Lögberg - 19.11.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.11.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1936 3 Ferð um Vestur- Skaftafells pró- fastsdœmi Það hafði veriÖ ákve'Öið, að við cand. theol. Sigurbjörn Á. Gislason skyldum heimsækja presta og söfn- uði í Vestur-Skaftafells prófasts- .dæmi. Verður hér á eftir sagt lítið citt frá þessari ferð. Heirna í héraði hafði ferðin verið undirbúin af prófastinum, séra Jóm Þorvarðssyni í Vik, og Gísla Sveins- „syni sýslumanni. Reyndist sá und- irbúningur hinn ágætasti i alla staði og greiddi mjög fyrir allri ferðinni og árangri hennar. Hafði sýslu- maðurinn á þingferðutn sínum um sýsluna í vor gengið frá allri fyrir- greiðslu í hverri sveit. Reyndist svo vel frá öllu gengið, að hvergi skeik- aði. Við félagar fórum úr Reykjavík laugardagsmorgun 15. ágúst, og komum heim aftur úr ferðinni að kvöldi þriðjudags 25. ágúst. Hafði öll ferðin gengið að óskum, og verið bæði skemtileg og lærdómsrík. Fóru þar saman kynnin af hvorum tveggja, héraði og héraösbúum. Hinar ógleymanlegu hlýju viðtökur staðfestu þá hugmynd, sem viÖ höfðum áður gert okkur um Vestur- Skaftafellssýslu og íbúa hennar. Það var sönn ánægja að ferðast um þetta fagra, svipstóra og sögu-ríka hérað, og tala við íbúa þess um and- leg og kristileg mál. Fyrsta daginn, 15. ágúst, var haldið sem leið liggur til Víkur í Mýrdal, og héldum við þar kyrru fyrir næstu tvo daga. Þegar er þangað kom, fekk sýslumaðurinn okkur skriflega áætlun um alla ferð- ina. Var hún rniðuð við það, að allar leiðir væri farnar í bil. Varð ferðin sjálf þannig leikur einn, þótt vegalengdir séu miklar, og harla ó- lík skaftfelskum ferðalögum til skamrns tíma. Starfinu var hagað þannig á allri ferðinni, að eg söng messu í sóknar- kirkjunum, en Sigurbjörn Á. Gísla- son flutti síðan upphafserindi um kristileg efni og kirkjulegt starf á samkomum eftir messu. Urðu víð- ast hvar umræður og samtöl á eftir, og tóku þátt í þeim ásamt sóknar- presti ýmsir áhugasamir sóknar- menn, og sögðu frá reynslu sinni og áhugamálum. Fyrsta samkoman var sunnudag- inn 16. ágúst kl. 12 í hinni nýju, fögru kirkju, sem Víkurbúar hafa reist sér með fágætum dugnaði, fórnfýsi og samtökum, og áður hef- ir verið frá sagt í Kirkjuritinu. Kirkjuna sóttu við þetta tækifæri fullur helmingur sóknarmanna, eða um 160 manns, þrátt fyrir hellirign- ingu, sem hélzt allan daginn. í Vík- urkirkju hefir séra Jóni ÞorvarÖs- syni og organistanum, Sigurjóni Kjartanssyni kaupfélagsstjóra, tek- ist að koma upp vel æfðum og á- hugasömum söngflokki, sem víða mætti vera til fyrirmyndar. Má það gleðja hinn gamla sóknarprest, séra Þorvarð, sem hóf guðsþjónust- ur í skólahúsi Víkurkauptúns, aÖ sonur hans og eftirmaður hefir fengið þar slíkt guðshús sem Vík- urkirkja er. Eftir samkomuna í Víkurkirkju fórum við ásamt séra Jóni vestur í Mýrdal til Skciðflatarkirkju. Sóttu þangað um 75 kirkjugestir úr sólcn- inni, og létu ekki hrakviðrið aftra sér. Eftir messu var þar ágætur samtalsfundur, og tóku 3 bændur úr sókninni þátt í umræðum. Síðdegis næsta dag (tnánudaginn 17. ágúst) var samkoma i kirkjunni á Reyni. Voru þar viðstaddir um 60 manns í liinni gömlu sóknarkirkju, og tóku erindi okkar hið bezta. Þriðjudaginn 18. ágúst var svo lagt af stað austur yfir Múlakvísl og Mýrdalssand. Þá var veður orð- ið hið fegursta, og gaf okkur nú sýn af Höfðabrekkuheiði yfir hið stórbrotna land, sem eldgos og Kötluhlaup hafa sært svo stórum sárum, en samt er svo “yfirbagðs- mikið til að sjá.” Upp frá þessu fengum við daglega að njóta hinnar tignarlegu fjallasýnar, alt austur til Öræfajokuls.—Mikið umhugsunar- efni eru öll þau ósköp, sem dunið hafa yfir hérað þetta frá ómunatíð af völdum náttúruaflanna. Og á- hrifaríkar voru frásagnir sjónar- votta um hið mikla Kötluhlaup 1918, og mátti þá vegfarandanum skiljast, að Skaftfellingar hafa kyn- slóð eftir kynslóð fengið manndáð sína reynda í viðfanginu við náttúru héraðs síns. En það lá við, að okk- ur sýndist við samanburðinn okkar ferðalag vera of léttur leikur, að komast alt í bíl, og þurfa ekki að reyna skaftfelsku hestana í vötn- unum! Þegar komið var austur í Álfta- ver síðari hluta dags, var samkvæmt eindreginni ósk sóknarbarnanna þar boðað til samkomu í Þykkvabœjar- klausturkirkju þá um kvöldið, í stað þess að hafa hana daginn eftir. Þó að kirkjuhaldarinn, Jón Brynjólfs- son í Þykkvabæjarklaustri, fengi stuttan fyrirvara til að boða sam- komuna um sveitina, komu þar til kirkju um kvöldið rúmir 50 sóknar- mefin, eða fullur helmingur sóknar- fólksins. Var það áhrifarík og in- dæl kvöldstund, er lauk með samtali í kirkjunni. Við dvöldutn svo nótt- ina og daginn eftir á hinu forna klaustursetri Þorláks helga í góðu yfirlæti hjá dóttur Jóns Brynjólfs- sonar, Hildi ljósmóður, og manni hennar, Sveini bónda Jónssyni. Fimfudaginn 20. ágúst að morgni kom Eiríkur Björnsson frá Svína- dal i Skaftártungu með bifreið sína, en hann hafði tekið að sér að flytja okkur um sveitirnar. Við munum alls hafa ekið með honum nær 400 km. um sýsluna. Héldum við nú sem leið liggur upp að Hrísnesi (Hrífunesi) í Skaftártungu, rétt fyrir ofan Hólmárbrú. Þar býr sóknarprestur Þykkvabæ j arklaust- purs prestakalls, séra Valgeir Helga- son, sem leigjandi hjá bóndanum þar, Jóni Pálssyni. Gerðist nú séra Valgeir samferðamaður okkar upp frá þessu. Fór hann nú meÖ okkur samdægurs upp að Grafarkirkju. Sóttu þar kirkju um 60 manns, af 116 sóknarmönnum. Var þar og enda víðast hvar áberandi og skemti- legt, hve margt ungt fólk kom til kirkju. Að guðsþjónustu lokinni og nokkurri dvöl hjá Jóhannesi bónda og sóknarnefndarformanni, héldutm við aftur að Hrísnesi og átt- um þar ágæta nótt á hinu góða heim- ili. Fréttum við um kvöldið, að dráttarferjan á Eldvatni hjá Syðri- Fljótum í Meðallandi hefði sokkið þá um daginn. Voru þá um kvöldið símleiðis gerðar ráðstafanir til að komast yfir vatnið á annan hátt, með fyrirgreiðslu Eyjólfs heppstjóra á Hnausum í Meðallandi. Hér virðist við eiga að skjóta inn nokkrum orðum um prestakallið, eða réttara sagt prestaköllin, sem séra Valgeiri er ætlað að þjóna. Hann er prestur í Þykkvabæjar- klausturs prestakalli, sem liggur beggja megin Kúðafljóts, frá fjöll- um og fram að sjó (Skaftártunga, Álftaver og Meðalland). Auk þess er hann síðan burtför séra Óskars Þrrlákssonar úr héraðinu, settur til að þjóna Kirkjubækarklausturs prestakalli (Landbrot, Síða, Bruna- sandur, Fljótshverfi). Það er með öðrum orðum alt svæðið milli Mýr- dalssands og Skeiðarársands, með öllum þessum stórvötnum, hraunum og öðrum tálmum og torfærum á sumri og vetri! Það er tveggja, >riggja og jafnvel að vetrarlagi fjögurra daga ferð í fjarlægustu sóknir frá Hrísnesi. Mikið af þessu verður ekki farið í bil nema að sumrinu, þegar bezt er færi. Og sveitaprestur á Islandi getur ekki greitt bílkostnað við slíkar ferðir. Er undur til þess aÖ hugsa, að slíkt sé lagt á einn lágt launaðan starfs- mann. Er engin furða, þótt Skaft- fellingar uni þessu ástandi illa og vænti bráðra bóta. Auk þess hlýtur kröftum prestsins að verða ofboðið með slíku, svo að hann gefist upp, enda þótt ungur sé og duglegur ferðamaður. Föstudaginn 21. ágúst héldum vér ferÖinni áfrani', gegnum Skaftár- tungu, Eldhraun og Landbrot niður í Meðalland. Yfir Eldvatnið hjá Syðri-Fljótum var farið á smábát, og þaðan á hestbaki að kirkjustaðn- um, Langholti. Komu þar til kirkju um 60 manns. Að lokinni samkom- unni fórum við Sigurbjörn Gíslason að Strönd, og nutum þar gestrisni Lofts oddvita Guðmundssonar. Þar og víðar í Meðallandi og Álftaveri sáum við þess merki, að erlendir skipbrotsmenn höfðu þar einatt gist, og síðar sent heiman frá sér kveðjur og þakkir fyrir góðar viðtökur, til vinanna á Islandi. — Morguninn eftir hafði veðtir spilst í bili og var komin rigning. Fórum við þá upp að Efri-Steins- mýri. Á Steinsmýrarbæjunum, sem liggja nokkuð afsíðis austan í hraun- röndinni, er allmargt fólk, um 70 manns. Tókum við þá ákvörðun að hafa þar samkomu í stærstu stof- unni, sem við gátum fengið. Komu þar saman, þrátt fyrir rigninguna, um 35 manns, og var þar eftirtakan- lega margt barna. Talaði S. Á. G. sérstaklega til þeirra áheyrenda, sagði þeim sögur og sýndi þeim myndir, og var það vel þegið. Frá Efri-Steinsmýri héldum viÖ svo á- fram upp Landbrotið, og gistum um nóttina á Hólini hjá Bjarna Run- ólfssyni, hinum kunna hugvits- og framfaramanni, og áttum þar ágæta nótt. Á sunnudagsmorguninn geng- um við upp að Skaftá og sýndi Bjarni bóndi okkur hrauntangann, sem kunnur er af sögunum um “Eldmessu séra Jóns Steingrímsson- ar, er teljast má þjóðhetja og ástgoð allra Skaftfellinga. Hraunflóðið, sem ruddist fram úr Skaftárgljúfri, stöðvaðist þar. — Nú var að létta til og síðan blasti við í morgunbirt- unni hin fagra, sviphreina sveit. Kl. 12 á sunnudaginn var sam- koma í Prestsbakkakirkju. Sóttu þangað um 150 ma-nns. Urðu að guðsþjónustu lokinni og eftir erindi S. Á. G. góðar umræður í kirkjunni, einkum um kirkjumál prestakallsins. Auk séra Valgeirs tók Lárus bóndi á Kirkjubæjarklaustri f jörugan þátt í umræðunum. Var þess vænst, að í Kirkjuritinu yrði minst á kröfu prestakallsins um aukna prestsþjón- ustu. I Að loknum fundinum í Prests- bakkakirkju, héldum við áfram ferðinni. Var nú eftir síðasti áfang- inn, að Kálfafelli í Fljótshverfi. Alla þessa gullfallegu leið austur með SíÖunni var veður hið feg- ursta og útsýnið hrífandi til Lóma- gnúps og annarra tígulegra fjalla i austri. Á Kálfafelli voru um 50 manns við kirkju af um 110 sóknar- mönnum. 1 lok samkomunnar mintist S. Á. G. vinar síns Sigurðar Jónssonar á Maríubakka, er þá var nýlega látinn, og skýrði frá því, að hann gæfi Kálfafellskirkju altaris- mynd til minningar um þenna kristna áhugamann og góða bónda sveitarinnar, en jafnframt til þakk- látrar endurminningar um þessa ferð, er gengið hafði að óskum, og var nú lokiÖ með þessari guðsþjón- ustu. — Eftir samkomuna dvöldum við stutta stund á heimili Stefáns bónda Þorvaldssonar. | Um nóttina vorum við gestir 1 Snorra læknis á Breiðabólstað, er i hafði boðið okkur til sín og tók okk- j ur meÖ mestu alúð. Á leiðinni til j Víkur á mánudaginn heimsóttunf við Lárus bónda á Kirkjubæjarklaustri, og áttum þar skemtilega stund. I Hrísnesi kvöddum við okkar góða samferðamann séra Valgeir og heimilisfólkið þar, og lauk svo för- ’ inni með næturgistingu i Vík og heimför á þriðjudaginn, eins og fyr | segir. Hér er ekki rúm til að geta um fleira, né nefna þá hina mörgu I góðu vini, sem við hittum fyrir á I ferðinni. En við þökkum yður ölluin, Skaft- ^ fellingar, og viljum biðja þess, að störf yðar, félagslíf og kirkjulíf, ' megi blessast og blómgast yður til heilla og hamingju í bráð og lengd. Við vonum jafnframt, að slík ferða- lög til safnaða megi stuðla aÖ efling kirkjulifsins um allar bygðir lands- 25c Special Xmas Offer 25c On presenting this advertisement at our Studio you will be entitled to one 8x10 Silk Finish Portrait of yourself for only 25 cents. One offer to each person. THE CHARACH STUDIO 264 PORTAGE AVE., Winnipeg, Man. Phone 93 837 ms. Árni Sigurðsson. —Kirkjuritið. Bókafregn Ásmundur Jónsson frá Skúfstöðums SKÝJAFAR, 134 bls. Það þekkja allir Reykvíkingar Ás- mund, og margir munu hafa lesið kvæði hans, sem við og við hafa birzt i blöðunum, og öll hafa boriÖ vitni um alveg óvenjulega hag- mælsku. Nú er í þessa bók komið hið helzta, sem birzt hefir í blöðum eftir hann áður og nokkur kvæði fleiri. Það er eins og fyr, að kverið ber vott um afburða hagmælsku höf. Hann leikur sér að flóknum brögum og slungnu rími og fer það prýði- lega. Þó gæti eg hugsað, að hann viti sjálfur fullvel af þessum góða eiginleika sínum, því að það kemur ekki ósjaldan fyrir að stuðlasetn- ingin verði of mikil, eða að heilum eða hálfum braglið sé ofaukið. Þetta vehÖur höf. bersýnilega af vangá þess manns, sem veit að hann er hagorður. Málfar höf. er ágætt. Hann hef- ir góðan smekk fyrir hljómfegurð orða, velur þau eftir þvi, og fer þaÖ í heild sinni vel. Þó notar hann full- oft orð eins og of og meður, sem heldur eru talin með hortittum, en þetta virðist vera gert af léttúð frekar en smekkleysi. Höf. hættir og nokkuð við aÖ búa til orÖ, sem stundum verða heldur löng og ekki alveg sniðin eftir lögum málsins. I því sambandi má spyrja hvað þýða orð eins og lífborÖ og leiðarborð? Vísuorð eins og þessi: Tengsli viðja, orðsögn, alda þekking undir hverfur lífsborð — flatrar grímu býst eg við að verði mörgum heldur torskilin, og eg skil þau ekki. Höf. er skrúðmáll í bezta lagi, og er þar alveg undir áhrifum róxn- antikaranna með Gröndals-blæ. — Skrúðmál getur verið fallegt, og er oft fallegt hjá þessum höf., en ekki allsjaldan er ofmikill íburðurinn. Er hægt að vera meira en gyðja, eða er hægt að vera gyltari en gyltur, og hvað er hágyðja og hágyltur? Það verður að vera hóf í öllu, og ekki í skrúðmælgi síður en öðru. Um skáldgáfu höf. er enginn vafi. Hún kemur berlega fram um alla kvæðabókina. Það er í svo til öll- um kvæðunum einhversstaðar eitt- hvað fallegt og jafnvel gullfallegt. En það eru örfá af kvæðunum, sem eru heilsteypt. I flestum bregður aðeins fyrir glömputn, en þó eru til í bókinni ágæt kvæði, sem að verður vikið. Gallinn er sá, að höf. er reyrður af áhrifum frá öðrum skáld- um, vafalaust ósjálfrátt. Og það er ekki eins og oftast vill verða, eitt skáld, sem bindur höf., heldur áhrif margra og mjög ólíkra skálda. Greinilegust og mest eru áhrifin frá Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. Herbert J. Scott Dr. P. H. T. Thorlakson 306-7 BOYD BLDG. 205 Medical Arts Bldg. Stundar augna-, eyrna-, nef- og Cor. Graham og Kennedy Sts. kverka-sjúkdóma Viðtalstími 2-5, by appointment Sími 80 745 Res. 114 GRENFELL BLVD. Gleraugu útveguð Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson DR. JON A. BILDFELL 216 Medical Arts Bldg. ViStalstími 3-5 e. h. ViStalstími frá 4-6 e. h., nema öðruvísi sé ráðstafað. 218 SHERBURN ST. Sími 21834 Sfmi 30 877 Heimili 238 Ariington Street. Sfmi 72 740 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur tögfrœöingur J. T. THORSON, K.C. Skrifstofa: Room 811 McArthur íslenzkur lögfrœðingur Building, Portage Ave. P.O. Box 16 56 800 GREAT WEST PERM. BLD. PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668 BUSINESS CARDS G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Símið og semjið um samtalstíma DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE -26545 WINNIPEG Ákjósanlegur gististaður Fyrir Islendinga! Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Sími 94 742 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast u,m fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 286 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Guests i Einari Benediktssyni; þar er það hið samanrekna, harða form, sem glepur hann. Þá eru mjög greini- leg áhrif frá Matthíasi Jochumssyni, bæði um efni og form; svo er t. d. kvæðið “Hermann Jónasson frá Þingeyrum” á kafla mjög svipað erfiljóðum Matthíasar um Guðband Vigfússon. Þá eru mjög greinilegir endurhljómar af Steingrími Thor- steinsson og Heine i kvæðinu “Gróð- ur jarðar,” sem annars er með fall- egustu kvæðum í bókinni, og frá Davíð Stefánssyni í kvæðinu “Ótelía”; er það kvæði alveg afleitur samsetningur, sbr. sérstaklega 19.— 23. vísuorð, og þaÖ hefði höf. átt að færa pappírskörfunni. Allir þessir aðkomumenn trufla, og hefðu aldrei átt að fá að tala með þarna. Þegar rnaður fær höf. sjálfan til viðtals, eins og hann er raunverulega klædd- ur, tilgerðar og fordildarlaust, þá er hann einkar geðþekkur ,og þá sézt greinilega, að hann er skáld i sér. KvæÖið “Kjarval fimtugur,” er ljómandi fallegt kvæði, “Vorkvöld við Tindastól,” “Gróður jarðar” og “Fyrir handan” eru lagleg og í kvæðinu “Hólar í Hjaltadal” eru á- gæt tilþrif, og lítið kvæði “Hann gekk um strætin” er blátt áfram ágætt. En svo eru reyndar ekki allfá kvæði, sem óþarfi var að ó- náða prentarann með, t. d. “Ragnar Hafstein Jónsson,” “Til Sigt rðar Skagfield,” “Þorláksmessublót,” “Leiðarljóð,” “Ótelía” o. fl. Til þess að sýna, hvað höf. er laglega hagmæltur og hvað fallegar sumar vísur eru eftir hann, skulu tilfærð tvö dæmi. Er þetta upp- hafið á kvæðinu “Nótt”: Draumamóðir. Drotning sælu og harma, dagsins Ijós þér fellur hægt í arma. Sunnudýrð í glæstu geisla-eldi gengur þér á vald til hvílu og þagna. Skýrast rúnir hárra himinsagna, þar helgir vitar loga und bláum feldi. Hitt er þessi vísa: Fyrir handan hugheimsstrandir hylling landa mætti sjá, ef væru án banda af vizku þandir vængir andans slíkt sem má. Þegar höf. aftur gefur út bók eftir sig, á hann að koma til dyr- anna i sjálfs sín fötum, en bregða hvergi yfir sig brynju Einars Bene- diktssonar, hempu séra Matthíasar kjólnum af Steingrími né sportföt- um Davíðs og ekki heldur tala til lesandans af bláskýjum Gröndals eða upp úr “madressu”-gröf Heines. Þá mun geta hans koma í ljós og geta notið sin.—G. J. —N. dagbl. 14. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.