Lögberg - 12.11.1936, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓYEMBER, 1936
7
Æfiminning
Guðmundur Thorlákson bóndi að
M'arkerville, Alberta, fæddur I.
nóvember 1859 að Gautshamri við
Steingrímsfjörð í Strandasýslu á
Islandi, varð bráðkvaddur að heim-
ili sínu i Markerville, Alta., 1 nóv.
r935-
Foreldrar Guðmundar voru Thor-
lákur Guðmundsson og Steinunn
Sæmundardóttir Björnssonar prests
í Tröllatungu. Tveggja ára misti
Guðmundur móður sína og fjórum
árum seinna föður sinn, ólst því
upp frá sex ára aldri til 18 ára, seni
munaðarlaus öreigi. Á þeim árum
lærði hann búfjárgæslu um eyði-
heiðar og hamrahlíðar; var þannig
velmentaður undir framtíðarstarf
sitt. Auk þess sem hann var að upp-
lagi bókhneigður og trúr í hvivetna
til orða og athafna.
Árið 1885 réðist hann til afburða-
mannsins Torfa í Ólafsdal, að vísu
sem vinnumaður, en ekki sem skóla-
sveinn. Mun hann þó, á þeim tveim
árum, er hann dvaldi þar, hafa
þroskast drjúgum á ýmsa vegu.
Árið 1887 fór hann 'alfarinn vest-
ur um haf og staðnæmdist í N.
Dakota, en næsta ár flytur hann
vestur til Calgary, Alberta, albúinn
til þeirra starfa, sem útlendingum
voru ætluð.
Árið 1891 flutti hann, ásamt
konu sinni frá Calgary norður til
íslenzku sveitarinnar í hinum fagra
og frjósama Medicinedal; naf þar
bújörð; farnaðist honum jafnan vel,
og um langt skeið var hann meðal
efnuðustu bænda sveitarinnar, naut
almennrar1 hylli; var ákveðinn og
stefnufastur í bipdindis- og trú-
málum. Til dæmik var hann fé-
hirðir lestrarfélagsins “Iðunn” um
mörg ár, sat og lengstum í stjórn-
'arnefnd rjómabúsins að Marker-
ville, og fleira.
Eins og áður var á minst, kvænt-
ist Guðmundur Thorláksson 1890,
ungfrú Guðbjörgu Björnsdóttur frá
Hlíð við Kollafjörð i Strandasýslu.
Er hún hin mesta ágætiskona, eins
og hún á kyn til. Þeim hjónum
varð þriggj'a barna auðið, dóu tvö í
bernsku, 'en hið þriðja, Björn bóndi
Thorláksson, rekur nú umfangs-
mikinn búskap til móts við móður
sína á jörðum föður síns. Kvænt-
ur er hann Halldóru Björnsdóttur
Sveinbjörnsson. Eignuðust þau hjón
tíu börn mjög efnileg, af þeim eru
9 á lifi, en Guðmund son sinn, 14
ára gamlan mistu þau 1931, á svip-
legan hátt; steyptist hann út af brú
á Medicine-ánni við Hólaskóla og
druknaði. Piltur þessi var að áliti
þeirra, sem bezt þektu hann, gædd-
ur óvanalega miklum gáfum og
hæfileikum. Hann var fermdur á
páskum, en greftraður á hvítasunnu
i93i.
Báðir eru þeir nú Guðinundarnir
grátnir úr Helju til heimkynna
frelsarans.
A. J. C.
Áttræð merkiskona
Frú Elín Briem Jónsson er 80
ára á morgún. í tilefni áttræðisaf-
mælisins fór fréttarritari frá Morg-
unblaðinu í heimsókn til hennar, þar
sem hún býr hjá fóstursyni sínurn,
Sæmundi Helgasyni á Bókhlöðustíg
7, og konu hans frú Jórunni Krist-
jánsdóttur.
Það hittist svo á, að frú Elín var
lasin og lá í rúminu, hafði haft kvef
undanfarna daga. En hún hrestist
brátt, og var hin fjörugasta í við-
ræðum, því margt bar á góma okkar
á milli. Það var ekki að sjá, að hér
væri áttræð, lasburða kona. Nei,
hér var svipmikil, höfðingleg kona,
glöð og hress í viðmóti, viðbúin að
ræða og segja sitt álit á hlutunum.
Og það var au'ðheyrt að frú Elín
íylgist vel með öllu því, sem gerist
í kringum hana, athafnalífi bæjar-
ins og framförum, enda les hún
mikið og skrifar enn, þó hún sé
komin þetta til ára sinna. Sýndi
hún rnér t. d. handrit, er hún hefir
samið á síðustu árum, en þau voru
m. a. um æfiatriði hinna rnerku for-
eldra hennar, Eggerts sýslumanns
1 irieni og Ingibjargar Eiríksdóttur
Sverrisson, konu hans.
Talið barst að uppvaxtarárum frú
Elínar.
Heimilislífið að Reynistað
—Frá þeim tímum, segir frú Elín
T. W. KHshaw
Borgarstjóraefni fólksins,
óháður öllum pólitískum
flokkum.
Mannúðarmálin skipíöndvegi!
Skyldur ræktar hlutdrægnis-
laust gagnvart öllum stéttum
bæjarfélagsins.
Kjósið til borgarstjóra —
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjð.
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLESTREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
KiUhaw, T. W. 1
er mér minnisstæðast heimilislífið á
Reynistað, þar sem faðir minn bjó
lengstum, sem sýslumaður. Eg
fæddist á Espihóli í Eyjafirði, en
fluttist fjögra ára með foreldrum
mínum og sytkinum til Skagafjarð-
ar, þar sem vi'ð bjuggum fyrst á
Hjaltastöðum og síðan á Reynistað.
Eg á margar góðar endurminning-
ar þaðan. Heimilislif alt var frá-
bærlega skemtilegt og frjálslegt, og
aldrei hefi eg skilið, segir frú Elín,
og brosir við, þegar fólk er að tala
um fásinnið og leiðindin í sveitun-
um. Á okkar heimili ríkti glaðværð
og samúð milli alls heimilisfólksins.
Störf voru mikil og margvísleg, þvi
að margt var jafnan í heimili. Við
systkinin vorum 19, en af þeim náðu
13 fullorðinsaldri. Við höfðum
heimiliskennara á vetrum og fengurn
við góða mentun, bæði til munns og
handa. Eldri systkinin hjálpuðu
jafnan til við kenslu og önnur heim-
ilisstörf eftir megni. En eins og eg
sagði áðan, var heimilislífið alt svo
frjálslegt, að allir fengu notið sín til
fulls.
Ýmislegt var gert sér til skemt-
unar og tilbreytingar á þeim tímum.
Til skemtunar töldum við kirkju-
ferðir, og heima fyrir voru hús-
lestrar, söngur og ýmislegt tilhald í
mat og drykk. Mest voru hátíða-
brigði um jólin. Og á gamlárskvöld
var oft glatt á hjalla. Þá var dansað
og leikið.
—En síðar,—hvað er yður minn-
isstæðast þá?
Kœrustu endurminningar
—Eftir tvítugsaldur eru mér
minnisstæðastar, og ef til vill kær-
astar, endurminningarnar frá þeim
árum, er eg var forstöðukona við
kvennaskólann í Ytriey, segir frii
Elín, og lifnar öll við, við tilhugs-
unina.
—Er eg fór úr heimahúsum 21
árs gömul, tók eg við forstöðu skag-
firska kvennaskólans og hafði hána
á hendi í 2 ár. Síðar, er. kvennaskól-
arnir tveir í Skagafirði og Húna-
vatnssýslu voru sameinaðir í einn
skóla, i Ytriey, varð eg forstöðu-
kona hans 1883. Hafði eg þá dvalið
í Danmörku og lokið kennaraprófi
við Frk, Zahlesskóla og kynt mér
nýjustu kensluaðferðir.
Var eg í þetta sinn við skólann í
12 ár samfleytt.
Frá Ytrieyjarskóla.
Skólann í Ytriey sóttu stúlkur úr
öllum sýslum landsins, og voru þær
flestar í heimavist. Oft voru þær
yfir 40 talsins. Kend voru ýms
fræði, bæði til munns og handa, og
saumaskapur bæði á kven- og karl-
mannafatnaði. Þá var og mikið
i gert að hvítum og mislitum útsaumi.
“ Y trieyjar-skriftin.”
| Einu sinni var skólasýning í
Reykjavík frá skólanum, og voru
' þar sýnd ýms verkefni, er stúlkurn-
ar höfðu af hendi leyst. Er mér enn
í minni, bætir frú Elín við, að Valdi-
mar heit. Ásmundsson fór miklum
| lofsorðum um skriftarkensluna, í
"Fjallkonunni,” og sagði að rithönd
■ sumra skólastúlknanna í Ytriey væri
| aðdáanlega fögur! Yar skriftin
stundum nefnd “Ytrieyjarskriftin.”
! En skriftarkenslu annaðist fyrst
framan af auk kenslu í mörgum öðr-
um námsgreinum, frú Sigriður
Jónsdóttir frá Reynistað. ■— Fyrstu
árin hÖfðum við frú Sigríður tvær
alla kenslu á hendi, en síðar var
kenslukonum fjölgað svo að þær
voru fjórar.
Heimilishœttir í sklóanum.
Um heimilisháttu í skólanum
mætti margt segja, heldur frú Elín
áfram. Við gengum allar með lífi
og sál upp í starfinu, er mér óhætt
að segja, og alt af féll vel á með
kenslukonum og nemendum. Eg
gerði mér far um að stúlkurnar
mættu kunna sem bezt við sig og
una sér vel. Eg vildi að stúlkurnar
fengju heimili þar sem skólinn var,
og það varð lika í mörgum tilfell-
um, og margar kölluðu þær mig
“mömmu.” Venjulega áttu allar
að fara að sofa að húslestri lokn-
um, kl. 10 á kvöldin. En stundum
kom það fyrir, að þær fengu að
vaka svolitið fram eftir með okkur
kenslukonunum. Og ef þær höfðu
snemma lokið lestri, heimsóttu þær
okkur. Var þá snerpt undir katlin-
um og helt á könnuna, og einhver
brá við og bakaði pönnukökur eða
annað góðgæti með kaffinu. Kl. 7
að ganga 8 á morgnana var farið á
fætur.
—Já, þau árin, sem eg gegndi
skólastýrustarfinu eru ríkust i huga
minum eftir öll þessi ár. Og það
var jafnan svo, segir frú Elín, að
þó að eg hyrfi frá skólanum um
stundarsakir, kom eg jafnan þangað
aftur.
Stofnun Húsmœðroskólans í
Reykjavik
Árið 1895 giftist eg fyrri manni
minum, Sæmundi Ejólfssyni cand.
theol. og fluttist suður til Reykja-
víkur. En hann andaðist ári síðar.
Eg bjó þó enn um 2—3 ára skeið hér
fyrir sunnan, og á þeim tíma stofn-
aði eg Húsmæðraskólann í Reykja-
vík, en fekk Hólmfríði Gísladóttur
forstöðu hans.
Hvarf eg síðan aftur norður og
tók við stjórn kvennaskólans, seni
þá var fluttur til Blönduóss.
Árið 1903 giftist eg seinni manni
minum, Stefáni heitnum Jónssyni
Páll Sveinsson
fyr bóndi í grend við Gimli.
Manitoba.
“Og góðvinum, meðan þeim endast
ár,
þín ástúð fyrnast mun eigi,
en fremst þínmn kceru’ er sorgin sár
og saknaðar bitur tregi;
Hve þung eru sporin þeim í dag
á þínum síðasta vegi.
Svo farðu nú vel — og foldar skaut
þig faðmi með vori þýðu,
þar leggur minning sitt laufaskraut
hjá liljunum sorgarblíðu;
þcr hclg veitist ró, en huggun þcim.
sem hrifinn þú varst frá síðu.”
(Stgr. Thorsteinsson).
Því lengra sem æfileiðin sækist
fram á veg, þess betur gerum við
okkur grein fyrir þvL hveru margir
af samferðamönnum á lífsins vegum
falla fyrir hinum beitta ljá dauðans.
Ein af fegurstu minningum er æfiár
taka að fjölga, er minningin, seni
þeijn er helguð, sem burtu eru flutt-
ir af jarðlífsvegum að ströndinni
hinu megin. Einn af slíkum ljúfum
samferðamönnum, er sá er eg vil
minnast með nokkrum orðum.
Páll Sveinsson var fæddur 13.
okt. 1870, í Gilkoti í Tungusveit í
Skagaf jarðarsýslö. Foreldrar hans
voru Sveinn Ásmundsson og Sig-
riður Jónsdóttir, er bæði munu hafa
verið af skagfirskum ættum. Þau
dóu bæði frá honum ungum. Ólst
Páll þá upp fyrst á Ánastöðum, en
síðar á Gilhaga, með Jóni Ásmunds-
syni, föðurbróður sínum, og Ingi-
gerði konu hans Magnúsdóttur, og
Magnúsi syni þeirra.
1 Gilhaga giftist Páll Ingigerði
Bjarúadóttur frá Daðastöðum á
Reykjaströnd árið 1892. Þau bjuggu
í Breiðagerði í sömu sveit, einnig á
Grimsstöðum og Goðdölum; síðar
bjuggu þau að írafelli og Gilhaga-
seli, en síðast í Gróargili í Seilu-
hreppi, en fluttu þaðan til Canada
árið 1904.• Þau settust strax að á
Lóni við Ginili, þvi þar bjó Gísli
bróðir Páls. Á Lóni dvaldi Páll og
kona hans, ásamt börnutn þeirra
hinn fyrsta vetur, en næsta ár sett-
ust þau að á Gimli, bjuggu þau í
bænum um hrið, en settust að á
landi, utanbæjar og bygðu sér þar
hús, árið 1906, og bjuggu þar unz
þau árið 1926, fluttust til Argyle-
bygðar, og dvöldu þaðan af hjá dótt-
ur sinni og tengdasyni þar. Páll
naut allgóðrar heilsu og gekk að allri
vinnu með tengdasyni sínum, þar
til fyrir tveimur árum, að heilsa
hans fór þverrandi. Hann gekk
undir uppskurð, sumarið 1935, en
náði sér ekki að fullu eftir það.
Hann fékk slag þann 15. júlí s.l. og
leið mikið, síðustu þrjá mánuði æfi
sinnar. Hann hafði rænu til hinztu
stundar fram. Hann andaðist þriðju-
daginn 15. sept., og var jarðsettur
að Gimli, þann 17. s. m., að við-
verzlunarstjóra á Sauðárkróki. Misti
eg hann eftir 7 ára samúð, en bjó á
Sauðárkróki enn um þriggja ára
skeið.
En enn einu sinni hvarflaði hug-
ur minn að kvennaskólanum, og fór
eg aftur til Blönduóss og tók við
stjórn skólans. Dvaldi eg þar í 2 ár.
—En skömmu síðar veiktist eg og
fluttist eftir það suður til Reykja-
víkur, árið 1915, og hér hefi eg nú
búið siðan.
—Þér hafið líka fengist mikið við
ritstörf um æfina? Hvenær kom
t. d. Kvennafræðarinn, sú ágæta
bók, út?
—Það var 1889. Eg vann að
henni þau árin, sem eg var í Ytri-
ey. Stúlkurnar áttu að læra mat-
reiðslu, en lítið var um matreiðslu-
bækur í þá tíð. Tók eg þá upp það
ráð að skrifa niður og safna ýmsum
góðum mataruppskriftum og ráðum.
er þeim mætti að gagni koma. Það
var upphaf “Kvennafræðarans.”
Auk þess hefi eg skrifað smá-
greinar í blöð og tímarit, skýrslur
skólans o. fl.
Hitavcitan stœrsta framfaramálið
—Hvað segið þér um nútímann?
—Eg veit varla, hvort eg, komin
þetta til ára, á að leyfa mér að dæma
um hann, svarar frú Elín, en það er
stöddu mörgu fólki, og lagður til
hinztu hvíldar í Gimli grafreit.
Ótyírætt mun mega telja Pál
Sveinsson til hinna kyrlátu í land-
inu. /Efintýralítil og hávaðalaus
mun æfi hans hafa liðið hjá, líkt og
áin, er kemur af hálendinu, en fell-
ur þögul og djúp að ósi sínum fram.
Páll var meðal þeirra er hafa hægt
um sig, en hann bar jafnan fullgild-
an hlút frá borði. Hann var affara-
sæll maður að hverju sem hann
gekk: í þarfir heimilis sins og í öll-
um störfum.
Hann var ágætur samstarfsmað-
ur í öllum félagsskap, tillögugóður
og vinsæll. Hann, ásamt konu sinni
og dóttur, var meðlimur Gimli safn-
aðar; studdu þau söfnuðinn og
störfuðu fyrir hann af mikilli stað-
festu og hlýhug.
Eg kyntist Páli heitnum fyrst, er
eg gerðist sóknarprestur i suður-
hluta Nýja íslands, og settist að á
Gimli. Var hann þá starfsmaður í
safnaðarnefnd lúterska feafnaðar-
ins ásamt öðru mér ógleymanlegu
starfsfólki. Páli auðnaðist að eign-
ast hlýhug flestra þeirra, er hann
kyntist. Að upplagi til, var hann
þéttur í lund, einarður og fámáll,
vakti hann því og hélt vaxandi til-
trú manna, er hann átti samleið með.
Vinum sínum tengdist hann traust-
um böndum, því traustari er kynn-
ingin lengur varði. Mun hann sein-
gleymdur verða kunningjum og vin-
um. en minningin um hann lætur
jafnan birta til og hlýna í hugar-
heimi. Páll var maður greinargóður
og skír, söngelskur og mjög bók-
htieigður og lestrargjarn. Var hann
starfandi meðlimur og góður stuðn-
ingsmaður lestrarfélagsins á Gimli,
á dvalarárum fjölskyldunnar þar.
Heimili þeirra Páls og Ingigerðar
var jafnan fremur veitandi en þurf-
andi, og gott þar að koma. Páll var
ljúfur heimilisfaðir ástríkur faðir
og umhyggjusamur eiginmaður.
Tvö voru börn þeirra Páls og Ingi-
gerðar: Sigríður, kennari, gift Ing-
ólfi Jónassyni Helgasonar og Sig-
ríðar konu hans í Argyle-bygð og
’ Sveinn, mannvænlegur piltur, er þau
hjón mistu er hann var tólf ára að
aldri. Páll var lipur verkmaður að
hverju sem hann gekk og affarasæll
við vinnu. Heima í átthögum sínum
á íslandi, hafði hann stundað störf
i þarfir búnaðarfélagsins í héraði
sínu og farnast það vel.
Sem þegar er að vikið fór útför
Páls fram á Ginili, þar sem þau lijón
höfðu lengi lifað of starfað. Fylgdu
nánustu ástvinir likinu úr héraði
sínu, til Gimli. Jarðarförin fór
fram frá lútersku kirkjunni. Söfn-
uðust Gimli-búar saman fjölmennir,
til að kveðja látinn vin og ljúfan
samferðamanna. S ó k n a r prestur
safnaðar og sá er þetta ritar þjón-
uðu báðir við athöfnina.
Sigurður ólafsson.
auðséð að hún hugsar sitt.
—En það get eg sagt, að eg fylg-
ist með öllum hinum margvislegu
framförum seinni ára—og er hrif-
in af. — Þó finst mér að margt
hefði mátt betur fara í þessu landi,
ef rétt hefði verið með farið, og á
eg þar við sorglega ill áhrif krepp-
unnar á landið okkar, og slæman
f járhag.
—En þegar á alt er litið, finst
mér æfidagarnir hafa verið mér á-
nægjulegir, mér hefir allstaðar liðið
vel — og það sem mest er um vert,
eg hefi alla tíð bartsýn verið og
frjálslynd í skoðunum.
—Og eitt vildi eg segja enn, áður
en við slítum samtali okkar, segir
frú Elín að endingu. — Úr því að
eg hefi nú lifað svona lengi, vildi
eg gjarna lifa það, að sjá hvert hús
í Reykjavik, hitað upp með heitu
hveravatni. Hitaveitumálið finst
mér eitt stærsta framfaramálið, sem
nú er á döfinni.
Um leið og vér kveðjum frú Elinu
Briem, með þakklæti fyrir góðar
móttökur, ámum við henni allra
lieilla i tilefni áttræðisafmælisins, og
óskunt þess þjóðinni til handa, að
hún megi eignast margar slikar dæt-
ur, er helga sig ríku æfistarfi og
góðum hugsjónum, er koma landi og
lýð að gagni.—Mbl. 18. okt.