Lögberg - 19.11.1936, Síða 6

Lögberg - 19.11.1936, Síða 6
6 LOGBEBG, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1936 Þræll Arabahöfðingjans Skáldaaga eftir Albert M. Treynor. Svertinginn var með allan hugann við það, að rekja spor Caverly’s og sá því ekki skuggann undir barðinu vinstra megin við sig. Hann skreið hratt áíram, þefandi og másandi, og viðbúinn að mæta hverju sem væri, er hann kæmi upp á ölduhrygginn. Degar Svertinginn var kominn fram hjá, reis Caverly upp. Mjúkur sandurinn d'eyfði alt hljóð og fótatak. E(n einhver meðfædd náttúruhvöt hlýtur að hafa aðvarað Svert- ingjann. Hann snerist alt í einu við, eins og skopparakringla, hvæsti og másaði og þukl- aðí um lásinn á byssu sinni. Riffillinn var af gamalli gerð og lásinn seinvirkur. Zanzan mistókst því að spana bóginn í íyrsta sinn. Hann hörfaði aftur á bak og greip svo um hlaupið. Svo sveiflaði hann byssuskeftinu svo kröftuglega, að hvein í loftinu. Caverly varð var við þytinn, um leið og liann laut snögt niður og vék sér undan högg- inu. I sama bili buldu járnharðir hnúar hans á skrokknum á Gonga-þrælnum. Og áður en hann fengi tíma til að bera hönd fyrir sig, kom næsta höggið. Caverly rendi vinstri hnefanum beint áfram og hitti rétt á liöku- broddinn á Svertingjanum. Þetta var geysi- legt högg, en nautasvíri þrælsins hnikaðist ekki minstu vitund. Þrællinn sveitlaði nú aftur byssunni. Caverly hljóp á hann og náði taki um byss- una, og svo var mikið kastið á honum, að þrællinn hröklaðist dálítið aftur á bak. Hefði nú þrællinn, fengið umsvif til að ná aftur al- mennilegu taki á rifflinum, mundi enginn mannlegur kraftur haía getað náð honum frá honum. En snarræði Caverly’s kom svo ó- vænt á þrælinn, sem var seinn í snúningum, að Cavei'ly gat snúið riffilinn úr höndum hans ogstokkið með hann nokkur skref aftur á bak. Það brá fyrir gulu leiftri í augum þræls- ins, er hann stökk á Caverly. Riffilhlaupið small í svartan hausinn á honum, og var að heyra eins og barið væri í stein. Caverly sló aftur í harðan skallann, hljóp svo aftur á bak og spanaði byssuna. ‘ ‘ Gáðu nú að þér! ’ ’ Þrællinn nam staðar hálfboginn með dinglandi handleggjum. Hann stóð þannig drykklanga stund og starði beint inn í byssu- hlaupið. Svo greip hann báðum höndum til höfuðsins og hneig ait í einu stynjandi niður. Caverly horfði gaumgæfilega á fallinn Bonga-þrælinn. Hann sá ryfjahylkið lyftast og síga á víxl við andardráttinn og ýtti var- lega við honum með fætinum. “Heimsking- inn þinn!” sagði hann. Unga stúlkan hafði fært sig í áttina til þeirra. Hún stóð nú alveg kyr og dauðskelk- uð og horfði á þá. “Við höfum ekkert til að binda hann með,” mælti Caverly. “Og við getum ekki tekið hann með okkur. Ef við látum hann liggja svona, raknar hann við, undir eins og við erum farin, og hleypur til tjalda Tagars. Og þá mundu menn hans ríða okkur uppi, áður en við kæmumst alla leið til áfangastað- ar okkar. Iíann stóð stundarkorn og braut heilann um þetta. “Það er engu meiri fjai’stæða að ætla sér að rota nílhest með tómum hnefun- um,” tautaði hann. “Og í annari eins kvöld- kyrð og nú er heyrist skothvellur margar mílur.” Hann sneri sér að ungu stúlkunni. ‘ ‘ Lán- ið mér hnífinn yðar. ’ ’ Hún hafði leðurbelti yfir aðra öxlina, og fór það henni vel. Að framanverðu var skot- hylkjum stungið í mittisbeltið, og hægra megin á mjöðmiimi endaði það á slíðri, sem veiði hníf var stungið í. Áður en hún vissi af, hafði Caverly geng- ið að henni, kipt upp slíðurlásnum og dregið hnífnn hægt og rólega úr slíðrum. .“Nei!” Hún varð alveg stóreygð af hræðslu og skelfingu. Hann reyndi hnífseggina á þumalfingri sínum, og sneri sér svo frá henni. “Hvað — hvað ætlið þér að gera?” stundi hún. “Reyna að bjarga okkur *og lengja líf okkar um nokkrar klukkustundir. ” Hann gekk fáein skref áfram og laut niður. Líkami hans skygði á það, sem lá í sandinum fyrir framan hann. Hún stóð á öndinni og starði. Hún sá, að herðavöðvar hans hnykluðust og strengdust eins og boga- strengir. Það sáust blóðhlaupnar, þrístrend- ar rákir, þar sem tvöföik þrælasvipan hafði skorið sig inn í hörundið. Hún sá að hann hreyfði handleggina snögt niður á við. Þá kvað við hvínandi skrækur, sem skar eins og hnífur gegnum kyrðina. Unga stúlk- an greip fyrir bæði eyrun til þess að byrgja hljóðið úti. Öi*vita af hræðslu snéri hún sér við og hljóp á stað eitthvað út í tunglsljósið. Þétt spor í sandinum náðu henni skjótt aftur og skugga bar á hlið við hana. “Hér er hnífurinn yðar,” sagði Caverly. “Komið ekki nærri mér!” stundi hún í kæfðum róm. \“Þér — þér ...” “ Viljið þér ekki hafa hnífinn yðar ?” “Nei! Haldið þér, að eg vilji snerta við honum — eftir að—” Hún stundi eins og hefði liún hlaupið óraleið. “Að þér — hvít- ur maður — skylduð geta gert það — geta—’ ’ Hnífsblaðið blikaði í tunglsljósinu, þeg- ar Caverly þeytti hnífnum frá sér langt út yfir sandöldurnar. Hann leit á hana skáhalt til hliðar. “Eigið þér við að skera liann á háls?” spurði hann ósköp rólega. Hún klemdi saman varirnar. Annað- hvort gat hún ekki svarað, eða þá vildi hún það ekki. “Hversvegna ætti eg að skera hann á háls? Eii hvað þér eruð veimiltítuleg mann- eskja!” “Eg lieyrði það svo vel!” sagði hún með æsingi og í ákæruróm. ‘ ‘ Hafið þér nokkurn tíma heyrt hálsskor- inn mann æpa ? Það væri þó fjárans skrítið. Eg skar aðeins sundur ilja-leðrið á honum. ” Unga stúlkan hægði á sér. En augnaráð hennar var kuldalegt enn þá. ‘ ‘ Hvað átti það svo sem að þýða ?” spurði hún. “Það skal eg skýra fyrir yður. Þessi náungi munai svixja okkur í liendur Tagars, enú nú verður liann nokkuð seinfær á sér, og mun því þurfa nokkrar kiukkustundir til aö komast þangað. liann verður nú að skríða á hondum og hnjám. Á þenna hátt fáum við stundir tii þess að gera samferðamönnum yð- ar dóvart og búast til varnar. “Jæja, er það svona lagað!” mælti hún í fyrirlitningarróm. “Eitir 2—3 vikur getur hann aftur stigið í fæturna. En í kvöld lætur hann það vera.” llúii smá hægði á sér, og gengu þau nú í stað þess að iilaupa; en liún horíði alt af niður fyrir'sig með greinilegum reiðisvip. Caverly brosti kaidhæðnislega. Honum var það ljóst, að stúlkan sú arna hafði ekki meiri hugmynd né þekkingu á þessu miskunn- ariausa villimannalandi en nýfæddur livít- voðungur. Hún hafði blátt áfram engin skil- yr^i til þess að geta gert sér minstu hug- mynd um hvílík ógnar örlög fyrir þeim lægju, ef Tagar næði þeim. Og nú hafði Caverly séð við þessu eða að minsta kosti dregið þessi hræðilegu leikslok ofurlítið á langinn með því að framkvæma það, sem var alveg óhjákvæmi- ieg nauðsyn. Zanzan ætti í rauninni að vera honum þakklátur fyrir að svona fór. Morðfýsn Svertingjans hlaut að hafa knúið hann af stað á slóð Caverly ’s, áður en heili lians hafði áttað sig á því, hvað verða mundi, ef menn Tagars næðu honum aftur í eyðimörkinni með stolinn riffil í höndum. Nú hafði hann þó að minsta kosti sundurskornar iljar til að votta það, að haim heíði ekki verið í bandaiagi við hinn þrælinn. Caverly hefði verið ósköp auðvelt að skýra ungu stúlkunni frá öllu þessu. En hanii gat ekki verið að hafa fyrir því að afsaka sig gagnvart henni. Honum geðjaðist alls ekki að framkomu hennar. Svo sagði hún alt í einu: “Þrælahald gerir menn harða og rudda- lega. Finst yður það ekki sjálfum ?” “Jú, óneitanlega,” svaraði hann. Þau gengu stundarkorn þegjandi. Þegar Caveriy öðru hvoru virtist sokkinn niður í að virða fyrir sér náttúruna, læddist stúlkan til að senda honum auga til liliðar og virða hann fyrir sér. Magurt og djarflegt andlit hans var henni hreinasta ráðgáta. Eftir dáiitla stund sagði hún: “Maður- inn, sem eg talaði um áðan og sagði að þekti yður, er með lestinni okkar. ” “ Jæja.” “Hann heitir Lontzen.” Caverly nam staðar alt í einu. Hefði unga stúlkan horft á hann rétt í þessu, mundi hún hafa tekið eftir því, að hryggvöðvar hans hnykluðust skyndilega. “Eigið þér við Carl Lontzen?” “Já.” Caverly náði stúlkunni strax aftur og gekk nú við hliðina á henni með því sérkenni- lega göngulagi, sem frumfeður vorir hafa lært af því að ganga berfættir. “Þið Carl Lontzen voruð saman í Tíbestí fjöllunum,” sagði stúlkan. “Við vorum svo. Lontzen leitaði að olíu, og eg var að grafa eftir sandorpinni forn- borg. Hann fann víst olíuna,, að því er eg veit sannast, en eg fann aldrei indælu borg- ina mína. Jú, jú, við vorum þar báðir saman. Tveir grasasnar, sem gerðu sér allskonar liugmyndir. En við fengum að þefa af sann- leikanum. Við hvítir menn eigum ekki að leita til Tíbestí. ” “Þér hefðuð átt að vera þar hjá Carl,” sagði unga stúlkan. Hann horfði á hana. “Eg skil ekki, við livað þér eigið.” “1 stað þess að laumast burt á síðasta úlfaldanum,” sagði hún kuldalega. “Meðan Lontzen var aleinn og varði skarðið fyrir á- rásum Túareganna.” “Eigið þér við—?” Hann horfði alt í einu forviða á liana. “Við livað eigið þér annars?” “Carl barðist við Túaregana og komst undan og náði loksins gangandi inn í brezka Súdan, ’ ’ sagði stúlkan með áherzlu. ‘ ‘ En þér flýðuð og voruð handtekinn. Þér urðuð þræll-----!” “Hvar liafið þér heyrt þetta æfintýri!” spurði hann. “Ilvaða æfintýri?” “Er það Carl Lontzen sem segir frá þessu?” Unga stúlkan brosti háðslega. “Eg býst nú við, að þetta sé satt — eða er þetta ekki svo?” Hann horfði ógnandi á hana. Svo hristi hann höfuðið og rak upp kaldhæðnishlátur. “Er það ekki eins sennilegt að það hafi verið maðurinn, sem komst til Súdan, sem stal úlfaldanum — einasta úlfaldanum okkar. Það kom fyrirlitningarsvipur á fagurt andlit hennar. Og hún var ósmeik að segja það, sem henni bjó í brjósti. “Carl segir, að það væri svo sem líkt yður að sjóða fáeinar smálygar um þetta, ef þér kæmuð einhvern- tíma aftur. ” “Er það ekki líka eins sennilegt, að mað- urinn, sem var tekinn til fanga og seldur í þradkun hafi verið sá hinn sami, sem varð eftir og barðist við Túaregana?” mælti liann rólega. Hún svaraði engu. Hún bax llöfuðið hátt, og háðsbros lék um munninn. “Hvers vegna eruð þér svo fljótar til að trúa öllu því, sem Carl Lontzen segir?” spurði Caverly. “Af því eg þekki hann og geðjast vel að honum,” sagði hún. “Eg treysti fyllilega því sem hann segir. ” Caverly virti hang fyrir sér forvitnis- lega. “Eg hefi alveg gleymt að spyrja yður að heiti,” mælti hann. “Eg heiti Treves.” “Bíðið þér nú við.” Hann horfði gaum- gæfilega á þverúðarfult andlit hennar, eins og honum dytti nú fyrst í hug, að hún væri líklega manneskja út af fyrir sig. “Átti Carl Lontzen ekki frænku, sem hét Treves? Unga stúlku, sem var að villast um Miðjarðarhafið í vatnsflugvél í þrjá daga! Og svo fótbrotn- aði hún skömmu seinna af því að hestur steyptist með hana, þegar hún hleypti yfir vatnsgryfjuna miklu við Whaddon? Lafði Beverly Treves—?” “Beverly er systir mín,”sagði hún. “Eg er bara Boadicea Treves og er venjulega köil- uð Bó Treves.” “ Jæja. En úr því að Carl Lontzen slapp nú heim aftur heill á húfi úr þessum svaðil- förum sínum,” sagði Caverly með ofurlitlum liæðniskeim í röddinni, “hversvegna er liann þá að liætta sér á ný í heljargreipar ?” “Það gerir liann yðar vegna, ” mælti hún eins og til skýringar. “Ætlið þér að segja mér, að liann sé kominn hingað aftur — mín vegna?” “ Já, eg er einmitt að segja yður það.” “Hvernig gat hann búist við að finna mig?” “Hann hafði heyrt einhvern ávæning af því að höfðinginn Tagar Kreddache hefði tek- ið hvítan mann til fanga.” “Og svo hefir hann haldið, að það væri eg? Og svo ætlar hann að leggja lífið í hættu mín vegna ?” Caverly rak upp stutt blísturs- hljóð. “Og það ætti Carl Lontzen að gera!” “Finst yður það virkilega svo furðuiegt, að sómakær, hvítur maður reyni til að frelsa félaga sinn, sem hann hefir átt svo margt saman við að sælda?” Hún horfði frámuna- lega fyrirlitlega á hann. “ Já, eg get annars skilið, að yður Jiyki þetta ótrúlegt. ” “Nei, eg skil það ekki. Mér er þetta al- veg óskiljanlegt og furðulegt.” Hann tók upp lítinn hnöttóttan stein, virti hann fyrir sér, eins og hann væri einhver kostagripur, fleygði honum svo alt í einu hátt upp í loftið, liljóp til og greip hann á lofti, alveg eins og hann væri að leika sér. “Hvers vegna ættum við annars að vera að brjóta heilann um smámuni?” sagði hann, þegar unga stúlkan náði honum aftur. “ Það er ekki neitt, sem er nokkurs virði héðan af, ekkert, sem um er að gera. Þegar þessi dag- ur rennur, getur okkur verið sama um alt,— því j)á verðum við ekki lengur til,” bætti hann við, eins og liann talaði við sjálfan sig. III. Gamiir kunningjar. Ókunnu lestarmennirnir höfðu sezt að í djúpri dæld með háum sandöldum á alla vegu. Staðurinn var ágjætlega valinn til allra ]>æg- inda. Þar var skjól bæði fyrir stormi og sandfoki. En frá herfræðilegu sjónarmiði var þetta lireinasta gildra. Þessi litla tjaldborg og farangur mundi aðeins verða ofurlítill munnbiti fyrir hina gráðugu mannvarga Tagars höfðingja. Caverly sá áfangastaðinn álengdar, er þau Bó Treves stóðu á einni sandöldunni. Hann leit snögt í kringum sig og því næst ofan í dældina, þar sem lestin hafði sezt að, og brosti kuldalega, eins og sá myndi brosa, er veit með vissu, að nú liefir hann náð síð- asta áfanganum á lífsleiðinni. Síðan gengu þau bæði ofan brekkuna og smugu inn á milli úlfaldanna, sem voru frem- ur órólegir. Þar voru engir varðmenn, til að hafa gætur á komumönnum. Þau gengu yfir dældarbotninn og inn á milli tjaldanna, sem stóðu í tveimur röðum. Unga stúlkan klóraði með nöglinni á tjaldskör stær-sta tjaldsins. “Carl!” kallaði hún lágt. “Já, livað er að ?” svaraði svefndrukkin rödd innan úr tjaldinu, en hækkaði svo óðara róminn. “Hver er þar!” “Þaðereg. ÞaðerBó! Ertu vaknaður, Carl? Það er maður hérna úti sem vill tala við þig. Það er þræll!” Hún sagði þetta, eins og hún skemti sér við það, og gaf um leið Caverly hornauga skáhalt upp á við. “Það er þræll Tagars Kreddache höfðingja.” Það brakaði í stálfjöðrunum í ferðarúm- inu. “Hvað í ósköpunum? Hvaðan kemur liaim, Bó ? Hvað vill liann? Og hvernig er hann kominn hingað ? ’ ’ “Það getur hann sagt þér sjálfur. Viltu tala við liann núna?” ‘ ‘ Já, jæja — það er líklega bezt. Segðu honum, að hann skuli bíða. ’ ’ “Þér getið beðið héma!” sagði unga stúlkan við Caverly. “Það er gott, Carl. Þá fer eg. Bóðanótt!” Hún sneri sér á hæl og fór leiðar sinnar og hvarf inn í tjald sitt, sem stóð nokkuð f jær í röðinni, án þess svo mikið sem að líta við. 1 stað þess að standa fyr fyrir utan tjald Cari Lontzens, lyfti Caverly tjaldskörinni og smeygði sér inn fyrir. Tunglsljósið fyrir utan lýsti honum nægilega til þess, að liann gæti séð það, sem inni var í tjaldinu, stórt ferða- kofort úr skinni, samanbrotið þvottaáhald, tvo samanbrotsstóla, sem föt nokkur héngu á, snyrtilega samanbrotin. Hann grilti einn- ig hinn gildvaxna og svíradigra mann, sem alt í einu reis upp í beddanum. Tjaldeigandinn var sýnilega öskuvondur yfir þessari árás á einkasvið sitt. ‘ ‘ Sagði eg ekki að þér ættuð að bíða fyrir utan,” lireytti hann út úr sér illhryssingslega. “Út með yður, annars skai ...” Nakinn gesturinn rétti út hendina mjög rólega eftir reiðbuxum, sem héngu yfir bakið á öðrum stólnum. Svo stakk hann fæti í aðra skálmina, vóg stundarkorn á liinum fætinum og stakk honum svo í hina skálmina og var þá kominn í buxurnar. “Það er ljómandi góð uppfynding með svona buxur!” mælti hann órlega. “Maður þarf að hafa verið án þeirra um liríð til þess að geta metið þær réttilega. ” “Hvað í ósköp . . . .” Maðurinn í rúminu varð alveg klumsa í miðju kafi og kom eklú upp einu orði. Hann ruggaði fram á gólfið og stóð þar glápandi og steinhissa. “Gott kvöld, Lontzen!” sagði Caverly rólega. Tjaldeigandinn stóð lireyfingarlaus og starði á gestinn, eins og liann væri að strita við að sjá andlit lians greinilega gegnum ó- greiddan skeggbrúsann. “Er það — er það? Guð minn góður — Caverly! Ert það þú, Caverly?” “Hvaða flibba-númer notið þér ?” spurði Caverly. “ Svona um 42 býst eg við?” svo nældi hann sér í mjúka skyrtu, brúna, sem fór vel við buxurnar, og stakk liöndunum í ermarnar. “Hún er auðvitað við vöxt,” sagði hann um leið og hann stakk höfðinu inn í skyrtuna. “Eg held að eg hafi notað 40, þegar eg hafði flibba síðast, og eg hefi ekki lagt á mig síðan. Ó-nei, því miður.” “Caverly, — hvað eruð þér að gera hérna ? Hvaðan komið þér ? ” Carl Lontzen fálmaði eftir etldspýtum og kerti á þvottagrindinni. Hann kveikti á einni spýtu, en hann var svo skjálfhentur, að hann liitti ekki kertiskveikinn með eldspýt- unni. “Hvaða reifarasögur eru það, Carl, sem þér eigið að hafa sagt, af æfintýri okkar í Tíbestí-f jöllunum? ” Caverly hnepti aftur skyrtunni og girti um sig beltinu. Svo sópaði hann fötum þeim, sem eftir voru á stólnum, ofan á gólfið og settist á hann. Lontzen reyndi nú aftur að kveikja á kertinu, og nú hepnaðist honum Jiað. Hann sneri sér nú að gesti sínum með talsverðum sjálfbyrgingsskap, en varð þó fyrri til að líta undan, er augu þeirra mættust.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.