. Johnson frá GarÖar og Mrs. Fjóla Johnson frá Seattle, komu hingað snöggva ferð í vikunni sem leiÖ. Frú Louise Fenton frá Struthers, Ohio, kom til borgarinnar fyrri part vikunnar sem leið og fór norður til Selkirk til þess að vera við útför Dr. Atkinson, er þar fór fram á fimtudaginn. Mr. Jóhann P. Sæmundsson frá Árborg, var staddur í borginni seinni part fyrri viku, ásamt Gunnari syni sínum. Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í North Dakota, kom til borgarinnar á föstudagskveldið var ásamt fjölskyldu sinni og dvaldi hér fram á sunnudaginn. ______ • Silver Tea og Home Cooking sala (deild No. 4 kvenfélags Fyrsta lút. safnaðar) verður að heimili Mrs. F. Stephenson, 694 Victor Street næsta föstudag, þann 25. þ. m., og hefst kl. 2 síðdegis. Margt góðgæti fæst þar keypt, svo sem rúllupylsa af fyrstu og beztu gerð. Eldri söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar, hefir ákveðið að hafa “At home,” Silver Tea í fundarsal kirkj. unnar á föstudagskveldið þann 13. nóvember næstkomandi. Mr. Jakob Björnsson frá Árborg kom til borgarinnar á þriðjudaginn ásamt syni sínum. Mr. B. J. Lifmann oddviti frá Árborg var staddur í borginni á þriðjudaginn. Mr. Arinbjörn Bardal, sonur þeirra Mr. og Mrs. A. S. Bardal, lagði af stað í kynnisför til systur sinnar, sem búsett er í Moose Jaw, Sask., á þriðjudaginn; þaðan ráð- gerði hann að bregða sér vestur til Vancouver. ÞAKKARORÐ Fyrir mikla samúð og hjálp í sjúkdómsstríði og við lát mannsins mins Páls Sveinssonar, þakka eg af alhug öllum nágrönnum og vinum. Sömuleiðis þakka eg viðtökur og hluttekningu fornra vina og kunn- ingja á Gimli, við jarðarförina.— Einnig þakka eg dóttur minni og tengdasyni mínum fágæta umönnun og aðhjúkrun er þau veittu honurn í hinu langa sjúkdómsstríði hans. Mrs. Ingigerður Sveinsson. Baldur, Man. Herbergi til leigu, 753 McGee St., phone 22 780. List of Contributors towards purchasing “The Glacia! Blink” a painting by EMILE WALTERS, to be presented to the Winnipeg Art Gallery and placed in the Winnipeg Auditorium, Mr. H. Halldorsson ........$50.00 Dr. B. J. Brandson ........ 25.00 Dr. Jon Stefansson ........ 10.00 Dr. P. H. Thorlaksson ..... 20.00 Mr. Hannes Lindal.......... 25.00 Anonymous .................. 1.00 Hon. W. J. Major ........... 5.00 Ald. Vietor B. Anderson .... 5.00 ! Prof. Richard Beck ........ 5.00 W. A. McLeod ............... 5.00 A Friend in Winnipeg ...... 10.00 Dr. B. H. Olson ........... 10.00 Ald. Paul Bardal ........... 5.00 Hon. John Bracken .........$10.00 Mayor John Queen ........... 5.00 Mr. A. S. Bardal ........... 5.00 Mr. L. Palk .............. 2.00 F. S....................... 15.00 Miss J. C. Johnson ......... 3.00 Mrs. O. J. Bildfell......... 2.00 Miss Laura Eyjolfson ....... 1.00 Selkirk Art Club ........... 3.00 222.00 Kærar þakkir, THE COLUMBIA PRESS, LTD. ATHS.—Með því að nú er sá tími árs, sem helzt má ætla að fólk geti látið eitthvað ofurlítið af mörk- um án þess að taka nærri sér, er vinsamlegast til þess mælst, að menn bregðist nú vel við og leggi fram það, sem upp á vantar andvirði þess málverks, eftir hr. Emile Walters, gem greint er frá hér að ofan. Margt smátt gerir eitt stórt, og i raun og veru er nú ekki nema um herálumuninn að ræða. Tryggvi Ingjaldsson í Árborg, J. K. Óláfson að Garðar, G. J. Steph- anson í Kandahar, og Mrs. C. O. L. Chiswell á Gimli, veita viðtöku sam. skotum hver i sínu bygðarlagi, og munu innheimtumenn Lögbergs aðr. ir í öðrum bygðarlögum gera hið sama. ------- V John J. Arklie, gleraugna-sérfræð- inginn, verður að hitta eftir- fylgjandi stöðum: Riverton Hotel, fimtudaginn i. október og Árborg Hotel föstudaginn 2. október. VEITIÐ ATHYGLI Fyrir skömmu síðan gat eg þess í blöðunum, að eg gæti vísað á þrjá staði þar sem stúlkur, er vildu ganga á Jóns Bjarnasonar skóla gætu unn- ið fyrir fæði og húsnæði. Tvær stúlkur vistuðust fljótt, en einn staðurinn er enn til boða. Það er ekki of seint að sinna þessu. Látið mig samt vita sem alrla fyrst. Rúnólfur Marteinsson, 493 Lipton Street. Mr. og Mrs. John David Eaton frá Toronto, komu til borgarinnar á laugardaginn var og dvelja hér í nokkra daga. Mrs. Eaton (Signý Stephenson), er dóttir þeirra Mr. og Mrs. F. Stephenson, 694 Victor Street hér í borginni. FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 27. september — ensk messa kl. 11 f. h.; islenzk messa kl. 7 e. h. Guðsþjónustur í prestakalli séra H. Sigmar, sunnudaginn 27. sept- ember: 1 Garðar kl. 11 f. h.; í Ey- ford kl. 2.30 e. h.—Allir velkomnir. Messur fyrirhugaðar í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 27. sept.: í Betel á venjulegum tíma; Víðines kl. 2 e. h., og í kirkju Gimli safnaðar kl. 7 e. h. (íslenzk messa). Sunnudagsskóli Gimlisafnaðar mæt. ir kl. 1.30 e. h,—B. A. Bjarnason. Næsta sunnudag, 27. sept., verð- ur messað í kirkju Selkirksafnaðar sem fylgir: Kl. 7 árdegis, á ensku. Kl. 7 síðdegis, á íslenzku. Séra Carl J. Olson prédikar við báðar þessar guðsþjónustur. Vel æfður söngflokkur syngur. 1 vik- unni verða þessir fundir haldnir: Þriðjudagskvöldið: Unga fólkið. Fimtudagskvöldið: Sunnudaga. skólakennararnir. Föstudagskvöldið: Söngflokkur. inn. Sunnudagaskóli byrjar sunnudag. inn 4. sept., kl. 12.15. Starfið af kappi. Látið Guðs anda koma öllu í hreyfingu. Carl J. Olson. Sunnudaginn 27. september mess. ar séra Guðm. P. Johnson að Oak Point kl. 3 e. h. og Lundar kirkju kl. 8 e. h. Eftir messuna á Lundar verður rætt um Ungmennafélagsmál og tilgang slíks félagsskapar. Allir velkomnir. Séra Jóhann Fredriksson messar í Langruth sunnudaginn þ. 27. sept. á venjulegum tíma. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustu á eftirfylgjandi stöðum sunnudaginn 27. sept.: Wynyard, kl. 11 f. h. Mozart, kl. 2 e. h. Kandahar kl. 8 e. h. Guðsþjónustan í Kandahar verður á ensku, hinar á íslenzku. Messa næsta sunnudag, 27. þ. m. kl. 2 e. h. í Wynyard. Ræðuefni: Kvikmyndin “Smiling Through.” Jakob Jónsson. Fyrirlestra flytur séra K. K. Ól- afson sem fylgir: Leslie, laugardaginn 26. sept., kl. 8 e. h. Foam Lake, mánudaginn 28. sept., kl. 8 e. h. Elfros, þriðjudaginn 29. sept., kl. 8 e. h. Mozart, miðvikudaginn 30. sept., kl. 8 e. h. í kirkju Konkordia safnaðar út frá Bredenbury, fimtudaginn 1. okt., kl. 8 e. (h. í kirkju Lögbergssafnaðar, föstu. daginn 2. okt., kl. 8 e. h. Erindi þessi öll eru um mannfé- lagsmál. í Leslie, Elfros og Mozart er umtalsefnið: “Mannfélagsarður,” tvö þau síðari á ensku. En í Kon- kordia og Lögbergs kirkjum er efnið: “Nýstefnur og nauðsynja- mál.” Séra Jóhann Bjarnason og kona hans eru nýlega flutt hingað til borgar, frá Gimli, þar sem þau hafa átt heima i síðastliðin fimm ár. Bú- staður þeirra er nú Ste. 14 Glenora Apts., 774 Toronto St. — Talsími 26 218.— Frú Anna Johnson frá Elfros, Sask., er nýkomin til borgarinnar til >ess að vitja Péturs manns síns, er skorinn var upp á þriðjudaginn á Almenna sjúkrahúsinu hér í borg- inni. Það var Dr. Hillsmann, er uppskurðinn gerði. Var þetta íættulegur uppskurður, en að því er síðast fréttist, líður sjúklingnum til- tölulega vel. Dr. B, J. Brandson kom heim síð- astliðið þriðjudagskvöld úr rúmrar viku bílferð suður um Minnesot^- 1 riki, ásamt frú sinni og dóttur. Látinn er að heimili sínu i Mikley, Helgi Ásbjörnsson, sæmdarmaður •mesti, sjötíu og fimm ára garnall. Andaðist þ. 15. þ. m. Jarðarför hans fór fram síðastliðinn sunnu- dag. Mikið fjölmenni þar viðstatt. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Þessa merka manns verður, við tækifæri, getið nokkru nánar hér í blaðinu. Hjónavígslur Sunnudaginn 20. sept, voru gefin saman í hjónaband Valtýr Jóhannes Swainson og Jónína Guðlaug Is- berg, bæði til heimilis að Baldur, Man Brúðguminn er sonur Þor- steins Sveinssonar í Baldur og konu hans Kristínar Jóhannesson; en brúðurin er dóttir Björgvins T. ís- berg og konu hans Kristbjargar Christianson lengi til heimilis í Bald- ur. Hjónavígslan fór fram á heim- ili foreldra brúðarinnar að viðstödd- um ættingjum og vinum. Séra E. H. Fáfnis gifti. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður að Baldur. Mr. Árni Paulson frá Reykjavík, Man., kom til borgarinnar í byrjun vikunnar, til þess að sækja konu sína, sem skorin var upp fyrir nokkru á Almenna sjúkrahúsinu. Biður hann Lögberg að flytja Dr. B. J. Brandson, er uppskurðinn gerði, hjartans þakklæti fyrir alla hans miklu alúð í því sambandi. Dr. Ófeigur Ófeigsson frá ! Rochester, Minn., dvelur hér í borg. inni i nokkra daga, ásamt frú sinni. Mr. Guðmundur Fjeldsted frá Gimli, var staddur í. borginni á þriðjudaginn. Frá Islandi Karfamiðin fyrir Austfjörðum mœld, upp Fyrsta tilraun til þess að veiða karfa fyrir Austfjörðum tókst ekki eins vel og skyldi, en útlit er fyrir að betur takist næst. Togarinn “Brimir” kom í gær- morgun til orðfjarðar. Hafði hann fengið vont veður, vestanrok. Karfamiðin eru 80 mílur undan landi á 200 faðma dýpi. Er ekki hægt að toga þar með minna en 600 faðma langa vira, en enginn íslenzk. ur togari hefir meira en 500 faðma langa víra. Fékk þá “Brimir” lánaða 200 faðma langa víra til viðbótar hjá togaranum “Hilmi,” sem liggur á Fáskrúðsfirði i gærkveldi og fékk vírana. Fékk “Brimir” dálítið í tveim höl- um, þar sem hann náði vel til batns. Fékk hann um 2 tonn í drætti. Virðast miðin vera á allstóru svæði, en dýpi alls staðar 170—200 faðmar. Keyrði “Brimir” víða um og mældi dýpi. Hefir hann bergmáls- dýptarmæli. í dag er gott veður fyrir Aust- fjörðum.—Alþbl. 26. ágúst. # * * Mikil reknetaveiði á Siglufirði Afbragðs reknetaveiði var á Siglufirði í gær. Fengu allir stærri bátar um og yfir 100 tunnur og flestir aðrir 50—80 tunnur. Mestöll þessi síld var söltuð. Síðan reknetaveiðin glæddist aft. ur og fleiri skip fóru að taka þátt í henni er nú töluverð söltun á Siglu- firði á hverjum degi. Voru til dæmis saltaðar þar i fyrradag 3,838 tunnur, og var þar af reknetasíld 3,366 tunnur. Snurpunótaskipin, sem enn eru að veiðum, eru öll fyrir austan, en eng- ar fréttir hafa borist um að þau hafi fengið nokkra síld. Er búist við, að þau muni koma inn innan skamms, skifta um veiði- tæki og fara á reknet. Veður hefir verið óhagstætt fyrir snurpunótaskipin.—Alþbl. 26. ág. TILKYNNING UM NÝJA TEGUND KICDLE’Í E\DCDT -DEED- Óvúðjafnanleg að gæSum 0g ljúffengi Framleidd hjá The Riedle Brewery Limited Stjórnað og starfrœkt af eigamdanum Fæst í vínbúSum stjórnarinnar, bjórstofum, klúbbum og bjá bjórsölumönnum. ESa meS því aS hringja upp 57 241 and 57 242 AUKIÐ VINNULAUN I MANITOBA This advertisement ls not inserted by Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. SKULUÐ PÉR AVALT KALLA UPP SARGEIMT TAXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT & AGNES FRED BUCKLE, Mgr. KAUPIÐ AVALT LUMBER % hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Danska blaðið Berl. Tidende flutti í fyrradag langa grein um prófessor Guðjón Samúelsson, hjúsameistara ríkisins, og íslenzka byggingarlist. Er i greininni skýrt frá hinum helztu verkum Guðjóns Samúelssonar og hverja þýðingu starf hans hafi haft fyrir þróun ís- lenzkrar byggingarlistar. * * # I Svifflugfélag Islands hafa nú gengið 25 virkir félagar, sem ætla að koma hér upp flugvélum til æf- ingar eins fljótt og auðið er, og byrjað að æfa svifflug. Aðalkenn- ari verður Agnar Kofoed-Hansen flugmaður, er nýlega var skipaður ráðunautur ríkisstjórnarinnar í flug. málum. —Alþýðubl. 22. ág. Látið ekki hjá líða að borga Lögberg nú þegar. Jakob F. Öjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, aem *C flutningum lýtur, smáum eða stðr- um. Hvergi sanngjarnara verð. Helmill: 591 SHERBURN ST. Slml: 36 90« HAROLD EGGERTSON Jnsurance Counselor NEW TORK LIFE INSURANCE COMPANT Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAROENT AVE., WPO. J. Waltcr Johannson Umboðsmaður NISW TORK LIFE INSURANCE COMPANT 219 Curry Bldg. Winnipeg Uppskera er viða goð í bygðum Íslendinga--- Þess œtti Lögberg að njóta! Minniát BETEL ✓ 1 erfðetfkrám yðar ! IeldÆkÍ) JEWELLEBS Or, klukkur, gimsteinar 00 aðrtr skrautmuntr. Gtftingaleyfisbrif 467 PORTAOE AVE. Simi 26 224 WHAT IS IT— 9 1 That makes a business man choose one appli- cant for employment in preference to another? Efficient business training, important though it is, is only half the story. To sell your services you must understand the employer’s needs and his point of view. You must be able to “put yourself over.” DOMINION graduates are taught not only the details of their work but also the principles of good business personality. They can sell their services. DOMINION BUSINESS COLLEGE ONTHEMALL And at Elmwood, St. James, St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.