Lögberg - 05.11.1936, Page 5

Lögberg - 05.11.1936, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 1936 5 eiramitt þetta græskuleysi hans, aÖ ógleymdri orÖfiminni og frumleik- anum, sem gerði hann sérstæðan meðal íslenzkra kímniskálda, eins og réttilega hefir verið bent á af ýms- um. Þetta einkenni á kveðskap skálds- ins var engin tilviljun. Hann átti í því sammerkt við önnur sönn kímni- skáld, að hann var undir niðri sam- úðarfullur alvörumaður. Það leynir sér ekki í ljóðagerð hans, þó þeirri hlið hennar hafi eðlilega verið minni gaumur gefinn en fyndninni, sem þar leiftrar í blæbrigðum máls og mynda. Skáldið hafði séð og heyrt nóg á langri lífsferð, við misjöfn kjör, til þess að fyllast samúð með olnbogabörnum lífsins, enda var honum sú tilfinning í blóð borin. Hann veit, eins og hann orðar það í einu kvæða sinna: “en gleðin*er margföld og gleymist ei strax, ef gleðjum vér þann, sem á bágt.” Barngæsku hans er viðbrugðið, enda fær hún fagran búning og við- kvæman í sumum vísum hans, svo sem þessari: “Hreina ást og bjartans yl hefi’ eg ekki að bjóða, en alt, sem skárst er í mér til áttu, barnið góða.” / Af sama toga er það spunnið, að skáldið tekur innilegan þátt í ást- vinamissi frænda sinna og vina. 1 fáum orðum sagt, það er ekkert steinhjarta, sem slær í ljóðlínum vors látna skálds. 'Honurn hefir eflaust stundum farið eins og enska merkisskáldinu, að hann hefir bros- að til þess “að hylja tárin.” Og svo hlýtur þeim öllum einhverntíma að fara, sem ekki eru andlegir trémenn, horfist þeir alvarlega í augu við líf- ið og lífskjör manna. Enn er ótalinn einn þátturinn í kveðskap skáldsins — ættjarðarást hans. Hann stóð djúpum rótum í íslenzkri mold og bar í barmi ríka rækt til ættlands síns og íslenzfkra érfða, enda var hann sprottinn upp úr jarðvegi eins fegursta og sögu- rikaSta héraðs landsins. Svo fer ’öllum þeim, sem skilja náið sam- band sitt við fortíð sína og kynstofn sinn. Það er engin uppgerð í kveðj- unni, sem hann sendi heim til Is- lands í þessum orðum: “Biðja skal þig síðsta sinn: Svani og blómum f jöllum, hóli, bala, hálsi og kinn heilsaðu frá mér, öllum.” Engin þörf gerist að lýsa á þess- um stað skapferli og persónu hins látna samferðamanns; mörg af ykkur þektuð hann miklu lengur og betur en eg, enda hefir mat mitt á honum sem manni óbeinlínis komið fram í túlkun minni á kveðskap hans. Þó vil eg bæta þessu við: Því betur, sem eg lærði að þekkja þennan vin vorn persónulega, því betur lærði eg að meta vinfestu hans og örlæti, heillyndi hans og hjarta- hlýju. , Svo þökkum vér kímniskáldinu samúðarrika og ættrækna samfylgd- ina, gleðistundirnar, fræðsluna, í einu orði, ljóðin hans, sem lengi munu lifa á vörum manna, og enn lengur í islenzkum bókmentum. Vinir hans, sveitungar hans, landar hans, heima og hér, þakka honum unnið dagsverk, drjúgt menningar- framlag, og kveðja hann með klökk- um huga. Gengislœkkun á Þýzkalandi þrátt fyrir alt? ítölsk blöð fluttu í gær greinar, er miðuðu í þá átt, að fullvissa Þýzka- land um, að gengislækkun ætti alls ekki að tákna fráhvarf ítalíu frá Þýzkalandi, — heldur einungis, að ítalía teldi samstarf um viðskifta- og gjaldeyrismál við Breta, Frakka og Bandaríkjamenn, nauðsynlegt. Enda þótt þýzka stjórnin hafi á- kveðið, að lækka ekki gengi marks- ins, fer sú skoðun vaxandi, að ekki muni líða á löngu, þar til hún neyð- ist til þess að fella gjaldeyri Þýzka- Iands.—Alþ.bl. 9. okt. TILKYNNING UM NÝJA TEGUND CIEDLEf EXPCET -I III- ÓviSjafnanleg að gæðnm og ljúffengi Framleidd hjá The Rtedle Brewery Limited Stjórnað og starfrækt af eigandanum Fæst í vínbúSum stjórnarinnar, bjórstofum, klúbbum og lijá bjórsölumönnum. ESa meS því aS liringja upp 57 241 and 57 242 AUKIÐ VINNULAUN 1 MANITOBA This advertisement is not inserted by Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. ÞÓR BÚHÖLDUR Heimilisiðnaðarfélagið 'heldur sinn næsta fund að heimili Mrs. Ovidu Swainson, Ste. 2 Reliance Block, 480 Young St., á miðviku- dagskvöldið þann 11. þ. m., kl. 8 eftir hádegi. Eftirgreind númer af Lögbergi frá árinu 1935, óskast til kaups nú þegar: febr. 14.—21.; mai 16.; júli 18.; október 31. — Lítið inn á skrif- stofu Lögbergs þessu viðvíkjandi, eða sendið blaðinu línu. Frú Þórunn Stewart, er búið hefir um langt skeið stórbúi í grend við Melville, Sask., er nýkomin til borgarinnar og hygst að setjast hér að. Er hún systir þeirra frá Guð- nýjar Paulson og frú Önnu Steph- enson. Hinir mörgu vinir og frænd- ur frú Þórunnar, bjóða hana vel- komna í íslendingahópinn hér í borginni. Herra ritstjóri:— Hér með sendi eg Lögbergi $3.00 fyrir þetta ár og bið þig að fyrir gefa hvað það hefir dregist. Okk- ur íslendingum hér í Bellingham líður vel, flestir að vinna, kaup gott og tíðin jafnvel sú bezta sem eg hefi séð í 34 ár, og heilsufar gott ; svo þegar við höfum alt þetta, þá er ekki yfir neinu að kvarta. Eg vona að það sé líkt hjá ykkur. Með beztu óskum og virðingu, Th. Andcrson. 1917—35th St, Bellingham, Wash., U.S.A. Þriðji Nóvember 1936 (Síðasta vísa Kn’s) Ávarp til landans Heyrðu landi, hinsta sinn eg kveð, á himni og jörðu færðu táknin séð, láttu Drottinn halda í þina hönd, í hinni mætti’ hann bera stóran vönd. Og ef þú svikur sjálfan þig í dag, —of seint mun verða að kippa því í lag,— þá hefst hin nýja Hoovers súpu-öld, og hætt er við að súpan verði köld! • "Skýat þó skírir scu” Það er engan veginn með vilja vinar míns, Mr. Gunnlaugs Jó- hannssonar, i hinni fágætlega vel rit- uðu ferðasögu sinni, að eigna mér vísu eina, er ferðasagan nefnir: “Þó að berir fínni flík” o. s. frv. Hún er ekki eftir mig; hennar rétta faðerni er á íslandi, en “skylt er skeggið hökunni,” segja menn; höf- undinn veit eg vel, en ekki gerist þörf að nefna hann hér, Vinur minn G. J. misvirðir ekki leiðrétting mína.—/. G. Gillics. Miss Jessie Stuart, 85 Matheson Ave., Winnipeg, hlaut ábreiðuna, sem lúterska kvenfélagið á Gimli hefir verið að “raffla” í sumar, rrieð ticket No. 118. — Mrs. C. O. L. Chiswell gaf kvenfélaginu þessa á- breiðu og viljum við taka þetta tæki- færi til að þakka henni innilega fyr- ir þessa fallegu gjöf. Mrs. M. R. Magnusson, skrifari. Staka til Lárusar Guðniundssonar “Aldrei blár” við orðaspil, er það tárugt gaman; hvað sem Lárus leggur til lifir árum saman. J. G. Gillies. Eileen S. Johnson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. G. J. Johnson, 109 Gar- field Street hér í borginni, lauk í síðastliðnum júnímánuði, undirbún- ingsprófi í pianospili við hljómlist- ardeild Manitobaháskólans með fyrstu ágætiseinkunn. Stúlka þessi er aðeins 10 ára gömul; hún er bráð- velgefin, einkar næm á hljómlist og söng og líkleg til góðs þroska á því sviði. Gjafir til Betel í október 1936 María Gísladóttir (Betel), $20.00; Mrs. Carrie Kelly, Devils Lake, N.D., $2.50; Mrrs. Kristín Good- •man, Milton, N.D., $2.50; Vinkona á Betel, $5.00; Áheit frá vinkonu i Langruth, $10.00; Mr. Pétur Magn- ússon, Gimli, Man., $5.00; Mr. Grímur S. Grímsson (Betel), $5.00; Dr. B. J. Brandson, box of apples; gefið úr blómasjóði kvenfélagsins Framsókn, Gimli i minningu um Guðrúnu Sigurðsson frá Víðivöll- um, Árnes, Man., $5.00; O. S. (Stefán) Oliver, 924 Banning St., Winnipeg, 2 shares Willards Choco- lates, Ltd. Innilega þakkað fyrir hönd stjórn- arnefndar Betel, /. /. Swanson, féhirðir. 601 Paris Bldg., Winnipeg. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar helidur sinn venjulega haust- aðar heldur sinn venjulega haust- bazaar á fimtudaginn þann 19. nóv- ember, í- fundarsal kirkjunnar á Victor Street. Enski Alþýðuflokkuirinn heim t- ar rannsókn á undirróðri Fascista á Englandi Brezki Alþýðuflokkurinn sam- þykti á þingi sinu i Edinburgh ný- lega, að skora á brezku stjórnina að láta fara fram gagngerða rannsókn á starfsemi fascista í Englandi. Eitt sinn fyrrum, á að giska áður en skemdi hár sitt Viska, Ása-Þór hina flötu fiska færði á land og kýfði diska. Manni er stingur í munn sér fingri mundi hann vera stórum þyngri. Það er lika Þór sá yngri; þykir hinum jafnvel slyngri. LNDEC TDE “MINICIPAL ÁCT” ' Þó að engar þrumur geri þessi er hinum drýgri i veri. Þúsundfalt um þenna greri það sem verður að rjóma og sméri. RURAL MUNICIPALITY OF BIFROST Sale of Lands for Arrears of Taxes »j Bý virtue of a wárrant issued by the Reeve of the Muni- cipality of Bifrost, in the Province of Manitoba, under his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me directed, and bearing date the 14th day of October, A.D. 1936, commanding me to levy on the several parcels of land here- inafter inentioned and described, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on Saturday, November 28th, A.D. 1936, at the council chamber in the Village of Arborg, in the said Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. Description Arrears Costs Total S.% L.S.D. 9, 22-21-4E , $ 82.31 .50 $ 82.81 All that portion L.S.D. 13 not covered by the waters of Lake Winnipeg, in Sec. 23-21-4E E.%S.%N.% 28-21-4E except C.P.R. 140.14 .50 140.64 right-of-way shown on Plan 2274 69.93 .50 70.43 N.E. 31-21-4E except 3 acres taken out for school as shown on Cert. of Title No . 464549 138.70 .50 139.20 S.W. 33-21-4E 75.61 .50 76.11 N.E. 5-22-4E 208.64 .50 209.14 S.E. 6-22-4E 163.42 .50 163.92 E.V2 N.W. 6-22-4E 73.76 .50 74.26 N.E. 7-22-4 E 117.33 .50 117.83 Most southerly 250 ft. in depth of the fractional S.W. 16-22-4E lying East of a line drawn E. of parallel with and perpendicularly distant 16 ft. from the E. limit of the right-of-way of the Riverton branch of the Cana- dian Pac. Rly., as said right-of-way is shown on a plan of same filed in the Winnipeg Land Titles Office as No. 2274 Prt. N.E. 17-22-4E as shown on Cert. 229.44 .50 229.94 of Title No. 282502 87.72 .50 88.22 N.y2S.y2N.% SAV. 21-22-4E All that portion S.y2 21-22-4E not 27.69 .50 28.19 covered by the waters of Lake Win- nipeg as shown on Cert. of Title No. 372998 and 372999 26.11 .50 26.61 S.W; 23-21-3E 122.08 .50 122.58 S.W. 2-22-3E 137.18 .50 137.68 N.E. 3-22-3E 70.84 .50 71.34 S.E. 9-22-3E 55.19 .50 55.69 S.E. 10-22-3E 238.76 .50 239.26 N.E. 23-22-3E 161.60 .50 162.10 E.y2S.E. 26-22-3E 91.79 .50 92.29 N.E. 27-22-3E 224.89 .50 225.39 E.y2E.y2 28-22-3E 142.61 .50 143.11 S.E. 29-22-3E 112.84 .50 113.34 S.W. 29-22-3E 202.46 .50 202.96 S.W. 33-22—3E 219.87 .50 220.37 N.W. 34-22-3E 142.91 .50 143.41 Wy2S.E. 1-23-3E 70.86 .50 71.36 S.E. 2-23-3E 359.34 .50 359.84 S.%N.y2 34-22-4E 128.12 .50 128.62 S.y2S.W. 13-23-3E 61.70 .50 62.20 N.W. 7-22-3E 171.63 .50 172.13 R.L. 12E, 6 & 7-23-4E 133.71 .50 134.21 S.E. 10-23-4E 106.75 .50 107.25 S.W. 10-23-4E 163.64 .50 164.14 S.W. 11-23-4E 98.93 .50 99.43 AIl that portion R.L. 8 East of Icelandic River in 23 Tp. 4th range E., bounded as follöws; On the West by the Eastern limit of Gimíi Colöniz. Roád as same is shown on Pl. No. 2460, on the East by the eastern limit of said R.L. and on the North by a line drawn at right angles to the east, limit of the said lot from a point in the same distance northerly thereon 15 chains and 17 links from the South East corner of the said lot, and the South East quarter of 16-23-4E ex- cepting thereout the most northerly 20 chains in per- pendicular depth thereof, also excepting thereout that por- tion dscribed as follows: commencing at a point in the western limit of the said quarter section distant northerly thereon 15 chains and 17 links from the south-west angle of the said quarter sec., thence easterly and parallel to the southern limit of the said quarter sec., a distance of 208 ft., thence notherly and parallel to the said western limit to a point in the southern limit of the most northerly 20% chains in perpendicular depth of the said quarter sec., thence westerly along the said northern limit to the said western limit, thence southerly along the said western limit to the point of commencement 87.95 .50 88.45 N.y2S.E. 16-23-4E 76.78 .50 77.28 Lots 2 and 3, Blk. 1, Pl. 13740 Riverton 193.36 .50 193.86 Lots 42, 43, 44 and 45, Blk. 1, Pl. 13740 Riverton 31.24 .50 31.74 Lots 41 & 42, Blk. 2, Pl. 13740 Riverton 97.93 .50 98.43 Lot 15, Blk. 1, Pl. 2212 Riverton 71.29 .50 71.79 Lots 10 and 11, Blk. 2, Pl. 2212 Riverton 57.32 .50 57.82 Lot 4, Blk. 5, Pl. 2212 Riverton 21.17 .50 21.67 Lot. 4, Blk. 1, Pl. 2406 Riverton 121.80 .50 122.30 Lot 1, Blk. 4, Pl. 2389 Riverton 8.10 .50 8.60 S.y2N.E. 4-23-3 E 84.17 .50 84.67 S.W. 8-23-3E 103.21 .50 103.71 S.E. 16-23-3E 213.88 .50 214.38 S.W. 6-23-3E 196.73 .50 197.23 N.E. 16-23-3 E 104.22 .50 104.72 N.E. 18-23-3 E 111.07 .50 111.57 S.W. 20-23-3E 140.98 .50 141.48 N.E. 21-23-3E 149.16 .50 149.66 S.W. 1-23-2E 221.65 .50 222.15 S.E. 13-23-2E 116.91 .50 117.41 N.E. 15-23-2E 146.88 .50 147.38 N.W. 24-23-2E 119.68 .50 120.18 R.L. 11, 21-22-2E 169.37 .50 169.87 N.W. 11-22-2E 171.11 .50 171.61 S.E. 1-22-2E 104.31 .50 104.81 N.W. 2-22-2E 91.23 .50 91.73 S.E. 3-22-2E 205.97 .50 206.47 S.W. 4-22-2E 116.69 .50 117.19 R.L. 15, 22-22-2E 331.73 .50 332.23 N.W. 25-22-2E 305.43 .50 305.93 S.E. 26-22-2E 276.86 .50 277.36 All of Blk. 8, Pl. 2337 Arborg Most easterlv 100 ft. in breadth Blk. F, 21.93 .50 22.43 Pl. 2077 Arborg 161.44 .50 161.94 Lot 1, Blk. 4, Pl. 2077 Arborg 11.63 .50 12.13 S.% Block E., Pl. 2077 Arborg 64.34 .50 64.84 All Block A., Pl. 1542 Arborg 172.27 .50 172.77 All that portion of the South East quarter 6-23-2E, lying to the East of the Icelandic River 156.37 .50 156.87 N.W. 20-23-2E 114.54 .50 115.04 S.% Lot 11, 21 and 22-24-6E 56.05 .50 56.55 Lot 6, Sec. 27-24-6E 101.45 .50 101.95 S.% Lot 1, Sec. 34-24-6E 127.21 .50 127.71 Dated at Arborg, in the Province of Manitoba, this 31st day of October, A.D. 1936. G. D. CARSCADDEN, Secretary-Treasurer. Fé, sem græddi fyrri daginn, flutti hann út í sumarblæinn. Þórs hafa orðið farsæl fræin, framkvæmd sú gekk öll í haginn. Gamburmosi framkvæmd flúði; fífulenda tók við skrúði. Dróst að jurtum dögg og úði. Dáðmæringur að gróðri hlúði. Af hans völdum risu upp rjóður; rótum fénast varasjóður. Böndinn mikli farsæll, ffóður,' fóstru sinni í breytni er góður. Gerir, svo að grasrót vaxi, golþorskinn að frjóva axi; heldur í skefjum hamri og saxi; Hítarelfi fyllir af laxi. Þór er lítið um þjóstylfinga: þrætugjarna sjálfbyrginga, hirðir ekki um hrópyrðinga, horfir niður á flatlendinga. Hefir í glímu hann við Elli, haldið, flestum betur, velli; brögðum sætir kænn við kelli, kné hefir eigi steytt við svelli. Mildiríka mannvin þenna margir snauðir af gjöfum kenna. Svalt þó blási, sæmdarmenna síðla mun í sporin fenna. Heillamenn, í höll og kofa hretin þegar yfir vofa, halla, ef mega, hurð í klofa; hamingjudag að kveldi lofa. Sittu landi Saxa og Snorra, —sveima fleiri en skyldi og morra— höfuðgarpur hölda vorra, heill að búi — á sumri og þorra. Guðmundur Friðjónsson. —Lesb. Morgunbl. Mesti málmfundur, sem gerður hefir verið í Noregi. ! Ný málmæð hefir fundist 2 metra breiða, 44 metra í jörðu niðri, í Röros-námunum. Málmæðin liggur undir þeim stað þar sem málmar fyrst fundust í jörðu þarna. Hér er talið vera um mesta málmfund að ræða, sem sög- ur fara af í Rörosnámunum. Bor- unum hefir Vogt prófessor í Þránd- heimi stjórnað. Vegna hins nýja málmfundar er talið, að ríkið muni veita lið sitt til þess að útvega fé til rekstursins.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.