Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.10.1936, Blaðsíða 2
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1936 FERÐASAGA Eftir Gunnlaug Jóhannsson. Frásögn min um ferÖina til um með okkur í stórri Thermo Kyrrahafsins, verður að innihaldi ílösku, þvi þarna uppi var svalt og til um: . j hressandi loft, nálega frost. Þó Yeg og vegfarendur, ; nokkra fleiri snjóskafla sáum viÖ hauÖur og haf, j þar i grendinni, þvi þessi f jallgarÖ menn og málefni. | ur var afarhár. Þarna sem við vor ÞaÖ mun hafa verið í samkvæmi um nú stödd í fönninni, með kaffi líkt og þessu, þá er hann KA. sté bollana, í glaðasta sólskini, þá tók- fram fyrir landa sina i borginni um við af okkur myndir, fórum í Duluth og mælti á þessa leið: snjókast og lékum okkur eins og Hér er margt af heiðursfólki, krakkar, og vel að merkja, einmitt hópur sveina og fríðra meyja; ! bennan sama da&> senl vlð vorunl allir vonast eftir góðu, eitthvað má eg til að segja. þarna uppi, þá var 90 stiga hiti niðri á jafnsléttu, svo að þið skiljið að þetta var hressandi dagstund. Skamt \ ið vorum f jögur, konan mín og frá okkur ; skaflinunl og litlu neðar eg, sonur mmn Haraldur og kona yar takvert stóf tjönif og enda hans, sem logðum á stað í bíl árla nokkraj. fleiri þar uppi j fjöllunum> morguns, þann 4. júlí, i vesturátt, og þyi ak af sifraði ofurlitig um, há varð ferð.nm he.t.ð t.l Kyrrahafs- daginn> úr þessum gömlu sköfíum; ins. Hofðum v.ð Haraldur gjort á- j en úfsýnig yaf undur tilkomumikið> ætlun um ferðalag.ð alt, bæð, hvar Qg okkur ,eig vel j mesta máta> en farið yrði um land.ð og einn.g hvað , ekkj yar nokkur grógur sjáanlegur> v,ð yrðum lengi á leiðinni, og hvað var]a stingandi strá> og ekki fugl eða við mættum stanza lengi eða skamt i þessari eða hinni stórborginni; hvar við hlytum að taka á okkur aukakróka eða útúrdúra, þvi nú yrð- um við að nota timann sem bezt og sjá afarmarga söguríka staði og náttúruundur, sem framast mátti við koma, því allar líkur eru til að slikar ferðir sem þessi yrði ekki farnar á okkar æfi siðar meir. Fyrsta daginn ferðuðumst við fullar 400 mílur, og lentum í Regina. Er það lagleg borg og hefir stjórn- arvald fylkisins þar sín aðal heim- kynni; er þinghús og aðrar stjórn- arbyggingar mjög skrautlegar, og engu siðri að ytra útliti en okkar hér á Broadway, og kostaði okkar þó þriðjungi meira, sællar minningar, já, og talsvert meira en það; en sleppum því. Akurlendi og upp- skeruhorfur sýndust mér vera í rýr. ara lagi víðast hvar, en engar voru engisprettur á leið okkar, og gripir litu út sæmilega. Næsta dag liggur þjóðvegurinn til suðurs, og nú erum við orðin 5 í bílnum; hafði Guðrún dóttir mín komið til móts við okkur 200 mílur norðan frá Saskatoon, þar sem hún hefir verið í nokkur ár, og er hún þar skóla “nurse” í borginni; er eftirlit á heilbrigði skólabarnanna hennar skyldustarf. Um miðjan dag erum við komin yfir merkjalínur Bandaríkja og Canada, án þess að tefjast mjög mikið, og um leið komin inn á greiðfærari og betri vegi. Er “Uncle Sam” sjáanlega hagsýnni í vega- gjörð og framtakssamari en “Miss Canada”; hefir hann margt kost- gangara, sem ekki er leyft að ganga sprengja í sundur björg og hæðir, með höndur í vösum, verða þeir að brúa ár og firði, yrkja lönd og eyði- merkur með vatnsveitum, endurbæta farinn veg og starfrækja skógar- högg og margt og margt fleira; en “Miss Canada” heldur að sér hönd- um og hennar húskarlar. Já, land- ar góðir, mér duldist það ekki, að þrátt fyrir ofþurkana syðra og ó- áran, eru langt um meiri framfara- umbrot þar og hagsýni, en hér hjá okkur, — því Canada sefur og svelt- ur. Jæja, leið okkar lá yfir lítinn part af North Dakota og inn í Montana; er landið afar ömurlegt útlits, rnest vegna margra ára vatnsleysis og gróðrarskorts. í þrjá daga höfðum við talsverð hlýindi og sólskin, og tókum lika eftir því víða hvar, að hitinn var 115 stig í forsælu, en þann 8. júlí lá þjóðvegur okkar yfir fjallgarð einn, sem er á suðvestur leiðinni; það var glaðasólskin allan daginn, og þann morguninn höfðum við verið að sniðskera f jallshlíðina þar til klukk- an 11 fyrir hádegi, og erum við þá komin upp á erfiðasta hjallann. Á hæðinni voru þar tveir nálega áfast- ir hnjúkar, og lá vegurinn á milli þeirra, en okkur til mestu undrunar er nú þarna afarstór snjóskafl, sem við urðum að renna bílnum yfir, og vitanlega var fönnin farin að troð- ast talsvert, en nú var stanzað og stokkið út í skaflinn, og um leið brugðum> við okkur í yfirhafnir og drukkum heitt kaffi, sem við höfð- fluga. Á næsta degi komum við árla morguns í Yellow Stone Park, og vorum við þar einhig næsta dag Flestir menn í þessari heimsálfu hafa víst heyrt um það undraland getið, enda verið mikið um það skrifað og fagurlega, leiði eg því minn hest frá því, að lýsa Yellow Stone Park á einn eða annan hátt, en “gat ei nema Guð og eldur, gjört svo dýrðlegt furðuverk.”— Aðeins skal þess minst, að þar eru þau mestu undur, svo sem sjóðandi vatnshverir á margra milna svæði, og sá eg þar á prenti, að þeir væru rétt um 3000 að tölu. Geysirinn, sem heitir “Old Faithful” (hinn gamli óbrigðuli), sem spýtir sjóðandi vatninu 150 fet í loft upp í 4 mín- útur i senn með 70 minútna milli- bili, ár út og ár inn, og þá kalt er veður, stígur hitagufan, sjáanlega, mörg hundrruð fet í loft upp. Ann- ar geysir er þar, en allangt frá, sem spýtir vatninu 250 fet í loft upp, á 6 til 14 daga millibili, heitir hann “Giant Geyser” (tröllið). Einnig er þar í Yellow Stone Park ánni sem rennur í gegnum þetta undraland, foss einn mikill, er hann 308 fet á hæð og er afar tilkomumikil sjón, eins og umhverfið alt, sem er ó- gleymanlegt, og eg vil segja óútmál. anlegt. Þar eru standberg, urðir og ódáðahraun. En þar eru líka slétt- ar grundir, ár og'stöðuvötn; berg- stallarnir og klettarnir eru nálega ineð öllum litum regnbogans og yfir- leitt er þetta svokallaða “park” hið mesta undraland i Vesturálfunni. ‘ Stór og smá gistihús eru í “park- inu”, helzt í námunda við eitt af stærri stöðuvötnunum, eru þau gisti- hús og allur greiði afskaplega dýr. Manni gefur að sjá talsvert af niargskonar viltum dýrum á þessu svæði, en strangar eru reglurnar, að menn komi ekki nálægt þeim. Á þessarj leið okkar vestur úr Wyomingríkinu komum við til Utah og inn til borgarinnar Salt Lake City; hafði eg hlakkað til að sjá þá miklu borg. Er hún að parti til ekki svo ólík Rómaborg á ítaliu, þar sem að páfinn hefir sinn veldisstól, þvi að mormónarnir eru einnig trúmenn miklir og offra miklu í sálarþarfir; er tjaldbúðin þeirra og musterið þess talandi vottur. Okkur gafst tæki- færi að tnorgni dags kl. 10, að vera þar við sálmasöng og organspil í tjaldbúðinni miklu, og fanát okkur það mjög ánægjulegt og hátíðlegt. Byggingin er stór og eru þar sæti fyrir 8,000 manns, og alt vandað að sama skapi. En það sem mesta undr. un vekur og aðdáun, er orgelið; er það talið að vera það stærsta og fullkomnasta pípuorgel i heimi. Einnig gafst okkur að líta, allskamt frá tjaldbúðinni, mormóna musterið, sem er að mörgu leyti—utan að sjá —langt um skrautlegri bygging; en mér var skýrt frá, að inn í það musteri mætti enginn stíga fæti, nema mormónarnir sjálfir, og að til- högun væri að ýmsu leyti eins og hjá Gyðingunum á Gamla testa- mentistímunum, og inn í það allra helgasta má enginn koma nema höfuðpresturinn einu sinni á ári; og þar inni er geymt bókfell það hið mikla, sem dýrðlingurinn Smith fann eitt sinn í gömlum rústum, austur i landinu helga, og sem trú- arskoðanir mormónanna voru lesn- ar út úr og bygðar á. Ekki er mér ljóst hversu að þetta Guðshús hefir kostað marga dali, en hitt er mér kunnugt, að það tók mormóna 40 ár að byggja og fullkomna þetta musteri á árunum 1853 til 1893, og vér getum aðeins ímyndað okkur, að það hefir margt til 'síns ágætis, að fegurð og list, mörg hagleikshöndin hefir verið þar að verki. Það eru 3 afarstórir turnar á þessu musteri og aðrir smærri, en hæsti tuninn af þeim þemur er 210 feta hár. Ekki er eg fær um að bregða upp neinu ljósi yfir trúarskoðanir mormóna, en vel gast mér að fólkinu öllu og borginni, enda er hún sú fallegasta alt i gegn og hreinlæti með afbrigð. um; er vatnsflóði stefnt yfir mikið af strætum borgarinnar á hverjum morgni, sem viðheldur hreinlæti og heilbrigði á hæsta stigi. Allar göt- ur borgarinnar eru breiðar og þráð- beinar, fá suðri til nroðurs og frá austri til vesturs, en engin ská- stræti, eins og viðgengst alstaðar annarsstaðar. Borgin er umkringd fjöllum, og bera þau hin fornu fjallanöfn Egyptalands; jafnvel áin Jórdan er þar ekki fjarri. Þar eru stj órnarbyggingar hinar skrautleg- ustu sem við sáum nokkursstaðar. Eitt af því, sem eykur mjög á hið fagra útsýni frá borginni, er vatnið víðfræga, sem er henni áfast; er stærð vatnsins 75 mílur á lengd og 50 mílur á breidd, er það miklu salt- ara en sjórinn og má undarlegt þykja. Allur fjöldi ferðafólks safn. ast að þvi vatni til böðunar og sunds, og vegna seltunnar í vatn- ihu geta menn ekki sokkið, heldur fljóta á yfirborðinu, þó hreyfingar. lausir séu. Þá eg var ungur heimá á ætt- jörðinni var mér innprentuð óbeit á mormónum ; komu tveir landar aftur heim. frá Utah, og reyndu að lokka fólk með sér til vesturfarar. Var þetta veturinn 1879, Þv' einmitt á þessum sama vetri var móður minni sent langt ljóðabréf úr hinum enda sveitarinnar, en konan, sem orti var Guðrún Árnadóttir, móðir Þuríðar Þórðarson, sem. er nú roskinn kven- maður hér til heimilis í Winnipeg. Jæja, i þessu ljóðabréfi er ein vísan svona: “Eins og fjandinn æða um landið víða, mikið illir mormónar, meður villukenningar.” Munuð þér nú, tilheyrendu góðir, skilja það fullvel, að þegar við ungl- ingarnir vorum búnir að heyra þessa vísu nokkrum sinnum, þá var okkur orðið illa við þessa mormóna í Ame- ríku. Annar þessara manna, sem kom heim, mun hafa heitið Jakob. En konur heima á ættjörðinni á þeirri tíð, sem ekki gátu felt sig við hjúskaparaðferð vors gamla Salo- mons, munu hafa haft horn í síðu mormónanna, og vel að merkja, nú á síðari árum hefir ríkisstjórnin af- tekið alt fjölkvæni, og er það þó ófyrirsynju, því einum manni kynt- ist eg í ferðinni, sem átti þrjár kon. ur, með góðu samkomulagi, og eng- in öfund eða illindi þar á milli kvennanna, eins og ykkur gefur að skilja, því þær áttu sitt heimilið hverð og sín 6 börnin hver þeirra. Eins og gefur að skilja hafði þessi náungi gengið að eiga þessar konur áður en bannlögin gengu í gildi. 1 Salt Lake City eru vinnulaun fremur lá, enda samtök ófullkomin hjá vinnulýðnum ; þar hafa “grocery clerks” 20 dali á viku, fyrir 14 tíma vinnu, en “Butchers,” sem hafa union” sín á milli, fá 35 dali um vikuna fyrir 10 tíma. vinnu. Flest íveruhús og byggingar aðr- ar eru úr rauðum múrsteini og eykur ?að mikið á prýði borgarinnar. íbúatala er 150,000. Ekki vinst mér tími til, að minnast á Utah-ríkið frekar, sem er, að mér skildist, alt undir “regimenti” mormónanna, og hefir verið frá fyrstu tíð, að Brig- ham Young fann og stofnsetti þetta ríki árið 1847, °& má sjá allvíða vandaðar myndastyttur bæði af dýrlingnum Smith og Brigham Young, manninum, sem leit eftir öllu því veraldlega í byrjuninni. Euníremur er ein sérstök og ein- kennileg myndastytta sjáanleg í Salt Lake City og jafnvel víðar, er það afarhá koparsúla, er stendur á rambyggilegum steinsteypustalli, en efst á súlunni er tvítur fugl með út- þanda vængi. En tildrögin að þess- ari myndastyttu eru, — að einu sinni kom sú óáran yfir Utah-ríkið, sem nálega eyðilagði menn og kvik- fénað, og voru það engispretturnar, sem komu eitt sumar — og alt virt- ist dauðadæmt — en engin mannleg úrræði dugðu, svo allir, já hvert mannsbarn í ríkinu, lögðust á bæn einn Drottins dag og báðu um lií og hjálp, — og viti menn, að næsta dag var landið alt þakið af “sea gulls,” þessumi hvítu sjávarfuglum, sem gjöreyðilögðu engispretturnar allar og frelsuðu land og þjóð, svo að eftir þessa bænheyrslu Drottins var fuglinum hvíta reistur minnis- varði og ríkið hefir með lögum frið- að þann fugl, svo enginn má blaka við honum hendi siðan. Mér varð fyrir að óska þess, að vér íslendingar hefðum borið gæfu til að halda svona vel hópinn og fylla upp og stjórna einu fylki Can- ada ríkisins, þar sem átrúnaður og þjóðareinkenni hefðu fengið að njóta sín með Guðs hjálp, eins og virðist að mormónarnir gjöri í Utah. ríkinu, en því miður erum við land- arnir allir tvístraðir, og þjóðarein- kennin borin fyrir borð, með hverj. um degi sem liður. Nú þá er við skildum við þessa borg, var lagt upp á 600 mílna f jall- veg frá Salt Lake City til Los Angeles, sunnarlega í Californíu. Margt fagurt og einnig hrikalegt ber fyrir augun á þessari leið, en einna mierkilegast er “Boulder Dam.” Er það vatnsgeymir stór í f jöllum uppi, sem er nýlega bygður, og þó ekki fullgjör, og hefir kostað 500 miljón dali, með vatnsveitinga- ræsum á ýmsa vegu, landbúnaðinum til bjargar og blessunar. Þegar til Los Angeles kom, síðla dags, leigðum við okkur allgóð ferðamanna hýbýli (tourist camp), sem líktist “bungalow” með öllum nútíðar þægindum: rafmagns-elda- vél, heitu og köldu vatni, baðher- bergi, uppbúnum rúmum, borði og stólum og leirtaui; eru slík býli ut- arlega eða nálægt bæjarlinu í flest- um borgum, en vegna ferðamanna- straumsins, voru slik híbýli oft upp. tekin, áður en okkur bar að garði; héldum við þá til á hótelum og reyndum að láta okkur það lynda. í Los Angeles náðum við fljótlega i gegnum síma, í Skúla bakara Bjarnason og frú Margréti; komu þau óðara í bíl til móts við okkur, og sýndu okkur alúðarfylstu við- tökur, bæði í heimahúsum og ann- arsstaðar, eru þau hjón í góðum kringumstæðum; eiga þau tvo drengi uppkomna, mjög myndarlega, stunda þeir háskólanám og standa þar í fremstu röð. Skúli vinnur að bakaraiðn, eins og áður, og dreng- irnir einnig, í frístundum sínum. Þau hjónin ferðuðust mjög víða með okkur um borgina; er hún afar- stór og víða fögur, með fjöllin í baksýn en hafflötinn á ihina; eru siglingar þar afarmiklar og verzlun að sama skapi. Óvíða eru meiri skrautbyggingar en í Los Angeles, og skemtigarðar með blómskrúði og gosbrunnum báru þess merki, að mannshöndin hefir verið þar að verki samfara hagstæðu tíðarfari; einnig eru inni í borginni isjálfri, stór og smá vötn, og þar sá eg álftir sem mér sýndist að vera íslenzkar! og margar aðrar fuglategundir, sem var unun á að líta. Þar gafst okkur að sjá hið mikla musteri Aimie McPherson, æfin- týrakonunnar miklu og mælsku; er hún af mörgum talin að vera áhrifaf mesti ræðuskörungur núlifandi kvenna. Einnig leituðum við uppi, með aðstoð Skúla, legstaði þriggja góðra íslendinga, sem grafnir eru ekki alls fyrir löngu þar í borginni, var það Þorsteins Oddssonar, kirkju- og f jármálamannsins, Gunn- ars Goodmundsson, fasteignasala og Sigurborgar dóttur Ólafs heitins Thorlaciusar, fyrir nokkru gift góð- um dreng, Jóni Sigurðssyni að nafni; dó hún úr krabbameinsemd fyrir einu ári eða svo. Vér minn- umst hennar mér hér fyrir góða viðkynningu, þá hún hafði húshald á hendi um langa tíð hjá Hreiðari Skaftfeld hér í Winnipeg, og gjörði alt vel. Eitt, sem vakti aðdáun mína, var tilhögun sú, sem á sér stað í graf- reit J>essum og er þetta: á hverju leiði liggur þriggja feta löng mar- marahella með nafni og dánardægri þess er þar hvílir; eru þessar hellur allar jafnar að stærð og fegurð, engin þeirra er reist upp, eins og gengst við hér, heldur liggja þær í sínum skorðum, og allir virðast jafnir, og ekkert ríkidóms yfirlæti yfir einum meir en öðrum. í Los Angeles komum við til Helgu Jonasson Orton og manns hennar, og nutum ástúðlegrar við- töku; er Helga þessi bróðurdóttir Sigríðar heitinnar, konu A. P. Jó- hannssonar, er hún skýr kona og skemtileg. Einnig heimsóttum við Mrs. Thorsteinn Oddson og tók hún okkur eins og hún væri móðir mín, og grét fagnaðartárum; er hún ein þeirra íslenzku kvenna, sem hefir lifað við skin og skugga lifsins. Á sínum fyrstu búskaparárum gat hún stundum ekki klætt börnin, svo að þau nytu skólagöngu, en nokkrum árum siðar var hún orðin rík, en þó aldrei drambsöm; munu þau hjón hafa verið talin að vera hálfrar miljón dollara virði, ríkust allra ís- lendinga hér í Canada; en svo sn'er- ist lukkuhjólið í öfuga átt fyrir þeim, svo nú er hún allslaus og öllu svift, nema góðri aðhlynning einnar dóttur sinnar, eru það Mr. og Mrs. Clark, sem skjóta nú skjólshúsi yfir mædda móður. Er hún nú, sem von. legt er, orðin mjög fyrirgengileg, en þó tilkomumikil undir silfurhærum, sem frænka hennar, Mrs. Haraldur Olson, hér í Winnipeg. Einn daginn lögðum við á stað suður til San Diego, liðugar 100 mílur, en á þeirri leið, eða lítið út úr vegi er Long Beach, sem er fögur borg á “Langanesi” sem eg svo kalla, Nú keyrðu þau með okkur Skúli og konan og drengirnir, víst einaY 40 mílur, og jók það eitt mik- ið á skemtun okkar þann daginn; fórum við öll í hóp heim til góð- kunningja míns, sem býr á Long Beach; var það Sumarliði Sveins- son, og liður honum þar mætavel; kona hans kom okkur fyrir sjónir sem fyrirmyndar kona, er dóttir Gunnars heitins Goodmundssonár og frú Ingibjargar; þeirra mann- vænlegu börn eru háskólagengin og mjög álitleg. Sumarliði er friður maður og tilkomumikill, hefir lika mikið látið til sín taka þar syðra, hefir góða stöðu hjá voldugu félagi, en svo er annað, sem hann hefir beitt sér fyrir, sem er það, að hann hefir samið talsvert af historiskum ritgjörðum og útvarpað þeim með hrósverðum myndarskap. I lann tekur einnig þátt i ýmsum félags- málum borgarinnar og svo tilheyrir hann frímúrara reglunni. Stórt bókasafn á Sumarliði og i gegnum það hefir hann náð mikilli mentun. Viðtökurnar hjá þeim1 hjónum lýstu góðvild og h^fðingsskap, og eftir að koma á heimili sem þetta síðast- nefnda, þar sem mannskapurinn yfirgnæfir, finst mér ekki nema rétt að taka það fram, að íslendingar eru sannarlega ekki eftirbátar ann- ara þjóða að neinu leyti, með að menta börnin sín og koma þeim á hærri mannfélagströppu; þeir láta sér ekki nægja hugsunarhátt Men- nonítans frá Morris. Á þessu “Langanesi” er mikið gjört að því að grafa í iðrum jarðar eftir olíu, og er það atvinnugrein ekki lítil á því svæði; hafa jafnvel borað niður í sjáarbotninn, og orð- ið notadrjúgt, og á einum stað undir kirkjugarði eða grafreit öllu heldur, og hittist svo á að þar var mikla olíu að finna, en vel gæti eg trúað, að mörgum, sem þar hvíla fyndist að nokkuð vera nærri sér gengið. Sem samt er mönnum þar vestra stór- atvinnugrein að framleiða olíuna, eins og það er gjört í Californíu og norður í Oregon, enda er mikið brúk fyrir oliuna, eitt fyrir sig stóð það nýlega í einu f jölfræðiriti þar syðra, að nú á þessu sumri séu í Banda- rikjunum 28 miljón bílar af* öllum stærðum í brúki, svo engan skal heldur ungra þó víða sé þröngt í stórborgunum á strætum úti. Fyrir forvitnissakir fórum við upp á þak á tveimur hæztu bygg- ingum, einni í San Francisco og ann- ari i Seattle, og eitt var það, sem eftirtekt okkar vakti, að hvergi sá- ust auðar bæjarlóðir ; vel að merkja, að þar sem ekki stóðu byggingar á bæjarlóðum, þá voru þær leigðar út fyrir “parking” jafnt um nætur sem daga. Jæja, svo húrruðum við á stað suður og Mr. og Mrs. Sveinsson fylgdu okkur nokkuð á leið, og fundum við þá, eins og svo víða, að við höfðutn verið í vinahöndum. Þegar til San Diego er komið, heimsóttum við Frank W. Friðriks- son, sem mér var sérlega vel til á fyrri árum, er hann bróðir Mrs, Samlögin og kornsala Kornhlöðufélögin nota núgildandi mark- aðsaðferðir, vegna þess að reynslan og margvís- legar rannsóknir hafa sannað að þær eru þær ódýrustu og beztu við sölu canadiskra kornteg- unda. Samlögin vestanlands, sem eru meðlimir í Winnipeg Grain Exchange, segjast nota þær að- ferðir vegna þess að þau eigi ekki annars úr- kosta. Þetta er ekki rétt; þau gætu beitt eftir- greindum aðferðum: (a) (b) (c) Selt beint til canadiskra útflytjenda; Selt beint til mylnueigenda í öðrum lönd- um; Selt beint til þeirra, er inn flytja korn í öðrum löndum; (d) Stofnað sjálf samlags miðlarahöll. , Ekkert af þessu hafa l>au reynt vegna þess að þeim er það kunnugt, að með sölu á opnum markaði fær bóndinn bezta verð fyrir korn sitt og nýtur hinnar fylstu tryggingar. Með öðrum orðum, þá nota samlögin hina félagslegu af- stöðu sína í Grain Exichange á sama hátt og af sömu ástæðu og einkafélögin gera. Vera má að með tilraunum og rannsóknum megi finna upp hagvænlegri aðferðir við korn- sölu, en nú gengst við. Ef til þess kæmi að arð- vænlegri aðferðir bóndanum til handa yrði upp- götvaðar, þá fengi þær að sjálfsögðu ákveðnast- an stuðning frá einkafélögunum, sem talið hafa sér þann metnað mestan, að hafa verið í fylk- ingarbrjósti síðastliðin þrjátíu ár, að því er við- kemur þjónustu bóndans viðvíkjandi sölu á komframleiðslu hans. The North-West Grain Dealers Association Western Grain Dealers Association

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.