Lögberg - 19.11.1936, Qupperneq 7
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1936
7
Frá Edmonton
(i2. nóvember 1936.) ;
í Heimskringlu frá 21. október j
birtast tvær ritgerðir, sem bá'Öar eru i
stílaÖar til mín, í tilefni af umræÖ- |
um mínum í Lögbergi um hina svo-
nefndu Aberhart Social Credit
stjórn í Alberta. Er önnur frá Mr.
B. Thorlákson að Markerville, Al-
berta, en hin frá “Alberta konu.”
ÞaÖ er bæÖi æskilegt og nauðsyn-
legt, að öll opinber málefni, sem að
einhverju leyti snerta velferð al-
mennings, séu rædd af sem flestum
og frá öllum hliðum; ætti það að
verða til þekkingarauka á málefnum
þeim, sem þannig væru rædd, fyrir
ahiíenning. En slfkar ritgerðir verða
að vera bæði skynsamlegar, skýrar
og kurteisar, annars er hætt við því,
að þær verði ekki að tilætluðum
notum,
Eg ætla fyrst að svara herra B.
Thorlákson, þó mér finnist þessi
grein hans ekki svaraverð. Eg sé
ekki neitt gagn í því að svara svona
löguðum ritgerðum. Hann segir
bara að eg hafi verið að rita níð i
Lögbergi um Mr. Aberhart og Social
Credit stefnuna, og að eg hafi verið
að fara með lygar. Það þarf meira
en litla tuddamensku til þess að
slangra út úr sér eins þungum ákær-
um eins og þetta, i annara garð, án
þess með einu orði að reyna til að
rökstyðja þessar staðhæfingar. Því
bendir ekki greinarhöfundurinn á
það, hvar þetta níð og lygar sé að
finna, í þessum greinum mínum, og
færir rök fyrir því. Finst honum
virkilega að þess þurfi ekki, að það
sé öllum nóg, til að gefa þessum
staðhæfingum sannleiksgildi, að
hann, B. Thorlákson, skrifi undir
það. Aðrar eins órökstuddar stað-
hæfingar er ekki hægt að skoða öðru
vísi en marklaust þvaður, hvaðan
sem það kemur.
Eg hefi látið þá skoðun í ljósi að
Aberhart stjórnin og Social Credit
stefnan sé að missa fylgi almenn-
ings i Alberta. Þetta er það eina,
sem herra Thorlákson reynir til að
hrekja, af því sem eg hefi sagt um
Alberta stjórnina. Hann bendir til
þess hve margir létu skrásetja sig,
miklu fleiri en Social Credit áætl-
uðu i síðustu fylkiskosniíigum, og
telur hann það vott um aukið fylgi
sem stjórnin hafi hjá almenningi.
Gjörir Mr. Thorlákson sig gleið-
myntan og spyr: Hvað segir S. G.
um það ?
S. G. segir að þessi skrásetning
sé aðeins einn þátturinn í skripaleik
þeim, sem Aberhart-stjórnin er að
leika. Þessi skrásetning er þýðing-
arlaus og þarflaus, nema til þess að
láta fólkið halda, að nú sé stjórnin
að byrja að gjöra eitthvað mikið.
Allir hljóta að muna það, að i
ræðum og ritum, héldu Social Credit
sinnar þvi fram, að allir borgarar
21 árs og eldri, fengi sinn “Basic
Dividend” $25 til $75 á hverjum
mánuði, og börn og ungmenni, upp-
hæðir, sem yrði að skipuleggja þeg-
ar til þess kæmi. Nú er Aberhart
og Social Credit stjórnin búin að
breyta öllu þessu, og segja nú að
engir fái þessa tilvonandi “Divi-
dends” nema þeir, sem skrásetja sig,
og lofist til þess að styrkja stjórn-
ina á öllum sviðunu Þarna er
stjórnin að veifa sömu beitunni sem
dugði svo vel í kosningunum, þó
það loforð sé nú fært ofan i $5, má-
ske einn dóllar. Þessi skrásetning
er yfirgripsmikið verk, og er búið
að vinna að því í margar vikur, og
er óklárað enn.
Ottawa-stjórnin lét taka manntal
hér í fylkinu síðastliðið sumar, eins
og um alt Canada. Hefði því stjórn-
in getað fengið allar þær upplýsing-
ar um hverjir væri borgarar, og get-
að komist hjá öllu þessu umstangi.
En stjórnin verður að hafa eitthvað
á prjónunum, til að villa fólki sjón-
ir. Líka leggur herra Thorlákson
áherzlu á það, að þessi skrásetning
í Alberta hafi farið fram' af frjáls-
um vilja þeirra, sem skrásettu sig.
Þar er hann sjálfur að snúa sann-
leikanum við. Þessi skrásetning fór
fram “under a threat,” þar sem
stjórnin lýsti því yfir að aðeins þeir,
sent væru skrásettir, fengi “divi-
dends.” Fyrir þessar hótanir létu
margir skrásetja sig, til þess að það
væri ekki hægt að útbola þeim frá
því, að verða aðnjótandi þessa
“dividends,” ef það skyldi nokkurn
tima verða annað en loforðin tóm.
Um það hvort fylgi almennings sé
að réna eða aukast við Aberhart-
I
1
T. W. Kilshaw
Borgarstjóraefni fólksins,
óháður öllum pólitískum
flokkum.
Mamiúðarinálin skipi öndvegi!
Skyldur ræktar hlutdrægnis-
laust gagnvart öllum stéttum
bæj^arfélagsins.
Kjósið til borgarstjóra —
Kilshaw, T. W.
1
stjórnina, er ekki hægt að rökstyðja
ennþá sem komið er; tíiminn leiðir
það í ljós. Frá minu sjónarmiði, þá
er stjórnin óðum að missa fylgi og
tiltrú hjá almenningi.
Þá heilsa eg “Alberta konunni,”
og þ'akka henni fyrir hennar vel rit-
uðu grein og hennar lipra og kurteisa
rithátt. Þó hún hafi aðrar skoðanir
en eg, þá rýrir það ekki í mínum
augum gildi þessarar greinar. Eg
óska að hún láti heyra frá sér aftur
og væri þá æskilegt, bæði fyrir mig
og málefnið, sem hér er til umræðu,
að hún vildi benda mér á eitthvað af
því, sem henni finst eg misskilja eða
fari rangt með, og röðstyðji það.
“Alberta konan” virðist hafa þá
skoðun að eg sé auðvaldssinni, og
af þeirri ástæðu muni eg vera svona
mótfallinn Social Credit stefnunni.
Þetta er ekki rétt. Eg hefi leitast
við að fá sem víðtækasta þekkingu á
Social Credit stefnunni, og þess
meira sem eg kynni mér hana, því
betur get eg skilið hvað hún er ó-
ábyggileg. Þessu til sönnunar vil
eg benda á það, að hér i Alberta
eru tveir Social Credit flokkar, ann-
ar kendur við Aberhart, en hinn við
Major Douglas; hanga þeir stöðugt
í hárinu hvor á öðrum. Á Englandi
er Social Credit flokkurinn klofnað-
ur í þrent. Allir þessir flokkar vilja
ná sama takmarkinu, en þá greinir
á um það, hvernig þessu takmarki
verði náð. Virðast þessar m'ismun-
andi skoðanir benda á talsverða
“þanka þoku”, (eins og P. B. svo
heppilega kemst að orði) í heim-
kynnum Social Credit sinna.
Eg þykist skilja það á grein Al-
berta konunnar, að hún lesi Lög-
berg, svo ef hún hefir lesið ummæli
mín um auðvaldsstefnuna, um og
eftir fylkiskosningarnar síðustu og
um það leyti sem Mr. Aberhart sat
við fætur auðfræðingsins R. J.
Magor, sem auðvaldið í Austur-
Canada sendi honum, þá get eg ekki
skilið að nokkur. hafi getað skilið
orð mín svo, að eg væri auðvalds-
sinni. Nokkrir kunningjar mínir
veittu imér ákúrur fyrir það,.hvað
eg væri harðorður um auðvalds-
stefnuna. Eg hefi alls ekki breytt
neitt um skoðanir í þeim efnum síð-
an.
Nú eru allar umbóta tilraunir og
lög þau, sem Mr. Aberhart og Co.
hafa haft á prjónunum undanfarið,
komið fyrir dómstólana hér, til að
láta þá gera úrskurð um það, hvort
það sé alt lögum samkvæmt, eða
hvort það komi i bága við grund-
vallarlög Canada. Þar til þessi
dónisúrskurður er fenginn, er ekki
hægt að korna neinum af þessum
umbóta tilraunum til framkvæmda.
j Það er alt útlit nú, að hvernig sem
, sá úrskurður verður hér frá Alberta
! dómstólunum, þá verði þeim úr-
| skurði áfrýjað til hærri réttar. Það
j getur staðið yfir í fleiri ár, að fulln-
j aðarúrskurður fáist og kostað fylk-
| ið mörg þúsund dollara í málskostn-
I að. Þetta eru skerin, sem eg hefi'
þózt sjá, að Social Vredit skútan
rnundi stranda á.
V. Guðmundsson.
Silfurbúðkaup
Hjónin Mr. og Mrs. Cooney áttu
25 ára giftingarafmæli þann 10. þ.
m.; vinir þeirra og vandamenn
heiðruðu þau með samsæti í Good-
templarahúsinu þá um kveldið. Þau
hjón hafa lengi átt heima hér í borg-
inni; eru vinsæl í héraði og hafa
tekið drjúgan þátt í félagsmálum ís-
lendinga, enda var samsætið fjöl-
ment, sóttu það, auk íslendinga, ná-
grannar þeirra Cooney-hjóna af
ensku og skozku bergi brotnir. Mrs.
Magnúson stýrði samsætinu og fórst
það vel úr hendi. Mrs. Grace John-
son skemti með söng. Ræður voru
heiðursgestunum fluttar af Runólfi
Marteinssyni, skólastjóra, Dr. Sig.
Júl. Jóhannessyni, Gunnlaugi Jó-
hannssyni, Mrs. Bjarnason, J. H.
Nuttall og A. S. Bardal, er einnig
bar fram gjafir þær, er heiðursgest-
irnir voru sæmdir. Ýmsir aðrir
tóku til máls, sem hér verða ekki
nafngreindir. Þess skal getið að
silfurbrúðinni var réttur blómvönd-
ur mikill og einn hinn fegursti, er
sézt hefir við slík tækifæri. Kvæð-
ið, er hér fer á eftir var einnig flutt
í samsætinu.
TIL MR. og MRS. COONEY
á 25. giftingarafmœli þeirra
10. növember, 1936.
Sjaldan eru veizlum virtir
vinnumenn af lúa slitnir,
æfilangri elju merktir,
inniteknir, veðurbitnir,
þeirra er mtest og þarfast vinna,
því er miður, sjaldan getið,
æfistarfið illa launað,
erfiðið að litlu metið.
Konurnar, sem börnin bera,
bardaga við skortinn heyja,
eiga vísa umgetningu
einu sinni — þegar þær deyja—
þó þær ali æsku landsins
upp til þess að fylla skörðin,
fögnuð sinn þær fá á himnum
fyrir gleði synjar jörðin.
Eitt er skoðað yfirborðið,
öðru gleymt er meira varðar :—
Hallarturninn hái spyrnir
hæl í grunninn neðanjarðar.
Enn er úti i koti og kytru
Krafturinn í lýðinn alinn;
hreystin lága hreysið byggir,
hrörnunin á fagra salinn.
Andann dreymir.—.Efintýri
urðu geislar dimmum kveldum
úti þar sem karl og kerling
kofa lágan vermdu eldum.
Frelsi vort er keypt við kvölum
kotungsins er særðist fjötrum
Fegurð margar fórnir þáði
frá þeim sem að slíta tötrum.
Þið eruð hjón úr þeirri fylking,
þið hafið staðið fjórðung aldar
þar sem baslið brjóstum hlifir
bak við verju höggvinsskjaldar ;
Þið hafið aldrei undan hopað,
örbyrgðina af höndum rekið,
lagt fram það, sem eitt þið áttuð :
árveknina og vinnuþrekið.
Megið þið lengi lífsins njóta,
lifa fram til hárrar elli,
framsóknina og frelsið líta,
fylkja liði og halda velli,
alt það sjá er hjartað hlúði,
hækka og vaxa fram úr skuggum1,
ýlustráin öll, sem skjálfa
úti fyrir klökkum gluggum.
Páll Guðmundsson.
Hvað Lloyd George
segir um Hitler
Eftirfarandi samtal er tekið úr einu
af víðlesnustu lýðræðisblóðum Breta
"Ncws Chronicle.” Hcr talast við
áhrifamesti málsvari lýðrœðisins í
Brctlandi, L.loyd George, og kunnur
ritstjóri, A. J. Cummings. Hér rœð-
ast við tveir lýðræðissinnar um naz-
istann Hitler. Vill Hitler stríð?
Sækist Hitlcr eftir að berjast við
Rússa?
A. J. Cummings hafði skömmu
áður en Lloyd George kom frá
Þýzkalandi, skrifað grein i “News
Chronicle,” þar sem hann þóttist
sýna fram á að friðnum í hejmin-
um stafaði af engumi einum manni
jafn mikil hætta og af Hitler.
Þegar Cummings kom inn í les-
stofu L. G. á heimili hans, tók hinn
hvíthærði öldungur á móti honum
með þessum orðum:
“Eg las með athygli hina grimmi-
legu árás yðar á þýzku hættuna, seni
birtist i blaði yðar rétt áður en eg
kom heim.”
“Mér skilst,” svaraði eg, “að þér
séuð ekki á sömu skoðun og eg, að
friðinum i Evrópu stafi hætta af
Þjóðverjum.”
“Það er undir því komið hvernig
með Þjóðverja er farið. Ef ráðist
er á þá og brotist inn yfir landamæri
þeirra, eins og Poincaré gerði 1923,
þá munu þeir ekki fela sig og breiða
sængina upp yfir höfuð. Kannske
að þér teljið að friðinum stafi hætta
af þessu nýja viðhorfi sjálfsvarnar
og sjálfsvirðingar.”
“Hefir Hitler ekki sett á fót hern-
aðareinræði ?”
“Einræði, jú, en ekki fremur
hernaðarlegt en annara ríkisstjórn-
enda, sem treysta á heri sína til þess
að verja landamæri sín,” svaraði Mr.
Lloyd George. “Blum, sósialista-
ráðherrann, hefir að baki sér miilj-
ónir fullkomlega þjálfaðar og vel út-
búinna hermanna.”
“Eg skal segja yður skoðun mína
í fullri hreinskilni. Eg er hvorki
fasisti né kommúnisti. Eg var
frjálslyndur (a Liberal) þegar eg
fór til Þýzkalands og eg leit í kring-
um mig i Þýzkalandi með augum
frjálslynds manns og eg er nú kom-
inn heim aftur sem frjálslyndur
maður. En frjálslyndir imenn sem
vilja ekki horfast i augu við stað-
reyndir eru bölvun frjálslyndis-
stefnunnar.”
“Þeir menn,' sem óska friðar
meðal þjóðanna, verða að viður-
kenna þá leiðinlegu og óhrekjanlegu
staðreynd, ■ að flestum ríkjum í
Evrópu er stjórnað af einræðis-
herrum. Tvö hafa nýlega skipað
sér í sveit einræðisríkjanna.”
Tvcnnskonar einrækisherrar
“Það er ekki fólgið í frjálslyndu
stefnunni, að öðrum ríkjum sé sagt
fyrir hvaða kerfi stjórnskipulags
þau eigi að kjósa sér.”
“Það eru til tvennskonar einræðis-
herrar. Þeir, sem ákveða hvernig
bezt muni vera að stjórna þeirra eig-
in ríkjum. Og hinir, sem þykjast
ætla að skipa öðrum ríkjuro fyrir,
hvernig eigi að sfjórna þeim. Hið
síðara kalla eg ekki frjálslyndi —
það er ekkert annað en frekja.
‘'Hvað álítið þér að sé raunveru-
lega hið sanna um hernaðarstefnu
Þjóðverja?”
“Svar mitt er: að Þjóðverjar hafa
enga löngun til þess að ráðast á
nokkura þjóð í Evrópu og að Hitler
sé að auka vígbúnað sinn til þess að
geta varið sig, en ekki til sóknar.”
“Það er sannfæring mín að á
tíu árum a. m. k., komi ófriður milli
Rússa og Þjóðverja ekki til greina.
Jafnvel þótt Þjóðverjar sæktust
eftir stríði, sem þeir vissulega gera
ekki, nema þá að aðrar þjóðir, sem
betur eru vopnum búnar, taki upp
á því að ráðast á þá, myndi þýzki
herinn ekki vera undir stríð búinn
og gæti ekki orðið tilbúinn innan
þessa tránlabils.”
“Hann er ekki við því búinn að
ráðast á nokkura þjóð. Hann hefir
ekki yfir að ráða hvorki vopnum
né æfðum herforingjum, né þjálfuð-
um liðsmönnum til þess að ráðast í
slíka fyrirætlan, enda þótt hann sé
ágætur varnarher.”
“Nýliðarnir eru mjög ungir; ná-
lægt því 500 þús. nýliðar eru skráðir
á hverju ári. Það verður ekki fyr
en að þessi her er búinn að koma
sér upp liðsforingjum, sem sam-
svara þessum f jölda, að hægt verður
að bera hann saman við þýzka her-
inn frá því 1914, sem Foch lýsti á
þá leið, að annar eins her hafi aldrei
verið til í heiminum.”
“Þýzki herinn er ágætur varnar-
her, og á það að þakka framúrskar-
andi áhuga hermannanna og fyrsta
flokks vélbyssuútbúnaði, en vélbyss-
urnar eru voldugasta varnarvopnið,
og ennfremur á hann það að þakka
stórfeldum víggirðingum á austur-
og vestur-landamærunum, en þessi
lier getur ekki ráðist yfir landamæri
annara þjóða með nokkurri von um
að bera sigur úr býtum.”
“Hitler viðurkendi sjálfur við
mann, sem eg talaði við, að her hans
myndi ekki vera fullbúinn sem! árás-
arher, fyr en eftir 15:—20 ár. “Hef-
irðu hugsað um hve gamall eg verð
orðinn þá?” sagði hann. “Á þvi
aldursskeiði sækjast menn ekki eftir
stríði.”
“Langar hann ekki til að fara í
stríð við Rússa?” spurði eg.
“Nei,” svaraði L. G., “hann ber
í brjósti blossandi hatur á bolsje-
vismanum. I 17 ár hefir hann flutt
ræður gegn Rússum og bolsjevism-
anurn. Hann helgaði margra ára á-
róðri til þess að skipuleggja and-
kommúnista-fylkingu i Þýzkalandi.
En hann lítur á þá tilgátu með lítils-
virðingu, að hann hafi í hyggju að
fara með her manna til Moskva, eða
að hann girnist Ukraine.”
“Nei,” hélt L. G. áfram, “þótt
Hitler sækist eftir því af eðlilegum
ástæðum, að ná aftur i Danzig og
Mernel sem eru jafn þýzk héruð eins
og Hull er ensk borg og frekar en að
Cardiff er welsk borg, þá á hann
enga ósk í þá átt að bæta við sig
miljónum Slava, sem hann fyrirlitur
og myndi líta á sem svívirðingu við
kenninguna um hreinan kynstofn.”
Óttast árás frá Rússum.
“Óttast hann innrás í Þýzkaland
af hendi Rússa,” spurði eg.
“Eg held að ósvikins ótta gæti
við vopnaða árás af hendi Rússa-
komimúnistanna. Árið 1920 voru
rauðu hersveitirnar komnar alla lei,ð
til Varsjá, þrátt fyrir það, að þær
voru illa útbúnar.”
“Hins vegar sagði mér málsmet-
andi hermaður þýzkur, að vegna
hins einstaklega ófullkomna sam-
göngukerfis á vesturlandanrærum
Rússlands, væri árás af hálfu Rússa
sem einhverju svaraði hernaðarlegur
ómögulegleiki a. m. k. næstu 10 ár.”
“En Hilter er það mkiið áhuga-
mál að fá Frakka til þess að segja
upp fransk-rússneska sáttmálan-
um ?”
“Jú, það er rétt. Eg benti honum
á að hann gæti tæplega búist við að
franskur sósíalistaráðherra segi upp
samningi við Rússa, sem gerður hafi
verið af fyrirrennara hans úr hægri-
flokki.”
—Mbl. 19. okt.