Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. NÓVEMBER 1936
3
Negrar
Eftir Ásgeir Ásgeirsson.
Ásgeir Ásgeirsson, fyrver-
andi ráðherra, höfundur eftir-
farandi greinar, ferðaðist víða
um Bandaríkjin síðastl. ár og
hefir því kynst af eigin sjón og
heyrn kynflokkastríðinu, sem er
eitt af stærstu vandamálum
Bandaríkjanna. Dvöl sagði les-
endum sínum, þegar hún fór af
stað sem sjálfstætt tímarit, að
henni myndi sérstaklega kært
að flytja vel sagðan fróðleik
utan úr heimi. Eftirfarandi
grein er einn liður í efndum
þess vilyrðis.
# # #
í Bandarikjunum ægir saman öll-
•um kynflokkum og þjóðflokkum.
Þar er gert það sem unt er til að
bræða alla upp í sömu deiglu og um-
steypa \>k í mynd hins engilsaxneska
“Yankee,” sem er ímynd Ameríku-
mannsins. Þið þekkið hann öll af
myndunum af “Uncle Sam” í rönd-
óttu buxunum, með stjörnótta pípu-
hattinn og andlitsfall nánast eins og
Abraham Lincoln. En árangurinn
er misjafn. Og eitt er það, sem
-aldrei tekst, en það er að gera svert-
ingjann hvítan, svo hvítan, utan á
og innan í, að hann sé talinn jafn-
ingi þeirra, sem hafa þau forréttindi
að vera alhvítir að utan, hvernig svo
sem sálin er lit.
Svertingjar eru með öllum blæ-
brigðum. Þeir eru svartir, brúnir,
bláir og bleikir, sumir hrokkinhærð-
ir, breiðleitir, flatnefjaðir, vara-
þykkir, aðrir eru langleitir með
spanskt bros á þunnum vörum, en
aðrir rauðhærðir með írskt leiftur í
aiUgunum o. s. frv. Þeir eru af öll-
urn kynkvíslum Afríku, blandaðir
öllum þjóðflokkum Bandaríkjanna.
I tölu þeirra eru jafnvel margir, sem
við myndum kalla hvíta menn. En
Amerikumenn eru glöggskygnir á
negrablóðið. Það er oftast eitthvað
við augun eða fingurgómana, sem
kemur upp um fullvaxinn rnann, ef
svartur blóðdropi rennur í æðum
hans. Kynblendingar hvítra og
svartra eru með öllum blæbrigðum.
Það má líkja því við, að einum
mjólkurdropa sé helt í blekbyttu og
hitt, að einum blekdropa sé helt í
mjólkurfötu. Svo langt er bilið. En
svartur telst sá, sem á svertingja
einhversstaðar í ættinni, og hann er
samkvæmt J>ví útilokaður úr samfé-
lagi hvítra manna. Merkjalínan
liggur ekki á neinum landamærum,
heldur þvert og endilangt um þjóð-
félagið. Þeir, sem gera tilraun til
að stelast yfir landamærin, eiga alt
af á hættu að verða hraktir til baka.
Lítil stúlka er tekin í fóstur af
hvítum hjónum. Hún fær gott upp-
eldi og semur sig að siðum hvítra
manna. Engan grunar neitt fyr en
hún verður gjafvaxta. Þá fyrst
fara að koma í ljós svertingjaein-
kenni og henni er varpað miskunn-
arlaust út fyrir landhelgi hvítra
manna. Hún á engan kost giftingar
í þeirra hóp. Ungur háskólamaður,
hvítur að yfirlitum, söngvinn og
skemtinn og óvenju þýður í öllu við-
móti, giftist hvítri stúlku af efn-
uðurn ættum. En þegar fyrsta barn-
ið fæðist — þá er það svart. Hann
fyrirfer sér, en samt ekki af því að
konan hafi verið ótrú. “Hvítir” for-
eldrar geta eignast svart barn og
svartir foreldrar hvítt, þegar annar-
legt blóð er aftur í ættum. Það er
Mendels-lögmálið, sem ríkir svo
grimmilega á landamærum hvítra
manna og svartra.
f Bandaríkjunum eru um 14 milj-
ónir negra. Þeir komu ekki þangað
með sama hætti og aðrir innflytj-
endur, til að leita gæfunnar og alls-
nægta í hinu nýja Gósen. Þeir voru
veiddir eins og vilt dýr um alla
Afríku og fluttir í járnum til að
vinna á bómullar- og tóbaksekrum
Suðurríkjanna fyrir volduga óðals-
bændur af engilsaxneskum uppruna.
Hinir svörtu skógarmenn, sem voru
sviptir sinu vilta lífi, eiga ekki sök
á þeim vandræðum, sem návist negr-
anna veldur nú i félagi hvítra
manna. Löngu síðar, fyrir og eftir
síðustu aldamót, flutti hinn sívax-
andi iðnaður og námurekstur inn til
Bandaríkjanna ódýrt vinnuafl frá
suður og vestur Evrópu, Itali, Balk-
anbúa, Pólverja og Rússa. Það gaf
einnig stundargróða en skammgóð-
an. Kapitalismi Bandaríkjanna hefir
sjálfur skapað sín stærstu vandræði.
Hugmynd mín var áður sú, að
Þrælastríðið hafi leyst vandræðin á
sarnbúð hvítra manna og svartra.
Eg hélt að kristilegt hugarfar Norð-
urríkjanna og blóðug borgarastyrj-
öld undir forustu eins hins ágætasta
manns síðari tíma, Abrahams Lin-
coln, hefði brotið hlekki hins fjötr-
aða óg gert frelsi og jafnrétti að
sameign svartra og hvítra Gúðs
barna. Lincoln, sjálfur, hefir unnið
til þess lofs, sem honum er sungið.
Fíngur Guðs er sýnilegur í allri
hans sögu. Hann var hinn sanni
Ameríkumaður, hár og grannur
“Uncle Sam,” langleitur og kinn-
fiskasoginn, sjálfmentaður og guð-
hræddur bóndi og lögfræðingur,
augun djúp og alvarleg, og þó gletn-
ishrukkur í augnakrókunum.
Við jarðarför fallinna hermanna
og kirkjugarðsvígslu mælti hann á
þessa leið: “Hinir hraustu her-
menn hafa, lífs og liðnir, helgað
þennan reit umfram alla getu vora
til að bæta þar við eða draga frá . . .
Hitt er oss nær að vígjast hér til
hins mikla starfs, sem fram undan
er og strengja þess heit, að sjá svo
til, að fórn þeirra verði ekki árang-
urslaus.” Þegar honum var eitt
sinn boðið í samsæti í kvenfélagi og
hann sá hina risavöxnu rjómatertu,
sem framreidd var í tilefni af bar-
áttunni fyrir frelsi þrælanna, varð
hann hálfu langleitari í framan og
kinnfiskasognari og mælti: “Þið
rnegið ekki halda, góðu konur, að
eg sé eins hungraður og eg lít út fyr-
ir að vera.” Lincoln á alt sitt lof,
og er einn hinna fáu ágætu manna,
sem hafa brotið alla hlekki af sjálf-
um sér og eru hrós mannkynsins.
En hér voru fleiri öfl að verki.
Suður- og Norðurríkin voru ólík um
fleira en þrælahald. I Suðurríkjun-
um bjuggu stórbændur, líkastir land-
aðli Norðurálfunnar. Þeir voru
ýmist ríkir eða fátækir, en flestir
mentaðir og gæflyndir óðalsbænd-
ur, í stíl við hina hvítu, súlum
skreyttu herragarða. En menning
þeirra var bygð á þrælahaldi eins og
hin gríska og rómverska menning.
í Norðausturríkjunum bjuggu kaup-
menn og stóriðjuhöldar. Þar ríkti
púrítönsk þröngsýni og dugnaður.
Norðurríkin voru önnum kafin við
að skapa hina háreistu vélmenning,
sem nú ríkir, og gera hvíta, með-
bræður að láglaunuðum kaupþræl-
um. Þeirra var tíðarandinn og upp-
gangur hinna næstu áratuga fram að
kreppunni. En nú riðar þjóðfélags-
byggingin öll, og frjálsir verkamenn,
hvítir og svartir, meta nú lítils frelsi
sitt til að ganga atvinnulausir og
krefjast sömu framfærsluskyldu af
ríkinu og þrælarnir nutu áður hjá
sínum húsbændum. Suðrið var orð-
ið fjarlægt Norðrinu og sagði sig
loks úr lögum við það, er Lincoln
var kosinn forseti. En þá þrútnuðu
brjóst manna í Norðri og Vestri,
af tilfinning fyrir einingu ríkisins
og hinum röndótta fána. Tilfinn-
ingin fyrir einingu ríkjanna hafði
vaxið í heila öld og orðið sterk.
Stjörnunum hafði fjölgað i horni
þjóðarfánans og menn gátu ekki
sætt sig við að sjá þær hrapa. Bar-
áttan fyrir einingu ríkisins hófst og
einingin sigraði. Það hefir haft hin
heillavænlegustu áhrif á alla fram-
tíð Norður-Ameríku. Heimsálfan
er eitt ríki að kalla, engar víggirð-
ingar, engir tollmúrar, ekkert erfða-
hatur við nein landamæri. Þetta er
höfuðkostur Ameríku umfram Evr-
ópu, skipulag, sem Ameríkumenn
hvað eftir annað hafa reynt að flytja
yfir hafið til Evrópu. En þó það
sé höfuðstyrkur Ameríku, þá er það
viðkvæmt eins og kólibrífuglarnir
og hefir hingað til veslast upp á leið-
inni. Bandaríki Evrópu eru enn þá
langt undan.
Þessi var hinn mikli ávinningur
þrælastriðsins. En svo stóðu negr-
arnir til hliðar og fengu mannrétt-
indi, sem þeir hafa aldrei notið,
kosningarrétt ,sem þeir þora ekki að
beita, og mistu um leið framfærslu-
rétt sinn, sem surnir hverjir sannar-
lega þurftu cneð. Nú eru hvítir
menn og svartir jafnréttháir að lög-
um, tveir kynstofnar, sem ekki verða
feldir í eina umgerð. Þrælahaldið
var að vissu leyti lausn á sambúð-
inni, einn settur yfir annan, en jafn-
réttið hefir enn ekki reynst nein
lausn, heldur skapað ný vandkvæði,
sem ósýnt er hvernig ráðast. Þetta
er sorgarsaga þeirrar staðreyndar,
að f jarskyldir kynflokkar .búa hver
innan um annan í einu landi.
Negrar eru nú um öll Bandaríkin.
Eg hitti þá á járnbrautarlestum. Þar
eru þeir þjónar, hæverskir og vin-
gjarnlegir. Eg sá þá aldrei bregða
skapi, nema eitt sinn á Kýrrahafs-
brautinni. Þegar eg skreið fram úr
Pullmans-rúminu einn morguninn
sá eg strax að mikið veður var í
negraþjón. Hann vék sér sér að mér
og sagði: “Massa, vitið þér að það
er prizefighter” — þ. e. box-kappi
með lestinni?” “Hver er það?”
spurði eg, án þess að láta í ljósi
undrun eða aðdáun. “Jimmy Brád-
bock,’L svaraði negrinn og ljómaði í
framan eins og fult tungl. “Jimmy
Braddock,” svaraði eg, “hver er
það ?” Negrinn hristi höfuðið, sneri
sér skjótlega undan svo eg sæi ekki
lítilsvirðingarsvipinn, sem kom á
andlitið. Hann hefir vafalaust
spurt sjálfan sig, hvaðan úr veröld-
inni svo fávís og sljór bleiknefur
gæti verið, sem þekti ekki deili á
heimsmeistaranum í flokki hinna
þungu boxara. Eg hafði brotið af
mér á sama hátt og maður, seni tel-
ur sig kristinnar trúar, og kannast
svo e. t. v. ekki einu sinni við Sam-
son, sem sló Filisteana. Blámenn
kunna að meta berserki.
Eg gisti á gömlum herragarði í
Kentucky, í stóru hvítu húsi með há-
reistum grískum súlum á framhlið-
inni. Þar minti alt á hinar gömlu,
virðulegu óðalsættir frá því fyrir
Þrælastríð. Þar hafði til skamms
tírna búið gömul ekkja, sem rak
aldrei frá sér negra, sem var búinn
að vinna heimilinu í nokkur ár. Þeg-
ar hún dó voru gamalmennin orðin
fimtíu. Húsbóndinn fullyrti við mig
að þrælunum hefði orðið frelsið til
bölvunar. Þeir þyrftu forsjár ann-
ara. Suðurríkjabændur kynnu einir
að fara með þá, stíga niður til þeirra
í viðtali, láta letingjana vinna o. s.
frv. Það ætti að fara vel með þá,
en halda þeim armslengd frá sér.
Mér fanst eg vera kominn aftur á
miðja nítjándu öld. En þrátt fyrir
öll vandkvæði, getum við ekki hugs-
að okkur annan möguleika en þann,
að negrarnir njóti sama frjálsræðis
og hvítir menn.
Eg sá kofa negranna í Carolina.
Það eru verstu hreysi, sem eg hefi
séð. “Negrinn gerir aldrei við
neitt,” segir hvíti maðurinn “ef þak-
ið lekur, þá kemst hann ekki að því
að lappa það þegar rignir, og þegar
sólin skín — þá þarf þess ekki með.”
Eg kom i negrahverfi í ýmsum
borgum. Venjuuega voru það lé-
legustu hverfin og íbúarnir fátæk-
legir, stundum fátæklega skrautleg-
ir, því sundurgerð í klæðaburði er
þeirra náttúra.
Merkast allra þessara negra-
hverfa er Harlem í New York. Þar
búa á fimta hundrað þúsund negrar.
Það er stærsta negraborg, sem
nokkru sinni hefir verið til. C% þó
var þar alþýzkt hverfi fram yfir
aldamót, þýzk “Gemútlichkeit” og
“Bierstuben.” Eftir 1914 áttu sér
stað þjóðflutningarnir miklu af
negrum frá Suðurríkjunum til iðn-
j aðarborganna og þá helzt til New
York. Ófriðurinn heimtaði aukna
framleiðslu og síðar hermenn frá
J vinnu, eftir að Bandaríkin kornust í
| hildarleikinn. Stóriðjan heimtaði
aukið og ódýrt vinnuafl og verk-
25c Special Xmas Offer 25c
On presenting this advertisement at
our Studio you will be entitled to one
8x10 Silk Finish Portrait of yourself
for only 25 cents. One offer to each
person.
THE CHARACH STUDIO
264 PORTAGE AVE., Winnipeg, Man.
Phone 93 837
fallsbrjóta og negrunum opnaðist
nýr heirnur, heimur iðnhverfanna og
gtórborganna, hærra kaup en þeir
voru vanir og vonir um auknar
mannvirðingar í Norðurríkjunum,
■ sem eitt sinn útheltu blóði sinu fyr-
•ir málstað þeirra. En alt fór á eina
leið. Norðurríkjamenn reynast nú
litlu betri, þegar þeir eru orðnir ná-
grannar negranna. Og nú eru negr-
arnir taldir með öðruin stærstu
vandræðamálunum, sem stórborg-
irnar eiga við að stríða. Enn einu
sinni hefir fjánmagnið og stóriðjan
flutt inn sin eigin vandræði, og gróði
striðsáranna orðið skammgóður.
Saga Harlem er hin sama og ann-
ara negrahverfa. Fyrst leigir hús-
eigandi negraf jölskyldu íbúð, sem er
orðin svo léleg, að hvítur leiguliði
er ófáanlegur. Síðan flytja allir
hvítir menn úr húsinu og þá úr ná-
grenninu og negrar flykkjast að í
staðinn. Þetta gengur koll af kolli
og nú fylla negrar 90 til 160 stræti
á sjálfri Manhattan. Það er þeirra
mikla Kongó. Þetta er eins og þeg-
ar svörtu rotturnar útrýma hinum
brúnu. En mannréttinda njóta þeir
ekki einu sinni í norðrinu. Þeir eru
fangar í sínu svarta skinni og út úr
því komast þeir ekki.
í Suðurríkjunum er þeim hægt
frá kosningarrétti. Þeim er sett að
skilyrði að geta svarað út úr stjórn-
arskránni, en hvítir menn leystir
undan þessari skyldu, ef afi þeirra
hefir haft kosningarrétt, enda kemur
þeim það mörgum hverjum betur.
Þeir eru líflátnir án dóms og laga,
ef þeir snerta hvita konu. Þeir
stunda þau störf sem minst virðing
fylgir, ræsta götur og hús og eru
auðmjúkir þjónar. Og samt brosa
þeir við drotnurum sínum eins og
börn og hlæja hjartanlegar í sinn
hóp, en hvítum heimsborgurum er
mögulegt. Þeir skapa smátt og
smátt sína eigin menning, hafa sína
eigin presta, lækna og lögfræðinga,
rithöfunda, söngvara og dansmeyj-
ar. Og.e. t. v. er þetta eina lausnin,
að mynda ríki í ríkinu, ef það má
þá teljast lausn. Það er hin nýja
stefna mentaðra negra, sem finna að
þeir eru einangraðir um leið og þeir
finna að þeir eru margir hverjir
jafnngjar hvítra manna. Þetta er
hinn svarti Zionismi.
En á einu sviði hafa þeir lagt und-
ir sig Bandaríkjin og hinn mentaða
heim, en það er í fögrum listym.
Negrabókmentir hafa víða náð hylli.
Þeir syngja eins og englar, og dans-
inn er þeim söngur líkamans. Síð-
degis, dag hvern, fara tíu þúsund
svartir Harlembúar á kreik og dreif-
ast um skemtistaði hinna hvítu
drotnara. Þeir “jassa” og “steppa”
af líkama og sál með svo sætt bros
um alt andlitið, að hvítir menn
bráðna fyrir geislunum.
Til að kynnast negranum þarf að
sjá hann syngja, dansa og biðjast
fyrir. En það gefst alt, ef farið er
á guðræknissamkomur til þeirra. Eg
fór tvisvar á samkomu í Harlem hjá
hinum mesta spámanni, sem uppi
h'efir verið meðal amerískra negra.
Eg segi spámanni, en það eru mín
orð. Hann telur sig hvorki spá-
mann eða konung af Guði sendan.
Hann er ekki sendur, heldur Guð
almáttugur sjálfur í eigin persónu.
Það dugar ekki minna meðal negra í
landi auglýsinganna, og mun þetta
vera hin svæsnasta auglýsing, sem
út hefir verið gefin í Ameríku síðan
Eiríkur rauði skirði Grænland. En
negrarnir trúa. Það er þeim eðli-
legt að trúa eins og börn! Þessi ó-
venjulega persóna, sem þeir kalla
“Father Divine” kemur i sinum eigin
Roll Royce-bíl og þúsundir negrar
Business and Professional Cards
PIIYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON
216-220 Medical Arts Bldg. Phones: 3 5 076
Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 906 047
Consultation by Appointment
Heimili: 214 WAVERLEY ST. Only
Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba . Winnipeg, Manitoba
Dr. Herbert J. Scott
306-7 BOYD BLDO.
Stundar augna-, eyrna-, nef- og
kverka-sjúkdóma
VitStalstfmi-2-5, by appointment
Sími 80 745
Gleraugu útveguð
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœt5ingur í eyrna, augna, nef
og hálssjúkdómum.
216-2 20 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Viðtalstími — 11 til 1 og 2 til 5
Skrifstofusími — 22 251
Heimili — 401 991
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstlmi 3-5 e. h.
218 SHEttBURN ST.
Slmi 30 877
^--------------------------
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phones: 21213—21144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DR. JON A. BILDFELL
216 Medical Arts Bldg.
Viðtalstlmi frá 4-6 e. h., nema
öðruvísi sé ráðstafað.
Sími 21 834
Heimili 238 Arlington Street.
Slmi 72 740
DRS. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræöingur J. T. THORSON, K.C.
Skrifstofa: Room 811 McArthur islenzkur lögfrœðingur
Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 800 GREAT WEST PERM. BLD.
PHONES 95 052 og 39 043 Phone 94 668
l
BUSINESS CARDS
Ákjósanlegur gististaður Fyrir fsléndingal Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir 41 FURBY STREET Phone 36137 Slmið og semjið um samtalstlma 4
A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skriístofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL. 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests
hrópa og kalla og steppa svo yfir
tekur þegar hann birtist. “Father
Divine is God,” kalla þeir og:
“Peace everybody,”—það er kveðja
þeirra á sama hátt og Þjóðverjar
segja: “Heil Hitler.” “Father Di-
vine” hefur upp hönd sína og það
slær í dúnalogn. “Syndin er móðir
alls ills,” segir hann, “og ef þið hætt-
ið að halda við hana, þá hættir hún
að eiga börn. Is not that wonder-
ful!” Og þúsundir negra taka undir:
“Is not that wonderful!” Það er
viðkvæðið, sem hrópað er allan
fundartímann. Öll stemning verður
að hafa viðkvæði, látlaust og einfalt
viðkvæði, sem sífelt endurvekur
sama geðblæ og sameinar einstakl-
ingana í eina heild. Og negrarnir,
sem gleðjast í Guði sinum geta ekki
orða bundist. Þeir syngja sálma
sina, m. a. orðin “Father Divine”
endurtekin í sifellu undir laginu:
“Heims um ból.” I fyrsta versinu
byrja nokkrar konur að klappa og
rétta upp hendurnar í Sankti-
Andrésarkross. I öðru versi risa
rnargir á fætur, byrja að hreyfa sig
í lendunum og síðan að steppa. þeir
snúa sér> í hring og brosa blítt til
allra. Hraðinn og ákafinn eykst í
sífellu, augunum er lygnt aftur og í
lok söngsins falla sumir saman
froðufellandi eins og lífskrafturinn
sé allur tæmdur. Þetta heitir á þeirra
máli að höndla trúna, “to get re-
ligion.”
Þetta er alt einkennilegt og hug-
myndirnar margar fráleitar. En
hversu margar trúarhugmyndir úr-
eltast ekki meðal hvítra manna! Bak
við liggur tilfinning, heit og sterk,
hugurinn er gripinn af ókunnu afli,
sem auðvelt er að gefa nafn, en
erfitt að skilja. Þetta er trú og til-
finning, en engin ný opinberun.
Henni fylgir einhver dularfullur
andvari sunnan úr myrkviði Afríku,
eitthvað frumlegt og sterkt, sem eg
hefi hvorki reynt fyr né síðar.
Fyrir fáum árum kom út leikrit í
Bandaríkjunum um trúarbrögð
negranna. Það var leikið af negr-
um og fór sigurför um öll lönd. Þar
var lýst því, hvernig Biblíusagan
rennur í 'huga þeirra saman við
þeirra eigið umhverfi og hugmynda-
forða. Þar voru Abraham, Isak, Nói
og Móses og Guð sjálfur aðalper-
sónan. Á því hneyksluðust margir.
En negrunum verður ekki betur lýst
en i þessu leikriti. Þeir trúa á sama
hátt og Abraham, þegar Guð gekk
um jörðina með englum sínum. —
Þessi guðræknissamkoma flutti mig
ekki einungis suður til Afríku held-
ur og aftur í samtíð Abrahams. Það
er nokkuð fágæt reynsla nú á tím-
um, en síðan mér skildist þetta, skil
eg alt betur, sem fram fór.—Dvöl.