Lögberg - 26.11.1936, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 26. NÓVÐMBER 1936
7
Siglufjarðarskarð var
vígt fyrir 200 árum
Sigluf jarðarskarÖ er á milli Siglu- ,
f jarðar og Austur-Fljóta. Er þar!
f jallgartiur mikill, aÖlíÖandi brattur
aS vestan, en snarbrött brekka aÖ
austan og lá gatan þar í ótal krók-
um. Efst á fjallinu eru tindar og
klettar og er brúnin efsta svo þunn
sem saumhögg. Skilur sú egg
Skagafjarðar- og EyjafjarÖar-sýsl-
ur. Gegnum háeggina eru sem dyr,
“augsýnilega höggnar af fornaldar-
mönnum, og standberg á báðar hlið-
ar. Gegnum dyrnar eru hér um bil
fjórar hestlengdir, en breiddin svo
að vel er klyfjafrítt.”
Yfir skarÖi þessu hafði legið síð-
an i heiðni andi nokkur illkynjaður
og hin mesta meinvættur. Birtist
hún ferðamörinum sem kolsvartur
skýstrokkur í lofti, sumir segja eins
og skopparakringla. Steyptist þetta
yfir ferðamenn og varð ávalt hverj-
um að bana, manni, hundi eða hesti,
en þó aldrei nema einum í senn, þótt
fleiri væri saman, og kom þá stund-
um niður á þann, sem var í miðjum
hópnum. Þrátt fyrir þetta tókust
ekki ferðir af yfir skarðið, þvi að
margir komust þar klaklaust yfir og
án þess að verða neins varir.
Fyrir eitthvað 300 árum' tók ó-
fögnuður þessi að magnast, og drap
nú ferðamenn jafnt á nóttu sem
degi. Og hver sá, er varð fyrir
sortanum, hneig örendur niður sam-
stundis.
Um 1730 færðist óvættur þessi
enn í aukana og kvað nú svo ramt
að því, að allir töldu að þetta væri
hinn illi sjálfur. Gekk á þessu um
fimm ára skeið og lá við, að sam-
göngur tækist af yfir fjallið. Þótt-
ust menn þá ekki geta búið við
þenna ófögnuð lengur og kærðu
vandræði sín fyrir Steini biskupi á
Hólum. En biskup gerði Þorleifi
prófasti Skaftasyni í Múla orð og
bað hann að vigja skarðið og reyna
að fá þessum ósköpum af létt.
Þorleifi prófasti er lýst svo, að
hann hafi þótt' mjög fyrir öðrum
prestum á sinni tíð á Norðurlandi,
flestra hluta vegna. Hann var mað-
ur mikill vexti og tröllaukinn að
manndómi, raddmaður mikill og
mælskumaður, sterkorður og and-
ríkur. Hann þótti og kunna nokkuð
fyrir sér, því að sagt var að hann
skildi hrafnamál, og þótti það rætast
á dánardægri hans, er hann heyrði
hrafn boða sér feigð og hóta að
kroppa úr sér augun Hann hafði
og verið dómkirkjuprestur : Hól-
um, þegar Galdra-Loftur var þar í
skóla. Vandaði hann oft um við
Loft, en Loftur bektist síðan stund-
um við prófast, “en gat ekki gert
honum neitt mein, því að hann var
svo mikill guðsmaður og kunnáttu-
maður um leið, að ekkert óhreint
gat grandað honum.” Af öllu þessu
valdi Steinn biskup hann til þess að
vígja Siglufjarðarskarð.
Þorleifur prófastur ferðaðist nú
til skarðsins sumarið 1735 og nokkr-
ir prestar og vildismenn, en fjöldi
fólks dreif þar að til að vera við
athöfnina.
Byrjaði Þorleifur með þvi, að
hann lét hlaða altari úr grjóti annars
vegar í skarðinu. Hélt hann þar
síðan messugerð með vígslu og
stefndi þaðan vonduni öndum og í
skarð það, eða hraungjá, sem er
nokkru sunnar í fjallsegginni og
kallast Afglapaskarð Var hann þá
bæði kröftugur í orðum og bænheit-
ur. Að lokinni vígslu mælti hann
svo fyrir, að hver, sem yfir skarðið
færi, skyldi gera bæn sína við altar-
ið, og mundi þá vel duga.
Mælt er, að síðan, eða um 200 ára
skeið, hafi Siglufjarðarskarð ekki
orðið mönnum að meini. En Af-
glapaskarð þykir æ síðan ískyggi-
legt; hafa nokkrir menn vilst í það
og biðið þar bana. —Lesb. Mbl.
Ágrip af baráttusögu
Evrópu og Asíu
frá aldaöðli
Það þarf ekki annað en að líta á
sameiginlegt kort yfir Evrópu og
Asíu til þess að sannfærast á því,
að Evrópa er ekki annað en stór,
óreglulega lagaður skagi, sem geng-
Kjósendur annarar kjördeildar
Styðjið
Kjósið
óháða frambjóðendur, sem láta hagsmuni borgar-
anna sitja í fyrirrúmi fyrir flokkshagsmunum.
fulltrúa til þess að vinna að hag allrar borgarinn-
ar, til hagsmuna fyrir alla borgara — og endur-
vekið með því traust á bæjarstjórninni.
For Aldermen School Trustees
COULTER BECK
SMITH, Rhodes MILTON
Setjið tölurnar 1. 2. gegn nöfnum þeirra á kjörseðlinum
i þeirri röð er þér æskið.
Mælt með af
CIVIC ELECTION COMMITTEE
Home and Property Owners’ Association
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR COM LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
»
Oskast til kaups!
SWEET CLOVER og ALFALFA FRÆ
OG GRAVARA 0. s. frv.
Spyrjist fyrir lijá
DELORAINE EXPORTING CO.,
DBLORAINE, MAN.
. J. FREDRIKSSON, Manager
T. W. Kilshaw
Borgarstjóraefni fólksins,
óháður öllum pólitískum
flokkum.
Mannúðarmálin skipi öndvegi!
Skyldur ræktar hlutdrægnis-
laust gagnvart öllum stéttum
bæjarfélagsins.
Kjósið til borgarstjóra —
Kilshaw, T. W.
1
ur vestur úr Asíu. Engu að siður hef
ir þessi skapi, á margan hátt, verið
heimur út af fyrir sig, sem haft hefir
sína sérstöku þýðingu fyrir sögu
allrar jarðarinnar. Hinsvegar hefir
nábýli Evrópuþjóða og Asíuþjóða
valdið því, að ýmist hafa þjóðir
austan úr Asíu gert innrás inn í
Evrópu og leitast við að leggja hana
undir sig, eða þjóðir úr Evrópu
hafa farið landvinningaferðir aust-
ur í Asíu og gert sér Asíuþjóðir
undirokaðar. Frá aldaöðli virðast
þessar tvær heimsálfur ekki hafa
getað setið á sátts höfði, og þeirri
baráttu er sjálfsagt ekki lokið enn.
Löngu áður en sögur hófust, hafa
þjóðir frá Evrópu farið herskildi
um Persíu og Indland og lagt undir
sig þær þjóðir, sem þar bjuggu fyr-
ir.
Seinna lesum við um það, að
Fönikíumenn frá Asíu setja á stofn
nýlendur við strendur Miðjarðar-
hafsins og alla leið vestur á Pyr-
eneaskaga. Þar grundvölluðu þeir
borgina Cadix um 11 hundruð f. Kr.
Þá kvað ekki lítið að tilraunum
Persakonunga að leggja undir sig
lönd á Blakanskaga, en þær tilraunir
mdstókust fyrir frækilega vörn
hinna hollenzku borgríkja í Persa-
stríðunum svo nefndu, nálægt 500
til 449 f. Kr.
Síðan er það Evrópa, sem sækir á
um hríð. Alexander mikli, með
makedónska og hellenska hermenn,
leggur undir sig alt Persaveldi á ár-
unum 330 f. Kr. Síðar ná Rómverj-
ar yfirráðum yfir flestum löndum
Vestur-Asíu og tekst um leið að
hnekkja öllum tilraunum Asíuþjóða
til landvinninga vestur á bóginn.
En árið 375 verða tímamót í þess-
ari baráttusögu heimsálfanna, þegar
herská Mongólaþjóð, er Húnar
nefndust, tók sig upp i Asíu og hélt
inn í Suður-Rússland. Um þrjá
aldarf jórðunga tókst þessari þjóð að
hafa yfirráð yfir nokkurum þjóðum
í Mið-Evrópu austanverðri Orrust-
an á Katalánsvöllum á Norður-
Frakklandi skar úr um það hvort
Vesturlönd, ættu þá, í nánustu fram-
tíð, að lúta Mongólum eða ekki. En
Evrópa sigraði.
Næst dregur upp ófriðarbliku úr
austri í byrjun áttundu aldar, þegar
Arabar, logandi af trúboðsáhuga og
heimsyfirráðastefnu hinnar ungu og
óreyndu Múhameðstrúar, leggja
undir sig alla norðurströnd Afríku
og halda með her manns yfir á Spán.
Brátt er allur Pyreneaskaginn á
þeirra valdi og Frakkland norður að
Loire-fljóti. Sigur Karls Martels
yfir Aröbum, eða Márum, eins og
þeir oftast eru nefndir, við Poitiers
árið 732 hnekkir þessari nýju inn-
rás frá Asíu.
Næst eru það Magiorar, Mongóla
þjóð frá Asíu, sem tekur sig upp
frá sléttunum fyrir sunnan Úralf jöll
á níundu öld og heldur í slóð Húna
alla leið vestur á ungversku slétt-
urnar. Óvíst er nema þeim hefði
tekist að brjóta undir sig all-mikinn
hluta núverandi Þýzkalands, ef
Hinrik konungur I., sem nefndur
var fuglari, hefði ekki varnað þeim
inngöngu í þau lönd, snemma á tí-
undu öldinni.
En frá þessum atburðum er ekki
liðin nenrn rúm öld, þegar þær breyt-
ingar taka að láta á sér bæra í Asíu,
sem boða vestrænum þjóðum nýja
hættu úr þeirri átt — en það eru
landvinningar tyrkneskra þjóða.
Allan Krossferðatímann, í hér um
bil tvær aldir, úthella Vesturlanda-
búar blóði margra sinna beztu sona
í viðureigninni við þessar herskáu
Asíuþjóðir, sennilega þó ekki nema
að mjög litlu leyti í vakandi með-
.vitund um það, að þær væru að
tefja fyrir nýrri innrás af hálfu
Austurlandabúa. Hitt var miklu
fremur meginhvötin til þessara
hættulegu æfintýraferða til Austur-
landa, að trúaðir iniðaldra menn
töldu sig vinna guði sínum þóknan-
legt verk með því að verja hina
helgu Jerúsalem fyrir Múhameðs-
trúarmönnum.
En í þeirri baráttu hélt Asía velli
og um 1350 hafa Tyrkir náð fót-
festu á Balkanskaga. Rúmri öld sið-
ar leggja þeir undir sig Konstantin-
opel og öldum saman er allur Balk-
1 anskagi, Dónárlöndin og sunnan-
J vert Rússland í höndum þeirra.
Hvað eftir annað koma þeir með ó-
víga heri að imiúrum Vinarborgar,
senr þá var höfuðborg hins þýzk-
rómverska keisaradæmis og verða
með naumindum hraktir þaðan.
Eftirtektarvert er það, hvað
Frakkar gerðu oft bandalag við
i Tyrki. Mátu þeir meir, að Tyrkir
stæðu í vegi fyrir vexti og veldi
þýzka keisarajæmisins, heldur en
. hitt, að f jöldi Evrópuþjóða styndi
; undir oki og ofsóknum Mongóla-
þjóðar frá Asíu, sem fyrirleit alla
kristna menningu.
En meðan þessi saga gerðist risu
upp aðrar þjóðir í Asíu, sem hugðu
Vesturlandabúum þegjandi þörfina.
Um 1200 rís upp mikill herkonungur
í hálöndum Mongóliu, Dschingis
Chan Temudschin, og brýtur undir
sig eina Asíuþjóðina af annari. Svo
hélt sonur hans — árið 1224 inn í
Evrópu, lagði undir sig meginið af
Rússlandi og lönd öll vestur í Slesíu.
Máhren og Ungverjaland. Það var
einkum að þakka frækilegri baráttu
þýzkra riddara í orustu við Liegnitz
í Slesíu, að þessir Tatarar, eins og
þeir eru nefndir, brutu þá ekki
meira af Evrópu undir sig. En
Rússland varð að þola yfirráð
þeirra i tvær aldir og ber þess merki
enn i dag.
Á árunum 1369 til 1405 rís enn
upp mikið Mongólaríki í Asíu fyrir
atbeina Timurlenk. En svt varð þó
rás viðburðanna, að þeint volduga
herkonungi tókst ekki að gera
Evrópumönnum búsifjar.
Um 1500 taka viðburðirnir nýja
rás. Nú verður það Evrópa sent
sækir á. Spánverjar reka Mára af
höndumi sér, Portvigalsmenn finna
sjóleiðina til Indlands 1498, Hol-
lendingar og Englendingar og
Frakkar vinna lönd i sunnanverðri
Asíu. Rússneskt riki, þar sem
Slafar fá yfirráðin, ris upp og brýt-
ur af sér ok Tatara og Tyrkja og
áður en langt um líður færir þetta
ríki út völd sín yfir alla norðanverða
Asíu. Og veldi Tyrkja í Evrópu er
nú að mestu liðið undir lok.
Þannig hefir Asía allar hinar síð-
ustu aldir lotið í lægra haldi, og
Evrópumenn hægt og hægt vanist á
að telja sér litla hættu búna úr
austri. Hin mikla nýlendu-öld sann-
færði vestrænar þjóðir urn yfirburði
sína yfir íbúa annara heimsálfa. En
þegar Japanir, á seinni hluta 19.
aldar, tóku að rakna úr rotinu, og
Kínverjar vöknuðu skömmu siðar
af margra alda svefni, tókvi aftur
að heyrast raddir um það, að þar
væri vestrænum þjóðum ný hætta
búin. Síðustu ár bendir alt á það,
að Japanir hugsi sér að ná sem
nnestu af Kína á sitt vald, og sam-
einist þær tvær stórþjóðir undir ein
yfirráð hefir tekist að setja á stofn
stórveldi, sem hefir drjúgum fleiri
❖❖❖
f
T
t
t
t
t
t
I
❖
Kosningar til bœjarstjórnar
á föstudaginn kemur þann 27. nóvember
ENDURKJÓSIÐ:
Q U E E N
BORGARSTJÓRA
I
Victor B. ANDERSON
os J. SIMPKIN
fyrir bæjarráðsmenn í 2. kjördeild
ISKÖLARÁÐ:
H. B. SMITH
og L. VANKLEEK
mönnurn á að skipa en þó allar
Evrópuþjóðirnar legðu saman. Gula
hættan er því föllkominn veruleiki,
sem Evrópuþjóðum bæri að gefa
gaum að og brynja sig til varnar
gegn, í stað þess að vígbúast hver
gegn annari.
En hættan úr austri birtist sam-
tírnis i annari mynd. Innan hins
víðlenda og fjölmenna yfirráða-
svæðis rússnesku Ráðstjórnarríkj-
anna, segja kunnugir rnenn, að áhrif
hins mongólska kynstofns fari hröð-
um skrefuimi vaxandi. í Bolsjevika-
byltingunni 1917—18 týndu drjúg-
urn tölunni þeir af íbúum Rússlands,
senv áttu til auðugra og voldugra
ætta að telja í hinu gamla keisara-
dærni. Fjöldi af slíku fólki flýði
einnig land. Margir af þeim við-
burðum, sem gerðust á byltingarár-
unum og gerst hafa í Rússlandi síð-
an, og nvörg einkenni þess hugsun-
arháttar, sem þar hefir orðið ríkj-
andi, rninna fullkomlega á þá grimd
og þann kvalaþorsta, sem kunnur er
hjá mongólskum þjóðum á umliðn-
um öldurn. Hinn mikli vígbúnaður
Rússa og hin ástríðufulla útbreiðsla
rússnesks hugsunarháttar, sem rek-
inn er á Vesturlöndunv, hin síðustu
ár, getur því ef til vill orðið upphaf
nýrrar örlagabaráttu nvilli þessara
tveggja heimsálfa, sem eins og að
framan er greint, hefir staðið því
nær óslitið frá því nvenn fyrst til
vita.—Sunnudagsblað Vísis.
TIL HERRA HJARTAR
THORDARSON
Chicago, III.
Hressum raddir, hreyíum tungu,
Hér er gestur, landi vor,
Gripasafnið forna að finna,
Frama ríkur, djarft með þor;
Hreyfkvvyndir hér má líta,
Háaldraða nvenn og fljóð,
Hinvna lofðungs listasnvíði
Listaverk, hjá hverri þjóð.
Þú ert Hjörtur Thordar-niður,
Þig vér bjóðum velkominn,
Þín er frægð unv foldar ranna,
Fyrir rafmagns vísdóm þinn;
Stórmenni að greind og göfgi,
Gjafmildur og vinur kær,
Þú ert íslands ættar laukur,
íslands sónvi nær og fjær.
Borgfirðinga ættar ertu,
Ættarstór í vorri sveit;
Nafn þitt hátt um heiminn flýgur
Hér úr Islands þjóðarreit;
Yfir þjóðar almenninginn
Ægishjálimi á höfði ber,
Þú ert láni og listum prýddur,
Leikur alt í hendi þér.
Risavaxinn rafnvagns jöfur,
Risa tekið hefir spor,
Herkúles í orði og anda,
Aldrei vantað dug né þor.
Mun þín lengi minning lifa,
Meðan nokkur saga er til.
Þökk fyrir komu þina hingað!
Þökk fyrir gjafir oss í vil.
Hægt er vagni heim að aka
Heilum yfir slétta grund,
Þegar alt í lyndi leikur,
Lífið brosir hverja stund.
Öll við óskunv að þú öðlist
Unaðsbjarma, laus við tár;
Gæfusólin lengi lýsi,
Lifa megi hundrað ár.
L. Árnason.
Betel, Gimli.
RALPH H. WEBB
Without in the least belittling the
clainvs of any one of the five candi-
dates running for the position of
Mayor in the forthcoming civic
election, surely no citizen of Win-
nipeg can forget the outstanding
service rendered in that capacity
over a period of years by Ralph H.
Webb.
Mr. Webb held the office of
Mayor under conditions, the most
difficult perhaps that Canada has
ever faced and his record fronv start
to finish was one of the very best
that has ever distinguished the
nvayoralty of Winnipeg.
People who are in the habit of
travelling by road will never forget
that it was largely by Webb’s per-
sistence that the highways (of Mani-
toba at least) were raised to the
condition in which we find them to-
day; not to speak of the thousands
of nven who were employed on the
construction of these roads.
He orginated the Tourist and
Convention Bureau which has had
the effect of bringing thousands of
visitors and hundreds of thousands
of dollars every year to Winnipeg,
while it has made Winnipeg known
to the outside world in a way it
was never regarded before.
Wlvile granting absolute freedom
of utterance to any citizen or group
who legally exercised this right, he
had only one thing to say to Conv-
munisnv or any other “ism” when it
souglvt to gain its ends by force or in
defiance of anything that guaran-
teed the security of the law-abiding
citizen.
Mr. Webb believes that all dis-
putes between employer and em-
ployee can and ought to be settled
by arbitration. He has not junvped
into this contest on his own intia-
tive. Over a thousand representa-
tive citizens of every rank have
personally urged him to take his
place in the contest, and this means
that there are many thousands nvore
who, on the strength of his character
and his record will give him their
whole-hearted support.
A well-known citizen who has not
always agreed witlv Webb, has this
to say of hinv: “I think Webb is one
of the cleanest citizens of Winni-
peg. There can be no question as
to his integrity, courage and sense
of fairness. His bluntness may up-
set a few conventions, but he says
what he believes atvd in the end
there are nvighty few/who will quar-
rel over the results he gets. He’ll
get my vote on the 27th and on his
record alone I think he deserves the
vote of everyone who has the wel-
fare of Winnipeg at heart.”