Lögberg - 19.11.1936, Page 1

Lögberg - 19.11.1936, Page 1
49. ARGANGUR j WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1936 NUMER 47 Ferðahugur Eftir Jakobínu Johnson Eg finn að fyrsti vorblær um Faxaflóa þýtur, E'g veit að blóðberg vaknar á veðurteknum mel. Þá vík eg heim á Vífilsfell, —um víðsýnið mig dreymir, ef veður leyfir sumarlangt þar dvel. Eg gekk þar eitt sinn áður, r—mig Unga Island studdi,— eg örugg sveif með liugann á fjallsins hæsta tind. En þyngra varð með þróttinn, —hann þraut í miðjum hlíðum, eg þráði livíld og svalan úthafs vind. Frá lágu^repi leit eg hve létt er ungum fótum að leggja brattann undir og ryðja nýjan veg, —mun Elli heilsa þannig að þyngist brjóst af mæði, en þráin li'fi — söm og guðdómleg? 1 apríl 1936 —Dvöl. Frá Islandi Lungnapest í Borgarfjarðarsýslu Borgarfirði 17. okt. Lungnadrep í sauðfé geisar hér um efri hluta héraðsins og breiðist óðum út. Margir hallast að þeirri skoðun, að hér sé um að ræða áður óþekta tegund lungnapestar,, sem berist milliliðalaust frá einni kind til ann- arar. Flestum lömbum er nú lógað af ótta við drepsóttina. Prófessor Níels Dungal hefir gert ráðstafanir til þess að fá héðan frá nokkrum bæjum sjúkt fé til rann- sóknar, og sömuleiði.g hefir hann nú fengið héðan hey frá nokkrum bæj- um og af ýmSri gerð til rannsókn- ar.—Vísir 19. okt. * * # Úr vísum Orms Loftssonar (Hann var elztur sona þeirra Lofts ríka Guttormssonar og Krist- inar Oddsdóttur). Við meyjarnar leika margir glatt, mest í orðum hæla; ætla þær að alt muni satt, það ýtar kunna að mæla. Nýta fá þeir nistils grund, og njóta mælsku ginnar; eg hef goldið alla stund óeinurðar minnar. Auka gera þeir angur og imiein ungum silkispaungum; þá fengið hafa þeir falda rein, * fúlsa þeir við henni laungum. —Vísir 19. okt. # # # Ilafisar Þeir hafa það til, að leggjast að Norðurlandi á Þorra eða Góu eða jafnvel fyr og liggja þar langt fram á sumar, til ágústloka eða lengur.— Þykir bændum það slæmur gestur, sem von er. Og ekki verður tölum talið alt það tjón, sem hafísinn hefir unnið þessu landi frá upphafi Is- landsbygðar.— Veturinn 1801 varð íslendingum þungur í skauti. “Með miðjum marz harðnaði veðrátta til muna,” segir i heimild þeirri, sem þetta er eftir haft. “Hinn 11. s. m. var stórhríð um alt land; fyltust þá Vestfirðir og Norð- urlandshafnir með hafís, og gengu alt til 13. apríl ofviðri, frost og byljir, svo varla var farandi bæja á milli án lifsháska, þótt bylurinn á Góuþrælinn tæki yfir. Girti hafís alt land, frá Barðastrandarsýslu að vestan, alt til Reyðarfjarðar að austan. Varð þá skepnufellir meiri eða minni í flestum sveitum, einkum Múlasýslum, þar sem sífeld ótið hafði haldist frá allra heilagramessu. Var haft eftir Stefáni amtmanni Þórarinssyni, að nær 50,000 sauð- fjár hefði fallið i hans umdæmi. . . . Hestafellir varð og allmikill um Skagafjörð og víðar. . . . Músa- gangur var þá svo mikill, að sagt var að þær hefði lagst með svo mik- illi græðgi á sauðfé, að á einum bæ hafi sökum þess orðið að lóga 12 kindum. Þótt veðrátta tæki að ger- ast vægari eftir fardaga, kom eigi verulegur bati fyr en um Jónsmessu, og sumstaðar seinna, þegar hafísinn tók að rýma frá.” Ivenjulegt roun það vera, að haf- ísar liggi fyrir Austjförðum sunn- anverðum mjög langt fram á sumar. Þetta hendir þó stundum. Þannig er það í frásögur fært, að “eitt af Spá- konufellshöfða kaupskipum, tilheyr- andi Kristjáni Gynther Schram,” hafi strandað fyrir norðan land síðla sumars 1802 “eftir að það hafði orðið að hleypa inn á Beru- fjörð í.miðjum ágúst vegna hafíss.” —Vísir 19. okt. # # * Pétur Sigurðsson sonur Sigurðar Péturssonar skip- stjóra á Gullfossi, hefir nýlega lok- ið burtfararprófi á danska sjóliðs- foringjaskólanum með ágætiseink- unn.—Visir 14. okt. # * # Jarð skjálft akippir um alt Norðurland Þrír allsnarpir jarðskjálftakippir fundust um alt Norðurland í fyrra- kvöld. Snarpastir voru kippirnir í Dalvík og annarsstaðar við Eyja- fjörð og er álitið að upptök jarð- skjálftanna séu á sömu slóðum eins og sumarið 1934, er mest tjón varð að völdum jarðskjálfta í Dalvík, eftir þvi seml Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri hefir reiknað út af jarðskjálftamælunum hér. Engar skemdir urðu af völdum jarðskjálftanna, en viða færðust smáhlutir úr stað. Smá jarðhræringar fundust víða um Norðurland í alla fyrrinótt þar til klukkan 6 í gærmorgun. Fyrsti kippurinn kom kl. 10.40 í fyrrakvöld og var hann mestur. Næsti kippur kom 10 mínútum síð- ar og siðan fylgdi sá þriðji 2 mín- útum síðar. 1 Dalvík. — Fréttaritari Mbl. í Dalvík segir svo frá: Flestir menn hér á Dalvík voru gengnir til náða er fyrsti jarð- skjálftakippurinn kom. Þustu menn út úr húsum sínum óttaslegnir, því enn eru ríkar í huga fólks endur- minningar frá jarðskjálftunum 1934, sem mestan skaðann gerðu hér. Fyrsti kippurinn og um leið sá stærsti var þó ekki nærri því eins skarpur eins og stærstu kippirnir 1934- Stærsti kippurinn 1934 var sagður hafa styrkleikann 9. Eftir því að dæma mun fyrsti kippurinn hér í fyrrakvöld hafa haft styrkleikann 4, eða þar um bil. Fyrsti kippurinn stóð ca. 15—20 sek. Annar kippur- inn var minni, en afar snöggur; þriðji kippurinn var lítill. Smáhrær- ingar fundust alla nóttina til kl. 6 1 gærmorgun. Á Akureyri urðu menn varir við jarðskjálftakippina og hræringar fram eftir nóttu. — Annarsstaðar við Eyjafjörð fundust jarðskjálft- ar, en hvergi varð tjón af. A Húsavík voru kippirnir all- snarpir. Myndir sem stóðu á borð- um féllu niður og smáhlutir færðust úr stað. Jarðskjálftarnir fundust einnig víða í Kelduhverfinu. Á Raufarhöfn voru kippirnir all- snarpir og töluverðar hræringar alt þangað til kl. 8 í gærmorgun. í Siglufirði urðu menn varir við jarðskjálftakippina, en þar voru þeir heldur daufir. Á Sauðárkróki urðu menn varir við jarðskjálftana, en þar voru þeir afar daufir. Eftirfarandi er samkvæmt FÚ.: Blönduós. — Um kl. 11 fundust hér 3 landskjálftahræringar, allar vægar. — Sú fyrsta mest, en sú síð- asta minst. Voru þær nneð nokk- urra mínútna millibili. í Ólafsfirði fanst snarpur land- skjálftakippur. Alls fundust 5 kippir fram til kl. 5 í gærmorgun, en síðari kippirnir voru minni en sá fyrsti. Mönnum virtist landskjálft- arnir koma úr sömu átt og land- skjálftarnir sumarið 1934. Þórshöfn.—Rétt fyrir kl. 11 varð í Þórshöfn vart við 2 landskjálfta- kippi. Báðir voru vægir. Vopnafirði.—Um kl. 11 varð víða í Vopnafirði vart við þrjá land- skjálftakippi. Var sá fyrsti svo sterkur að hús hristust verulega. Um kvöldið sást einnig úr Vopna- fjarðarkauptúni greinilegur eld- bjarmi á lofti í suðvestri. Bjarm- inn var miestur frá kl. 8—9. Mbl. 24. okt. # # # Fyrirlestrar um nýrri bókmentir Svía Hingað korni með Dettifossi síð- ast nýr sænskur lektor við Háskóla íslands, fil. mag. Sven Janson. Fil. mag. Sven Janson stundaði nám við háskólann i Stokkhólmi. Undanfarin ár hefir hann fengist við vísindarannsóknir, sérstaklega rannsóknir á rúnaristum. Hann hef- ir og verið lektor við háskólann í Greifswald í Þýzkalandi. Lektorinn tók þátt í norræna stú- dentanámskeiðinu, sem hér var hald- ið í vor. Eftir það ferðaðist hann um Vestur- og Norðurland, en fór aftur til Svíþjóðar til að ljúka við rúnarannsóknir sem hann hafði með höndum þar. Fil. mag. Sven Janson hefir nokkra þekkingu á íslenzkum bók- mientum, því að hann skilur málið, þótt hann hafi enn eigi fengið mikla æfingu í að tala það. Fyrirlestrar hans hefjast í háskólanum annan miðvikudag. Ræðir hann um nýrri bókmentir Svía. # # # Fjárpest í Húnaþingi Deildartunguf járpestin er nú komin i vestanverða Húnavatns- sýslu og hefir hennar a. m. k. orðið var á 17 bæjum í Hrútafirði og Miðfirði. Á Torfastöðum í Miðfirði hefir hún drepið 47 kindur, á Haugi, Heggstöðum og Bessastöðum um 30 kindur á hverjum bæ. Á Staðar- bakka, Hvoli og í Mýrdalstungu hafa drepist frá 10—20 kindur. Álitið er að hér sé um smitun að 1 ræða og hafi borgfirskt sauðfé, sem gengið hefir með fé Húnvetninga á afréttum í suimiar, borið veikina.— N. dagbl. 1. nóv. # # # Hönsk gjöf til Mentaskólans 1 gærmorgun kl. 11 var afhjúpuð í Mentaskólanum minningartafla um Niels Ryberg Finsen, sem skólanum hafði borist að gjöf frá dönskum manni, Peter Schannong stein- höggvarameistara í Kaupmanna- höfn. Vdð athöfnina töluðu Pálmi Hann- esson rektor, seml bauð gesti vel- komna, og gat þess að töflunni myndi verða valinn góður staður í skólanum, legatfonsraad Bruun, sem afhenti myndina, dr. med. Gunnlaugur Claessen og Haraldur Guðmundsson kenslumálaráðherra. Gunnlaugur Claessen talaði aðal- lega um vísindamensku N. R. Fin- sen. Svo sem kunnugt er, voru vís- indaafrek hans fólgin í því, að rann- saka áhrif sólarljóssins frá sjónar- miði líffræðinnar (biologi) og líf- eðlisfræðinnar (fysologi). Leiddu rannsóknir hans í ljós ýmsar stór- imierkar staðreyndir, sem sköpuðu einn þýðingarmesta þátt nútima- læknisfræðintiar, ljóslækningafræð- ina. Eins og átt hefir sér stað um margar merkilegar uppgötvanir varð mjög hversdagslegt atvik til þess að beina huga Finsens að viðfangsefni sínu. Munu margir kannast við sög- una um köttinn á húsþakinu fyrir utan glugga Finsens; kötturinn hreyfði sig ætið á þakinu, þegar skuggi féll á hann, en hélt sig þar sem sólskinið var. Umhugsun Fin- sens um þetta atvik og einfaldar at- huganir á áhrifunn hinna ýmsu lita sólarljóssins á skordýr skópu vís- indagrein, sem halda mun nafninu Niels Ryberg Finsen á lofti og blessa það um aldaraðir. N. Dagbl. 28. okt. VICTOR B. ANDERSON bœjarfulltrúi Mr. Anderson leitar endurkosningar til bæjarstjórnar í Winnipeg, við kosningar þær, sem fram fara á föstudaginn þann 27. þ. m. EIRIKUR BJÖRNSSON LATINN Síðastliðinn þriðjudag var borinn til moldar frá útfararstofu Bardals hér í borginni, Eiríkur Björnsson frá Lýtingsstöðuiml í Vopnafirði, er andast hafði í hárri elli á heimili sonar síns í Árborg, Dr. Sveins E. Björnssonar og frú Maríu Björns- son, þar sem hann hafði dvalið all- mörg síðustu ár æfinnar. Kona Ei- ríks er látin fyrir nokkrum árum. Af börnum þeirra á lífi eru: Dr. Sveinn í Arborg, og Aðalbjörg og Mrs. Sigvaldason í Winnipeg. Eirikur Björnsson var hið mesta vaímenni, prúður í umgengni og byggjuhreinn. — Séra Eyjólfur Melan jarðsöng. C. RIIODES SMITH BÆJARFULLTRÚI Mr. Smith er fæddur í Winnipeg og hefir átt heima í 2. kjördeild síð- astliðin fjórtán ár; hann var þrjú ár í styrjöldinni imáklu. Árið 1919 hlaut hann Rhodes námsstyrkinn og stund aði framhaldsnám í lögum á Eng- landi. Er hann nú fyrirlesari í lög- um við Manitoba háskólann. Mr. Smith er formaður sérstakr- ar nefndar í bæjarstjórn Winnipeg borgar, er fjallar um málefni at- vinnulausra, einhleypra manna; alls á hann sæti í átta bæjarstjórnar- nefndum og nýtur hvarvetna virð- ingar og trausts. Mr. Smith býður sig fram til bæjarstjórnar i 2. kjör- deild við kosningarnar þann 27. þ. m. KOSNINGAR 1 ST. BONIFACE Á föstudaginn þann 13. þ. m., fóru framl kosningar til borgarráðs- ins í St. Boniface. Urðu úrslit þau, að George C. MacLean var kosinn borgarstjóri með allmiklu afla at- kvæða umfram tvo keppinauta sína. Hinn óháði verkamannaflokkur beið tilfinnanlegan ósigur í kosningum þessum. Jafnvel núverandi borgar- stjóri, Mr. G. H. Barefoot, er bauð sig fram til bæjarfulltrúa í 5. kjör- deild, varð undir. Mr. MacLean hefir áður gegnt borgarstjóraem- bætti í St. Boniface, og er alment talinn þó nokkur áhrifamaður. Skemtisamkoma sú, “At Horne,” er Eldri söngflokkur Fyrsta lúterska safnaðar efndi til í fundarsal kirkj- unnar á föstudagskvöldið þann 13. þ. m., var ágætlega sótt og skemti fólk sér hið bezta við margháttað- an söng, upplestur, skrautdansasýn- ingar og rausnarlegar veitingar. Söngstjóri flokksins, Mr. Paul Bar- dal bæjarfulltrúi, skipaði forsæti. MR. J. J. VOPNI ENDUR- KOSINN 1 FRAMKVÆMD- ARRAÐ WINNIPEG GENERAL HOSPITAL Á nýlega afstöðnum ársfundi Al- menna sjúkrahússins í Winnipeg, var Mr. J. J. Vopni endurkosinn í framkvæmdarráð þessarar mikil- vægu stofnunar í sjötta sinn til þriggja ára tímabils. Er. Mr. Vopni eini tslendingurinn, að því er vér til vitum, er átt hefir sæti i þessari framkvæmdarne fnd fyrir utan þá íslenzka bæjarfulltrúa, er í nefnd- inni sitja af hálfu bæjarstjórnar. KARLAKLÚBBUR FYRSTA LÚTERSKA SAFNAÐAR Dr. B. J. Brandson hélt virðulegt gestaboð í amlkomusal Fyrstu lút- ersku kirkju á þriðjudagskvöldið var, þar sem hann bauð til veizlu meðlimum karlaklúbbsins, er nálægt áttatiu manns tóku þátt í. Var þetta í rauninni aðaifundur klúbbsins. Forsæti skipaði Mr. T. E. Thor- steinson. Mr. Hjálmar A. Bergman, K.C., þakkaði Dr. Brandson fyrir hönd klúbbsins, þetta virðulega heimboð, með fjörugri og skiplegri ræðu, en Dr. Brandson svaraði með þeim skörungsskap, sem hann er kunnur að. 1 stjórnarnefnd klúbbsins fyrir næsta ár voru kosnir: S. W. Melsted, forseti Norman eBrgimán, vara-forseti Ásgeir Bardal, f jármálaritari. Meðstjórnendur:— Baldwin Baldwin Eric A. ísfeld. 1 sjálfboðanefnd til aðstoðar framkvæmdarnefndinni viðvíkjandi fjárhagsmálum safnaðarins, eiga sæti: O. G. Björnson Dr. P. H. T. Thorlakson Albert Wathne Snorri Jónasson T. E. Thorsteinson. Fjörugar umræður um starfsemi og framtíðarhorfur klúbbsins urðu á fundinum, er margir tðku þátt í; báru þær vott um lofsverðan áhuga hjá félagsmönnum. FYRSTU SNJÓAR 1 gær var norðan hvassviðri um alt land. Er snjór töluverður sum- staðar. Sunnan lands var úrkomu- laust að mestu, en orðið er alhvít jörð víða í uppsveitum. Austan lands var 2—4 stiga hiti og úrkomu- laust, en o stig hiti á Norður- og Vesturlandi.—N. dagbl. 27. okt. FRAMBJÓÐENDUR VIÐ BÆJARSTJÓRNAR KOSN- INGARNAR I WINNIPEG ÞANN 27. Þ. M. Fimm eru í kjöri um borgar- stjóraembættið, svo ekki verður ann- að sagt en úr nægu sé að velja. Menn þessir eru þeir núverandi borgarstjóri, John Queen, Lt.-Col. Ralph H. Webb, fyrrum borgar- stjóri; Dr. F. W]arriner, tannlækn- ir; T. W. Kilshaw, uppboðshaldari, og T. O. Woods, er tjáist hlyntur vera Social Credit hreyfingunni; hann nýtur samt sem áður hvorki stuðnings né meðmæla af hálfu miðstjórnar þessa nýja stjórnmála- flokks. Eftirgreindir imlenn bjóða sig fram til bæjarfulltrúa á hlutaðeig- andi kjördeildum: 1. kjördeild— C. H. Morrison, lögfræðingur George G. Bradley, umboðsmaður R. V. Waitt, forstjóri W. B. Lowe, prentari, núverandi bæjarfulltrúi R. A. Sara, raffræðingur E. D. Honeyman, lögfræðingur, núverandi bæjarfulltrúi. 2. kjördeild— Henry B. Scott, brauðgerðarm. Victor B. Anderson, prentari, nú- verandi bæjarfulltrúi James Simpkin, trésmiður, núver- andi bæjarfulltrúi C. Rhodes Smith, lögfræðingur, núverandi bæjarfulltrúi Garnet Coulter, lögfræðingur John J. Daniels, málari John McNeill, vélamaður E, Belledeau, málari. 3. kjördeild— Dan McLean, umboðsmaður, nú- verandi bæjarfulltrúi M. J. Forkin, járnbrautarþjónn, núverandi bæjarfulltrúi M. A. Gray, bókhaldari, núver- andi bæjarfulltrúi Peter Wolanski, starfsmaður líkn- armála D. M. Elcheshen, laganemi J. A. Jastremsky, umboðsmaður Fred C. White, bókhaldari. Meðal þeirra, sem bjóða sig fram til skólaráðs í 2. kjördeild, þar sem íslenzkra áhrifa gætir mest, eru Lawrence Van Kleck, Henry B. Smith, W. A. Milton, Aubrey Brock og Adam Beck. ÓPERUSÖNGKONAN Schuinann-Heink, lézt í Hollywood, Cal. á miðvikudaginn var. Átti hún 75 ára afmæli þann 15. júlí síðast- liðinn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.