Lögberg - 05.11.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.11.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. NÓVEMBER 193G Lœkningin hennar Dó frœnku “Að hlaupa um kring allan daginn, vera í'rjáls og laus við alla þvingun, það var sjáan- lega það sem þessar litlu “viltu” l>ráðu, því öli andlitin urðu svipléttari og störðu aðdá- andi á Janet og Agnes, og hin síðari sagði brosandi: “Við skulum skemta okkur reglu- lega vel. Mér þykir gaman að vera úti og mega hlaupa aftur og fram um sjávarströnd- ina, og þar er svo mikið af sandi, að við get- um bygt óteljandi margar sandhallir.’’ Gleðisvip brá fyrir á andliti Mogs, en alt í einu sagði hún: ‘ ‘ Eg býst ekki við að geta orðið samerða. ” * “Þú vanþakkláta stelpa,” sagði frú Wil- son; en ungfrú Ramsay sagði: “Eg er viss um að Mog hefir góða ástæðu til að segja þetta. Hvað er að, góðaf” “ Jessie — það er natn systur minnar — lilakkar svo mikið til að sjá mig á kvöldin, þegar eg kem heim. Eg held hún mundi deyja ef eg kæmi ekki. ’ ’ “En við getum máske tekið Jessie með, frænka,” sagði Agnes. “Er hún mjög veik, Mog? Heldur þú ekki að hún þoli að verða fluttf ” “Eg hefi séð manneskjur, sem hafa ver- ið veikari en Jessie, og þó hefir þeirn verið ekið í ökustól. Hún er svo létt, að okkur veit- ist hægt að bera hana, og máske — máske henni geti skánað! Ó, ungfrú, ef þér getið ekki telcið okkur báðar með ykkur, látið mig þá vera hér og takið Jessie með yður.” “Við skulum sjá hvernig hægast er að ráða fram úr þessu,”-sagði ungfrú Ramsay, og bætti svo við brosandi: “Eg er viss um að þér, frú Wilson, eruð því ekki mótfallin að frænkur mínar taki að sér skyldur yðar í tvo mánuði eða svo. Þér þarfnist hvíldar, frú Wilson, og eg skal sjá um að þér fáið frí.” “Þér eruð yfirburða góðar, frú; það er úreiðanlegt,” sagði ekkjan, meðan bömin flissuðu, er gaf í Ijós að þeim geðjaðist vel að skiftunum. “I fyrri daga skemtum við okkur við að leika með brúður, og stofnsetja búsýslu fyrir brúðurnar; en þetta er sannarlega eins skemtilegt,” sagði Agnes Walford, um leið og hún saumaði síðustu nálsporin á litlum lérefts kjól, og íleygði honum svo á borð, þar sem áður lá stór hrúga af barnafatnaði. “Mér þætti gaman að vita hvort þér fyndist það eins skemtilegt, ef þú auk þess að sjá um nógan fatnað handa börnunum, yrð- ir líka að líta eftir þeim allan daginn,” svar- aði Janet. “Mér fyrir mitt leyti þykir vænt um að Dó frænka ætlar að búa í næsta húsi, því þá get eg, ef nauðsyn krefur, leitað ráða hennar.” Ungfrú Ramsay hafði leigt tvö lítil hús í I'ort Seton, fyrir mánuðina júlí og ágúst. 1 öðru húsinu ætlaði hún að búa sjálf, ásamt tveimur ungum, magnlitlum mæðrum og litl- um börnum þeirra, daufdumba ungri stiílku og ofreyndri kenslukonu; því Dóróthea frænka vissi, að samvistir hennar mundu liafa eins gagnleg áhrif á þessa vesalinga, eins og sólskinið og sjávarloftið. í næsta húsi áttu Janet, Agnes og þessar sex villuráfandi gimbrar þeirra að dvelja, og hin litla farlama Jessie. Burtförin nálgaðist nú hröðum skref- um, og systurnar höfðu átt annríkt við að sauma fatnað handa bömunum, já, þær höfðu líka fengið nokkurar kunningjastúlkur til að hjálpa sér með hann, “svo að við getum haft, heiður og ánægju af fósturbörnum okkar,” hafði Agnes komist að orði. Frá því augnabliki að Dó frænka fram- kvæmdi þetta áform sitt, og þangað til nú, hafði hún aldrei heyrt minst á “að sér leidd- ist,” en hún fann þó til hálfgerðs kvíða, með tilliti til niðurstöðu þessarar tilraunar. Frænkur hennar höfðu enn þá aldrei orðið varar við óþægindin, sem fylgdu því, að vinna fyrir aðra, reynslan mundi fyrst opinbera þeim það nú, þegar þær byrjuðu persónulega að annast um þessi litlu óstýrilátu stúlku- börn, og ungfrú Ramsay fann, að þetta mundi verða prófsteinninn. Til þe.ss að gera starfið eing hægt fyrir þær og mögulegt var, fór ungfrú Ramsay fyrst til Port Seton með þjónustufólkið, og sótti svo mæðumar og litlu börnin þeirra, á- samt Agnesi og tveimur af skjólstæðingum hennar. Daginn eftir sótti hún daufdumbu stúlkuna og tvær af óþægustu ungu stúlkun- um, og þegar þær voru búnar að átti sig, kom Janet, kennarastúlkan, hin börnin og Jessie litla. Það hafði verið keyptur sjúkra vagn fyrir bækluðu stúlkumar, en hún var svo mögur og létt, að Janet tók hana og sat undir henni í jámbrautarvagninum og hún slepti henni ekki, fyr en hún gat borið hana beint inn í Rósa húsið, þar sem hún lagði hana á legubekk við gluggann. 1 hvoru húsinu fyrir sig, var aðeins stór dagstofa og ungfrú Ramsay hafði þess vegna stungið upp á því, að þær skyldu allar neyta matar í Rósa húsinu, en stóra herbergið í Joe liúsinu, skyldi notað fyrir dagstofu, og sá hópur, sem safnaðist kringum kvöldverðar- borðið þenna fyrsta dag, hlaut að vekja við- kvæmni allra fullorðinna og tilfinningaríkra manneskja. Agnes, sem var mjög húsmóðurleg með l^vítu svuntuna, jsetti s'tói að löðrum enda borðsins lianda Dórótheu frænku, og við hinn endann var Janet boðið að sitja, og svo sett- ust hinar eítir því sem þeim þóknaðist. Börn- in höguðu sér mjög vel, en það var sjáanlegt, að aliir gerðu sér von um eitthvað, og alment gleðióp heyrðist frá hverjum munni, þegar ungfrú Ramsay stakk upp á því, að réttast, væri að fá sér skemtigöngu eftir sjávar- ströndinni, áður en gengið væri til hvíldar. Þetta var algerlega nýr heimur, sem nú opnaðist fyrir þessum ungu, litlu bæjarbörn- um, og fyrst virtust þau verða hrædd, já, næstum því agndofa, við að sjá þessar stóru bylgjur sjávarins, en það stóð ekki lengi yfir, svo hlupu þau æpandi og hlæjandi fram og aftur um ströndina. Við ætlum ekki nákvæmar að lýsa öllúm smámunum og viðburðum í lífinu á ströndinni þessa tvo mánuði; það nægir að segja, að hin- ir magnlitlu náðu kröftum sínum aftur; já, jafnvel Jessie var ekki eins föl og áður, og var nú fær um að njóta lífsins, og að því er hiriar villuráfandi kindur snerti, kom það í ljós, að það þurfti aðeins ótakmarkaða birtu, nærandi mat og ferskt loft, til þess að gera þær að rauðleitum, glöðum börnum. Lítilfjörlegur þjófnaður átti sér nokkr- um sinnum stað, þau töluðu oft viðbjóðslega ljót orð og stundum kom eðli þeirra í ljós hjá þeim, en við þessu hafði ungfrú Ramsay bú- ist, og þar eð hún haiði varað frænkur sínar við þessu fyrirfram, tóku þær þess konar yfir- sjónir með mestu rósemi. Þær fengu þetta lika endurgoldið, þegar Mog einn daginn sagði alvarlega, að “þegar á alt væri litið, þá væri margfalt viðfeldnara að vera skikkanleg og siðprúð, en að haga sér eins og djöfullinn væri í manni.” Dvölin þarna saknaði heldur ekki sinna rómantísku innskotsþátta. Einn morguninn hafði Agnes, eins og hún var vön að gera, breitt dúk á ströndina og sett Jessie á hann. Að lítilli stundu liðinni kom gamall sjó- maður gangandi, og þegar hann sá þessa litlu bláklæddu stúlku, settist hann hjá henni og fór að tala við liana. Jessie fanst þessi til- breyting mjög viðfeldin og skemtileg, hún var mjög skrafhreifin, og sagði lionum hvað hún héti, og hvar hún ætti heima o. s. frv., og þegar Janet Walford litlu síðar kom til þeirra, var Jessie að eins hálfnuð með söguna um heimilisástæður sínar, en gamli maður- inn leit út fyrir að vera í mjög æstu skapi. “Afsakið, ungfrú,” sagði hann og tók ofan hattinn. “Eg held næstum að eg hafi fundið börn, sem — sem eg ætti að bera á- hyggju fyrir. ” “Er það mögulegt?” sagði Janet undr- andi, meðan Jessie þagnaði skyndilega og starði á gamla manninn með klóku, eða rétt- ara sagt feimnu augnaráði. “Eg átti aðeins eina dóttur, ungfrú, og hún strauk frá heimili sínu og okkar með afarlötum manni. Það skeði ekki samkvæmt mínum vilja; því þá var eg duglegur sjómað- ur, og svo lentum við í þrætu, og síðan hefi eg aldrei séð hana. Skírnarnafn hennar var Jessie Finley — nafn mitt er Finlay — og maður hennar heit- ir John Allison. Nú hefir þessi litla stúlka hérna sagt mér að systir sín heiti Margaret Fletcher, en að hún sé kölluð Mog. En skím- arnafn konu minnar var Margaret Fletcher, og það er þessvegna sennilegt, að vesalings Jessie mín hafi kallað eina af dætrum sínum skírnarnafni móður sinnar. Já, þétta er alt saman svo sennilegt, ungfrú, og eg bið yður að afsaka, að eg hefi talað svo lengi.” “Eg er svo glöð, og eg er viss um að frænka mín, ungfrú Ramsay, mun verða glöð við að heyra, að okkar ung-u vinstúlkur hafa fundið ættingja sinn,” sagði Janet, og nú virtist Jessie hafa fengið málið aftur. “Eg hefi oft heyrt mömmu tala um föður sinn. Ert þú faðir hennar?” “ Já, vina mín.” “En þú ert í fallegum fötum, en pabbi og mamma eru alt af í tötrum.” Janet varð * hrædd um að orð Jessie mundu særa gamla Finlay, og sagði þess vegna: “Viljið þér ekki koma með mér til ungfrú Ramsay? hún mun geta sagt yður alt, viðvíkjandi þessum tveim börnum og foreldr- um þeirra.” Gamli maðurinn þáði boð hennar með á- nægju, og afleiðingin af samtali hans og Dórótheu frænku varð, að hann og dóttir hans sættust. Hann gat ekki tekið að sér að veita henni og manni hennar lífsviðurværi; en hann fékk hana til að skilja börnin eftir hjá sér, og þegar vinir okkar sneru aftur til Edinburgh, varð i\íog, Jessie og sjúkravagn- inn hennar eftir hjá gamla sjómanninum, sem átti þokkalegt, lítið hús í Port Seton. Og Dóróthea frænka hefir enn ekki slept voninni um, að John og Jessie Allison muni einhvern daginn byrja nýtt líf, þegar þau sjá að börnin þeirra eru frelsuð frá ömurlegri tilveru, sem máske getur komið þeim til að skilja, að það er betra að vera siðprúður en óskikkanlegur. Janet og Agnes yfirgáfu ekki skjólstæð- inga sína, þegar þær komu aftur til bæjarins; milli þeirra var bundið band, sem þær ekki gátu né vildu slíta, og þær höfðu náð ást og trausti barnanna, með því að s'ýna þeim sam- hygð, bæði í gleði og sorgum. Þessar tvær systur höfðu fundið starfs- svið; þær þurftu ekki að fara út í heiminn til að leita þess. Þær höfðu nóg að gera, í hvert skifti sem þær mæltu á leið sinni vanburða eða reikulli systur. Þær hættu ekki skemtun- um sínum, en þær fórnuðu minni tíma til þeirra, og þær fundu endurgjald sitt í góðri samvizku, í glaðri ánægju, en mest af öllu við að sjá hve mörgum þær höfðu létt byrðinni af. Já, lækning Dórótheu frænku reyndist að vera rétt og einkar vel viðeigandi. Þræll ArabaKöfðingjans Skáldsaga eftir Albert M. Treynor. I. Hvíli þrœllinn. Stundum kemur það fyrir, þegar sólin hnígur bak við brún eyðimerkurinnar, og börn J\lúhameðs liggja á grúfu og gera bænir sín- ar, að tært kvöldloftið endurspeglar land- svæði, sem liggja hjálfa dagleið burtu eða ennþá lengra.. Hafi verið hiti og hreinviðri, eins og tíðast er í Sahara, sér ferðamaðurinn oft sem allra snöggvast spegilmynd at’ öllu því, sem er hinumegin sandhæðanna, í tveggja til þriggja mílna fjarlægð. Hann sér það alt mjög greinilega og skýrt. Myndin stendur aðeins á höfði. Um sama leyti sem Múezzíninn kallar hina trúuðu til bæna, var ættarhöfðingi Zouai - kyrikvíslarinnar, ^agar Kreddace, vanur að lyfta arnarnefi sínu og horfa hvöss- um fálkaaugum sínum út að sjóndeildarliring. Þetta kvöld sá hann nokkrar örsmáar verur skríða áfram, hlægilega skringilegar, eins og flngur neðan á lofti, með fæturnar upp og höfuðið hangandi niður. Það voru menn og úlfaldar, úlfaldar og menn — heil lest á leiðinni ofan úr Núbíu. Riddarar liöfðingjans þyrptust saman að baki honum í skugga sandhæðanna. Það voru ránfúsir menn á hlaupfráum úlföldum. Fyrir afturelding gátu þeir verið búnir að koma ferðamönnunum á óvart, ræna þá og svifta lífi, og liverfa á ný, eins og lækjar- spræna, sem sandarnir hafa gleypt. Ilillingarnar sýndu, að lestarmenn voru að taka sér náttstað. Það komu grimdarlegir hörkudrættir um munn Tagars, er hann skip- aði mönnum sínum að reisa tjöldin. En klukkan eitt um nóttina áttu þeir að vera ferðbúnir og komnir á bak úlföldum sínum, því það var vani þeirra að ráðast á fórnar- lömb sín um það leyti nætur, sem þeir voru í fastasvefni og verst viðbúnir, en það var rétt fyrir aftureldingu. Hillingarnar bliknuðu skjótt og hurfu al- veg í eldhaf kvöldroðans. En liöfðinginn hafði tekið nákvæma miðun. Hann vissi því vel, hvert hann ætti að stefna liði sínu, þegar miðnæturstjörnurnar kæmu upp. Þrælarnir höfðu þegar reist hið purpura- lita últ’aldaullar-tjald höfðingjans. Höfðing- inn hristi af sér bláu geitarskinnsskóna og gekk hnarreistur inn í tjaldið, til þess að bíða eftir kvöldverðinum. I ræningjaliði Tagars voru fimm þrælar. Þrír þeirra voru svartir Bouga-menn frá Etiopíu, einn skrílhærður Tebú-maður af gömlum eyðimerkurættum. Sá fimti var hvítur maður. Bretar, Italir og Frakkar, sem eiga her- virki á víð og dreif meðfram jöðrum Sahara- eyðimerkurinnar, hafa lagt strangt bann við þrælasölu og þrælahaldi. En þeir gætu alveg eins bannað maurunum í Dakhla að grafa í sandinn. Eyðimerkurflákarnir í Norður- Afríku ná yfir fimm til sex miljónir ferkíló- metra vegleystur. Öðru hvoru fer dálítil riddarasveit eða herfylking inn í þessi þorsta- svæði og snýr svo heim aftur, án j)oss að íbú- ar innri hluta eyðimerkurinnar hafi nokkurn grun um þessi ferðalög. Höfðinginn Tagar Kreddache fór því sínu fram eins fvrir þessu. Hann fór því með þræla -sína, eins og honum sýndist, alveg eins og forfeður hans höfðu gert, og eins myndu afkoméndur hans einnig gera að hundrað árum liðnum. Kristnir menn banna þrælahald. Allah gerir það ekki. Á ferstrenda tjaldsvæðinu, sem var um- girt með hnökkum og farangri, tóku nú kvöld- bálin að loga og snarka, og bar kvöldvindur- inn með sér blandaðan ilm af mintu, tegrasi, olívuolíu, rauðum pipar og lambakjöts-steik. Tagar kom fram í tjalddyr sínar og klappaði í hendurnar. Það var hvíti maðurinn, sem þá var nær- staddur þrælanna. Hann kom að vörmu spori og sýndi alla þá kurteisi, sem veltömdum þradi ber að sýna. Tagar hoífði á hann illum aug-um. Svert- ingjarnir voru blátt áfram þrælar, en þessi maður var af flokki hinna hötuðu livítu manna, . bleiknefur og heiðinn, viðurstygð andstygðarinnar í Tagars augum. “Hundur!” mælti liann. “Sæktu eggið mitt! ’ ’ Að undantekinni rauðri mittisskýlu sinni stóð þrællinn allsber frammi fyrir herra sín- um. Hann var þriggja álna hár, beinvaxinn og vöðvastæltur og var því sjaldséð sjón jafn- vel í hóp Tagars-manna, sem allir voru stælt- ir hermenn og úrvalalið. Sólbrendur líkami hans glóði í kvöldroðanum eins og glæsileg rauðviðar-myndastytta. Augu hans voru á lit eins og blár sandsteinn og' þau mættu hiklaust og djarfmannlega fyrirlitlegu augnaráði Tagars frá upphafi til enda. Svo hneigði þrællinn sig svo frjálsmannlega, að það stappaði næst kaldhæðni, sló út með hand- leggjunum og gekk aftur á bak út frá höfð- ingjanum. - Einn af mönnum Tagars hafði þenna sama dag fundið strútshreiður í sandinum. Sum eggjanna voru glæný. Tagar var það leikur einn að borða heilt strút-segg, hvenær sem vera skyldi. Hvíti þrællinn tók eitt eggj- anna út úr glóandi ö^kunni og bar það í ber- um fingrunum til húsbónda síns. Svipur höfðingjans var grunsamlega vingjarnlegur, meðan liann stóð og beið þess að sjá, hve lengi þrællinn gæti haldi glóðheitu egginu milli fingranna. Alt í einu steig hann fet ófram og þrýsti olnbogum þrælsins fast inn að berum síðum hans, svo að eggið srierti nefbrodd lians. “Komið hingað!” kallaði höfðinginn, og mennirnir við eldana stukku á fætur í skyndi. Hann steig sjálfur fet aftur á bak og reif stutta bogsverðið sitt úr flauelsslíðrunum. “Lítið þið á, hvernig höfðinginn Tagar býr sig undir að borða eggið sitt!” hrópaði hann út yfir tjaldsvæðið. Hermenn hans komu úr öllum áttum og stóðu hlæjandi umhverfis höfðingjann. “Mansor!” sagði hann við einn mann- anna, sem bar tvíþætta þrælasvipu vafða um handlegg sér. “Horfðu í augu honum. Ef hann deplar þeim, er það vottur þess, að hann vantreystir sverði Tagars, og þá á hann að fá hyrtingu fyrir hugleysi sitt og tortrygni.” Sinastælt hönd Tagars sveiflaði sverðinu um öxl, hárbeitt sverðið hvein í loftinu. Allir stóðu á öndinni augnabliksstund, og svo glumdu við hávær fagnaðarlæti. Hárfínn oddur bogsverðsins hafði sneitt toppinn af egg'inu svo fínt og nákvæmlega eins og æfður skurðlæknir, og án þess að oddurinn snerti þrælinn minstu vitund. Þrædlinn ;stóð keipréttur meið eggið á milli fingranna og liorfði á höfðingjann. “Fáðu svertingjanum með silfurdiskinn eggið,” skipaði Tagar gremjulega og gekk síðan inn í tjald sitt. Hálfri stundu síðar fleygðu þrælarnir sér niður og átu kvöldverð sinn fyrir utan tjaldsvæðið. Mansor skamtaði hverjum þeirra eina tylft af döðlum og svo sem lófa- fylli af vatni, sem hann helti úr hálffullum geitarbelg. Það var hinn daglegi drykkjar- skamtur þeirra. Meðan rökkrið varaði heyrðist samtal á tjaldsvæðinu. En brátt dvínuðu bálin, skraf- ið hætti, og svefnhrotur heyrðust hvaðanæfa. Hrein og tær eyðimerkurnóttin breiddist yfir sandöldurnar. Hvíti þrællinn lá ber og ábreiðulaus í sandinum, sem smá kólnaði. Hann starði gal- opnum augum upp í undrafagran, dökkbláan himininn. ‘ ‘ Caverly, Geraint Caverly, Geraint Cav- erly! ’ ’ tautaði hann. Upp á síðkastið hafði hann vanið sig þeim háskalega óvana að tala við sjálfan sig. Honum var það ljóst, að þetta var aðeins eitt spor í áttina til vitfirringar. En livað gerði það svo sem? Einveran var alveg óbærileg, og öðru hverju varð hann að beita röddinni. Þykkskölluðu Bouga-mennirnir voru engir ræðumenn, og Tebú-maðurinn var svo lirædd- ur, að hann þorði tæplega að hugsa. “Geraint Caverly, fornleifafræðingur, dr. scient., sæmdur heiðursmerki frækinna hermanna.” Það var í honum einkennilegur geig-ur við það, að hann myndi innan skamms gleyma hver hann væri, og hvaðan hann væri, ef hann minti sig ekki á það öðru hverju. Nú hafði hann orðið að sæta þessum ör- lögum í nærri því tvö ár. Hann hafði verið ákafur og áhugamikill fornleifafræðingur, og þessvegna hafði hann farið að snuðra um í Tíbestí-fjöllunum, þar sem hann hafði í raun- inni ekkert að gera, og þar höfðu grímuklædd- ir Túaregar tekið hann og flutt hann á þræla- býli í Libýu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.