Lögberg - 19.11.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.11.1936, Blaðsíða 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1936 Magnús Stephensen landshöfðingi ALDARMINNING Eftir A. J. Johnson. í dag )eru liÖin ioo ár frá fæÖ- ingu Magnúsar Stephensen lands- höfðingja, sem var einn af beztu sonum er þjóðin hefir átt, og ein- hver vandaðasti og merkasti em- bættismaður, sem hér hefir farið með embætti, fyr og síðar. Það virðist þvi ekki nema sjáífsagt að rifja upp nokkur atriði úr sögu þessa mæta manns nú á hundrað ára afmælinu, minningu hans til maklegs heiðurs, og öllum til fyrirmyndar. Ekki er þó svo að skilja, að mikið verð hér sagt um Magnús lands- höfðingja sem eigi hefir verið áður sagt, því þann er þetta tekur saman skortir með öllu persónulegan kunn- ugleika, og tíma til að kanna heim- iidir m. m., og verður því hér að mestu rif jað upp nokkuð af því, i sem merkir samtiðar- og samstarfs- menn hafa sagt um afmælisbarnið á , liðnum tímum', og verður aðallega stuðst við tvær ágætar ritgerðir eftir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð í Sunnanfara 1893 og Skirni 1923.. | Magnús landshöfðingi var af mjög góðu bergi brotinn í báðar ættir. Faðir hans var Magnús Stephensen sýslumaður á Höfða- brekku í Mýrdal (síðar í Vatnsdal í Rangárþingi) sonur Stepháns amt- ( manns á Hvítárvöllum í Borgar- j firði, en Stephán amtmaður var son-. ur Ólafs stiftamtmanns Stepháns- sonar í Viðey. Voru það synir Ólafs stiftamtmanns sem' fyrst tóku sér! ættarnafnið Stephensen, þvi sjálfur , hafði stiftamtmaður skrifað sig Stephánsson, en hann var sonur | Stepháns prests á Höskuldsstöðum ! (d. 1748) Ólafssonar prófasts á Hrafnagili (d. 1730), Guðmunds- sonar, Jónssonar á Siglunesi Guð- mundssonar. Kona Ólafs prófasts á Hrafnagili, og amma Ólafs stfit- amtmanns hét Anna, og var dóttir séra Stepháns skálds i Vallanesi, Ól- afssonar prests í Kirkjubæ í Hró- arstungu, Einarssonar, bróður Odds biskups í Skálholti, en móðir Steph- áns skálds i Vallanesi, var Kristín dóttir séra Stepháns í Odda á Rangárvöllum (d. 1615), Gíslason- ar biskups í Skálholti, Jónassonar. Til séra Stepháns í Odda er rakið Stepháns (síðar Stephensens) nafn- ið í þessari ætt. Móðir Ólafs stiftamtmanns var Ragnh. Magnúsdóttir á Espihóli, Bjömssonar, Pálssonar Guðbrands- sonar biskups, en kona Ólafs stift- amtmanns, og langamma Magnúsar landshöfðingja var Sigríður, dóttir Magnúsar Gíslasonar amtmanns á Leirá, stórmerks höfðingja. Er sagt að hún hafi fært Ólafi stiftamt- ntanni “og kyni hans mestan bata,” því hún var bæði ættstór og ættgöf- ug. Var faðir hennar Magnús amt-' maður, sonur Gísla lögréttumanns í Máfahlíð, Jónssonar Vigfússonar sýslum'. í Borgarfjarðarsýslu, síðar biskups á Hólum, (Bauka-Jóns), en Jón biskup var sonur Vigfúsar sýslumanns á Stórólfshvoli, Gísla- sonar lögmanns í Bræðratungu, Há- konarsonar sýslumanns í Stóra- Klofa á Landi, Árnasonar, Gísla- sonar sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð. (Konur þessara manna voru og af hinum göfugustu ættum. Um þessa ætt má því segja, að hún “var göfug og höfðingjastoð”). Var Árni Gíslason sýslumaður á Hlíðar- enda alkunnur höfðingi á 16. öld, og er afar mikill ættbálkur frá honum kominn. Fjöldi af merkustu mönn- um þjóðarinnar á síðari öldum, eiga ætt sína að rekja til hans, eða Gísla biskups Jónssonar í Skálholti, og margir til beggja, og svo er um Magnús landshöfðingja. Kona Gísla í Máfahlið var Margrét dóttir Magnúsar lögmanns Jónssonar á Reykhólum Magnússonar s. st. Ara- sonar hins stóra í ögri (var 3V2 alin á hæð) Magnússonar “prúða” í ögri, Jónssonar á Svalbarði, Magnússonar í Skriðu Þorkelssonar. Og til Magnúsar sýslumanns í Skriðu í Reykjadal sem talinn er að liafa verið “auðugur og mikilmenni (uppi fyrir og eftir 1500) er að rekja Magnúsar nafnið í Stephen sens-ættinni að fróðra manna sögn Kona Magnúsar sýslumanns Vatnsdal, og móðir Magnúsar lands höfðingja, var Margrét dóttir Þórð ar prófasts á Felli í Mýrdal, Bryn jólfssonar í Skipagerði í Landeyj um, Guðmundssonar á Strönd Stefánssonar í Skipagerði, Jónsson ar s. st. Er þessi karlleggur rak inn til Páls sýslumanns Jónssonar á Skarði á Skarðsströnd, sem var "mesta afarmenni og harðfengur,’ en var veginn 1498. af keppinaut sínum í ástamálum. Páll sýslumað ur var föðurbróðir hins stórbrotna höfðingja Björns Guðnasonar Ögri, og móðurfaðir Páls Vigfús sonar lögmanns á Hlíðarenda (sem líklega hefir borið nafn hans) og Önnu á Stóru-Borg. Fyrri kona Páls sýstumanns á Skarði var Sól- veig dóttir Björns hirðstjóra Þor- leifssonar, og Ólafar dóttur Lofts ríka Guttormssonar, en siðari kona hans var Akra-Guðný, og í hefnd fýrir það að hann átti hana, var hann veginn af Eiríki á Álftanesi sem var keppinautur hans um þessa stúlku. Kona Þórðar prófasts á Felli var Margrét Sigurðardóttir prests Stafholti, og er sá ættleggur rakinn til séra Ólafs Guðmundssonar Sauðanesi (d. 1608) sem einnig var ættfaðir Högna “prestaföður” Sig- urðssonar á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð, en Guðríður kona séra Högna var hálf sysrir (sammæðra) Guð- mundar á Strönd, föður Brynjólfs i Skipagerði langafa Magnúsar lands- höfðingja, og Margrétar á Árbæ Pétursdóttur (d. 1935). Móðir Guð- mundar á Strönd og Guðríðar konu séra Högna, var Vigdís Árnadóttir Þorsteinssonar sýslum. í Þykkva- bæjarklaustri (mjög merks manns, er ritað hefir um Kötlugosið 1625) Magnússonar í Stóra-Dal, Áma- sonar, Péturssonar, Loftssonar, Ormssonar, Loftssonar ríka, en kona Magnúsar í Stóra-Dal, og móðir Þorsteins sýslumanns Þykkvabæjarklaustri, var Þuríður laundóttir séra Sigurðar á Grenjað- arstað, Jónssonar biskups Arasonar, og ættleiddi séra Sigurður hana fyr- ir kirkjudyrum á Grenjaðarstað, og erfði Þuríður því mest alt fé föður síns vegna ættleiðslunnar, enda mælti hún við þetta tækifæri: “Guð eigi hana móður mína, því hún valdi mér svo gott faðerni.” Af framangreindu má sjá, að Magnús landshöfðingi var ættgöf- ugur maður í bezta lagi. Mjög er það rómað af samtíðarmönnum1 hvað faðir og föðurfaðir hans hafi verið góðir menn, jafnframt því sem þeir voru mikilhæfir embættismenn. Jón Esphólín hinn fróði sagði um Stephán amtmann á Hvítárvöllum látinn: “Allir það mæla einu hljóði: Veit eg ástsælli engan.” Og Magn- úsi sýslumanni í Vatnsdal er svo lýst, að hann hafi verið höfðingi “sem ætíð lét drengskapinn verða snildinni samfara, og að sem vinur hafi hann verið tröllum tryggari, sem nágranni greiðvikinn, friðsam- ur og hjálpsamur. Heimili hans var rómað, fyrir alt sem eitt heimili getur prýtt, svo sem reglusemi, þrifnað, frið og saklausa gleði.” Á þessu góða heimili að Höfða- brekku i Mýrdal, fæddist Magnús landshöfðingi 18. okt. 1836, og var þriðji sonur foreldra sinna. Höfðu hinir báðir verið látnir heita eftir Magnúsi konferensráði í Viðey, föðurbróður og fósturföður Magn- úsar sýslumanns, en urðu mjög skammlífir. Lifði annar fáa daga, hinn fáa mánuði. Þegar þriðji son- urinn fæddist, réðu ýmsir vinir sýslumanns honum mjög frá því, að láta hann heita Magnús, því sýnt væri að það mundi ekki blessast. En mælt er að Magnús sýslumaður hafi svarað þeim ráðleggingum á þann veg, að hann skyldi aldrei láta af því, að láta syni sína heita eftir frænda sínum og fóstra, “og fyr mættu þá synir sínir allir fara.” En senr betur fór lifði þriðji Magn- úsinn “og tókst þá óaðfinnanlega að endurreisa nafn Magnúsar konfer- ensráðs” því ^lagnús landshöfðingi varð “laukur ættar sinnar og sómi.” Fyrstu 8 ár æfinnar ólst Magnús landshöfðingi upp með foreldrum sínum á Höfðabrekku, en síðar í Vatnsdal í Fljótshlið, því faðir hans fékk Rangárþing 1844. Og þó hann dveldi aldrei langdvölum í Rangár- þingi, mun hann æfinlega hafa talið sig Rangæing, og órjúfandi vináttu og trygð batt hann við ýmsa Rang æinga og ættmenn þeirra, (og eins systur hans'Þórunn og Marta), er hélst alla æfi, alvég eins og faðir hans hafði gert við Skaftfellinga frá veru sinni þar. Ættmenn hans sum ir, höfðu og búið í Rangárþingi mann íram af manni eins og áður er sýnt, og síðustu opinber störf sín vann hann í þágu Rangæinga sem fulltrúi þeirra á Alþingi. NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séi!'líffæri yðar 'iimuö, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að íá yður NUGA- TONE. pað heíir hjálpað mljónum manna og kvenna í síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst I lyfjabúðum; varist stæi- íngar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi bezta lyfið, 50c. notið UGA-SOL — Magnús landshöfðingi var aðeins 13 ára þegar hann gekk inn í latínu skólann, og þá sjálfsagt vel undir- búinn þó ungur væri, því faðir hans hafði jafnan haft ágæta kennara til að kenna börnum' sínum, og fermdur var hann á öðru skólaári sinu 1851 af föðurbróður sínum séra Pétri Stephensen á Ólafsvöllum, og fékk hjá honum þann vitnisburð að hann væri “afbragðs gáfaður og siðsam ur.” Eftir sex ára skólavist í latínu- skólanum, útskrifaðist hann þaðan (1855) “með hæstri einkunn allra sambekkinga sinna.” Sama ár fór hann til háskólans í Kaupmanna- höfn og tók þar embættispróf í lög- um 4. júní 1862 með hárri 1. eink unn. Ari síðar varð hann starfs maður við íslenzku stjórnardeildina i Kaupmannahöfn, og 1865 varð hann aðstoðarmaður þar hjá frænda ‘sínum Oddgeir Stephensen, sem þá var stjórnardeildarforstjóri. Af bréfi sem Oddgeir skrifaði Magnúsi sýslumanni í Vatnsdal 1866, er helzt svo að sjá, sem hann hafi ekki kært sig um að missa hinn unga frænda sinn til íslands, heldur jafnvel viljað að hann settist að i Kaupmanna- höfn, því hann segir að hann sé nú þegar kominn “hér í svo góða stöðu” (þ. e. við stjórnardeildina) að það sé mikið áhorfsmál fyrir hann að sækja til íslands, “nema amtmanns- embætti byðist,” því ekki leist hon- um meira en svo á yfirdómaraem- bættin af ótta við að ungur maður í þeim legðist í leti, eða færi að slá sér út í pólitík, eða eitthvað annað em bættinu óviðkomandi. En alveg var Oddgeir Stephensen viss um að Magnús væri, þá þegar, fær um að ‘veita forstöðu hverju verzlegu em- bætti á íslandi sem vera skal.” Ekki hefir hugur Magnúsar lands- höfðingja staðið til þess að ílendast erlendis. Heima á ættjörð sinni vildi hann starfa, þar vildi hann una æfi sinnar daga, og þangað hverfur liann undir eins og sæmilegt tæki- færi býðst. Árið 1870 var hann settur yfirdómari við landsyfirrétt- inn i Reykjavík, og ári síðar skip- aður í það embætti. Fyrsti dómari varð hann 1877, °S ^883 var hann jafnframt dómaraembættinu settur amtmaður sunnan og vestan, og gegndi hann þessum embættum báðum þangað til hann var skipað- ur landshöfðingi 10. apríl 1886. Því virðulega embætti gegndi hann í 18 ár, með heiðri og sóma, eða þangað til 1. febr. 1904 að stjórnin var flutt inn í landið, og innlendur ráðherra tók við stjórnartaumunum, og landshö f ðing j aembættið j af n f ramt lagt niður. Hafði Magnús lands- höfðingi þá verið embættismaður í 33 ár, og gegnt þremur virðulegustu embættum landsins, en auk þess vann hann íslandi þau 7 ár, sem hann starfaði hjá islenzku stjórnar- En svona var þá farið með mann- inn, sem 1886 var talinn að hafa svo mikla yfirburði yfir alla aðra, að það “þótti sjálfsagt að hann og eng- inn annar” yrði landshöfðingi, og sem þjóðin átti allra manna mest það að þakka, að hún var “í efna- legu tilliti sjálfstæð þjóð.” Svona sem vænta mátti, hlóðust fljótlega ýmisleg trúnaðarstörf á Magnús Stephensen eftir að hann kom til landsins 1870. Árin 1871 °g 1873 var hann aðstoðarmaður konungsfulltrúa á Alþingi, og 1874 var hann kjörinn i bæjarstjórn Reykjavíkur og átti sæti í henni í 12 ár, þangað til hann varð lands- höfðingi. Hann var fyrsti skrif- stofustjóri Alþingis 1875. Sama ár var hann skipaður af stjórninni for- maður nefndar um skattamál, til undirbúnings skattalögunum sem sett voru 1877 °S voru gildandi til 1921 eða í 44 ár. I 10 ár var hann endurskoðunar- maður landsreikninganna, og í 9 ár í stjórn landsbókásafnsins. Konung- kjörinn þingmaður var hann skip- aður 1877. Öll þessi störf hafði hann með höndum auk tveggja em- bætta síðustu árin — þangað til hann varð landshöfðingi. En auk þessa var hann forseti Reykjavíkur- deildar Bókmentafélagsins, frá 1877 til 1884. Var hann Bókmentafélag- inu hinn þarfasti maður í hvevetna, sem vænta mátti, enda gerði það hann að heiðursfélaga. í hans forsetatíð hóf Tímarit fé- lagsins göngu sina og ritaði hann i það nokkrar merkar ritgerðir. Magnús landshöfðingi starfaði á Alþingi í 35 ár, og þritugasta og sjötta árið var hann skrifstofustjóri þess. Fram til þessa, mun aðeins einn maður (Ben. Sv. sýslumt) hafa átt þar lengri starfstíma. Fullyrt er af kunnugum “að enginn einn mað- ur (á þessu tímabili) hafi haft jafn- mikil áhrif á þingið, og hann, .... orð hans voru jafnan mikilsmetin, og á engan var hlýtt með meiri at- hygli en hann.” Stundum, t. d. með- an hann var konungkjörinn þing- maður, er hann talinn að hafa verið næstum einvaldur í efri deild, “sök- um' dugnaðar síns, þekkingar og andlegra yfirburða.” í fjármálum var hann mjög var- færinn, en samgöngur vildi hann efla og styrkja, sem mest hann mátti, enda var það fyrst í hans landshöfðingjatið, að nokkuð er unnið varanlegt að samgöngubótum hér á landi. Þá voru bygðar fyrstu stórbrýrnar, yfir Ölfusá 1891, og Þjórsá 1895, og var með þeim brú- arbyggingum fullkomnuð hugsjón, sem frændi hans séra Hannes Steph- ensen prestur í Fljótshlíðarþingum, hreyfði fyrstur manna á fundi að Stórólfshvoli 1872. Þegar Magnús landshöfðingi vigði Ölfursárbrúna 8. sept. 1891, “bað hann til guðs um það, að gefa jjóðinni dug og dáð, áræði og fram- takssemi, til að halda því áfram, sem svo vel er byrjað, með þessu fyrir- tæki, svo það marki nýtt tímabil í sógunni, henni til hagsbóta.” Og að siðustu mælti hann: “Óskum þess, að sama náttúra fylgi þessari ger- semi vorri og hringnum Draupnir, að af henni drjúpi á skömmum tíma viðlíka margar brýr jafngóðar, yfir ?au vatnsföll landsins, er þess ?arfnast mest.” Þessi orð Magnús- ar landshöfðingja lýsa vel hug hans til samgöngumálanna, og sem betur fer hafa þessar óskir hans og bæn- ir verið heyrðar, því nú eftir 45 ár er búið að brúa öll stærstu vatns- , _ , föll landsins, sem unt er að brúa, deildinm 1 Kaupmannahofn. Starfs- , , ■, , - , u ’w 1 a ! og tvær og þrjor brýr komnar a sum þeirra. tími hans í þágu lands og þjóðar var því full 40 ár, og hefði vissulega getað orðið lengri, hefði hinn nýi tími ekki krafist þess að þekking hans og reynsla væri “grafin 1. febr. 1904.” (Framhald í næsta blaði) ♦ Borgið LÖGBERG! Jón Joseph Daniel Leitar kosningar til bæjarfulltrúa fyrir 2. kjördeild við kosninga'rnar, sem fram fara í Winnipeg þann 27. | þ. m. — Fylgir fram lækkuðum sköttum og því að atvinnuleysis- styrkur verði greiddur í peningum. Frá Latvíu við Eystrasalt Eftir W. F. Kirsteins. Grein þessa hefir ritað Lett- lendingur, W. F. Kirsteins að nafni, skrifstofumaður hjá eim- skipafélagi í Ventspils i Latvíu. Það er frásagnarvert urn þenn- an Lettlending, að hann hefir lært íslenzku svo vel, að hann eigi aðeins les málið’ til fulln- ustu, heldur skrifar það einnig. Grein, sem fer hér á eftir um ættland hans og þjóð barst Fálkanum í hendur á íslenzku og hefir aðeins verið vikið til setningum á stöku stað. Má nærri geta, að svo ítarlegt is- lenzkunám hefir kostað ærna fyrirhöfn, ekki sízt þann, sem talar jafn gjörólikt mál og lett- neskan er, og ekki sízt þegar á það er litið, að eigi var til á lettnesku nein kenslubók í ís- lenzku. Varð Kirsteins að læra frönsku til þess að læra íslenzku og studdist síðan við ófull- komna franska kenslubók í is- lenzku. Og vitanlega hafði hann engan kennara. Má marka af þessu, hve málhneigður grein- arhöfundur er, svo og hitt, hve ríkan vilja hann hefir haft á því að kynnast elztu tungu norður- landa.—Ritstj. Síðan hinn 15. maí 1934 er hagur Latvíu á batavegi og þjóðin er nú að safna kröftum til sajrfeiginlegra á- taka um að bæta velgengni þjóðar- heildarinnar ekki síður en hvers ein- staklings. Lettneska þjóðin hefir nú brugðist við kalli hins ágæta leið- toga þjóðarinnar, dr. Karlis Ulm- anis, sem nú er/ríkisforseti og for- sætisráðherra Latvíu. Hann hefir með aðstoð hins fræga herforingja Letta — Janis Balodis og annara góðra Lettlendinga, komið nýrri skipun á innanlandsmálin. Aðfara- nótt 16. maí 1934 skaut hann loku fyrir það, að pólitískum flokkum héldist uppi að spýja eitri sundrung- arinnar í þjóðina. Á síðustu tveim- ur árum, síðan hið nýja ráðuneyti komst til valda, hefir margt verið gert til þess að reisa landið við og bæta ástand þess. Guðstrú og góðir siðir þjóðarinnar er nú á ný komið til vegs, og rannsóknir á sögu þjóð- arinnar til forna eru nú í hávegum hafðar og mikill gaumur gefinn. Lettneskir vísindamenn — einkum sagnfræðingarnir, hafa leitt í ljós margt það, sem flestum var áður hulið um lífskjör og sögu Lettlend- inga á umliðnum öldum, og allar rannsóknir þessar sýna, að menn- ing Lettlendinga hefir forðum verið á háu stigi — lík mfenningu þeirra, sem lögðu landið undir ?ig og leiddu Lettlendinga undir ok kúgunarinn- ar. Mikil áherzla hefir verið lögð á að bæta landið sjálft. Nú eru t. d. á hverju vori haldnir svonefndir “skógardagar” — þá planta allir í- búar landsins tré fram með akveg- um og kringum búgarða, bæði í sveitum og borgum. Og Latvía, sem náttúran hefir prýtt fögrum skógarlundum og blám stöðuvötnum milli grænna haga, verður enn fegurri ásýndum, og út- lendingum finst landið töfrandi. Ilöfuðborg landsins, Riga, vekur sérstaka athygli. Þar eru nú 385,- 063 íbúar, og er hún stærsta borg í Eystrasaltslöndunum — stærri einn- ig en bæði Osló og Helsingfors. Riga hefir lengi verið fræg borg, með prýðilegum skemtigörðum og fögrum græðireitum, en nú fríkkar hún með hverjum degi sem líður. í miðbænum stendur, síðan 18. nóv- ernber 1935 minnisvarði frelsisins, sem reistur hefir verið með almenn- um gjöfum allrar þjóðarinnar, til þess að minnast frelsisins, sem náð- ist í baráttunni gegn óvinum þjóð- arinnar fyrir nítján árum, og hinna beztu. sona þjóðarinnar, sem fórn- uðu sér til þess að hún gæti orðið frjálst og sjálfstætt ríki — Latvía. Miðbik borgarinnar er enn með miðaldasniði og gömlum, lélegum húsum. Verður það rifið að mestu leyti og breytt í skrautgarða og torg. Öll þjóðin er nú að safna fé til þess að gera stórt torg í vesturhluta borgarinnar, beggja mtegin við ána Daugava. Á þessu torgi og görðun- um þar umhverfis verða í framtíð- inni haldnar hersýningar, söngvara- hátíðir og íþróttasýningar. Það er fyrir hvatningu leiðtoga þjóðarinnar — dr. Karlis Ulmanis, sem ráðist hefir verið i þetta. Á nálægt tuttugu kílómetra svæði meðfram strönd Rigaflóans eru á- gætir baðstaðir, og þúsundir er- lendra ferðamanna, úr ýmsum lönd- um hnattarins koma þangað og á hverju sumrí til þess að baða sig í hinu hlýja vatni Rigaflóans. Hvergi mundu íslendingar geta kosið sér betri og skemtilegri skilyrði en þar. Skamt frá er hinn frægi baðstaður Kemeri, með brennisteinshverum og lækningaböðum; — er þar nú kom- ið stærsta og fegursta gistihús í baltisku löndunum. Kemeri er í raun og veru með beztu baðstöðum öllum þeim, sem vantar hvild og heilsubót; aðsókn ferðamanna þang- að hefir aukist talsvert á síðari árurn og mikið hefir verið gert til þess að hæna útlenda ferðamenn að landinu. Fagrir hressingarstaðir (Kurort) liggja ennfremur við ána Gallja, i norðaustur frá Riga, og er þetta hérað kallað “Vidzemes Sviss,” og eru þetta ákjósanlegir staðir öllum þeim, sem unna náttúrufegurð. Af öðrum baðstöðum má nefna: Lie- paja (sem er næst stærsta borgin 1 landinu, 56 þús. íbúar) við Eystra- salt og Ventspiels (í norðvesturhluta landsins. Vaxa þar greniskógar með ströndum fram. Velgengni landsbúa stendur og fellur með landbúnaðinum, sem er mesti atvinnuvegur, Latvíu. Iðnað- urinn er einnig á framfarabraut og hafa framfarirnar orðið miklar, sér- staklega í stærstu borgum landsins. Sem stendur er ekkert atvinnuleysi í landinu, en á hverju ári koma 10— 20 þúsund erl. verkamanna til Lat- víu til þess að vinna þar að land- búnaðarstörfuni um annatimann. Lettlendingar leggja mikla áherzlu á umbætur i samgöngumálum og margar járnbrautalínur og áætlunar- ferðir almienningsvagna (autobus) tengja saman fjarlægustu héruð landsins. íbúar Lettlands voru orðnir dap- urlegir og vonlitlir um betri tíma, meðan hið pólitiska dægurþras og sundurdægni var þar í algleymingi. En þeir eru að vinna aftur lífsgteði sína og trúna á landið, og sjá nú betri og farsælli framtíð blasa við. Nú geta Lettlendingar haldið áfram leiðina til frekari fullkomnunar. Nú er sá tími kominn, að Lettlending- urinn getur af öllu hjarta sungið hinn fagra þjóðsöng sinn: “Dievs sveti Latviju” (Guð blessi Latvíu). —Fálkinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.